Lögberg - 17.01.1946, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 17. JANÚAR, 1946
7
Y ngstu
lesendurnir
Eiríkur rauði kannar
Grænland
Eiríkur rauði fann Grænland ár-
ið 981. Grænland er stærsta eyja
Vesturálfunnar. Það mætti segja
að Eiríkur rauði hafi fundið
Ameríku. Eins og þið munið, þá
fann Christopher Columbus eyj-
ar í Caribbean sjónum árið 1492;
hann komst aldrei til megin-
landsins, en vegna þess að hann
fann þessar eyjar, sem eru ná-
iaagt meginlandi Ameríku, var
sagt að hann hefði fundið Ame-
riku. En eins og eg hefi nú sagt
ykkur, kom ■ Eiríkur rauði til
Vesturheims meir en fimm
hundruð árum á undan Colum-
bus. Fyrstu hvítu mennirnir, sem
°nau til þessarar álfu voru ís-
endingar; fyrsta bygðin, sem hér
var stofnuð, var íslenzk og fyrsta
Evrópu tungumálið, sem hér var
talað var íslenzka.
Eiríkur kannaði vesturströnd
rænlands, hann fann marga
anga firði; fagra og grösuga dali,
sjórinn var kvikur af fiski og
selum og mikið af fuglum í björg-
nrn og eyjum. Honum leist vel á
andið; þarna vildi hann eiga
eima, en hann vildi að fleira
°lk kæmi þangað. Hann gaf
andinu aðlaðandi nafn; hann
allaði það Grænland; hann vissi
a fólk myndi langa til að fara
1 lands, sem hefði svona fallegt
nafn.
^egar hin þrjú útlegðarár voru
liðin, sigldi Eiríkur og fólk hans
til íslands og sagði frá landa-
fundinum. Fólki á Islandi fanst
mrkið til um frásögn Grænlands-
faranna og marga langaði til að
fara til þess nýfundna lands. í
þá tíð áttu margir íslendingar
skip. Vorið 985 sigldi Eiríkur til
Grænlands alfarinn og með hon-
um fóru 24 skip með fólk, sem
ætlaði að setjast að á Grænlandi.
En sjóleiðin milli íslands og
Grænlands er hættuleg og vand-
farin og ekki voru á öllum skip-
unum eins góðir skipstjórar og
Eiríkur. Aðeins 14 skip komust
alla leið, hin týndust eða sneru
aftur til íslands. (Framh.).
0
Orðasafn:
Vesturálfa, Vesturheimur —
Western hemisphere'
meginland—continent, mainland
bygð—settlement
tungumál—language
kvikur—alive
selur—seal
björg—rocks
aðlaðandi—attractive
útlegð—exile, banishment
landafundur—geographical dis-
covery
frásögn—account
alfarinn—gone for good
að setjast að—to settle
sjóleið—sea route
hættuleg—dangerous
vandfarin—difficult to follow
skipstjóri—captain
týndust—were lost.
GULLBRÚÐKAUP
Mr. og Mrs. Sigurður Guðbrandsson, í Argylebygð.
i>að var milt og.gott veS
,lrn.mt og þungbúið loft á £
aginn 2. desember s.l. E
^Jart í samkomuhús
ru í Argylebygð þennai
,S ^ol5kin í huga fólksin;
1 sa^nast þar saman
la a hátíðlegt gullbrúði
aímæli Sigurðar Guðbran
ar og konu hans Guðnýj a
jargar, sem um langt skei
venð búsett syðst í Brúar
nm' Var margt fólk þarn;
ankomið, fiest úr Brúar
lnnl’ en margir einnig úr
f°utUm hygðannnar, og va
akan í þessari athöfn hin
anlegasta. Þau Hr. Si
Gunnlaugsson 0g kona
eiddu heiðursgestina til
Var sett borð fyrir þau of
^iu ættmenni þeirra í n
salnum. Sungið var fyrst
gott og fagurt og indælt (
Slð.an “Hvað er svo glatt.”
011 Stefánsson skipaði J
með sínum alkunna mynd
og flutti hann stutt ávarp
sungið “ó fögur er vo
urjorð” og var gullbrúðh
afhent gjöf frá fólkinu
Conrad Nordman, honun
hnngur en henni gullúr, e
°lafson bar fram gjafir fr<
unum 0g nánustu skylc
nm- Forseti Fríkirkjusa:
r- H. S. Sveinson, flutti
varp frá söfn. og Jón A. Sveinson
í Baldur flutti ávarp og bar fram
gjafir frá skyldmennum þar. óli
Anderson söng einsöng með sinni
alkunnu listræni. Aðrir, sem til
máls tóku voru: Thos. Johnson,
G. J. Oleson, Ben. J. Ánderson,
B. K. Johnson, Mrs. Árni Björns-
son, Mrs. H. C. Josephson. Á
milli ræðanna voru söngvar
sungnir af öllum. “Eg man þá
tíð,” “Táp og fjör”, “Fóstur-
landsins Freyja,” “Heyrið morg-
unsöng á sænum,” “Stóð eg úti’
í tunglsljósi,” Auld Lang Syne”
og “Drink to me only with thine
eyes” o. fl.
Dóttursonur Gullbrúðhjón-
anna, ungur piltur og efnilegur,
Edwin Skaftfeld frá Baldur
mælti nokkur orð að lokum og
þakkaði fyrir afa sinn og ömmu,
en síðast talaði gullbrúðguminn
nokkur orð, þakkaði fyrir stund-
ina, gjafirnar og vinarhuginn,
með tilfinningu og hrifningu. Að
lokinni skemtiskrá voru veiting-
ar til reiðu fyrir alla, og ráku
konurnar í bygðinni vel smiðs-
höggið ár þetta samkvæmi með
ljúffengum veitingum. Alt bar
vott um Jaað, að Guðbrandsons
hjónin eru vel metin í sínum
heimahögum, því alt var með svo
miklum innilegleik, að það ljóm-
aði ánægja á hverju andliti.
Guðbandssons hjónin eru ætt-
uð sitt af hverju landshorni á
Islandi, Sigurður er fæddur í
Firði í Múlasveit í Barðastranda-
sýslu 15. des. 1865. Foreldrar
hans voru: Guðbrandur Sæ-
mundsson lengi hreppstjóri og
sveitaroddviti heima, og kona
kona hans Kristbjörg Jónsdóttir;
fluttu þau til Þingvallanýlendu
1892 og þar dóu þau bæði haust-
ið 1896. (Samkv. Landnámssögu
Þingvallabygðar. Alm. Ó. S. Th.
1922, bls. 60). Sigurður kom
vestur 1893 samkvæmt hans eigin
sögn og manntalsbók séra Fr.
Hallgrímssonar. Vann hann
fyrst bændavinnu í Argylebygð
og þar giftist hann 1895. Kona
hans er fædd á Austurlandi, á
Þorvaldsstöðum í Breiðdal í S,-
Múlasýslu 28. ágúst 1873. For-
eldrar hennar voru Guðjón Jóns-
son Jónssonar frá Gilsárstekk í
Breiðdal og Arnleif Gunnlaugs-
dóttir frá Þorgrímsstöðum í
sömu sveit. þ>au giftust 1872 en
fluttust til Vesturheims 1887.
Jón faðir Guðjóns fluttist vestur
frá Gilsárstekk 1876, og var
frumherji í suður Nýja Islandi,
en flutti síðar til Argyle og nam
þar land, og þangað var hann
kominn er Guðjón kom vestur,
og settist hann að í Argylebygð
sunnarlega, og bjó þar góðu búi
og þar hjá foreldrum sínum ólst
gullbrúðurin upp til fullorðins
ára. Skömmu eftir að þau Sig-
urður og Guðný Þorbjörg giftust
fluttu þau til Saskatchewan og
þar bjuggu þau í 7 ár; lengst af
í Tantallon-bygðinni, en 1905
hurfu þau aftur til Argyle og
tóku þau þá við búi foreldra
hennar, sem þá voru fast farin
að eldast, áttu þau farsælt heim-
ili hjá þeim, það sem eftir var
æfinnar. Guðjón dó 16. maí,
1920 en Arnleif 16. nóv. 1929.
Þau hjón voru mannkostum bú-
in og er sú ætt valinkunn hér
vestra. Gullbrúðhjónin hófu
sinn búskaparferil með von og
trú og krafta í kögglum en lítil
efni, sem flestir frumherjar, en
þau hafa verið iðjusöm, spar-
neytin, fyrirhyggjusöm, orðvör
og orðheldin, og í öllu trú sinni
köllun, og hefir þeim farnast vel
í lífsbaráttunni, og eru talin vel
efnum búin. Þau hafa verið hér
fremur af íslenzkri alfaraleið, og
því átt erfiðara með að taka þátt
í almennum félagsmálum, en
þau hafa lagt sinn skerf til fé-
lagsmálanna, og hafa orðstír
fyrir gestrisni og góðvild. Komu
vinsældir þeirra greinilega í ljós
á þessu fagnaðarmóti. Þau eru
ern og ung í anda, og sýnast fær
í flestan sjó, og þó hann, sem nú
er um áttrætt sé orðinn dá-
lítið veðurbarinn, því hann hefir
staðið áveðurs oft í stormum
lífsins og unnið hart, þá gengur
hann til þessa að allri vinnu.
Hún, sem er nokkuð yngri (enn
á bezta aldursskeiði) er lítið
farin að láta á sjá, hefir hún þó
aldrei slegið slöku við. Ber hún
árin og sitt austfirska viðkunn-
anlega viðmót með prýði. Hjóna-
band þeirra hefi eg fyrir satt,
að hafi ætíð verið farsælt. Ósk-
um vér þeim allrar hamingju
við þessi þýðingarmiklu tíma-
mót, og langt og fagurt æfikvöld.
“Hvað er svo fagurt sem kvöld-
roðans bjarmi,
er hverfandi minnir á daghimins
skraut.”
Þrjú börn þeirra hjóna eru á
lífi:
1. Guðný Jónína, heima.
2. Helga Guðrún, Mrs. Olgeir
Skaftfeld í Baldur (Hann er son-
ur Hreiðars Skaftfeld í Winni-
peg)-
3. Gunnlaugur Björgvin, ó-
giftur, heima, stundar landbún-
að í félagi með föður sínum.
Guðbrandur Kristinn dó 20.
maí 1934, nær 36 ára gamall.
G. J. Oleson.
1 Míami í Bandaríkjunum er
farið að leika tennis á hjólaskaut-
um. Er það nýjasta “sportið”
þar.
iiiiiiniiiiiiiiiiiii;
iiiii
iiiiiiin:iiiii
■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim^
..................iiiiiiiiiiniiimiiiiiimHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiii)iiiiimmiiiiinmwii""11—1
GUÐJÓN (WILLIAM) JOHNSON
(Gert fyrir ekkjuna).
Frumherjunum fækkar óðum:
ferðlúinn á vesturslóðum
hniginn ertu í hinsta blund,
eins og barn við brjóst á móður
blítt um fagra aftanstund,
og sérhver grædd er sorgar und.
Ungur kvaddir Hjarðarfellið fríða,
framsœkinn, með æskumannsins þor,
fullhugi, sem fann ei neitt til kvíða
framundan þó erfið \œgju spor.
Gleðimaður, gætinn þó í flestu,
glæsilegur ásýndum hann var,
öllum vinum ástúð sýndi mestu,
til œttarlandsins trygðir jafnan bar.
Heimilið var helgur staður,
háttprúður sér undi glaður
ektabrúði og börnum hjá.
Trúrœkni og traust á Guði
táp og snild þar mátti sjá
'þessum góðu hjónum hjá.
Gjörfa hönd á margt hann listrœnn lagði,
lífið meðan brosti fegurst mót,
greindur vel og glaður æ í bragði,
gestum ávalt sýndi vina hót.
Seinna þegar sorg^að dyrum barði,
sálarrósemd mýkti kjörin hörð,
Er heilsan brást svo fljótt, og fyr en varði,
fjör og líf var endað hér á jörð.
Eftir bíður ástrík kona,
einnig hópur dætra og sona,
er heiðra minning hans sem ber;
þau vita að hann á lífsins landi
lofar Guð með engla her,
og þakkar alt, sem átti’ hann hér.
Ásgerður Freeman.
Itllliillll
lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllliliillllllll
MINNINGARORÐ
Kristín Anderson
(Mrs. S. A. Anderson)
1883—1945
•
“Vinir berast burt á tímans
straumi,
og blómin fölna á einni hélu-
nótt.” J. H.
þ>að setti margan hljóðan er sú
harmafregn flaug frá manni til
manns á föstudagsmorguninn 14.
desember, að hún hefði snögg-
lega dáið þá um nóttina. Það var
að vísu á vitorði manna að heilsa
hennar hafði æðilengi staðið á
völtum fæti; hún hafði legið
þungar legur einum tvisvar sinn-
um, og nú síðast í haust á spítala
í Winnipeg, en henni batnaði
undra vel, og að undanförnu
sinti hún sínum störfum, og bar
ekki á henni frekar venju er
hún gekk til hvíldar. Vaknaði
hún síðari hluta nætur sárþjáð,
og áður en læknirinn náðist var
hún liðin.
Kristín Anderson var fædd á
Hallgilsstöðum í Fnjóskadal á
Islandi, 1. ágúst 1883; ársgömul
kom hún til þessa lands með for-
eldrum sínum Jakob Helgason
og Kristjönu Kristjánsdóttur
(var hún systir þeirra Guðrúnar
konu Sigmars Sigurjónssonar og
Önnu konu Jóns Hjálmarssonar,
er landnámsmenn voru í Argyle-
bygð). Þau námu land í Argyle-
bygðinni, skammt suðvestur frá
Glenboro, rétt sunnan við læk-
inn; þar dó faðir hennar á fyrstu
árum, en móðirin hélt við búinu
og giftist aftur nokkrum árum
síðar, Theodóri Jóhannssyni. 8.
maí, 1894, og bjuggu þau þar
góðu búi til ársins 1920 að þau
brugðu búi og fluttu til Glen-
boro; þar dó hann 25. janúar
1935, en móðirin lifir enn.
Kristín ólst upp með móður
og stjúpföður til fullorðins ára,
og lagði sinn skerf starfs og at-
orku til velferðar heimilisins, og
þroskaðist að vizku og andlegu
manngöfgi og bar snemma á hjá
henni anda til kristilegrar kær-
leiksþjónustu sem svo mjög ein-
kendi alt hennar líf; hún var fríð
sýnum og göfugmannleg ásýnd-
um, prúð í framgöngu, sönn í
hugsun og heilbrigð í anda. Eld-
urinn í hjarta hennar og kristinn
andi heimilisins mótaði alt henn-
ar líf.
1907 giftist hún hr. Snæbirni
A. Anderson, er hann sonur
Andrésar Anderson (er var
frumherji og lengi gildur bóndi
í Argyle-bygð), dáinn 4. janúar
1928. Settust þau að í Glenboro
þar sem hr. Anderson stofnaði
járnvöruverzlun í félagi með J.
S. Frederickson. Varð hann síðar
umboðsmaður Ford Motor Co.,
og er enn, og starfrækir bíla-
viðgerðarstöð í félagi með Páli
bróður sínum (garage); eru þeir
bræður báðir mestu hagleiks-
menn til handanna, og hugvits-
menn. Heimili þeirra hjóna hef-
ir til þessa dags verið með þeim
beztu í bænum, þar ríkti gest-
risnis andi og þar var æfinlega
bjart og gott að koma, og Kristín
sál. hafði gott lag á því að skemta
gestum sínum.
Kristín sál. var trúhneigð kona,
og var hún máttarstólpi íslenzka
safnaðarins, og vann að málum
hans allan daginn til kvölds.
Hún var einnig heilsteypt í starfi
íslenzka kvenfélagsins og forseti
þess um 10 ára skeið. Átti líkn-
arstarfsemi þess þar einn sinn
allra tryggasta vin. í rauða kross
félaginu var hún ötul til starfs,
og alstaðar þar sem hún gat látið
gott af sér leiða, var hún liðsinn-
andi hvort sem var meðal Isl.
eða í samvinnustarfi með hér-
lendum í bænum. Hún var yfir-
lætislaus, en stefnuföst og sveik
aldrei þær hugsjónir, sem henni
þóttu sannar og réttar. Auk
móður og eiginmanns syrgja
hana tvö börn: Vigdis (Mrs.
Axel Oddleifsson) Seven Sisters
Falls, Man. og Friðrik, með cana-
diska herliðinu, nú á Þýzkalandi,
giftur hérlendri konu. Einnig 3
systur og 2 bræður: Mrs. S. J.
Sveinbjörnsson, Kandahar, Sask.,
Mrs. Albert Sveinson, Winnipeg
og Mrs. H. A. Thorsteinson,
Glenboro (ekkja) og Helgi og
Kristján (Helgason) frumherjar
og bændur í Peace River hérað-
inu í N. Alberta.
Jarðarförin fór fram frá heim-
ilinu og ísl. kirkjunni 17. des.,
að viðstöddu miklu fjölmenni.
Kistan var þakin blómskrúði og
$119.00 voru gefnir í Blómsveiga-
sjóð kvenfélagsins af eiginmanni
og börnum og öðrum ættmenn-
um, vinum og aðdáendum, í
minningu um hana, í staðinn
fyrir blóm. Séra Rúnólfur Mar-
teinsson jarðsöng. Var hún lögð
til hvíldar í grafreit Frelsissafn-
aðar. Vér samhryggjumst ást-
vinum hennar í þeirra djúpu
sorg. Guð blessi minningu henn-
ar.
G. J. Oleson.
GAMAN 0G
ALVARA
Árið 1943 eyddu Bandaríkja-
menn 7000 mlljónum dollara í
áfenga drykki, það samsvarar
því að hver íbúi í landinu hafi
eytt um það bil 54 dollurum í
áfengi yfir árið.
*
Þorsteinn: Mér var sagt það
fyrir skömmu, af stjörnufræð-
ingi, að máninn hafi farið út af
braut sinni.
Arni: Já, bölvaður dóninn.
Líklega hefir hann verið fullur.
*
Tuttugu og fimm af hverjum
hundrað skógareldum í Bandar-
ríkjunum er kærulausum rey-
kingamönnum að kenna. Kasta
þeir frá sér logandi sígarettum,
sem kvelkja út frá sér, og valda
stórtjóni.
T I M BUR!
Stöðug atvinna í boði
Nýsköpunin í Canada krefst þess, að full áherzla sé lögð
á nytjun náttúrufríðindanna.
3,000 menn óskast
til skógarhöggs í Sléttufylkjunum
GOTT KAUP í BOÐl
(Tíma eða mánaðar greiðslur)
HEILSUSAMLEGT FÆÐI GÓÐ AÐBÚÐ
Ferðalög skipulögð
Æfðir menn við góða heilsu, sitja fyrir við útivinnu.
Ráðið yður hjá næsta
National Employment Office