Lögberg - 05.07.1945, Síða 1
Institution
58. ÁRGANGUR
•X 'lðh ■
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 5. JÚLÍ, 1945
Cleaning:
Institution
NÚMER 27
\
Miss Canada
Solla Lifman
I am a Canadian. On behalf of
my fellow Canadians, I con-
gratulate Iceland and all her
people on this the first anni-
versary of her Independence. We
realize what a cherished ideal
that has been, throughout the
ages of her subjugation, suppres-
ion, and poverty, and we rejoice
with her on this day. This feeling
of rejoicing and jubilation is
brought home to us much more
poignantly because we have just
come through the bitterest,
cruelest struggle for freedom and
liberty in human history. We
Canadians of Icelandic extraction
are proud of the part our people
have played in this titanic con-
flict. We realize that the forces
and qualities of heart and mind,
that moticated us in our whole
hearted participation against the
Nazi tyrant, is the same spirit
that has prompted the people
of Iceland, in their long and
bitter struggle for complete
liberty.
We are proud of our extraction
— and rejoice and swell with
pride at every forward step of
progress made by Iceland. We
are well aware of the heritage
they have bequeathed to us, their
ancient sagas, eddas and modern
literature — Their capacity for
compromise and respect for the
law — their establishing of the
first democracy in Europe. We
are conscious of all these and
other qualities that we have re-
ceived as a heritage from our
fathers. It is our hope and prayer
that we Canadians of Icelandic
extraction can contribute some
of these characteristics and traits
to our Canadian nationality and
help, if even in a small way, to
shape the character of the Can-
adian nation in such a way that
our friends and relatives in Ice-
land may feel that the migration
of our parents to this country
has not been in vain.
Kosinn á sambandsþing
í nýlega afstöðnum sambands-
kosningum, var William Beni-
dickson lögfræðingur kosinn á
sambandsþing fyrir Kenora
Rainy River kjördæmið, sem
Liberal þingmaður með miklu
afli atkvæða; hann er fæddur í
Dauphin, Man.. en fluttist með
foreldrum sínum, þeim Mr. og
Mrs. Christian Benidickson til
Winnipeg 1923; hinn nýji þing-
maður lauk stúdentsprófi 1933,
en útskrifaðist í lögvísi af Mani-
toba háskólanum 1936 með hin-
um ágætasta vitnisburði. Mr.
Benidickson er búsettur í bæn-
um Kenora; hann nýtur góðs
álits sem lögfræðingur, og er
mælskur'vel; hann gekk snemma
í canadiska flugherinn, og aflaði
sér brátt mikils orðstírs vegna
skipulagningar hæfileika sinna.
Faðir hins nýkjörna þing-
manns, Christian Benidickson,
er ættaður frá Úlfsstöðum í
Skagafirði, en kona hans, er af
enskum uppruna.
Luzon leyst úr viðjum
General MacArthur lýsti yfir
því á miðvikudaginn, að Luzon
ey, sem er langstærsta eyjan í
Filippseyjaklasanum, hafi verið
leyst með öllu úr klóm Japana;
á ey þessari er höfuðborgin
Manila; hrikalegar og afar mann
skæðar orustur hafa háðar ver-
ið á Luzon mánuðum saman,
með gífurlegu mannfalli á báð-
ar hliðar, þótt það að vísu hafi
orðið margfalt meira af hálfu
Japana, sem mistu í þessari orra-
hríð 113,593 vígra manna.
5®S1
Væntanlegur heim
P.O. Byron Paulson
Þessi ungi og glæsilegi maður,
sem myndin er af, er sonur þeirra
Mr. og Mrs. Paul V. Paulson,
504 Simcoe Street hér í borginni;
hann hefir verið lengi \ herþjón-
ustu og getið sér frægðarorð fyr-
ir vasklega framgöngu. Byron
vann að prentiðn hjá Columbia
Press Ltd., og er nú að sögn,
senn væntanlegur heim.
5S^
Lœtur af embætti
Edward R. Stettinius, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
hefir látið af embætti, og verið
skipaður fulltrúi þjóðar sinnar
í öryggisráð þjóðabandalagsins
nýja. Mr. Stettinius var formað-
ur amerísku sendinefndarinnar
á San Francisco ráðstefnunni.
5®a
Til kaupenda Lögbergs
Vegna þess að Columbia Press
Ltd., eins og flestar aðrar prent-
smiðjur í borginni, hefir ákveðið
að loka prentsmiðjunni frá 30.
júní til 8. júlí, kemur Lögberg
aðeins út í hálfri stærð þessa
viku; fyrir þenna halla verður
margfalt bætt með geisistóru
hátíðablaði í tilefni af íslend-
ingadeginum á Gimli þann 6.
ágúst n. k.
Lokun prentsmiðjanna er gerð
með það fyrir augum, að starfs-
fólki þeirra veitist dálítill að-
gangur að hvíldardögum yfir
heitasta tímabil sumarsina .
Lieut. G. A. Paulson
látinn
Á fimtudaginn þann 28. f. m.
lézt á King Edward sjúkrahús-
inu hér í borginni Lieut. Gordon
Alex Paulson, sonur þeirra
Gordons A. Paulson og frú
Magneu Paulson, 351 Home St.;
hann var einungis 22 ára, vel
gefinn efnismaður; hinn látni
var fæddur og uppalinn í Win-
nipeg; hann innritaðist í herinn
1942, særðist alvarlega í orustu
1944 og kom til Canada í marz
mánuði síðastliðnum. Eldri bróð-
ir hans, Fred, féll í orustu í júlí
mánuði 1944.
Útför Lieut. Gordons fór fram
frá First Presbyterian Church á
laugardaginn þann 30. f. m.
Lögberg vottar sifjaliði hins
látna sína innilegustu hluttekn-
ingu.
Ferðaáætlanir próf.
Ásm. Guðmundssonar
30. júní—1. júlí — Árborg,
Man. á vegum Sambandskirkju-
félagsins.
3. júlí — Á Gimli.
3. júlí — í Selkirk.
4. júlí — Ferð til Argyle.
5. júlí — Erindi í Glenboro.
6. júlí — Samsæti A. P. Jóh. í
Winnipeg.
7.—8. júlí — Lundar, Man.
9. júlí — Frá Lundar til Win-
nipeg.
10. —11. júlí — Mountain N. D.
12. júlí — í Winnipeg. Óákveð-
ið.
13. júlí — til Wynyard kl. 10
e. h, C.P.R.
14. —18. júlí — Með séra S. Ó.
í Vatnabygðum, Sask.
Skipaður prófessor
Þann 7 þ. m. skipaði forseti
Islands dr. Einar Ólaf Sveinsson
til þess að gegna prófessorsem-
bætti í bókmentasögu við Há-
skóla Islands. Hann hefir um
nokkurt skeið verið settur próf.
í þessari fræðigrein.
Dr. Einar er þektur fræðimað-
ur og hefir getið sér hinn ágæt-
asta orðstír fyrir ritverk sín, svo
sem öllum landslýð mun vera
kunnugt um. Þá er hann og á-
gætur útvarpsfyrirlesari og er
skemst að minnast lesturs hans
úr fornsögunum undanfarna tvo
vetur.
Hann er fæddur þ. 12. des.
1899, stúdent varð hann 1918 og
mag. art. við háskólann í Kaup-
mannahöfn árið 1928. — Dr. phih
varð hann í Reykjavík árið 1933.
Mbl. 12. maí.
5IH
Á heimleið
P.O. Johann Johnson
Eins og áður var frétt, lenti
þessi ungi og efnilegi maður í
flugslysi um þær mundir, sem
yfir var að ljúka 1 Norðurálfu-
styrjöldinni, og lá um hríð á
sjúkrahúsi í Danmörku; nú hefir
foreldrum hans, þeim merkis-
hjónunum Mr. og Mrs. J. B.
Johnson að Birkinesi við Gimli,
nýlega borist fregn um það, að
Jóhann sé á heimleið til Canada
í góðu ásigkomulagi, og er það
vitaskuld sifjaliði hans og fjöl-
mennum vinahóp ósegjanlegt
fagnaðarefni.
Áður en Jóhann fór í stríðið,
var hann byrjaður nám í læknis-
fræði við Manitoba háskólann.
M I N N I N G
Valgerður Þorsteinsd. Neilson
Þessi mæta og prúða kona, var
fædd að Klausturhólakoti í
Grímsnesi þann 4. júní 1861. For-
eldrar hennar voru þau Þor-
steinn Eiríksson og Guðbjörg
Vigfúsdóttir, er um eitt skeið
bjuggu á Reykjum á Skeiðum;
er Valgerður var fjögra ára að
aldri, fluttist hún með foreldr-
um sínum að Króki í Ölfusi, en
eftir nokkura dvöl þar, fór hún
til móðursystur sinnar Valgerðar
Vigfúsdóttur og manns hennar,
Guðm. Eiríkssonar að Hrygg
í Flóa, og dvaldi þar fram um
tvítugsaldur; en fluttist þá með
fóstru sinni til Reykjavíkur, og
var heimili þeirra nefnt Birtinga
holt; jafnskjótt og til Reykja-
víkur kom, tók Valgerður sér
það fyrir hendur að læra fata-
saum, og skaraði hún brátt fram
úr í þeirri iðn. Nokkru síðar
fluttist Valgerður'til Vopnafjarð-
ar og vistaðist hjá Andrési
Ferdinand Neilson verzlunar-
stjóra og frú hans Sigurveigu
Jónsdóttur frá Leiðarhöfn, og
þar giftist hún yngsta syni þeirra
hjóna, Carl G. Neilson, árið 1897.
Reistu ungu hjónin bú í Leiðar-
höfn og farnaðist vel; eignuðust
þau tvö börn, Andrés Ferdinand
og Guðvaldinu Sigurveigu.
Um vorið 1908 fluttu Carl og
Valgerður til Reykjavíkur og
dvöldu þar um tveggja ára
skeið. Valgerður átti fjóra bræð-
ur, Tryggva, Þorstein, Eirík og
Guðmund, sem allir höfðu fluzt
vestur um haf, og komið þar vel
ár sinni fyrir borð; allir hinir
mestu dugnaðarmenn; þeir hafa
nú allir safnast til feðra smna.
Árið 1910 fluttu þau Carl og
Valgerður af íslandi ásamt börn-
um sínum; var fyrst staðnæmst
í Winnipeg um hríð, en þaðan
brátt haldið vestur til Tantallon
bygðar í Saskatchewan þar sem
af hálfu fóður og systkina, og
Tryggvi bróðir Valgerðar átti
heima; ekki varð þó dvölin þar
vestra löng með því að lönd öll
sar um slóðir voru þegar numin;
tóku þau Carl og Valgerður þá
^ann kost, að flytja til Winni-
peg árið 1911. Eignuðust þau hér
húsið 748 á Lipton Stræti og
bjuggu þar í 22 ár samfleytt. En
eftir að Valgerður bilaði á heilsu,
fluttust þau til áminstrar dótt-
ur sinnar, Mrs. Guðvaldinu Sig-
urveigar Anderson að 1063
Spruce Street, sem er ekkja eftir
Clifford Anderson, er dó í cana-
diska hernum fyrir fimm árum;
þau eignuðust einn son, Carl
Arthur, sem elzt upp með móður
sinni. Mrs. Anderson starfar í
þjónustu fylkisstjórnarinnar í
Manitoba. Andrés sonur þeirra
Carls og Valgerðar er kvæntur
konu af canadiskum ættum, og
hefir á hendi bókhaldarastarf hjá
James Richardson and Sons, al-
kunnu firma hér í borginni.
Að Valgerði heitinni stóðu
traustir stofnar; í móðurlegg var
hún komin af Reykholtsættinni,
en að föðurnum til af Birtinga-
holtsættinni þjóðkunnu; hún var
bráðskýr kona að eðlisfari, las
mikið og fylgdist jafnan vel með
því, sem gerðist á vettvangi
mgnnfélagsmálanna; hún var lífs
glöð, og æðraðist ekki yfir nein-
um erfiðleikum á vegferð lífs-
ins; traust hennar til skapara
síns og herra var óbifandi, og
þangað sótti hún svölun og styrk
í síðasta lífsstríðinu; hún naut
hinnar ástúðlegustu umönnunar
einnig frá hendi frú ísafoldar
Ólafsson vinkonu sinnar.
Valgerður lézt að heimili á-
minstrar dóttur sinnar þann 13.
nóvember síðastliðinn, og var
jarðsungin tveimur dögum síðar
frá Fyrstu lútersku kirkju af
sóknarprestinum, séra Valdimar
J. Eylands.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir alt og alt.
Gekst þú með guði
guð þér nú fylgi,
hans dýrðar hnoss þú hljóta
skalt.
Ástmenni hinnar látnu þakka
tfenni kærleiksríkar samveru-
stundir, og geyma minningu
hennar sem helgan dóm. —
Blöð á íslandi eru vinsamlega
beðin að endurprenta þessi minn
ingarorð. V\nur.
THE CALVARY LUTHERAN CHOIR, SEATTLE, WASH.
Rendered Sacred Concert, Sunday, June 3rd, 1945
FRONT ROW (Left to Right):Nina McCauley, Constance Soderland, Delores Friend, Elizabeth Sigurdson, Anna Scheving, Evelyn North-
field,/Geraldine Bjornson, Betty Toskey and Choirmaster Tani Bjornson.
SECOND ROW: Sigrid Bjornson, Sigrid Scheving, Anita Sigurdson, Anna Chester, Mabel Scheving, Lois Webster, Barbara Goodman,
Nancy Mae Warren, Carol Jgcobson, Margaret Northfield.
THIRD ROW: Doris Bjornson, Thora Johnson, Ethel Sigmar, Hannes Kristjanson, Attorney Harold M. Eastvold, Pastor Harald Sigmar.
LAST ROW: Lilyan Stefansson, Erika L. Eastvold, Elaine M. Frederick, Corinne Page, Anna Magnusson, Aleph Johannsson, Stefania
Northfield, Robert Owen, Ray Olason, and Palmi Palmason.
Members not on picture are: Anna Stévenson, Magnus Herman, Gene Northfield, Mary Sigurdson, Esther Sigurdson and Virginia Drugg.