Lögberg - 05.07.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.07.1945, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTIJDAGINN, 5. JÚLÍ, 1945 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave., Mrs. E. S. Felsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. • Miss Anna Bjarnason hjúkr- unarkona frá New York, leit inn á skrifstofu Lögbegs á miðviku- daginn í vikunni sem leið; hún hafði dvalið um hríð í David- son, Sask., í heimsókn til föður síns, Halldórs Bjarnasonar og systur sinnar og tengdabróður, Mr. og Mrs. J. A. Vopni. Miss Bjarnason lagði af stað heim- leiðis samdægurs og hún kom að vestan. • Gefið til að stofna íslenzkt elliheimili í Vancouver, B.C. Mr. A. Loptson, Yorkton, Sask. $25.00. Mr. og Mrs. G. S. Fridrik- son, Selkirk, Man. $4.00. Mrs. F. Atchison $2.00. Mr. og Mrs. G. Gíslason $4.00. Mrs. G. Er- lendson $2.00. Mrs. Don Oliver $2.00. Mr. E. V. Johnson $15.00. Mr. O. W. Bjarnason $2.00. Mr. Ludwik Eirickson $2.00. Mr. B. Thorwardson $4.00. Mr. F. H. Jonason $2.00. Mr. og Mrs. N. C. Eyford $2.00. Mr. og Mrs. S. Eyford $5.00. Miss E. Eyford $5.00. Mr. og Mrs. Th. Johann- son $2.00. Mr. Donald Hjálmar- son $5.00. íslendingar í þessu landi eru beðnir að styðja þessa gullfall- egu hugmynd af öllum mætti. Með innilegu þakklæti. S. Eymundsson. • Settir voru í embætti í stúk- unni Skuld I. O. G. T., eftirfar- andi félagar og umboðsmenn stúkunnar. G. M. Bjarnason. F. Æ.T. — A. S. Bardal. Æ.T. — John Halldorson. V.T. — Margrét Johnson. Kap. — Regina Sigurdson. Rit. — Árný Magnússon. A.R. — R. jQhannson. G. — Steinlaug ísfeld. V. — Magnús Johnson. D. — Margrét Sigurdson. A.D. — Margrét Goodman. Spilari — Margrét Olson. • Gjafir í minningarsjóð Bandalags lúterskra kvenna. Úr Árdísarsjóð $200.00. Úr aðalsjóð Bandalagsins $100.00. Mrs. J. Sigurður, Selkirk $25.00, í minningu um son hennar Sgt. Magnús Stephanson, dáinn 15. jan. 1941. Rev. og Mrs. S. Ólafs- son og fjölskylda $15.00, í minn- ingu um P.O. Sigurjón Einars- son, Gimli. Mr. og Mrs. Finnur Jónsson, Winnipeg $25.00, í minn ingu um son þeirra Ásgeir John- son fallinn í hinu fyrra heims- stríði. Mrs. J. Nordal, Winnipeg $10.00, í minningu um systurson Herippn Jonasson, Baldur. Mr. og Mrs. Ó. Ólafsson, Selkirk $5.00. Mrs. H. S. Erlendsson, Ár- borg $5.00. Mr. Guðmundui Pétursson, Gimli $10.00. Mrs. Al- dís Pétursson, Árborg $5.00. Mrs. K. Christopherson, Baldur $5.00. Mrs. Thordís Jónsson, Winnipeg $5.00. Mrs. B. Bjarnason, Lang- ruth $10.00, í minningu um bróð- ir hennar, Archibald J. Polson, er féll í hinu fyrra heimsstríði. Mrs. B. S. Benson, Winnipeg $2.00. Mrs. Margrét Johnson, Selkirk $5.00. Mrs. S. Simundson, Selkirk $2.00. Mrs. Guðrún Thor- steinsson, Árborg $2.00, í minn- ingu um Ingva Eiríkson og Bald- ur Lifman. Mrs. Kristín Magnús- son, Selkirk $10.00. Miss Lilja Guttormsson, Winnipeg $5.00, í minningu um John Guttormson, Minneota, Minn. Mr. og Mrs. Gunnl. Johannson, Winnipeg $25.00. Mrs. Anna Magnússon, Selkirk $10.00. Magnús Hjörleifs- son, Selkirk $1.00. Mrs. J. Markús son, Winnipeg $2.00. Mrs. Ingi- ríður Jónsson $5.00. Mrs. Hansína Messuboð Cand theol. Pétur Sigurgeirsson prédikar í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, 15. og 29. júlí kl. 7 e. h. í bæði skiftin. Söngflokkur verður til aðstoð- ar, og Snjólaug Sigurðsson við hljóðfærið. Prestakall Norður Nýja fslands. 8. júlí — Árborg, ferming og altarisganga. kl. 2 e. h. Hnausa, messa kl. 8.30 e. h. 15. júlí — Riverton, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. Guðsþjónustur við Churchbridge í júlí-mánuði. 1 Winnipegosis þann 1., þann 8. ensk messa í Concordiakirkj u. Þann 15. í Lögbergssöfnuði kl. 2 e. h. Þann 22. í Þingvallakirkju. Þann 29. í Concordia kirkju. S. S. C. Olson $5.00. Mr. og Mrs. S. O. Bjerring Winnipeg $25.00, í minn ingu um P.O. Sigurjón Einarsson Gimli. Meðtekið með innilegu þakk- læti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. Mra DÁNARMINNING Thelma Ásdís Sigurðsson, dóttir Magnúsar Sigurðssonar í Keewatin, Ontario, andaðist 4. maí 1945, á Kenora General Hospital, eftir stutta legu þar; hún var fædd í Keewatin, Ont., 3. febrúar 1922 og ólst upp hjá foreldrum sínum og dvaldi í föðurhúsum eins lengi og aldur entist. Thelma heitin var einstaklega góð og vel gefin stúlka, naut góðrar mentunar, bæði á almenn um skóla og háskóla, en átti við heilsuleysi að stríða síðustu ár- in; henni var veitt öll sú læknis- hjálp er auðið var, en það virt- ist ekki koma að liði. Thelma misti móður sína Margréti Valgerði, árið 1930 og bróðir sinn Hermann, árið 1937, en eftirfylgjandi syrgjendur eru enn á lífi: Mr. Magnús Sigurðs- son, og fimm systur, Margrét, Hildur, Sylvía, Guðrún og Ingi- björg C.W.A.C., og bróðir Tómas, í canadiska hernum. Thelma heitin, var jörðuð í Kenora grafreit, 6. maí 1945. Rev. Smith, annaðist út- förina. Það voru margir vinir og kunningjar viðstaddir, er lögðu blóm á hennar síðasta kvílustað. Blessuð sé minning hennar. S. S. Björgvin Guðmundsson heiðraður Félag Vestur-íslendinga hélt Björgvin Guðmundssyni tón- skáldi og konu hans samsæti í Oddfellowhúsinu fimtudaginn 3. maí s. 1. Formaður félagsins, Hálfdan Eiríksson kaupm., stjórnaði sam- sætinu og mælti fyrir minni heiðursgestsins, Björgvins Guð- mundssonar. Frú Aðalbjörg Johnson mælti fyrir minni frú Fríðu Guðmundsson, en Ragnar H. Ragnar fyrir minni Margrét- ar dóttur Björgvins. Var það um leið minni íslenzkrar æsku, og heiðursgestur þakkaði með snjallri ræðu. Aðrir ræðumenn voru Ásgeir Ingimundarson veggfóðrari, Ólafur Þorgrímsson r hæstaréttarmálaflutningsmaður, séra Jakob Jónsson og Valdimar BjörnssoA sjóliðsforingi. öllum Vestur-lslendingum, sem hér eru í hernum, var boðið, og einn- ig frú Rannveigu Smidt, sem nýkomin er að vestan. Til heiðurs Björgvin Guð- mundssyni sungu einsöngva og dúetta úr óratoriu hans “Friður á jörðu” þau frú Ólafía Jóns- dóttir, Ingibjörg Steingrímsdótt- ir, frú Björg Guðmundsdóttir, Ólafur Magnússon frá Mosfelli og Pétur Á. Jónsson óperusöngv- ari. Að loknum ræðuhöldum og söng voru borð upp tekin og skemti fólk sér við dans til kl. 2. Var samsæti þetta mjög á- nægjulegt. Mbl. 12. maí. 8 Stórhríð á Vestfjörðum Norðaustanhvassviðri með mikilli snjókomu hefir geysað um norðurhluta Vestfjarða í nótt og dag. Sex bátar frá Bol- ungarvík urðu að hleypa hingað inn vegna veðurs í Bolungavík. Höfðu þeir allir skemmst meira og minna við öldubrjótinn þar. Einn bát rak þar á land. Var það vélbáturinn Flosi. Mun hann mikið skemmdur. Vegna snjókomunnar er búist við að fé fenni, en því hafði verið sleppt. Mbl. 15. maí. S23SS V ör uskif taj öf nuðurinn Vöruskiftajöfnuðurinn í apríl- mánuði var hagstæður um 1.7 milj. króna. — Nam verðmæti útfluttrar vöru 23 milj. króna. Þá er vöruskiftajöfnuðurinn á tímabilinu jan. til apríl hagstæð- ur um 10,6 miljónir króna. Verð- mæti útfluttrar vöru nam á þessu tímabili um 89,9 milj., en inn- fluttrar 79,3 milj. Á tímabilinu jan.—apríl s. 1. ár var vöruskiftajöfnuðurinn ó- hagstæður um 300 þús. Mbl. 15. maí. Mæðgur hverfa Sá hörmulegi atburður gerðist austur í Grímsnesi síðastliðinn laugardagsmorgun, að húsfreyj- an að Þóroddsstöðum hvarf að heiman frá sér og með henni ársgömul dóttir hennar. Nokkru síðar fundust þær báðar örendar í læk skammt frá bænum. Þetta gerðist snemma morg- uns. Var bóndinn að sinna skepn- um í útihúsum, er þær hurfu og varð ekki vart ferða þeirra mæðgna. Strax og þeirra var saknað, var hafin leit að þeim. Var leitað í þrjár klukkustundir, áður en þær fundust. Lækur sá, er þær fundust í, rennur á milli Þóroddsstaða og Svínavatns, sem Vart hafði orðið veilu á heilsu er næsti bær við Þóroddsstaði. húsfreyjunnar. — Lætur hún eftir sig mann og 3 börn. Mbl. 12. maí. Hitt og þetta Hún: — Þú ættir að vita hvað hann pabbi varð feginn, þegar eg sagði honum, að þú værir skrifstofumaður. Hann: — Er það virkilega, af hverju? Hún: — Af því, að sá sem eg var með síðast var boxari. • — Segðu mér, Óli, rífst þú aldrei við konuna þína? — Nei, þegar við erum ásam- mála, þá segi eg bara þegiðu, og svo þegi eg. Kaupendur á Islandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Lögbergs á íslandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavik. Hann er gjald- keri í Grœnmetisverzlun ríkisins. — Hvað heitirðu, drengur minn? — Eg heiti Hans. — Það er fallegt nafn, þú heitir kannske í höfuðið á hon- um afa þínum? — Nei, eg heiti í höfuðið á kónginum. — En ekki heitir hann Hans. — Jú, Hans hátígn. Hótelgesturinn: — Það eru nú ekki margir uxahalar í þessari uxahalasúpu. Þjónninn: — O-nei, en það er heldur enginn Napoleon í Napoleonsköku. • Sonurinn: — Pabbi, er það satt, að við séum komnir í heim- inn til að hjálpa öðrum? Faðirinn: — Já, auðvitað. Sonurinn: — En til hvers eru þá allir hinir? • Læknir sendi ekkju reikning svohljóðandi: — Greiðsla fyrir lækningu manns yðar fram að dánardægri hans. SSE5I Lœtur af störfum Próf. Dr. Ágúst H. Bjarnason verður sjötugur í sumar og mun þá láta af embætti sínu við Há- skóla Islands, er hann hefir gegnt frá stofnun Háskólans, eða í 34 ár. Á mánudaginn var flutti próf. Ágúst kveðjufyrir- lestur í Háskólanum, að við- stöddum flestum kennurum og allmörgum stúdentum. — Ræddi hann um friðinn og helstu frið- flytjendur vorra tíma, sviss- neska læknirinn Henri Dunant, stofnanda Rauða krossins, og sérstaklega Friðþjóf Nansen og öll hans miklu og farsælu störf fyrir Þjóðabandalagið. Að loknum fyrirlestrinum á- varpaði Jón Hj. Sigurðsson há- skólarektor próf. Ágúst og þakk- aði honum störf hans í Háskól- anum. Þá mælti próf. dr. Alex- ander Jóhannesson nokkur orð af hálfu heimspekideildarinnar og stud. mag. Thor Vilhjálmsson af hálfu stúdenta. Mbl. 12. maí. 17. júní Þjóðræknisdeildin “Aldan”, að Blaine, Wash., hélt hátíðlegan þann 17. júní s. 1. í tilefni af Lýð- Veldi íslands. Hátíðahaldið fór fram í Blaine City Hall og var vel sótt. Hátíða- haldinu stjórnaði séra Guðm. P. Johnson. Skemtiskrá var hin á- gætasta. Ræðumenn þeir séra Albert Kristjánsson og Andrew Daníelson. Söngflokkur undir stjórn Sig- urðar Helgasonar tónskálds, gerði íslenzku söngvunum hin bestu skil, einnig tóku þar þátt fleiri einsöngvarar en nokkru 'sinni hefur átt sér stað við sam- komu í Blaine. T. d. hin ágæta söngkona Ninna Stevens, og Elías Breiðfjörð, bæði sungu indæla söngva af mestu snild. Þá má líka telja hinn ágæta sóló- söngvara, Tana Björnson frá Seattle, sem söng með lífi og miklu fjöri bæði á ensku, ís- lenzku og ítölsku. Ein yngismær að nafni Miss Roxie Klock frá Bellingham, Söng líka marga einsöngva, henn ar söngur vakti hina mestu að- dáun hjá áheyrendum, Miss Klock er aðeins 15 ára gömul, en hefur aðdáanlega fögur hljóð, Mrs. Dora Russell frá Ferndale söng Faðirvorið og gerði því vandasama hlutverki hin bestu skil, báðar þessar síðastnefndu eru námsmeyjar frú Helgasonar konu Sigurðar Helgasonar, Mrs. Helgason er alþekt fyrir að vera ein hin allra færsta kona í að kenna söng hér á ströndinni, enda hefur hún stundað þá list í mörg ár. Ágætis veitingar voru fram- bornar af íslenzku konunum í Blaine, skemtunin reyndist að vera ein hin besta og ánægju- legasta samverustund Islendinga sem um langt skeið hefur haldin verið. Islendingar í Blaine og bygð, lifa í þeirri von að Þjóðræknis- deildin Aldan verði 1 framtíð- inni hinn sterki félagsskapur til allra framkvæihda, í þá átt að auka og glæða alt félagslíf á meðal íslendinga hér á strönd- inni og þá ekki að gleyma hin- um merka Lýðveldisdegi Islands, 17. júní, sem er í raun og veru líka fæðingardagur þjóðræknis- deildarinnar “Aldan”, því það var hennar fyrsta verk fyrir ári síðan að halda hátíðlegan 17. júní. G. P. J. HOME CARPET CLEANERS 603 WALL ST., WINNIPEG ViS hreinsum gólfteppi yðar svo þau líta út eins og þegar þau voru ný. — Ná aftur tétt- leika sínum og áferöarprýði. — Við gerum við Austurlanda- gélfteppi á fullkomnasta hátt. Vörur viðskiptamanna trygð- ar að fullu. — Abyggilegt verk. Greið viðskipU. PHONE 33 955 “Friður á jörðu” (Frh. af bls. 3) hann síðan sjálfur lokakórnum, sem var endurtekinn, en áheyr- endur sýndu höfundinum virð- ingu sína með því að rísa úr sætum sínum og hlýða standandi á sönginn undir hans stjórn. Átti hann þifhn virðingarvott marg- faldlega skilið. B. A. Vísir, 8. maí. parfnist þér lífsdbyrgöarT Ef svo er sfdiO þd F. BJARNASON Umboðsmaður IMPERIAL LIFE Phones 92 501, 35 264 Minniát BETEL í erfðaskrám yðctr MOST SUITS-COATS DRESSES “CELLOTONE” CLEANED 72e CASH AND CARRY FOR DRIVER PHONE 37 261 PERTH’S 888 SARGENT AVE. Heimsstyrjöldinni enn eigi lokið Styðjið Rauða Krossinn og aðrar mannúðarstofnanir af ráði og dáð. Látið ykkar hlut ekki feitir liggja. Is a Good Motto for these work filled days. This space contributed by DREWRYS Li/V ITEB Ný ljóðabók -f-M- Nokkur eintök af “Sólheimum”, ljóðabók, sem ísafoldar- prentsmiðja gaf út eftir Einar P. Jónsson rétt fyrir síðustu jól er nú komin hingað vestur. — Bókin hefir hlotið góða blaðadóma á íslandi; hún er prentuð á ágætan pappír og kostar í bandi $5.00, póstfrítt. -M-f Pantanir ásamt andvirði, sendist til Grettis L. Johannsonar, 910 Palmerston Ave., Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.