Lögberg - 17.01.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.01.1946, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGUnN 17. JANÚAR, 1946 FRA HINNI HLIÐINNI að hefir dregist lengur en skyldi að þakka ritstj. Hkr. fyrir vinsemd hans í minn garð. Eg hefi verið bundinn við vinnu fyrir allgott kaup. Eg býst ekki við að Hkr. hefði viljað borga mér eins gott kaup fyrir að skrifa um ritstj. hennar, — þó að það væri í raun réttri meiri nauðsyn en það, sem eg geri hér. Þess vegna koma þessar línur í bak- seglin. Tvö atriði frá ytra borði séð, vóktu eftirtekt mína, þegar eg las athugasemd ritstj. Fyrra atriðið var það, að fyrri athuga- semdir, sem hefðu verið gerðar við greinar mínar voru með nafni Heimskr. sjálfrar, en með þeirri seinustu er breytt um aðferð, þar er það ritstj. sjálfur, sem kemur á hólmgöngustaðinn. Þetta minnir mig á vísu í Þórðar- rímum hreðu, þegar Miðfjarðar- Skeggi bjóst í bardaga með Þórði hreðu, sínum skæðasta óvini: “Hef’ eg grun að gölturinn mundi rýta, hljóti grýsin heljar-mók. Hann upp rís og sköfnung tók.” Þetta virðist mér eiga að skilja svo, að ritstj. treysti ekki Hkr. að mæta, þó að svaðilförum sé vön, til þess að ganga sigrandi af hólmi í þessari sennu. Þetta er hugsunarvilla hjá ritstj., því að hann hefir aldrei bardagamaður verið. Eg veit ekki til að hann, sem einstakling- ur, hafi barist fyrir nokkru máli, sem haldi nafni hans á lofti fram yfir óbreyttan alþýðumann. Að vísu hefir hann galað um það, sem hann nefnir “beina löggjöf,” og þykist af, en að ryðja henni braut í framkvæmd hefir ekkert orðið af, — enda ekki hægt með hans aðferð, því að áður en hún yrði nothæf, þyrfti að kenna okkur að starfrækja beina lög- gjöf; annars sækti í sama horfið og Ólafur pá sagði forðum: “Því fleiri heimskra manna ráð, því verra.” Hér er ólíku saman að jafna, ritstj. Hkr. og henni sjálfri. Heimskr. hefir barist í 60 ár, fyr- ir bæði réttu máli og röngu, með aðstoð margra þeirra beztu hæfi- leikamanna, sem komið hafa vestur um haf, frá íslandi. Annað, sem mér fanst kynlegt frá ytra borði séð, var það, að athugasemd ritstj. var lengri en grein mín. Hvað auga fyrir ytra formi snertir virðist þarna koma til greina öfugugga-skapur í blaðamensku. Til þess að fá ein- hvern stíl í þetta, hefði farið betur á því, að setja athugasemd- ina á undan grein minni, svo að alt hlutfallið hefði orðið öfugt. Með öðrum orðum: það er betra öfugt sanmræmi en ekkert sam- ræmi. — Enn eitt, sem eg vil minn- ast á, áður en eg loka þessari hlið málsins, er sem fylgir: Merkur Bandaríkja ísl. skrif- aði mér eftirfarandi athugun, eftir að hafa lesið at hugasemd ritstj. Hkr. við grein mína: “I hérlendri blaðamensku sjást aldrei athugasemdir eftir rit- stjórana sjálfa, því að það er á- litin ókurteisi af þeim. En beri það við, að einhver annar fetti fingur út í greinar frá ýmsum, taka þeir það í blöðin, án þess að segja nokkuð um hvor rétt- ara hafi fyrir sínum málstað. Þetta er svo vel skiljanlegt, því að réttu lagi eiga kaupendur blaðanna að dæma um rithátt eins og annars. Enginn getur skrifað svo öllum líki”-----Ef ritstj. fatast svo á yfirborði við- urkends forms, er hætt við að ýmislegt verði bágborið við innra smíðið, sem meiri hæfileika þarf til, svo að lag sé á. — Þar reynir fyrst á vit og manndóm. Mér datt ekki í hug, að ritstj. Hkr. fyndist það athugavert, þó að eg segðist þekkja Hkr., sem eg hefi lesið í 30 ár. En hann huggar sig við það, að eg þekki illa sjálfan mig. En hvað sem því líður, ætla eg að sýna honum fram á, að eg standi honum fylli- lega jafnfætis í sjálfsþekkingu. Rökin, sem ritstj. færir fyrir því, að eg þekki sjálfan mig illa, eru ekki takandi til greina. Eg hefi ekki sagt að á orðum Hkr. væri ekkert mark takandi. En eg hefi sagt, að hún héldi fram annari hlið af tveim, eins og fyrirsögn greina minna sýnir: Frá hinni hliðinni. Ritstj. gerir mér þarna upp orð, sem hann sjálfur ber ábyrgð á, og er það eitt af hin- um algengu .brestum í blaða- mensku hans. Ritstj. finst heldur en ekki hankast á fyrir mér, að undan- skilja ritdóm um bók mína, sem Heimskr. birti, og segir: “að eg hafi smjattað af ánægju yfir í bréfi til Heimskr.” — Ekki gat hann sagt rétt frá þessu. Eg skrifaði ritstj. sjálfum það bréf, en ekki Heimskr. Eg skal fús- lega við það kannast, að sá rit- dómur var — fyrir utan alt “smjattandi hól,” svo vel skrif- aður, og í honum birtist svo ó- vanalega næmur skilningur á túlkun kvæðanna, að sumir efuð- ust um, að ritstj. Heimskr. hefði skrifað hann. En af því að hann var birtur á ritstjórnar-síðu, bár- ust böndin að honum með fað- ernið. Þessvegna skrifaði eg honum nefnt bréf. Annars held eg að ritstj. hefði verið hollara að sleppa þessu með bréfið, því að það var svo barnskaparlega persónulegt. En í þess stað að koma yfir á mína hlið, eins og þroskaður maður með sköfnung sinn og brjóta hana niður — af því að það er hans áhugamál að bera sigur frá borði. Ritstj. má sjálfum sér um kenna, að með þessari aðferð sinni, gefur hann mér tilefni til þess sama, sem eg hefði að öðr- um kosti aldrei beitt. “Óvandaðri er eftirleikurinn.” Svo að eg taki mér orð ritstj. í munn, hánkast á fyrir honum þegar hann gefur mér heildar- vitnisburð í sinni löngu athuga- semd. Og heildarlýsingin er þessi: “Sjúkur maður, með rýting f erminni, andstæður öllu, sem góðir menn telja gott og heilagt.” Jæja, það gat varla verra verið. Fyrir nokkrum árum gaf eg út ljóðakver, ófullkomið að flestu leyti öðru en því, að í því lágu til grundvallar ákveðnar lífs- skoðanir til vinstri hliðar. Þetta kver sendi eg Stefáni Einarssyni ritstjóra Hkr. í til- efni af því skrifaði hann mér bréf, og í því bréfi stóð: “Það hafa ekki bækur komið með meira viti inn á Heimskr.” — Þetta voru hans óbreytt orð. Nokkru seinna var gefin út önnur ljóðabók eftir mig, með sömu skoðunum í heildardráttum, og, þá kom þessi ritdómur, sem rit- stjóranum var eignaður, og hann nú itelur eftir. Eg vil biðja góðfúsa lesendur — og hina líka að veita því at- hygli, að í báðum þessum ljóða- bókum mínum og greinum: Frá hinni hliðinni liggja sömu lífs- skoðanir til grundvallar; og þá er eg aftur kominn að því, sem eg sagði hér að framan, að eg ætla með allri virðing fyrir ritstj. Hkr. að bjóða honum byrginn í sjálfsþekkingu. Takið eftir, góðir hálsar. Ritstj. segir um fyrri bók mína: “Það hafa ekki komið bækur með meira viti inn á Hkr.” Hann seg- ir á ritstjómarsíðu Heimskr. — eða einhver með hans samþykki, um seinni bókina: “að á sum kvæðin glitri eins og smaragða.” En svo hefði enginn tekið til orða, ef hann hefði ekki álitið að heilbrigt mannvit stæði á bak við kvæðin. En um greinarnar frá hinni hliðinni — sem sama mannvit er í — hvorki betra né verra: “Sjúkur maður með rýt- ing í erminni, andstæður öllu, sem góðir menn telja gott og heilagt.” Hafi nokkurntíma nokkur maður komist í aðrar eins mótsagnir við sjálfan sig, ætti hann að gerast sálufélagi ritstj. Hkr. í sjálfsþekkingu. Merkur maður, sem er ekkert hræddur við að láta nafns síns getið, ef á þarf að halda, segist hafa talað við ritstj. Hkr. fyrir nokkrum árum síðan, og þá hafi hann haldið fram þeirri skoðun að ekkert nema kommúnisminn gæti bjargað þessum heimi. Nú á seinni tímum hefir hann týnt saman og látið prenta í Heimskr. frumsamdar og þýddar greinar, sem eru beinar og óbein- ar dylgjur um mannfélagsskipu- lag Rússa. Svo langt hefir verið gengið í greinum þessum, að því hefir verið lýst yfir, að síðasta stríð hefði verið upprunalega þeim að kenna, hjá þeim hefði Hitler fengið fyrirmyndina. Eins og nú er málum komið er spurs- mál, hvort nokkur maður geti unnið meira óhappaverk, þegar allra málavaxta er gætt. Dagblöð hér hafa af miklum áhuga rætt það mál, að viðskifti milli Canada og Rússlands væru eitt af þýðingarmestu viðfangs- efnum fyrir þróun og framtíð Canada. Sökum þeirra miklu vandræða, sem England nú er í, muni áætl- un þeirra vera sú, að hefta verzl- unarviðskifti sem mest við þetta land, því til óbætanlegs tjóns. Svipuð höft er búist við að verði á viðskiftum við Bandaríkin. Af þessu hafa margir hugsandi menn í þessu landi áhyggjur, og fyrsta ráðið, sem þeir gefa cana- diskri þjóð, er að efla vináttu- samband við Rússa, og jafnvel ganga svo langt, að vilja stofna hér skóla til þess, að kenna fólki að skilja fyrirkomulag þeirra. Að þessu athuguðu, verður að líta svo á, að sá ritstj., sem tínir upp óhróðursgreinar um þessa nú voldugustu þjóð veraldar, sé að reyna að veikja fremur en að efla slíkt vináttusamband. Til áréttingar, skal eg fræða ritstj. Hkr.-um það, ef hann veit það ekki — eða vill ekki vita það — að margir ætla að Rúss- land sé í nútíma-tækni og öllum framförum 25 árum á undan Bandaríkjunum, sem á því sviði hafa verið þjóða fremst. Annað, sem eg skal fræða ritstj. um, ef hann veit það ekki — eða vill ekki vita það, að margir óttast að til styrjaldar dragi milli hins vestræna heims og Rússlands, vegna fjarskyldra lífsskoðana og mismunandi þjóð- skipulags. Vitrir menn, sem þaulhugsað hafa málið, segja að þriðja ver- aldarstríð taki veröldina til baka um 1000 ár. Allir þeir, sem kynda undir ófriðareldi við Rússa, eru að leggja fram sinn skerf til þess að þriðja veraldarstríð verði háð. Til skilningsauka á sálarstandi ritstj. Hkr. vil eg, lesendur góð- ir, segja ykkur smásögu. Málsmetandi íslendingur var á ferð í þessu landi, þegar Rúss- ar stóðu í heitasta eldinum í stríðinu við Þjóðverja. Á þeim tíma stóð veröldin á öndinni, því að öllum réttsýnum mönnum var það ljóst, að ef Þjóðverjar sigr- uðu þá, væri öllu frelsi lokið um langan tíma. — Maður þessi gisti hjá nafnkendum íslending, sem meðal annarar gestrisni, sem hann sýndi þessum landa sínum, bauð honum að hlýða á stríðs- fréttir í útvarpinu. Fréttir af vestur-frontinum komu fyrst, og hlustaði húsráðandi á þær með áhuga. En þegar rússnesku frétt- irnar komu, lokaði hann radió- inu, og sagði að það væri ekkert meira að heyra. Þetta er ein af harmsögum ölindrar hlutdrægni, sem ekki skilur hið sí-kvika lögmál breyt- inga þróunarinnar — og bíður ósigur þegar guð sjálfur birtir mátt sinn og vilja á jörðu hér, í henni. Þessi dæmda hlutdrægni, snýr ritstj. Hkr. eins og vind- hana á burst, svo að á honum hrýn fyrirsögn á sögu, sem Guðm. á Sandi samdi: “Maður- inn, sem minkaði.” Þegar ritstj. Heimskr. kemur að þeim rökum, sem eg færði fyr- ir því, að viturlegra hefði verið fyrir íslendinga að skrifa undir hjá stórþjóðunum, gengur hann gersamlega fram hjá ástæðum þeim, sem eg færði fyrir mínu máli. En í þess stað snýr hann sér að mér með persónulegu skítkasti. Sú aðferð hans, frá öllum hliðum séð, er lítilmann- leg, ódrengileg og heimskuleg. Lítilmannleg er hún, af því að hann kennir sig ekki mann til þess að mæta mínum rökum. Ódrengileg er hún • af því, að hann grípur til þeirrar tilhneig- ingar, sem jafnan hefir verið tal- in ein af þeim verstu í mann- legu eðli, það er — rógsins. Hann segir, “að eg gangi með rýting í erminni og sitja á svik- ráðum við íslenzka þjóð.” Heimskuleg er hún að því leyti, að hann skilur ekki rök mín. Svo aumur er hann, að honum dett- ur ekki í hug að minnast á tákn- söguna um Baldur og mistiltein, sem eg set fram til styrktar máli mínu. Hann virðist ekki hafa hugmynd um það, að hún er ó- dauðlegt, sálrænt listaverk, sem bregður upp mynd af lögmáli mannlegs lífs, og er sígildur sannleikur um allar aldir. — þessi maður þykist vera að teygja sig upp í íslenzkar bókmentir. Sama heimskan og skilnings- leysið mætir manni, þegar hann segir að eg vilji siga Isl. út í her- dansinn, og setur upp langa ræðu um rétt Isl. til að fá að vera í friði, og hverfur langt aftur í aldir á meðan. Eitt ísl. skáld hefir sagt um mannlega ástríðu þegar hún nær stjórnartaumum af vitinu: “Hún vörn og eiða tætir milli handa.” Heldur ritstj. Hkr. ef miljóna- þjóðirnar væru í stríði á Islandi, fremstu skotgröf norðursins, að ekki þyrfti annað en senda Stefán Einarsson ritstj. Hkr. til þeirra og segja: “Við höfum rétt aftan úr öldum til þess að fá að vera í friði. Eg skipa ykkur að fara héðan? Ritstj. er búinn að lifa tíð tveggja veraldarstríða og skilur ekki eðli þeirra betur en 10 ára gamalt barn, þessvegna stendur tillaga mín óhrakin enn, að eina úrr æðin væru að starfað yrði að því, meðan tírni er til, að láta ekki stríðsástríðuna ná yfirráð- um. Það er sannfæring mín, að það hafi verið einlæg viðleitni San Francisco frmdarins, að safha atkvæðum þjóða, sem kostur var á, að ísl. meðtöldum — til þess að styrkja framkvæmd í því máli. Af þeirri ástæðu hafi stórþjóð- irnar beðið íslendinga að skrifa undir, en ekki til þess eins og ritstj. snýr því, “að æða út í her- dansinn.” Eg tók það fram í grein minni, að væri þriðja veraldarstríð ó- umflýjanlegt, biðu ísl. sömu eyðingarörlög, hvort sem þeir skrifuðu undir eða ekki. En einu vil eg bæta við. Eg skil eðli ís- lendinga þannig, að á úrslita- stund dauðadansins mundi þeim vera meiri dægrastytting í því, að taka þátt í honum, en bíða dauð- ans grafnir inn í eitthvert fjall- ið. Norræn ætt segir ekki afhendis sér á einum 1000 árum. Enn lifir í kolunum, það sem Skarphéð- inn sagði: “Ekki hræðist eg dauða minn. En eg kýs fremur að vega með vopnum, en vera svældur inni sem melrakki í greni.” Ritstj. varð að bera sr. Guðm. sál. Árna^on fyrir sig sem skjöld, þegar hann fór á móti guðspek- inni. Grein Guðm., sem hann vitnar í, er skrifuð fyrir mörg- um árum. En síðan hafa margir merkir menntamenn vestrænir, kynt sér guðspekina vísindalega með meiri árangri en nokkur önnur trúarbrögð hafa að bjóða. Eg var svo heppinn að eiga kost á að ræða þetta mál við sr. Guðm. þegar hann fór sína seinustu fór til Mikleyjar. Hann leit svo á, að Sambandskirkjan þyrfti að öðlast vísindalega þekking á dulmæli, til þess að verða meira ágengt. Eg skal einlæglega játa það, að hugmyndina, sem ritstj. hneykslast mest á, hafði eg frá honum upprunalega. Eg sagði honum frá minni ó- fullkomnu kynningu af þessari speki. Og eg veitti því eftirtekt, að þá var sem leiftri brigði fyrir í augum þessa ágæta manns, og hann sagði eins og við sjálfan sig: “Hvar get eg fengið réttu bækurnar í þessari fræði?” Eg held að ritstj. Hkr. hafi gert eitt af sínum axarsköftum, að draga hann inn í þetta mál. Tútni ritstj. Hkr. út eins og tilberi, geri einhver athugasemd við músarholu efnishyggju hans er honum það sjálfum verst og mun eg ekki ónáða hann oftar, ef hann lætur mig í friði. I grein minni, sem ritstj. skrif- aði á móti, eru tvær prentvillur: Þ. G. á að vera Þ. E., ög í vísunni eftir hann, “næsti” á að vera “mesti.” J. S.frá Kaldbak. Á 58. Afmœli Stúknanoa Heklu og Skuld Forseti, og kæru Bræður og Systur, og boðsgestir: Við höfum yfirstigið eitt árið enn. Ár, sem hefur fært heim- inum meiri sigur, en nokkurt annað ár síðan kristni hófst. Ár sem ætti að geta fært sanna gleði inn í hvers mannshjarta. Því þó margir hafi mist mikið, og sumir aleigu sína, þá samt hefir enginn lagt fram líf sitt eða heilsu fyrri stærri sigur, síð- an Kristur gaf sitt eigið líf til að frelsa heiminn. Huggist því, bræður og systur, því guð elskar þá sem syrgja. Okkar hjörtu eru full af þakklæti til þeirra, sem hafa sigrað, og við bjóðum þá alla velkomna sem eru svo heppnir að koma heim aftur. Á þessu liðna ári hafa börn, af- komendur hinna fyrstu íslenzku foreldra þessa lands, sem urðu til þess að stofna bindindisfé- lagsskap í sinni nýlendu, Argyle, unnið stóran sigur, í vínbanns- bardaga í sveit sinni. Beztu þökk fyrir ykkar framsýni, Glenboro landar. Ykkar nafn stendur einna hæst allra borgara Mani- toba-fylkis. Þið getið lesið “Faðir vor” í réttum anda. Hugsið ykkur þá, sem biðja: “Faðir vor þú sem ert á himn- um, ” og greiða svo sitt atkvæði með vínsölunni og dýrka þá verzlun sem setur svartan blett á mannslífið. “Helgist þitt nafn,” og greiða svo sitt atkvæði með því að leggja skatt og söluleyfi á verzl- un, sem misbrúkar Guðs nafn með blótsyrðum og syndum. “Til komi þitt ríki,” og greiða svo sitt atkvæði með Satans ríki, vínsölukránum, svo það megi halda áfram, svo lengi sem það getur borgað þann skatt, sem stjórnendum lands og þjóðar þóknast að leggja á þau. “Verði þinn vilji,” og greiða svo sitt atkvæði fyrir vínsalann, svo hann geti borgað fyrir sitt leyfi og borgað sinn skatt, sem er sú mesta hindrun að Guð nái til að framkoma sínum vilja á jarð- ríki. “Gef oss í dag vort daglegt brauð,” og greiða svo sitt atkvæði með því að löggilda það, sem tekur brauðið frá þúsundum af sveltandi mæðrum og hjálpar- lausum börnum. “Leið oss ekki í freistni,” og greiða svo atkvæði sitt, með ginnandi eyðileggingu vínsöl- unnar, að hún megi halda áfram með stjórnarleyfi. “Heldur frelsa oss frá illu,” og greiða svo sitt atkvæði með því, að þjóðin megi halda áfram á- fengisbölinu, bæði heima og til heiðingjaþjóðanna. Ef þeir bara borga inn í stjórnarhirzluna nógu mikla blóðpeninga fyrir leyfi og skatt. Getið þið gert þetta ofan- skráða, og svo sagt af öllu hjarta, “Amen.” Eg er viss um það, að margir landar okkar í Argyle, hafa kom- ið svo fram í þessum bardaga í J haust, að það verði auðvelt fyrir þá og þær að segja með gleði, “Amen”, eftir vel unninn sigur. Það meiðir, þegar æðstu ieið- togar kristindómsins, eins og H. E. Saxton, biskup engelsku kirkj- unnar í Victoria, B.C., gerði í sumar er leið, að mæla með ó- háðri sölu á áfengi í landinu, þegar stjórnir lands og fylkja, sýna meiri gróða af vínsölunni en nokkru sinni áður í sögu Canada. Og hans eigið föðurland — England — “braggar” yfir því nýlega, að inntekt landsins sé meiri og stærri frá vínsölunni en nokkru öðru. Þeir seldu til Bandaríkjanna vínföng fyrir 70 miljón pund sterling á einu ári. Það tóku nokkrir í sama streng og biskupinn, héldu sér væri það óhætt að fylgja svoleiðis fyrir- rennara. Þar til í október, að séra J. P. Hicks, sem hefir átt heima í B.C. í 50 ár, svaraði honum, og leiddi hann í allan sannleikann. Hann sagði honum, “að hans orð á stólnum, hefðu meitt marga af þeim sem þektu hann bezt og virtu. Það, að heyra leiðtoga kirkjunnar fara út fyrir sinn verkahring, til að vera forvígis- maður þessarar voðalegu áfeng- isverzlunar, sem er meiri orsök að tárum, fátækt, eyðilögðum heimilum, kynferðissjúkdómum, og glæpum, bæði í þessu landi og mörgum öðrum. Þá er biskup- inn var að tala, var sagt að einn maður hefði verið tekinn hjálp- arlaus drukkinn á tröppum dóm- kirkjunnar. Um okkur bindindis vini, sagði biskupinn, að við værum hræsnarar og falsarar. Svo hann ætti ekki að reiðast þó við notuðum sömu aðferð, sem er ekki vani okkar. Þó það sé mjög einkennilegt að heyra guðfræðing nota svoleiðis orð um þá, sem ekki nota vín, og halda fram bindindi og vínbanni. Hann heldur því fram að hreint vatn sé aðeins drykkur fyrir skynlausar skepnur. (Ekki mikil virðing sýnd þeim, sem skapaði vatnið svo við gætum lifað). Séra Hicks gefur tölur sem sýna að vínbannið í B.C. hefir lokað 4 tukthúsum á vínbanns- tímabilinu. 1916, árið á undan vínbanni, var áfengissalan $12,000,000 1920 Vínbanns 909,884 1922, Fyrsta vínsöluárið 6,344,617 Settir í fangelsi fyrir drykkju- skap:— 1916, Undir vínsöluleyfi 2,327 1918, Undir vínbanni........778 1930, Undir stjórnarsölu 3,524 Settir inn fyrir glæpi: — 1916, Undir vínsöluleyfi 3,175 1918, Vínbann ..... 845 1919, Vinbann 686 1925, Undir stjórnarsölu 1,514 1931, Undir stjórnarsölu 3,741 Svo bætir séra Hicks við: “Eg þekti 4 presta, sem hafa mist hempuna í borginni Victoria, fyrir drykkjuskap, allir svo færir og vel gefnir, að þeir hefðu get- að tekið þátt í dómkirkju stóln- um; tveir af þeim dóu undir þeim áhrifum.” Þeir voru menn, sem héldu fram hófdrykkjunni, sem biskupinn er svo trúaður á, og heldur svo kröftuglega fram í sinni ræðu, sem hefir verið út- greidd svo vel, sem eini sann- leikurinn.” Það er svo mikið illt, sem leiðir af áfengissölunni, að enginn vel hugsandi maður, og síst leiðtog- ar kirkjunnar, ættu að vera blindir fyrir því. Biskupinn hefir ekki svarað þessu, og eg býst ekki við að sjá það á ritstjórnarblaðsíðunni í Free Press, eins og hans ræða var skrásett. Það er eftirtektarverð sjón, að sjá raðirnar af bæjarfólki, kon- ur sem menn, standa í röðum fyrir utan vínsölubúðir stjórnar- innar, í öðrum eins kulda eins (Frh. á bls. 3) J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.