Lögberg - 23.08.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.08.1945, Blaðsíða 1
PHONE 21374 „»>**** &* S A a'ld Complete Cleaning Institution 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1945 Cieanng Institution NÚMER 34 IIII!!IIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!II!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!!IIIIIIIIIIIIIIUIIIII!I1IIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIH!IIIIIIUIIII!II!IIIIIIIIIIIIIIUIIIIII!II>IIIIIIIIIIIIUIIIUIII!!!I!!IIIIIIIIIIIIIIIUIIII!I!!!III!IIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII f rá fjallatindum til fiskimida lll!l!l!!!IIIIIUIIIIIIIinil!l!lllll!IIIIIIIIUIH!lllllllllllll!!llllll!inilll!l!IIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIUIIIIIIII!!IIIIIIIIIIIIUttlllU!ll!ll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllll!lll!lllllll!!llllll!l!llll!l!!lll!lll Vopnahlés ráðstafanir fá byr í segl Síðastliðinn sunnudag kom sendinefnd japönsku stjórnar- valdanna til Manila til þess að semja við forustumenn Banda- ríkjahersins um vopnahlé og upp gjafarskilmála; alls voru í sendinefndinni 16 Japanir, flest yfirforingjar í uppgjafarhernum; Komu þeir til ráðstefnunnar 1 tveimur hernaðarflugvélum og mátti svo að orði kveða að taf- arlaust væri tekið til starfa; ráð- stefnan var haldin í aðalherbúð- um General McArthurs, en sjálf- ur fékk hann eigi komið því við að vera persónulega viðstaddur; japanska sendisveitin hvarf heim leiðis á mánudagskvöld; víst þykir, að fullnaðarráðstafanir hafi verið teknar um það, hvar og hvenær ameríska setuliðið myndi lenda í Japan til þess að ganga frá hernámi landsins, og verður sá herafli undir presónu- legri forustu General McArthurs; staðhæft er að uppgjafarskilmál- arnir verði formlega undirskrif- aðir um borð í ameríska beiti- skipinu Missouri, en skip það ber nafn ríkisins, sem Truman forseti er fæddur í, og fylgir það sögu, að staðfesting uppgjafar- innar af hálfu Japana, muni fara fram í Tokyo-flóanum. Svo að segja á hverjum ein- asta og einum orustuvettvangi, hafa Japanir lagt niður vopn, eða eru í þann veginn að gera það. Stríðinu milli Japana og Kín- verja, sem staðið hefir yfir í fjórtán ár, er að kalla má lokið, og frá Moskvu er símað á mánu- dagsmorguninn, að mótspyrna Japana í Manchuríu, sé í þann veginn að fjara út; hafa Rússar þegar á valdi sínu fjórar stærstu borgir landsins, og eru komnir vel á veg með afvopnun 750,000 japanskra hermanna þar um slóð- ir. Japanska hervaldið er hrunið til grunna, og draumar þjóðar- innar um Asíustórveldið að engu orðinn. Orótt innan brjósts Þegar brezka þingið kom sam- an í vikunni, sem leið, flutti leið- togi stjórnarandstæðinga, Mr. Churchill, all-langa ræðu, þar sem hann fór ekki dult með það, að sér væri órótt innanbrjósts vegna útbreiðslu og áhrifa komm únismans í ýmsum þjóðlöndum Norðurálfunnar, og þá einkum á Balkanskaganum; kvaðst Mr. Churchill sjá fram á þá hættu, sem af því stafaði, ef komið yrði á fót í löndum þessum einræðis- stjórnum, hvort heldur þær gengi undir kommúnistamerki, eða bæri eitthvert annað nafn, því einræði hefði ávalt eitt og sama markmið. Vel fórust Mr. Chucrhill orð í garð Stalins, að alt sem hann segði, stæði jafnan eins og stafur á bók. Hinn nýi fbrsætisráðherra, Mr. Clement Attlee, taldi Mr. Churc- hill óþarflega myrksýnan varð- andi viðhorf hinna ýmissu Norð- urálfuþjóða. Stjórnin borgar brúsann Fjármálaráðherrann, Mr. Ils- ley, hefir nýlega tilkynt, að sam- bandsstjórn greiði að miklu leyti fyrir þau eignaspjöll, er stöfuðu af völdum uppþotsins í Halifax á V-E daginn, sem og vegna sprengingarinnar miklu í her- gagnageymslu canadiska flotans þar í borginni; hin konunglega ranmsóknlarnefnd, er rannsókn hafði með höndum í báðum til- fellum, undir forustu R. L. Kellocks dómara, komst að þ'eirri niðurstöðu, að flotamála yfir- völdin hefðu hvergi nærri gert fullnægjandi gangskör að því, að halda sjóliðum um borð í skip- um áminstan uppþotsdag, og sýnt í því efni slælegt eftirlit. Verkamannastjórnin brezka Um miðja fyrri viku var brezka þinginu stefnt til funda, og var þá verkamannaráðuneytið nýja formlega búið að koma sér á laggirnar; í hásætisræðunni, sem Hans Hátign konungurinn las upp, var megin áherzla lögð á bræðralag og alþjóða samvinnu; hét stjórnin því, að láta einskis þess ófreistað, er flýta mætti fyrir viðreisnarstarfseminni í heiminum bæði inn á við og út á við; þá lýsti og stjórnarboð- skapurinn yfir því, að meðal hinna fyrstu verka nýju stjórn- arinnar á vettvangi innanlands- málanna yrði það, að þjóðnýta enska bankann (Bank of Eng- land), og kolanámuiðnað þjóð- arinnar, sem sagður er að vera alt annað en í glæsilegu ásig- komulagi; næsta skref stjórnar- innar í sósíalista átt mun svo verða það, að þjóðnýta orku- ver, stáliðnaðinn og samgöngu- tækin. Stríð við Rússa nauðsynlegt Oswald Pirow, fyrrum hermála ráðherra Suður-Afríku sambands ins, og formaður hins svonefnda nýskipunarflokks, flutti ræðu í borginni Pretoria þann 20. þ. m., þar sem hann lét þess getið, að til þess að vernda það, sem enn væri eftir af vestrænni menn- ingu, yrði það óhjákvæmilegt, að berjast til fullnaðarsigurs gegn rússneska kommúnistaveldinu, sem það hefði að markmiði að leggja undir sig allan heiminn. “Það er sárgrætilegt,” sagði Mr. Pirow, “hversu horfur um skjót- an framgang þessa mikla nauð- synjamáls eru daufar, vegna þeirrar slysni, að verkamanna- flokkurinn skyldi komast til valda á Bretlandi.” n Sagt upp vinnu Samkvæmt fregnum frá Ott- awa, hefir framkvæmdarstjórn Cordite verksmiðjunnar í Trans- cona, verið fyrirskipað, að ann- ast um að verksmiðjan hætti nú þegar framleiðslu sprengiefna og annara hergagna; er gizkað á, að eitthvað um 1,100 manns missi atvinnu vegna þessara ráð- stafana, hvað sem seinna tekur við. Benzínskomtun afnumin Jafnskjótt og það varð hljóð- bært, að Kyrrahafsstríðinu væri lokið, lét sambandsstjórnin í Ottawa það verða eitt sitt allra fyrsta verk, að nema úr gildi skömtun á benzíni; varð þá þeg- ar uppi fótur og fit í hinu víð- lenda ríki bílaeigenda og ferða- langa; enn er þó nokkur þurð hjólbarða, sem vafalaust rætist fram úr smátt og smátt, eftir að hlutaðeigandi verksmiðjum verð ur breytt frá stríðsiðnaði til frið- ariðju. Quisling fyrir rétti Réttarhald yfir Vidkun Quisl- ing, skósveini Adolf Hitlers í Noregi, hófst í Oslo þann 20. þ. m. Er hanít sakaður um landráð og mútuþágur í sambandi við innrás Nazista í Noreg; gerðu Nazistar hann að málamynda forsætisráðherra, og reyndist hann þeim auðsveipt áhald til hverskonar ófremdarverka. Auk þess að hafa greitt fyrir, og stuðlað að hernámi Noregs, er Quisling sakaður um að hafa beint og óbeint, verið valdur að aftöku yfir sjö hundruð þjóð- bræðra sinna. Quisling tjáðist alsaklaus af öllum þessum ákær- um, og staðhæfði það, að hann hafi gert allar sínar ráðstafanir með það fyrir augum, að firra norsku þjóðina enn meiri vandr- æðum; trúi því hver, sem vill. Vitnisburðir þeirra Goerings og Ribbentrops verða lagðir fram í réttinum af hálfu þess opin- bera til sönnunar samstarfi Quis- lings við Nazista. Leyst úr ánauð Fregnir frá London síðastlið- inn þriðjudag láta þess getið, að rússneska ríkisútvarpið hafi þá um morguninn skýrt frá því, að rússnesk stjórnarvöld séu eip- huga um það, að Manchuria, sem nú hefir verið frelsuð úr Japönskum þrældómsviðjum, skuli verða viðurkend sem frjálst og fullvalda ríki. “Við fórum ekki inn í Manchuriu,” segja Rússar, “til þess að leggja und- ir okkur landið, heldur til þess að leysa það úr ánauð.” isægli Láns og leigulögin numin úr gildi Truman forseti hefir með ný- legum úrskurði, numið úr gildi láns og leigu löggjöf Bandaríkja- þjóðarinnar, er kom til fram- kvæmda á hinum fyrstu árum Norðurálfustyrjaldarinnar; bre- zka þjóðin kvað una illa þessari óvæntu ráðstöfun Bandaríkja forsetans. Brezki flotinn fer frá Islandi Kveðjusamsœti Watsons, flotaforingja. Flotaforingi breta hér á landi, B. C. Watson, C. B., D. S. O. vara-aðmíráll og foringi í hinum konunglega brezka flota er á förum frá íslandi. Flotaforing- inn og foringjar í flota og land- gönguliði buðu í gær til síð- degisdrykkju í brezka- liðsfor- ingjaklúbbnum til að kveðja vini og kunningja. Voru þarna Útdráttur úr fundargerðum síðasta Þjóðræknisþings viðstaddir á fimta hundrað manns. Watson flotaforingi hélt stutta ræðu. Þakkaði hann vinsemd þá og gestrisni, sem hann og lið hans hefði notið hér á landi. Ennfremur minntist flotaforing- inn á þann þátt, sem ísland hefði átt í að vinna orustuna um Atl- antshafið. Menn hefðu ávalt ver- ið reiðubúnir til að aðstoða, þeg- ar kallað hefði verið og oft hefðu menn lagt sig í beina lífshættu við slík störf. Flotaforinginn mintist þeirra íslendinga, sem látið hafa lífið í orustunni um Atlantshafið og það skipatjón, sem íslendingar hefðu orðið fyrir. “Fékk ást á íslandi.” “Eg fékk ást á íslandi við fyrstu sýn,” sagði Watson flota- foringi. Það stóð líka þannig á, að eg var að koma frá skipi, sem hafði orðið fyrir tundur- skeyti á Atlantshafinu og ef til vill varð mér landtakan hér kærari þess vegna.” Að lokum sungu Bretar hið kunna lag sitt: “He is a jolly good fellow” og hrópuðu síðan þrefalt húrra fyrir íslandi og ís- lendingum. Forsœtisráðherrann svarar. Ólafur Thors forsætisráðherra svaraði * ræðu flotaforingjans með nökkrum orðum og sagði m. a. að “með komu sinni hing- að hefði brezki flotinn bætt nýjum kafla við sína glæsilegu sögu. Ef til vill ekki svo þýð- úngarmikinn fyrir hann, það get eg ekki dæmt um, en mjög ;þýðingarmikinn fyrir okkur.” Brezki flotinn hefði komið fram, eins og við hefði mátt búast af brezkum heiðursmönn- um. Vera brezka flotans hér hefði haft mikla þýðingu fyrir okkar litla ríki. Að ræðu forsætisráðherra lokinni var hrópað ferfalt húrra fyrir brezka flotanum. Mbl. 21. júlí. Mælt af sanngirni Rétt áður en fundurinn milli sambandsstjórnarinnar og fylkis- stjórnanna hófst í Ottawa þann 6. þ. m., virtist uggur nokkur í hinum og þessum stjórnmála forkólfum þjóðarinnar vegna þeirrar afstöðu, sem þeir væntu, að stjórnarvöldin í Quebec myndu taka gagnvart þeim meginmálum, er búist var við að fundurinn tæki til meðferðar; nú er það komið á daginn, að sá uggur var með öllu ástæðu- laus; fulltrúar Quebec fylkis sem fundinn sóttu, voru í engu ófús- ari til samvinnu við sambands- stjórnina en málsvarar annara fylkja; jafnvel Duplessis forsætis ráðherra, sem stundum hefir ver- ið alt annað en mjúkur í garð núverandi sambandsstjórnar, var hinn liprasti í öllum samstarfs- tilraunum, og kvaðst ekkert sjá því til fyrirstöðu, eins og nú hagaði til, að fullkomin sam- vinna ætti að nást. ESÍKgÍ Lætur af embætti Hermálaráðherra sambands- stjórnar, General A. G. L. Mc- Naughton, hefir látið af embætti, en við af honum tekur Hon. D. C. Abbott flotamálaráðherra; þykir líklegt, að hann gegni báðum embættum, að minsta kosti fyrst um sinn. (Af ýmsum ástæðum hefir það dregist, að fundargerðir síðasta Þjóðræknisþings kæmu fyrir al- mennings sjónir, meðal annars Vegna þess, að stjórnarnefndin gerði ákveðnar tilraunir til þess að koma í framkvæmd þeirri samþykkt þingsins að láta sér- prenta fundargerðir þess í heild sinni og geyma stílinn þangað til tímaritið yrði prentað; en þegar það reyndist erfiðleikum bund- ið, var horfið að því ráði að lája prenta helstu samþykktir þings- ins í íslenzku vikublöðunum, og brugðust þau vel við þeirri mála- leitun.) Eins og löngu er kunnugt, var 26. ársþing Þjóðræknisfélagsins haldið í Winnipeg 26., 27. og 28. febrúar síðastliðinn. Voru þing- fundir vel sóttir og samkomurn- ar allar í sambandi við þingið fjölsóttar mjög. Tveir ágætir gestir, langt að komnir, þeir dr. Helgi P. Briem, aðalræðismaður Islands í New York, og Árni G. Eylands framkvæmdarstjóri, for- seti Þjóðræknisfélagsins á ís- landi, sátu þingið og fluttu ræð- ur bæði á þinginu sjálfu og hin- um opinberu samkomum, . er haldnar voru samhliða því. Þingsetningarræða forseta, kveðjuræður heiðursgestanna, sem og aðrar kveðjur, bréfleg- ar og í símskeytum, er þinginu bárust, hafa þegar verið birtar í vikublöðunum íslenzku. Skýrsl- ur embættismanna, er lagðar voru fram á þinginu, og skýrsl- ur deilda félagsins, er lesnar voru þar upp, verða venju sam- kvæmt birtar í heild sinni í næsta Tímariti félagsins. Um skýrslur deildanna skal það tekið fram, að þær báru því vott, að deildirn- ar höfðu yfirleitt haldið vel í horfinu á árinu, og sumar verið ágætlega starfandi; ýmsar þeirra eiga þó við örðugleika að glíma vegna fækkunar eldra fólksins íslenzka og vandkvæða, sem af heimsstyrjöldinni hafa stafáð. Skýrslur milliþinganefnda. Milliþinganefnd í samvinnu- málum við Island hafði undirbú- ið ítarlega skýrslu, er formað- ur hennar, séra Valdimar J. Ey- lands, lagði fram fyrir hönd nefndarinnar, og verður þeircar skýrslu nánar getið í sambandi við samþykktir þingsins um þau mál. Ásmundur P. Jóhannsson, for- maður milliþinganefndar í Leif Eiríkssonar málinu, skýrði frá því, að Leifs-styttan væri geymd á merku safni í Austur-Banda- ríkjunum (Marine Museum, New Port, Rhode Island) og taldi, að frekari úrlausn um varanlegan stað fyrir myndastyttuna verði ekki unnt að fá fyr en að stríð- inu loknu. Var milliþinganefndin í þessu máli endurkosin, en hana skipa, auk Ásmundar P. Jóhanns sonar, þeir Guðmundur Grímson dómari og Gunnar B. Björnsson skattnefndar-formaður. Séra Sigurður Ólafsson, for- maður milliþinganefndar, sem vinnur að söfnun þjóðlegra fræða, bar fram skýrslu af henn- ar hálfu. Var nefndin endurkos- in, en í henni eiga sæti, auk séra Sigurðar, séra Halldór E. John- son, G. J. Oleson, Gamalíel Thor- leifsson og Páll Guðmundsson. Fyrir hönd milliþinganefndar- innar í fræðslumálum lagði for- maður hennar, Mrs. Ingibjörg Jónsson, fram sundurliðaða skýrslu um starfið á árinu, er sýndi, að nýrra kennslubóka hafði verið aflað og fjárstyrk, nálega $200.00 að upphæð, verið varið til stuðnings íslenzkuskól- um deilda félagsins. Jafnframt fór nefndin fram á $500.00 fjár- veitingu til kennslumála fyrir næsta skólaár (1945—46). Munnleg skýrsla var gefin af hálfu milliþinganefndar í minja- söfnun, og voru þeir Bergþór E. Johnson og Davíð Björnsson endurkosnir í þá nefnd. Jafn- framt mæltist þingið til þess, að skrá sé samin yfir safnið og því komið fyrir á hentugum stað, þar sem fólk hefir aðgang að því. Milliþinganefnd háfði eigi að þessu sinni verið starfandi að rithöfundasjóði, en Ásntundur P. Jóhannsson gerði skilagrein varð andi hann og skýrði frá því að deildin “Esjan” í Árborg hefði safnað $200.00 í þann sjóð, með þeim tilmælum, að sú upphæð gengi til skáldsins J. Magnúsar Bjarnason, enda er hann hinn eini höfundur, sem notið hefir styrks úr sjóðnum. Jafnhliða fylgdi áeggjan til annara deilda um fjársöfnun í sama tilgangi, er stjórnarnefndinni var faiið að koma á framfæri til þeirra. Útbreiðslumál. Þingnefndin í þeim málum lagði fram nefndarálit í 12 liðum sem allir voru samþyktir. Auk þakka til ýmsra aðilja fyrir starf þeirra og stuðning við þjóðrækn- ismálin, voru þessar megintil- lögur nefndarinnar: Að þingið feli væntanlegri framkvæmdarnefnd að hefjast handa um stofnun deilda á Lund ar, á svæðinu austan við Mani- toba-vatn, að Langruth, og á öðrum stöðum þar sem tækifæri til þess kann að vera fyrir hendi. Að þingið feli framkvæmda- nefnd sinni að gera sitt ýtrasta til að endurreisa þær deildir félagsins, sem vegna ýmsra erfið- leika eru nú lítt starfandi. Telur nefndin, að slíkt viðreisnarstarf muni best unnið með heimsókn- um til hlutaðeigandi deilda af hálfu manna úr framkvæmda- nefndinni, sem hún kann að velja til þess. Að þingið skori alvarlega á alla fulltrúa deilda, sem nú eru á þingi staddir, að gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til að glæða áhuga á málum félagsins heima fyrir, hver í sinni deild. I því sambandi vill nefndin benda á, að hún telur heppilegt, að fundir verði haldnir í hverri deild eins fljótt og því verður viðkomið að afstöðnu þingi, þar sem fulltrúarnir greini frá þing- störfum, og viðleitni félagsins í heild sinni; ennfremur, að deild- ir skiftist á starfskröftum, þannig að systurdeild í nærliggjandi bæ eða byggð sé boðið að standa fyrir skemmtiskrá á hverjum stað þar sem deildir eru, þannig myndi fjölbreytni starfskraft- anna koma betur í ljós og heil- brigð samkepni aukast. Að skrifara framkvæmdar- nefndar sé falið á ársfjórðungi hverjum að fjölrita útdrátt úr f undargj örðum framkvæmdar- nefndar, til útbýtingar meðal deilda þeim til fróðleiks og upp- örvunar. (Frh. á bls. 5)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.