Lögberg - 28.06.1945, Side 3

Lögberg - 28.06.1945, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚNÍ, 1945 3 ugu þjóðernislegu afii eins og búðirnar á Þingvöllum til forna, en um hitt er eg sannfærður að þreyttum vegfarendum sem not- ið hafa hvíldar og svölunar í skuggum espitrjánna við ís- lenzku sumarbúðirnar á strönd Winnipeg vatns, mún koma sam- an um að sjaldan hafi þarfara verk verið unnið á meðal vor né heldur óeigingjarnari þjóð- rækni í ljós komið heldur en hjá konunum og fólkinu, sem reistu sumarbúðirnar vestrænu.” Sumarbúðir Lúterskra íslend- inga í Vesturheimi munu sóma sér vel á hinum friðarríka stað þar sem íslendingar fyrst námu landa á þessu svæði. Við skul- um öll taka höndum saman til að gera þær veglegar og fagrar. Ingibjörg J. Ólafsson. forseti B.L.K. Ferð til Vancouver Business and Professional Oards Brezkir stórskotaliðar í Burma. Frh. Nóttina, sem eg var í Blaine, gisti eg hjá gömlum vini mín- um að austan, Sigurjóni Bjarna- syni, hann var fyr á tíð í Win- nipeg, og einn yngsti landnáms- maður í Hólabygðinni, norðaust- ur frá Glenboro, og bjó hann þar í mörg ár, mun hafa farið þaðan um 1926. Honum farnað- ist vel, var góður bóndi og allra manna vinsælastur. Jóna kona hans er Vestfirsk, systir Hinriks Jónssonar, er. lengi bjó nálægt Ebor Manitoba, nú orðinn há- aldraður. Jóna er mesta myndar- kona, sem staðið hefur sem hetja í stormum og stríði lífsins, en hún er nú við aldur og gigtin er farin að heimsækja hana og þjá. Þau hafa búið í Blaine nú í nokk ur ár, og sitja þar í helgum stein, og líður vel. Var eg í yfirlæti hjá þeim um nóttina, og var margt, sem bar á góma og margs. að minnast frá gamalli tíð. Sigurjón er Austfirðingur og mesta prúðmenni, einn besti drengur, sem eg hefi þekt. Um kvöldið náði eg séra Al- bert Kristjánsson í síma, átti eg við hann lítilsháttar erindi, var eg honum og persónulega kunnugur að austan, brá hann við strax og sótti mig í bíl, dvaldi eg hjá honum góða stund. Séra Albert er alþektur meðal íslend- inga, sem ágætur ræðumaður og endurbótamaður, var þingmað- ur um tíma í Manitoba og gat sér góðan orðstír, hann stundar enn prestskap að nokkru, en hefir nú að undanförnu emnig unnið við smíðar, sagði hann mér að heilsa sín væri mun betri síðan hann fór að vinna með höndunum, kona hans, frú Anna, gaf okkur ágætis kaffi, eg er viss um að séra Albert fer vel með konuna, því en heldur hún vel sínum æskufríðleik, eg man vel eftir henni, þegar hún var á æskuskeiði, og okkur þótti hún með fríðustu stúlkum og henni hefur sannarlega lítið farið aft- ur, vona eg nú á hennar aldri, stigi þetta henni ekki til höfuðs. Börn þeirra eru uppkomin og komin burtu, var mér sagt að þeirra eini sonur hefði ótilkvadd ur gengið í Bandaríkjaherinn, og væri nú í herþjónustu. Um morguninn keyrði Sigurjón mig til Andrésar Danielssonar, hafði eg kvöldið áður reynt að ná honum í síma, en þau hjónin voru þá ekki heima, Daníelsson þekti eg í æsku, var hann um 3 ár í minni æskubygð, Hóla- bygðinni fyrir norðan Glenboro, og bjó þar búi sínu. Við unnum saman í þreskingu haustið 1901, og síðan hafði eg ekki séð hann, hann fór þá um áramótin al- farin til Blaine og þar hefur hann verið síðan. Ekki fanst mér að honum hefði neitt farið aft ur, það er sennilega svona gott að vera á ströndinni að fólki fer ekki aftur yfirleitt. Mr. DaníeL son hefur verið mikill athafna maður, var um mörg ár þing- maður í ríkisþinginu, var lengi fyrrum safnaðarforseti, og hef- ur tekið virkan þátt í almenn- um félagsmálum, hefur verið ís- lenzkum félagsskap og Blaine- bæ mjög þarfur maður. Hann bauð mér heim fyrir miðdegis- verð; og átti eg þar mjög ánægju- lega stund, kona hans er mjög skýr kona, líkaði mér vel við hana, gæti eg trúað að í félags- starfsemi væri hún mjög vel- viljuð og réttsýn, marg buðu þau mér að koma aftur en eg gat ekki komið því við. All-miklum Skugga sló það á komu mína til Blaine, að minn gamli góði vinur, Magnús Jóns- son frá Fjalli, var nú burtu af sjónarsviði lífsins. En með sjálf- um mér var eg ofurlítið hróð- ugur í huga að þarna höfðu verið tveir menn úr minni æskubygð, sem framarlega hafa staðið með það að gjöra, garðinn frægann í Blaine. Þeir Magnús Jónsson og Andrés Daníelson, og mikið á Daníelson eftir ógjört en, ef hann nær aldri Magnúsar. Þann góðvilja sýndu þeir mér feðgarnir Stefán Árnason og Hall dór sonur hans í Bellingham að skreppa norður til Blaine til móts við mig því eg átti við þá erindi, en var of latur að fara suður til Bellingham. Þótti mér gaman að mæta þeim, Stefán þekti eg þegar hann var bóndi í Argyle, endur fyrir löngu. Kona hans var Kristjana Hall- dórsdóttir Magnússonar frá Argyle, bæði fríð kona og væn eins og hún átti kyn til, hún er dáin fyrir skömmu. Stefán held- ur sér ágætlega vel, þrátt fyrir háan aldur. Þá gerði eg átroðning hjá Mr. og Mrs. Jóni Péturson, hún er systir Mrs. S. D. B. Stephan- son, kom kona mín suður til Blaine um daginn í heimsókn til hennar því þær voru kunningj ar frá fyrri tíð, áttum við þar ágætum viðtökum að fagna. Jón Peturson er upprunalega frá Hensel, N.-Dak., en var lengi í Elfros, Sask., áður en þau fluttu vestur á strönd, þá heimsóttum við Mrs. Margreti J. Benedict- son, kvennréttindahetjuna nafn- kunnu og rithöfundinn, var eg hissa að sjá hvað hún heldur sér ennþá vel, lítur út fyrir að elli gamla eigi undir högg að sækja, að fást við hana, ber ekki neitt á því að hún sé neitt farin að sljógvast andlega, frá því er eg þekti hana fyrrum, er nú langt orðið síðan. Hún skipar ætíð sérstætt sæti í sögu Vestur- íslendinga og menningar baráttu unni. Hún er en vel máli farin og getur bitið frá sér ef þörf kref- ur. Eg hefði getað hlustað á hana mikið lengur ef tíminn hefði leyft. Þar rakst eg á gamlan kunningja að austan, Þórð Breið- fjörð frá Upham, N.-Dak., var hann glaður og gunnreifur að vanda. Þá heimsótti eg rétt snöggvast Mrs. Sigríði Johnson, ekkju Jóns Magnússonar Jónssonar frá Fjalli, hún var dóttir Sigurðar Sigurðssonar, sem lengi bjó í Hólabygðinni, þekti eg hana vel á fyrri tíð, hún er nú orðin nokkurskonar einstæðingur, en henni líður vel og lítur vel út, hún er hógvær kona og hefur æfinlega tekið því sem að hönd- um ber með stillingu. Jón bróðir hennar er á þessum slóðum en hann gat eg ekki séð. Rétt áður en eg fór frá Blaine, mætti eg fyrir hendingu Magnúsi Thord- arsyni, sem áður fyr var í Bald- ur, átti eg tal við hann, skýr maður og drengilegur í viðmóti með all-mikla lífsreynslu. Undir kvöld héldum við til baka til Mr. og Mrs. Stephan- son og settumst við þar mpp fyrir kvöldverð. Keyrði hann okkur seinna um kvöldið til White Rock, og biðum við þar eftir lestinni, sem var á eftir áætlun fram um miðnætti. Við vorum í mikilli þakkarskuld við Stephansons hjónin fyrir góðar viðtökur, og við hann og Mr. Péturson fyrir að keyra okkur fram og aftur, sem þeir voru boðnir og búnir til að gjöra þrátt fyrir harðæri með benzín. í White Rock þótti okkur fallegt aðal verslunarstrætið er með ströndinni mót opnu hafi, en upp um hliðina sem rís hátt fyr- ir qfan ströndina og sem er skógi vaxin eru íbúðir fólks og vex bærinn óðum og er nú þegar orðinn all-fjölmennur. Við vor- um ekki rétt sem heppnust með veðrið í þessum túr, en engin ástæða til að kvarta um það. því verðið er æfinlega nógu gott, þessa nótt var all-mikil rigning og níðamyrkur, en járnbrautar- vagnarnir láku ekki, og lestin þræddi sinn veg hindrunarlaust, og við komum til Vancouver um kl. 2 um morguninn. Að kvöldi þess dags var afmæil safnaðarins, fórum við þangað náttúrlega, þar var allt með miklum myndarskap, líf og andi í öllu, og ótal lífs og þroska- merki, og vonrík hugsun hjá fólkinu um bjarta framtíð, og enginn þarf að efast um bjarta og fagra framtíð safnaðarins og íslenzks félagslífs í Vancouver ef a einstaklingarnir eru vakandi fyr- ir skyldu sinni, og hver og einn er köllun sinni trúr. Eg skrifa ekki um samkomuna því það hefur þegar verið gjört, og bet- ur en eg gæti gjört. Á þessari samkomu mætti eg hjónum, sem eg ekki hafði áður þekt, Mr. og Mrs. Barrett, er konan íslenzk, og er systir Dr. Pálson í Borden, Sask., er áður var í Elfors, sá hinn sami er skrifaði “Hnausa- förina” o. fl. Mr. Barrett er hér- lendur maður, var áður fyr í Winnipeg, og stundaði landbún- að um tíma í Geysisbygðinni. Þau eiga tvo sonu, sem báðir hafa gengið mentaveginn, er annar læknir en hinn prestur þar í fylkinu, eg átti all-langt tal við þau hjón. Þar mætti eg Mr. Anderson frá Winnipeg, Mr. G. Guðmundson frá Wynyard og Winnipeg, Mr. Finnbogason frá Vatnabygðunum og Mrs. Eyjólf son frá Langruth o. fl. Þann 9. marz, mætti eg þeim Mr. og Mrs. W. J. Arnason, sem áður voru í Argyle, þar sem Mrs. Árnason er fædd og uppalin, dóttir Mr. og Mrs. Hannes Sig- urðsson, sem þar bjuggu langa tíð rausnarbúi, nú bæði dáin. Mr. Árnason mun vera ættaður frá Lundar, sonur Péturs Árnasonar er þar . bjó lengi, þessi hjón bjuggu um tíma í Argyle eftir að þau giftust, þar til hann gekk í herinn, hefur hann verið leyst- ur 'frá herþjónustu, vegna heilsu bilunar. Eg átti mjög skemtilega stund með þeim hjónum þenn- an dag. Mr. Árnason var boð- inn og búinn að keyra mig hvert I á land sem var í borginni og| hagnýtti eg mér það, og er eg honum mjög þakklátur fyrir, og óska að honum og þeim líði ætíð | vel. Frh. Friðarins minst um allan heim DR. A. BLONDAL Physician & Surpeon «0S MEDICAL ARTS BLDQ. Sími 93 996 Heimili: 108 Chataway Sími 61 028 N. DR. A. V. JOHNSON Dentiat «06 SOMERSET BLDQ. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 398 Frá vini DR. ROBERT BLACK SérCræðingur I Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdémum 416 Medlcal Arts Bulldlng, Graham and Kennedy St. Skrifstofuslníl 93 851 Heimasími 42 154 Ræða Hákonar Noregskonungs.\ Hákon 7. Noregskonungur flutti ræðu í tilefni af því, að I Noregur var aftur orðinn frjálst ríki. Hann hóf mál sitt með því að bera öllum íbúum Noregs, körlum jafnt og konum, kveðjur sínar og ríkisstjórnarinnar. Því næst hvatti hann alla Norðmenn að snúa sér undir eins að upp-1 byggingarstarfinu, því Noregur þyrfti nú á öllum kröftum þjóð-1 arinnar að halda við endurreisn ina. Konungurinn lauk máli sínu með því að hvetja samlanda sína til þess að sleppa ekki tök- um af neinu því, sem hefði treyst samvinnu þeirra og samheldni á liðnum erfiðleikaárum. Minnistl fallinna. Noregi allt. Ávarp Ólafs ríkisarfa. Landar: Þýzki herinn í Norefi hefir gefist upp. Við minnumst nú orða þeirra, sem Ruge yfir- hershöfðingi mælti í tilkynningu | sinni 9. maí 1940. Hann sagði þá: “Fyrsta þætti stríðsins er lokið, | en stríðinu verður aldið áfram öðrum vígstöðvum og Norð-1 menn munu berjast þar.” Já, stríðinu hefir verið haldið | áfram, bæði erlendis og heima í Noregi og nú hefir það verið leitt til lykta. Það er mér mikil gleði, að geta sent kveðjur til allra landa minna, sem hafa með af- rekum sínum og framkomu lagt | svo mikið af mörkum í barátt- unni. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þéss að afvopna þýzku her- mennina í Noregi. Her okkar frá Noregi og lögregla okkar, sem kemur frá Svíþjóð, mun taki þátt í því, ásamt skipulögðum] flokkum norska heimahersins. Nýjum her verður boðið út I eins fljótt og hægt er. Norski heimaherinn er beðinn að hafa nánar gætur á því, að Þjóðverj- um takizt ekki að koma sér hjá| því að upfylla uppgjafarskilmál- ana. Norskir hermenn heima og er- lendis hafa háð einhuga baráttu. Fáni vor er óflekkaður og und- ir honum skulum við kappkosta að vera samhent og samhuga í framtíðinni, til blessunar fyrir| alla. Guð varðveiti konunginn og| föðurlandið. —Vísir 9. maí. ■ EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenekur lyfsaH ITðlk getur pantaC tneBul oi annaC meB pöstl. Fljöt afgrelCsla. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukklstur og annast um flt- farlr. Allur ötbúnaCur sft bestl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarOa og legstelna Skrifstofu talslmi 27 324 Heiiyiills talslmi 26 444 HALDOR HALDORSON bvopfngamelstari 23 Music and Art Building Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 93 055 INSURE your property wlth HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 TELEPHONE íí 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Phone 49 409 Radio Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST, WINNIPEO G. F. Jonasson, Pres.4iMan.Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Slmi 95 227 Wholesale Dlstributors of TREBH AND FROZEN FIBH Argue Brothers Ltd. Real Estate — Financial — and Insurance Lombard Building, Winnipeg J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291 Dr. S. J. Johanne»*on 215 RUBY STREET (Beint suCur af Bannlng) Talslmi 80 877 VlCtalstlml 8—1 e. h. Dr. E. JOHNSON 304 Evellne St. Selkirk Office hrs. 2.30—6 P.M. # Phone office 26. Res. 230 Office Phone Res. Phon* 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Offioe Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment DRS. H. R. and H. W, TWEED Tannlceknar • 408 TORONTO GEN. TRC8TS BUILDING Cor Portage Ave. og Smtth ih PHONE 96 9 52 WINNIPEG 1llei/ets r01 otre Dame- ÍHONE 06 647 Legsteinar ■em skara framúr Úrvals bl&grýti og Manitoba marmari BkrifiB eftir verBskrd GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 Spruce St. Simi 28 898 Wlnnipeg, Man. J. J. SWANSON A. CO. LIMITED 108 AVENÚE BLDO, WPO e Fasteignasalar. Leigja hös. Ct- vgga peningalán og eldsftbyrgS. bvreiOaftbyrgC, o. s. frv. Phone 97 538 ANDREWS, ANDREW8 THORVALDSON AND EGGERTSON LBgfrœBinoar 209 Bank of Nova Scotla Portage og Garry St. Slmi 98 291 Blóm stundvíslega afgTeldd m ROSERY LTD. StofnaC 1908 427 Portage Ave. Slml 97 466 Wlnnipeg. GUNDRY & PYMQRE LTD. Brltleh Quality — Flsh Nettlng 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Wlnnlpeg Hanaoer, T. R. THORTADDMOM Tour patronage wlU be %ppreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. , H. Page, Managing Diractor Wholesale Dlstrlbutor* ot Fresh and Frozen Tl«h. 311 Chambers St. Office Phone 26 328 Ree Phone 78 917. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.sti. Verzla I heildtólu meC nýjan o* frosinn flsk. 108 OWENA ST. Skrifstofuslmi 26 666 Helmasiml 65 468 — LOANS — At Rates Authorized by Small Loans Act, 1939. PEOPLES FINANCE CORP. I/TD. Licensed Lend,rs Established 1929 403 Time Bldg. Phone 21 48*

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.