Lögberg - 01.11.1945, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1945
7
Hrafna Flóki
Nú hefi eg sagt ykkur frá því,
að Grikkinn Pytheas fann land
norður við íshafið 325 árurn fyr-
ir Krists burð, sem hann kallaði
Ultima Thule og margir halda,
að það hafi verið Island. Hann
sá ekkert fólk þar.
Pytheas fór þessa ferð til þess
að rannsaka hvernig væri um-
horfs þegar siglt væri langt
norður.
Ekki er þess getið í sögunni,
að nokkur hafi svo komið til ís-
lands í margar aldir.
Þvínæst er sagt frá munkum
frá írlandi, sem fóru tli Islands.
Þeir fóru þangað til þess að hafa
næði við bænahöld sín.
í kringum árið 850 viltist
þangað norskur víkingur, sem
hét Naddóður. Hann kallaði
landið Snæland. Hann sá Ækkert
fólk þar og sigldi strax á burt.
Næsti maðurinn, sem kom
þangað, hét Garðar Svafarsson.
Hann sigldi alt í kringum landið
og fann að það var eyja. Hann
kallaði það Garðarshólma.
Þegar Naddóður og Garðar
komu aftur til Noregs, sögðu þeir
fólki frá þessu stóra óbygða
landi. sem væri norðvestur af
Færeyjum. Norskur víkingur,
sem hét Flóki heyrði þetta, og
hann afréð að flytja þangað með
alt sitt fólk og allar sínar skepn-
ur. Hann hafði með sér trjávið
til þess að byggja hús.
Ung kona útskrifaður
guðfræðingur
Sú var tíðin að kvenfólkið var
af karlmönnunum talið ófært til
allra starfa nema ef til vill þeirra,
sem lúta að matargerð og ung-
börnum. Og sú var líka tíðin að
konur höfðu ekki meira álit á
sjálfum sér en svo, að þær hímdu
hver í sínu eldhúsi daginn út og
daginn inn og ár eftir ár í reykja-
stybbu og matarlykt með organdi
krakka á allar hliðar, þangað til
að þær að lokum lognuðust útaf,
sad'dar lífdaga, án þess að hafa
nokkru sinni gert sér vonir um
betri kjör, hvað þá heldur kraf-
ist þeirra.
En svo vildi það til á öldinni
sem leið, að konur fóru að ranka
við sér og risu nú upp í breiðar
fylkingar til þess að tala hátt og
heimta aukin réttindi. í fyrstu
munu karlmennirnir hafa látið
þennan kvennaklið sem vind um
eyrun þjóta, en þegar fram liðu
stundir óx hinu veika kyni svo
mikill máttur, að venjulegar
húsmæður fóru að gerast ískyggi-
lega gustmiklar í kröfum sínum,
og það jafnvel svo; að þær þótt-
ust hafa fult eins mikið vit á
pólitík og elskulegir eiginmenn
þeirrá. I þá daga var þetta sann-
arlega nokkuð djúpt tekið í ár-
inni, enda bjuggust karlmenn nú
rammlega til varnar. En samt
varð sá endirinn á, að konur
sviftu öllum tálmunum úr vegi;
ruddust inn' að kjörborðunum við
hlið karla sinna og tóku til að
kjósa í gríð og ergju.
Samfara þessu urðu svo rétt-
indabætur á högum kvenfólksins
svo að segja á'öllum sviðum. Af-
drifaríkasta atriðið í því sam-
bandi var að sjálfsögðu skóla-
ganga kvenna, sem að vísu fór
ekki að tíðkast verulega fyrr en
nú á allra síðustu áratugum en
hafði fljótt þær ánægjulegu af-
leiðingar í för með sér, að konur
fóru að láta til sín taka á flest-
um sviðum þjóðlífsins.
Konur urðu listamenn, konur
urðu læknar, konur urðu alþing-
ismenn, konur urðu rithöfund-
ar, konur urðu þetta og konur
urðu hitt og yfirleitt hafa þær
allsstaðar sýnt, að guð hefir ekki
síðan sigldi hann í norðvestur.
Hann hafði engan áttavita svo
það var erfitt fyrir hann að rata.
Hann hafði með sér þrjá hrafna
til að vísa sér leið. Þegar hann
hafði siglt lengi, þá slepti hann
fyrsta hrafninum. Hrafninn
flaug til baka til Færeyja, því
þangað var enn skemst til lands.
Nú sigla þeir lengi og svo sleppir
Flóki öðrum hrafninum. Hann
flaug upp í loftið, en svo aftur
til skipsins, því nú var langt til
allra landa. Og enn sigla þeir
lengi og svo sleppir Flóki þriðja
hrafninum og hann flaug í þá
átt, sem þeir fundu landið. Af
þessu var Flóki kallaður Hrafna-
Flóki.
Orðasafn:
íshafið—Arctic Ocean
fyrir Krists burð — before the
birth of Christ
rannsaka — explore
margar aldir—many centuries
munkur—monk
að hafa næði—to be undisturbed
bænahald—prayers
að villast—to lose the directions
óbyggt—uninhabited
afréð—decided
flytja—migrate
skepnur—animals
tr j á viður—timber
að byggja—to build
áttaviti—compass
erfitt—difficult
að rata—to find the wáy
hrafn—raven
flaug—flew N
sparað við þær hæfileikana —
nema síður sé. Og nú á seinni
tímum er sannfæring allra orð-
in sú, að konur séu fullkomnir
jafnokar karlmanna í sérhverju
því starfi, sem eitthvað reynir á
andans mátt.
En þegar við lítum í kringum
okkur í þessu þjóðfélagi, þá sjá-
um við samt, að þær eru undar-
lega margar stöðurnar, sem kon-
ur koma aldrei nálægt, en ein-
göngu eru stundaðar af karl-
mönnum; og okkur finnst næsta
furðulegt að hugsa til kvenna í
slíkum stöðum enda þótt augljóst
sé, við nánari athugun, að bæði
kyn hafa jöfn skilyrði til að
rækja flestar greinarnar svo að
vel fari.
Þannig er því til dæmis varið
með prestsstörfin. Við eigum
bágt með að hugsa okkur ís-
lenzka konu í hempu með kraga.
Og það er hætt við að söfnuður-
inn mundi horfa með spurn í aug-
um inn í kórinn, ef þar birtist
einn góðan veðurdag, ung og
lagleg stúlka, og segði mönnum
að taka hinni postullegu kveðju.
Ekki er samt óhugsandi, að
eitthvað þessu líkt gerist, áður
en langt um líður.
Þann 31. maí síðastliðinn gekk
frú Geirþrúður Hildur Bernhöft
undir próf í guðfræði við Háskóla
íslands. Prófdómendur voru
Bjarni Jónsson og Árni Sigurðs-
son. Kapellan var fullskipuð á-
heyrendum; meðal þeirra var
biskupinn yfir Islandi. Prófið
stóðst hún með heiðri og sóma
og gekk úr kapellunni sem út-
skrifaður guðfræðingur með full-
an rétt til að ganga undir vígslu
og taka við prestsembætti ein-
hversstaðar í landinu. Geirþrúð-
ur Hildur Bernhöft er fyrsta ís-
lenzka konanT sem ávinnur sér
slíkt tækifæri; líklega fyrsta ís-
lenzka konan, sem hefir rétt til
að syngja messu.
Hildur er ung að aldri, fædd
árið 1921, dóttir hjónanna Hildar
og Jóns Sívertsen. Hún giftist
fyrir tveimur árum Sverri Bern-
höft, stórkaupmanni, og eiga þau
eitt barn, ársgamalt.
Það er, sem sagt, komið á dag-
inn, að kvenmenn geta orðið
prestar engu síður en karlmenn.
Og er ekki einmitt .ákjósanlegt,
að sem flestar stúlkur feti í fót-
spor Hildar Bernhöft? Hver veit,
nema það yrði til þess að kirkju-
líf á íslandi tæki þeim stakka-
skiftum, að allar þessar hrak-
spár í sambandi við framtíð
kristindómsins reynist rangar?
—Fálkinn.
Mikilhæfur listamaður
lýkur námi
Við íslendingar höfum ávallt
verið gefnir fyrir góðar bók-
menntir og réttilega þótst meiri
menn af. Sama er að segja um
söng og alla æðri tónlist; við
þykjumst kunna að meta hvert-
tveggja að verðleikum. Og það
er ástæðulaust að nefna hér nokk
ur dæmi til stuðnings því, að
þetta álit sjálfra okkar á menn:
ingu þjóðarinnar er ekki raka-
laust raup, heldur óhrekjandi
staðreynd. Dæmin eru svo ótal-
mörg.
En hvað er að segja um mál-
aralist og myndsmekk þjóðar-
innar?
Þessari spurningu svara um-
mæli þau, sem fram hafa komið
bæði hér og erlendis um íslenska
myndlistarmenn. Á þeim er ó-
hætt að byggja þá fullyrðmgu
að aldrei fyrr hafi eins vænlega
horft um viðgang íslenzkrar mál-
aralistar og nú hin síðari ár.
Halldór Pétursson kom heim
fyrir skömmu. Hann er einn
hinna mörgu sona þessarar þjóð-
ar, sem gæddir hafa verið gáf-
unni til að skápa fagrar mynd-
ir, og hann er einnig í hópi þeirra
sem fengið hafa tækifæri til að
sigla í önnur lönd og kynna sér
hinar lifandi listir, sem þróast
þar, til þess síðar að flytja öll hin
bestu áhrif þeirra hingað heim.
Halldór Pétursson er 28 ára
gamall, sonur Péturs heitins Hall
dórssonar, borgarstjóra og konu
hans Ólafar Björnsdóttur.
Margir af lesendum Fálkans
munu kannast við myndir Hall-
dórs, þær, sem hann gerði, áður
en hann hélt vestur um haf til
náms. Nokkrar þeirra voru til
sýnis hér í Reykjavík og vöktu
mikla athygli.
I árslok 1941 lagði Halldór leið
sína til Bandaríkjanna, þar sem
hann stundaði nám við tvær
þekktar listastofnanir um þriggja
og hálfs árs skeið, fyrstu 6 mán-
uðina við Art Institute of Minn-
eapolis, Minnesota, en síðan við
Art Students’ League í New
York.
Núna í vikunni átti Fálkinn tal
við Halldór um dvölina fyrir
vestan, og lét hann hið besta
yfir henni.
Eins og kunnugt er, leituðu
fjölmargir listamenn af megin-
landi Evrópu vestur um haf, með
an á stríðinu stóð, til þess að
forðast þá andlegu áþján, sem
ríkti í ættlöndum þeirra, margra
hverra. Þetta hefir orðið til þess
að veita nýju lífi í listaþróun
Bandaríkjanna, og á það ekki
hvað síst við um málaralist, enda
mun það ekki allfjarri sanni, að
þar í landi dveljist nú flestir
hinna frægustu málara heimsins.
Margir þeirra starfa sem kenn-
arar við ýmsar stofnanir, þar á
meðal Art Students’ League, sem
hefir á að skipa úrvals kennur-
um í öllum greinum.
Að svo stöddu skal ekki fjöl-
yrt um hina ágætu frammistöðu
Halldórs á þessum listaskóla og
nægir í því sambandi að geta
þess, að hann hlaut verðlaun úr
Pennell-sjóðnum í Washington
fyrir myndina “Hestaat”, Pen-
nell-sjóðurinn var stofnaður til
minningar um einn frægasta
dráttlistarmann Bandaríkjanna,
Pennell. Árlega heldur sjóðurinn
myndsýningu, sem vekur mikla
eftirtekt, enda taka flestir þekt-
ustu dráttlistarmenn Bandaríkj-
anna þátt í henni. Að þessu sinni
bárust sýningarnefndinni 1100
myndir; 335 voru settar á sýn-
inguna, en aðeins 35 hlutu verð-
laun og var mynd Halldórs á
meðal þeirra. Myndasýningin
hófst þann 1. maí og lauk henni
1. þ.m.
Þegar vér spurðum Halldór um
álit hans á íslenzkri málaralist,
þróun hennar og framtíðarhorf-
um, fórust honum orð á þessa
leið:
‘Tslendingar eiga að líkindum
fleiri listmálara en nokkur önn-
ur þjóð í heiminum, miðað við
fólksfjölda. (Og á eg þar við
menn, sem í sannleika hafa leyfi
til að kenna sig við listir). Það er
því þeim mun hryggilegra til
þess að vita, a0 hér skuli enginn
sá staður finnast þar sem allur
almenningur getur óhindrað feng
ið að njóta ávaxtanna af starfi
hinna listgefnu landa sinna.
Þeirra verk eru þjóðleg verð-
mæti, sem allir eiga rétt á að
njóta. Stofnun opinbers málverka
safns mundi opna alþýðunni nýj-
ar leiðir til að nálgast þessi verð-
mæti.”
Fálkinn.
Minningar guðsþjónusta
Jón Sigurðsson félagið er að
efna til minningarguðsþjónustu
í Fyrstu Lútersku kirkju, sunnu-
dagskvöldið, þann 11. nóvermer,
kl. 7.
Mjög er verið að vanda allan
undirbúning svo að viðeigandi
hátíðar- og alvörublær megi
hvíla yfir athöfninni. Séra V. J.
Eylands og séra P. M. Péturs-
son taka þátt í guðsþjónustunni,
og sameinaðir söngflokkar ís-
lenzku safnaðanna eru að æfa
sérstaka kórsöngva undir stjórn
Paul Bardal, með aðstoð Miss
Snjólaugar Sigurðson og Gunn-
ars Erlendsson. Dr. K. J. Aust-
man minnist hinna föllnu í þessu
stríði og fyrra stríðinu frá 1914
til 1918.
Félagið er mjög þakklátt
nefndarmönnum og prestum ísl.
safnaðanna, sem hafa gefið eftir
hina venjulegu kvöld guðsþjón-
ustustund; og létu þeir í ljósi að
ekkert væri þeim ljúfara en að
hliðra til svo að íslendingar hér
í borg mættu allir sameinast á
einum stað á þessum degi.
Nú þegar hinn dýrkeypti sig-
ur er fenginn, þá er það vissu-
lega efst í hugum vor allra að
minnast og sakna æskumann-
anna, sem með hugprýði og há-
um hugsjónum gengu út í dauð-
ann og lögðu hina síðustu fórn
á altari skyldunnar. Oss er ei
lengur unt að inna af hendi
nokkra þjónustu þeim til handa,
aðra en þá Að gleyma ekki; þeir
eru horfnir af sjónarsviði þessa
lífs en þeir lifa í hjörtum vor-
um. Vér minnumst þeirra með
auðmjúku þakklæti og þeir lifa
og vísa oss veginn til fullkom-
ins sigurs. «
Vér meðlimir Jón Sigurðsson
félagsins vitum að Íslendingar
hafa ekki gleymt og munu ekki
gleyma þessari hljóðu fylkingu.
Og það er innileg ósk vor og
beiðni að almenningur láti í ljósi
söknuð sinn og sýni samúð hin-
um syrgjandi ástvinum með því
að taka þátt í þessari fyrstu minn
ingarathöfn, sem haldin verður
síðan stríðinu lauk.
Islendingar, fyllið hvert sæti í
Fyrstu lútersku kirkju þann 11.
nóvember n. k.
Fyrir hönd félagsins,
Hólmfríður Danielson.
6-EMC 100 SC|
Fyrst sigldi hann til Færeyja,
/r , */// y/ , /
M£/V /rs
Ösprungin loftvarnakúla
finnst hjá Seyðisfirði
Nýlega er liðsforingi, ásamt
6 mönnum úr bandaríska hern-
um hér á landi, farinn austur á
Seyðisfjörð til þess að eyðileggja
ósprungna 90 mm. loftvarnar-
sprengju, sem hefir fundizt þar.
Sprengjan fannst á Fjarðar-
heiði fer fólk frá Seyðisfirði var
þar í berjaheiði. Seyðfirðingarn-
ir, sem fundu sprengjuna til-
kynntu fundinn strax banda-
ríska ræðismanninum og hann
síðan hernum, sem sendi svo
Sólin sveigir Effélturninn.
Mælingar, sem gerðar hafa ver-
ið á Effelturninum sýna, að sól-
in verkar meira á hann en mesti
stormur. Sólin hitar þá hlið turns
ins, sem að henni snýr svo mikið
að málmurinn þenst út og lengist
turninn þeim megin og svignar
svo að toppurinn hallast 10 cm.
til vesturs á morgnana, 15 cm.
til norðurs um miðjan daginn,
en IVz cm. til austurs á kvöldin.
B-vítamín, sem eru nauðsyn-
leg góðri matarlyst og eðlilegri
vöðvahreyfingu meltingarfær-
anna, fara forgörðum við of
mikla suðu á flestum matvæl-
um.
þessa leiðangursmenn.
Álitið er, að sprengjan sé úr
loftvarnabyssu, sem bandaríski
herinn hafði skammt frá Seyðis-
firði, og hafi henni verið skotið
meðan stríðið við Þjóðverja stóð
sem hæst og þeir sendu hing-
að oft flugvélar til njósna og
árása.
Leiðangursmenn fóru í bát,
sem herinn á íslandi hefir með
að gera, og var öll áhöfnin á
honum úr hernum.
(White Falcon).
Vísir, 14. sept.
“Læknir”, hrópaði konan um
leið og hún kom kjagandi inn í
herbergið. “Eg vil að þér segið
mér afdráttarlaust hvað það er,
sem gengur að mér.”
“Frú”, sagði hann með hægð.
“Það er aðeins þrennt, sem eg
hefi að segja yður: í fyrsta lagi
þurfið þér að létast um 50 pund.
í öðru lagi myndi útlit yðar
breytast til batnaðar ef þér not-
uðuð aðeins einn tíuna hluta af
þeim varalit og kinnalit, sem þér
hrúgið á yður og í þriðja lagi er
eg listamaður, — Læknirinn býr
á næstu hæð fyrir neðan.”
BORGARABÚNINGURÁ NÝ
SÉRSTÖK FATAKJÖRKAUP FYRIR
HEIMKOMNA HERMENN
Alveg sérstök afgreiðsla fyrir heimkomna hermenn, sem
þurfa í flýti að fá algeng borgaraföt, eins og níu af hverj-
um tíu vilja fá, stendur nú til boða í fatadeildinni.
Vér höfum nú aflað sérstakra fatabirgða fyrir hermenn
vora, Joftflotamenn og sjóliða. Hér geta þessir menn
fengið öll föt, sem þeir þarfnast, og allar nauðsynlegar
breytingar gerðar með 3. daga fyrirvara. Sýnið forgangs-
skírteini yðar . .. og fatasali vor sér um afganginn!
Civvy Shop, The Hargrave Shops for Men, Main Floor.
*T. EATON C?,m,ted