Lögberg - 02.08.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.08.1945, Blaðsíða 2
10 I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGOST 1945 Tíu ára afmœli Kirkjuritsins Eftir prófessor Richard Beck ♦♦♦ Með jólahefti síðasta árs lauk 10. árgangi “Kirkjuritsins”, sem löngu er kærkomið orðið unn- endum kirkju íslands og kristni austan hafs og vestan, þó að útbreyðsla þess mætti vitanlega meiri vera hérna megin hafsins. Umrætt jólahefti var að vísu eigi sérstaklega helgað afmæli ritsins, en þó um allt sæmandi þeim tímamótum í sögu þess, bæði að vönduðu efni, fróðlegu og eftirtektarverðu í senn, og einnig að búningi. Auk faguryrtrar jólahugleið- ingar eftir prófessor Ásmund Guðmundsson, er þar meðal annars að finna prýðilega grein um pater Jón Sveinsson rithöf- und (“Æfintýrið um Nonna”) eftir séra Sigurð Stefánsson, er lýsir bæði ætt, mennta- og starfs ferli þessa ágæta íslandssonar, sem bar nafn þess og hróður víðar um lönd en nokkur ann- ar heimaalinn íslendingur. Mik- inn fróðleik er að sækja í rit- gerðina “Messugjörð í Reykholts kirkju fyrir 70 árum”, eftir hinn góðkunna fræðaþul Kristleif Þorsteinsson, er ber öll merki glöggrar athygli hans og ríkrar frásagnargáfu. Tímabær og vel samin eru erindin “listin og heilög kirkja”, eftir Kurt Zier og “Fermingarundirbúningur” eftir séra Jakob Jónsson, sem er greinargerð fyrir hinni nýju námsbók hans í kristnum fræð- um, sem þegar hefir fengið góða dóma. Efnismikið og at- hyglisvert að sama skapi er synódus-erindi séra Benjamíns Kristjánssonar, “Hvað getur bjargað menningurmi?”, er lýkur með þessum orðum: “Kristindómurinn er meira en játning. Hann er fyrst og fremst líf. Og það er ekki unnt að sann- færast um hann, nema lifa eftir honuon. Vér þulrfum að gera' hvorttveggja, að skilja hugsjón- ina og lifa eftir henni. Aðeins fyrra atriðið getur verið á valdi prestanna, að boða trúna og út- skýra hana. En hitt er á valdi safnaðanna að hlýða á kenning- una og fara eftir henni. Það að játa trú, sem enginn trúir eða fer eftir, bjargar aldrei menningunni. Það eitt getur bjargað menn- ingunni að trúa á Guð og hans eilífa líf í verkunum.” Af bundnu máli, sem þetta jólahefti flytur, vil eg vekja eft- irtekt manna á hinu látlausa en fagra erindi “Kristur” eftir Jakob J. Smára skáld: “Að hjúpa Krist í kenningum, það eru ónýt störf, og er ei nóg að hafa’ hann sér að vini? Að gylla liljur vallarins, þess gerist engin þörf, — þær gróa samt í Drottins röðul- skini.” Jólahefti þetta gefur góða hugmynd um þann boðskap og það lesmál, sem “Kirkjuritið” hefir borið á borð lesenda sinna undanfarinn áratug. Það hefir flutt fjölda af ágætum ritgerð- um og ræðum um íslenzk kristin dóms og menningarmál; látið sig, í einu orði, skipta flest það, er varðar heill og hag kirkju lands- ins og prestastéttarinnar. Einnig hefir það birt fjölda sálma og andlegra ljóða, meðal annars eftir hið góðkunna sálmaskáld og þýðanda slíks skáldskapar, Valdimar Snævar skólastjóra. Loks hefir ritið að staðaldri flutt kirkjulegar fréttir, bóka- fregnir og margt prýðisgóðra mynda. Ber fjölbreytt og vandað inni- hald ritsins frá upphafi vega þess fagurt vitni lifandi áhuga ritstjóra þess; en hitt er þó eigi minna um vert, hve mikil víð- sýni, samfara heilbrigðri festu í skoðunum,.hefir auðkennt mála flutning þess. Heiðríkja hugans og sannur manndómsandi svip- merkja það um annað fram. “Kirkjuritið” er þá einnig góðrar ættar. Það er arftaki “Prestafélagsritsins”, hins merka ársrits Prestafélags Islands, sem þeir prófessor Sigurður P. Sivertsen og prófessor Ásmund- ur Guðmundsson gáfu út. Og “Kirkjuritið” hefir reynst verð- ugur arftaki hins vinsæla árs- rits, sem það tók við af, enda hefir það notið hæfileika ágæt- ustu fræðimanna og ritfærra í besta lagi, að því er ritstjórana snertir. Prófessor Ásmundur Guðmundsson hefir verið rit- stjóri þess frá byrjun, og hafði um langt skeið allan veg og vanda af útgáfunni; en um nokkur undanfarin ár hefir dr. Magnús Jónsson prófessor verið meðritstjóri hans. Margir í hópi prestanna íslenzku hafa einnig, eins og maklegt er, stutt ritið vel í þörfu starfi þess. Er og skemmst frá því að segja, að ritið hefir eigi aðeins verið Prestafélaginu og prestastéttinni til sæmdar, heldur einnig unnið kirkju og kristni landsins, og menningar- málum þess í heild sinni, víð- tækt gagn, haldið djarflega á lofti hugsjónum kristindómsins. Það hefir og að verðleikum átt vaxandi vinsældum að fagna. Það, sem út er komið af yfir- standandi árgangi þess, 11. árg., sýnir ennfremur, að vel er hald- ið í horfinu, en þrjú hefti þessa árs hafa þeim, er þetta ritar, í hendur borist. Meðal margra prýðilegra og sérstaklega athyglisverðra rit- gerða og erinda í þessum heft- um má t. d. nefna áramótahug- leiðingu séra Árna Sigurðssonar fríkirkjuprests; “Kirkjan og framtíðin” eftir séra Pál Þor- leifsson; “Sálgæzla” eftir dr. -Helga Tómasson; “Kirkja ís- lands á komandi tímum” eftir plrófessor Ásmimd Guðmunds- son (sem endurprentuð hefir verið hér í blaðinu); “Kirkjan og lýðveldishugsjónin” eftir séra Björn Magnússon; “Þetta er hið eilífa líf” eftir séra Benja- mín Kristjánsson og “Þjónusta” eftir séra Guðbrand Björnsson prófast. Hlý og fögur er ferm- ingar-prédikun séra Friðriks Hallgrímssonar dómprófasts: “Vinurinn”, og fræðimannleg mjög ritgerð prófessors Ás- mundar Guðmundssonar “Sál konungur”, rituð af samúð og glöggum skilningi. Þýðleiki og einlægni einkenna ljóðið “Lind lífsins”, eftir frú Ingibjörgu Guðmundsson í Tujunga Calif., sem birtist í janúar-hefti rits- ins. Freistandi væri að endurtaka hér sumt af því, sem sagt er, fagurlega og viturlega, í um- ræddum ræðum og ritgjörðum, en rúmsins vegna verð eg að láta mér nægja að taka upp eftirfarandi málsgrein úr fyr- nefndu erindi séra Páls Þorleifs- sonar: “Gleymum aldrei, að hver sú þjóð, sem raunverulega hafnar innsta kjarna kristinnar trúar, er dauðadæmd. En sé hún sterk siðferðislega, búi hún yfir skap- andi orku, fóstri hún drauma um háleit, andleg afrek og reyni hún að varðveita samband sitt við Guð sannleikans, mun hún lifa og fá að halda frelsi, hversu fámenn sem hún er.” Jafnframt því sem eg þakka ritstjórum “Kirkjuritsins”, og öðrum þeim, er lagt hafa ritinu til gott og vekjandi lesmál, á liðnum tíu árum, vil eg óska ritinu blessunar og vaxandi út- breyðslu. Megi það halda áfram um langt skeið að láta ljós kristindómsins skína sem bjart- ast yfir heimaþjóð vorri ög ætt- jörð um ókomin ár. Gestrisni er það, að hafa lag á að láta gestum sínum finnast, að þeir séu heima hjá sér. • Sá, sem kann að nota tímann rétt, er hólpinn. Disraeli. Vildi geta verið með íslendingum á Gimli 6. ágúst, og tekið pátt í Þjóðminningar fagnaði þeirra Um leið og við óskum Islendingum til heilla og hamingju með Þjóðminningardag þeirra á Gimli, viljum við minna þá og aðra á / HEAT WAVES ROLL FROM FOOTHILLS COAL 1 % • WINDATT COAL COMPANY THOMAS P. HILLHOUSE LIMITED Aðalskrifstofa 307 Smith Street, Winnipeg Barrister > SELKIRK MANITOBA Umboðsmaður Mr. JÓN ÓLAFSSON Símar: Heima 37 340 — Skrifstofan 27 347 ♦ \ FRELSI - SJALFSTÆÐI - ORYGGI . » * Þessi þrjú orð fela í sér fleál það, sem vér berjumát fyrir á ævinni — þau eru grund- vallarorð menningarinnar og lýðræðisins; séum vér áterktrúaðir á þessi orð, tryggjum vér oss sjálfum og niðjum vorum fegurri og farsælli heim. Þó alþjóða öryggi sé mjög á vörum manna, sem að vísu er nauðsynlegt og sjálfsagt þá liggur þó í augum uppi að öryggi fjölskyldna vorra átandi oss næát, þó það vitanlega sé einnig hlekkur í alþjóðakeðjunni; vér getum tryggt fjölskyldur vorar með lífsábyrgð. Lífsábyrgð hefir tvenns konar til- gang —- að vernda fjölskylduna ef eitthvað óvænt ber að höndum, og tryggja lífsþægindi yðar á efri árum. The Great-Weát Life hefir margar tegundir lífsábyrgða, sem fullnœgja þörfum yðar og gjaldþoli. Viðtal við oss hefir engar skuldbindingar í för með sér. 9/siElT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY MEAD OFFICE - WINNIPEG, CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.