Lögberg - 17.01.1946, Qupperneq 1
PIIONE 21 374 .
V>VVVV1
,r<iðe
A Complete
Cleaning
Institution
^ **' St°
59. ÁRGANGUR
rv&ere ’ \'\3^ ' A Complete
Cleaning
Institution
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 17. JANÚAR, 1946
NÚMER 3
íemtanir.
Karlakór Reykjavíkur fer til
Ameríku að hausti
f ^HÉTTABRÉFI til Morgunblaðsins frá Associated
Press í New York segir, að National Broadcasting út-
^arpsfélagið hafi ráðið íslenzkan karlakór til tveggja
Rianaða söngferðalags um öll Bandaríkin. Á karlakór-
Vo1 ^oma vestur til Bandaríkjanna í október mánuði
1946 og halda alls 48 söngs
Morgunblaðið sneri sér til Sig-
urðar þórðarsonar söngstjóra
arlakórs Reykjavíkur í gær og
spurði hann hvort það væri rétt,
að kór hans hefði verið ráðinn í
Þessa söngför. Kvað hann það
rétt vera, en sagðist ekki að svo
stöddu geta gefið frekari upplýs-
lngar um þessa fyrirhuguðu
söngför, þar eð beðið væri eftir
staðfestingum á nokkrum smá-
atriðum, en þær væru væntan-
egar einhvern allra næstu daga.
Ferðast um þvera Ameríku
í förinni verða 30—40 söng-
uienn, og eftir því sem Morgun-
laðið hefir fregnað, mun í ráði
að einsöngvari verði Stefán Guð-
rnundsson, en hann er gamall
meðlimur Karlakórs Reykjavík-
Ur °g einsöngvari hans.
Sungið verður í mörgum ame-
riskum borgum um þvera og
endilanga Ameríku.
—Mbl. 20. des.
Á LEIÐ TIL NEW YORK
FUNDURINN í LONDON
Fram að þessu hefir fátt áber-
andi gerst á fundi hinna sam-
einuðu þjóða 1 London að öðru
leyti en því, að utanríkisráðherra
Bandaríkjanna flutti þar eina af
sínum snjöllustu ræðum, þar
sem hann brýndi fyrir erindrek-
um nauðsynina á því, að ganga
sem fyrst þannig frá atóm-
sprengjunni og þar að lútandi
málum, að þessum kyngimætti
yrði aldrei framar beitt í hern-
aði, heldur skyldi hann einungis
nytfærður í þjónustu vísinda og
tækni mannkyninu til heilla.
Framan af var þess vænst, að
Canada tæki sæti í öryggisráði
hinna sameinuðu þjóða, en af
þessu varð þó ekki; í þess stað
var canadiska þjóðin kosin í hið
nýstofnaða hagsmunaráð hinna
sameinuðu þjóða, eða þess þjóða-
bandalags, sem nú er í uppsigl-
ingu.
“LEIFUR HEPPNI”
Svo nefnist nýútkomin skáld-
saga um afreksverk Leifs Eiríks-
sonar, hins mikla sjógarps og
landkönnuðs. Höfundur bókar-
innar er Fredrik Arnold Kumm-
er, en þýðingin er eftir Knút
Arngrímsson, skólastjóra. Bók-
fellsútgáfan gefur út.
Bókin er 268 bls. og er efninu
skift í 29 kafla. Oft vill svo verða,
þegar erlendir höfundar taka sér
fyrir hendur að semja skáldverk
úr efni fornsagna okkar íslend-
inga, að lítið ber þar á hinum
sögulegu atriðum, eða þau af-
bökuð á ýmsan hátt. En þessu er
ekki þannig farið hér. Hér er
yfirleitt vel farið með hið sögu-
lega efni og rétt skýrt frá öllum
aðalatriðum. Þetta gerir bókina
aðlaðandi og læsilega fyrir Is-
lendinga. Fjöldi teikni-mynda
eru í bókinni og frágangur allur
vandaður. — (Mbl. 12. des.).
búðarreglur
^yrir 80 árum voru eftir-
Sreindar reglur festar upp í búð
einni 1 Chicago, er starfsfólkinu
Var fyrirskipað að hegða sér
eftir:
Búðin skal standa opin frá kl.
; á m°rgnana til 9 að kveldi
vern virkan dag ársins; búðina
verður að hreinsa vandlega,
Purka ryk af búðarborðum,
§ uggum og hurðum, og þetta
þurf að gerast fyrir morgunverð.
^eir starfsmenn verzlunarinn-
ar, sem reykja spænska vindlinga
lelí' ^ ra^arastofur eða á dans-
um aö vekja á sér grun
hii mi®ur heiðarlegt framferði
innar-°rr^ainerinuin verzmnar"
er r’ sárhverjum starfsmanni
gert að skyldu, að greiða að
s a kosti $5.00 á ári til ein-
errar kirkju, auk þess sem
nn verður reglubundið að
sa*ja sunnudagaskóla.
frí Sem eru 1 tilhugalífi fá
nemkvöMíviku.entvökvöld
komur6ir regiu§undið bænasam-
klukkustunda vinnu á
.f1".rm® 1 húðinni, er til þess
ætlast að starfsfóik verji mestu
af hinum timanum til lestUrs.”
sæmdur m.b.e.
Lieut.-Coi. Einar Árnason hef-
U 1 heiðursmerkjalista Breta-
urnM|S^m nýárið’ verið sæm<4-
indalecr °rðunni, vegna vís-
vissar h Uppgötvana varðandi
ergagnategundir. Mr
Arnason er útskrifaður með á'
gætiseinkunn í raffræði af Mani
toba háskólanum, en innritaðist
snemma í herinn í síðustu styrj-
öld, og hækkaði jafnt og þétt í
tign. Hann er sonur séra Guð-
mundar heitins Árnasonar og
eftirlifandi ekkju hans, frú Sig-
ríðar Árnason.
Mr. Árnason er kvæntur Þóru
Magnússon ættaðri frá Árborg.
Miss Snjólaug Sigurðson
1 dag (fimtudag), lagði af stað
suður til New York, Miss Snjó-
laug Sigurðson, til framhalds-
náms í píanóspili, hjá heims-
frgum kennara, sem þar er bú-
settur.
Miss Sigurdson er frábærum
hljómlistarhæfileikum gædd og
vakti þegar í barnæsku á sér at-
hygli fyrir slíkar gáfur; það er
ekki einasta að hún standi í
fremstu röð sem Píanisti, heldur
er hún einnig ágætur organleik-
ari og söngstjóri, eins og starf
hennar í þágu Fyrsta Lúterska
safnaðar bér svo glögg merki
um.
Miss Sigurdson hefir unnið
mikið og glæsilegt nytjastarf í
þágu íslenzkrar söngmenningar
meðal Vestur-Islendinga, og
fylgja henni því í hinn nýja
áfangastað, innilegar hamingju-
óskir frá hundruðum aðdáenda
og vina. Miss Sigurðson er dóttir
Sigurjóns heitins Sigulrðponar,
fyrrum kaupmanns í Árborg, og
eftirlifandi ekkju hans, frú Jónu
Vopni-Sigurðson.
Lögberg árnar Miss Sigurðson
góðs brautargengis.
NEW YORK BORG
EINANGRUÐ
Vegna almenns verkfalls sím-
þjóna, má svo segja, að New
York borg sé að mestu einangr-
uð frá umheiminum; nú hefir
það komið til tals, að stjórnin
taki til þjóðnýtingar alt hið
mikla símkerfi borgarinnar.
SAGA AUSTFIRÐINGA
Austfirðingafélagið í Reykja-
vík héit aðalfund sinn að Röðli
s.l. miðvikudag. Fundarstjóri
var kosinn Jón Ólafsson lögfræð-
ingur.
Fráfarandi formaður félagsins,
Sigurður Baldvinsson gaf skýrslu
um störf þess síðastl. starfsár.
Skýrði hann m. a. frá því, að
stofnaður hefði verið sjóður, sem
nota ætti til útgáfu sögu Aust-
urlands, er félagið hefir ákveð-
ið að láta skrá. Er nú mikill á-
hugi á því meðal Austfirðinga,
að efla sögusjóðinn, svo að hægt
verði að hefjast handa um ritun
sögu fjórðungsins sem fyrst.
Þá fór fram kosning stjórnar
félagsins. Formaður var kosinn
Haukur Eyjólfsson fulltrúi, en
önnur í stjórn: Ungfrú Björg
Ríkarðsdóttir, Jón Ólafsson lög-
fræðingur, Sigurður Baldvinsson
póstmeistari, Jakob Jónsson
prestur, frú Anna Þorsteinsdóttir
og Þorbjörn Guðmundsson blaða-
maður. •
I stjórn sögusjóðsins voru
kosnir: Haukur Eyjólfsson, Sig-
urður Baldvinsson, Jón Ólafs-
son, Eysteinn Jónson alþm. og
Ríkarður Jónsson myndhöggv-
ari. Endurskoðendur: Eysteinn
Jónsson og Sigurður Guðjónsson
lögfræðingur. —(Mbl. 2. des.).
FORN HANDRIT
Danskt blað hefir stungið upp
á því, að íslendingum verði af-
hent forn handrit, sem geymd eru
í dönskum söfnum. Segir svo
um þetta í frétt frá ríkisstjórn-
inni:
í danska blaðinu Faaborg
Folketidende birtist nýlega rit-
stjórnargrein um íslenzk handrit
í dönskum söfnum. Er þess get-
ið í greininni, hver ánægja Dön-
um hafi orðið að því að fá Isted-
ljónið, frægt minnismerki, aftur'
í sínar hendur, en það höfðu
Þjóðverjar hernumið árið 1864.
í þessu sambandi er vakin á því
athygli, að mörg handrit ís-
lenzkra fornrita séu í konunglega
bókasafninu í Kaupmannahöfn,
en þangað hafi þau komist, með-
an ísland laut Danmörku.
Telur blaðið rétt að framselja
íslendingum handritin til þess að
sýna þeim, að Danir vilji varð-
veita samúð og menningarfélag
með íslendingum, þrátt fyrir
skilnaðinn. Eigi telur blaðið
þurfa að óttast, að íslendingar
gæti handritanna síður en Danir,!
heldur þvert á móti. Kveður
blaðið framsal handritanna munu
verð frægt dæmi um vinsamleg
samskifti þjóða á milli, einkum
er Danir eigi sjálfir að því frum-
kvæði. —Mbl. 2. des.
Matvælasendingar Breta
Þótt vitað sé að þröngt sé í búi
á Bretlandi og þurð mikil ýmissa
matartegunda, þá hefir brezka
þjóðin e\igu að síður sent til
þeirra Norðurálfuþjóða, sem ver
eru staddar, nálega hálfa aðra
miljón smálestir vista frá því
þann 31. október síðastliðinn, að
því er Petick Lawrence lávarði
nýlega sagðist frá við umræður
um birgðamálin í lávarðadeild-
inni.
Af þessu er sýnt, að enn hefir
Bretinn hjartað á réttum stað,
hvað sem um innbyrðisdeilur
stjórnmálaflokkanna að öðru
leyti má segja.
15,500 skip fóru um
Reykjavíkurhöfn 1940-44
Það vita allir, að skipaferðir
um Reykjavíkurhöfn voru gríð-
arlega miklar styrjaldarárin, en
samt má búast við að menn verði
forviða er þeir heyra, að það
voru hvorki meira né minna en
15.500 skip, fóru um höfnina á
fjórum árum, 1940—1944.
Af þessum skipafjölda voru
7.500 erlend skip, samtals um 5
miljónir smálesta. Smálestatal
an var raunverulega hærri, því
smálestatala herskipa, sem hing-
að komu er ekki talin með, en
herskip eru talin með í skipa-
fjöldanum.
Islenzku skipin, sem komu í
höfnina þessi fjögur ár voru sam-
tals 8,000, en smálestatala þeirra
var ekki nema 1,1 milj. og má
af því sjá hve íslenzku skipin
hafa verið miklu minni.
Sigurður Bjarnason alþingis-
maður sagði frá þessum tölum í
erindi um daginn og veginn, sem
hann flutti í útvarpið á mánu-
dagskvöldið.—(Mbl. 13. des.).
iiiuiiiiiiiiii
;iniliiii!iii!i
JÓN MAGNÚSSON KVADDUR
Brostinn þráður, stokkinn sundur strengur-
stundarhlé á þínum reyfabrag.
Hann er ei í hópi þínum lengur,
hljóðlátt kvöldið eftir glaðan dag.
Þér hann mætti hýr og hress í fasi,
hér og þar um lífsins vegamót;
yfir bolla gladdist meir en glasi,
góðlátt spaug hans var þér sálubót.
Ekki er vert að harma horfna daginn,
hann var fagur, skinið milt og rótt.
Gamall vinur, leynispjóti laginn,
leið á brott — Vér bjóðum góða nótt.
Páll Guðmundsson.
n!ílllllll!!l!!llll!liiílH!H
iiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiinr
Viðtal við Sigurð
Brandson
A ÞRETTÁNDA dag jóla s.l.,
kom hingað frá Islandi, um
England, Sigucður Breiðfjörð
Brandson, maður, sem stendur
rétt á fertugu. Sigurður var fjög-
urra ára er hann fluttist hing-
að til lands með fólki sínu, og hér
ólst hann upp. Faðir Sigurðar,
Hallgrímur Brandson, er dáinn,
en móðir hans Gróa Lárusdótt-
ir, er búsett í Reykjavík, og í
heimsókn til hennar fór Sigurð-
ur árið 1938.
Hvernig féll þér heima?
Alveg ágætlega; eg var bók-
staflega borinn á örmunum hvar
sem leið mín lá.
íslenzk gestrisni sver sig þá
enn augljóslega í ættina?
Já, henni var viðbrugðið fyr
á tíð, og hún skipar ábyggilega
sama öndvegið enn.
Hvernig geðjaðist þér að veðr-
áttunni?
Fyrst í stað fanst mér óþægi-
lega rigningasamt, og stundum
helzti mikið um rosa; en svo var
líka glaða-sólskin ávalt annað
veifið, sem margbætti upp fyrir
hráslagann. Eg vandist veðrinu
vel; eg vandist í rauninni öllu
vel, sem eg kyntist heima; yfir
þjóðinni hvílir frjálsmannlegur
blær vakandi mannfélags, sem
veit hvað það vill.
Varð þér víðförult um landið?
Það get eg naumast sagt, þótt
eg að vísu ferðaðist nokkuð um
Norður og Vesturland, og dálítið
um Austurland.
Hvað er um samgöngurnar?
Á því sviði er nú alt gerbreytt
frá því sem áður var; bílarnir
hafa tekið við af hestunum, auk
þess sem siglingar hafa stórum
verið endurbættar, að ógleymd-
um flugsamböndunum, sem jafnt
og þétt eru að færast í aukana
nú ferðast maður landshornanna
á milli á örfáum klukkutímum
og eg held það leiki ekki á tvenn-
um tungum, að það liggi fyrir
Islandi að verða mikið ferða-
mannaland.
Hvernig hagar til um atvinnu-
málin á íslandi?
ísland nútímans er að verða
land tækninnar og hraðans; nú
eru nýtízku vélar, flestar frá
Ameríku, notaðar við flest vinnu-
brögð; nær þetta jafnt til sjávar
útvegsins, sveitabúskaparins og
iðnaðarins; og nú er Island að
verða hlutfallslega eitt mesta
rafnotkunarland í heimi.
Hvaða atvinnu stundaðir þú á
Islandi?
Fyrst framan af vann eg á
Hótel Borg, en mestan dvalar
tímann heima starfaði eg sem
túlkur í þjónustu setuliðsins
fyrst þess brezka, en síðar hins
ameríska, og í báðum tilfellum
eignaðist eg marga vini, sem eg
er sannfærður um að bera muni
íslandi og íslenzku þjóðinni vel
söguna hvar, sem leið þeirra
liggur.
Hvað virtist þér um andlegt
líf þjóðarinnar?
Að minni hyggju er það á háu
stigi; bókmenntirnar skipa þar
enn öndvegi, þótt leiklist, mál
aralist, og söngmennt séu jafn
fram á öru þróunarskeiði. ís
lenzka þjóðin er sterklunduð
framfaraþjóð, sem lítur ókvíðin
til framtíðarinnar.
Hvað hefir þú hugsað fyrir þér
hér vestra?
Eg hefi í hyggju að setjast að
í Manitoba, en veit ekki fyrir
víst, enn sem komið er, hvar eg
verði í sveit settur, og með tíð
FIMMTUGUR
Árni G. Eggertson, K.C.
Síðastliðinn fimtudag' átti
Árni G. Eggertson, K.C., fimm-
tugs afmæli; hann er borinn og
barnfæddur í þessari borg, sonur
Deirra merku hjóna Árna Egg-
ertssonar fasteignasala og frú
Oddnýjar Eggertsson, sem nú
eru bæði látin. Árni lögfræðing-
ur er útskrifaður í lögvísi af há-
skóla Manitobafylkis; hann er
drengur góður og atorkumaður
hinn mesti eins og hann á kyn
til; hann hefir um langt skeið
staðið í fremstu víglínu Liberal-
flokksins, og tekið auk þess virk-
an þátt í íslenzkum þjóðræknis
og safnaðarmálum; hann varð
eftirmaður föður síns í stjórn
Eimskipafélags íslands.
Árni er kvæntur ágætri konu,
frú Maju Grímsdóttur Laxdal.
Lögberg flytur Árna lögfræðingi
hugheilar árnaðaróskir í tilefni
af fimmtugsafmælinu.
HEIMSÆKIR CANADA
I fyrri viku heimsótti yfirher-
stjóri Bandaríkjanna, General
Eisenhower Ottawa, og flutti
ræðu í Canadian Club; var ræð-
an um alt hin snjallasta, og
þrungin góðvild í garð canadisku
þjóðarinnar; dáði ræðumaður
mjög hugprýði og prúðmannlega
framgöngu canadiskra hermanna.
King forsætisráðherra þakk-
aði Gen. Eisenhower komuna og
ræðuna, og tilkynti honum, að í
þakklætisskyni fyrir hans ómet-
anlegu störf í þágu frelsismála
mannkynsins, hefðu canadisk
stjórnarvöld komið sér saman
um það, að hæzta fjall Kletta-
fjallanna, Castle Mountain,
skyldi framvegis kallað verða
Mount Eisenhower.
“Þetta sannar mér það, að eg
verð að heimsækja Canada á ný
eins fljótt og ástæður leyfa til
þess að sjá fjallið, sem á að bera
nafn mitt um aldur og æfi; en
efsti hnjúkur þess verður að vera
eins og skallinn á mér,” bætti
hinn tigni gestur við.
EFAST UM NÝJU
SPRENGJUNA
Truman forseti hefir látið það
í ljósi við blaðamenn, að hann
sé í miklum efa um sanngildi
írsku sögunnar, er að því laut,
að Rússar hefði uppgötvað nýja
sprengju, sem væri margfalt
máttarmeiri en atómsprengjan,
sem Bandaríkin beittu gegn
Japönum; kvaðst Mr. Truman
þeirrar skoðunar, að hér væri
einungis um hviksögu að ræða,
sem ekkert væri byggjandi á.
og tíma heimsæki eg Island á ný.
Vegna anna, varð að slíta við-
talinu, er hér var komið sögu.
Sigurður á fjóra föðurbræður
í þessu landi, þá Magnús, Hjört,
Odd og Önund Brandssonu.