Lögberg - 23.08.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.08.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1945 Sigur — Fiður Erindi flutt af séra Valdimar J. Eylands, í Fyrstu lútersku kirkju 19. ágúst 1945. “Sigurhátíð sæl og blíð hljómar nú og gleði gefur ...” Ef menn væru að því spurðir, hvert sé tilefni hins mikla fagn- aðar, sem síðast liðna daga hefir verið efst í hugum þeirra, og fengið hefir útrás, sumstaðar í ærslum og ólátum, en sem nú í kvöld kemur fram hjá oss 1 þakkargjörð við hátíðlega guðs- þjónustu, þá mundi svarið alls- staðar verða svipað eða hið sama: Friður — Sigur. Þetta eru stutt orð, en á bak við þau standa bænir og barátta, vonir og draumar, fórnir og hjartasorgir, sár og svaðilfarir, dáðir, djörfung og dauði ótaldra þúsunda, ekki aðeins meðal her- manna, heldur einnig meðal al- mennra borgara út um allan heim. Með aukinni tækni verð- ur hvert heimsstríð ógurlegra en það næsta á undan. Þetta stríð, sem nú er fyrir Guðs náð far- sællega til lykta leitt hefir vissu- lega verið hið ógurlegasta af öllum styrjöldum, sem hin blóði drifnu spjöld sögunnar kunna frá að greina. í næstum sex ár hefir þessi skelfilega brimalda gengið yfir lönd og þjóðir, rifið upp með rótum margt það, sem fegurst er af því, sem mennirnir hafa bygt um aldir, og gert frið- sama borgara ýmsra landa að blóðugum brennuvörgum. Þegar nú óveðrið er liðið hjá, og sólin skín aftur á bak við skýin, er það sízt að undra að menn hrópi upp yfir sig af fögnuði: Guði séu þakkir, friðurinn er kom- inn, sigurinn er fenginn! Nú þegar þessari martröð er létt af heiminum, er ekki ástæðu laust að menn nemi staðar og spyrji: Um hvað var nú eigin- lega barist? Hvað hefir þessi sigur kostað? Eru nokkur líkindi til þess að þessi friður haldist nú fremur en áður? Fyrstu spurningunni má svara í stuttu máli: Það var barist um það hvort menn áttu nú, og um ófyrirsjáanlega framtíð að vera frjálsir eða þrælar. Búast má þó við að einhverjum finn- ist þetta svar of einfalt, og krefjist frekari skilgreiningar. Annars vegar var hin meðfædda þrá manna til að vera óháðir í hugsun, orðum og athöfnum, ó- háðir öllu og öllum nema þeim lögum og réttarfari, sem þeir sjálfir koma sér saman um til að tryggj a velferð heildarinnar. Þó að þessi frelsisstefna sé enn að nokkru leyti aðeins hugsjón, þótt hún sé að því, sem veruleikann áhrærir ýmsum takmörkunum háð eins og alt mannlegt skipu- lag, er hún þó sú eina stefna, - sem leiðir til heilla, enda hefir hún öldum saman verið hugar- stefna hinna norrænu og engil- saxnesku þjóðflokka. Hinsvegar var hin æfagamla og myrka mið- aldastefna einræðis og yfirdrottn unar. Samkvæmt henni taka ein- stakir menn alla fjársjóðu al- mennra mannréttinda í sínar hendur, skamta svo hverjum úr hnefa eftir vild sinni, en eyða allri mótspyrnu með ógnum, eldi og blóði. Þessi stefna bjó sér það sem hún taldi vera óvíg- an her á landi og í lofti. Ný keis- aradæmi átti að reisa í Róma- borg, Tokyo og Berlín. Það gat ekki hjá því farið að þessum öflum slægi saman, en furðan mesta var hve lengi það drógst. Yfirgangsseggirnir héldu uppi einvalds og landrána starfsemi sinni óhindraðir árum saman í Asíu, Afríku og Evrópu. And- spænis þessu var málamiðlunar- stefna Chamberlins, hins einlæga friðarvinar og hugsjónamanns. En til hvers er að tala um hug- sjónir við mannýgt naut? Bret- um skildist það að lokum að ef flestar þjóðirnar á meginlandi Evrópu væri sviftar frelsi sínu, þá væri þeim sjálfum hætt. Innrás Þjóðverja á Pólland var svo tilefni þess að Bretar hófust handa. Orsakirnar til stríðsyfir- lýsingar þeirra, var ekki svo mjög umhyggja fyrir Póllandi eins og sagan hefir síðan sýnt, heldur fyrst og fremst hin frum- stæðasta sjálfsvarnarhvöt. Oss er sagan kunn hvernig sú sjálfs- vörn tókst á meginlandi Evrópu, og hversu nærri hurð skall hæl- um að því er snerti Bretland sjálft. Ekki þarf þá neinum get- um að því að leiða hversu farið hefði, ef Bandaríkin fyrst, og svo Rússland síðar, hefðu ekki komið til sögunnar. Með samtök- um þessara frelsis unnandi stór- þjóða var svo teningunum kast- að og sigurinn trygður, þótt eng- inn vissi lengi vel hvenær hann myndi koma. En nú er hann kom- inn. Ofbeldisstefnan er úr sög- unni, að minsta kosti eins og hún birtist í Þýzkalandi, Italíu og Japan. Lýðræðið lifir. Hver get- ur þá láð mönnum þótt þeir hrópi frá sér numdir af fögnuði: Frið- ur, sigur. '"Sigurhátíð sæl og blíð, hljómar nú og gleði gefur!” En hvað hefir þessi sigur kost- að? Eins og þetta stríð hefir verið það ógurlegasta, sem sögur fara af, hefir líka þessi sigur verið dýrkeyptari en nokkur annar. Það er gagnslaust að nefna tölur um tilkostnað í reiðu fé, á frum- efnum, framleiðslu eða vinnu. Þær eru hærri en svo að fólk geti alment áttað sig á þeim. Ekki er heldur hægt að meta til fjár skaðann á byggingum, listaverkum og öðrum mannvirkj um, sem hafa verið eyðilögð. Það eina af tilkostnaðinum við þenn- an sigur, sem við getum skilið er manntjónið og blóðfórnirnar, og jafnvel þær skiljum vér ekki nema að nokkru leyti. Vér vit- um að miljónir manna hafa lagt lífið í sölurnar til þess að vér mættum lifa þennan dag. Vér vitum að fregnin um fráfall hvers einasta hermanns, sem hefir fall- ið, týnst eða verið tekinn til fanga, hefir bakað ástvinum hans sár, sorgir, tár og hugarvíl, sem Guð einn getur séð og skilið. Vér •getum vissulega ekki gjört oss grein fyrir öllum þeim miljón- um ekkna og munaðarleysingja og annara ástvina, sem við and- látsfregn hinna föllnu hermanna hafa verið sviftir sinni einustu von. Vér þekkjum aðeins vora eigin sorg, hvert um sig. Margir vor á meðal eiga um sárt að binda. Vér minnumst hjóna í voru eigin litla íslenzka mann- félagi í Winnipeg, sem voru til þess kvödd að sjá á bak báðum sonum sínum í þessu stríði. Þau gátu ekki lagt meira í sölurnar, þau gáfu alt, sem þau áttu. Þeir einir, sem hafa mist sonu sína, og ástvini í stríðinu, vita hvað þessi sigur hefir kostað; vér hin- ir ættum sem minst þar um að tala. Bráðum koma hermennirnir heim frá vígvöllunum, eða úr fangabúðum, sumir þeirra eru þegar komnir. Vér bjóðum þá velkomna og biðjum Guð að blessa þá, og alla framtíð þeirra. En þeir koma ekki allir, — sum- ir þeirra hvíla í erlendri mold, sumir, Guð veit hvar. “Dánir, horfnir, harmfregn,” segjum vér um hvern og einn þeirra. En er vér gætum betur að sjáum vér að þessi skáldlegu orð eiga þó ekki allskostar vel við. Það er fjarri því að þessir hugprúðu drengir séu dánir, þeir eru ódauð legir. Ekki eru þeir heldur horfn- ir, þeir standa ljóslifandi fyrir hugskotssjónum vorum, — ungir prúðir menn, brynjaðir í þjón- ustu þeirra hugsjóna, sem feg- urstar eru í heimi. Þótt ævi þeirra væri stutt, lifðu þeir leng- ur og gerðu heiminum meira gagn en margir vor hinna þótt vér dveljum hér á jörðunni í átta tíu ár eða lengur. Er það þá harmfregn eingöngu, sem stend- ur í sambandi við hið auða sæti er þeir skipuðu fyr? Fjarri fer því! Ef þeir hefðu ekki lagt líf sitt í sölurnar, hefðum vér ekki lifað þessa stund, eða getað sagt: Friður — Sigur. Hinir ungu menn, sem fórnuðu lífi sínu í tveim'heimsstyrjöldum þessarar aldar eru lifandi steinar í must- erisbyggingu framtíðarinnar. Vér skoðum þá sem velgjörðarmenn vora og vottum þeim ævarandi virðingu og þakkir. En eru þá líkur til að þessi sigur, sem svo dýru verði hefir verið keyptur, sé friðarboði nú fremur en áður? Það er eftir því hverskonar hugarfar menn temja sér upp frá þessu. Ef menn láta hatur og heiptarhug stríðs- áranna fylgja sér inn á friðar- árin, getur að sjálfsögðu ekki orðið um neinn varanlegan frið að ræða. Vissulega hljótum vér að hata kúgunarstefnuna, sem nú hefir verið barin niður í mið- veldum Evrópu og í Japan, og vera á verði gegn henni hvar og í hvaða mynd, sem hún kem- ur fram. En allan þorra fólks í hinum fyrverandi óvinalöndum megum vér ekki hata, eða sýna iítilsvirðingu og ekki heldur þá af þeim þjóðflokkum,- sem dvelja hér í landi á meðal vor. Það fólk hefir lagt fram fórnir ekki síð- ur en vér, en vafalaust með öllu meiri sársauka ef það er unt. 1 heimalöndum sínum hafa þessar þjóðir verið blektar og leiddar á glapstigu. Fyrir það eru þær nú að taka út sína hegningu. Þær hafa hver um sig fórnað meira í blóði og tárum en sigursælu þjóðirnar. Og uppskeran er upp- lausn, bjargarleysi, hörmungar og hugarvíl í stærra stíl en vér getum með nokkru móti gerc oss ljóst. Það ætti að vera nógu þungur dómur fyrir þetta óham- ingjusama fólk. Þegar búið er að fullnægja þeim dómi, og réttvís- in er búin að ákveða örlög for- sprakkanna, þeirra, sem enn eru á lífi, verðum vér aftur að taka þetta fólk í sátt, gefa því tæki- færi til þjóðernislegrar upprisu og nýs og betra lífs í fjölskyldu hinna lýðfrjálsu þjóða. En hvað sem öllu öðru líður er eg þess fullviss að þessi kyn- slóð er sloppin hvað slík stríð snertir, sem það sem nú er ný- afstaðið. Eg byggi ekki þá stað- hæfingu á því að eg telji menn- ina hafa þroskast að viti eða mannkostum við þetta stríð. Hernaður þroskar ekki slíka hæfileika yfirleitt. Framvegis verður það óttinn en ekki elskan, sem aftrar þjóðunum frá því að hefja slíkan leik að nýju. Að hefja nú stríð að nýju er sama og að bjóða heim fullkominni eyðilegging og tortíming af jörð- unni. En engin þjóð, hversu hart leikin sem hún kann að telja sig og hversu heiptrækin sem hún kann að vera, óskar sér slíkra örlaga. “Hver, sem þekkir stríð, þráir frið,” er haft eftir frægum hershöfðingja. Þessi kynslóð þekkir hörmungar stríðsins, þess vegna mun hún vernda friðinn. En á meðan óttinn heldur ástríð- um mannanna í skefjum, þarf kirkjan að koma með kærleiks- boðun sína eyða meinsemdinni, vinna á móti eitrinu í hugum manna, gjöra þá fúsa til að semja frið og búa saman sem bræður. Sannanlega mun kirkjan ekki bregðast þeirri köllun, og líkur eru til að hún hafi nú betra tækifæri en nokkru sinni áður, því sjaldan hefir heimurinn ver- ið jafn siðferðislega og andlega gjaldþrota eins og nú. Guð gefi oss öllum náð til þess að vér getum öll gjört nokkuð til þess að skapa friðinn og vernda hann, hver á sínu heimili hver í sinni sál. Það er ávalt fyrsta sporið, ef þau takast vel munu fleiri á eftir koma. “Sælu njótandi, sverðin brjótandi faðmist fjarlægir lýðir. Guðs ríki drotni dauðans vald þrostni, komi kærleikans tíðir.” Engar sakir hafa sannast á Guðmund Kamban Skýrsla ríkisstjómarinnar um rannsókn málsins. iiiiiiiiniiilllllillll íslenzku ríkisstjórninni hefir nú borist skýrsla frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn um réttarrann sókn þá, sem dönsk yfirvöld fyrirskipuðu vegna vígs Guð- mundar Kambans. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú, að ekki varð nein sök fundin hjá Kamban, og hefir danska utan- ríkisráðuneytið látið í ljós harm sinn yfir þessum atburði og boð- ið dánarbætur. Það kom einnig í ljós við rannsóknina, að hand- taka Guðmundar Kambans hafði ekki verið fyrirskipuð af neinum ábyrgum aðilja, heldur átti þar frumkvæðið “einhver maður, sem ekki hefir tekizt að hafa uppi á”, eins og komist er að orði í skýrslu íslenzku ríkis- stjórnarinnar um málið. Hér fer á eftir fréttatilkynn- ing sú, sem utnríkismálaráðu- neytið íslenzka hefir sent blöð- unum: “Er fregnin um víg Guðmund- ar Kambans bqrst hingað, var sendiráði Islands í Kaupmanna- höfn þegar í stað falið að afla fullrar skýrslu um málið. Smám saman bárust fregnir af málinu, einkum þó í símskeyti sendiráðs- ins 27. f. m. Ríkisstjórn Dana fyrirskipaði réttarrannsókn út af víginu; þótti rétt að birta eigi opinbera greinargerð fyrr en árangur þeirrar rannsóknar væri kunnur. Nú hefir borizt skýrsla frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn, ásamt fylgiskjqlum, þ. á. m. nótu frá utanríkisráðuneyti Dana og skýrslu dómsmálaráðuneytisins um árangur réttarrannsóknar- innar. Þessi gögn sýna, að frum- kvæðið að handtöku Guðmund- ar Kambans kom frá einhverj- um manni, sem ekki hefir tekizt að hafa upp á. Að fyrirlagi þessa manns, fór undirforingi úr liði danskra frelsisvina, ásamt þrem mönnum öðrum, heim til Kambans í Hotel-Pension Bar- toli, Upsalagade 20. Kamban sat að snæðingi, ásamt dóttur sinni, er mennirnir komu. Flokksfor- inginn kvaðst þar kominn til þess að handtaka Kamban. Það er ljóst, að hann neitaði mjög eindregið rétti þessara aðila til handtökunnar, og fékkst eigi til að fara með þeim óneyddur, en að öðru leyti bar vitnisburði eigi saman um hin næstu atvik. Náðst hefir til þriggja manna úr flokknum, sem að handtökunni stóð, og halda þeir því fram, að Kamban hafi veitt líkamlega mótspyrnu, en þrír hlutlausir sjónarvottar neita því, að svo hafi verið. Er Kamban neitaði að hlýðnast handtökunni, miðaði flokksforinginn á hann skam- byssu. Kamban hlýddi ekki að held- ur, og skaut flokksforinginn hann þá í gagnaugað, og var Kamban þegar örendur. Tveir flokksmannanna, er viðstaddir voru, voru vopnaðir vélbyssum. Því fer fjarri, að nokkrar sakir hafi sannazt á Guðmund Kamb- an um samvinnu við Þjóðverja í Danmörku á hernámsárunum. Hitt er upplýst, að kviksögur hafa gengið um það, að hann ætti kunningskap við háttsetta Þjóðverja og við Dani, er með þeim unnu. Sýnist þar með að leita ástæðunnar til þess, að til greina kom að handtaka hann. Hitt verður að leggja áherzlu á í þessu sambandi að augljóst er, að fyrirskipunin um handtök- una kom ekki frá neinum ábyrg- um aðilja, hvorki innan ríkis- stjórnarinnar né meðal þjóð- frelsishreyfingarinnar. í nótu þeirri, sem danska ut- anríkisráðuineytið sendi sendi- ráði Islands í Kaupmannahöfn að rannsökuðu máli, og dagsett er hinn 22. f. m., er tekið fram, að öll aðförin að Kamban sé Dönum hið mesta hryggðarefni. Danska utanríkisráðuneytið bætir því við, að það sé. fúst til viðræðna um dánarbætur til ekkju Guðmundar Kambans, og er það mál nú í höndum mála- færslumanns frúarinnar.” Af þessari skýrslu virðist aug- ljóst, að Kamban hafi verið sak- laus veginn og aðförin ástæðu- laus. Er það öllum góðum ís- lendingum ánægjuefni, að stað- festing hefir nú á þessu fengizt. þótt sárt væri, að hann skyldi falla fyrir vopnum manna, sem sýnilega hafa ekki verið hæfir til þess að gegna því starfi, sem þeir höfðu tekizt á hendur eða verið valdir til. Hitt er þó enn sárara, að strax á fyrsta degi, er hingað fréttist um afdrif Kambans, risu hér upp menn, sem að órannsökuðu máli og án nokkurra eftirgrennslana þótt- ust þess umkomnir að gefa hon- um að sök hinn vítaverðasta verknað. Á því stigi málsins var því til dæmis lýst yfir í feitletr- aði fregn í Þjóðviljanum, að “fullsannað” væri, að Kamban hefði verið sekur um samvinnu við Þjóðverja. Slík afstaða, sem kommúnistar tóku í þessu við- kvæma máli, er fordæmanleg, hvernig sem á hana er litið, en hún sýnir líka mennina, sem hana tóku, í mjög skæru ljósi. Hún sýnir, að þeir hugsa ekkí fyrst og fremst um það, hvað er satt og rétt og hvað sæmd lands og þjóðar býður. Hér var fyrst og fremst um hugsað að ausa póli- tískan andstæðing níði, og þá gilti einu, þótt hann væri fall- inn í valinn í öðru landi. Hitt er svo annað mál, þótt þeir hafi ef til vill runnið frá fyrri afstöðu sinni, nú þegar þeir finna nógu glöggt þau ítök, sem Kamban á í hugum fólksins og hafa sannfærst um, hvaða aug- um hin hvatvísa og illkvittna afstaða þeirra hefir verið litin af almenningi. Fyrsta millilandaflug íslendinga Catalinaflugbáturinn flaug i gær til Skotlands á sex klst. ■iiiiiiiiiiiiiiii Catalinaflugbátur Flugfélags Islands fór af stað kl. 7.27 í gær- morgun áleiðis til Skotlands, og mun hafa verið kominn þangað um kl. 1.30 e. h. Er þetta í fyrsta sinn, sem íslenzkri flugvél er flogið milli landa af íslenzkum flugmönnum. Flugbáturinn mun koma hingað aftur í dag. Flugfélagið stóð í sambandi við áhöfn flugbátsins á Mð- inni út og mun ferðin hafa geng- ið ágætlega. Lenti flugbáturinn eins og ráð hafði verið fyrir gert á sjóflugvélahöfn í Largs. Flugmennirnir, sem fljúga Catalinabátnum þessa fyrstu reynsluför milli landa, eru þeir Jóhannes Snorrason og Smári Karlsson, en auk þeirra er loft- skéytamaður, Jóhann Gíslason og vélamaður Sigurður Ingólfs- son. Ennfremur fóru með tveir brezkir flugmenn, annar loft- skeytamaður og hinn leiðsögu- maður, sem brezka flugmála- ráðuneytið og flugherinn lánuðu Flugfélaginu góðfúslega til að fara með þessa fyrstu för. Alþbl. 12. júlí. Geðvondur gamall veiðimað- ur vaknaði af værum blundi klukkan 3 um nótt við ofsaleg- ar hringingar á dyrabjöllunni. Seint og síðar meir staulaðist hann til dyra og sá þar standa drukkinn mann, sem spurði: — Ert þú herra Smith? — Já, upp á hvað er það? — Ert þú ekki náunginn, sem auglýsti eftir aðstoðarmanni við ljónaveiðar í Afríku? — Jú, hvað um það? — Ja, eg ætla bara að láta þig vita, að það kemur ekki til nokkurra mála að eg fari með þér. , Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Lögbergs á Islandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavik. Hann er gjald- keri í Grænmetisverzlun rikisins. . Tíminn, 17. júlí. 'bjfir dökkmáluðum þjáningaheimi, svífur andi hins Ijúfa friðar, og þúsundir hjartna fyllast ólýsanlegu þakklæti til hans, sem var sverð vort og skjöldur, þegar jörð lék á reiðiskjálfi ... en er nú traust undir fæti. ybt egi fórn hinna ungu mannslífa, og sorgin, sem slíkri fórn var samfara, fela oss honum á vald, er leiddi réttlátt mál- efni til sigurs, þannig, að hann megi leiða oss á veg sannrar þróunar og fullkomna það verk, sem friðurinn krefst af oss í dag. <?T. EATON C9mTO WINNIPEG CANAD.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.