Lögberg - 09.08.1945, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST, 1945
Keflavíkurflugvöllurinn er einn hinn
stœrsti í heimi
Hann er 3 fermílur að stærð. — Lengstu rennibrautirnar
eru nokkuð á þriðja km. — Kostaði 17,5—19 milj. dollara.
Leyndinni sem hvíldi yfir
Keflavíkurflugvellinum hefur
nú verið aflétt eftir að Evrópu-
styrjöldinni lauk og farið er í
smáum stíl að nota völlinn í
sambandi við farþegaflug.
Fram að þeim tíma höfðu
flestir íslendingar aðeins mjög
óljósa vitneskju um að þarna
myndi vera einn af stærstu flug-
völlum í heimi, því af hernaðar-
leyndarmálum Bandaríkjahers-
ins hér á landi var einskis eins
vel gætt, meðan á stríðinu stóð,
eins og alls þess er varðaði
Keflavíkurflugvöllinn. Nú er
þetta breytt. Margt af því sem
áður var hernaðarleyndarmál
varðandi flugvöllinn er það nú
ekki lengur.
Flugvöllur þessi er talinn sam-
bærilegur við stærstu flugvelli
Bandaríkjanna og umferð um
hann jafnað við hinn kunna La
Guardia-flugvöll í New York.
Hann nær yfir 3 fermílur og
það er talið að bygging hans
hafi kostað 17 V2—19 milljónir
dollara.
ísland er, vegna landfræðilegr-
ar legu sinnar mjög þ$5ingar-
mikill staður í flugsamgöngum
nútímans. Þegar í upphafi
stríðsins varð íslendingum og
öðrum ljóst mikilvægi Islands að
þessu leyti.
ÞEGAR ÞJÓÐVERJUM
VAR NEITAÐ
Raunar var það svo, að
komið hafði verið auga á þýð
ingu íslands fyrir flugsam-
göngur, áður en þessi styrjöld
hófst. Löngu áðu^ en striðið
hófst höfðu brautryðjendur
í flugmálum séð þýðingu
þessarar eyju norður undir
heimskautsbaug.
Þegar árið 1932 tryggði Pan-
American-flugfélagið sér flug-
réttindi hér á landi með samn-
ingum við íslenzku ríkisstjórn-
ina. En réttindi þau gengu úr
gildi áður en framkvæmdir voru
hafnar.
Snemma á árinu 1939 gerði
nazistastjórnin þýzka tilraun
til þess að fá hér flugstöðva-
réttindi. Þeirri málaleitun var
hafnað. Sagan af því máli *ætti
að vera flestum Islendingum
kunn og verður hún því ekki
rakin hér. En flestir munu nú
vera þeirrar skoðunar að með
þeirri synjun hafi íslendingum
verið forðað frá að lenda undir
yfirráð nazista, auk þeirrar þýð-
ingar, er það hafði fyrir stríðs-
rekstur Bahdamanna.
FLU G VALLAB Y GGING
BRETA
Þegar Bretar hernámu ísland
hófu verkfræðingar hersins
næstum tafarlaust að rannsaka
hér flúgvallastæði, til þess að
bæta úr þörf hersins fyrir flug-
velli hér. Bygging flugvallarins
hér í Reykjavík hefur aldrei
verið neitt leyndarmál hér á
landi. En það komu einnig fleiri
staðir til greina, þ. á. m. Sand-
skeiðið, en þegar það kom í ljós,
að vatn er þar stöðugt 2 fet und-
ir yfirborðinu var horfið frá að
byggja flugvöll þar af ótta við
að vetrarfrostin myndu sprengja
hann upp.
BYGGING KEFLAVIKUR-
FLUGVALLARINS HAFIN.
Það var ekki fyrr en eftir
komu Bandaríkjamanna hingað
að bygging Keflavíkurflugvall-
arins á Reykjanesi var hafin.
Bygging flugvallarins var hafin
snemma á árinu 1942 og hann
var vígður í marz 1943. Þarna
á úfnu, eldbrunnu Reykjanes-
inu, þar sem áður lágu aðeins
slóðir manna og fénaðar blasir
nú við völlur fyrir nýjasta sam-
göngutæki mannsins — flugvél-
ina.
STÓRFELLT MANNVIRKI
Bygging flugvallarins var mik-
ið og erfitt verk. Til þess að
jafna þær þrjár fermílur sem
flugvöllurinn nær yfir þurfti að
fjarlægja 10 þús. rúmmetra af
grjóti og 4 millj. og 500 þús.
rúmmetra af mold. Þrjár millj.
og 500 þús. rúmmetrar af grjóti
og mold voru notaðir til upp-
fyllingar.
Vinnslutæki voru sett upp á
staðnum til þess að framleiða
þau 250 þús. tonn af asfalti,
sem fór í rennibrautir fyrir flug-
vélar og bílvegi.
Nokkur einkafyrirtæki hófu
verkið, en það var ekki fyrr en
hermenn úr flota og landher
Bandaríkjanna voru teknir
til verksins, að skriður komst
á það. Unnu við vallargerðina
1600 manns úr Construction
Batallion flotans og 2800 manns
úr landhernum, eða samtals rúm-
ar 4 þús. manns.
KOSTNAÐUR 174—19
MILLJ. DOLLARA
Keflavíkur flugvöllurinn er
talinn sambærilegur við stærstu
flugvelli Bandaríkjanna og um-
ferðin um hann talin jafn mikil
og hinn fræga La Guardia-flug-
völl í New York. Margar renni-
brautir eru á vellinum og eru 4
þeirra á þriðja km. á lengd
(6500 fet).
Það er talið að hefði völlur-
inn verið byggður af venjuleg-
um byggingarfélögum hefði
bygging hans kostað 17%—19
millj. dollara.
Hin erlendu setulið er hér
dvöldu byggðu einnig nokkra
aðra flugvelli hér á landi, bæði
sem voru í stöðugri notkun og
aðra sem hægt væri að nota ef
þörf krefði.
AÐRIR FLUGVELLIR
SETULIÐSINS
Brezka setuliðið byggði flug-
vellina í Reykjavík, Höfn í
Hornafirði, Kaldaðarnesi, Skaga
og Útskálum, en Bandaríkja-
menn byggðu flugvöllinn á Mel-
gerðismelum við Akureyri, en
Bandaríkjamenn kalla hann
Kassos-flugvöllinn. Keflavíkur-
flugvöllinn nefna Bandaríkja-
menn venjulega Meeks-flugvöll,
en hann er raunverulega 2 sam-
liggjandi flugvellir og nefnist
annar hluti hans Paterson-völl-
ur. Alla þessa þrjá flugvelli, er
Bandaríkjamenn byggðu hér,
hafa þeir nefnt eftir bandarísk-
um liðsforingjum sem létu lífið
í hernaðarflugi hér á landi.
Þjóðviljinn, 6. júlí.
Frægur meðlimur í lækna-
félagi Lundúnaborgar var skiþ-
aður líflæknir konungsins. Mað-
ur þessi var einnig prófessor í
læknisfræði. Daginn eftir þenn-
an merkisatburð, skrifaði hann,
fullur stolts, á töfluna í kenslu-
stofu sinni:
— Prófessor N. N. tilkynnir
nemendum sínum, að hann hef-
ir verið skipaður líflæknir
Georgs konungs.
Þegar prófessorinn nokkru
síðar kom aftur inn í kenslu-
stofuna, hafði einhver bætt eftir-
farandi klausu við: — Guð varð-
veiti konunginn.
* *
Úr skólastílnum.
Þó að sjúklingurinn hefði
aldrei fyrr verið neitt veikur,
vaknaði hann við það einn morg-
un, að hann var dauður.
Jón B. Jónsson
Landnámsmaður og frumherji.
Fæddur 19. júní 1878.
Dáinn 12. júlí 1945.
Jón B. Jónsson
Saga vor íslendinga í Vestur-
heimi ber þess glögg merki að
víðsvegar í bygðum vorum hafa
það verið sérstakir menn, sem
að meiru eða minna leyti settu
svip sinn á bygð sína, urðu að
ýmsu leyti málssvarar hennar og
áttu stóran þátt í framkvæmd-
um, sem orðið hafa. I slíku for-
ystustarfi hafa jafnan haldist í
hendur hæfilegleikar og fúsleiki
til að starfa í almenningsþarfir
að velferðarmálum fjöldans.
Einn slíkur leiðtogi var hann,
sem þessi minningarorð eru
helguð.
“J. B”, en þannig var hann
venjulega nefndur af vinum sín-
um, samverkamönnum og sveit-
ungum, var af ágætum ættum
kominn, óslitið langt fram í ætt-
ir. Hann.var sonur merkishjón-
anna Björns Jónssonar og konu
hans Þorbjargar Björnsdóttur.
Björn gerðist mikilhæfur leið-
togi hér vestra á frumlandnáms-
tíð í Nýja Islandi, en einnig síð-
ar í Argyle-bygð, gætti áhrifa
hans og hæfileika einnig á vett-
vangi almennra mála, einkum
hinna kirkjulegu. Urðu börn
þeirra hjóna mikilsvirt og mikil
hæft fólk, voru þau: Dr. Björn
B. Jónsson hinn mikilhæfi og
glæsilegi leiðtogi og gáfumað-
ur, Kristján, bóndi í Argyle-
bygð, Valgerður, kona J. T.
Frederickson í Wynyard og Sig-
urbjörg. nú á Betel, ein eftir-
skilin á lífi. Jón, er hér um ræð-
ir mun hafa verið þeirra yngst-
ur.
Sem kunnugt er, var Kristján
Jónsson Fjallaskáld albróðir
Björns föður Jóns, Björn var
þremur árum eldri en skáldið.
Foreldrar þeirra voru Jón
Kristjánsson hreppstjóri og
bóndi í Krossdal í Kelduhverfi
og Guðný Jónsdóttir bónda á
Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi.
Ágætlega ættuð og mesta mynd
arfólk. Jón dó frá bömum sín-
um ungum, Birni 8 ára, en
Kristjáni 5 ára, varð fráfall hans
þeim og móður þeirra óbætan-
legt tap, — og varð þeim þung-
um örlögum valdandi. Margt af
frændaliði þeirra er vel þekt at-
gjörfisfólk á íslandi, má þar til
nefna Benedikt Sveinsson hinn
yngri, fyrrverandi Alþingisfor-
seta og bræður hans Baldur
Sveinsson blaðamann, nú látinn,
og Þórð bankabókara. — Séra
Svein Víking. Björn Þórarinsson
á Víkingavatni, svo fáeinir séu
tilnefndir.
“J.B.” ólst upp hjá foreldrum
sínum í Argyle-bygð, ungþroska
dvaldi hann um nokkur ár í
Minnesota, Minn., vestur á
Kyrrahafsströnd og víðar, þann
29. júní, 1903 kvæntist hann og
gekk að eiga Stefíu Sigriði Sig-
urðsson frá Minneota, dóttur
hjónanna Stefáns Sigurðssonar
Guðnasonar frá Ljósavatni og
Sigríðar Jóakimsdóttur frá Ár-
bót; er hún kona mjög vel að
sér, vel greind og mikil bú-
sýslukona, er æfilangt studdi
mann sinn með ráði og dáð.
Um þrjú og hálft ár bjuggu
þau í Argyle-bygð, en á árinu
1905 nam hann land þar í grend,
sem síðar var nefnt Kandahar.
Árið 1907 flutti kona hans með
hounm á landnámið, bjuggu þau
þar ávalt síðar í 38 ár.
“J. B.” varð snemma, að dómi
merks manns, Jóns Jónssonar
frá Mýri í Bárðardal (sjá Al-
manak Ó. S. Th. 1919), þar sem
hann ritar um Vatnabygðir
(vesturhluta), “stórhuga, úr-
ræðagóður og framkvæmdar-
samur búmaður”. Munu þau
sérkenni hans jafnan hafa sýni-
leg verið, þótt mjög hafi«starfs-
hættir og afstaða í búnaði
breytzt frá því sem áður var.
Oft, bæði á fyrri og síðari árum,
stóð hann höllum fæti í lífsbar-
áttunni sökum óvissrar heilsu,
munu þeir er bezt til þekkja vart
hafa talið að hann myndi lang-
lífur maður verða. Með fjölg-
andi æfiárum varð allmikil bót
á heilsufari hans. Jafnan bar
hann lasleika sinn með karl-
mannshug, og lét þar fátt um
mælt.
Frá fyrstu tíð var hann fremst
í flokki leiðandi manna um-
hverfis síns í félags og framfara-
málum héraðlsins. Samherjar
hans og samverkamenn, er bezt
til þektu bera þess fúslega vitni
að fá hafi þau mál verið er ekki
nutu atbeina hans og leiðsagn-
ar. Þannig þjónaði hann í skóla-
ráði, sem formaður þess, í Tele-
phone félagi umhverfis síns, í
Grain-Growers félaginu; í Con-
sumers Co-operative í Defoe, en
síðar í sínu eigin umhverfi. var
sveitafulltrúi. Hann hjálpaði til
að skipuleggja Saskatchewan
Wheat Pool. Hann var einn af
stofnendum íslenzka lúterska
safnaðarins í Kandahar, oft for-
seti hans, ávalt einn af áhuga-
sömum starfsmönnum hans; hin
andlegu mál voru honum hjart-
ans mál, studdi hann þau með
trúfesti til æviloka.
Hann var mikill að vallarsýn,
glæsilegur maður í framkomu og
gleðimaður, hafði góða söng-
rödd, og naut sín vel á gleði-
mótum og jók á gleði manna.
Heimili þeirra hjóna, “hvita hús-
ið við þjóðveginn”, var gott að
heimsækja og mættu gestir og
gangandi þar góðum viðtökum,
kunnu þau hjónin bæði að taka
á móti gestum sínum og láta
þeim líða vel. Þau fóstruðu upp
tvö börn er voru þeim hjart-
fólgin, sem væru þau þeirra
eigin. Fósturbörn þeirra eru:
Pálína, Mrs. Loewen, South
Slocan, B. C., — dóttir Kristjáns
bróður hans og Þórdísar konu
hans, og Hallgrímur bóndi við
Kandahar, sonur Indriða Skor-
dal og Guðnýjar konu hans,
Jónsdóttur frá Mýri í Bárðardal.
Urðu fósturbörnin þeim til gleði
og ljúft samverkafólk. — Æfi-
langt var “J. B.” studdur af
mikilhæfri og góðri konu, er nú
harmar við sviplegt fráfall hans.
Hann andaðist eftir fárra daga
rúmlegu, mátti segja að hann
gengi beint og hindrunarlaust
frá störfum sínum inn í betri
tilveru, þannig er athafnamanni
gott heim að snúa.
Útför hans fór fram þann 16.
júlí, frá heimilinu og frá Lút-
ersku kirkjunni í Kandahar að
viðstöddu afarmiklu fjölmenni
víðsvegar að. Á heimilinu fór
kveðjuathöfnin fram á íslenzku,
undir stjórn þess er þetta ritar
er einnig flutti kveðjuorð. Séra
Ásmundur Guðmundsson próf.
flutti þar einnig fagurt ávarp.
í kirkjunni fór kveðjuathöfnin
fram undir stjórn Rev. J. M.
Alexander frá Wynyard, er flutti
kveðjumál, ásamt undirrituðum.
Útförin var undir stjórn Mr.
Hallgrímssons útfararstjóra í
Wynyard.
Ástvinir látins manns, sam-
verkamenn og vinir kveðja hann
með virðingu og þakklæti.
“Vertu sæll við söknum þín.”
S. Ólafsson.
Stefán Jónsson, námsstjóri.
Sjálfstœði
íslendinga
ÍSSSlÍ
Hér á eftir birtist kafli úr
ræðu, sem Stefán Jónsson
námsstjóri flutti á skemtun í
Stykkishólmi 17. júní síðast-
liðinn. Er það komið víða við
og gripið á mörgu því, sem
þjóðinni mœtti verða um-
hugsunarverðast. Meginá-
herzlu leggur þó Stefán á það,
að “sjálfstæð þjóð hlýtur allt-
af að líta á sína eigin menn-
ingu sem undirstöðu og við
þjóðlegan stofn á að tengja allt
sem innflutt er”.
Þegar ferðamaður nemur stað-
ar á heiðarbrún, þá liggur leiðin
hin farna að baki, en framund-
an er óvissan. — Margur veitir
sér þá andartakshvíld og athug-
ar leiðina, sem farin er, og
skyggnist jafnfram fram á
leið.
Á merkum tímamótum er holt
að líta yfir farinn veg og skyggn-
ast fram.
“Höfum við gengið til góðs
götuna fram eftir veg.”
Spurningarnar hlaðast á
mann. Með alvöruþunga ryðja
þær sér til rúms.
Við skulum athuga þær, sem
fastast leita á hugann.
1. Hver voru rökin að því, að
við fengum frelsi og fullveldi?
2. Höfum við kunnað að meta
réttilega fengið frelsi?
3. Erum við fær um að verja
og vernda frelsið?
4. Hvernig egium við fram-
vegis að sanna umheiminum, að
okkur beri frelsi og fullveldi,
þótt þjóðin sé lítið fjölmennari
en starfsfólk í einni risaverk-
smiðju í Ameríku?
5. Getum við tryggt efnalegt
sjálfstæði út á við, því að án
þess heldur engin þjóð frelsi sínu
stundinni lengur?
Áður en eg geri tilraun til að
svara þessum spurningum að
einhverju leyti, langar mig til
að hverfa að öðru efni.
Hinn 16. maí í vor var eg
staddur austur í Kirkjubæjar-
klaustri á Síðu, sem hét til forna
Kirkjubær. — Þar er dásamlega
fögur fjallasveit með undra-
verðu útsýni til jökla og sjávar.
— Staðurinn er líka sögulega
merkur frá fyrstu tíð. — Þar
nam land Ketill fíflski, dóttur-
sonur Ketils flatnefs. Hann var
kristinn og hafa þar aldrei
heiðnir menn búið.
Rétt hjá Kirkjubæ er Systra-
stapi, en skammt frá honum
stöðvaðist hraunflóðið mikla, er
sr. Jón Steingrímsson flutti hina
frægu eldmessu.
En um Systrastapa er þessi
saga skriyð. — Eitt sinn meðan
nunnuklaustur var í Kirkjubæ,
komst sá kvittur á kreik, að ein-
hver nunna hefði brotið skír-
lífsheit sitt og átt samfund við
karlmann úr nágrenninu. Príór-
innan hóf rannsókn í þessu
máli, en við brotinu lá dauða-
hegning, ef sannanir fengust.
Við rannsókn málsins bárust
böndin að tveimur systnun.
Önnur hvor þeirra var sek. Það
var sannað. En hvor þeirra var
það? Hvorug vildi meðganga og
hvorug bar sök á aðra. Málið
mátti ekki niður falla. Full
sönnun fékkst ekki, svo að prí-
roinnan lét taka báðar af lífi.
Þeim var valinn legstaður uppi
á stapanum háa. Gert var yfir
leiðin og þau þakin. Að vori
þegar jörð greri, var annað leið-
ADVÖRUN!
til allra, sem hafa í hyggju að flytja til
VICTORIA HAMILTON
VANCOUVER TORONTO
NEW WESTMINSTER OTTAWA
WINNIPEP HULL
Engin persóna má flytja til, eða taka íbúð á leigu í neinum þessara
húsekluborga, án leyfis frá umboðsmanni Emergency Shelter.
Áður en þér fariS úr núverandi heimili, skuluS þér ganga úr
skugga um, að annað heimili blði yðar, að fengnu leyfi til að
flytja þangað. Umsókn um leyfi skal senda til umboðsmanns
Emergency Shelter á þeim stað, er þér ætlið að flytja til
% Sérhver persóna, sem tekur á leigu og flytur í íbúð í áminstum borgum
í mótsögn við áminst fyrirmæli, drýgir réfsivert brot, og verður í viðbót
við aðrar refsingar, að flytja á eigin kostnað úr hluta,eigandi íbúð.
Birt að fyrirskipan Emergency Shelter reglugerðarinnar Order-in Council P.C. 9439,
19. desember, 1944.
THE WARTIME PRICES AND TRADE BOARD
ES-6N