Lögberg - 05.07.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.07.1945, Blaðsíða 2
2 JLÖGBERG, FIMTUDAGINN. 5. JÚLÍ, 1945 eitthvað verra orðið hlutskipti Miss Rose, en að giftast mér.” Hún svaraði honum ekki strax, það var eins og hún væri að missa allan styrk úr líkama sín- um. Hún hallaði sér upp að girðingunni og horfði á hann, með svo hjálparlausu augna- ráði, eins og lítill fugl, sem er fastur í snöru. “Eins falleg og mikillát, og þú ert, lafði Damer,” sugsaði hann, og brosti að hugsun sinni, “hefi eg þó bugað þig.” “Mr. Eister,” sagði hún í veikum róm, “mundi það vera til nokkurs að biðja þig um að hafa meðaumkun með mér, og þú takir peninga, gimsteina, eða hvaða helst dýrgripi, sem eg á, til að frelsa dóttur mína, og sjálfa mig?” Robert kveinkaði sér. “Það er hart fyrir mig að segja nei, lafði Damer, við svona góðu boði, en eg tek ekki annað en það sem eg hefi farið fram á — dóttir þína.” “Eg er viss um að eg hefi heyrt, að þú sért trúlofaður ungri stúlku, þar sem þú átt heima.” “Já, eg hélt það einu sinni, eg hélt að eg elskaði hana; en þegar eg sá dóttur þína þá sá eg, að fáfróð og ósiðfáguð sveitaþorps stúlka, var mér með öllu ósamboðin.” Hvorugt þeirra heyrði ofurlítið skrjáf, sem var í hinu þétta skógarlimi á bak við þau. “Ef þú bara vildir láta af þessari fölsku ímyndun þinni,” sagði lafði Damer, “og fara heim til þín og giftast þessari stúlku, sem þú segist hafa elskað einu sinni, þá skyldi eg gera þig ríkari mann.” “Með því móti losaðist þú við mig á þægi- legan hátt,” svaraði hann glottandi. “Eg held að eg gæti nú ekki einu sinni notað þá stúlku, sem þú talar um, fyrir vinnukonu, eg vil ekki framar líta á hana.” Þetta voru síðustu orðin sem hann sagði, og þau heyrðust svo vel í hinni djúpu kyrð næt- urinnar, sem hvíldi yfir öllu umhverfinu. Stjörn- urnar blikuðu á himninum, og laufin á trján- um bærðust ekki. Robert stóð upp við girðing- una. Hún leit upp til að svara honum, henni varð bylt við er hún sá í andlit honum, náfölt og æðislegt, í túnglsskininu. Það sem hún ætlaði að segja, var aldrei sagt, á sama augnabliki heyrðist skothvellur, og hræðilegt hljóð. Blóðið spýttist á kjólinn hennar og á hendur hennar —; Robert Elster riðaði og féll dauður að fótum hennar. Fyrst varð hún alveg sem steini lostin; hún vék sér frá honum þar sem hann lá á grúfu;í grasinu. Óttaslegin stóð hún þar skamt frá sem þessi plagari hennar lá nú steindauður. Hún heyrði að skrjáfið í greinunum og að einhver væri þar á ferð. Hún stóð þar, án þess að skilja neitt í þessu öllu. Að síðustu hljóðaði hún upp, “Ó, guð minn, hvað er þetta?” Hún sá blóðið á höndunum á sér, og blóð sletturnar á hvíta kjólnum sínum, hún varð svo hrædd, að hún gat ekki hreift sig, og stóð ekki áttað sig á hvað hafði skeð, hún gat ekki skilið að hann var dauður. Það var eins og hræðilegur draumur — eitthvað hræðilegt, sem ekki gæti átt sér stað. Hvað var það? Hvað meinti þetta skot, sem kom svo óforvarað. Hvað var þetta, sem rann ofan hendur hennar og klæði? Því lá hann þarna hreifingarlaus? Ó, guð, hvað var skeð? Hún gekk að honum og talaði til hans, en hann svaraði ekki. Hún laut ofan að honum og lyfti höfði hans ofurlítið, og sá í mánaskin- inu, dautt andlit, og í því hræðilega dauðans angist. Hún hljóðaði upp, og flúði þaðan eins fljótt og hún gat, út á milli trjánna, gegnum blóma- garðinn og inn í húsið, og upp í herbergi sitt. Hvað hún var heppin að enginn var þar. Hvernig hefði hún átt að mæta þar manninum sínum, eða þjónustu stúlkunni, með blóðugar hendur og fötin sín? Hún læsti hurðinni og stóð á gólfinu, alveg komin að því að springa af mæði og ótta, eins og hundelt dýr. 1 húsinu var alt hljótt; nema er stöku sinn- um heyrðist gleðihlátur til Damers lávarðar. Hún heyrði þá, og nötraði af hræðslu, og svo datt hún aflvana á gólfið. “Guð minn, hjálpaðu mér, annars dey eg!” Allur hugsanamáttur hennar var horfinn — hún gat ekkert tekið til bragðs; hún var dösuð, eins og hún hefði fengið slag á höfuðið. Loksins kom henni þó til hugar að hún yrði að reyna að ná blóðblettunum af sér, því hvað mundi maðurinn hennar segja, ef hann sæi hana svona. Hún stóð skjálfandi á fætur og tók af sér hina dýru skrautmuni, og því næst fór hún úr kjólnum, sem var allur með blóðblettum að framan. Hún vafði hann saman í flýti, og lét hann í eitt hornið í fataskápnum, því næst reyndi hún að þvo blóðið af höndunum á sér, en vatnið var kalt, og henni heppnaðist ekki að ná því af sér. Það var ekki um annað að gjöra en hringja og láta herbergisstúlkuna færa sér heitt vatn; henni lá á að vera búin að ná af sér blóðina, ef maðurinn hennar kæmi inn. Stúlkan, sem kom með heita vatnið, horfði agndofa af hræðslu á hið fagra, en líkbleika andlit húsmóður sinnar, hið langa og fagra hár hennar, var nú í hinu mesta ólagi.. “Á eg að kalla á þjónustustúlkuna þína?” spurði stúlkan. “Nei, nei, hún þarf ekki að koma; eg sagði henni að hún þyrfti ekki að bíða eftir mér. Komdu með heitt vatn, eins fljótt og þú get- ur.” Hún reyndi að skýla hendurnar svo að stúlk- an sæi ekki blóðið á þeim, en árangurslaust. Stúlkan kom strax með vatnið, setti það frá sér á þvottaborðið, og sagði “góða nótt”, en hún var eins hræðilega nábleik í andliti eins og lafði Damer. Hún helti vatninu í þvottaskálina, og þvoði hendurnar, en hún varð hrædd við að sjá hvernig vatnið blóðlitaðist. Loksins var hún búin að ná blóðinu af höndum sér, og þær voru hvítar og mjúkar, sem áður. Allt í einu fékk hún aðkast af svima, henni sortnaði fyrir augum, og lá og veikluleg stuna kom yfir varir hennar, svo féll hún ofan á gólfið við rúmið sitt, meðvitundarlaus. Það var gott fyrir hana þá stundina, að allt var gleymt og grafið. 55. KAFLI. Þegar Damer lávarður, litlu síðar kom inn í herbergi konu sinnar, og sá hana liggja með- vitundarlausa á gólfinu, varð hann afar hrædd- ur; hann tók hana í fang sér og lagði hana mjög varfærnislega upp í rúmið. “Florence, elsku Florence mín, hvað hefur komið fyrir þig?” Strax eftir að hún var komin upp í rúmið, opnaði hún augun við að heyra hinn kæra málróm mannsins síns, en hið æðislega útlit hennar gerði lávarðinn afar hræddan. “Ó, Florence, hvað hefur komið fyrir þig? — Þessi veisla; Þú hefur alveg gengið fram af þér við undirbúninginn, eg get ekki fyrirgefið mér, að eg skuli hafa lagt þér svo mikil um- svif á hendur.” Hún sneri höfðinu frá honum. Bara að hún fengi nú að deyja í faðmi hans, áður en allt þetta hræðilega yrði opinbert. “Er nokkuð, sem eg get gert fyrir þig?” spurði lávarðurinn. “Eg skal kalla á herbergis stúlk- una þína.” Hún bara þrysti sér nær honum. “Nei, Karl, lofaðu mér að vera einni hjá þér; þá líður mér betur; eg var fjarska þreytt, og svo leið yfir mig.” Hún hvíldi höfuðið við brjóst hans, og hann lét svo vel að henni, eins og hún væri lítið barn. “Elsku Florence mín, elsku konan míh! Ó, ‘ hvað eg vildi óska að við hefðum ekki efnt til þessarar veizlu. Því fórstu að leggja svona hart að þér? Hope hefði hjálpað þér; og Isabel hefði gert það líka. Þú ert ekki nógu sterk til að takast á hendur svo mikla fyrirhöfn og um- svif. Ef þú verður ekki betri á morgun, verð- urðu bara að liggja í rúminu — ekki fyrir öll verðmæti heimsins skalt þú fara á fætur til að taka á móti gestunum, þú einasta elskan mín, sem ert mér allt.” Það var eins og þessi innilegu kærleiksorð, svæfðu hana, þar sem hún hvíldi í faðmi hans, það var augnablik er hún mundi ekki hvað hafði skeð — eitthvað hræðilegt, eitthvað, sem hafði lamað hjarta hennar og sál. Hún lagði sína hvítu og mjúku handleggi um háls manns síns. “Karl, þykir þér vænt um mig?” “Já, meira en hægt er með orðum, að lýsa, Florence.” “Eins og fyrir mörgum árum síðan, er þú giftist mér?” hvíslaði hún. “Já, meira, elsku Florence — tíu þúsund sinnum meira.-Þú varst brúði mín þá, Florence, sú elskulegasta og fegursta brúði, sem nokkru sinni hefur verið til — en nú ert þú mér ennþá kærari en þá. Þú ert búin að vera í svo mörg ár, mín elskaða og virta eiginkona. Þú ert drotning míns hjarta, heimilisprýðin í húsi mínu, og móðir minna elskulegu barna. Florence eg get ekki elskað þig innilegar en eg geri nú, hvað mikið sem eg reyndi.” Hún horfði á hann með ólýsanlegri angur- blíðu í augunum. “Talaðu nú ekki meira,” sagði hann, “þó mér sé Ijúft að heyra þig tala og hlusta á þig. Þú verður að hvíla þig, og njóta rólegheita. Eg vil ekki heyra nefnt að þú farir á fætur á morgun, nema þú sért orðin alveg frísk.” Hún vildi gjarnan hafa sagt meira. Hana langaði svo til að spyrja hann, hvort hann mundi sig, ef ólán eða blettur félli á nafn sitt og sóma. En það var eins og hún gæti ekki hugsað — allar hennar hugsanir urðu óljósar og þokukendar; hún hallaði sér út af á koddann, það var ekki að hún svæfi, eða gleymsku, sem breiddi friðarblæju yfir hugarstríð hennar; nei, hún var glaðvakandi. Hefði einhver sagt henni, fyrir nokkru síðan, að Robert Elster hefði verið skotinn til bana við fætur hennar, þá hefði glíkt ekki valdið henni mikils sársauka. Hún vissi ekki hvort leyndarmál sitt var orðið opin- bert. Hún gat ekki gert sér grein fyrir, hvers- vegna að hún stóð þarna undir furutrjánum. Það lagðist einhver ómynnisþoka yfir hugsana kraft hennar. Hún lokaði augunum, og það eina sem hún gat hugsað í þessu hugarstríði sínu, var að biðja af öllum mætti sálar sinnar, að hún mætti deyja. Þannig lá hún alla nóttina, þar til fór að birta, og hún heyrði morgunsöng fuglanna. Hún fór að geta munað, og hugsun hennar hvarflaði að því, hvort Robert lægi enn á grúfu í grasinu, þar sem hann féll niður. Nú var kyrð og myrkur næturinnar rofið, og dagurinn, með öllum sínum ógnum og skelf- ingum, lá nú framundan fyrir henni. Bjartur sólargeisli skein inn í herbergið í gegnum gluggan — hún mundi nú eftir veizlunni — þar var hinn skrautlegi búningur sem hún átti að bera, við það viðhafnarmikla tækifæri, í einu horni fataklefans, ataður blóði. Hver mundi verða þess fyrst var? Hver mundi fyrst finna líkið? — Hver mundi verða fyrstur til að segja frá því? Hvernig átti hún þá að geta verið róleg, eins og hún vissi ekkert um það? Æ, að sólin skuli skína í dag! Hún huldi andlitið í koddanum. Hvað var framundan? Hvaða hörmungar biðu hennar? Hvað var það sem heltók hjarta hennar, sem ís, og nærri því stöðvaði það? Hún hlustaði eftir, ef hún heyrði fótatak nokkurs, sem kæmi að segja henni, að þar við hliðið hefði fundist dauður maður. En það kom enginn, þar til seinna að Damer lávarður kom. “Elsku Florence, eg sé að þér líður ekki betur í dag, svo þú verður að vera í rúminu. Þú mátt ekki láta fá á þig, það sem eg ætla að segja þér; en eg vildi helst segja þér það sjálf- ur, því þjónustufólkið gerir æfinlega svo mikið úr því. Það liggur dauður maður rétt hérna í skógarjaðrinum, eg ætla að fara sjálfur og gæta að hvernig það er, því eg vil helst að það verði ekki neinum kunnugt í dag; það mundi spilla veizlugleðinni.” Þegar hún 'opnaði augun, var hann farinn, og Hope stóð þar og virti undrandi fyrir sér andlit systur sinnar. “Elsku Florence, Karl sagði mér að þú værir veik, þú lítur út rétt eins og þú sért dáin.” Við að heyra hið milda mál systur sinnar, misti lafði Damer allan þrótt. Hún fékk svo mikinn ekka, að það var hræðilegt að heyra. “Ó, Hope, komdu og hughreystu mig.” Hope lét hana halla höfði sínu að brjósti sér, og reyndi að hughreysta hana. “Elsku Florence, hvað hefur komið fyrir?” Lafði Damer leit í hið milda og móðurlega andlit systur sinnar, en gat ekki sagt henni, að- leyndarmálið, sem hún hefði gert allt, sem mögulegt var til að dylja, væri nú komið upp. Hún gat bara sagt. “Hughreystu mig Hope!” Og Hope kysti hana, eins og hún hafði gjört, er lafði Damer, var lítil. Nú kom herbergisstúlkan innj^náföl í andliti, og vildi verða hin fyrsta til að segja frá því, hvað hefði skeð. “Ó, hefurðu heyrt þessar hræðilegu fréttir?” “Lafði Damer er veik,” sagði Miss Hope. al- varlega, þetta er ekki tími til að segja henni ljótar fréttir.” Lafði Damer lyfti ofurlítið höfðinu og spurði: “Hvað er það? Segðu frá því, eg vil fá að heyra það.” “Einhver herramaður hefur verið myrtur úti í skógarjaðrinum.” “Myrtur”, sagði lafði Damer, og nú fyrst flaug henni í hug það sem hún hafði ekki hugsað um áður. “Myrtur, segirðu?” “Já, lafði; það er sagt að hann hafi verið skotinn í hjartað.” “Hérna í skóginum,” greip Miss Hope fram í. “Hann fanst við endann á lyndistrjáalundin- um, alveg við hliðið, og Damer lávarður segir, að hann sé búinn að vera dáinn í fleiri klukku- tíma.” “Hve hræðilegt,” sagði Miss Hope. “Eg býst við að það hafi verið veiðiþjófur; sem hefur kannske orðið fyrir einhverjum skógarvarð- anna.” “Nei, hann var enginn veiðiþjófru,” sagði stúikan, og var eitthvað undarleg í andlitinu. “Lávarðurinn hélt það einnig í fyrstu, og vildi ekki leyfa að hreift væri við líkinu, áður en lögreglan kæmi. Það er einhver sem lávarð- urinn þekkir.” Miss Hope leit nú upp, og var steinhissa. Hún vissi ekki neitt um það, áem hafði skeð. “Virkilega, hver er það þá?” “Lávarðurinn kallaði hann Elster, og sagði að hann væri bróðir Mr. Verner Elster, sem var í heimsókn hérna fyrir skömmu.” Stúlkan hafði ekki meiri fréttir að segja, og fór út. 56. KAFLI. Þegar Damer lávarður kom ofan frá konu sinni, hafði hann hvíslað að Hope, að Florence væri veik, og hún væri ósköp þreytt, og bað hana að færa henni morgunverðinn. Isabel Damer, með sinni glöggu athyglisgáfu, var ekki lengi að veita því eftirtekt. “Hvað segirðu, Karl? Florence þreytt? Það er slæmt. Hún þyrfti að vera uppi á sitt bezta á svona hátíðisdegi, og líta vel út.” Lávarðinum líkaði ekki í hvaða tón hún sagði þetta. “Lafði Damer lítur altaf vel út,” sagði hann kuldalega, og Isabel glotti kæruleysislega. Isabel sneri sér að Mrs. Tempest, sem sat hægra megin við hana, og var að tala í ein- kennilega ásakandi róm, um hvað Damer lá- varður elskaði konuna sína mikið. “Eg er viss um,” sagði hún, “að hann getur ekki séð neina galla á henni; í hans augum e^ hún sú fullkomnasta kona, sem hugsast get- ur,” sagði Isabel. “Svo á það að vera,” svaraði Mrs. Tempest. “Eg vona að maðurinn minn hugsi eins um mig.” “Já, auðvitað,” sagði Isabel, “en þessir eigin- menn, sem sjá ekki sólina fyrir konunum sín- um, gera þær að hjáguði, líkar mér ekki. Eg er altaf hrædd um, að eitt eða annað komi fyrir þá, sem straff fyrir slíka hjáguða dýrkun.” Mrs. Tempest reyndi sem snöggvast að setja upp bænadags andlit, eins og hún væri í kirkju, en það var til einskis, og henni fanst nú, að Isabel væri ekki eins göfug kona, eins og hún hafði haldið. Meðan þær voru að tala saman, kom þjónn inn í stofuna, og hafði sagt nokkur orð við Damer lávarð. Það var auðséð að honum brá við það er þjónninn sagði honum, en hann stóð upp og gekk út úr stofunni eins rólegur og hann átti að sér. En er hann sá þjónustufólkið vera að stinga saman nefjum og hvíslast á, gekk hann til þess. “Hvað er um að vera?” spurði hann; “hvað hafið þið fundið?” “Mann, sem hefur verið skotinn til bana. Hann fanst fyrir hálfum tíma, liggjandi við hliðið, við hrísskóginn.” “Dauður?” spurði lávarðurinn. “Já, kaldur, og dauður fyrir löngu síðan. “Sendið þið strax boð eftir lögreglunni, og látið ekki hreifa við líkinu fyr en hann kem- ur. Skulu hafa verið veiðiþjófar á ferð hér í nótt?” Skógarvörðurinn hafði ekki orðið þess var. Það var eftir þetta sem lávarðurinn fór upp til konu sinnar, að segja henni þessar fréttir, því hann var hræddur um, að ef stúlkurnar segðu henni það fyrst, að hún mundi yfirdrífa það, og slíkt hefði vond áhrif á lafði Damer, og gjöra hana hrædda. Hann vildi. ekki fara þangað, sem dauði mað- urinn var fyr en lögreglumaðurinn kom, en hann þurfti ekki að bíða lengi, þar til deildar- foringi Ayton kom, með tvo lögregluþjóna með sér. Svo fóru þeir, ásamt nokkrum þjónum, þangað sem líkið fanst. Skógarvörðurinn, sem hét Robert, var þar, og hálf hulið í hinu háa grasi lá líkið, ósnert, því hann hafði staðið þar á verði. Lögregluforinginn lagðist á kné og velti lík- inu við, svo hann gæti séð andlit þess. “Þetta er enginn veiðiþjófur,” sagði hann. “Þetta er morð, kúlan hefur farið í gegnum hjarta hans.” “Eg veit hver maðurinn.er,” sagði lávarður- inn; hann er bróðir ungs herra, sem hefur verið í heimsókn hjá okkur. Það er Robert Elster. Hvaða erindi hefur hann átt hingað, og hver hefur drepið hann?” “Já, það verðum við að finna út,” sagði lög- reglumaðurinn; “hann er búinn að liggja hér í marga klukkutíma. Hvað eigum við fyrst að gera.” Það varð niðurstaðan að líkið var flutt í hús skógarvarðarins, og átti að vera þar, þar til líkskoðun færi fram. “Það hefur verð vel miðað skot,” sagði lög- reglumaðurinn. Damer lávarður, var hinn rólegasti, en hann var fölur í andliti og leið illa; honum þótti afar leiðinlegt að morð var framið svona nærri heimili hans. “Heldurðu að það standi í sámbandi við þjófnað eða rán?” spurði lávarðurinn. “Eg get ekki skilið hvernig á svona ódáðaverki stend- ur.” “Nei, rán hefur það ekki verið,” sagði lög- reglumaðurinn, “því hér er engin vöntun á peningum,” og leitaði í vösum dauða mannsins.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.