Lögberg - 23.08.1945, Page 8

Lögberg - 23.08.1945, Page 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. ÁGÚST 1945 Or borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave., Mrs. E. S. Felsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. • Mrs. De Haven frá Cincinnati, Ohio, kom flugleiðis hingað til borgarinnar í lok fyrri viku í heimsókn til föður síns Magnús- ar Markússonar skálds, og syst- ur sinnar. Mrs. De Haven mun dvelja hér um slóðir fram að mánaðarmótunum. • Dr. P. H. T. Thorlákson kom heim í lok fyrri viku úr hálfs- mánaðar ferðalagi um Austur- Canada. • Fyrirsögn að kvæði Magnúsar skálds Markússonar, sem birt var í Lögbergi í fyrri viku, mis- prentaðist; þar stóð “Til G. J. Eyford”, en átti að vera G. E. Eyford. Í minningu Símonar Dalaskálds Hinn 2. júlí síðastliðinn voru 100 ár liðin síðan Símon Dala- skáld fæddist norður á Höskulds stöðum í Blönduhlíð. Hann dó, tæplega 72. ára í Vesturdalnum í Skagafirði, saddur lífdaga og á sveitinni. Var hann þá orðinn mesta skar og hættur að yrkja. En varla mun á síðari manns- öldum meiri hraðrímari en hann. Allt gat orðið að ljóði á tungu hans, en góðskáld varð hann aldrei, ef til vill vegna þess, að honum var of létt um að ríma. Að því leytinu svipaði honum til hinna fornu barða að hann hirti lítt um að halda til haga því sem hann orkti, og þó að til séu á prenti eftir hann 'all- mörg ljóðakver, þá er þar senni- lega ekki geymdur 20. hluti þess, sem hann hefir kveðið. Og um mest af því, sem hann kvað mun það sannast, að almenningur hef- ir gleymt því. Að vísu muna ýmsir stökur hans, þær er snerta þá sjálfa eða nákomna. En megin ið er grafið og gleymt. Sumt á það skilið en sumt ekki. Því að ýmislegt orkti Símon, sem að efni stendur ekki að baki því, sem nú er borið á borð. Og bragsnilld átti hann meiri, en flestir þeirra er nú yrkja í bundnu máli. Á aldarafmæli Símonar Dala- skálds minntist Ríkisútvarpið hans að nokkuru, en ekki var gefið út neitt rit um hann eða safn af ljóðum hans. En nýlega hefir h. f. Leiftur gefið út snotra bók, sem nefnist “Sagnakver — Helgað minningu Símonar Dala- skálds” og er það Snæbjörn Jóns son, sem safnað hefir tþ þessa rits og séð urp útgáfuna. Þarna eru þrjár ritgerðir um Símon, eftir Guðmund Jósafatsson, Pál á Hjálmsstöðum og Jón Péturs- son frá Valadal, allar góðar og mun Símoni lýst þar af fullum skilningi og sanngirni. En Sagnakver þetta hefir fleira að geyma. Þarna er fjöldi sagna og ljóða, sem áður hefir eigi prentað verið, og margt af því dulræns efnis. Þarna er og ný útgáfa af sögunni um Kataness- dýrið, sennilegari en þær, sem áður hafa skráðar verið. ítarleg- ar athugasemdir og skýringar, sem mikill fróðleikur er í, hefir Snæbjörn ritað, á þeim átriðum, sem þess þarfnast. Þeim, sem unna þjóðlegum fróðleik og muna Símon, munu þykja mikill fengur að bók þess- ari. Fálkinn. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Sími 29 017. Guðsþjónustur á sunnudögum. Kl. 7 e. h. á íslenzku. Enskar morgunguðsþjónustur og sunnudagaskóli hefjast 9. sept. • Messað á Vogar kl. 2 e. h. sunnudaginn 26. ágúst n. k. H. E. Johnson. Pétur Sigurgeirsson, cand. theol. flytur guðsþjónustu í Langruth á sunnudaginn kemur, kl. 2 e. h. Þess er vænst, að Langruth- búar fjölmenni við guðsþjónust- una. Gaman og alvara Skoti nokkur sneri sér að manni einum og bað hann um eldspýtu! Þegar hann hafði feng- ið neitandi svar, sagði Skotinn: — Eg verð þá víst að nota mínar eigin. • Tveir litlir strákar voru að rífast um, hvor þeirra ætti að fara til mömmu sinnar og spyrja um leyfi til einhvers, sem ólíklegt var að yrði veitt. — Þú spyrð hana, sagði sá eldri við bróður sinn. — Nei, það er betra, að þú gerir það, þegar alt kemur til alls, þá ert þú búinn að þekkja hana lengur en eg. • — Pabbi, sagði drengruinn, eg sá mann úti á götu ogf hann var bæði mállaus og heyrnarlaus, en þó var hann málhaltur. Hvernig heldurðu að það geti verið? — Nú veit eg ekki, góði, eg er hræddur um, að eitthvað sé bogið við það. — Nei, sjáðu til, hann vantaði bæði'löngutöng og vísifingur. • — Mér er sama þó eg sé orð- inn afi, sagði maður nokkur, sem frétfi um fæðingu fyrsta barna- barnsins síns. — En mér þykir aftur á móti ískyggilegt að vera giftur ömmu. • Calvin Coolidge, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna var fræg- ur fyrir stutt og laggóð tilsvör. Sunnudag nokkurn fór hann í kirkju án þess að hafa konu sína með, en það var annars venja hans. Þegar hann kom heim spurði konan: — Var ræðan hjá prestinum góð? — Já. — Hvað talaði hann aðallega um? — Syndina. — Og hvað sagði hann um syndina? — Hann var á móti henni. • Önnur saga er sögð af Coo- hdge, þegar fréttaritari kom til hans og óskaði eftir samtali. Hann fékk áheyrn og eftirfar- andi samtal fór fram: — Viljið þér segja mér eitt- hvað um skoðun yðar á áfengis- áanninu? — Nei. — En viijið þér gefa méx einhverjar upplýsingar um fyr- irætlanir stjórnarinnar í land- búnaðarmálum? — Nei. -— En um utanríkismál? — Nei. Fréttaritarinn bjóst nú til brott farar, en áður en hann gekk út, sneri forsetinn sér snögglega að honum og sagði. — Meðal annara orða, þér at- hugið, að þér megið ekkert hafa eftir af því, sem eg hefi sagt. • Hann átti bókstaflega alla peningana í veröldinni, nema þessa fáu, sem voru í umferð. • Umrenningur var sakaður um að hafa stolið nokkrum dósum af niðursoðnum ávöxtum úr mat vörubúð. — Ef eg á að taka að mér málið, sagði lögfræðingur- inn, þá verður þú að segja mér sannleikann. Stalstu eða stalstu ekki þessum ávaxtadósum? — Eg stal þeim, svaraði sak- borningurinn. — Gott og vel, láttu mig þá hafa helminginn af þýfinu. Þegar málið kom fyrir rétt, hóf hinn snjalli lögfræðingur mál sitt með svofeldum orðum: — Þessi maður hefir ekki frem- ur tekið þessa ávexti en eg. Sakborningurinn var sýknað- ur. • í KÍNA eins og í öðrum fleiri löndum í Asíu, er það siður, að maður greiði ekki aðgöngumiða sinn að kvikmyndahúsi nema manni finn ist myndin góð. Maður fer inn án þess að borga, sest og horfir á fyrsta þáttinn af myndinni, en þá kemur umsjónarmaðurinn þrammandi í síðum slopp og spyr hvern einstakan hvort hann ætli að sitja áfram. í fyrra til- fellinu greiðir gesturinn miðann sinn, en í síðara tilfellinu getur hann farið út án þess að borga. En venjulega er fólkið orðið svo “spennt” að það borgar fremur en að missa af því', sem eftir er af myndinni. Hver íann smásjána? Læknavísindin voru til skams tíma hulin ráðgáta öllum al- menningi. Læknarnir voru iengi vel tilraunamenn, þeir gátu — og geta ekki enda enn — sagt deili á ýmsum sjúkdómum, sem þeir eiga að sefa eða lækna. En þó gerðist byltingin í læknis- fræði, þegar læknarnir fengu tæki til að rann^aka þau undur- smáu kvikindi, sem farsóttum valda í heiminum. Þetta tæki, og eitt hárbeittasta vopn læknanna er smásjáin. En annars er smá- sjáin til svo margra hluta nyt- samleg, að segja má, að hún sé nauðsynleg í þarfir allra vísinda, sem snerta efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði, líffræði og enda ó- tal margt annað. Vera kann þó að guðfræðin og málfræði séu undan skilin. í lögfræði er smá- sjáin hinsvegar orðin ómissandi. Smásjáin er andstæða stjörnu- kíkisins. Hún margfaldar litlar stærðir, hinn minkar órafjar- lægðir. Hvor um sig gerir sýni- legt það, sem ósýnilegt er ber- um augum, hvort heldur vegna stærðar eða fjarlægðar. Til smásjáarinnar spurðist fyrst í Hollandi, fyrir nálega 350 árum. Um 1590 var uppi í Hollandi gleraugnasmiður einn, sem hét Zakarias Jansen og átti heima í Middelburg. Hann fór að sýsla við að smíða nei- kvæða stjörnukíkira”. Þ. e. a. s. sjóntæki, sem stækkuðu hið ná- læga, sem var ósýnilegt vegna smæðarinnar, þannig að það yrði sýnilegt, eins ög kíkirinn dró nær hið stóra, sem var ósýnilegt eða illa sjáanlegt vegna fjarlægðar- innar. Eina af fyrstu smásjám sínum sendi Zakarias Jasen að gjöf Moritz prins af Saxlandi. í þá daga var öllum hugvitsmönnum nauðsynlegt að komast í náð ráð- andi manna, ekki síður en nú, áegar sótt er um ríkisstyrk til einhvers — jafnvel ríkulegra barneigna. En annar maður varð þó til þess að hrinda uppgötvun Jansen á leið, og það var stjarnspekingur inn Galilei. Það var alls eigi undarlegt, að þessi mikli upp- götvari stjörnukíkisins skyldi verða til þess að ryðja smásjánni braut. Hann var fyrstur til þess í ítalíu, að gera grein fyrir því til hvers mætti nota smásjána, og ýmsar endurbætur gerði hann á henni, þó að hann verði ekki talinn upphafsmaður þessa stór- merka tækis, sem líklega hefir bjargað fleiri mannslífum á því tímabili, sem liðið er, síðan lækn- ar uppgötvuðu sóttkveikjuna. Fálkinn. Heitasti staður á jarðríki Hver einasti hermaður, sem kemur heim frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins, heldur því fram, að hann viti, hvar heitasti staður jarðarinnar er. Auðvitað er sá staður nákvæm- lega þar sem þessi tiltekni her- maður hafði aðsetur sitt. Og sé hann spurður um töl- ur, þá brosir hann meðaumRv- unarbrosi. Samkvæmt skoðun hans, eru hitamælar prýðuleg ustu tæki á öllum venjulegum stöðum — en þar sem hann var, springa þeir áður en dagur er almennilega kominn á loft. En það var Dr. W. Gorczynski frægur veðurfræðingur og starf- andi meðlimur pólska ’lista- og vísindafélagsins, sem raunveru- lega tók af skarið og birti skýrsl ur um hita og þurk á heitustu stöðum í veröldinni. Það er ábyggilegt, að þær töl- ur munu vekja gleði þeirra her- manna, sem hafa verið í Libyu, Heitasti dagur, sem sögur fara af, var mældur í smáborginni Azizia í því landi. Það voru 136 stig á Fahrenheit í skugganum. Margar sögur eru sagðar um hærri hita en þetta í Arabíu og öðrum löndum, sem liggja fyrir botni Miðjarðarhafsins, en Dr. Gorcynski leggur engan trúnað á þær. Hann trúir því ekki held- ur, að Azizia sé heitasti staður- inn á jörðinni enda þótt heit- asti dagurinn hafi verið mældur þar. Þann heiður hlýtur heima- land hermannsins — Dauðadal- urinn í Californiu, Bandaríkjun- um. Skýrglur um meðalhita hafa verið haldnar í Dauðadalnum um tuttugu ára skeið. Heitasti dagurinn var 134 stiga hiti eða tveim stigum lægri en í Azizia og meðal hitinn í júlí er 102 stig, sá hæsti, sem nokkurn staðar þekkist. Hermennirnir, sem hafa verið í stöðvum nálægt Bagdad verða alveg að láta í minni pokann. Hæsti hiti, sem þar hefir verið mældur er 123 stig, eða tiltölu- lega svalt! Ambassador Beauty Salon Ní/tízku snyrtistofa Allar tegundir af Permanents Eslenzka töluí5 á st. 257 Kennedy St. sunnan Portage ____ Sími 92 716 S. H. JOHNSON, eigandi Innköllunarmenn LÖG8ERGS Amaranth, Man. ............ B. G. Kjartanson Akra, N. Dak..............B. S. Thorvarðson Árborg, Man ............ K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man..................... M. Einarsson Baldur, Man................... O. Anderson Bantry, N. Dak. ......... Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash........... Árni Símonarson Blaine, Wash............... Árni Símonarson Cavalier, N. Dak.......... B. S. Thorvarðson Cypress River, Man............. O. Anderson Churchbridge, Sask...... S. S. Christopherson Dafoe, Sask................. Edinburg, N. Dak ........... Páll B. Olafson Elfros, Sask............ Mrs. J. H. Goodman Garðar, N. Dak.............. Páll B. Olafson Gerald, Sask.................... C. Paulson Geysir, Man............. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man..................... O. N. Kárdal Glenboro, Man ..................O. Anderson Hallson, N. Dak............. Páll B. Olafson Hnausa, Man.............K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man.................. O. N. Kárdal Ivanhoe, Minn..................Miss P. Bárdal Langruth, Man............. John Valdimar'son Leslie, Sask................... Jón Ólafsson Kandahar, Sask............ Lundar, Man.................... Dan. Lindal Minneota, Minn. ..............Miss P. Bárdal Mountain, N. Dak............ Páll B. Olafson Mozart. Sask................ Otto, Man...................... Dan. Lindal Point Roberts, Wash............ S. J. Mýrdal Reykjavík, Man................ Árni Paulson Riverton, Man. ......... K. N. S. Friðí'innson Seattle, Wash. ................ J. J. Middal Selkirk, Man................. S. W. Nordal Tantallon, Sask.............. J. Kr. Johnson Upham, N. Dak. .......... Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man............. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man............. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man......... O. N. Kárdal Wynyard, Sask............... Hvað mikið maður finnur til hitans, er auðvitað ekki aðeins komið undir því, hversu mörg stíg hann er, heldur einnig undir rakanum eða þurrleikanum, eins og Dr. Gorczynski vill kalla það. Hann hefir fundið upp flókna formúlu, sem hann notar til að komast að því sem hann nefn- ir “þurrleikastuðul” staðar. Skal- inn nær upp 1 100. Sahara eyðimörkin hefur “þurr leikastuðulinn” 100 — þurrasti staður jarðarinnar. Sé haldið á- fram í þeim dúr hefur austur hluti Bandaríkjanna 15, hið regn YOU LIK€ IT-IT LIKES YOU Tbe Swan Manufacturing Co. Manufacturera of HWAN WEATHBR-BTRIP Winnipeg. Halldór Móthuaaiema Swan Bigandl 221 Jamei Street Phsne 22 641 Minniát BETEL í erfðaskrám yðar sama írland 5 og norður hluti Californiu 2. — Hann hefur ekki gefið upp “þurrleikastuðul” Azizia. Auðsjáanlega getur ekki einu sinni verðurfræðingur hald- ist við á þessum stað. MOST SUITS-COATS DRESSES “CELLOTONE” CLEANED 72' CASH AND CARRY FOR DRIVER PHONE 37 261 PERTH’S 888 SARGENT AVE. HOME CARPET CLEANERS" 603 WALL ST., WINNIPEG ViS hreinsum gólfteppi y8ar svo þau llta út eins og þegar þau voru ný. — Ná aftur tétt- leika slnum og áferCarprýöi. — Við gerum viB Austurlanda- gólfteppi á fullkomnasta hátt. Vörur viOskiptamanna trygO- ar aC fullu. —• Abyggilegt verk. Greið viðskipti. PHONE 33 955 This series of advertisements is taken from the booklet “Back to Civil Life,“ published by and available on request to the Department of Veterans’ Affairs, Commercial Building, Winnipeg. Clip and file for reference. No. 4 — WAR SERVICE GRATUITY A system of war service gratuities was established by the enactment of the War Service Grants Act, 1944. The Act provides for a war service gratuity and, subject to certain exceptions and conditions, makes available also a re-establishment credit. Those eligible are ex-service personnel who have served on active service in this war either without territorial limitations, or in the Aleutian Islands,, and who have been honorably discharged. The amount of the gratuitý and credit is based on the period of such service and there is an additional grant for those who have served overseas. In computing the length of service, periods of leave of absence without pay, absence without leave, penal servitude, imprisonment or detention, and periods when pay is forfeited, are not included. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD127

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.