Lögberg - 28.06.1945, Side 6
6
Dulin fortíð
Hún fór fyrst inn, þangað sem þjónustumær
hennar beið eftir henni.
“Eg er ekki alveg tilbúin að fara að hátta
strax,” sagði hún við þjónustustúlkuna.
Þjónustustúlkan varð hissa, er hún sá lafði
Damer ganga að klæðaskápnum og taka þar
þykkt svart sjal, en svo hugsaði hún, að hús-
móðir sín mundi ætla að líta eftir einhverju
í sambandi við veizluna daginn eftir. Hún hugs-
aði svo ekki meira um það, en hélt áfram að
lesa skáldsögu, sem hún var með.
Þegar lafði Damer steig út um gluggan og
ofan á grasið, greip hana hræðileg angist. Henni
fanst hún vera að yfirgefa allt, sem hún elskaði
og ann. skifta á því fyrir eitthvað hræðilegt —
hún vissi ekki hverju.
Hún leit upp í glugga hinnar stóru byggingar,
í sumum þeirra var enn ljósbirta. Hún sá að
ljósbirtu lagði út frá glugga í herbergi Hope, og
hún óskaði að vera komin upp til hennar. Hve
lítil þessi óþekkta hætta yrði, ef Hope vissi um
það, og þær gætu styrkt hvor aðra.
Hún gekk innuncþr hin háu linditré. Ef
laufin á trjánum hefðu getað talað, mundu þau
hafa hrópað á hana að fara ekki lengra.
Alt var kyrt, og hún hélt áfram í gegnum
hið döggvota gras, móti forlögum sínum.
Litla hliðið við hrísskóginn, var við endann
á linditrjárunnunum. Tvö skuggaleg furutre
stóðu þar á verði, sitt til hvorrar handar, og
milli þeirra stóð Robert Elster kæruleysislegur
með vindil í munninum.
Lafði Damer gekk til hans óhrædd og einörð,
þar sem hann stóð með kalt sigurglott á vör-
um.
“Gott kvöld, lafði Damer, það var gott að
þú komst,” sagði hann.
“Þú skrifaðir, að það erindi sem þú ættir við
mig, væri svo þýðingarmikið, að það mætti
ekki bíða, þess vegna kom eg hér.”
“Það var líka það besta. Það snertir þig ekki
að öllu leyti, en þú átt þinn part í því. Eg veit
um leyndarmál, lafði Damer, og þetta leyndar-
mál er aðallega viðkomandi systur þinni.”
“Þú getur ekki vitað neitt óheiðarlegt um
hana. Eg skil ekki hvað þér getur gengið til, að
fá mig hingað, til að hlusta á þig tala um systur
mína, eða hennar mál.”
Hann hló kæruleysislega.
“Eg er búinn að ljúka erindi mínu við systir
þína, en nú kemur að þér.”
Andlits svipur hennar bar þess ljósan vott hve
algjörlega hún forsmáði þennan óþokka; henni
fanst jafnvel loftið vera eitrað af andardrætti
hans og orðum. Hún losaði sjalið ofurlítið frá
andliti sér, til að geta andað að sér fersku lofti,
en við það, sá hann ofurlítið af hinum dýru
gimsteinum, og geislana frá hinum fögru smar-
ögðum.
“Ef þú ert hyggin, og þráir að njóta alls þess,
sem nú er þitt, verðurðu að hlusta á það, sem
eg hefi að segja þér,— þú verður að heyra það,
og fara eftir því”, sagði hann í ögrandi róm.
Henni kom til hugar að slá hann, en hún
stilti sig. Nætur andvarinn blés nú um hana; og
hægur vindgustur hreifði ofurlítið laufin á trján-
um, en hvorugt þeirra heyrði hið létta og var-
færnislega fótatak, sem stöðugt færðist nær
þeim.
“Eg er óvön að heyra slíkan talsmáta sem
þinn,” sagði hún. ,
“Eg er ekki heldur vanur slíkum nýjungum.
Eg bað þig um að koma hingað, lafði Damer,
því eg hélt að þú mundir hljóða upp þegar þú
heyrðir það, og það hefði vakið eftirtekt heima
hjá þér, sem þúr mundir fegin hafa viljað vera
laus við, hvað svo sem það hefði kostað ”
“Það er eitthvað sem mér kemur alls ekki
við,” svaraði hún, um leið og henni fíaug í
hug, hvað það mundi vera.
“Láttu þér ekki bregða svo mikið við það,
slíkt er ekki svo óvanalegt; það eru bara hefðar -
frúr, eins og þú, sem ekki eru slíku kunnugar.
Hopaðu ekki svona frá mér, eins og orðin mín
séu eitruð. Þú skalt komast að raun um, að
eg breyti við þig og þína, sem einlægur og
góður vinur.”
“Eg krefst að þú segir mér hreinskilnislega
og blátt áfram, undir eins, því þú ert hér,” sagði
hún, með djúpri fyrirlitningu.
“Já, eg get sagt það með fáum orðum; það
er þín vegna, að eg segi: komdu nær mór og
hlustaðu, þú munt jafnvel ekki kæra þig um
að tréin eða fuglarnir heyri það, sem eg ætla
að segja.”
Nú gleymdi hún stórlæti sínu, og beygði
höfuð sitt lítilsháttar, til að taka á móti því
rothöggi sem nú reið að höfði hennar.
“Þú ert mörgum árum yngri en systir þín,
svo það getur vel skeð, að þú vitir. ekki um
leyndarmál hennar, frá æskuárunum.”
“Hún hefur ekkert leyndarmál,” sagði hún.
Robert hló aftur þessum stríðandi kæruleysis-
LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 21. JÚNl, 1945
hlátri, svo hana langaði til að slá hann.
“Mér þykir leitt að þurfa að veikja svo þægi-
lega trú, en þú skalt fá að heyra sannleikann.
Eg hélt að það væri ekki svona erfitt að segja
þér þetta, lafði Damer, en er eg nú í tungls-
skininu horfi á andlit þitt, svo kalt og stolt, er
eins og mér renni til rifja að gera það.”
Þessi maður, sem var fantur og njósnari, hálf-
partinn gugnaði fyrir hinu hreina og einarða
augnaráði hennar.
“Haltu áfram með söguna,” sagði hún snögt.
Hann hikaði við, hann fann það var ekki
svo auðvelt að horfast í augu við hana, og segja
henni hversu mikið fúlmenni hann væri.
“Fyrir mörgum árum, kom systir þín í lítið
þorp, sem heitir Riversmead — þú hefur kann-
ske aldrei heyrt hana minnast á það?”
Hún stóð grafkyr, en fann að hroll sló að
sér, og eins og ís legðist að hjarta hennar. Var-
irnar opnuðust, eins og ósjálfrátt, en ekkert hljóð
kom yfir þær. Hún hélt sér fast í girðingar-
stólpann, til þess að detta ekki, en hún gaf
ekkert hljóð frá sér.
“Það er ekki við því að búast, að hún hafi
nokkurntíma sagt þér frá því,” hélt hann á-
fram. “En hún kom til Riversmead, og þar átti
hún barn, sem var drengur. Eg veit ekki hvort
hún var gift, eða ekki.”
“Hvað?” sagði lafði Damer í æstum róm,
sem var henni ólíkt. “Segðu það aftur!”
“Eg endurtek það, að systir þín, Miss Hope,
fæddi son í Riversmead, og að hún hélt því
leyndu, og það er ennþá leyndarmál, sem bara
eg og hún veit um.”
Hann horfði á hana engjast saman, sgm af
kvöl, og sá þessa mikillátu konu nötra sem
strá fyrir vindi. Hann heyrði hana barma sér, og
hann horfði á hana svo sundurmarða af sorg
og reiði, að jafnvel hann, gráðugur eins og
rándýr, fann til með henni.
“Það er engin ástæða fyrir þig að taka þetta
svona nærri þér; þú mátt vera viss um að eg
skal aldrei segja neinum frá því,” sagði hann.
Hún ansaði honum ekki, en laut höfðinu, í
hrygð sinni, og' sálarkvöl. Hann heyrði hana
segja í veikum róm.
“Ó, guð, ó, guð! þú hefur yfirgefið mig!”
Hún grét ekki, hann sá engin tár í augum
hennar, er hún leit upp.
“Segðu mér, hvernig þú fórst að komast að
þessu?”
“Þei, þei!” sagði Robert, “mér heyrist eg
heyra eitthvað, eg held að það hafi bara verið
vindblær í laufi trjánna. Eg skyldi segja þér,
lafði Damer, hvernig eg komst að leyndar-
málinu, ef þú vilt hlusta á mig, og bera þig
ekki svona illa.”
Hún bara vafði sjalinu héttara að höfði sér,
og huldi andlit sitt með því, svo hann sæi ekki
framan í sig.
53. KAFLI.
“Þú mátt vera fullviss um að það er engin
ástæða fyrir þig að vera hrædd við þetta. Það
er engin í öllum heiminum, sem veit neitt um
þetta, nema eg og systir þín, og það skal enginn
fá að vita neitt um það, ef þú lofast til að
gefa mér, það sem eg óska eftir að fá. Eg komst
að því með mínum eigin uppgötvunar hæfi-
leikum. Eg vissi nokkuð um það fyrir löngu síð-
an, en ekki alt. Hún hefur haldið því leyndu
að þessi sonur hennar sé lifandi.”
Hún leit æðislega á hann, og sagði í hásum
og hvíslandi róm.
“Hvað segirðu? Að hami sé lifandi? Guð
minn góður! Meinar þú að segja, að hann sé
lifandi?”
“Já, hann er lifandi. Ef hann væri ekki lifandi,
hvernig ætti eg þá að vita neitt um hann?”
“Lifandi!” endurtók hún, og honum fanst
eins og röddin kæmi frá deyjandi manneskju.
“Lifandi, já, og hann hefir komið sér vel
fyrir, að hann er eins og einn af fjölskyldunni
meðal ykkar. Þér er óhætt að trúa mér, lafði
Damer, eg er að segja þér sannleika. Ungi
maðurinn, sem þið kallið Verner Elster, er eng-
inn annar en sonur systur þinnar.”
Aftur heyrði hann hana barma sér í svo veik-
um róm, að hann hélt að hún væri að deyja.
“Já, systir þín hefur algjörlega haldið því
leyndu fyrir þér.”
Hún starði á hann með æðislegu augnaráði.
“Hver ert þú?” hvæsti hún. “Hvernig veistu
það?”
Hann lækkaði róminn, eins og til að gera sig
einlægari við hana.
“Hann er uppeldisbróðir minn, en hann hef-
ur altaf verið látinn heita sonur móður minn-
ar, Jane Elster.”
“Eg hefi aldrei heyrt það nafn, Jane Elster,
hver er hún?”
“Hún bjó í Riversmead, þegar systir þín var
þar, og hún komst einhvernveginn að því að
hún var ung ekkja, og fékk hana til að taka
að sér barnið, og ala það upp, sem sitt eigið.
Síðan hefur hún séð fyrir móður minni með
peningum, svo hún hefur lifað rólegu og áhyggju
lausu lífi, og móðir mín hefur gætt að halda
leyndarmáli hennar vandlega leyndu.”
Hún sagði ekkert, en barst lítt af.
“Ó, Hope, Hope!” sagði hún í sárri angist,
það var sem hún gæi nú og skildi það, sem
hún hafði aldrei látið sér til hugar koma. Hún
sá nú að ást og fórnfærsla systur hennar var
meiri en mannleg, hálf guðdómleg; hvernig
hún hafði staðið á verði, til að vernda hana
frá öllu mótlæti, hvernig hún ein, hennar
vegna, hafði öll þessi ár boðið þungann af
æskuhrösun hennar, og hvernig hún hafði á-
valt verið á verði til að halda öllu illu og ó-
þægilegu frá henni.
“Ó, Hope, elsku systir mín! Hversu mikið, þú
hefur gert fyrir mig!”
“Og hún vildi ekki segja þér frá því,” sagði
hann, eins og til að hifghreysta hana.
“Eg segi ekki að hún hafi verið gift, en ef svo
hefur verið, hefur hún verið gift einhverjum,
sem hún hefur skammast sín fyrir; annars
hefði hún ekki leynt því, eða veigrað sér við
að viðurkenna barnið sitt. Þú hefur verið svo
ung þá, lafði Damer, og hún hefur auðVitað
ekki sagt þér neitt um það.”
Hann var að komast í dálítil vandræði, það
var ekki skemtilegt fyrir hann að horfa á lafði
Damer, engjast sundur og saman af sárum
harmi og kvöl. Bara hún vildi ausa yfir hann
skömmum, eða hvað helst annað, en krjúpa
þarna með krosslagðar hendulr. Hann vildi
reyna að hressa hana, auka kjark hennar, ef
hægt væri.
“Þú þarft ekki að vera hrædd, lafði Damer,”
sagði hann, “þú tekur of nærri þér, það sem
Miss Hope hefur gert; það áhrærir þig ekki,
það sem hún hefur gert.”
Loksins herti hún upp hugann, horfði á hann
og sagði.
“Þú hefur talað um það við Miss Hope? Hvað
sagði hún?”
“Hún tók því rólega og skynsamlega. Hún
er ekki ein þeirra kvenna, sem reyna að bera
af sér með undanfærslu. Hún reyndi ekki til
að neita því; viðurkendi að það sem eg sagði
væri satt.”
“Viðurkendi að hann væri sonur sinn?” spurði
hún.
“Já, hún bar ekkert á móti því.”
Lafði Damer, gaf frá sér veiká sársaukastunu.
“Ó, Hope, systir mín! hvað hefurðu gert?”
“Það er langt síðan að grunsemd mín vakn-'
aði,” sagði Robert. “Eg komst að því að móðir
mín fékk alla þá peninga, sem hún þurfti, en
hélt því altaf leyndu, hvaðan þeir komu. Svo
var það annað, að allir töluðu um það, hversu
ólíkir að við bræðurnir værum. Fólkið yar vant
að segja að hann væri prúðmenni, en eg væri
bara efni í slátrara. Það var ekkert skemtilegt
fyrir mig, að hlusta á það, svo eg ásetti mér að
finna út, því við væfum svo ólíkir, þó sagt væri
að við ættum bóðir sömu foreldra.”
<‘En kannske þetta sé ekki nema ímyndun
þín og afbrigðissemi,” sagði hún.
“Nei, eg gerði mér mikla fyrirhöfn til þess að
hafa öll sönnunargögn í höndum mér, áður en
eg talaði um þetta við Miss Hope. Og besta sönn-
unin fyrir því að eg hafði óhrekjandi sann-
anir fyrir því, sem eg sagði, er það, að hún
gerði enga tilraun til að bera á móti því, þó
henni væri óljúft að heyra að eg vissi um allt
leyndarmálið.”
“Ó, Hope, systir mín!”
“Miss Hope viðurkendi ekki einungis sann-
leikann í sögu minni, en við gerðum samning
okkar á milli, að eg skyldi aldrei segja nein-
um frá leyndarmálinu. Það sýnir hve mikið á-
hugamál henni er að halda því leyndu, svo það
komist aldrei upp.”
“Hvernig samningur var það?”
“Hún lofaði að borga mér þúsund pund á
ári, ef eg vildi sverja að þegja um leyndar-
málið. Eg sór að gera það, og eg hefi pening-
ana fyrir fyrsta ársfjórðunginn í vasa mínum.”
“Er þér þá 1 hug að krefjast þúsund pund
einnig frá mér?” spurði hún.
“Nei, lafði Damer. Það er ekkert skáldlegt
við mig, en það sem eg krefst af þér er ekki
peningar það sem eg krefst af þér er svo óend-
anlega miklu verðmætara.”
“Hvað er það?” spurði hún.
“Já, þú átt dýrgrip, sem eg vildi gefa lífið
fyrir að eiga.”
“Eru það gimsteinar?” spurði hún, og lagði
hendina á hina dýrmætu gimsteina, sem hún
bar á brjósti sér.
“Gimsteinn, sem er öllum öðrum dýrmætari.
Eg sá dóttur þína í London, lafði Damer, og leist
betur á hana en nokkra stúlku, sem eg hefi
séð. Viltu gefa mér hana fyrir konu?”
Er hún heyrði þessa blygðunarlausu kröfu,
var sem henni yxi ásmegin; hún stóð þar í allri
sinni fegurð, hnarreist og einörð fyrir framan
hann, há og tignarleg; sjalið féll ofan af höfði
hennar, og augun brunnu sem eldur.
“Ef eg væri karlmaður, skyldi eg drepa þig,
svo þú lægir dauður fyrir fótum mínum, úr
því þú ert sá djöfull að leyfa þér að fara fram
á slíkt.”
“Lafði Damer, þú mátt ekki móðga mig.
Drepa mig fyrir það að eg vil giftast dóttur
þinni? Hefurðu ekki hugsað út í það, ef sagan
verður almenningi kunn, þá er líklegt að þér
gangi ekki vel að gifta dóttur þína neinum
aðalsmanni? Eins og þú sjálfsagt veist, eru
menn varfærnir að giftast stúlkum, sem eiga
slíka ættarsögu.”
Hann hrökk við fyrir hennar aldlega augna-
tilliti.
“Það er þýðingarlaust fyrir þig að ætla að
fá mig til- að breyta áformi mínu, á þennan
hátt, þú verður að gera það sem eg krefst,
þúsund pund á ári, er ekki svo lítið, en það
dugar ekki, ef eg fæ ekki að giftast henni, sem
eg vil fá fyrir konu. Eg vil fá mér konu, sem
eg vex í virðingu og áliti af að eiga, og til þess
getur Damer lávarður verið mér hjálplegur.”
Henni blöskraði að hugsa til þess, að Damer
lávarður yrði til þess að hjálpa slíku varmenni
til vegs og virðingar.
“Gjörðu eins og þú heldur að þér sé fyrir
bestu,” hélt hann áfram. “Ef þú vilt ekki
verða við kröfu minni, þá fer eg til Damers
lávarðar, og segi hpnum alt um leyndarmál
systur þinnar.
Hann mundi ekki trúa þér,” sagði hún skjálfr
rödduð.
“Jú, hann yrði að trúa mér, því eg gæfi honum
svo margar og ómótmælanlegar sannanir. Eg
mundi ekki láta mér nægja að segja horlum
einum frá því, eg mundi segja öllum þínum
tignu vinum og nágrönnum frá því, og þegar
þú svo sæir Miss Hope sneipta með niðurlútt
höfuð, kjarklausa og niðurbrotna alla sína ævi,
þá mundir þú sjá eftir að hafa neitað kröfu
minni. Eg hefi heyrt sagt að það sé engin maður
eins mikillátur á öllu Englandi, eins og Damer
lávarður. Þú getur bara hugsað þér hvernig
honum mundi lítast á, að systursonur konunnar
hans væri skrifari hjá Dysart lávarði. Þú sérð
að eg er ekki svo slæmur, það eru þúsundir
manna í heiminum margfalt verri en eg. Það
er best fyrir þig, að gæta skynsemi í þessu,
meðan tími er til.”
“En,” hrópaði hún í örvæntingu. “Hvað get
eg gert? Þó eg væri viljug tjj þess — sem eg
er ek’ki — að offra dóttur minni; veistu ekki
að hún er trúlofuð lávarði St. Albans, og á að
giftast honum.”
“'Þeirri trúlofun verður að vera slitið,” svar-
aði hann kalt og bjóðandi. “Auk þess máttu
vera viss um, lafði Damer, þegar hann heyrir
um slíkan hneykslisblett á fjölskyldunni, að þá
dettur honum ekki í hug að giftast henni, þú
getur slitið þessa trúlofun, svo lítið beri á, ef
þú vilt.
“Það get eg ekki,” svarði hún, og néri saman
höndunum af sárri angist.
“Ó, guð hjálpi mér, hvað á eg að gera!”
“Þú getur tekið þér dálítinn umhugsunar-
tíma; eg veit að þú sérð hvað er þér sjálfri
fyrir bestu.”
56. KAFLI.
“Eg er ekki að biðja þig að flýta þqr svo
mjög með að gefa mér fullnaðar svar,” sagði
Robert. “Hugsaðu um það rækilega. Þú veist
nú hvernig þú getur forðað þér frá hneisu í því
Eg get beðið um stund. Ef þér svo sýnist, skal
eg mæta þér aftur, hér á þessum sama stað.”
“Nei,” sagði hún og hörfaði lengra frá honum.
“Eg vil ekki; eg gæti ekki lifað með slíkt sverð
hangandi yfir höfði mér. Eg skal hugsa um
það.”
Hún strauk hárið frá enni sér, til þess að
láta hið svala næturloft kæla höfuð sitt.
“Sagðir þú mér ekki, að systir mín hefði sagt
þér að hún hefði átt barnið?”
“Já, auðvitað, og hún gerði enga tilraun til
að bera á móti því.”
“Og hún lofaði þér þúsund pundum á ári,
til að þegja um leyndarmálið.”
“Já, og hún hefði gefið mér meira, eg eg
hefði krafist þess.”
“Og hún reyndi ekki að halda því fram, að
önnur kona ætti barnið?” spurði hún.
“Og sagðist hún ekki hafa tekið barnið að
sér fyrir aðra konu, hina réttu móður þess?”
“Nei, hún nefndi ekkert slíkt,” sagði hann og
hló, ‘-thún vissi að það mundi vera til einskis.”
“Og hún reyndi ekki til að kasta sökinni á
neina aðra.”
“Því hefði hún átt að vera að því? Miss Hope
er skynsöm kona, og hún notar skynsemina.
“Og þú ert ekki ánægður með það sem þú
hefur pínt út úr henni, heldur svíkur þú það
traust sem hún hafði á þér, og kemur nú til
mín til að leita fyrir þqr um hve mikið að þú
getur pínt út úr mér.”
“Nei, það er ekki mín meining, það er ein-
ungis dóttir þín, sem eg bið um, og vil fá.”
“Segjum að eg biði þér tvö þúsund pund á
ári.”
“Það eru ekki peningar sem eg bið um, eg
vil bara fá dóttur þína. Eg hefi ákveðið að fá
Rose, fyrir konu — og maðurinn þinn sér um
að eg komist í virðulega stöðu.”
“Hann mundi fyr drepa þig en hann gerði
slíkt,” sagði hún.
Hann hló.
“Það væri auðvitað betra fyrir nafn og heiður
fjölskyldunnar, að eg væri dauður, en eg hefi
svo mikið ennþá að lifa fyrir, og þegar maður
tekur allt sem skeð er til yfirvegunar, þá geti