Lögberg - 17.01.1946, Blaðsíða 4
'1
LÖGBERG, FIMTUDAGÍNN, 17. JANÚAR, 1946
í
j
í
I
i
I
--------- ÍLogberg —------------------------*
Gefið út hvern fimtudag af J
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winrýpeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans: j
EDITOR LOGBERG |
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. |
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON -
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögbergr” is printed and published by .
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent *
Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. i
PHONE 21 804 i
# Fagnaðarefni
Morgunblaðið í Reykjavík frá 20.
desember s.l., birtir þá frétt frá Asso-
ciated Press í New York, að National
Broadcasting útvarpsfélagið hafi ráðið
íslenzkan karlakór til tveggja mánaða
söngferðalags um Bandaríkin; er hér
að ræða um Karlakór Reykjavíkur, sem
Sigurður Þórðarson, prests Ólafssonar
frá Söndum í Dýrafirði, veitir forustu;
hefir hann notið ágætrar söngmennt-
unar, og er jafnframt gott tónskáld;
ráðgert er að aðal-einsöngvari flokks-
ins verði Stefán Guðmundsson óperu-
söngvari.
Svo er ætlast til, að Karlakór
Reykjavíkur komi til Bandaríkjanna í
októbermánuði næstkomandi, og haldi
þar alls 48 söngskemtanir í flestum
hinna stærri borga; söngflokkur þessi
ferðaðist allvíða um Norðurálfuna og
hélt þar söngskemtanir við hinn ágæt-
asta orðstír nokkrum árum fyrir síðast-
liðið veraldarstríð, og kom þá skömmu
síðar til orða, að hann semdi um Norður
Ameríkuför, þótt slíkt kæmist eigi í
framkvæmd eins og þá var ástatt; en nú
hefir málinu verið beint inn á öruggar
brautir þeim öllum, sem íslenzkri söng-
mennt unna til ósegjanlegs fagnaðar.
Karlakór Reykjavfkur verður að
koma til Winnipeg á væntanlegri söng-
för sinni um þetta mikla meginland.
íslendingar eru fjölmennir í þessari
borg, og tiltölulega skammt frá henni
liggja ýmsar hinar f jölmennustu byggðir
þeirra, svo sem frumbyggðirnar við
Winnipegvatn; það er oss, frá þjóð-
ræknis- og menningarlegu sjónarmiði
séð, hið mesta nauðsynjamál, að kynn-
as megin stefnum og straumum í fjöl-
þættri þróun þeirrar listar, sem nú er í_
sköpun á íslandi, og þá vitaskuld engu
síður á vettvangi söngmenningar, en á
öðrum sviðum; nú eru íslendingarnir
farnir að skapa umfangsmikil og inn-
viðatraust tónverk í stað stuttra, lýr-
iskra laga, sem mintu miklu fremur á
fallega vísu, en mergjaðar drápur hins
arnfleyga anda. En hverjum liggur það
þá næst, að beita sér fyrir um það, að
koma áminsts karlakórs hingað til
borgar verði gerð möguleg?
Það sýnist liggja nokkurn veginn
í augum uppi, að þjóðræknisfélaginu
beri að taka að sér forustu málsins;
einn veigamikill liður í stefnu þess lýtur
að því, að auka kynni ög efla menning-
arleg samtök milli íslendinga austan
hafs og vestan; en komi á hinn bóginn
til þess, að félagið á einhvern hátt
þarfnist, málinu til fyrirgreiðslu, sam-
ræmdra átaka af hálfu almennings,
þarf ekki að efa, að slíkur stuðningur
yrði veittur með fögnuði, þar sem jafn
stórmerkilegt menningarmál á í hlut
og koma söngflokksins til þessarar
borgar. Það hlýtur ennfremur að vera
almenningi ljóst, hve afar áríðandi það
sé, að undinn verði bráður bugur að
undirbúningi málsins, því naumast þarf
að gera því skóna, að skipulagningin
að ferðalagi söngflokksins sunnan
landamæranna, verði dregin á langinn.
Þjóðræknisfélagið hefir í þessu efni
fögru hlutverki að sinna, og nytsamt
verk til að vinna. —
Winnipegborg á mikla og ágæta
samkomuhöll; hingað kemur margt
þeirra ágætustu söng- og tónlistar-
krafta, sem samtíð vor á í eigu sinni.
íslendingar og norrænir frændur þeirra
í þessum hluta landsins, geta auðveld-
lega fylt samkomuhöllina í Winnipeg
nær sem þeir vilja, og hinu endurborna,
íslenzka lýðveldi, gætu þeir naumast
tjáð á fegurri hátt hollustu sína og að-
dáun, en með því, að hylla á áminstum
stað, Karlakór Reykjavíkur.
* Maður, Korfðu
þér nær
“Fjarlægðin gerir fjöllin blá og
mennina mikla,” sagði Jóhann skáld
ggurjónsson; engu að síður gerir hún
fjöllin misjafnlegá blá og mennina mis-
jafnlega mikla. —
Mörgum manninum hættir við- að
leita langt yfir skamt að þeim verðmæt-
um, sem hugur hans tíðum þráir; hann
telur sér trú um, að alt sé fegurst, sem
fjarlægast er, en við þetta brjálast svo
dómgreind hans, að hann hefir í raun-
inni ekki nokkra minstu hugmynd um
það, hvert stefnt sé.
Hér á Sargent Avenue í Winnipeg
er það daglegt þrauð, að hlusta á hnakk-
rifrildi um misjafnlega merk skáld á
íslandi; í þessu getur falist virðingar-
verð þjóðrækni, sé um hreinskilnis-
legan málaflutning að fæða af hálfu
þeirra, sem deila; en sé á hinn bóginn
að mestu um órökstuddan hárklofning
að ræða, varpa kappræðurnar ekki
' neinu nýju ljósi á það, sem um var deilt,
og verða þessvegna vegnar og léttvæg-
ar fundnar. Maður, horfðu þér nær —
Um allmörg undanfarin ár, liafa
birzt í Lögbergi vísur og lengri ljóð eftir
Pál Guðmundsson, húnvetnskan mann
eitthvað um sextugt; megi viðhafa orð-
in “gott handbragð,” um ljóðræna verk-
lægni, þá verður slíkt auðveldlega heim-
fært upp á áminst skáld; það er ekki
einasta, að Páll Guðmundsson sé slyng-
ur hagleiksmaður í ljóðagerð, heldur
málar hann víða hugsanir sínar sterk-
um, skáldlegum dráttum, sem festast
skjótt í minni; þarf í því efni ekki lengra
að leita en í kvæðið “Hiroshima,” sem
Lögberg flutti í fyrri viku; ýmsir hafa
þegar farið lofsamlegum orðum um
kvæðið, þótt ætla megi að meira veður
hefði gert verið út af því, ef komið hefði
úr blámans fjarlægð, eða verið aðflutt.
Páll Guðmundsson á efni í fallega
ljóðabók; hann er enginn álnamaður á
landsvísu, en í þessu landi eru hreint
ekki svo fáir samsýslungar hans, sem
vel hefir fénast, og gætu sér að skað-
lausu beitt sér fyrir um útgáfu af ljóð-
um hans; með þessu kæmi í ljós rækt-
arsémi við fagra átthaga, auk þess sem
slík samúð yrði óhjákvæmilega skáld-
inu holl uppörvun; það gæti líka komið
til mála að safna í og gefa út vestræna
Húnvetningabók í ljóði, þar sem auk
kvæða Páls Guðmundssonar yrði birt
Ijóð þeirra bræðranna Ragnars og
Gunnbjörns Stefánssona, Jónbjörns
Gíslasonar, Björns Stefánssonar, og
vera má nokkurra fleiri.
Þetta, sem nú hefir sagt verið, á
að engu leyti skylt við hreppa- eða
sýslu-pólitík; ritstjóri Lögbergs, sem er
austfirzkur í húð og hár, hefir vitaskuld
enga persónulega ástæðu til að draga
fremur taum þeirra Húnvetninga, sem
hér eru búsettir og við ljóðagerð fást,
en hinna úr öðrum sveitum og sýslum
landsins, er við hliðstæðum “blekiðn-
aði” gefa sig; síður en svo; og það er
einvörðungu vegna þess að hann, eftir
að hafa marglesið Ijóð áminstra skálda,
hefir komist að þeirri yfirveguðu niður-
stöðu, að með útgáfu ljóða þeirra, áður
en það yrði um seinan, auðgaðist íslenzk
ljóðmenning að nokkurum verðmætum,
sem að öðrum kosti gætu lent í glatkist-
una, en þaðan verðum fáum hlutum
afturkomu auðið.
Talsvert af kvæðum Páls Guð-
mundssonar, jafnvel meiri hluti þeirra,
kann að hafa birzt í Lögbergi, þó víst
sé að hann eigi enn allmargt ljóða í
handriti; gera má ráð fyrir, að nokkurn
veginn það sama gildi um hin skáldin.
Vonandi er að húnvetnskir efna-
og þjóðræknismenn hér um slóðir, sinni
máli þessu við allra fyrstu hentugleika,
því dráttur og dauðadúr á vettvangi
mannfélagsmálanna, tákna tíðum eitt
og hið sama.
íslendingar vestan hafs ættu að
stórauka útgáfustarfsemi sína, því enn
er hér margt fagurhugsað í bundnu
máli og óbundnu, sem á það skilið að
birtast í bókarformi.
Listin að segja sögur
Einstöku maður á íslandi
kunni öðrum betur að segja sögur
þannig, að áheyrendum yrði
bæði til fróðleiks og ununar. Var
sú list í miklum metum, og þeir
menn í hávegum hafðir, sem
hana kunna.
Eg hefi verið að lesa Sögu
Vestur-íslendinga að undanförnu
og dáist að því hversu vel þar
eru sagðar sögur manna, sem eg
hefi þekt, jafnvel þótt þær séu
sagðar aðeins í fáum setningum.
Hér fer á eftir sem lítið sýnis-
horn, partur af því, sem sagt er
um Stefán Sigurðsson kaup-
mann:
“Það er í frásögur fært hvernig
þeir bræður, hann og Jóhannes,
hafi snemma létt undir störfin
með föður sínum. Þóttu þeir frá-
bærlega ötulir og snemma roskn-
ari að ráði en vetratölu. Á ýmsa
vegu voru þeir mjög samrýmdir
og samráða, unz leiðir þeirra
skildu að mestu um miðjan ald-
ur. En á því fyrra tímabili æfi
þeirra má starfssaga þeirra að
mestu leyti teljast ein og hin
sama, þótt ólíkir væru þeir samt.
Var leitun á bræðrum, er svo
heppilega voru saman valdir, að
annar hafði því oftast á að skipa
sem hinn skorti. Veitti þar hvor
öðrum “slíkt sem hönd hendi og
fótur fæti” eins og Erpur mælti
forðum. Enda eru þeir bræður
Stefán og Jóhannes nafnkunnast-
ir sem “Hafnarbræður”, “Hnausa
bræður” og “Breiðúvíkur bræð-
ur.” Kann það nokkuð að stafa
af því, að “bræðrasól” þeirra
skein yfir nýlenduna áður en
næturþokan varð að morgunskýj-
um, því þá eru viðbrigðin mest
og fegurst.----Á æskudögum
Stefáns var fátt framkvæmda við
vatnið mikla. Þá voru einungis
kænur og flatbytnur notaðar til
fiskveiða, en seglbátar til flutn-
inga. En á þeim árum lifði fólk-
ið mest á aflanum úr vatninu.
í þann tíma hefst víking Stefáns,
þótt aldrei herjaði hann á Vík-
verjana, sem bjuggu kring um
það. Kom þá brátt í ljós, að hann
var fæddur forgöngumaður og
gæddur ýmsum kostum afburða-
mannsins: óbilandi viljaþreki á-
samt mikilli karlmensku og
djörfung að fylgja fram áformum
sínum og heppni, sem sumum
virtist óskiljanleg líkt og byr
Hrafnistumanna fylgdi eftir og
blési í seglin — — þrátt fyrir
annir og umstang viðskiftanna
tók Stefán mikinn þátt í vel-
ferðarmálum sveitar sinnar. Var
hann stundum oddviti sveitar-
innar og fylgdi fram málum
hennar af alhuga.------Stefán
var merkilegur maður í sjón og
reynd — bæði norrænn og suð-
rænn, að eðli og álitum, heiðinn
og kristinn, víkingur og kross-
fari. Hann var hár og herða-
breiður, lítið eitt lotinn í hálsi
með mikið hrafnsvart hár, er
féll í hrokknum lokkum. Svipur-
inn var djarflegur en þó góðleg-
um, enda var hann mjög við-
kvæmur maður og blíður við
börn og gamalmenni og þá, sem
bágt áttu. Hann þoldi illa að láta
menn synjandi frá sér fara, ef
þeir leiðtuðu hans í nauð, jafn-
vel þótt skuldugir væru og skuld-
seigir. Hann var hinn mesti
höfðingi í viðskiftum---Hann
var sól Nýja íslands um mörg
ár, — þótt í skýjum skini. En
saga hans er endurreisnar tíma-
bil nýlendunnar.”
Þetta er aðeins lítið sýnishorn
hvernig sagðar eru í stuttu máli
og alþýðlegu sögur þeirra, sem
fram úr sköruðu og leiðsögu
höfðu á tímum erfiðleikanna. ís-
lendingar eru þá illa breyttir, ef
þeir una sér ekki við lestur slíkra
sögusagna.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Vitið þér, að árlega falla 240
smálestir að sóti á hverja fer-
mílu í London?
Auðlegð, sem nemur
sextíu miljónum dollan
Enn á ný renna menn hýr u
auga til Cocos-eyjunnar, sem í
langa tíð hefir verið vonarstjarna
þeirra, er eftir fjársjóðum leita.
Nú eru það siglinga sérfræðing-
ar og sumir af þjóðþingmönnum
Bandaríkjanna, sem vilja að
Bandaríkjastjórnin fari þess á
leit við stjórnina í Costa Rica, að
fá þessa litlu eyju, sem liggur að-
eins 270 mílur í vestur frá strönd
Costa Rica keypta.
Ástæða manna þeirra, er kaupa
vilja er sú, að eyjan er nokkurs
konar útvörður við Panama-
skurðinn að vestan, og má auð-
veldlega gjöra að Ameríku Gi-
braltar.
Stjórnin í Costa Rica verður
líklega ekki áfram um að selja,
því einhverstaðar á eyju þeirri er
falinn sá mesti ráns auður sem
menn þekkja til, og nemur að
minsta kosti sextíu miljónum
dollara, og hefir fé það valdið
uppreisn , manndrápum og mis-
skilningi þjóða á milli í síðast-
liðin hundrað ár.
Cocos eyjan er aðeins þrettán
mílur ummáls og liggur frá 200-
600 fet yfir sjjáfarmál. Hún er
klettótt og með þykkan hitabeltis
gróður í dölum og á milli kletta.
Hitinn fer oft uppí 115 stig og
þar rignir svo dögum og vikum
skiftir í senn.
Mikill fjöldi manna hefir lagt
leið sína til Cocos eyjunnar til
þess að leita að fjársjóð þessum,
en árangurslaust.
Eyjan hefir samt orðið til þess
að gefa mönnum þekta og meist-
aralega samda sögu. Robert
Louis Stevenson átti einu sinni
heima í gestgjafahúsi einu, sem
stóð niður við sjóinn í San Fran-
cisco og hitti þar aldraðan sjó-
mann, sem sagði honum sögu af
Cocos eyjunni, og ætlaði hann
að ferðast til eyjunnar sjálfur,
en gat aldrei framkvæmt þá
fyrirætlan, en vonir sínar
færði hann í letur í “Treasure
Island,”sem þýtt hefir verið á
Islenzku “Gulleyjan.”
Snemma á árinu 1821 stefndi
Bolivar hershöfðingi hersveitum
sínum ofan vestur hlíðar Andes
fjallanna og stefndi þeim í áttina
til Líma, einni auðugustu borg
vesturálfunnar. Þegar herinn
nálgaðist borgina sló ótta og óhug
yfir "borgarbúa. Allir sem vetl-
ingi gátu valdið bjuggu sig á
flótta og tóku með sér alt verð-
mætt sem þeir gátu með sér haft:
Gúll, gimsteina, silfur búnað.
Kirkjuskrauti var raðað niður í
kassa og kistur, og þyngra og
verðmætara skrauti, pg alt sent
ofan að Gallai höfninni, þar sem
að Breska beitiskipið Mary Reid
lág, og sett undir vernd fánans
Breska. Akkerum var lyft og
Mary Reid sigldi til hafs undir
stjórn Thompson skipstjóra.
En hrúgur af dýrum gimstein-
um, gulli og silfri, sem lágu fyrir
allra augum í skipinu, varð
ráðvendni skipstjórans og skip-
verja ofurefli. Þeir réðust á
mennina sem stóðu vörð um
fjársjóðinn, myrtu þá alla og
köstuðu hræum þeirra í sjóinn,
og sigldu svo til Cocos eyjunnar.
Þeir lentu í firði einum, sem
nú heitir Catham fjörður, norð-
austan á eynni. Kisturnar og
kasstrnir með fjármununum í
voru færðar á land og látnar í
hellir lítinn við mynni á læk sem
rann útí fjörðinn, og svo stórum
steinum velt yfir hellis munnann
til að fela féð.
Thompson og félagar hans
sigldu svo á burt frá eynni, en
eftir nokkra daga, rákust þeir á
Frygátu er Espeigle hét, sem tók
pá fasta, og voru allir mennirnir
aengdir tafarlaust sem sjóræn-
ingjar að undanteknum Thomp-
son og einum félaga hans, sem
var gefið líf með því skilyrði að
peir segðu til hvar þeir hefðu
falið féð. Svo hélt frygátan til
Cocos eyjunnar og lenti þar í
sama firðinum og Thompson
iði áður lent. En þegar í land
kom gat Thompson og félagi
hans komist inní þéttgresið sem
þakti eyjuna víða, og fólu sig
þar. Mennirnir frá Espeigle
leituðu þeirra í viku, en fundu
ekki, svo þeir héldu í burt.
Nokkrum mánuðum síðar kom
hvalfangaraskip inn á Chatham
fjörðinn til þess að birgja sig
upp með vatn. Hvalfangarnir
urðu varir við tvo menn í fjör-
unni á Cocos, gengu til þeirra og
tóku þá útá skip sitt, því þeir
voru mjög illa farnir, naktir,
hungraðir og horaðir, og þar
ofaná báðir veikir. Félagi Thomp-
son dó skömmu eftir að hann
kom um borð í hvalfangaranum,
en Thompson lifði og var með
hvalföngurunum, unz þeir komu
heim til Newfoundlarids. Þar
settist Thompson að og bjó þar
í nokkur ár unz hann lést án
þess að eiga kost á að fara aftur
til Cocos eyjunnar.
Áður en Thompson dó kallaði
hann vin sinn einn, að nafni
Keating, til sín og fékk honum
kort þar sem sýnt var á hvernig
stefna skyldi til þess að komast
á vissan stað eða púnkt, í nánd
við hellinn þar sem féð var falið,
en svo hvíslaði Thompson í eyra
Keatings, hvað mörg spor ætti
að taka frá þeim punkti, og í
hvaða átt til þess að finna hell-
irinn.
Eftir ítrekaðar tilraunir tókst
Keating að fá kaupmann einn
auðugan til þess að gera út skip
til að sækja féð. Kafteinn á því
skipi var mður er Boag hét og
náðu þeir til Cocos árið 1841,
eftir all harða útivist og æra
og óða skipshöfn sem varð ná-
lega óviðráðanleg. Þeir Keating
og Boag fór u að leita staðarins
þar sem fjársjóðurinn var fal-
inn og þeir fundu hann.
Þeir rýmdu steinum frá hellis-
munnanum og komu fyrst inn í
þröng göng, en við endan á þeim
göngum víkkaði hellirinn* sem
svaraði til herbergis um tuttugu
ferfet að rúmmáli, og þar var
féð alt með röð og reglu. Þeir
fyltu vasa sína með gimsteinum,
veltu svo grjótinu aftur fyrir
hellismunnann og fóru um borð
í skipið sem hét Edgecombe.
Skipshöfn þeirra var í vondu
skapi, og nokkru seinna lenti í
slagsmáli og hótuðu skipverjar
að taka þá báða, Boag kaftein og
Keating af lífi. Um nóttina, þeg-
ar kyrrð var komin á skipverja
og aldimmt var orðið, fóru þeir
Boag kapteinn og Keating á smá
bát í land og földu sig. Um
morguninn vöknuðu skipverjar
við illan draum, er fangar þeirra
voru horfnir. Þeir leituðu í heila
viku að þeim á eynni, en fundu
ekkei, svo þeir gáfust upp á leit-
inni og sigldu burt. Þeir hrepptu
hörð veður,- og skipið sökk með
alla innanborðs, áður en þeir
náðu höf n.
I annað sinn voru tveir menn
er þektu leyndardóm Cocos
skildir eftir einir á eyjunni. Og
aftur eftir nokkra mánuði kom
hvalfangara skip í vatnsleit til
eyjunnar og til bjargar. En nú
var aðeins annar þeirra á lífi—
Keating, illa leikinn og klæða-
laus. Hann hresstist samt furðu
fljótt, og þegar að hann var
krafinn sagnar um Boag kaftein,
varð hann margsaga og réðu
menn af því, að hann mundi hafa
gengið af Boag kaftein dauðum.
Keating gat fengið mann til
að gera skip út aftur til Cocos
eyjunnar, en það komst aldrei
alla leið vegna uppreisnar sem
á því varð, svo það snéri aftur.
Þegar Keating dó, dó með hon-
um vissan um staðinn sem fjár-
sjóðurinn var falinn á. En kortið
gekk til vinar Keatings, Nikulás-
ar Fitzgeralds, er Keats misti
við 1867, og kortið gekk aftur
frá Fitzgerald til manns sem
Curzon Howe hét og var í sjóher
Breta; reyndi hann að fá flota
foringjana til að lofa sér að fara
til Cocos, en þeir synjuðu um
leyfi. Kortið er nú í eign sonar
Howes, sem stóð fyrir síðasta
leiðangrinum t i 1 eyjunnar,
(Framh. á bls. 8)