Lögberg - 18.10.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.10.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER, 1945. Indland hið fátæka Grein sú, sem hér hirtist, er eftir amerískan mann, John Fiscker að nafni Hann var um tíma starfandi við fjár- málanefnd Bandaríkjanna í Indlandi. Það var undir dögun nótt eina í ágúst 1943 að eg sté út úr járn- brautarvagni á Howrakstöðinni í Calcutta. Þá var hungursneyð- in í Bengal í algleymingi. Gólfið á stöðinni var þakið fólki sem lá þar, flest nakið. Það lá þar hlið við hlið, svo þétt að eg varð að stíga yfir það, er eg gekk út á strætið. En fáir gáfu lífsmark frá sér. Jafnvel börnin — og þau skiptu hundruðum — lágu hljóð og kyr, og höfðu ekki mátt til að gráta. Það var auðséð að sumt af þessu fólki var skilið við. í þessari viku vpru hirt af götunum 112 lík af flokki manna, sem ráðinn var af þorgarstjórn- inni til þess starfa, en miklu fleiri lík voru hirt af einstakling- um eða góðverkafélögum. Sums- staðar lágu líkin lögum saman í hliðargötum og skotum, því að enginn getur séð á nöktu líki hverrar trúar maðurinn hefir verið eða hverrar stéttar, og Mú- hameðstrúarmenn eða Hindúar vildu ekki hætta á að saurgast af því að snerta lík af villutrú- armanni eða stéttleysingja. Vikum saman streymdi hung- urlýðurinn inn í borgina. Þeir sem styrkastir voru leituðu í rusli, en hinir betluðu þegjandi með því að slá hendinni á kvið- inn þegar Bandaríkjamaður eða Englendingur fór framhjá. Hun- grið svarf enn fastar að í sveit- unum. Menn börðust við hræ- gamma, og hunda um líkin og sumstaðar var enginn fær um að brenna hina douðu, svo að þeim var hent í skurði eða ár. Kjöt er ekki borðað. verða að greiða af þeim okur- leigu allt að 100 af hundraði, og þeir gætu því engum umbót- um komið á, þó að þeir vildu. Helmingur þjóðarinnar býr við skort. Af þessu leiðir að meira en helmingur þjóðarinnar lifir við skort. Það er líklegt. að 800 millj. fái aldrei fullan kvið frá vöggu til grafar. Og þó bætast við 5 millj. árlega, sem þessi illa ræktaða, og sumstaðar uppblásna jörð á að fæða. Frá upphafi hinnar fyrri heimsstyrjaldar hefir íbúatalan vaxið sem nem- ur íbúafjölda allra Bretlands- eyja, og fari þessar tölur hækk- andi hér eftir sem hingað til, verður hin árlega hækkun íbúa- tölunnar komin upp í 12 milj. árið 1960. Meðan þessu vindur fram, eru hungursneyð og hallæri óhjá- kvæmileg — og munu að líkind- um verða bæði stærri og tíðari. Indverskur maður komst svo að •orði um þetta: Hungursneyðin sem hér geis- aði 1943 var frá þjóðhagslegu sjónarmiði vita gagnslaus. Hún fækkaði fólkinu að vísu um 3 milljónir, en þó fjölgaði þjóðinni, því að miklu fleiri fæddust. Af því mun leiða að minna verður til handa hverjum einstökum næsta ár. Engin lausn til. Þessi ægilega frjósemi og öll þau fjárhagslegu vandræði, sem af henni hljótast, eru aðalvanda- mál Indlands. Stjómmálavand- ræðin, sem taka alla athygli menntaðra Indverja og brezkra stjómenda fangna eru sem hé- gómi of fis að reikna móts við það. Er þá enigin lausn til? Ekki svo vitað sé, að minnsta kosti kunna hin brezku yfirvöld engin þau ráð, sem að gagni megi koma. Á meðan þessar ógnir dundu á, gengu hundruð af hvítum kúm um götur borgarinnar, spakar og óáreittar. og stikluðu varlega yfir líkin eða tórandi líkami. Enginn lagði sér til munns kjöt af kúm, og aldrei hefir heyrzt, nð nokkur Bram- ani hafi ekki fremur farist af hungri ásamt öllu sínu fólki, en að snerta á kjöti. Ekki var frem- ur um rán og þjófnað að ræða. Aldrei réðst hungraður lýður á neina búð eða matsölustað. Ben- galirnir dóu úr hungri með þeirri óskiljanlegu auðsveipni við ör- lög sín sem hvítum mönnum finnst svo fjarri öllu skynsam- legu viti. Hversu margir dóu? Það veit enginn með vissu. En líklegast þykir mér að hungursneyðin 1943 ásamt farsóttum þeim, sem fylgdu í kjölfar hennar hafi kost- að 3 milljónir manna lífið. Indverskir þjóðernissinnar kenndu Bretum um þessa hung- ursneyð. Bretar skelltu hinsveg- ar skuldinni á ósamlyndi stjórn- arflokkanna. Allir voru sam- mála um að hvirfilbyljir þeir og flóð, seih geisuðu 1943 hefðu átt drjúgan þátt í hungursneyðinni, ásamt því að Japanir höfðu kom- ið í veg fyrir útflutning á hrís- grjónum frá Burma. Þó er ótalin höfuðástæðan, sú sem verst er viðureignar: Indverjar eru allt of margir. Landbúnaðurinn. Þeir eru 400 milljónir að tölu, og búa í landi sem varla mundi geta búið helmingi þessa fólks viðunanleg lífsskilyrði, eins og nú er í haginn búið. 423 menn koma á hverja fermílu, og átta af hverjum tíu lifa á landbúnaði. Auk þess eru allar aðferðir Ind- verja við jarðyrkju mjög úreltar, plógarnir ævaforn tréplógur sem uxar eru látnir draga, og jörð- ina vantar áburð og híbýli bænd- ■••na eru leirkofar, sem iðulega *■ burtu í regni. Indverskir ■ '•kuldum, og Þó hafa þau gert mjög mikið til að fjarlægja hungurvofuna. Þau hafa látið byggja stærstu vatnsveitur sem til eru í heimi og lagt jámbrautir um landið þvert og endilangt svo að unnt sé að flytja matvæli byggða á milli þegar þess gerist þörf, og hefir þetta oft bægt frá í bili hinum smærri hallærum og auk þess hafa þau komið á víðtækri heilsuvernd með þeim árangri að dánartalan hefir lækkað til muna Og svo hefir heildarútkoman af öllum þessum tilraunum orðið gífurleg fjölgun fólksins. Með öðrum orðum: árangurinn af til- raunum brezkra yfirvalda til að auka velmegun Indverja og bæta kjör þeirra, hefir ekki orðið bætt kjör heldur fleira fólk. Iðnaðurinn. Indversku þjóðernissinnarnir þykjast kunna ráð við þessu: að upp rísi mikill iðnaður og að ræktun landsins verði aukin mjög og bætt. Bombayáætlunin er sú, að tvöfalda afurðamagn landbúnaðarins og fimmfalda iðnaðarframleiðsluna áður en 15 ár eru liðin frá stríðslokum. Sé gert ráð fyrir að fólkinu fjölgi um 5 milljónir á ári, ættu tekj- urnar að tvöfaldast á nef hvert, ef áætlunin verður framkvæmd. Því verður ekki neitað, að Ind- land hefir mörg ágæt skilyrði til iðnaðar, svo sem fjölda hráefna. Auk þess hafa Indverjar sýnt, þó að í smáum mæli sé ennþá, að þeir hafa ágæta hæfileika til að skipuleggja iðnað. Stálmill- urnar í Tata eru t. d. hinar stærstu námur hins brezka heims veldis og sumar deildir þeirra hafa betri útkomu en nokkurar sömu tegundar í Bandaríkjun- um. Ágæt verkfæri eru smíðuð í indverskum verksmiðjum, og meðal Indverja eru til ágætir vélfræðingar, efnafræðingar og verkfræðingar. Ástæður, sem andmæla. Samt er eg hræddur um að ekki muni takast að ná því marki, sem áætlunin stefnir að: að bæta afkomu fólksins með því að láta framleiðsluna aukast meira en fólkstöluna. Indversku þjóðernis sinnarnir benda á hina rússnesku fyrirmynd, enda er áætlun þeirra að ýmsu leyti sniðin eftir fimm ára áætluninni rússnesku. Samt er hætt við að hinar rússnesku aðferðir dugi hér ekki. Ástæð- urnar fyrir því eru þessar fjór- ar: 1. Indland hefir ekki nægi- leigt rnagn af ýmsum nauðsyn- legum hráefnum — einkum olíu og kolum, en þessi efni eru und- irstaða iðnaðar í flestum lönd- um. 2. í Rússlandi var jafnvel við lok hinnar fyrri heimsstyrjaldar talsverður afgangur frá brýnustu þörfum. Fimm ára áætluninni var komið í framkvæmd með því að taka allan afgang frá brýn- ustu þörfum til þessara fram- kvæmda. 1 Indlandi er um eng- an afgang að ræða. Harka dugir ekki. 3. Litlar líkur eru til að ind- versk sjálfstjórn hefði tök á að fá þjóðina til að leggja fram það sem þyrfti, jafnvel þó að hún hefði eitthvað til að leggja fram. Indversk stjórn hlyti að verða völt í sessi og eiga við hina mestu örðugleika að stríða í því að sam- ræma óskir og vilja hinna sund- urleitu þjóðflokka, trúflokka og stétta. Slíkri stjóm myndi ekki verða þolað að beita hörku. Ef hún reyndi það, yrði hún þegar að víkja. 4. Rússnesku yfirvöldin höfðu á að skipa dugmikilli þjóð, sem var stæld í mannraunum og glímu við harða veðráttu. Ind- verska þjóðin er rhergsogin af hungri, sjúkdómum (25 af hundr aði þjást af malaríu), og hinu heita loftslagi. Enginn, nema sá sem reynt hefir, getur gert sér í hugarlund, hve lamandi þetta loftslag er. Hitinn læsist manm um merg og bein, og hver hreyf- ing er ótrúleg áreynsla. Færri fœðingar? Setjum þó svo, að áætluninni verði með einhverju óskiljanlegu móti framfylgt. Mundi þá hinn bætti efnahagur leiða af sér lækk aða fæðingartölu, eins og for- kólfar þessarar áætlunar virðast álíta? Það er lítill efi á því, að svo mundi ekki verða. Áætlað er að hækka meðaltekjur upp í 135 rúpíur á ári. Það er ekki lík- legt, að þessar tekjur yrðu nógu háar til þess að skapa þá ger- breytingu í lifnaðarháttum, venj- um og siðmenningu, sem hefir valdið lækkandi dánartölu í Vesturlöndum, og jafnvel þó að tekjurnar hækkuðu miklu meira, mundi þó ekki duga, því að trú- arbrögð Indverja og siðir eru þess hvetjandi, að fæðingartala sé sem hæst. Trúarbrögð Indverja, bæði Múhameðstrúin og Hindúatrúin fyrirskipa að engar hömlur séu lagðar á mannfjölgunina, og þessi trúarbrögð eru svo máttug .með fólkinu að erfitt yrði .að hamla á móti þeim. Það er æðsta skylda hvers Hindúa að eignast son, og hjónabandið er sjálft guðleg stofnun. Eg hefi talað við lækna, trú- boða, félagsfræðinga, hjúkrun- arlið og heilsuverndar, og öllum kom saman um, að engrar breyt- ingar væri að vænta í þessu efni fyrr en eftir að reynt hefði verið kynslóð eftir kynslóð að innræta aðrar skoðanir, og að til þess þyrfti hina mestu þolinmæði og varfærni, því að þessar erfða- venjur eru runnar þessum kyn- þætti svo í merg og bein, að eng- in dæmi eru til, að nokkurar trú- ar og siðvenjur- hafi orðið jafn grónar með nokkurri þjóð. Fleiri fæðingar. Þess vegna er líklegast, að áætlunin mundi leiða til hækk- andi fæðingartölu, fremur en 'hitt. Hins vegar mundi dánar- talan líklega lækka, því að í áætluninni felst mjög víðtæk heilsuverndarstarfsemi. Ef mér skjátlast ekki í þessu mundu afleiðingarnar af því að áætl- unin heppnaðist verða hinar sömu og urðu af vatnsveitufram- kvæmdum brezku stjómarinnar — vaxandi fólksfjölgun og auk- in fátækt meðal alþýðunnar. Er þá engin leið að leysa þessa þraut? Líklega ekki — að minsta kosti um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Eg komst að þessari dapur- legu niðurstöðu eftir margra mánaða athugun á öllum mála- vöxtum og aldrei hefi eg ratað í raunalegri kynni af óleysandi vanda. Þegar eg fór ,til Indlands, hélt eg að enginn sá vandi væri til, sem ekki væri með einhverju móti unnt að leysa. Eg held að þessi hugsunarháttur einkenni Bandaríkjamenn. Þeim hefir sjaldan orðið skotaskuld úr því, að leysa sín vandræði. Þess vegna varð mér ekki um sel, er fyrir mér varð vandi, sem engin hugs- anleg lausn virtist vera á. Og engan hitti eg heldur, sem hélt að sú lausn væri nokkur til, er hann hafði hugsað málið. (Jafn- vel hinir vonbeztu meðal þeirra, sem studdu áætlunina, virtust vera í nokkurum vafa). Nehru heimtar byltingu. Og samt veit enginn nema sú lausn kunni að koma fyrr en varir. Nehru, leiðtogi Kongress- flokksins, heimtar byltingu. Hann boðar þjóðnýtingu þunga- iðnaðar, sameignarbú í stað smá- býlanna og — óbeinlínis — af- nám eða tilraun til að afnema hina fornu þjóðfélagsbyggingu, með allri hennar stéttaskiptingu og hégiljum. En það er ekkert útlit fyrir að fyrirætlanir hans nái fram að ganga í náinni fram- tíð, vegna þess að iðjuhöldar þeir, sem mestu ráða í Kongress- flokknum eru þeim algjörlgga mótfallnir. Og þar að auki hefir Nehru misst mjög mikið af fylgi sínu meðal lýðsins eftir að hann var fangelsaður síðast. Það, sem hjálpað gæti, hef- ir enginn látið sér til hugar koma að framkvæma, en það er að leiða inn í landið feiknin öll af fjármagni frá öðrum löndum, og annað það sem þarf til þess að fjármagn komi að notum: Kunnáttu í nútíma tækni og öll þau tæki sem hafa þarf til þess að henni verði beitt. — Ógrynni auðæfa þarf til, framtak og vilja- styrk og fyrst af öllu þarf að mennta hinar óteljandi þúsundir í þorpunum um gervallt land- ið, lækna þær og kenna þeim heilsuvernd, útrýma farsóttun- um, malaríu, taugaveiki og kól- eru, — og kenna mönnum að hafa hemil á fæðingum og gera þá að lokum færa um að stjórna sér sjálfir. Dýrt mundi þetta verða, enn dýrara að reisa at- vinnuvegi sem nægja mundu þörfum þjóðar, s’em er 400.000.- 000 að tölu. Hver er sú þjóð, sem fús væri að fórna slíkum geysifjárhæð- um? Því að lítið af því sem varið væri til að lækna þjóðina og mennta, mundi gefa af sér þein- an arð, það mundi aldrei verða endurgoldið. Auk þess er ind- verskum leiðtogum mjög lítið um erlent fjármagn, og hinir tortryggustu við útlendinga, eink um Bandaríkjamenn. Það er því líklegast, að Ind- land verði sjálft að sjá um end- urreisn sína, hvort sem það er fært um það eða ekki — og allar líkur mæla með því, að svo sé ekki. Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Lögbergs á tslandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri í Grænmetisverzlun rikisins. Séra Valdimar J.Eylands “Æskuhugsjón mín að verða prestur.” Við frumskógákofana. 1 skugganum af risavöxnum trjám frumskógarins við Brere- ton vatn, hundrað mílur norð- austur af Winnipeg borg rita eg þessar línur. Rétt hjá steininum, er eg sit á, standa fjórtán smá- kofar í hálfhring á grasflöt milli trjánna. Sérhver þessara litlu kofa eru aðeins eitt herbergi, og eiga hér aðsetur um þessar mundir sextíu ungir menn og ungar stúlkur, sem komin eru til þess að dvelja vikutíma í sum- arbúðum “The United Lutheran Church of Canada” við Brere- ton vatn. Þetta unga fólk en komið hér saman úr öllum átt- um til þess að auðgast, í sam- félagi við Jesúm Krist, af hinni hrífandi náttúrufegurð og sum- arskrúða þessa staðar. Einnig er það hingað komið til þess að læra sögu lútersku kirkjunnar í Canada, fyrirkomulag hennar og skiptingu í fleiri kirkjudeildir, stefnu þeirra og starfsemi. Til þess að kenna unga fólkinu þessa umfangsmiklu og vandasömu fræðigrein var valinn íslending- ur, sem kunnur er hér vestra fyrir kennimannsstarf sitt og fræðimennsku. Er það séra V. J. Eylands, prestur Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg. Með hon- um er eg hingað kominn og vil nota tækifærið, sem mér gefst hér, til þess að gefa lesendum blaðsins kost á því áður en lýkur, að fræðast eitthvað um þennan merka Islending og þjón Drott- ins meðal íslendinga í Vestur- heimi. í þriðja lagi er svo hinn lúterski ungmennahópur kominn í sumarbúðirnar til þess að end- urnærast líkamlega í skauti nátt- úrunnar, — iðka sund í vatninu, taka þátt í margskonar leikjum, og í fáum orðum sagt að lifa sem einfaldast og eðlifegast langt í burtu frá ys stórborganna. Allt í einu heyri eg, að sagt er að baki mér: “Svo þú situr þá hér og skrifar í ákafa!” Þetta var séra Valdimar. Og ekki var heldur um annan að ræða þarna, sem talaði íslenzku. “Þú kemur eins og kallaður, eg ætlaði einmitt að fara að skrifa um þig, séra Valdimar”. “Þá er bezt að eg forði mér burtu!” “Nei, komdu og setztu hér á steininn og talaðu stundarkorn við mig. Segðu mér t. d. eitt- hvað af þínum æskuárum á Is- landi.” Og séra Valdimar átti ekki annars úrkosti en að byrja frá- sögn sína, sem á þessa leið hljóð- ar: Fyrsta bókin, sem hann keypti. “Fæddur er eg á bæ þeim, er nú heitir Laufás i Víðidal í Húna- vatnssýsíu, 3. marz 1901. For- eldrar mínir voru Jón Daníelsson bóndi þar og Sigurlaug Þorsteins dóttir. Fyrstu árin ólst eg upp hjá föður mínum í heimahús- um, naut venjulegrar farskóla- kennslu sveitabarna, og dvaldi tvö ár við nám í Alþýðuskóla Húnvetninga á Hvammstanga. Gagnfræðapróf tók eg á Akur- eyri og innritaðist síðan í fjórða bekk Menntaskólans í Reykja- vík. Stundaði eg nám þar syðra í tvö ár, eða unz faðir minn dó. Varð eg þá að hætta námi af fjárhagsástæðum. Þá var mér bent á möguleika til framhalds- náms fyrir vestan haf. Töldu viifir mínir líkindi til að eg gæti haldið áfram skólanámi þár og unnið jafnframt fyrir mér. Eg ákvað að reyna þetta og fór til Vesturheims. Hugði eg gott til þess að geta lært enska tungu í hinu enskumælandi landi. Ensk- an hafði alla tíð verið mér hug- leikið tungumál. Snemma vakn- aði löngun mín til þess að læra hana. Má meðal annars ráða það af því, að fyrsta bókin, sem eg keypti fyrír mína eigin peninga, — en þá hafði eg unnið mér inn á rjúpnaveiðum — var orðabók Geirs Zoega. Má segja um þessi fyrstu bókakaup mín, að snemma beygðist krókurinn að því sem verða vildi. Nýr heimur. “Hvernig fannst þér koman til Vesturheims?” “Eg kom vestur árið 1922. Sannast sagt fannst mér koman þangað allt annað en glæsileg. Þá voru krepputímar og öll af- koma fólks miklum erfiðleikum bundin. Eg lenti sem fiskimaður (Frh. á bls. 7) Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dak B. S. Thorvarðson Árborg, Man Árnes, Man. 1 ... K. N. S. Fridfinnson M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bantry, N. Dak Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash. Árni Símonarson Blaine, Wash Árni Símonarson Cavalier, N. Dak B. S. Thorvarðson Cypress River, Man O. Anderson Churchbridge, Sask Dafoe, Sask. • S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodman Garðar, N. Dak Páll B. Olafson Gerald, Sask. C. Paulson Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson 0 Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak Páll B. Olafson Hnausa, Man. .... K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Ivanhoe, Minn Miss P. Bárdal Langruth, Man John Valdimarson Leslie, Sask Kandahar, Sask. Jón Ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Minneota, Minn Miss P. Bárdal Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson Mozart, Sask Otto, Man Dan. Lindal Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Reykjavík, Man Árni Paulson Riverton, Man ... K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal Selkirk, Man. S. W. Nordal Tantallon, Sask J. Kr. Johnson Upham, N. Dak Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal Wynyard, Sask.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.