Lögberg


Lögberg - 09.08.1945, Qupperneq 4

Lögberg - 09.08.1945, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST, 1945 ----------i&gberg-----------------------; GeflO út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED j 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba j Utanáskrift ritstjórans: í EDITOR LÖGBERG, , 695 Sargent Ave., Winnipegf Man. f Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram j The "Iyögberg” is printed and publishea b> i The Columbia Press, Lámited, 695 Sargent Avenue j Winnipeg, Manitoua , PHONE 21 804 iiuiiiiiiu:................. ... ............. Minni íslands lMliilllliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiií!iiiiiiii:iiiiiiiii:iiiiiiiiiiii;iiiiiiiiliimiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiili^ Herra forseti! Góðir íslendingar! Kæru vinir! Þegar þúsund ár voru liðin af sögu islenzku þjóðarinnar og sungið var í fyrsta skipti um “Islands þúsund ár” á Þingvöllum 1874, þá var um það bil að hefjast saga Islendinga á þeim stað, er vér nú stör.dum, með komu fyrstu landnemanna hingað árið 1875. Síðan eru liðin 70 ár. Þessi íslendingodagur er því sérstákur í sinni röð. Það er sögurík og hátíðleg stund, sem vér lijum í dag, hér á þessum stað — þessum “Þingvöll’ yðar í Vesturheimi. Mér er það sannur heiður og mikil ánægja að fá þetta tækifæri til þess að ávarpa yður Vestur-íslendingar, að ávarpa yður sem sonur Islands, þess lands, sem mig hefir alið allt fram að þessum tíma, þess lands, sem á mína ást og aðdáun óskipta, þess lands, sem safnað hefir oss hér saman í dag, þess lands, sem vér viljum læra að þekkja betur og méta að verðleikum. * Fyrir þremur árum kynntist eg þekktum her- lækni í'brezka hernum á Islandi. — Einu sinni, er við áttum tal saman, ræddi hann við mig um Island, og þá sagði hann við mig, eitthvað á þessa leið: “ísland kemur mér fyrir sjónir fyrst og fremst sem land andstæðnanna. Hvar sem leiðir mín- ar liggja um landið, rek eg mig á þessar sér- kennilegu andstæður. Eg hefi komið í hrikaleg og gróðurlaus héruð og innan stundar ekið um gróðursæla sveit og blómlega byggð. Eg finn sjóðandi hveravatnið vella upp úr iðrum jarðar, og eg sé ískaldar árnar streyma til sjávar. Eg sé ótrúlega breytingu, sem veðrið hefir á nátt- úrusýn Iandsins. Eg sé grænan skóginn vaxa við jökulrætur. Eg kem ekki svo auga á gras- sléttuna, að eg sjái ekki um leið eitt eða fleiri hinna snarbröttu og tignarlegu fjalla. Andstæðurnar sé eg einnig glöggt koma fram í þjóðlífi yðar og lifnaðarháttum. Eg ek fram hjá tveimur sveitabæjum; annar er úr torfi gerður og vaxinn grænu grasi eins og náttúran; hinn er úr steini steyptur og allur öðru vísi. Eg mæti tveimur konum saman á förnum vegi. Önnur þeirra er klædd yðar sér- stæða íslenzka búningi; hin er klædd óaðfinn- anlega eftir beztu tízku í hinum erlenda heimi.” Glöggt er gests augað — segir íslenzka mál- tækið. Gesturinn kemur fyrst auga á það sér- kennilega, sem að jafnaði er hið eðlilega og almenna í auguftn heimamannsins. Hið heims- fræga skáld Tomas Carlyle hafði hið sama í huga og herlæknirinn. þegar það sagði: “Á þessari undraeyju, Islandi, er jarðfræð- ingar segja, að eldur hafi þeytt upp úr hafs- botni, beru landi hraunfláka og háfjalla, sem hrikaveðUr vetiraniía gleypa marga mánuðá ársins, en sem er auðugt af ótömdum yndis- leik sumarsins með brennisteins keldur, geysa, jökla og eldfjöll, hinn furðulegasti orustuvöllur frosts og funa.” Þá hefir þetta sterka svipmót eigi farið fram hjá skáldum vorum. Kristján Jónsson segir svd í einu sinna kvæða: Norður við heimskaut í svalköldum sævi svífandi heimsglaumi langt skilin, frá þrungin af eldi og þakin af snævi þrúðvangi svipað með mjallhvíta brá. Matthías Jochumson kunni einnig að sýna þetta einkenni á Islandi í ljóðum sínum, er hann kvað: Heimilishaga hér gaf Drottinn vorri þjóð Hér blessast heitt og kalt Hér er oss frjálsast allt. eða þegar hann segir: örlög þér fylgja á flugárum tíða funheita, ískalda sægirta jörð. Vér sjáum þessar sterku andstæður koma sam- an í eitt—í nafninu sjálfu, íslandi—fyrir þær ó- líku tilfinningar sem það vekur í hugum manna. Hrollur fer um þann, sem heyrir ísland nefnt og ekki þekkir landið sjálft, en ylur fer um hjartarætur þess, sem á 1 nafninu hugljúfar minningar. Á stundum minninganna við nafn ættlandsins munið þér oft hafa getað tekið undir með skáldinu Einari Páli ritstjóra og sagt: “pá bjó eldfjall í sálu minni.” * “Lítilla sanda, lítilla sæva lítil eru geð guma,” segir í Hávamálum. Meistaralega er hér að orði komizt um það, hve persónugerð manna er háð því umhverfi, er þeir ’lifa í. — Hinar stórbrotnu og sterku andstæður, sem eg minnt- ist á varðandi land vort, gera fátt “lítilla sanda og lítilla sæva” á íslandi í þeirri merkingu, sem skáldið notar þau orð. tslendingum hefir ætíð verið áskapað að glíma við stórbrotna náttúru og stórbrotin verkefni. Lífsbaráttan við óblíð náttúruöfl og erfiða landsháttu herti skap þeirra. Dýrðarljómi sólarlagsins að sumar- kvöldi snerti hárfínt hugarþel þeirra. Hin heill- andi fegurð landsins og undrasýn náttúru- fyrirbrigðanna gaf þeim mikla útsýn og inn- blástur til ódauðlegra verka. Allt í kringum Island brotna hinir miklu sjóar Atlantshafsins. Þeir hafa skapað íslenzk- ar sjóhetjur, þær hetjur voru “hermenn Is- • lands” í Evrópustyrjöldinni, er lauk fyrir skemmstu. Þeir börðust fyrir lífi þjóðarinnar, börðust til þess “að sækja barninu brauð” — eins og segir í söngnum þeirra. Þeir sigruðu, þótt þeir féllu margir. I lífi og dauða hefir hugprýði þeirra verið víðfræg og mun lifa hjá þjóðinni um aldir. Það gleymist ekki, sem skipstjórinn á einum íslenzka fiskibátnum sagði, eftir að bátur hans hafði orðið fyrir árás og hann sjálfur særst til ólífis ásamt fleiri skipverjum. — Það átti að fara að binda um sár þessa dauðvona manns, þegar hann sagði: “Hjálpaðu fyrst honum Steina bróður.” Áður en skipið komst í höfn var skipstjórinn meðal þeirra, sem lágu liðið lík á þilfarinu. — Sjómenn vorir gengu fram til baráttunnar fórn- fúsir öruggir og óttalausir. Þeir ólust upp við stórsjóa fyrir íslandsströndum. Þar varð hugur þeirra mikill. Þar urðu þeirra geð stór. * Þannig mótaðist þjóðin við svipmikið um- hverfi á láði og legi. Hún tengdist sterkum böndum við þetta umhverfi. Þau bönd köllum vér ættjarðarást. Þessa ást til ættlandsins fann skáldkonan, er hún kvað: Sá yndisbjarmi, sem innst í barmi mér aldrei dvín er æskuvon, bundin við endurfundi og ást til þín minn ættarlundur, við úthöf blá með eyjar, grundir og tinda há. \ Þessa þrá finna þeir bezt, sem í fjarlægð dvelja og þessi þrá var rétt skilin og skýrð af séra Jóni Bjarnasyni, er hann flutti hina fyrstu íslenzku prédikun, sem flutt hefir verið hér í vesturálfu. Þá sagði séra Jón m. a, þetta: “Vér ættum ekki að vera komin hingað til þess að skjóta oss undan skyldum vorum við þá þjóð, sem Drottinn hefir tengt oss við, helg- um og háleitum ætternisböndum. Hver sem gleymir ættjörð sinni eða þykist yfir það haf- inn að varðveita það af þjóðerni sínu, sem gott er og guðdómlegt, af þeirri ástæðu, að hann er staddur í framandi landi og leitar sér þar lífs- viðurværis, það gengur næst því, að hann gleymi Guði. Það er stutt stig og fljótstigið frá því að kasta þjóðerni sínu til þess að kasta feðratrú sinni. . .. Sönn kristileg ættjarðarást fyllir ekki hjartað með fyrirlitningu á öðrum þjóðum en sinni eigin, hún blindar ekki augun fyrir yfirburðum útlendinga í svo mörgu til- liti, né fyrir sinni eigin eymd, ókostum og menntunarskorti. Slíkt er engin ættjarðarást allra sízt í kristilegum skilningi. Slíkt er öfugur, heiðinglegur, heimskulegur og hættulegur hugs- unarháttur sem dregur niður alla sanna þjóð- ernistilfinningu og hefir visnun og dauða í för með sér.” Þannig talaði þessi vitri maður um þann hug, sem íslendingum bæri að eiga til ættlandsins. Og þeir hafa einnig sýnt, að “ljúft er þangað ' snúa huga, hjarta og sál,” — eins og eitt vestur- íslenzka skáldið komst að orði. Útlendingar, er sækja ísland heim tengjast einnig landi voru tryggðaböndum. Þegar hinn ameríski yfir- hershöfðingi Bandamanna á íslandi yfirgaf landið, sagði hann við blaðamennina heima, að hann œtlaði sér að gera eitt herbergi í húsi sínu að íslenzku herbergi og kalla það ísland til þess að eiga þar hinar hugljúfu minningar er hann ætti við landið tengdar. Nýlega fékk eg bréf frá brezkum hermanni á Indlandi, sem hafði verið heima á íslandi og orðið vinur minn þar. Efni þessa bréfs var m. a. það að þessi brezki hermaður var að ráðgera ferðalag til nokkurra staða á Islandi, sem hann langaði til að sjá aftur að stríðinu loknu. — Þannig heillaði ísland ekki einungis þessa tvo erlendu menn heldur óteljandi marga aðra, sem síðustu árin hafa dvalið heima á lslandi. En sterkust eru og verða ætíð böndin við sjálf börn ættjarðar- innar — og mesta ættjarðarást hefi eg fundið meðal yðar Vest- ur-íslendingar. I 70 ár hafið þér reynzt nýtir borgarar í þessu landi. I 70 ér hafið þér sýnt trúfesti yðar við landið, sem þér rekið ætt yðar til. I 70 ár hefir eldur ættjarðarástarinnar verið borinn frá kynslóð til kyn- slóðar. I 70 ár hefir tunga feðr- anna hljómað á vörum yðar. — ísland þakkar yður þessa tryggð. íslandi er sæmd að lífi yðar og starfi, því að íslandi er það fyrir miklu, að þér “varðveitið ómengað ættjarð- arblóð og íslenzku tunguna frægu,” eins og séra Jónas A. Sigurðsson orti eitt sinn. Þér, sem mál mitt heyrið og skiljið — íslejidingar. Minnist þess, að þér eruð sem hlekkur í keðju vestur-íslenzku kynslóð- anna. Munið íslendingar, að ef yðar hlekkur brestur, þá er keðjan ónýt. Treystið því hlekk- inn! Styrkið ættarböndin! Arf- urinn er yðar í dag, og komandi kynslóð á að erfa hann óskert- an. Það er gott að koma auga á erfiðleikana í þjóðræknisbar- áttunni, en það er betra að eygja vormerkin, sem á lofti sjást og þeirra gildi. — Vormerkin eru greypt í yðar eigin sál þar sem þrá yðar til íslands býr. Eg hefi fundið þessa þrá, sem hrópandi ákall til íslands hjá gamla fólk- inu, sem á eina von um endur- fundi íslenzkra stranda, er það hefir verið leyst úr jarðneskum líkama sínum. Eg hefi fundið þessa þrá hjá starfandi mönnum og konum er markvisst vinna að því að láta áformið um heim- sókn til íslands rætast. Eg hefi fundið þessa þrá hjá unga fólk- inu, sem dreymir stóra drauma um ævintýraferð til eyju for- feðranna í Atlantshafi. Og eg sé yður í anda koma heim á fornar slóðir. Þér finnið e. t. v. að sléttað hefir verið yfir gömlu þúfuna eða að gamla steininum hefir verið rutt úr vegi. En þér munið finna sama blæinn anda til yðar af hafinu, sjá hina sömu sýn til fjallanna, skynja hina sömu kyrrð til dalanna, heyra hinn sama söng fuglanna, sjá sömu sólina signa hæðii, hálsa grundir og tún. Þá finnið þér aftur ísland eins og það var og segið með skáldinu: “Inn milli fjallanna hér á eg heima.” Sýnileg vormerki í þjóðræknis baráttu yðar sjást í þeirri hreyf- ingu, sem hafin er að því að stofna kennslustól í íslenzkum fræðum og íslenzkri tungu við Manitobaháskólann. Þessi hug- sjón hefir nú fyrir skemmstu verið drengilega og höfðinglega studd af Ásmundi P. Jóhanns- syni. En betur má, ef duga sjial. Hér þurfa allir að leggjast a eitt til þess að hrinda þessari hugsjón í framkvæmd hið bráð- asta. Eftir að kennslustóllinn hefir verið reistur getur það farið svo, að enginn menntamað- ur hér um slóðir, teljist sann- menntaður fyrr en hann hefir eitthvað lagt stund á íslenzkt mál — sem oft hefir af lærdóms- mönnum verið nefnt “gríska norðurálfunnar.” Eitt er víst, að slík íslenzkukennsla í háskólan- um myndi verða ómetanleg stoð í þjóðræknismálum yðar Látið því kennarastólinn koma. íslend- ingar lyfta sameinaðir “Grettis- tökum”. Þetta Grettistak verður yður auðvelt, ef allir eru sam- taka. Mikinn styrk í þjóðræknis- starfinu fáið þér með auknum og bættum samböndum við Is- land. Slík sambönd eru óðum að skapast með bættum sam- göngum og auknum skilningi á ijóðræknismálum Islendinga. ,'iœgt er nú að tala um íveggja til þriggja daga leið milli Vestur- og Austur-íslendinga. Og enn eiga samgöngur eftir að batna — einnig fjárhagslega. Það œtti 'því að vera kapps- mál hvers einasta Vestur-íslend- ings í náinni framtíð að heim- sœkja ísland einu sinni á ævinni að minnsta kosti. Það ætti að verða kappsmál allra heima-ls- lendinga að sækja yður heim á þessar slóðir. Það er fullkomin ástæða fyrir íslendinga að koma hingað til þess að kynnast yð- ur — finna hin sterku og heil- næmu íslenzku áhrif sem hér ríkja og sjá þann stóra skerf, sem þér leggið til þjóðfélags- mála, sem þegnar Canada og Bandaríkjanna. * Á íslandi hafa undanfarin fimm ár verið þau viðburðar ríkustu, er sögur fara af í lífi þjóðarinnar. Á þessum árum kom stór erlendur her inn í landið, sem aldrei áður hafði átt sér stað. Á þessum árum var mahnfjöldinn í landinu langt um meiri en nokkurn tíma áður. Á þessum árum varð þjóðin fyr- ir stórfelldari erlendum áhrifum en nokkurn tíma áður. Á þess- þjóðfélags- og viðskiptalífi landsmanna en nokkurn tíma áður. Á þessum árum fengu íslendingar það, sem þeir höfðu þráð frá því 1264. Þeir stofnuðu lýðveldi á Islandi. Þegar dr. Thor Thors sendi- herra var hér hjá yður fyrir fjór- um árum, sagði hann m. a.: “Það er öldungis víst, að í styrjaldarlokin stendur íslenzka þjóðin á alvarlegri og örlaga- ríkari tímamótum en nokkru sinni fyrr í sögu sinni.” Þessi tímamót eru nú runnin upp. Orð sendiherrans eru orð að sönnu. Áður en eg fór að heiman fannst mér eg oft verða sem útlendingur í mínu eigin landi, á meðan setuliðið þar var sem fjölmennast. Inn í landið flæddu erlendir straumar, sum- ir til góðs en aðrir til ills. Los kom á margt í þjóðfélaginu, sem betur mátti í föstum skorðum vera. Þau tímamót, sem þjóðin er nú stödd á, eru alvarleg og hættuleg vegna þess, að hinn ytri glæsileiki herjanna og hin- ar háværu bumbur þeirra geta svo auðveldlega glapið sýn og orsakað öfugt mat hlutanna. Tímamótin eru örlagarík vegna þess, að það sem þjóðin gerir nú hefir áhrif um ókomin ár og aldir. Þegar hinn víðkunni kirkju- höfðingi Bandaríkjanna dr. Fry var hér á kirkjuþinginu í Win- nipeg, sagði hann í einni ræðu sinni, að það, sem gert yrði í Evrópu næstu tvö*þrjú árin, markaði framtíð hennar um ald- ir. Þannig stendur. einnig taflið á Islandi. Ætlar þjóðin að festa yndi sitt við ytra stáss og hégómlega hluti eða ætlar hún að skarta sig með skrauti hins innra manns? Ætlar hún að kasta á glæ því góða, sem íslenzkt er fyrir hinn misjafna varning, sem ófriðar- öldurnar skoluðu upp á hennar land? Ætlar hún að láta manngildið þoka fyrir gildi krónunnar? Þessar spurningar gera tíma- mót þjóðarinnar þau alvarleg- ustu og örlagaríkustu sem fyrir hafa komið í sögu hennar. — En íslenzka þjóðin hefir þó fyrr staðið á tímamótum. Hún hefir áður orðið að velja og hafna — hún hefir áður orðið að verja þjóðerni sitt og vernda tunguna. Sjálfstæðisbarátta hennar var barátta fyrir þessu hvorttveggja. I yðar 70 ára baráttu fyrir hinu sama þjóðerni og sömu tungu var kirkja yðar sterkasta stoð. Þannig mun það einnig vera á íslandi. íslenzka þjóðkirkjan hef ir verið stoð og stytta þjóðarinn- ar á umliðnum öldum! íslenzka þjóðkirkjan hefir þann boðskap til þjóðarinnar, sem bezt getur varðveitt það, sem íslenzkt er og á að lifa. — Boðskapur Krists á einn máttinn til þess að gera þjóðina sanna og sterka. íslenzka þjóðin er ekki svo heillum horfin að hún viti ekki hvað til friðar heyrir. Eg trúi því, að hið unga lýðveldi á ís- landi skynji köllun sína, skeri upp herör til dáða og sæki fram til sigurs. Eg trúi því, að íslenzk verðmæti komi óskert út úr hreinsunareldi síðustu ára. Eg trúi því, að eilífa Ijósið, sem Guð gaf þjóðinni eigi enn eftir að lýsa henni um rétta stigu komandi tíma. * Mánudagsmorguninn 9. júlí s. 1. sigldi farþegaskipið “Esja” inn á Reykjavíkurhöfn með yfir 300 íslendinga, sem flestir voru innilokaðir í Danmörku á meðan á stríðinu stóð. Það er sagt, að í blæjalogni hafi “Esja” komið um morguninn á ytri höfnina út úr þokumistrinu og sólin glampað þá um leið á fánum skreytta skipið. Aldrei hefir annar eins mannfjöldi verið saman kominn á hafnarbakkanum í Reykjavík og þann morgun. Þjóðin var að fagna opnum örmum komu ís- lendinga heim til ættlandsins. Þannig breyðir Island einnig út faðminn mót vestri til yðar — Vestur-lslendingar. ísland vill blessa yðar vonir, áform og drauma! ísland sendir yður kveðjur og hvatningarorð sín á þessum degi í orðum séra Matthíasar og segir: Særi eg yður við sól og báru Særi eg yður við líf og æru yðar tungu (orð þótt yngist) aldrei gleyma í Vesturheimi Munið að skrifa megin stöfum mannavit og stórhug sannan Andans sigur er ævi stundar eilífa lifið. Farið heilir! Guð blessi yður og störf yðar í Vesturheimi. Pétur Sigurgeirsson, cand. theol. Nero var frægur harðstjóri, sem kvaldi þegna sína með því að spila á fiðlu. The Province of MANITOBA — OFFERS — VETERINARY SCHOLARSHIPS to young men from Manitoba farms. Applicants to possess a good livestock background and aptitude for veterinary practice. Permanent positions in rural areas for Graduate Veterinarians. For particulars write to D. L. CAMPBELL, Minisler of Agriculture and Immigralion, Legislaíive Building, Winnipeg.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.