Lögberg - 09.08.1945, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST, 1945
Dulin fortíð
“Þá fer eg til hennar,” sagði Miss Hope.
Hún opnaði hurðina og gekk inn. Hún gat
varla fyrst í stað kannast við þessa konu, sem
kraup þar með nábleikt andlit og brennandi
augu. Það var dauft ljós í herberginu, og það
var eitthvað vofulegt við þessa manneskju, sem
kraup þar, undir hvítri ábreiðu.
Jane Elster stóð upp, og starði með æðislegu
augnaráði á Miss Hope.
“Svo þú ert þá komin,” sagði hún í æstum
málróm. “Ó, Miss Hope, hvað hefi eg gert þér,
að þessi óhamingja þurfi að koma yfir mig?”
Hún leit æðislega út, svo Miss Hope reyndi
til að sefa hana, og lagði hendina á herðar
henni.
Mrs. Elster hristi hendina af sér, eins og
höggormur hefði snert hana.
“Snertu mig ekki!” hrópaði hún. “Eg vil ekki
heyra meira af þessu smjaðri þínu og falsi.
Eg hefi verið þér trú og hlýðin, eins og þræll,
og nú sérðu, hvernig þú hefir endurgoldið mér
það.”
“Þú getur þó ekki látið þér detta í hug, Mrs.
Elster, að eg hafi átt nokkurn þátt í dauða
sonar þíns?”
“Auðvitað hefurðu. Þó þú hafir ekki skotið
hann sjálf, þá hefur þú séð til að það yrði
gert.” '
“Nei, nei”, sagði Miss Hope; “þú mátt ekki
Háta þér neina slíka fjarstæðu til hugar koma.
Því hefði eg átt að gera það, eða viijað hon-
um nokkuð illt?”
“Af því hann vissi um leyndarmál þitt,” svar-
aði hún. Þegar Hope heýrði þetta, náfölnaði
hún, og gat varla staðið á fótunum.
“Hann þekkti leyndarmálið þitt, og þú hefur
tælt hann hingað, til þess að koma honum úr
veginum, svo öllu yrði haldið leyndu. Þú ert
ein af þessari djöfullegu höfðingjastétt, sem
meta mannslífið einskis í samanburði við hof-
móð sinn og stórt nafn.”
“Jane Elster, eg sver þér það, að eg vissi
ekki hið minsta um að sonur þinn var hér. Eg
er jafn saklaus af dauða hans, sem þú.”
“Eg trúi því ekki!” hvæsti Jane Elster alveg
hamslaus, “Það gat engum öðrum en þér verið
hagur í því, að hann væri drepinn.”
“Eg hefi engan hag af því,” sagði Miss Hope.
“Það er satt sem þú segir að hann hafði njósn-
að upp leyndarmál mitt, en eg hefi ekki gert
honum neitt illt fyrir það, þvert á móti hefi
eg borgað honum vel, til að þegja um það.”
“Það ert þú,” orgaði Jane í brjálæðisæsingu.
“Átti eg þetta skilið af þér; þú komst til mín
þegar þú hafðir orðið fyrir skömm og svívirð-
ingu, og eg hjálpaði þér. í tuttugu ár hefi eg
gert allt fyrir barnið, sem þú trúðir mér fyr-
ir; eg hefi verið honum sem móðir, og þetta
eru þakkimar fyrir það, sem eg hefi gert fyrir
þig. Eg hefi fóstrað og annast um barnið þitt,
en þú hefur drepið barnið mitt!”
Það heyrðist hreifing í hinu herberginu, og
Miss Hope var viss um, að þeir sem voru þar
inni hefðu heyrt hvað Jane sagði.
“Það er þýðingarlaust fyrir mig að segja
nokkuð Jane, eins lengi og þú hefur þessa
brjálæðis ímyndun í höfðinu, en þú munt kom-
ast að raun um hve rangt þú hefur fyrir þér.
Vegna þess hvað þú hefur verið mér trú, vil
eg fyrirgefa þér þetta. Ef eg gæti gert nokkuð
til að uppgötva hver hefur myrt son þinn,
vildi eg fegin gera það.”
Mrs. Elster hélt áfram að tala um hversu
mikið hún hefði gert fyrir Miss Hope, og svo
til endurgjalds, hefði hún drepið son sinn. Miss
Hope skalf af hrteðslu, er hún hugsaði til mann-
anna sem voru í hinu herberginu, og heyrðu
allt, sem Mrs. Elster sagði. Hún sá að það var
þýðingarlaust að vera þar lengur, því Mrs.
Elster tók engum sönsum.
“Eg skal koma aftur, Jane, þegar þú ert
rólegri, það er þýðingarlaust að tala við þig
núna,” sagði Miss Hope.
“Þú skalt ekki geta vilt mér sjónir! — Þú
vilt tala vingjarnlega við mig — þú vilt bjóða
mér meiri peninga, en eg vil hvorki þyggja
gull þitt né vináttu! Eg skal segja sannleik-
ann um það, hvers vegna að þú hefur drepið
son minn.”
Hún steig feti framar, eins og hún ætlaði að
ráðast á Miss Hope, en hún rak upp org, sem
heyrðist um allt húsið og féll meðvitundar-
laus á gólfið.
64. KAFLI.
Miss Hope opnaði hurðina og kallaði á hjálp.
Kona skógarvarðarins horfði með samhygð á
hið náföla andlit hennar.
“Eg bjóst við að það mundi enda svona,”
sagði hún, “eg varð alveg veik af að heyra til
hennar.”
“Þú verður að senda eftir lækni, hún hlýtur
að vera fjarska veik,” sagði Miss Hope.
Hún talaði í mildum og vingjarnlegum róm,
en henni duldist ekki, að konan leit óhýru
auga til hennar.
“Hún hefur heyrt allt,” hugsaði Hope. “Hver
verður endirinn á þessu öllu?”
Hún sá að lögreglumennirnir veittu sér nána
eftirtekt; og hrylti við hinu vinarlega brosi á
andliti Dupres.
“Blóðhundar á slóðinni,” hugsaði hún.
“Hvar er Mr. Elster?” spurði hún, og Ayrton
lögregluforingi gekk fram að dyrunum og opn-
aði hurðina til hálfs ðg kallaði á hann.
“Því fórstu út, Mr. Elster,” spurði hún, “varstu
ekki forvitinn að heyra ástæðuna fyrir því, að
hún vildi sjá mig?”
“Eg fór af því, að þú vildir vera ein hjá
móður minni, er þið töluðuð saman,” og leit
ásakandi til lögreglumannanna.
“Móðir þín hefur gert sér alvarlega ímynd-
un um dauða sonar síns, sem er líkleg til að
valda miklu illu, en mér var ómögulegt að
sannfæra hana. Eg verð að bíða með það, þang-
að til hún kemur til sjálfrar sín, eftir þetta
tilfelli. Þú þarft ekki að fylgja mér heim,
Verner; eg rata vel í gegnum skóginn ein-
sömul. Eg er viss um að Damer lávarður,
muni sjá um, að Mrs. Elster verði veitt öll
sú umönnun og hjálp, sem hún þarfnast. Farðu
til Avonleigh og sæktu lækni; eg skal senda
stúlku hingað, til að hjúkra henni.”
“Ertu ekki hrædd um að móðir mín muni
segja eitthvað, sem öðrum er ekki ætlað að
heyra? Heldur en slíkt gæti valdið þér óþæg-
inda, Miss Hope, vil eg heldur vera hér sjálf-
ur, og hlúa að henni.”
Hún leit þakklátum augum til hans.
“Þú ert ágætur maður,” sagði hún hrærð.
“Eg hefi heyrt, að það sé næstum því ómögu-
legt að stöðva sléttueld, og mér virðist að það
sé ekkert sem getur stöðvað rás viðburðanna.
Það verður fram að ganga, sem Guð vill. Mrs.
Elster heldur að eg sé sek um dauða sonar
hennar.”
“Eg held hún sé viti sínu fjær af sorg, ann-
ars mundi hún ekki tala svona um þig, sem
ert svo góð.”
Hún laut höfðinu að Verner, og hvíslaði:
“Mér er ekki um þessa tvo menn — þeir hafa
illt í huga; það er eitthvað í andliti franska
mannsins, sem eg er hrædd við.” *
Hann reyndi að hughreysta hana, en það
var til einskis. Þau skildu svo, að hann sá
engan vonarbjarma í andliti hennar.”
Hún hafði sagt að hún væri ek£i hrædd að
fara einsömul í gegnum skóginn, en nú sótti
að henni allslags hræðilegar hugsanir. Hún
myn,tist nú hinns hræðilega draums systur
sinnar, að á hverju laufi skógartrjánna var
með eldlegu letri, þessi orð:
“Leyndarmál lafði Damers.”
Var það hræðilega nú að, skella á — Hræðsl-
an við það, hafði í svo mörg ár hangið sem
svart ský yfir höfði hennar? Átti hennar elsk-
aða systir, sem hún hafði fórnfært öllu lífi
sínu fyrir, að verða nú marin sundur? Mikil-
lát og fögur eins og hún er, átti hún nú að
verða ógæfunni að bráð? Mundi maðurinn
hennar, sem elskaði hana svo heitt og bar
óbifanlegt traust til hennar, nú missa alla ást
og traust til hennar, mundu börnin, sem elsk-
uðu hana og virtu, skammast sín fyrir að kalla
hana móður sína?
.“Æ, Florence! elsku Florence! Eg gerði það
besta sem eg gat til að bjarga þér; kannske
að það hefði verið betra að þú hefðir dáið!
Elsku systir mín.”
Kyrð næturinnar ná sem þétt blæja yfir öllu
umhverfinu. Henni var mikill léttir í að geta
grátið í einverunni og kyrð næturinnar. Hún
heyrði ekki að fótatak einhvers var að færast
nær sér, eða að smá lim brotnuðu; hún hljóð-
aði upp, er hún fann að einhver lagði hendina
á herðar sér, og sagt var í hásum róm: “Stans-
aðu! Eg vil fá að tala við þig.” Hún stansaði, og
fyrir framan sig sá hún kvennmann í svartri
síðri kápu.
“Þú ert að koma frá húsinu, þar sem hann
liggur dauður?” sagði þessi ókunna kona. Miss
Hope gat ekkert sagt, en bara kinkaði höfði til
samþykkis.
“Veistu hver drap hann?”
“Nei,” svaraði hún.
“Þú færð bráðum að vita það. Fyrir tveim-
ur kvöldum stóð hann hér við hliðið, og var
að tala við fríða og skrautbúna konu. Hún
hafði gulbrúnt hár, og óvanalega frítt andlit.
Spurðu hana um hver drap hann.” Hún hló
hátt og háðslega og veik frá henni, “Spurðu
hana,” endurtók hún, og á næsta augnabliki
var hún horfin. Ef hún hefði ekki heyrt fóta-
takið fjarlægjast sig; hefði hún haldið að þetta
hefði bara verið draumur.
“Gulbrúnt hár, og yndislega frítt andlit. Það
var Florence. Ó, Guð minn! hvað meinar þefta?
Eg hélt hann hefði komið til Avonwold til að
sjá mig, en það hefur verið til að sjá hana.
Hvað sagði hún? Hver drap hann? Eg held
eg sé alveg að missa vitið.”
65. KAFLI.
Einn blíðan morgun stóðu báðir lögreglu-
mennirnir við hið svo margumrædda hlið, við
hrísskóginn. Þeir voru í mjög alvarlegri sam-.
ræðu og í andliti lögregluforingjans var ekki
einungis kvíði, heldur þjáningarsvipur. Dupre
var aftur á móti með sigurbros á andlitinu.
“Misgrip”, sagði hann með fyrirlitningu;
“þetta má ekki dragast, Ayrton, það eru engin
misgrip. Það dugar ekki að láta tilfinninguna
ráða í svona máli. Glæpurinn hefir verið fram-
inn, og sá seki verður að úttaka sína hegningu.
Það væri úti um alt réttlæti, ef kona, þó hún
sé fríð, getur sloppið við hegningu fyrir að
fremja glæp. Eg viðurkenni að hún er fríð —
sú fríðasta sem eg hefi nokkurn tíma séð.”
“Það er ekki einungis um hana sem eg er að
hugsa; Damers fjölskyldan á Avonwold hefur
verið einna best metin allra aðalsfólks hér í
landinu, kynslóð eftir kynslóð. Það meinar bara
dauðann fyrir Damer lávarð — hann elskar
hana svo heitt, og honum þykir svo mikið í
hana varið.”
Þessar mótbárur dugðu ekki; fransmaðurinn
setti á sig merkilegheita svip, og sagði:
“Þú hefur of miklar skáldagrillur í höfð-
inu, til að vera leynilögreglumaður. Væri hún
bara alþýðukona, mundir þú gera skyldu þína,
hiklaust án nokkrar samviskusemi.”
“Eg skal gera skyldu mína,” svaraði Ayrton,
og var þungt í huga, “en eg vildi eins vel
höggva hægri hendina af mér. Getur það virki-
lega verið, að við séum á rangri leið, og séum
að gera rangt?”
“Alls ekki. Það eina sem hélt mér til baka
í gær, var það, að eg gat ekki fundið ástæðu
fyrir morðinu; nú sé eg það, það er nú opið
fyrir augum mínum.”
“Ætlar þú að segja Damer lávarði frá því í
dag?”
“Já, undir eins. Þú sérð Ayrton, að afstaða
okkar er fjarska ólík; þú átt heima hérna í
nágrenninu; og þú getur farið þér eins hægt og
rólega, eins og þér sýnist. Eg verð að fara
það bráðasta til Scotlands til að hefja þar aðra
eftirgrenslun, svo hver klukkutími er 'mjög
þýðingarmikill fyrir mig. Eg er búinn að kom-
ast fyrir um þetta mál, og því ætti eg að
láta það dragast að gefa mína skýrslu? Með
því að vera hér lengur, get eg mist af tæki-
færi til að komast á rétta slóð í því máli, sem
bíður mín í Scotlandi, þetta er þá orðið ljóst,
að Miss Hope hefur átt son, og systir hennar,
lafði Damer hefur vitað um það. Hvort þessi
ungi maður, Robert Elster, hefur komist að
því, og ætlað að nota leyndarmál þeirra sér
til fjár, get eg ekki sagt um —' en eg ímynda
mér það. Það hefur sjaldan eða aldrei komið
fyrir að eg hefi misreiknað svona tilfelli.”
Hann stóð þar með sigurvegarans svip og
ánægju. Þeir gengu nú í gegnum^ linditrjáa
lundinn; þar stóðu sömu tréin, sem áður, er
lafði Damer kom sem brúður til Avonwold.
Dupre var í góðu skapi, og lék við hvern sinn
fingur, en Ayrton var í þungu skapi og sorg-
bitinn.
Þeir gengu saman inn í forsalinn.
“Það er ekki vert að dylja fólkið lengur
um það, í hvaða erindagjörðum að eg er hér,”
sagði Dupre; “það fá allir bráðlega að vita
um það, hvort eð er.”
Þeim var boðið inn í lestrarsla lávarðarins.
Mr. Dupre var órólegur og færði sig af ein-
um stól á annan, en Ayrton lögregluforingi
virtist að eiga í ströngu stríði við sjálfan sig.
“Eg get ekki,” hugsaði hann, “það er kannske
ómannlegt og ópraktískt, en eg get ekki horft
á það með köldu blóði, að sjá hana tekna til
fanga.”
Hann afsakaði sig og fór út úr stofunni, sem
snöggvast. Hann skrifaði með blýant á blað:
“Lafði Damer! Vinur þinn sendir þér þessa
aðvörun. Farðu undir eins burt frá Avonwold,
innan stundar verður það of seint.”
Hann setti þennan miða í umslag og er hann
mætti einni þjónustustúlkunni, rétti hann henni
bréfið og sagði:
“Eg hefi verið að gæta dyranna í dag, því
það er sem engin þjónanna sé á sínum stað.
Einhver ókunnugur kom með þetta bréf til
lafði Damer. Það á að skila því strax til henn-
ar, taktu við því, og það er best ao nefna ekki,
að eg hafi tekið á móti því, svo þú komir
engum þjónanna í vandræði.”
Stúlkan gerði eins og hann bað og fór strax
með bréfið til húsmóffur sinnar.
Lafði Damer opnaði það með skjálfandi
hendi.
“Hver kom með þetta bréf?” spurði hún.
“Einhver ókunnugur maður, og sagði að það
yrði að komast strax til þín.”
“Veistu ekki hver það var?” spurði hún
óþolinmóð.
“Nei, hann sagði bara að eg yrði að fara
strax með bréfið til þín.”
“Farðu strax burt frá Avonwold, innan stund-
ar verður það of seint —”.
“Hvaða vitleysa. Hver leyfir sér að skrifa
mér slíkt? Hvað þarf eg að óttast?”
Þegar hún gat farið að hugsa rólega, datt
henni í hug að tala við Miss Hope — Hope,
sem altaf hafði verið hennar traustur ráðu-
nautur. Hún hringdi klukkunni og spurði hvar
Miss Hope væri. Það var sagt að hún væri í
herbergi sínu.
“Segðu Miss Hope, að koma til mín, áður
en hún fer ofan; eg þarf að sjá hana.”
Lávarðinum var sagt að það væri einhver í
næstu stofu, sem vildi fá að tala við hann.
Honum hafði verið dálítið léttara í skapi um
morguninn. Hann hafði sagt konunni sinni að
hreifa sig ekki út úr herbergi sínu. Og Rose
hafði talað svo glaðlega og góðlátlega við hann,
að hann komst í gott skap, án þess að vita það.
“Það er sólmyrkvi hér yfir öllu hjá okkur,
pabbi,” sagði hún, “en þú veist, að sólin skín
helmingi fegurri, þegar hann er liðinn hjá.
Þannig verður það líka hjá okkur. Við getum
ekki lífgað þennan dauða mann, en við getum
séð um að móðir hans sé vel séð fyrir. Mamma
verður frísk aftur, og við skulum vera eins og
áður, og gleyma þessu leiðinlega tilfelli.”
“Já, megi guð gefa að svo verði,” sagði lá-
verðarurinn.
“Eg veit ekki til, að Avonwold hafi nokkurn-
tíma áður verið undir sólmyrkva, eins og þú
kallar það. Eg ann sólskini, Rose.”
“Það geri eg líka,” svaraði hún og hló sínum
skæra hlátri. \
Hurðinni var lokið upp, og þjónn kom inn
með þau skilaboð, að Mr. Dupre biði eftir
Damer lávarði í lestrarsalnum. Þegar hann
heyrði nafnið, kom óþolinmæðis svipur á andlit
hans.
“Eg skal strax koma þangað,” svaraði hann.
Þegar þau voru orðin tvö ein aftur, sagði
hann við dóttur sína:
“Elsku Rose mín, eg vildi óska að þessir
ömurlegu tímar væru liðnir hjá. Avonwold
verður aldrei aftur til mín, það sem það áður
var, sökum þessa morðs.”
Hún faðmaði föður sinn að sér, og leit framan
í hann.
“Þetta líður brátt hjá, pabbi, og svo fáum
við glaða sólskin aftur.”
“Bíddu eftir mér hérna, Rose, eg þarf að
biðja þig að hjálpa mér með að ljúka við
nokkur skjöl.”
Hann fór út úr stofunni, með bros á andlit-
inu. Þegar hann sá dóttur sína aftur, voru
varir hans saman pressaðar, hann brosti ekki
framar.
Þegar hann kom inn í lestrarsalinn, stóðu
báðir mennirnir upp. Lávarðurinn varð fyrst
starsýnt á hið alvarlega og sorgmædda andlit
Ayrtons lögregluforirigja.
“Góðan daginn,” sagði hann glaðlega, er hann
kom inn, eg vona að það sé ekkert ilt á ferð-
inni.”
“Við erum á réttri leið, lávarður,” sagði Mr.
Dupre, “við höfum áreiðanlega sönnun fyrir
því, hver framdi morðið.”
“Var það morð?” spurði lávarðurinn, “eg
vildi svo margfalt heldur að það hefði skeð,
sem slys eða óviljaverk.”
“Nei, það var ekki,” svaraði Dupre, alvar-
lega.
“Og þú hefir fundið út hver er sá seki?”
“Já,” svaraði leynilögreglumaðurinn, og
horfði stranglega á hann, “við höfum komist
að því hver myrti Robert Elster, og ástæðunni
til þess.”
“Það er löng saga, lávarður Damer,” sagði
Ayrton, sem lét nú fyrst til sín heyra.
“Eg ætla þá að setjast og hlusta á þá sögu”
sagði lávarðurinn.
Hann færði stól þangað sem lögreglumenn-
irnir voru, og settist. Það var dauða þögn í
nokkur augnablik.
66. KAFLI.
I
“Þú segist hafa uppgötvað hver sé morð-
inginn?” sagði lávarðurinn, “og ef svo er, hef-
urðu unnið fyrir hinum umsömdu launum.”
Hann lét ekki í ljósi neina löngun til að
heyra hver hann væri; það gat ekki verið
neinn, sem hann varðaði mikið um. Veiði-
þjófur eða skógarvörður, líklega.
Mr. Dupre, sagði í mildum og ísmeygilegum
róm.
“Mér þykir leiðinlegt, Damer lávarður, að
þurfa að segja þér, að sá seki tilheyrir þinni
fjölskyldu.”
“Því trúi eg ekki, eg þori að ábyrgjast allt
mitt þjónustufólk' eins og sjálfan mig — flest-
ir þjóna minna hafa verið hér svo lengi, að
þeira eru hafnir yfir alla grunsemd.”
Nú varð löng þögn, og lávarðurinn horfði
óþolinmóður á þá til skiftis.
“Ef þið hafið eitthvað slæmt að segja mér,
þá segið þið það án tafar.”
“Það er enginn af þjónunum, sem við höf-
um grun á, herra minn, afbrota manneskjan
stendur þér nær, og er þér kærari.”
“Gættu þín!” sagði lávarðurinn reiður, “þolin
mæði mín er ekki takmarkalaus, og málfrelsi
þitt hefir einnig sín takmörk.”