Lögberg - 02.08.1945, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1945
23
Saga sjóliðans
4-M-
Þegar eg kom inn í dyrnar á
hressingarskála okkar eitt laug-
ardagskvöld, vék ein af forstöðu-
stúlkunum mér afsíðis og sagði:
“Við höfum vandræðapilt hér
hjá okkur í kvöld. Viltu athuga
hvað er hægt að gera fyrir
hann?”
I gegnum reykjarmökkinn í
salnum, kom eg auga á ungan
sjómann, svarthærðan, með
hálflokuð augu. Hann stóð við
gluggann með krepta hnefa, eins
og hann héldi um eitthvað, sem
hann vildi ómögulega sleppa.
Fáum augnablikum síðar gekk
eg til hans, lagði höndina á öxl
honum og sagði:
“Sæll vertu sjómaður.”
“Gott kvöld, herra minn”,
svaraði pilturinn, og það var eitt
hvað viðkunnanlegt og hlýlegt
við rödd hans og framkomu.
Hann leit við mér sem snöggv-
ast, en snéri sér síðan aftur að
glugganum.
“Langar þig til að dansa, eg
skal kynna þig.”
“Nei, þökk fyrir”.
“Viltu reykja?”
“Nei, þökk fyrir.”
“Má bjóða þér kaffi og brauð?”
“Nei, þökk fyrir.”
“Viltu helzt að eg láti þig í
friði,” spurði eg og brosti.
“Nei, þökk fyrir.”
Það var sama um hvað eg
reyndi að tala; hann svaraði að-
eins eins atkvæðis orðum. En
eg vildi ekki ganga frá og yfir-
gefa hann í þessu hugarástandi,
einmana og alvarlegan með
krepta hnefa. Maður, sem búinn
er að vera prestur eins lengi og
eg, lætur ekki buga sig svo auð-
veldlega.
Eftir nokkra stund reyndi eg
aftur.
“Ert þú enskur?” spurði eg.
“Já, frá Cornwall.”
Eg hafði dvalið á þeim slóðum
í æsku minni. Eg talaði um St.
Ives, Falmouth og Penzance. Eg
talaði um fegurð þessara staða,
hina klettóttu strönd, stein kast-
alana, og hin leyndardómsfullu
minnismerki. Hann svaraði
kurteislega, en gerði ekkert til
að lengja samræðuna, og ekki
vildi hann heldur sleppa hinu
ímyndaða hnefataki sínu.
Eg þurfti að afsaka mig þrisv-
ar eða fjórum sinnum til að
heilsa gestum, afhenda bestu
dansmeyjum kvöldsins verðlaun
og fleira smávegis. I hvert skifti
fór ef aftur þangað, sem sjó-
maðurinn stóð og reyndi að hefja
samræðu. En það tókst ekki,
því að svar hans var aldrei ann-
að en já og nei.
Undir miðnætti fór fólkið að
týnast út; við vorum um það bil
að loka hlerunum og ganga frá
skálanum.
“Heyrðu kunningi,” sagði eg.
“Þú ert í einhverjum vanda
staddur, það er auðséð. Eg er
ekki forvitinn, og kæri mig ekki
um að grafast fyrir leyndarmál
annara, — en þú kemur mér
fyrir sjónir þannig, að þú eigir
erfitt með svefn. Er það ekki
svo?”
“Jú,” svaraði hann.
“Það er auðvitað af því að þú
getur ekki fundið samvizku
þinni frið. Það kemur oft fyrir
ef menn segja öðrum frá vanda
sínum að þeim líður betur. Við
erum nú hér tveir einir, viltu
ekki segja mér hvað er að?”
Hann leit til mín óþolinmóð-
lega, en sagði þó. “Jæja, eg sljal
segja þér söguna mína.
Hann settist á stól og andvarp-
aði þunglamalega; hnefarnir
hvíldu á knjám hans og hann
einblíndi á vissan blett á gólf-
inu. Röddin var eins og úti á
þekju.
“Eg var alinn upp í St. Ives,
ásamt stúlku, sem átti heima í
næsta húsi. Hún hét Janie. For-
elarar okkar voru góðir vinir.
Þegar stríðið skall á innritaðist
ég í sjóherinn, og hefi eg tekið
þátt í mörgum sjóorustum í
Suður-Kyrrahafinu. Einn góðan
veðurdag skrifaði ’eg Janie, og
spurði hana hvort hún vildi gift-
ast mér. Hún svaraði mér um
hæl, að hún skyldi gera það með
ánægju. Við gerðum því allar
nauðsynlegar rástafanir, og loks-
ins komst eg til baka til Corn-
wall, og fékk fimm daga frí.
Hjónavígslan fór fram í kirkj-
unni, sem við höfðum sókt frá
þv(í við vorum börn. Að af-
staðinni vígslunni átti að fara
fram tedrykkja á heimili henn-
ar, og svo ætluðum við að ferð-
ast saman það sem eftir var af
frítímanum. Eg hafði skyldum
að gegna, og þurfti að fara
snöggvast yfir á sjóliðsskrifstof-
una til þess að láta þá vita að
eg væri í bænum. Eg hafði ekki
tækifæri til þess fyr en giftíng-
in var afstaðin. Eg fór svo sam-
stundis á skrifstofuna og sagði
til mín, svo sneri eg aftur heim
að húsi Janie, en það var þá
horfið.”
“Eg gat glögglega heyrt tikk-
ið í úrinu mínu í þögninni, sem
á eftir kom. Sjóli.ðinn hélt áfram
með erfiðismunum.
“I fyrstu gat eg naumast trúað
mínum eigin augum. Þar sem
húsið hafði staðið var aðeins
hola ofan í jörðina. Þýzk flug-
vél hafði verið hér á ferð. Húsið
var horfið, sömuleiðis Janie og
fjölskyldur okkar beggja, það
fanst ekki nógu mikið af þeim
til þess að jarðarför væri ómaks-
ins verð.”
Mig langaði til að leggja hend-
urnar um axlir hans, en fann
þó að það mundi ekki rétt að
gera það. Það er betra að snerta
ekki þvílík svöðusár. Hvað gat
eg sagt? Það hlýtur að vera eitt-
hvað, sem maður getur sagt við
náunga sinn undir slíkum kring-
umstæðum. Samt vissi eg ekki
hvað eg ætti að segja. Við sát-
um þarna í uppljómuðum dans-
salnum, en fyrir utan var niða-
dimt; báðir störðum við á
gólfið.
“Sjóliði”, sagði eg að lokum.
“Viltu koma heim með mér. Þú
getur notað herbergi sonar míns,
sem er erlendis í herþjónustu.
Konunni minni myndi vera það
gleðiefni að geta fært þér morg-
unmat í rúmið; bæði myndum
við fagna því að hafa þig fyrir
gest okkar.”
“Nei, þakka þér fyrir.”
Eg horfði á hann ráðalaus.
“Ef þú vilt skal eg taka af
mér prestakragann, og við get-
um farið á miðnætur sýningu 1
einhverju kvikmyndahúsi. Ef
til yill mundi það dreyfa áhyggj-
um þínum.”
“Nei, þakka yður fyrir.”
“Jæja, við skulum koma ofan.
Bíllinn minn stendur úti. Við
skulum fara í langan keyrslu-
túr, og eg skal svo aka þér til
skipsins þíns. Keyrsla í nætur-
svalanum gerir þér gott; ef til
vill geturðu þá sofnað á eftir.”
“Nei, þakka yður fyrir.”
Hvað átti eg nú til bragðs að
taka? Nú var ekkert eftir nema
trú mín, en eg hafði gætt þess
vandlega alt kvöldið að láta hana
ekki í ljósi, af ótta yfir því að
hún myndi verða þessum manni
óvelkomin. Við erum oft feimin
að bera fram beztu gjafir okk-
ar.
“Varstu nokkurntíma við kirkj
una riðinn fyrir alvöru?” spurði
eg-
“Já, eg söng í söngflokknum
þegar eg var unglingur.”
“Þú kant þá eitthvað af sálm-
um?”
“Já, eg kann þá flesta.”
“Áttu ekki einhvern uppáhalds
sálm?”
“Jú, sálminn: Skín ljósið náð-
ar.”
“Geturðu sungið hann núna?”
Hann horfði enn á gólfið, og
hreyfði sig ekki um leið, og hann
byrjaði að syngja: “Skín ljósið
náðar, myrkrin grúfa grimm ...”
Rödd hans varð æ sterkari og
hljómskærri, í henni kom fram
kraftur og tilfinning, sem söng-
urinn einn gat túlkað: “Og langt
er heim, en nóttin niða dimm,
og lýs mér leið ...”
Augu hans opnuðust og fyltust
einkennilegum ljóma. Það var
eins og hann sæi í gegn um
veggi hressingarskálans í gegn
um tíma og rúm alla leið inn í
kórloft litlu kirkjunnar í Corn-
wall. Er sálminum var lokið
sneri hann sér til mín og spurði:
“Kunnið þér sálminn: Ver hjá
mér herra?”
“Eg skal syngja hann með
þér.”
Hinn einkennilegi tvísöngur:
Hin veika og slitrótta miðaldra
rödd mín, blandaðist sterkri og
hljómþýðri rödd æskumannsins
í lofsöng og tilbeiðslu.
Senn slokkna öll mín litlu gleði-
ljós
og líf mitt fjarar senn við dauð-
ans ós, —
og húmið stóra hylur mína brá
Ó, herra Jesú, vertu hjá mér þá.
Tíminn leið óðfluga, en við
’tókum ekki eftir því, heldur
sungum hvem sálminn af öðr-
um lengi nætur.
Alt í einu tókum við eftir þvi
að dagurinn var að teygja ljós-
fingur sína upp á himininn. Mér
varð litið á sjóliðann; augu hans
ljómuðu.
“Heldurðu að þú getir nú sof-
ið?”
“Já, þakka yður fyrir.”
Við leiddumst út til að heilsa
nýjum degi.
Eftir Rev. Joseph R. Sizoo,
lauslega þýtt ár Reader’s Digest,
ágúst hefti 1945.
Ferðamannahópur lenti í fár-
viðri einhverstaðar vestur í
strjálbýli Klettafjalla. Loks
komst fólkið í húsaskjól á bónda
bæ.
— Hvílíkur úrhellir! sagði einn
ferðamaðurinn, — þetta er ekki
betra en syndaflóðið.
— Ha? hrópuðu ferðamenn-
irnir.
— Syndaflóðið, hvað er það?
spurði húsbóndinn.
— Vitið þér ekki hvað synda-
flóðið er. Hafið þér aldrei heyrt
getið um Örkina hans Nóa?
— Well, svaraði húsbóndinn,
— nei, eg hefi ekki lesið neitt
um hana. Enda hefi eg ekki
fengið nein blöð síðustu fjóra
daga.
Joyous Greeting to Our Many Customers and
Friends at Gimli
Serving you, and working with you has heen a pleasure.
Our best wishes for your happiness.
Sp&nceA KettttedLy
THE R. C. A. STORE
SELKIRK
MANITOBA
WEILLER & WILLIAMS CO.
LIMITED
UNION STOCK YARDS ST. BONIFACE, MAN.
grípa þetta tækifæri til að flytja hinum íslenzku
viðskiptamönnum sínum hugheilar hátíðakveðjur
Við þökkum viðskiptin á undangengnum árum og
væntum þess að geta veitt ykkur greiða og góða
afgreiðslu í framtíð. Hafið hugfast, að vér veit-
um smáum gripasendingum nákvæmlega sömu
skil og þeim, sem stœrri eru.
WILLIAM J. McGOUGAN, Manager
MEÐ HEILHUGA ÁRNAÐARÓSKUM
TIL ISLENDINGA Á
I
ÞJÓÐMINNINGARDEGI
ÞEIRRA Á GIMLI 6. ÁGÚST 1945
The
Dangerfield
Hotels
McLAREN - LELAND - CLARENDON
Valdimar J. Eylands.
Hamingjuóskir
Til íslendinga
á Þjóðminningardaginn
I fullan aldarfjorðung hafa
Winnipegbúar notið hins ljúf-
fenga Purity Ice Cream, eins
og annara heilsustyrkjandi
City Dairy mjólkurafurða.
CITY DAIRY
SIMI 87 647
New (hevrolel (ars
WILL SOON BE ON THE PRODUCTION LINE
PLACE YOUR ORDER TODAY
for Priority Delivery
We can make immediate delivery of
NEW CHEVROLET
TRUCKS
to permit holders
V
CARTER MOTORS
LIMITED
(CARTER-LATTER MOTORS LIMITED)
“The Home of the Chevrolet”
Western Canada's Largesl Chevrolet Dealers
Portage and Maryland, Winnipeg
PHONE 72 200
Main Street, Kenora, Ont.
Islenzkir Byggingameistarar Velja
TEN/TEST í allar sínar byggingar
Þessi lnsulating Board skara fram úr að gæðum ...
Seld og notuð um allan heim —
Fyrir nýjar byggingar, svo og til aðgerða eða end-
urnýjunar fullnægir TEN/TEST svo mörgum kröf-
um, aS til stórra hagsmuna verður. Notagildi þess
og verð er Svalt eins og vera ber. Og vegna þeSs að
það kemur í stað annara efna, er ávait um auka-
sparnað að ræða.
TEN/TEST hefir margfaldan tilgang sem insulating
board. pað veitir vörn fyrir of hita eða kulda, og
tryggir jöfn þægindi hvernig sem viðrar. Pessar auð-
meðförnu plötur tryggja skjótan árangur og lækka
innsetningarverð.
í sumarheimilum eða borgarbýlum, skrifstofum. fjöl-
mennisíbúðum, útvarpsstöðvum, samkomusölum og
hótelum, tryggir TEN/TEST lifsþægindi, úUlokun
hávaða, og fylgir yfirleitt fyrirmælum ströngustu
byggingarlistar.
Útbreiðsla og notkun um allan heim gegnum viður-
kenda viðskiptamiðla, er trygging yðar fyrir skjótri,
persónulegri afgreiðslu. Ráðgist við næsta TEN/
TEST umboðsmann, eða skriflð oss eftir upplýsingum.
HLÝJAR
SKREYTIR
ENDURNÝJAR
TEN-TEST
INSULATING WALL BOARD
L ÆKKAR
KOSTNAÐ
VIÐ HITUN
INTERNATIONAL FIBER BOARD LIMITED, OTTAWA
WESTERN ÐISTRIBUTORS ARMSTRONG DISTRIBUTORS LTD.
WITNIPEG, MAN.