Lögberg - 14.03.1946, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. MARZ, 1946
Or borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Avenue, Mrs. F.
Thordarson, 996 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
4*
Tvö eða þrjú herbergi, án hús-
gagna, æskja tvær aldraðar kon-
ur að fá sem fyrst á góðu ís-
lenzku heimili hér í borginni.
Símið 34 805.
4*
Miss Dorothy Thompson, dótt-
ir Dr. S. O. Thompsons þing-
manns Gimli kjördæmis, og frú
Þórdísar Thompson, hefir verið
kjörin til þess að vera í vali sem
drotning Manitoba University
Carnival. Miss Thompson er
glæsileg og bráðgáfuð stúlka, er
stundar nám við háskólann; sú
sem vinnuí drotningarsætið, fær
annaðhvort $1,000 peningaverð-
laun eða ókeypis ferð til New
Orleans.
*
Útvarp
Á sunnudagskvöldið 24. marz,
kl. 7 (Winnipeg tíma) verður
guðsþjónustunni útvarpað yfir
stöðina CKY. Útvarpið fer fram
á íslenzku.
+
Laugardagsmorguninn þann 2.
marz, lést í grend við Church-
bridge, Sask., ekkjan Kristbjörg
Guðbrandsdóttir Breiðfjörð, f.
8. okt. 1859 að Kirkjubóli vestra,
’ í Barðastrandarsýslu. Mann sinn
Sigurð Magnússon Breiðfjörð
misti hún 1927. Hún skilur eftir
tvo syni þeirra hjóna: Guðbrand
bónda við Churchbridge, og
Magnús, þjónandi prest í New
York, og eina fóstursystur, Krist-
björgu gifta Kristjáni Johnson
við Tantallon, og systkini tvö:
Maríu Eyjólfson við Tantallon,
og Sigurð Guðbrandsson við
Baldur í Argylebygð í Manitoba.
Hún var greftruð af síra S. S.
Christopherson, þann 5. þ. m. í
grafreit þingvallasafnaðar.
+
Dr. P. H. T. Thorlakson flutti
íhyglisvert og fróðlegt eri.ndi á
fundi Young Men’s Board of
Trade, í veizlusal Hudson’s Bay
verzlunarinnar, síðastliðið mánu-
dagskvöld; fjallaði erindið um
lækningamiðstöðina (Medical
Centre) í Winnipeg, sem nú hefir
verið á dagskrá um hríð, og þá
miklu nauðsyn, sem á því væri,
að borgararnir fylktu liði um
þessa fyrirhuguðu stofnun, þann-
ig, að hún kæmist sem allra fyrst
í framkvæmd; hefir Dr. Thor-
lakson barist manna mest fyrir
því, að hrinda þessu mikilvæga
máli áleiðis, sem hann var í raun-
inni upphafsmaður að, og hefir
jafnan verið forseti þeirra sam-
taka, er að framkvæmdum þess-
arar þörfu stofnunar vinna.
W. J. Líndal, héraðsréttardóm-
ari í Manitoba, kom vestan frá
Edmonton í byrjun vikunnar,
þar sem hann sat fund, er um
atvinnumálin í Canada fjallaði;
en hann á sæti í þeirri alþjóðar-
nefnd, er við slíkum málefnum
gefur sig.
4*
Frímann Jóhannes Frímann-
son andaðist að elliheimilinu
Betel, 1. marz. Hann var fæddur
Ungmenni, sem hafa í
hyggju, að leggja stund á
nám við verzlunarskóla í
Winnipeg, ættu að leita
upplýsinga á skrifstofu
Lögbergs; þeim getur orðið
að því hreint ekki svo lítill
hagur.
Það fólk, sem hefir aflað
sér verzlunarmentunar, á
margfalt hægra með að fá
atvinnu, en hitt, sem slíkra
hlunninda fer á mis. Spyrj-
ist fyrir um kjör á skrif-
stofu Lögbergs nú þegar;
það getur margborgað sig.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur.
Guðsþjónustur:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli ki. 12:15.
4*
Árborg-Riverton prestakall—
17. marz — Riverton, íslenzk
messa kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason.
*
Gimli prestakall :
Sunnudaginn, 17. marz — ís-
lenzk messa að Gimli, kl. 7. e.h.
Allir boðnir velkomnir.
S. J. Sigurgeirson.
*
Messur í prestakalli séra H. E.
Johnson :
Lundar, sunnudaginn þann 24.
marz, kl. 2 e.h.
Hecla, sunnudaginn 31. marz,
kl. 2 e.h.
Ræðuefni í báðum stöðum:
Únítarisk Krists mynd.
H. E. Johnson.
*
Guðsþjónusta í Lútersku kirkj-
unni á Lundar verður flutt næsta
sunnudag, 17. marz, á venjuleg-
um tíma, kl. 2.30 e.h. Allir vel-
komnir. Öll væntanleg ferm-
ingar-ungmenni eru beðin að
mæta í sunnudagaskólanum þann
dag.
R. Marteinsson.
*
Lúterska kirkjan í Selkirk :
Sunnudaginn, 17. marz, 2.
sunnudag í föstu : Sunnudaga-
skóli kl. 11 árd. Ensk messa kl.
7 síðd. —Allir boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
*
Mountain prestakall —
Sunnudaginn 17. marz:
Garðar kl. 2 e. h.
Mountain kl. 8 e. h.
Séra Haraldur Sigmar prédikar.
að Öxl, Húnavatnssýslu, 28. júní
1863. Foreldrar hans voru þau
Frírpann Rúnólfsson og Sigríður
Þorsteinsdóttir, bæði fædd í
Húnavatnssýslu. Til Canada kom
Frímann árið 1900 og settist að
í Nýja íslandi, þar sem hann hjó
til dauðadags. Síðustu árin hafði
hann verið fremur heilsuveill.
Konu sína Júlíönu Guðmunsdótt-
ir misti hann á íslandi. Júlíus
sonur hans og Helga systir hans
eiga heima á Islandi. Til Betel
kom Frímann 10. des. s.l. Séra
•Skúli Sigurgeirson jarðsöng
hann 4. þ.m.
4"
Ekkjan Jónína Sigurrós Jóns-
dóttir Arason, andaðist á heimili
dóttur sinnar, Mrs. Joe Bjarna-
sonar, Gimli, 10.#þ.m. Hún hafði
verið veik í tvö ár og rúmföst
síðasta árið. Jóiiína heitin vaí
fædd 7. júlí 1866, að Moldhaug-
um í Kræklingahlíð í Glæsibæj-
arsókn, Eyjafjarðarsýslu. Til
Gimli fluttist hún 1912. Fjórar
dætur lifa móður sína.
Hún var jarðsungin frá Lút-
ersku kirkjunni l’. þ. m., af séra
Skúla Sigurgeirssyni.
41
Dánarfregnir
Kristjana Margrét Teit, and-
aðist á elliheimilinu Betel, 8.
febr. s. 1. Hún var fædd 30.
marz, 1866 að Höfðarhverfi, suð-
ur Þingeyjarsýslu. Foreldrar
hennar voru þau Teitur Guð-
mundsson og Sigríður Magnús-
dóttir. Til Kanada kom hún
1895. Af fimtíu ára dvöl hennar
í þessu landi var Kristjana tvö
ár í British Columbia, en hinn
tímann í Manitoba. Hún varð
til heimilis á Betel, 8. nóv. 1940.
Hún var jörðuð frá heimilinu,
11. febr. s.l., af séra Skúla Sigur-
geirssyni.
Bygging vandaðs gistihúss
í Reykjavík í undirbúningi
Ríkisstjórn íslands, Reykjavík-
urbær og Eimskipafélag íslands
hafa að undanförnu átt með sér
viðræður um að ráðast í bygg-
ingu veglegs gisti- og veitinga-
húss hér í Reykjavík. Er gert ráð
fyrir, að gistihús þetta muni
kosta fimmtán miljónir og að
ríkið, bærinn og Eimskipafélagið
leggi fram fimm miljónir, hver
aðili.
Innan skamms mun verða lagt
fyrir alþingi frumvarp til laga
um mál þetta og er þess að vænta,
að það hljóti skjóta og góða af-
greiðslu, því að hér er um brýnt
nauðsynjamál að ræða. Þá mun
og í ráði að fá verkfræðinga í
^Bandaríkjunum til þess að gera
teikningar af húsi þessu. Gisti-
húsinu hefir þó enn ekki verið
valinn staður.
Vissulega ber brýn nauðsyn til
þess að reist verði bráðlega
vandað gisti- og veitingahús, því
að gistihúsaskortur er hér mjög
mikill. Gefur að skilja að miklu
skipti, að hafist verði handa um
framkvæmd þessa máls hið
fyrsta, þegar athugað er, hversu
illa við erum á vegi staddir með
að geta tekið á móti ferðamönn-
um þannig, að sómi sé að, og að
vonir standa til, að erlendir
ferðamenn fjölmenni hingað á
næstu árum.
Frá íslandi
Með Alexandrine Drottningu
kom síðast mikill fjöldi Dana og
allmargir Færeyingar, en tiltölu-
lega fátt íslendinga, enda hafa
þeir komið fjölmargir heim á
undanförnum mánuðum. Meðal
útlendinganna, sem komu, er all-
margt stúlkna, sem koma hingað
til að vinna í húsum og við opin-
berar stofnanir. Og með síðustu
skipum hefir komið allmargt
slíkra kvenna. — Til skamms
tíma hefir verið næsta ógerning-
ur að fá íslenzkar stúlkur til
þjónustustarfa og auk þess hafa
sjúkrahús og aðrar álíka stofn-
anir verið í hreinustu vandræð-
um af þessum sökum.
—Alþbl. 6. febr.
Vestur-íslendingar koma
saman til fundar í
Oddfellow í kvöld
Félag Vestur-íslendinga í
Reykjavík heldur fund í kvöld
kl. 8.30. Verður fundurinn hald-
inn í Oddfellow-húsinu uppi.
Á fundinum flytur Ásmund-
ur Guðmundsson prófessor erindi
og segir frá för sinni til Ame-
ríku á síðastldðnu ári.
Allir, sem -dvalið hafa vestan
hafs geta gerst meðlimir félags-
ins.
Fundir Félags Vestur-lslend-
inga hafa altaf verið vel sóttir
og farið prýðisvel fram.
—Alþbl. 6. febr.
GAMAN 0G
ALVARA
Það var á mánudagsmorgni,
drengirnir í bekknum syfjaðir
og eftirtektin ekki í sem beztu
lagi. Kennarinn var að útlista,
hvað orðið kraftaverk þýddi.
Síðan spurði hann Villa, sem
auðvitað hafði ekkert tekið eft-
ir:
— Hvað væri það, ef maður
félli niður af 100 m. háu bjargi
án þess að meiða sig?
Verið á undan
VOR
HREINSUNINNI
Hjá Quinton’s
Sendið þessa hluti til—
“DOUBLE-ACTION"
SANATONING
FÖT o Fr
Karlm. 3 stk. JjL [
KJÓLAR OJ
eitt fat
Sótt og sent.
Einnig . . .
KVENFÖT
PUNNAR YFIRHAFNIR
Sími 42 361
CLEANERS - DYERS • FURRIERS
Avoid the Spring I
Rush . . . Send Now .
Most
SUITS - COATS
DRESSES
“Cellotone” Cleaned
72c
# Cash & Carry
Called For and Delivered
Slighily Exlra
Phone 37 261
PERTH*8
888 SARGENT AVE.
Utsala íslenzku blaðanna
Umboðsmaður okkar á Islandi er Björn Guðmundsson,
Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur á móti pöntunum á
blöðunum og greiðslum fyrir þau.
LÖGBERG og HEIMSKRINGLA
THE IDEAL GIFT
ICELAND#S THOUSAND YEARS
A series of popular lectures on the History
and Literature of Iceland.
172 pages — 24 illustrations Price $1.50
Send Orders to:
MRS. H. F. DANIELSON,
869 Garfield St., Winnipeg, Canada.
All Gift Orders Sent Promptly, With Gift Cards
— Það kalla eg heppni, sagði
Villi.
— en ef hann félli í annað
sinn af bjarginu án þess að meiða
sig?
— Það kalla eg hundaheppni,
svaraði Villi.
— En ef hann félli enn í þriðja
sinn fram af og meiddi sig ekki
heldur?
— Þá kalla eg það æfingu, var
svarið.
41
Læknirinn: Hver er atvinna
yðar?
Sjúklingurinn : Okkar á milli
sagt, herra læknir, eg er inn-
brotsþjófur og fæst helst við
peningaskápa.
Læknirinn : Heilsa yðar leyfir
Minniál
BETEL
í erfðaskrám yð^r
DPINCE//
MESSENGER SERVICE
Við flytjum kistur og töskur,
húsgögn úr smærri ibúðum,
og húsmuni af öllu tæi.
58 ALBERT ST. — WINNIPEG.
Sími 25 888
C. A. Johnson, Mgr.
það ekki lengur. Þér verðið að hlíga yður við áreynslu. Þér verð- ið að skifta um og gerast vasa- þjófur.
LUTHERANS IN CANADA
VALDIM AB J EYIANDS ■ t v ;• —1
The Honourable R. F. McWil-
liams, Lieutenant-Governor of
Manitoba writes concerning this
book, in a letter to the author,
December 18th, 1945:
“I am exceedingly obliged to
you for sending me a copy of this
book. I have read a large part
of it with the greatest interest,
and am very glad to have this
record of the experiences of the
Lutheran people in Canada, a
story of which few Canadians
know much. I want to congratu-
late you most heartily on this
fine contribution to the history
of Canada.”
Send orders to
Mr. S. O. Bjerring,
550 Banning St., Winnipeg
gHIIIHII!!HIIIIH!l!!HI!IIHI!!!HIIIIHIII!HIIIH!IIHll!HIIIIH!IIIH!!l!HII!IH!!!H!IIIHIII!H!l!IHI!IIH!!!HIIIIH!l!!HIIIIHII!H!^
VBGNA FBRSKARA BRAUÐS Á MORGUN
" KAUPIÐ J
I Cream Scone Loaf ■
f DAG ■
■ Biðjið kaupmanninn um það með nafni. jj
| |
I Canada Bread Co„ Ltd. !
I Sími 37 144 Winnipeg i
FRANK HANNIBAL, forstjóri
Hmill!IHI!!IHIIIIHIIIIHI!l!H!!l!H!i::H!ll!HIIIIH!ll!HII!!H!l!!HII!IHI!!HlllHI!llHIÍ!IHII»HI!!IHi!>IHIIl!HIII!H!IIIHIII!H!!!H
Sa£a
VESTUR ÍSLENDINGA
•
Þriðja bindið af Sögu íslendinga í Vestur-
heimi eftir Þ. Þ. Þorsteinsson, er nú nýlega
komið út, mikil bók og merk, 407 blaðsíður að
stærð, og í fallegu bandi. Þetta er bók, sem
verðskuldar það að komast inn á hvert einasta
og eitt íslenzkt heimili í þessari álfu; bókin
kostar póstfrítt $5.00. Bókin fæst á skrifstof-
um Lögbergs og Heimskringlu, og einnig í
Björnson’s Book Store, 702 Sargent Ave., og
hjá J. J. Swanson, 308 Avenue Building, Win-
nipeg; svo og hjá útsölumönnum í hinum ýmsu
bygðarlögum.
FUEL SHORTAGES
We regret that owing to constantly changing conditions, we
are not always able to supply many of our palrons with the
parlicular kind of Fuel they prefer. We appreciate your patience
and underslanding during these very difficult times and shall
always welcome your inquiries so that we may co-operate with
you and supply the best coal available at any given time.
In limes of scarcily as well as of plenly our molto:—
"AN HONEST TON FOR AN HONEST PRICE"
McCurdy Supply Co. Ltd.
BUILDERS' SUPPLIES AND COAL
Phones 23 811 —23 812 1034 Arlington St.