Lögberg - 09.08.1945, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST, 1945
7
gjj 1 1 ' l!!llll!!!l ' !l!l ....................
Canada og Bandaríkja menn áf
íslenzkum álofni, er fórnuðu lífi
í heimsátyrjöldinni frá 1939
....................................................................íiíuííííííi, ..aiiiiiiiiiiiii,l,ii;;J
F.O. Oscar G. Solmundson
Kveðjumál
Árla morguns, 3. apríl s. 1.,
í Reykjavík á íslandi, settust níu
ungir og vaskir flugliðsmenn frá
Canada í flugvél sína. Á vængj-
um morgunroðans sveif flugfar-
ið með þá upp í heiðbláa himin-
hvelfinguna og stefndi út yfir
lög og láð í áttina til Færeyja.
Að afloknu erindinu, sem var
kafbátaleit, átti ferðinni að vera
heitið aftur til Reykjavíkur.
Stundir liðu og dagurinn með,
og hvorki á öldum ljósvakans né
á vængjum kvöldroðans spurð-
ist til þessara ungu flugvíkinga.
Leitartilraunir voru ítarlegar,
en árangurslausar, dögum og
vikum saman. Að lokum sann-
aðist það að flugvélin og lið
hennar höfðu hrapað í sjó og
farist, sennilega af óvina völd-
um.
F.O. Oscar George Solmund-
son lét þannig líf sitt í þjónustu
lands vors og lýðs. Andvana lík
hans var fundið og tekið úr
sjó í námunda við Vestmanna-
eyjar, 5. maí s. 1., og samdægurs
veitt sjávargreftrun með til-
hlýðilegum heiðri og helgisið-
um. Viðeigandi athöfn var einnig
helguð minningu hans í heima-
högum 30. maí í kirkju lúterska
safnaðarins á Gimli, Man.
Oscar sál. var fæddur á Gimli,
3. desember 1912. Foreldrar hans,
Júlíus J. og Helga Jónatansdótt-
ir Sólmundson, eru bæði dáin.
Systkini hans á lífi eru: Mrs.
Lára Tergesen, Gimli; Franz,
skólastjóri í Matlock,'Man.; Mrs.
Guðný Peterson, Gimli og Lieut.
Bára, hjúkrunarkona í herþjón-
ustu um þessar mundir við
Debert, N.S. Oscar var þeirra
yngstur.
Oscar giftist 9. júlí 1935, og
gekk þá að eiga Helen dóttur
þeirra Mr. og Mrs. Helgi Ben-
son, sem lengi voru búsett á
Gimli, en nú um nokkur ár til
heimilis í Kildonan, B.C.. Helen
lifir mann sinn ásamt ungum
syni þeirra, Oscar Brian Barry,
að nafni.
Árið 1930 útskrifaðist Oscar
af kennaraskóla í Manitou, Man.,
og stundaði síðan skólakenslu í
tíu ár, lengst 'af á Gimli. Auk
venjulegra námsgreina kendi
hann nemendum sínum smíðar
og íþróttir. Hann var ekki við
eina fjölina feldur, því fjölhæf-
ur gáfumaður var hann bæði til
lærdóms og verklegra hand-
bragða. Hann var reglumaður o§
hugsjónaríkur, áhugasamur og
sífelt glaðlyndur, hugdjarfur,
þéttur á velli og einnig í lund.
í margþættu starfi og félagslífi
var hann heill • en ekki hálfur,
en lét afskiftalaust allt, sem ekki*
gat uppvakið hjá honum kapp-
saman áhuga.
Eftir að stríðið skall á síðari
hluta ársins 1939, var Oscar
fyrstur allra á Gimli til að bjóða
sig fram til herþjónustu. Hann
innritaðist í flugherinn en var
ekki kallaður til undirbúnings-
þjónustu fyr en að sumri. Að
loknu námi, stóðst hann próf
með beztu einkun og var settur
kennari í “airframe machanics”
í St. Thomas, Ont. Eftir margra
mánaða kenslustarf, sem hann
hafði rekið með trúmensku og
dugnaði, gerði hann sér í hugar-
lund að hann væri alls ekki á
réttri hillu. En fluglistin töfraði
hann svo að hann vildi þjóna
henni áfram í æfistarfi. í þeirri
list vildi hann fá tækifæri til að
fullkomna sig eftir því sem hon-
um frekast væri unt. Honum
auðnaðist að fá þessu breytt, og
tók þá námskeið í flugvélastjórn
á ýmsum stöðum. Við öll sín
próf stóð hann ætíð efstur eða
næst efstur á blaði, eða þegar
lakast lét þriðji í röð nemenda-
hópsins. Hann útskrifaðist með
verðlaun, sem Pilot Officer. Eft-
ir nokkra flugþjónustu var hann
útvalinn, sem efni í flugvéla-
kaftein, og sýndi sig ágætlega
færann til að stjórna stærstu
flugförum undir öllum hugsan-
legum kringumstæðum. Hann
var skipaður foringi yfir níu
manna fari, færður upp í Flying
Officer embætti, og sendur til
flugþjónustu á íslandi að áliðn-
um síðastliðnum vetri. Sú þjón-
usta reyndist stutt en ágæt, —
alt til dauðans
Jafnvel dauðinn, þótt hann sé
megnugur, getur ekki bundið
varanlegan endahnút á lífið. Né
heldur fær hann til lengdar aftr-
að hinum áhugaríka og giftu-
drjúga starfsmanni frá því að
öðlast dýrmæta uppfylling allra
sinna hjartfólgnustu vona og
dýrðlegan sigur á eilífu fullkomn
unarstigi.
Far þú, vinur, í fegurri heim;
krjúptu’ að fótum friðarboðans,
fljúðu’ á vængjum morgunroð-
ans
meira’ að starfa Guðs um geim.
B. A. Bjarnason.
Þannig eru Rússar
mi
Með þessu nafni er bók ný-
komin eftir Richard E. Lauter-
bach, fréttaritara blaðsins Time
í Chicago, sem verið hefir í
Moskva undanfarin ár. Bók þessi
er lýsing á Rússum og Rússlandi
eins og það er, og þeir og at-
hafnir þeirra, komu honum fyrir
sjónir. Einnig er í henni gjörð
all-hörð árás á bak Williams L.
Whites “Report on the Russi-
ans”, sem kom út nú fyrir
skömmu, og þótti góð. Eftirfar-
andi kafli er hér tekinn upp eft-
ir blaðinu Time.
Hversvegna sigruðu Rússar?
Hvar, sem eg kom á ferð
minni, segir Lauterbach, hvort
heldur það var í eyðilögðu og
mannlausa bæi, sem frelsaðir
höfðu verið úr höndum óvin-
anna, í iðnaðarborgir þar, sem
allt var í uppgangi og á ferð og
flugi, á vígstöðvarnar, eða hinu-
megin við Úralfjöllin var eg að
leita eftir skynsamlegu svari upp
á þessa sömu spurntngu: Hvers
vegna sigruðu Rússar?
Það er annars ekkert eitt orð,
sem getur gefið eða geimir svar
upp á spurninguna. Sumt af
svörunum má lesa út úr hinni
gjörhugsuðu lýsingu höf. af
Stalin, sem hann komst að raun
um að nýtur alþjóðarvirðingar,
er gengur tilbeiðslu næsf. Á
Zhukov herforingjanum ágæta,
sem Stalin nefndi George B.
McClellan sinn, sem alltaf hefði
heimtað fleiri og fleiri menn,
fleiri og fleiri fallbyssur, meiri
skotfeeri og fleiri flugvélar, en
,var ólíkur McClellan í því, að
hann hafði aldrei tapáð í orustu,
og jarphærði fluggarpinum
Sasha Pokryshkin, sem sagður
var að hafa skotið niður 75 flug-
vélar fjandmannanna.
Hið leynda sigurafl Rússanna,
kemur mjög skýrt í ljós í lýsingu
Lauterbachs á vörubílstjóranum
Ivan Boiko og konu hans Alex-
andríu, sem var 26 ára að aldri.
Þessum ungu hjónum grædd-
ist nokkurt fé á yfirtímavinnu,
fyrir þá peninga keyptu þau
“Tank” landdreka vígbúinn og
með ótal krókaleiðum tókst þeim
að fá leyfi til þess að fara með
hann á vígstöðvarnar, og taka
þátt í bardaganum gegn Þjóð-
verjum. Þessi hjón ein, eyði-
lögðu fimm landdreka fyrir Naz-
istum, tvær fallbyssur, tóku
marga flutningavagna og eyði-
lögðu með öllu eitt vélbyssu-
hreiður, það er vélbyssurnar og
þá, sem þeim stýrðu. Sigurmátt-
ur Rússa lá í einbeitni verka-
fólksins og hermannanna, ásamt
snildarlegri framsýn herforingj-
anna, og óþreytandi staðfestu
vísindamanna þjóðarinnar.
“Veistu það,” spurði prófessor
einn í efnafræði Lauterbach, “að
árið 1944 veitti stjórn Rússlands
44 biljónir rúbla, (2,600 miljónir
dollara), til sérstakra efnafræði-
legra rannsókna?”
Aðal þungamiðjan í sigursæld
Rússa, heldur Lauterbach að haif
stafað frá Kommúnistaflokks-
mönnunum sjálfum, frá skipu-
lagningu þeirra, sem hafi verið
aflið er allt tengdi saman og
náði út til yztu takmarka allra
þeirra athafna.
“Þeir voru alsstaðar,” segir
hann, “lengst úti í skógum, til
þess að mynda þar mótstöðu-
flokka. í Síberíu til þess að eggja
og örfa iðnaðar framleiðslu á
félagsbúgörðunum, í prentsmiðj-
unum, við útvörpin, á meðal
herfylkjanna og í leikhúsunum.”
Einræði eða heilbrigð skynsemi?
í sambandi við einræðisand-
ann bendir hann á að þó Bud-
enny marskálkur hafi ekki getað
séð við brögðum Þjóðverja í
byrjun stríðsins, þá hafi hann
ekki verið hálshöggvinn, eða
hengdur, og að ekkert hefði kom-
ið fyrir Shastakovich, þó hann
hafi svo móðgað Stalin, með leik
sínum, Lady Mac Beth frá Mets-
ensk, að hann hafi gengið í burt
og að enn sé Lavochkin flug-
vélameistari við líði, þó hann
ekki tæki bendingar Stalins til
greina, en samt tekur hann fram,
að ekki verði hjá því komist, að
einræðisandinn, sem William L.
White talar um í bók sinni og
sem honum fanst umkringja sig
frá öllum hliðum eins og fang-
elsismúrveggir, leiki þar, og
leggi um mann. Mismunurinn á
aðstöðu þessara tveggja manna
er sá, að andi sá var ekki eins
óþolandi fyrir Lauterbach, eins
og White og að Lauterbach var
nógu frjálslyndur til að viður-
kenna rétt Rússa til þess að lifa
lffi sínu eins og þeir töldu heppi-
legast, og þarfir þeirra kröfð-
ust.
I verksmiðju einni þar sem
dráttarvélar voru búnar til, átti
Lauterbach tal við aldraða konu
hvíta fyrir hærum, og sagði hún
honum eftirfylgjandi:
“Ef fólk er einni mínútu of
seint í vinnu er helmingur brauð
skamtar þess, sem því ber fyr-
ir mánuð, tekinn af því. Ef það
er 15 mínútum of seint er einn
fjórði af mánaðarkaupi þess tek-
inn, en ef það kemur ekki í
vinnu í heilan dag.” hér ypti
gamla konan öxlum með ögr-
andi látbragði. “Já, þá versnar
það, en það er réttlátt.’’ Hún tók
og fram að verkafólkið sjálft
réði þessum dómsákvæðum og
framfylgdi þeim. Bölsýnir menn
líta ef til vill á þetta, sem óreiðu--
tal, aldraðrar konur, eða upp-
tuggu úr ritstjórnargreinum
blaðsins Pravda, en ef menn
hugsa um Stalingrad og hvernig
að verkafólkið rússneska stöðv-
aði Þjóðverja, og tímann til
frekari undirbúnings, þá verða
orð gömlu konunnar alvarlegri
og taka á sig heilbrigðari hugs-
ana hreim.
Er sjálfræðið sæla?
Hvar, sem maður fer um á
RÚsslandi, segir Lauterbach,
verður maður var Bandaríkja
áhrifa og ummerkja. Rússar dást
að Bandaríkjaflugvélunum og
Bandaríkja skónum og undrast
yfir því hvernig að við getum
haldið úti her manna og líka
haft forða til þess að senda í allar
áttir til samherja okkar og sum-
ir þeirra óska ef til vill að þeir
ættu yfir slíkum efnum að
ráða, en langflestir af Rússum
hvað svo sem umheimurinn held
ur, eða segir, dvelja ánægðir,
við kommúnismann, einræðið og
Stalin.
“Eg hefi lifað allan minn ald-
ur undir soviet stjórn,” sagði
stúlka er nýkomin var frá Rúss-
landi til Bandaríkjanna, við
Lauterbach, þegar hann kom
til U. S. “Það hefir oft verið
ýmislegt, sem' mig langar til að
tala um5 en eg gat ekki gjört
það, og eg vissi ekki af hverju
að eg gat það ekki. Þú talar um
málfrelsi. Hér má maður segja
hvað svo, sem maður vill. En,
gjörir það" mann virkilega sæl-
ann?”
Þeirri spurningú lætur Lauter-
bach ósvarað. J. J. B.
Prófessor, dómari og
tónsnillingur
í hergagnaframleiðslu
M!
Það eru ekki aðeins þúsundir
af iðnfræðingum og vélfræðing-
um, sem á undanförnum styrj-
aldarárum hafa horfið frá borg-
aralegu starfi sínu til þess að
vinna að hergagnaframleiðsl-
unni í Bandaríkjunum, heldur
og aðrir, sem áður gegndu fjar-
skyldari störfum. Kaupsýslu
menn víðsvegar um Bandarikin
unnu að nokkru leyti, eða í auka-
vinnu hjá hergagnaverksmiðjun-
um, — starfsmenn ríkis og bæja
störfuðu einnig í tómstundum
sínum að hergagnaframleiðslu og
öðru, í þágu ófriðarins, og unnu
í ársleyfum sínum í verksmijð
um sem framleiða flugvélar, fall-
byssur og skriðdreka.
Á Kyrrahafsströndinni, þar
sem mest kvað að skipasmíðum
og flugvélaframleiðslu réðust
fjölmargir embættismenn og
listamenn í verksmiðjurnar.
Skamt frá San Francisco vann
einn af prófessorum California-
háskólans í skipasmíðastöð þrjá
daga vikunnar, en kenndi í há
skólanum hina þrjá. En í tóm-
stundunum vann hann í kálgarði
sínum að ræktun grænmetis
handa heimilinu. Þessi maður er
John J. Von Nostrand og er
prófessor í fornaldarsögu: “Mér
virðist kennsla í fornaldarsögu
gera svo lítið gagn fyrii styrj-
aldarstarf Bandaríkjaþjóðarinn-
ar, svo að eg afréð að fara að
vinna þar, sem starf mitt kæmi
að meira gagni”, sagði hann.
Van Nostrand er sextugur og
hefir ekki komið nærri iðnaði síð
an hann byrjaði kennslu, árið
1913. En nú hefir hann unnið
á annað ár, og vinnur þar alla
daga yfir sumarið þegar kennslu-
leyfi er í háskólanum. Hann er
logsuðumaður.
“Eg hefði ekki viljað sitja af
mér þetta tækifæri,” segir hann.
“Karlmennirnir og konurnar,
sem eg vinn með, eru öll lærð
í iðninni og ganga af alhug að
því að smíða skip til að sigra
óvinina. Mér þykir sómi að því
að hafa byrjað þarna sem lær-
ii-ngur og nú er eg orðinn út-
lærður logsuðumaður. í starfi
mínu hefi eg rekið mig á fjölda
menntafólks, sem stundar sömu
vinnu og eg.”
Dr. Van Nostrand er fæddur í
Bandaríkjunum af hollenskum
foreldrum. Hann hefir tekið lær-
dómspróf við þrjá háskóla. Nokk-
ur kvöld í viku var hann á nám-
skeiði í’ skipasmíðum. En kál-
garðurinn hans er hluti af garða
hverfi, sem kennaralið Californiu
háskólans hefir tekið að sér að
rækta.
Hæstaréttardómari
og trésmiður.
Á öðrum stað á vesturströnd-
inni er stundum hægt að hitta
William J. Millard hæstaréttar-
dómara frá Washington-ríki.
Undir eins og réttarfríið byrjar
gerist hann trésmiður í einni
skipasmíðastöðinni. Þessi frægi
lögfræðingur gengur þá bara
undir nafninu Bill Millard og er
hjálpartrésmiður og meðlimur
trésmíðafélagsins. Hann þykist
hafa fullkomnar ástæður til að
hjálpa til við styrjarldarfram-
leiðsluna.
“Sonur minn er í herflota
Bandaríkjanna, og um hálf tylft
af frændum mínum er í Banda-
ríkjahernum í öðrum heimsálf-
um. Þetta er það minnsta sem
eg get gert þann tíma ársins, sem
eg á sjálfur.”
Millard hæstaréttardómari er
fæddur í Miðríkjunum og tók
lagapróf frá háskólanum í
Georgetown í Washington. Með-
an hann var að námi vann hann
meðal annars fyrir sér við járn-
brautarlagningu, við vélahreins-
un og sem skrifari. Hann er tvö-
faldur heiðursdoktor í lögum.
“Þegar eg gerðist aðstoðartré-
smiður fann eg hverskonar andi
það er, sem knýr fólk til að starfa
að sigrinum og sá hvernig á hin
um undraverðu afrekum þjóðar-
innar stendur. Eg skil að enginn
óvinur getur staðist hinn óvinn-
andi sigurvilja þjóðarinnar.
Þegar “fríið” er búið sest Mill-
ard dómari í dómarasætið aftur.
En ef skipasmíðastöðin þarf á
mér að halda get eg unnið á tré-
smíðaverkstæðinu á kvöldin. Það
er nauðsynlegt að haldá uppi lög
urr? í Washington fylki, en hitt
er þó líka nauðsynlegt, að Banda
ríkin geti komið á lögum og
reglu í heiminum.”
Hlj ómsveitarstj óri
við vélabandið.
Sunnarlega á Kyrrahafsströnd
inni, eigi langt frá kvikmynda-
höfuðborginni Hollywood hefir
stjórnandi symfoniusveitar gerst
starfsmaður í flugvélasmiðju.
Þetta er Werner Janssen, sem
hefir grætt þúsundir dollara fyr-
ir að stjórna hljómsveitum á tón-
leikum, í útvarpi og í kvikmynd-
um, og hefir mjög skiljanlega
ástæðu til þess að vilja láta í
ljósi persónulega skoðun sína á
styrjöldinni. Fyrir níu árum
stjórnaði hann Filharmonisku
hljómsveitinni í Berlín, sem gest-
ur, en var neitað um að halda
því áfram, vegna þess að hann
skoraðist undan að strika III.
symfoniu Felixar Mendelsohns
út af skránni, en Adolf Hitler
krafðist þess. Nú hefnir hann
þess með því að setja saman
flugvélar í smiðjum Douglas
Aircraft Co., fyrir lágt tímakaup.
Hann vinnur frá kl. 4 síðdegis og
fram yfir miðnætti. “Eg ætla að
starfa að þessu þangað til stríð-
ið er búið, til þess að leggja
ofurlítinn skerf í sprengjuflug-
vélarnar, sem sjálpa sameinuðu
þjóðunum til að sigra ó^inina,”
segir hann.
Sonur Janssens er orustuflug-
maður.
Fálkinn.
0 eiHu PH€T€ < < < < < < < < < < < < < < <
C. B. JOHNSON < < < < <
Porirait and Phoio Finishing < < < < < < <
Innköllunarmenn LÖG8ERGS
Amaranth. Man. B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak. B. S. Thorvarðson
Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man &1. Einarsson
Baldur. Man O. Anderson
Bantry, N. Dak Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash. Árni Símonarson
Blaine, Wash Árni Símonarson
Cavalier, N. Dak. B. S. Thorvarðson
Cypress River, Man. .... O. Andérson
Dafoe, Sask.
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask. .... Mrs. J. H. Goodman
Garðar, N. Dak Páll B. Olafson
Gerald, Sask C. Paulson
Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man. O. N. Kárdal
Glenboro, Man V O. Anderson
Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson
Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man O. N. Kárdal
Ivanhoe. Minn Miss P. Bárdal
Langruth. Man. John Valdimarson
Leslie, Sask Jón Ólafsson
Kandahar, Sask.
Lundar. Man. Dan. Lindal
Minneota, Minn. Miss P. Bárdal
Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson
Mozart, Sask
Otto. Man Dan. Lindal
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Reykjavík, Man v. Árni Paulson
Riverton, Man ..... K. N. S. Friðíinnsön
Seattle. Wash J. J. Middal
Selkirk. Man S. W. Nordal
Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson
Upham, N. Dak. Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal
Wynyard, Sask.