Lögberg - 18.10.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
18. OKTÓBER, 1945.
7
Séra Valdimar . . .
(Frh. af bls. 2)
norður á Winnipegvatni og fékk
60 dollara í kaup á mánuði. Um
haustið hóf eg aftur nám þar sem
frá var horfið á íslandi. Á skól-
um þessa lands hefi eg hlotið
mentastig þau sem hér eru veitt
vIS stúdentspróf (Bachelor of
Arts) og við embættispróf í
guðfræði. (Bachelor of Divin-
ity). Oft var róðurinn þungur.
Á sumrin vann eg hvað sem fyr-
ir kom; stundaði meðal annars
húsasmíðar sumarlangt, en það
var ný atvinnugrein hvað mig
snerti. Á þennan hátt var mér
kleift að stunda nám mitt hér
vestra.
Æskudraumurinn.
“Guðfræðinám mitt stundaði
eg á prestaskóla norsku lút-
ersku kirkjunnar í Ameríku” —
hélt séra Valdimar áfram. “Sam-
tímis mér voru um hundrað og
tuttugu nemendur á þessum
skóla. Til þessa náms var eg
styrktur að nokkru fjárhagslega
af hinu ev. lút. kirkjufélagi ís-
lendinga í Vesturheimi og skuld-
batt eg mig þá um leið til þess
að verða prestur þeirra um nokk-
ur ár. Námið í skólanum var
tekið föstum tökum. Þegar við
gengum undir fullnaðarpróf í
ræðumennsku fengum við ekki
að hafa eitt einasta skrifað orð
auk Biblíunnar, er við gengum
upp í ræðustólinn til þess að
flytja prófprédikunina. Reið
þetta sumum að fullu, jafnvel í
miðri ræðunni. Aðrir gátu jafn-
að sig og tekið upp þráðinn á
meðan þeir drukku úr vatns-
glasinu. En flestir komust þó
klakklaust í gegn um alla ræð-
una.
“Varst þú snemma ákveðinn í
því að verða prestur?”
“Það var æskuhugsjón mín að
verða prestur, og mér kom aldrei
til hugar að verða neitt annað.
Þá hugsaði eg auðvitað ekki um
annað en að verða prestur þjóð-
kirkjunniar á íslandi. Að því
leyti hefur sá æskudraumur
minn ekki rætzt, en þar er þó
um aukaatriði að ræða, þar sem
eg er eigi að síður prestur ís-
lendinga hér vestra.
Prestur við Kyrrahaf.
“Hefir þú alla tíð verið prest-
ur Vestur-íslendinga?”
“Nei. Þegar eg lauk námi mínu
stóð svo á, að ekkert prestakall
íslenzku kirkjunnar hér vestra
Var laust. Gerðist eg þá um
stund prestur Norðmanna í
Norður-Dakota. En eg var ekki
alls kostar ánægður sem prést-
ur þeirra, þar sem mér fannst
eg eiga hlutverk mitt að vinna
meðal íslendinga. Stefndi hug-
ur minn mjög til íslands, en ekki
gat þó orðið um neina heimför
að ræða af ýmsum ástæðum.
Árið 1931 fór eg vestur áð Kyrra-
hafi til ensks safnaðar í bænum
Bellingham í Washington-ríkinu,
en þjónaði þó einnig íslenzkum
söfnuðum í Blaine og á Pt. Ro-
berts. Þar undi eg öllu betur hag
mínum og var þar prestur um
sjö ára skeið, þangað til eg varð
kallaður til Winnipeg árið 1938
sem eftirmaður dr. Björns B.
Jónssonar. Hefi eg síðan verið
prestur Fyrsta lút. safnaðar þar,
en hann er lang stærstur allra
íslenzkra safnaða í Vesturheimi
eins og kunnugt er, svo eg hefi
nóg að gera.
Trúrœkni og þjóðrækni.
“Hvað vilt þú segja mér um
afstöðu þína til þjóðræknismál-
anna?”
“Eg tel skammt vera á milli
trúrækni og þjóðrækni. Hefi eg
í starfi mínu sem prestur Islend-
inga látið mér annt um að
glæða skilning og áhuga fólks-
ins á því sem fagurt er og gott
í þjóðlífi okkar. Islenzka tung-
an er hér mikið töluð ennþá, en
það verður erfiðara með ári
hverju að viðhalda henni meðal
yngra fólksins.”
“Hvað heldur þú að ykkur
gæti helzt orðið til stuðnings í
þjóðræknisbaráttunni?”
“Eg tel, að gagnkvæm manna-
skipti séu mikils virði fyrir starf
okkar. Þá hefi eg og í huga, að
skipti á prestum um stundar-
sakir, hefði mikil og góð áhrif
okkur í vil. Einnig væri æski-
legt, að smáhópar ungmenna
gætu farið heim og dvalið þar í
sumarfríum, og ef til vill verður
það ekki ókleift með bættum
samigöngum. Eins gætu slíkir
hópar komið heiman af íslandi
og eytt fríum sínum hér. Þetta
ætti vonandi að geta orðið mál-
efni náinnar framtíðar. Þá tel
eg það nauðsynlegt, að komið
verði á fót kennsluembættum í
íslenzkum fræðum við Manitoba
háskólann, sem nú hefir mjög
borið á góma varðandi hina
höfðinglegu gjöf Ásmundar P.
Jóhannssonar til þess fyrirtækis.
Væri vel, ef íslenzka ríkið legði
hér hlut að máli, og legði fram
einhvern skerf til þess að flýta
fyrir þessu nauðsynjamáli Vest-
ur-íslendinga, sem í raun og veru
á að vera kappsmál allra Islend-
inga.”
“Eru íslenzkar bækur mikið
keyptar hér?”
“Vel á minst. íslenzkar bæk-
ur eru okkur kærkomnar, en þær
eru svo óheyrilega dýrar, að öll-
um almenningi er ókleift að
kaupa þær. Er þetta okkur nokk-
urt sársaukaefni þar sem við
vildum svo gjarnan kaupa þær
fyrir skaplegt verð og lesa.”
“Lutherans in Canada”.
“Hvernig stendur á því, að þú
varst fenginn til þess að hafa á
hendi þessa sérstöku kennslu við
námsskeiðið hér í sumarbúðun-
um?”
“Það mun standa svo á því, að
eg hefi um nokkurt skeið haft
í smíðum bók er eg nefni: Lut-
herans in Canada. Er þeirri bók
ætlað að rekja sögu lúthersku
kirkjudeildanna í þessu landi alt
frá fyrstu tíð og til þessa dags.
Byrjaði eg að safna efni til þess-
arar bókar skömmu eftir að eg
byrjaði starf mitt hér, og er nú
hafin prentun á henni í “Colum-
bia Press” í Winnipeg. Enda þótt
bók þessi sé á enskri tungu, von-
ast eg til að einhverja heima á
íslandi fýsi að kynnast efni henn
ar. Um hvmdrað myndir rnvrnu
fylgja lesmáli bókarinnar, sem
verður um 300 blaðsíður að
stærð.
Af sem áður var.
“Hvað viltu segja mér um
samkomulagið milli Sambands
kirkjufélagsins og kirkjufélags-
ins ykkar lúterska?”
Sú var tíðin, að Islendingar
skiftust ákveðið í þessi tvö
kirkjufélög og allmikið bar á
trúardeilum í fyrri daga, eins
og þér er e. t. v. kunnugt um.
N'ú hafa þessar deilur legið
niðri í mörg ár, og tel eg það
vel farið. Slíkar deilur hafa
jafnan meiri neikvæðan en já-
kvæðan árangur. Sambandið
milli kirkjufélaganna má nú
heita gott, og hefir komið fram
eindreginn samvinnuhugur á
báða bóga um almenn velferða-
mál Vestur-Islendinga.”
“Hvað hyggur þú, að hafi
stuðlað mest að þessari breyt-
ingu?”
“Eg tel að Þjóðræknisfélagið
hafi átt sinn ríka þátt í því að
brúa bilið milli félaganna. I því
félagi höfum við unnið saman
að sameiginlegum áhugamálum.
Þannig hefir bilið smám saman
brúast, og Þjóðræknisfélagið
orðið eins konar “Sæbjörg” í
þeim skilningi.”
Sannur íslendingur.
Séra Valdimar J. Eylands er
bæði vara-forseti Þjóðræknisfé-
lagsins og kirkjufélagsins. Ber
það hvort tveggja vott um mikla
kosti hans sem íslendings og
kennimanns, enda koma þeir
glöggt fram í kynningu við
hann. Það er ekki nóg að tala
um séra Valdimar sem aiíslenzk-
an mann, heldur rammíslenzk-
an í framgöngu og málfari öllu.
Talar hann með afbrigðum stíl-
fagurt og hreint íslenzkt mál í
föstum og ákveðnum hrðím. Séra
Valdimar hefir veigamikið em-
bætti sem prestur Fyrsta lút-
erska safnaðar. Flytur hann
tvær guðsþjónustur hvern
sunnudag, aðra á ensku, hina á
íslenzku. Auk þess hefir hann
sunnudagaskóla eftir fyrri mess-
una, en ungmennafélagsfund
eftir þá síðari. — Þá sækir hann
og ýmsar samkomur og fundi
í vikunni og flytur ótal ræður
og erindi við margvísleg tæki-
færi. Þá er séra Valdimar mik-
ill fræðimaður. Á hann mikið
safn bóka á íslenzku, og öðrum
tungum og unir sér mjög við
lestur þeirra. Bók hans: Luther-
ans in Canada, sem bráðum
kemur á bókamarkaðinn, ber
ótvíræðan vott um vísindalegt
fræðimannsstarf hans og rit-
hæfileika. I fáum orðum sagt á
ísland mikilhæfan og góðan son
(Frh. á bls. 8)
FRAMUNDAN ER CANAOA SEM
ÞU DG BORN ÞIN KJOSA SER
fram yðar skerf því tíl uppbyggingar
i
Verður Canada friðartímans það tand, er þér
kjósið . . . færí um að tryggja yður atvinnu, lífs-
nauðsynjar og hamingju?
Sé það, má enginn liggja á liði sínu varðandi
þjóðfélagslega þróun þess. Ef til vill hafið þér
lánað landinu son til þess að berjast . . . eða
dótfur til að vinna að herþjónuslu. Eða þér
hafið unnið sýknt og heilagt umtölulaust . . .
lánað peninga yðar til Sigursins. Sé svo, hafið
þér í öllum tilfellum rækt skyldur yðar drengi-
lega.
En kröíur og afleiðingar stríðs enda ekki við
það, að vopn séu lögð niður. Vér verðum bók-
staflega að byggja upp á nýjan leik, ef Canada
friðarlímanna á að verða það land, sem vér
kjósum. Sem þegnhollir Canada-menn, verðum
vér að hjálpa landi voru til þess að geta risið
undir mikilli, en óumflýjanlegri fjárhagsbyrði.
Að öðrum kosti rætast ekki vonir vorar.
Að nefnt sé aðeins eitt viðfangsefni — að koma
hermönnum vorum á ný í borgaralega lífsat-
vinnu. Vér erum að flytja hundruð þúsunda af
hermönnum vorum heim — koma þeim öllum í
alvinnu, jafnt konum sem mönnum, er í her-
þjónustu tóku þátt — annast um þá, sem lamast
hafa, og sifjalið þeirra. Þetta alt krefst geisi-
legra peninga, og þetta er einungis einn óhjá-
kvæmilegur útgjaldaliður meðal margra annara.
Hvernig verður þetta
gert?
Til þess að þetta megi lánast, verð-
um vér, auk þess að greiða skatta vora,
að halda áfram að lána Canada spari-
fé vort, alt, sem vér getum losað við
oss.
I þessu tilfelli eru skyldur vorar oss
sjálfum í hag. Sigurlánsveðbréf eru
bezta innstæðan sem hugsast getur,
og trygð með öllum náttúrufríðindum
Canada. Af þeim eru greiddir góðir
vextir tvisvar á ári, og sé þess nauð-
syn, má koma þeim strax í peninga.
Festið það á minnið, að þetta verður
síðasta Sigurlánið í heilt ár. Hin fyrri
lán hafa verið boðin út tvisvar á ári.
Verið viðbúin að kaupa eigi minna en
í hinum lánunum . . . það borgar tvö-
falt meira í þetta sinn.
Vegna framtíðar vona yðar og barna
yðar — og Canada . . . kaupið Sigur-
láns veðbréf.
#|y Undirskrifið vegna
SIGURSINS!
*