Lögberg - 09.08.1945, Síða 8

Lögberg - 09.08.1945, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST, 1945 Or borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lútefska safnaðar í Winnipeg, Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave., Mrs. E. S. Felsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. • Prófessor Ásmundur Guð- mundsson kom heim til sín úr Ameríkuferð sinni á föstudag- inn var, 3. ágúst. Þann sama dag sendi hann séra V. J. Eylands símskeyti á þessa leið: “Kærar kveðjur til ykkar allra.” Gefið í byggingarsjóð Bandalags Lúterskra Kvenna Mrs. H. B. Johnson, Blaine, Wash. $100.00, $50.00 í minningu um eiginmann hennar, Halldór B. Johnson, dáinn 11. des. 1943 og $25 gefið fyrir “hospital equipment” í minningu um Elizabet og Jóft Sigurðsson, bæði dáin 1940. Einnig $25.00 gefið í minningarsjóð Bandalagsins, og kvittað fyrir á öðrum stað. Meðtekið með samúð og þakk- læti. Hólmfríður Danielson, 869 Garfield St. Wpg. • Gefið í minningarsjóð Bandalags Lúterskra Kvenna Mr. og Mrs. E. E. Einarsson, Gimli $25.00, í minningu um ást- kæran son, P.O. Sigurjón Einars- son, fallinn nálægt Bulin 30. jan. 1944. Mr. og Mrs. Thordur Thord- arson, Gimli $100.00, í mmningu um 25 ára góða samvinnu með Dr. B. J. Brandson í Betelnefnd- inni. Djáknanefnd Gimli safnað- ar $20.00, í minningu um her- menn frá Gimli og grendinm, fallna í stríðinu. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. Leiðrétting: í síðasta gjafalista hafði eitt nafn misprentast. Gjöf Mrs. H. B. Johnson, Blaine, er gefin í minn- ingu um P.O. Sigurjón Einars- son og Pt. Allan V. Benedikt- son. A M. • , Föstudaginn 27. júlí, voru gef- in saman í Concordakirkju af Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Guðsþjónusta á íslenzku, sunnudagskvöldið 12. ágúst kl. 7. Allir velkomnir. Prestakall Norður Nýja íslands 12. ágúst—Hnausa, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. Víðir, messa kl. 8.30 e. h. 19. ágúst—Geysir, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. Messur við Churchbridge í ágústmánuði. Þann 5. í Concordia. í Hóla- skóla þann 12. kl. 2 e. h. Þann 19. í Concordia. Þann 26. í Lög- bergi kl. 2 e. h. S. S. C. séra S. S. Christopherson, þau William Frederic Rupert og Edith Olive Johnson. Brúðurin gr dóttir John B. Johnson og konu hans Rósu, við Church- bridge. Brúðguminn er frá Saltcoats. Veizla hófst í samkomuhúsi safnaðarins að lokinni hjóna- vígslu. Veður var blítt, og menn skemtu sér vel með hinum ungu hjónum, og árnuðu þeim allrar blessunar. • Dr. Jón Árnason frá Seattle, Wash., var staddur í borginni í fyrri viku; hann kom austan frá Cambridge, Mass., og hafði dval- ið þar nokkrar vikur við Harvard háskólann. • Síðastliðinn sunnudagsmorgun komu til borgarinnar frá Wash- ington. D.C., frú Kristrún Sig- mundsson, systir Sveins Odd- sonar prentara, ungfrú Anna Vopni frá Árborg, ungfrú Auð- ur Jónsdóttir frá Stykkishólmi, og ungfrú Svala Waage frá T Nú Fáanlegt LAN Til Húsa og Jarða-bóta Lán til bænda, sem nemur alt að $3.000 er nú til reiðu hjá öllum útibúum Royal Bank of Canada, samkvæmt hinum nýju húsa- og jarðabóta-lögum. 1. TIL PESS AÐ KAUPA EÐA BÆTA BCFÉ, gegn veði í þeim búfjár-stofni. — 2. TIL KAUPA A JARÐYRKJU-VERKFÆRUM, gegn veði í slíkum verkfrum. 3. TIL KAUPA A ALLSKONAK BCNAÐAR GÖGNUM, gegn veði þeirra búnaðargagna. 4. TIL RAFLEIÐSLU KAUPA FRÁ SVEITA RAF- LEIÐSLU KERFINU, gegn veði í því rafleiðslu kerfi. 5. TIL VATNSVEITU OG FRA MRÁSAR-SKURnA og annara þarflegra búnaðarfyrirlækja, gegn veði, I bún- aðar-áhöldum og amboðum. 6. TIL BYGGINGA, VIÐGERÐA, VIÐAUKA EDA END- URBÓTA BÝLA OG CTIHCSA, gegn veði i búnaðar- áhöldum. Peningaleiga—5% einföld peningaleiga ENDURBORGUN með þægilegum gjaldfresti á einu eða fleiri árum, miðað við upphæð lánsins og þeirra þarfa, sem það var notað til. Frekari upplýsingar fást hjá forstjórum allra vorra útibúa. THE ROYAL BANK OFCANADA Reykjavík; þær voru allar á ís- lendingadeginum á Gimli. • Þann 23. júlí síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband í Stokkhólmi, Björn Björnson blaðamaður og Bridget Jakobs- son; brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. Gunnar B. Björnson í Minneapolis; faðir brúðarinnar er sænskur en móðirin af írsk- um uppruna. Hr. Jakobsson er fulltrúi Svíþjóðar í Alþjóðabank anum í Basel á Svisslandi. • Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband hér í borginni af séra Philip M. Péturs syni, þau Davíð bóksali Björns- son og Rósa Magnússon kenslu- kona; framtíðarheimili þeirra verður í þessari borg. • Næsti fundur stúkunnar “Skuld” verður haldinn í Good- templara húsinu á mánudags- kvöldið þann 13. þ. m., kl. 8. • Meðtekið í Hermannásjóð Jóns Sigurðssonar félagsins I.O.D.E. Mrs. A. Buhr, Winnipeg $1.00. A Friend, Winnipeg $10.00. Með innilegu þakklæti. J. Gillies, féhirðir. • Meðal þeirra mörgu gesta, er vér hittum á íslendingadeginum á Gimli, voru Árni Gíslason dóm- ari og frú frá New Ulm, Minn., prófessor Th. Thordarson frá Fargo, og Dr. Benedikt Björns- son, einnig frá Fargo. Hr. Hjalti Pálsson, sem stund- ar um þessar mundir nám í vélaverkfræði við landbúnaðar- hóskólann í Fargo, N.-Dak., var einn í hópi þúsunda, sem sóttu Islendingadaginn á Gimli. Hjalti er sonur Páls Soffaníussonar. 1. þingmanns Norður-Múlasýslu. • Mr. Sigurður Sigfússon óðals- bóndi frá Oak View, var meðal þeirra, er sóttu Islendingadag- inn á Gimli. • Dr. Eggert Steinþórsson frá New York, hefir dvalið hér í borginni í vikutíma. • Hið prýðilega ávarp séra V. J. Eylands, er hann flutti á Islend- ingadeginum á Gimli, verður að bíða næsta blaðs, vegna rúm- leysis. Freklega fjögur Þusund manns sóttu islendinga- daginn á Gimli (Frh. af bls. 1) peg, undir leiðsögn Sigurbjörns Sigurðssonar, setti ánægjulegan svip á hátíðahaldið með aðstoð þeirra Péturs Magnúss sólósöngv ara og Gunnars Erlendssonar píanista; einkum sungust lögin “ísland ögrum skorið”, eftir Sig- valda Kaldalóns, og “Þó að kali heitur hver”, eftir Sigfús Einars- son, með afbrigðum vel. Menntamálaráðherra Mani- toba stjórnarinnar, Mr. Dryden, Nýtízku tannlækningastofa Leitið ekki langt yfir skammt; allar teg- undir tannaðgerða afgreiddar hér fljótt og vel. * DR. A. INGIMUNDSON tannlœknir GIMLI, MANITOBA Bestu árnaðaróskir frá Bros. Bedding & Upholstering Verkstæðinu Við erum sérfræðingar í að yfirdekkja legubekki og endur- nýja undir- og yfirsængur. — Nýjir húsmunir og nýjar undir og yfirsængur búnar til samkvæmt ákvæðum eigenda Fljót afgreiðsla. Ábyggilegt verk. Sanngjarnt verð. PHONE 53 368 921 MAIN STREET WINNIPEG, MAN. This series of advertisements is taken from the booklet “Back to Civil Life,” published by and available on request to the Department of Veterans’ Affairs, Commercial Building, Winnipeg. Clip and . file for reference. NO. 2 — PERSONAL EQUIPMENT Personnel will be permitted to keep their uniform and personal necessaries. Rifles, respirators and equipment will not be kept. CLOTHING ALLOWANCE All ranks retired or discharged subsequent to August 1, 1944, will receive a clothing allowance of $100.00 to help purchase civilian clothing. This allowance is not payable if retirement or discharge is for reason of misconduct. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD 125 flutti ágætt ávarp fyrir hönd ráðuneytisins, en það, sem svip- merkti hátíðina öllu öðru frem- ur, var hinn dásamlegi söngur frú Maríu Markan Östlund, á- samt hinni tígulegu framkomu hennðr; hún söng mörg lög við vaxandi hrifningu, er náði há- marki í meðferð hennar á hinu dýrðlega lagi “Faðir vor”. Þar sannaðist ábyggilega hið forn- kveðna. að það gengur til hjart- ans, sem frá hjartanu kemur. Miss Snjólaug Sigurðsson var við hljóðfærið. Um kvöldið fór fram almenn- ings söngur í skemtigarðinum, og vakti tvísöngur þeirra frú Maríu Markan Östlund og Mr. Paul Bardal fylkisþingmanns, geisihrifningu meðal hins mikla mannfjölda. • Venju samkvæmt, lagði Fjall- konan blómsveig á leiði íslenzka frumherjanna, er grundvöll lögðu að íslenzku nýbyggðunum í þessari álfu. Seinnipart dags, höfðu þau Mr. og Mrs. G. F. Jónasson margt manna í kaffidrykkju í hinum veglega sumarbústað sínum á Gimli. Margir þeirra, er Islendinga- daginn sóttu, komu þangað um óravegu; þar hittum við fólk frá Houston, Texas, New Ulm, Minnesota, Fargo, New York og úr óteljandi áttum víðar að. Frá þjóðræknislegu sjónarmiði séð, mátti hinn nýafstaðni ís- lendingadagur á Gimli teljast til stórhátíða; þar voru allir eitt. Flugfargjaldið . . . (Frh. af bls. 5) hefi sérstaka ánægju af að hitta þig, því það var einmitt Morgun- blaðið og Valtýr Stefánsson rit - stjóri, sem sýndi mér mesta vin- semd og veitti mér mesta aðstoð og skilning, er eg var í Reykja- vík. Það var ekki að tala um að skilja við mig fyrr en búið var að koma mér fyrir í besta her- berginu í Hótel Borg og að- stoða mig á annan hátt,” sagði Solberg við mig. “Og r.ú vona eg að þess verði ekki langt að bíða að eg fái tækifæri til að sjá kunningja mína á íslandi aftur, því eg hefi ákveðið að stýra sjálfur fyrstu flugvélinni, sem fer í Evrópu- flug frá okkur, ef félagi okkar verður veitt flugleyfið.” Solberg hefir gert ráðstafanir til að festa kaup á farþegaflug- vélum, sem verða bæði öruggar og hraðskreiðar. * Við íslendingar megum vera Thor Solberg þakklátir fyrir það brautryðjendastarf, sem hann hefir unnið í þágu flugmálanna á norðurhveli jarðar. Það voru ekki margir, sem trúðu honum í fyrstu, frekar en öðrum, sem héldu norðurleiðinni fram. Solberg hefir eytt fé sínu og 20 ára starfi fyrir þetta áhuga- mál sitt og er nú fyrst að sjá ávöxt strits síns. • Mbl. 29. maí. Minniát BETEL í erfðaskrám yðar Ambassador Beauty Salon Nýtízka snyrtistofa Allar tegundir af Permanents íslenzka töluð á st. 257 Kennedy' St. sunnan Portage Sími 92 716 S. H. JOHNSON, eigandi MOST SUITS-COATS DRESSES “CELLOTONE” CLEANED 72c CASH AND CARRY FOR DRIVER PHONE 37 261 PERTH'S 888 SARGENT AVE. HOME CARPET CLEANERS 603 WALL ST., WINNIPEG Við hreinsum gólfteppi yðar svo þau Itta út eins og þegar þau voru ný. — Ná aftur tétt- leika sínum og áferCarprýði. — Við gerum við Austurlánda- gðlfteppi á fullkomnasta hátt. Vörur viðskiptamanna trygð- ar að fullu. — Abyggilegt verk. Greið viðskiptl. PHONE 33 955 Ný ljóðabók ý-M- Nokkur eintök af “Sólheimum”, ljóðabók, sem ísafoldar- prentsmiðja gaf út eftir Einar P. Jónsson rétt fyrir síðustu jól er nú komin hingað vestur. — Bókin hefir hlotið góða blaðadóma á íslandi; hún er prentuð á ágætan pappír og kostar í bandi $5.00, póstfrítt. ♦-M- Pantanir ásamt andvirði, sendist til Grettis L. Johannsonar, 910 Palmerston Ave., Winnipeg.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.