Lögberg - 29.11.1945, Blaðsíða 6
6
JACKUELINE
eftir
MADAME THERISE BENTZON
Svo grét hún sárar en áður — söltum gremju-
tárum, sem þvoði andlits duftið af kinnum
hennar, og afskræmdi þetta andlit, sem var
svo frítt og tignarlegt, gætt orku og sjálfstjórn.
En nú bar taugaóstyrkurinn varfærni hennar
og gætni ofurliði. Þessi ljóshærði engill, sem
var farinn að missa æskufegurðina, var nú allt
í einu breytt í kvennskass. Hún var þrjátíu
og sex ára'gömul, og nú bar hún fult merki
aldurs síns, andlitið var litlausara, og allt
það er skygði á fegurð hennar varð nú svo
áberandi, borið saman við hina bráðþroska
fegurð Jackueline. Hún var ákveðin í því að
stjúpdóttir sín skyldi ekki geta sýnt sinn
kvennlega þroska og fegurð, fyrir langan tíma
ennþá, undir því yfirskini, að Jackueline væri
barn. Hún var það að vissu leyti, yfirvaxið
barn!
M. de Nailles, aíveg eyðilagður og utan við
sig, hélt fyrst að konan sín hefði mist yitið,
er hann sat ráðalaus og horfði á hana gráta
og barma sér, vaknaði sú tilfinning í huga hans,
að hann hefði á einhvern hátt gert henni rangt
til, og þegar hún, í ekkaþrungnum róm sagði:
“Þú ert hættur að elska mig!” vissi hann ekki
hvað hann átti að segja né gera til að sanna
henni hve hann tæki nærri sér að hafa angrað
hana. Hann stamaði, hann gerði alslags afsak-
anir, hann viðurkendi að þetta væri sér að
kenna, hvað hann hafði verið hugsunarlaus, og
beiddi hana fyrirgefningar. Myndin skyldi vera
tekin burt úr samkvæmissalnum, svo hún yrði
ekki til þess að Jackueline yrði ekki fyrir
heimskulegri aðdáun. Því ekki, að senda mynd-
ina undir eins til Grandchaux? hann vildi gera
hvað svo sem hún óskaði, ef hún vildi hætta
að gráta.
En Madame de Nailles hélt áfram að gráta,
svo maðurinn hennar neyddist til að yfirgefa
hana og fara til Jackueline, sem stóð eins og
steingerfingur í samkvæmissalnum.
“Jú, mamma þín hefur rétt fyrir sér. Okkur
hefur hrapalega yfirsést með því sem við höf-
um gert. Auk þess, þessi óheilla mynd er alls
ekkert lík þér. Marien hefur notað útlit þitt
sem fyrirmynd fyrir skrautmynd — svo við
skulum ekki láta neinn sjá hana. Það yrði bara
hlegið að henni.”
Þannig vonaði hann að geta bætt úr því sem
hann hafði gert, með því að æsa hégómagirnd
dóttur sinnar, og glæða hina hættulegu sjálfs-
vitund hennar.
Jackueline fór að gráta. Jómfrú Schult hafði
og ástæðu til að þurka sér um augun fyrir
hlutdeild sína í þessu samsæti, sem ætlast var
til að hún yðraðist og beiddi auðmjúklega fyrir-
gefningar fyrir. Madame de Nailles kallaði hana
fyrir sig, og krafðist að hún segði allt sem hún
vissi þessu máli viðvíkjandi, eða að öðrum
kosti yrði hún strax rekin úr vistinni^hún sá
aðeins einn veg til að geta haldið stöðu sinni,
sem var að segja allt sem hún vissi um þetta
æfintýri Jackueline, sem nú var sama sem
bundin á höndum og fótum, og reiði stjúpmóð-
ur sinnar. Sem endurgjald fyrir það, var henni
lofað að halda stöðu sinni, en fremur sem
njósnari en kennari. Það var allt annað en fagn-
aðarríkur 6t. Clotilds dagur það ár. Marien,
sem kom um kvöldið, fékk að vita, sér til
mikillrar undrunar, að baronessan hefði lokað
sig inni í herbergjum sínum og tæki ekki á
móti neinum gestum. Að hálfum mánuði liðn-
um eftir þetta, er hann kom þangað var honum
vísað burt með fyrirlitningu. Þessir tólf dagar
voru sárir angistardagar fyrir Jackueline. Fá
ekki að sjá Marien, og mæta kulda og fálæti
hjá föður sínum, að sjá í hinum bláu augum
stjúpmóður sinni, — augum svo mildum og
blíðum, sem höfðu horft á hana hingað til —
einungis hörku og vantraust, nærri því hatur,
var straff, þyngra en hún var fær um að þola.
Hvað var hún ásökuð um? Hún talaði um
eymdarástand sitt við Fraulein Schult, sem
stöðugt, dag eftir dag, veiddi upp úr henni
eitthvað til að segja Madame de Nailles. Það
friðaði hana dálítið, þó hún kveldist af öfund-
sýki, að vita, að Jackueline sem þessari öfund-
sýki var valdandi, var nú að líða hina bitrustu
hugarkvöl fyrir yfirsjón sína.
Á tólfta deginum frá því sem skeð hafði, kom
eitthvað óvænt fyrir, þó það gerði engan hávaða
á heimilinu, sem hafði mjög alvarlegar afleið-
ingar. Áhrifin sem það hafði á Jackueline, voru
bæði ákveðin og hörmuleg. Vesalings Jackue-
line, eftir að hafa orðið að þjást of öllu hugar-
stríði þess, sem líður óverðskuldaða fyrirlitn-
ingu, fanst sér ofurefli að þola það lengur. Hún
reyndi að vera auðmjúk, og vonaði með því,
að sér heppnaðist að brjóta niður hinn ískalda
múr, sem nú áðskyldi hana frá stjúpmóðir
sinni. Er hún hafði tekið þessa ákvörðun, hugs-
aði hún minna um að komast að því hvað sér
væri gefið að sök, en að vinna velvild og ást
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
stjúpmóðuir sinnar aftur. Hvað átti hún að gera
til að fá fyrirgefningu?
Skýring og afsökun er vanalega gagnslaus;
auk þess^mundi henni ekki verða gefin kostur
á því. Hún myntist þess þegar hún var lítil, var
henni strax fyrirgefin hver yfirsjón, er hún
hljóp í faðm móður sinnar, og beiddi hana að
gleyma því sem hún hefði gert á móti henni,
því hún hefði ekki gert það af ásettu ráði- Hún
hugsaði sér að gera það sama nú. Leggja allt
stærilæti og stífni til síðu, hún ætlaði að fara
til þessarar mömmu sinnar, sem nú í nokkra
daga hafði verið svo ólík því sem hún áður
var. Hún ætlaði að baða hana í kossum. Hún
ætlaði ekki að verða feimin við að gera það,
vera hennar elsku barn eins og áður. Hún var
viss um, að lokum yrði sér fyrirgefið.
Undir eins og hún hafði tekið þessa ákvörð-
un, ætlaði hún að framkvæma hana. Það var
um þann tíma dags er Madame de Nailles var
vanalega einsömul. Jackueline fór inn í svefn-
herbergi hennar, en hún var þar ekki, svo
sneri hún við og fór að dyrum samkvæmis
salsins. Þar stansaði hún, í vafa um hvort hún
ætti að halda áfram, henni flaug í hug hvaða
móttöku hún mundi mæta.
“Hvernig á eg að gera það?” hugsaði hún.
“Því þarf eg að gera það?”
“Þetta var kveifarskapur,” sagði hún við sig
sjálfa. “Það er ofur auðvelt. Eg læðist inn,
geng á tánum, svo hún heyri ekki til mín. Eg
fer á bak við stólinn hennar, og eg faðma hana,
að mér, svo allt í einu, og fast, og svo ástúð-
lega, og kyssi hana, þangað til hún segir mér
að það sé allt fyrirgefið og gleymt.”
Meðan hún var að hugsa þetta, opnaði hún
hljóðlega hurðina að salnum. Innan við hurð-
ina hékk þykkt silkitjald. En er hún var í þann
veginn að lyfta því, heyrði hún mannamál inni
í salnum, sem blátt áfram gerði hana sem stein-
gjörfun. Hún þekkti málróm Marien’s. Hún
var að verja og grátbæna Madame de Nailles
um að fyrirgefa Jackueline og taka hana í sátt
aftur, sem sitt eigið barn; hún heyrði að mamma
sín tók fram í fyrir honum, af og til, í reiði
þrungnum málróm. Þau töluðu ekki hátt, en
ef hún hlustaði gat hún heyrt það sem þau
sögðu, og án nokkurs samviskubits hlustaði
hún í þeirri von, að komast að því, hver hefði
verið ástæðan til þeirrar sorgar og niðurlæg-
ingar sem hún hafði mátt líða síðustu tólf
dagana.
“Eg meinti það ekki alveg,” sagði Madame
de Nailles, þurlega. “Það er mér nóg að hún
varð þér ímynd slíkrar fegurðar. Nú veit eg
hverju eg má búast við —”
“Það er hreinasti hugarburður,” svaraði
Marien. “Bláber fáviska. Þú ert afbrýðissöm!
Afbrýðissöm um barn, sem eg þekkti þegar hún
var í vöggu, sem hefur vaxið upp, eins og
maður segir, undir augunum á mér. En sem
slíkt barn er hún nú ekki framar. Hún er ekki,
og verður aldrei í mínum augum, kona. Eg
skal hugsa um hana sem leika sér við brúðuna
sína, og eta sykurplómur, og þvílíkt, sem barn.”
Það nærri því leið yfir Jackueline. Hþn nötr-
aði og hallaði sér upp að dyrastafnum.
“Maður mundi ekki ímynda sér það, eftir
myndinni að dæma, því svo mikii áhrif hefur
hún haft á þig. Þú getur sagt hvað sem þú
vilt, en eg veit að með þessu var ákveðin til-
gangur til að móðga mig.”
“Clotild!”
“í fyrsta lagi, áttir þú ekki undir nokkru
yfirskini að láta kpma þér til að mála mynd
af henni.”
“Heldurðu það? Hugsaðu þér, ef eg hefði
neitað að gera það, hvaða grunsemd það hefði
vakið? Eg tók að mér að gera það, mót vilja
mínum, eg varð að gera það, eins og þú getur
vel ímyndað þér. En þú ert að gera of mikið
úr ímyndaðri yfirsjón. Láttu myndar skömmina
út í hlöðuna, ef þér svo sýnist. ViB gerum okkur
ekki framar svo heimskulegt efni, að umtals-
efni- Þú lofar mér að þú skulir gleyma því, viltu
gera það? Þú gerjr það, góða, bætti hann við
eftir litla þögn.
Madame de Najlles stundi við og svaraði eftir
litla þögn: “Ef ekki hún, þá verður það ein-
hver önnur. Eg er afar vansæl ... eg er veik
og fyrirlitleg ...”
“Clotild!” svaraði Marien, í þeim róm sem
skar Jackueline í hjartað, eins og hnífstunga.
Hún ímyndaði sér að hún hefði heyrt þau kyss-
ast, og í ofsa geðshræringu flýtti hún sér það
bráðasta í burtu. Hún skildi lítið af því sem
hún hafði heyrt. Það eina sem hún var viss
um, að hann hugsaði ekki um sig, að hann hefði
gert sig hlægilega, þegar hann sagði “Clotild”,
og að hann hafði kallað móður sína, ástina sína
— hún! konuna sem hún hafði dáðst svo mikið
að, hafði borið svo mikla lotningu fyrir, hennar
besta vin, konu föður hennar, sem gekk henni
í móður stað! Henni fanst eins og allt væri að
svíkja undan fótum sér. Heimurinn var fullur
af falsi og svikum, og lífið, svo ömurlegt, svo
hlýfðarlaust, var nú ekki framar það sem hún
hafði ímyndað sér. Það hafði svikið loforð sitt
við hana, það hafði spilt henni, spilt henni fyrir
alla æfina. Hún elskaði nú engan, treysti eng-
um. Hún óskaði að hún væri dauð.
Hvernig hún komst til herbergsi síns í þessu
29. NÓVEMBER, 1945
ásigkomulagi, vissi hún aldrei. Hún varð að
síðustu þess vör, að hún kraup við rúmið sitt
með andlitið hulið í rúmfötunum. Hún tróð
þeim upp í sig til þess að verjast að hljóða upp,
hún kreisti saman höndurnar í krampakendu of-
boði-
“Mamma!” hljóðaði hún upp.
Var þetta lastyrði til hennar, sem hún hafði
svo lengi kallað því nafni? Eða var þetta hryggð-
ar ákall til hennar sönnu móður, sem var löngu
gleymd, sökum þessa falsguðs, keppinaut, óvin
hennar.”
Jackúeline var vafalaust of saklaus, of þekk-
ingarlaus til þess að geta getið rétt til um það
sem hún hafði heyrt. En hún hafði lært nóg
til þess að vera ekki framar hin sama hjarta-
hreina stúlka og hún var fyrir faum klukkutím-
um. Henni virtist nú sem æhttuleg torfæra væri
fram undan sér, sem lokaði lífsleið sinni. Eins
óljós og þessi skynjun hennar var, virtist þessi
torfæra ægileg, skuggaleg, hræðileg, vegna ó-
vissunnar, og henni fanst að hér eftir væri hvert
eitt spor sitt háð þeirri hættu að falla í þessa
torfæru. Fyrir hverjum gat hún nú opnað hjarta
sitt í fullu trausti, þetta hjarta sem nú blæddi,
og marið eins og hefði verið á því troðið.
Það sem hún vissi nú, var ekkert líkt henn-
ar persónulegu leyndarmálum, eins og þeim,
sem hún hafði sagt Fraulein Schult. Það, sem
hún hafði nú heyrt gat hún engum sagt. Hún
varð að bera þau í hjarta sínu, eins og örvar-
odd í leyndri und, þar sem festist og eitraði út
frá sér, þeim mun meir, er lengur leið.
“En hvað sem skeður,” sagði hún og reis upp,
“þá skal eg gæta sóma míns og virðingar.”
Hún baðaði andlit sitt í köldu vatni, og gekk
svo að speglinum. Þar sem hún horfði á sig
sjálfa með undarlegri athygli, reyndi að sjá
hvort sú breyting sem svo allt í einu varð á sér,
hefði sett nokkurt sjáanlegt merki á útlit sitt,
hún hélt hún sæi eitthvað í augum sínum, sem
bæri vott um ótta. Hún brosti að sér, eins og
hún vildi sjá hvort þessi nýja Jackueline mundi
geta leikið það hlutverk í- lífinu — hvort heldur
hún vildi eða ekki — sem nú væri framundan
henni. Hversu þunglyndislegt bros!
“Eg hefi mist alt,” hugsaði hún, “eg hefi
mist allt!” Hún myntist, eins og einhvers löngu
liðins, hvernig hún á hverjum morgni er hún
vaknaði, að hennar fyrsta hugsun var. “Á eg
að sjá hann í dag?” Hver dagur, sem leið, án
þess að hún sæi hann, áleit hún sem mistan
dag, og hún hafði vanið sig á það að hugsa um
hann er hún fór að sofa, mynnast alls, sem
hann hafði sagt við hana, og hvernig hann
horfði á hana. Auðvitað stundum fann hún til
einhverrar vansælu, en hvaða mismunur var á
slíkum smádutlungum og því sem hún mátti
nú reyna? Auk þess, þegar lá eitthvað illa á
henni, gat hún ávalt leitað huggunar og trausts
hjá sinni kæru mömmu — þessari Clotilde. seiji
hún sór, að hún skyldi aldrei framar kyssa,
nema kossi sem væri nauðsynlegur til að verja
grun. Slíkir kossar eru einskis virði- Gat hún
nú kyst föður- sinn með fögnuði? Faðir hennar!
Hann hafði gengið í lið með andstöðingum
hennar í þessu máli. Hún hafði séð hann á
einu augnabliki snúast á móti sér. Nei! það
stóð enginn með henni.
Bara ef hún gæti lagt höfuð sitt í kjöltu
gömlu Modest, og huggast við að heyra hana
raula gömlu söngvana sína, sem hún söng við
hana, þegar hún var barn. En hvað sem Marien,
eða nokkur annar segir, er hún ekki lengur
neitt barn. Hin bitra einangrunar tilfinning
vaknaði nú í huga hennar. Hún gat varla dregið
andann. Allt í einu þrýsti hún vörunum að
spegilglerinu, sem endurspeglaðí hennar eigin
mynd, svo sorgbitin, svo föl. Hún lét sjálfs-
aumkvun sína í ljósi með löngum kossi sem hún
þrýsti á glerið, sem virtist segja: “Já, eg er
hér eftir, eilíflega, einmana.” Því næst, eins og
í hefndarskyni, opnaði hún það sem hefði mátt
heita festar gripur hennar.
Hún tók fram lítinn kistil, sem hún hafði gert
að nokkurskonar helgum dóm. Hún tók upp
úr honum hálfreyktan vindling, gamlan hanska,
fölnaða fjólu og heimsóknar tilkynningu með
nafninu hans á, sem þrjár meiningarlausar
línur voru skrifaðar á. Hún forsmáði nú þessa
minjagripi, hún tætti þá sundur milli fingra
sér, fleygði þeim á gólfið og trampaði á þeim
með fótunum, og brendi þá upp að síðustu. Hún
var í því skapi eins og hún væri að drepa tvo
fanta, sem verðskulduðu miskunarlausa með-
ferð; og með því útrýmdi hún þeirri heimsku-
legu ímyndun sem hún kallaði ást. Allslags
skyldar og óskyldar endurminningar framköll-
uðust í huga hennar. Meðal annars minntist
hún þess mikla lofs er prófessor M. Regis gaf
henni fyrir ritgjörðina sem mest umtal vakti
í skólanum. Hún hugsaði sem svo, “til hvers er
að vera að minpast þess sem liðið er? Það bara
gerir mig vansælli. Það er allt hvort sem er
draumur- Tillit hans var draumur, handtak hans,
koss hans síðasta daginn, allt — allt — bara
draumur. Hann var að gera mig að bjána, þeg-
ar hann gaf mér þessa rós sem nú er þarna í
öskuhrúgunni. Hann var að hlægja þegar hann
sagði mér að eg væri fríðari .en eðlilegt væri.
Eg hefi aldrei — og verð aldrei annað í augum
hans, en barn, sem leikur sér við brúðu.”
Eins og óafvitandi, er Jackueline sagði þessi
orð, sagði hún þau með sama kæruleysis mál-
hreim og hún hafði heyrt Marien segja þau.
Hún þurfti að sjá hann aftur. Ef hún hefði haft
ráð á þrumum og eldingum, eins og hún hafði
á eldspítunni sem hún hafði kveikt á og brent
með til ösku, minningar æsku heimskupara
sinna, hefði Marien verið gerður að engu á
sama augnabliki. Það var grimd og morðhugur
í hjarta hennar þá stundina. Nú var hringt til
miðdagsverðar. Hún leit sem snöggvast yfir alla
þá prýði, sem var í svefnherbergi hennar, og
við það sefuðust hennar æstu tilfinningar í bili.
Það var eins og hún vildi segja við alla þá muni '
sem þar voru: “Varðveitið leyndarmál mitt.
Það er sorglegt. Varðveitið það vel.” Litlu
ástaguðirnir á klukkunni, lítil bók, sem lá á
flauelsklæddu borði, mynd af Maríu mey, sem
hékk yfir rúmi hennar, umvafin rósum og
pálmaviðargreinum, ljósmyndir af vinstúlkum
hennar á skrifborðinu hennar í skrautlegum
umgerðum. Það var eins og þær horfðu með
sorgblandinni samhygð á hana er hún gekk út
úr herberginu.
Hún fór ofan í borðstofuna, ákveðin í því að
hún skyldi ekki'auðmýkja sig undir neitt straff.
Hún áleit að bezt væri að láta sem ekkert væri
um að vera, við Madame de Nailles, já, jafnvel
að vera glöð og kát. En það sem hún nú mætti,
var henni erfiðara en hún hafði búist við. Til
að breiða yfir misklíðina við Marien, hafði hon-
um verið boðið til miðdagsverðar. Að sjá hann
aftur svona fljótt, eftir að hafa heyrt hann
segja það, sem hún áleit niðrunarorð um sig,
var meir en hún gæti þolað- Henni fanst fyrst,
eins og jörðin sykki undan fótum sér; hún
beitti öllu sínu viljaþreki til að láta ekki sjást
neina veiklun á sér. Hún heilsaði Marien vin-'
gjarnlega, eins og hún hafði æfinlega gert, og
borðaði matinn, þó henni fyndist að það ætlaði
að kæfa sig.
Madame de Nailles var rauðeygð; Jackueline
fanst að kona, sem var þrjátíu og fimm ára, ætti
aldrei að gráta. Hún vissi að tárin, sem hún
grét höfðu ekki gert hana ljótari í andliti, og
yfir því gat hún glatt sig í bágindum sínum.
Hún hugsaði um Marien, eins og hann sæti á
pínubekknum. Það var ekki um það að efast,
að hann gat ekki notið sín, og það sem hann
hafði gert, hefði gert hann svo undirleitan, sem
Jackueline veitti eftirtekt,' með fyrirtilningu
Það sem henni var ekki kunnugt um var,
að það var fleira en eitt sem var því valdandi
að hann var svona niðurbældur. Hann fann til
þess með yðrun og eftirsjá — að þau bönd, sem
hann vildi fyrir löngu slíta af sér, þrengdu nú
fastara að sér, en nokkurn tíma áður, og hann
hugsaði sem svo: “Ef eg læt lengur fjötra mig
í þessum böndum, missi eg alla orku og sjálfs-
virðingu. En það er ekki allt. Ef eg hefi tál-
dregið saklaust hjarta með orðum eða athöfn-
um í augnabliks hrifningu eða freistingu, get
eg þá talið mér trú um að eg hafi breytt sem
heiðvirður maður?” Það var um þetta, sem
Martien var að hugsa er Jackueline leit á hann
með kulda og kæruleysi, sem hann skildi á þann
veg, þó hún vissi það ekki: “Þú hefur valdið
mér óbætanlegs tjóns.”
M. de Nailles talaði glaðlega við fólkið, eins
og ekkert hefði komið fyrir, um ný lög sem
væru til umræðu í þinginu, eins og hann veitti
því enga eftirtekt, hvað bæði konan hans og
gestir voru fálát og létu sem vind um eyrun
þjóta það sem hann var að segja.
Marien, sem hafði svarað honum með em-
atkvæðis orði, af og til, var orðinn þreyttur á
því, og sagði rétt áður en eftirmaturinn var
borinn á borð, eitthvað um að hann hefði í
hyggju að fara bráðlega til ítalíu.
“Sem pílagrímur listarinnar til Florence!”
sagði barónninn, með miklu fjöri, og hætti að
tala um stjórnmál. “Það er ágætt, en bíddu dá-
lítið, farðu ekki fyr en þinginu er slitið. Við
förum með þér. Konuna mína hefur lengi langað
til að sjá ítalíu. Er ekki svo, Clotild? Við skul-
um öll fara í október. Hvað segir þú um það?”
“Eða í september, hvort sem þér líkar betur,”
sagði Marien örvæntingarfullur.
“Ekki að meiga vera frjáls, einn einasta mán-
uð! Því geta þau ekki látið hann einan um
Savonarola sinn; Þarf hann að draga lóð og
keðju, eins og galeiðuþræíl?”
Clotild endurgalt manninum sínum þessa
uppástungu með brosi — því fyrsta síðan þau
deildu út af Jackueline.
Hann hugsaði með sér: “Nú er konan mín
búin að jafna sig og gleýma þessari óánægju ”
Jackueline mundi vel eftir þeim degi, en
Marien sagði henni frá þessari fyrirhuguðu ferð
sinni til Italíu, og hvernig hann hafði bætt við,
sem hún vissi nú að var í stríðnis tón, en sem
hún ímyndaði sér þó að væri einlægni: “Ef
við til dæmis færum bæði!”
Hún gat varla varist að fara að gráta, og
strax er staðið var upp frá borðinu fór hún til
herbergis síns, með það að afsökun, að hún
hefði slæman höfuðverk.
“Já — þú lítur þreytulega út,” sagði stjúpa
hennar, og sneri sér að M. de Nailles, og sagði:
“Sýnist þér ekki góði minn, að hún sé gul eins
og aldini!”