Lögberg - 02.08.1945, Síða 1

Lögberg - 02.08.1945, Síða 1
Styrkjum þjóðrœknisböndin á íslendingadaginn Styrkjum þjóðræknisböndin á Islendingadaginn 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST 1945 NÚMER 31 Öryggissáttmálinn Síðastliðinn föstudag sam- þykti öldungadeild þjóðþingsins í Washington öryggissáttmála San Francisco ráðstefnunnar með 89 atkvæðum gegn 2. Þeir, sem atkvæði greiddu á móti, voru Shipstead frá Minnesota og Langer frá North Dakota. Árið 1919 synjaði öldungaráðið stað- festingar Þjóðabandalagssáttmál anum, sem grundvallaður var að miklu leyti á hugsjónum Wilsons forseta, og sem hann persónu- lega lagði fyrir áminsta þing- deild; afleiðingar þeirrar slysni, eru fyrir löngu komnar í ljós; með dauðadómi þess sáttmála í öldungadeildinni, var Mr. Wilson í pólitískum skilningi krossfest- ur. Mr. Truman vegnaði betur á föstudaginn,' og mun því al- mennt tekið verða með fögn- uði. Skriðurxkominn á málið Nefnd sú, er fyrir hönd Win- nipeg borgar skal beita sér fyrir viðreisnarstarfsemi að loknu stríði, blés Maritoba Medical Centre hugmyndinni byr í segl síðastliðinn föstudag, með því að veita hinni fyrirhuguðu stofn un óskipt og einhuga fylgi; á- ætlað er að hinar nýju spítala- byggingar kosti um $1,200,00, og verði búnar öllum þeim full- komnustu lækningatækjum, sem nútíma vísindi bezt geta fram- leitt; teikningar af hinum fyrir- huguðu byggingum, ásamt kostn aðaráætlun, verða sendar til Ottawa, að tilmælum stjórnar- valdanna þar eystra. Það liggur í augum uppi hve mikilvægt mannúðar og menu- ingarmál er hér í uppsiglingu, og hve mikilsvarðandi það er, að almenningur, engu síður en hlut aðeigandi stjórnarvöld ljái því lið. Mál þetta var fyrst lagt fyrir bæjarstjórnina í Winnipeg í októbermánuði síðastliðinn af hinum víðfræga og framtaks- sama Islendingi, Dr. P. H. T. Thorlákson, er frumkvæði átti að hugmyndinni, og skipar for- sæti í nefndinni, sem að fram- gangi þess vinnur. Flugvél rekst á skýja- kljúf Á laugardaginn var, rakst risa- vaxin hernaðarflugvél amerísk, á Empire State bygginguna í New York, og sprakk samstundis með geisilegum gný; bygging þessi er upp á 102 hæðir, og MINNIST OG GLEÐJIST Á GIMLI 6. ÁGÚST1945 A. S. BARDAL Jfuncral é>crbíce orsakaði áreksturinn og spreng- ingin spjöll all-mikil á 87 hæð. Þrettán manns létu lífið af völd- um þessa sérstæða slyss, auk þess sem all-margir urðu fyrir ónota- legu hnjaski; þykk þoka hvíldi yfir borginni um þær mundir, er slysið bar að. 0r borg og bygð um. Að afstaðinni hjónavígslu fór fram veizla á heimili Mr. og Mrs. J. H. Page, 908 Dominion St. Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður í Winnipeg. • Frú Lilja S. Goodman frá Edmonton, var nýlega skorin upp á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni, og var hún á ^óðum batavegi, er síðast frétt- ist. Gjafir í minningasjóð Bandalags Lúterskra Kvenna. Kvenfélagið Framsókn, Gimli $50.00. Mrs. H. B. Johnson Blaine, Wash. $25.00, í minningu um tvo frændur fallna í þessu stríði P.O. Sigurgeir Einarsson, Gimli, Pte. Allan V. Benedikt- son, Riverton. Kvenfélagið “Baldursbrá”, Baldur $25.00 í minningu um David Herman Jónasson, Brynjólf Johnson og Thomas Thomasson. Meðtekið með innilegu þakk- læti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. • Á laugardaginn 28. júlí voru gefin saman í Fyrstu lútersku kirkju þau Stanley Warrington og Magnea Johnson hér í borg- inni. Brúðurin er dóttir Mrs. Elínar Jónasson, og fyrra manns hennar, Gunnsteins Jónssonar, sem er dáinn fyrir mörgum ár- Miss Anna Marteinsson fra Ottawa var stödd í borginni á þriðjudaginn; hún starfar eystra í þjónustu sambandsstjórnarinn- ar. Miss Marteinsson er fædd og uppalin í grend við Hnausa, og þar hygst hún að dvelja eitthvað á aðra viku hjá móður sinni og systkinum. Kvöldguðsþjónustur hefjast'í Fyrstu lútersku kirkju, sunnu- daginn 12. ágúst. Sóknarprestur- inn prédikar. • Stúlka óskast í vist á heimili þeirra Mr. og Mrs. George Öst- lund í New York. Ferðakostnað- ur greiddur. Næstkomandi þriðjudag verður Mrs. Östlund á heimili þeirra Mr. og Mrs. G. F. Jónasson 195 Ash St., og ættu þær stúlkur að snúa sér þangað, er vilja takast áminsta atvinnu á hendur; vistráðning þarf að fara fram fyrir þann 7. ágúst. mmmwmmmmmmmmwM mmmmwmmmmmmmmm Sigríður Þormar Fædd 1924. Dáin í Goðafoss slysinu 1944. Öllum var það ljó'st er þig’sáu, Sigga mín, þar sakleysi og æska voru í blóma, bjartari en stjörnur voru bláu augun þín þau blikuðu af tryggð og vonar-ljóma. Sólskin mildrar gleði var sífelt þér á kinn, þinn söngur minnti á þýðan vorsins óminn. Unun var að horfa á hreina svipinn þinn og hlusta á glaða vingjarnlega róminn. Skyndileg varð breyting frá degi í dimma nótt er dauðinn nam þig burt af okkar vegi. Þú varst eins og ljósið, sem kom og hvarf svo fljótl hversu sár mun ástvinanna tregi. En tárin sem nú hníga þau talin eru af þeim sem tekur alla með til sinna funda. Hann lætur vegi mætast og vini sigla heim, í vordagsljóma nýrra sælu-stunda. Eg þakka hverja stund, sem mér gæfan gaf með þér og geymi allar minningarnar héðan. Eg kveð þig ekki að fullu, eg fer á eftir þér til föðurlandsins: Vertu sæl á meðan. Ása frá Ásum. Þú komát loks heim . . . Eg man er við lékum, lítil böm, á lækjarbökkunum forðum. Þú varst svo örlynd og gleðigjöm, með gáska í brosi og orðum. Bros þitt var lilýtt, — kynti sál minni seið — og svipur þinn heiður og fagur. Bemska þín öll til enda leið sem órofinn sólskinsdagur. Svo hvarfst þú í heimsins önn og ys, ung og barnsleg í háttum. Þegar augað er næmast á glit og glys, varstu glapin og rugluð í áttum. Þú komst loks heim eftir átta ár í afdalinn handan við fjöllin, með bleikfölan svip og bliknað hár og bros, sem var kalt eins og mjöllin. Jakob Ó. Pétursson. SKÁLD ÍSLENDINGADAGSINS “Traina”-ferðir á Islendingadaginn Frá Winnipeg kl. 10 f. h. — Til Gimli kl. 11,55 f. h. Frá Winnipeg kl. 1,45 e. h. — Til Gimli kl. 3,35 e. h. Frá Gimli kl. 7,15 e. h. — Til Winnipeg kl. 9,10 e. h. Frá Gimli kl. 7,45 e. h. — Til Winnipeg kl. 19 e. h. Frá Riverton kl. 5,45 f. h. — Til Gimli kl. 6,55 f. h. Frá Gimli kl. 7,10 e. h. — Til Riverton kl. 8,15 e. h. Moonlight train fer frá Winnipeg Beach kl. 11,45 e. h. Heiðurssamsœti Að tilhlutun íslendingadags- nefndarinnar, verður þeim Mr. og Mrs. George östlund frá New York, og cand theol. Pétri Sig- urgeirssyni, haldið heiðurssam- sæti á Fort Garry hótelinu á miðvikudagskvöldið þann 8. ágúst 1945, kl. 7.30. Aðeins 150 aðgöngumiðar verða seldir, og kosta þeir $1.75 á mann; miðar verða til sölu á skrifstofum ís- lenzku bl'aðanna, og einnig í Björnson’s Book Store, 702 Sargent Ave. Þess skal og getið, að aðgöngumiða að samsætinu má kaupa hjá þeim Jochum Ás- geirssyni og Davíð Björnssyni við inngangshliðið að skemti- garði Gimlibæjar á íslendinga- daginn. Þeir, sem taka þátt í sam- sætinu, verða að kaupa aðgöngu- miða fyrir hádegi á þriðjudag- inn þann 7. ágúst. « * * 1 ’ f "t "t '■'« ' '« ' 't ■-'< ' 't ' 't ' 'f ' 't ' '< 'f 1 < | t 1 Kveðju- og þakkarorð Um leið og eg skil við Vesturheim, vil eg ekki láta hjá líða að biðja Lögberg að flytja bestu kveðjur og blessunar- óskir frá mér, öllum löndum mínum og vinum, með þökk fyrir ástúðlegar og ógleymanlegar viðtökur. Heill og gifta fylgi ykkur að hverju starfi. Ásmundur Guðmundsson. BESTU ÁRNAÐARÓSKIR FRÁ D. D. Wood & Sons LIMITED Dealers in BUILDER’S SUPPLIES COAL •»«• COKE PHONE 87 308 Established 1882 Incorporated 1914 Warming Winnipeg Homes Since “82”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.