Lögberg - 29.11.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 29.11.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. NÓVEMBER, 1945 7 I HÁTTVlSl I. Þvoðu þér æfinlega um hend urnar, þegar þú kemur frá skól- anum, frá leikjum eða frá vinnu, áður en þú sest að mat- borðinu. Hafðu skóskifti. II. Sittu fallega og borðaðu kurteislega. Hallaðu þér ekki aftur á bak að stólbakinu. III. Vertu ekki matvandur. Vertu stundvís- IV. Enginn má hósta eða snýta sér við matborðið. V. Talaðu ekki mikið við mat- borðið, lofaðu þeim fullorðnu að hafa orðið. Talaðu ekki hátt. — Talaðu skýrt. — Reyndu að tala gott mál. VI. Taktu saman skóladót þitt á kvöldin, ef þú átt að fara snemma í skólann að morgni. Hafðu æfinlega vasaklút á þér. VII. Hjálpaðu mömmu þinni. VIII. Horfðu framan í þann, sem þú heilsar, kveður eða þakk- ar fyrir þig. íslendingar hafa lagt fram 14 milj. til hjálp- arstarfsemi erlendis Magnús Sigurðsson banka- stjóri, fulltrúi Islands á aðal- fundi Hjálpar- og endurreisnar- stofnunar hinna sameinuðu þjóða (UNRRA), er nýkominn heim, en hann sat fund stofnunarinn- ar, sem haldinn var í agústmán- uði í London. Morgunblaðið átti tal við Magnús Sigurðsson í gær- kveldi og leitaði frétta af aðal- fundi UNRRA. Hann sagði m. a., að tekið hefði verið eftir því erlendis, hve íslendingar hafa lagt tiltölulega mikið af mörk- um ^il hjálparstarfsemi, bæði gegnum UNRRA og með bein- um framlögum til annara þjóða. Reiknaðist bankastjóranum svo til, að Islendingar hefðu alls lagt fram um 14 miljónir króna til hjálparstarfsemi erlendis, þegar UNRRA-framlagið er talið með, en það nam tæpl. 4 milj. krón- um síðastliðið ár. Meðal fulltrúa á UNRRA-fund’- inum var tekið eftir þessu og haft orð á- ' UNRRA vantar /é. Hlutverk UNRRA er gríðar- lega mikið og vantar stofnunina fé til að geta haldið uppi þeirri hjálparstarfsemi, sem nauðsyn- leg er talin. Var samþykt á fundinum, að þjóðirnar, sem meðlimir eru í UNRRA leggi fram nú framlag sitt fyrir næsta ár. Framlagið hefir verið, sem kvæmt tillögum Bandaríkja- manna 1% af þjóðartekjum hverrar þjóðar. Hvað ísland snerti var þetta samþykkt með þeim fyrirvara, að ríkisstjórn og Alþingi sam- þyktu fjárveitingarupphæðina. Kaup UNRRA af íslendingum. Magnús Sigurðsson sagði frá því, að UNRRA hefði þegar á þessu ári keypt vörur af okkur og líkur væri til, að þeim kaup- um yrði að einhverju haldið á- fram á næsta ári, en innkaup stofnunarinnar verða endan- lega ákveðin í Washington. Hefir þegar hjálpað mikið. Er vér spurðum bankastjór- ann hvort UNRRA hefði þegar hjálpað að einhverju ráði, sagði hann, að svo væri. Hefðu full- trúar nokkurra þjóða, sem hjálpar hafa notið, þakkað hjálp- ina á aðalfundinum með fögr- IX. Drengir, hafið aldrei hend- urnar í vösunum, er þið talfð við fullorðið fólk. X. Stattu æfinlega upp, þegar á þig er yrt, þegar sá stendur, sem við þig talar. Hlín. Orðasafn■ háttvísi — manners þvoðu — wash æfinlega — always matborð — dinner-table. hafðu skóskifti — change your shoes kurteisi — politeness að halla — to lean matvandur — fastidious (as to food) squeamish stundvísi — punctuality að hósta—to cough að snýta sér — to blow one’s nose fullorðinn — grown up, adult skýrt — plainly snemma —v early vasaklútur — handkerchief vasi — pocket að yrða á — to speak to. um orðum, einkum fulltrúar Tékkoslóvakíu. Á fundinum .var samþykt að veita ítölum hjálp, sem nemur um 50.000.000 dollurum. — En ekki kom til umræðu hjálp til handa Þjóðverjum. Það sem vantar aðallega- Það, sem þjóðirnar í Evrópu vantar aðallega þegar á þess- um vetri, er auk matvæla, elds- neyti og fatnaður, sagði Magnús Sigurðsson. Er ástandið mjög al- varlegt í þessum efnum víða um lönd. Á fundinum voru samþyktar ýmsar mikilsverðar tillögur um hjálp til hinna ýmsu þjóða og hvernig hjálpinni skal hagað. Á fundnum voru teknir ný- ir meðlimir í UNRRA, voru það Danir, Hvít-Rússar og Ukrainu menn. Margt stórmenni. Margt stórmenni sat þenna aðalfund UNRRA. Ráðherrar frá nokkrum þjóðum. Ernes Be- vin utanríkisráðherra Breta flutti ræðu við setningu fund- arins. Fundarstjóri var Indverj- inn Sir Girja Shankar Bajpai. Var fundastjórn hans virðuleg og með ágætum í alla staði. — Fulltrúi Bandaríkjanna var Mr. William L. Clayton aðstoðar- utanríkisjáðherra, frá Bretum var Noel Baker innanríkisráð- herra og ' frá Rússum var M. Vasili Alexseevich Sergeev. Alt hinir virðulegustu menn. Framkvæmdarstjóri stofnunar- innar verður áfram Herbert H. Lehman. Viðræðurnar á fund- inum fóru allar fram í mestu vinsemd. Kom ekki fram nein sérstök gagnrýni á fram- kvæmdarstj órninai Á fundinum kynntist Magnús Sigurðsson m- a. fulltrúum Pól- verja og Júgóslafa, sem voru nýir menn í þessari stofnun. — Segir Magnús, að hann sé þess fullviss, að þátttaka íslands í UNRRA og annari alþjóðasam- vinnu eigi eftir að verða landi og þjóð til góðs. Var gott að ræða við menn af ýmsum þjóð- um og skiptast á skoðunum og upplýsingum við þá. Magnús Sigurðsson hefir ver- ið fulltrúi íslands í UNRRA frá því að hún var stofnuð. Vara- maður hans að þessu sinni var Stefán Þorvarðsson sendiherra, en ekki kom til að hann þyrfti að mæta á fundum. Varamað- ur í Washington er Thor Thors sendiherra. — Skrifari var ung- frú Martha Thors. Fundir voru haldnir í London County Hall, mikillri byggingu í London. Hetjusagan af Sam Logan Sam Logan nefnist 22 ára gam- all flugmaður frá Kansas, U.S.A. I júní í fyrra var hann sendur í flugvélasveit, sem átti að taka á móti 50 japönskum Zero-flugvél- um, yfir Russeleyjum í yrrahafi. Sjálfur flaug hann á Vaught Corsair- flugvél. Þetta var ann- að skifti, sem Sar var í orustu. I fyrra skiftið hafði hann skotið niður japanska vél yfir Bougain- ville. En í þetta skifti var hann sjálfur skotinn niður. Hann lenti í návígi við Japana í 20,000 feta hæð. Alt í einu fór vél hans að hristast ákaft- Sam leit aftur og sá þá að stélið var í tætlum. Hann skreið upp úr sætinu og tók í handfangið á fall- hlífinni. Hún opnaðist og fór að síga hægt og hægt, en loftið • í kring var hrannað af drynjandi flugvélum og vélbyssu kúlna- hríð. Nú fyrst hófst æfintýrið í al- vöru. Zero-vélin, sem hafði skot- ið á hann steypti sér yfir hann og skaut af vélbyssunni. Sam tók í fallhlífartaugina við og við til þess að hraðinn yrði sem ó- jafnastur, svo að erfiðara væri að hitta hlífina. Enda misti Japaninn marks. En svo flaug hann í hring og bjó sig undir nýja atlögu. Sam var furðulega rólegur. Hann tók eftir öllu og hugsaði skýrt um alt — hraðann og hvernig vél óvinarins léti að stjórn, bjarmahringinn af skrúf- unni á vélinni. En nú skaut Japaninn ekki — hann var bú- inn með skotfærin. Hvað ætlaði hann sér þá? Þarna stakk hann sér niður að Sam. Hann dokaði við eina eða tvær sekúndur, greip fast í snúruna á fallhlífinni og reiknaði út fjarlægðina. Svo lyfti hann sér oð baðaði út fótunum. Skrúfuvængirnir, sem Japaninn hafði ætlað að nota til að brytja hann í smátt, vældu undir hon- um. Hann var svo nærri fjand- manninum, að hann hefði getað sparkað í vélina hans. Zero-vélin rétti sig aftur og flaug krappan boga til þess að geta gert nýja atlögu að honum. Sam tók í snúruna til þess að hraða fallinu og vélin kom aftur æðandi að honum. Svo fann hann högg og ákafan sársauka. Hann leit niður fyrir sig- Hægri fótur- inn var farinn af honum og blóð- ið fossaði úr stúfnum. Japaninn gerði nú fjórðu at- rennuna og Sam barðist enn upp á líf og dauða. Hann hafði mist annan fótinn en hvorki dóm- greindina né íhyglina. En nú bar þarna að ameríska vél og Japaninn flýði. Og Sam Logan féll áfram niður á við. Maður, sem flugvélaskrúfa sker fótinn af þar sem hann hang- ir í lausu lofti, missir meðvit- undina af ákomunni eða blóð- missinum — og þegar hann kem- ur til jarðar blæðir honum til ólífis eða hann druknar. Sam Logan gerði hvorugt. Hann var með fullu ráði og æstur í skapi — langaði til að lifa til þess að hefna sín á Japananum. Hann datt ofan í tjörn og vatn- ið litaðist rautt kringum hann. En hann óttaðist það ekki. Hann hafði lært hvað hann átti að gera, og það gerði hann. Hann náði i gúmmíbátinn og blés hann upp. Og svo komst hann upp í hann. Svo reyrði hann snæri eins fast og hann gat um lærið fyrir ofan hné. Blóðrásin teptist. Sam brosti. Og svo náði hann sér í súlfattöflu og morfíntöflu. Lagð- ist svo fyrir og beið. Hvað haldið þið að hann hafi verið að hugsa um? Hann var að hugsa um mann, sem heitir Alexis de Seversky, því að hann mundi að Seversky hafði mist fótinn í síðustu heimsstyrjöld, en valð einn af duglegustu flug- mönnum veraldar, eigi að síður. Því skyldi ekki hann, Sam Logan, geta fengið gerfifót og farið að fljúga aftur. Og í næsta sinn sem hann hitti Zero-vél, þá . . . Hátt á lofti hringsólaði njósn- arflugvél. Hún hafði séð mann- inn í bátnum, en vissi ekki hvort hann var vinur eða óvinur. Sam tók málmspegil og sendi merki um hver hann væri. Flugvélin tom nær, hún var með flotholt- um og lenti hjá honum. Eftir klukkutíma var Sam kominn á spítala. Og nú hefir hann fengið gerfifót og er farinn að fljúga aftur. —Fálkinn. HITT OG ÞETTA Húsfreyjan: “Þú getur unnið fyrir mat þínum með því að íöggva þenna viðarstafla í eld- inn.” Betlarinn: “Leyfið mér að sjá matseðilinn fyrst.” * Brezkar húsmæður kaupa ár- lega 1,600,000,000 dósir af niður- soðnum matvælum. * Flækingurinn: “Konan í næsta húsi gaf mér heimabakaða köku. Vilt þú ekki gefa mér eitthvað líka?” Frúin: “Þá er bezt að eg gefi þér laxerolíu.” * Karlmenn eru 10 sinnum næm- ari fyrir litblindu en kvenfólk. * Sveitastúlkan: “Heyrðu Jones, má eg ekki kynna þig fyrir póst- inum okkar? Þetta er hann.” Pósturinn: “Þú skrifar svei mér leiðinleg ástarbréf.” “Það er maður úti með tréfót, sem heitir Jón.” “Er það, hvað heitir hinn fót- urinn á honum?” + Fiðrildi, sem eru af sömu teg- und, eru altaf eitthvað frábrugð- in hvert öðru. Það eru engin fiðrildi, sem eru eins í útliti. + Biskup nokkur hafði verið að fordæma andlitsfarðann, sem ungar stúlkur nota. “Því nánar, sem eg kynnist varalit,” sagði hann hlýlega, “því meira ógeð fæ eg á honum.” —Vísir. MEÐ NÝJA HLIÐSJÓN AF VETRI . . . A Lady ^Biltmore Skygnistum eftir aðlaðandi höttum með því að velja Lady Biltmore hatta. Þeir eru vandlega gerðir úr loðflóka, og fara vel við hvaða tækifæri, sem er. $5-95 —Millinery Section, Fashion (Fourth Floor) <*T. EATON C?,m,tED I*RAM að 1928 var nylon hvorki nafn né númer, og ekki einu sinni draumsýn. En þá tóku efnafræðingar til starfa. Nú starfa hundruð Canadamanna í hinni nýju C-I-L verksmiðju í Kingston í Ontario og búa til þessa vöru- Nú er verið að stækka verksmiðjuna svo hún fullnægi friðartíma kröfum. Aðrar framleiðsluvörur, eins og nylon, veita nú Canada- mönnum atvinnu vegna efnafræðilegra rannsókna. “Cellophane” framleiðslan út af fyrir sig, veitir hundr- uðum canadiskra manna stöðuga atvinnu. Og nú er plastics iðnaðurinn kominn til sögunnar, sem afleiðing efnarannsóknanna, og þangað er að sækja óþrjótandi möguleika til uppbyggingar atvinnulífinu. Viðfangsefni C-I-L er efnafræði . . . og efnafræðin skapar margar nýjar atvinnugreinar í framtíðinni, eins og hún hefir gert á umliðnum árum. CANADIAN INDUSTRIES LIMITED Þjóna Canada með efnavísindum 1.N./45-10

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.