Lögberg - 14.03.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.03.1946, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MARZ, 1946 JACKUELINE ejtir MADAME THERISE^BENTZON Einn þeirra, fremur laglegur mfaður, hafði í för með sér gamla kerlingu sem studdist við staf, við hverja hreifingu hennar glitraði á gimsteinaskraut sem hún bar í hári sínu. Jackueline gat ekki varist að segja, að“ móðir þessa laglega manns væri hræðilega ljót.” “Móðir hans? Hvað, greifainnan? Hún er hvorki móðir hans né konan hans. Hann er bara fylgimaður hennar —það er alt og sumt. Skilurðu það ekki? Hugsaðu þér mann sem er hand- genginn félagi, hann heldur alla hennar reikniríga, hann fylgir henni í leikhúsið, hann leiðir hana við hlið sér. Það er mjög þægilegt fyrirkomulag.” “Er þá þesum fylgimanni borgað kaup, eins og vanalegum þjón?” spurði Jackueline. “Því þá, hvað finnurðu óeölilegt við það?” sagði Colette. “Hún er hneigð til að spila, og þau eru altaf spilafélagar. Ó, hér kemur okkar kæra Madame Se- ville. Það urðu ný fagnaðarlæti og koss- ar, sem kom munnvatninu útá varir prinsins. Jackueline uppgötvaði, sér til mestu undrunar, að hún var líka kær vinur Madame Seville, sem kallaði hana góða engilinn sinn, sjálfsagt fyrir bréf- ið sem hún kom leynilega í póstkassan fyrir hana. Loksins sagði hún, sem til- raun að komast burt úr þessu sam- kvæmi: “Klukkan er sjálfsagt orðin níu.” “Ó, þú verður að heyra Szmera.” Frekar laglegur ungur maður, þrekiega vaxinn, með stórar augabrýr, uiðurbjúgt nef, hærður langt ofan á enni og blóðrauðar varir, lifandi mynd af ungverskum Gypsy, byrjaði að syngja lag eftir sjálfan sig, sem hafði allan ákafa og hita danslags, svo djöfullega tælandi, sem stundum dó út í sæta draumleiðslu, og þessi málaða beina- grind, sem það kallaði Countessu, fór að segja að hún áreiðanlega heyrði næturgala vera að kvaka í tunglsljós- inu. Þessi orð voru endurtekin um all- an salinn, sem nú var nærri því fullur af fólki, sumt af því var æðislega hrifið af nýmúsikinni, en sumt eins hrifið af Madame Strahlberg. Þar voru bæði byrjendur og listamenn í músik saman komnir, og jafnvel heiðarlegar konur, því Madame d’Avigny hafði komið þangað til að finna lyktina af sérstökum Bæheimskum ilmjurtum, eftir því sem hún sagði sjálf. Svo var þar kona sem hafði ekki þótt samkvæmishæf, eins og Madame de Versanne, inneygð og kinn- fiskasogin, var ekki framar líkleg til að finna á götunni armband sem var tíu þúsund franka virði. Þar var bókmenta- kona, sem kailaði sigFraisiline, og skrif- aði um tízku og snið kvenbúninga. Hún var svo máluð og glysbúin, að sumir höfðu orð á því að útgefendur tízku tímaritanna sem hún skrifaði fyrir, mundu borga henni fyrirhöfn sína í vörum. Þar var og ekkja af háum stig- um, sem hafði stöðugt sitt virðulega fjölskyldunafn á fjórðu síðu í dagblöð- unum, ásamt auglýsingu um bráðverk- andi meðöl; þar var uppgjafa sönghall- ar söngkona, sem hafði verið kölluð Zenaide Rochet, þó hún hefði alist up í Montmartre, þar sem hún var fædd. Hún hafði unnið sér frægð í ítalíu undir nafninu Zina Rochette, og stundum gekk hún undir nafninu La Rochette. Það voru um tuttugu gestir þar, sem gerðu meiri hávaða með lófaklappi en hundrað gera vanalega, því það var sem Madame Strahlberg krafðist. Þeg- ar Jackueline var búin að heyra nóg af lófaklappinu fyrir Ungverska söngvar- anum, færði hún sið nær dyrunum, en rétt í því hún var að komast út varð hún fyrir því óhappi að lenda rétt í fangið á sinni gömlu kunningjastúlku, Nora Sparks, sem var að koma inn með föður sínuim Nora neyddi hana til að koma in aftur og setjast, og heyra alla söguna um giftingu Kates. Kate hafði farið aftur til New York, maðurinn hennar var Amerikani, en Nora sagðist vera alráðin í að fara ekki fyr burt úr Evrópu, en hún hefði náð sér í mann sem bún væri ánægð með. “Þér er þá betra að hraða þér að því, ef þú heldur að ég bíði eftir því,” sagði Mr. Sparks, með glettislegu augn- atilliti. Hann vildi fara að komast heim, þar sem biðu hans áríðandi viðskifta- mál í Ameríku. “O, pabbi, vertu rólegur! eg finn einhvern sem mér líkar í Bellagio. Því ert þú, elskan mín, í sorgum?” Hún hafði gleymt því að Jackueline hafði mist föður sinn. Henni hefði líklega ekki þótt það nauðsynlegt að bera sorg- arbúning svo lengi, þó Mr. Sparks dæi. Meðan þessu fór fram hafði Madame Strahlberg og systir hennar farið útúr salnum. “Hvenær koma þær inn aftur,” spurði Jackueline, sem var orðin mjög óróleg. “Mér virðist að þessi klukka sé ekki rétt, hún er hálf tíu. Eg er viss um að það er orðið framorðnára en það.” ‘Hálf .tíuN—Hvað um það, hún er eftir ellefu,” sagði Nora hlæjandi. “í- myndarðu þér að þær fari nokkuð eftir klukku í þessu liúsi? Hér er alls engri reglu fylgt.” “Oh! hvað á eg að gera?” stundi vesalings Jackueline upp, og var nærri brostin í grát. “Hvað, hafa þær þig í svo ströngu varðhaldi? Gerir það nkkuð til þó þú sért svolítið sein—” “Þær opna ekki hurðina—Þær opna aldrei dyrnar undir neinum kring- umstæðum eftir klukkan tíu,” sagði Jackueline, hálf kjökrandi. “Eg vil segja, að þessar nunnur þínar eru miskunarlausar. Þú ættir að kenna þeim'að haga sér betur.” “Vertu ekki að kvíða fyrir því, lambið mitt, þú getur sofið á þessum sófa,” sagði Madame Odinska, blíðlega. Madame Strahlberg hafði engan reglulegan svefntíma; hún hnipraði sig eins og köttur uppí stól þegar hún var orðin syfjuð, og breiddi ofan á sig bjarn- arfeld. Jackueline, sem ekki var vön þessum pólsku siðum, sýndist lítið til um að sofa í legubekk. Hún ásakaði sig mjög sárt fyrir yfirsjón sína, að hafa látið ginna sig inní þetta, sem gæti haft mjög slæmar afleiðingar fyrir .sig. En þarna var hvorki tími né staður til að láta tilfinningar sínar í ljósi; það var fávíslegt að fást um það fyrir þeim sem þarna voru saman komnir. Auk þess var ekki hægt að bæta úr því sem skeð var, og er hún var að velta því fyrir sér í huga sínum, á hvaða hátt og hvernig hún ætti að skýra Abbadísinni frá þessu, og kenna því um að klukkan hefði verið tveim tímum of sein, svo það væri ekki sér að kenna — en hún vissi að Abbadísin mundi spurja sig að því, hverja hún hefði verið að heim- sækja.— Hún vaknaði upp frá þessum hugsunum við hina sætu tóna fiðlunnar, sem M. Szemera framleiddi með að- dáanlegu töfra kingi og draumsætri un- un. Alt í einu, var fortjaldið dregið til hliðar, og uppi á þessu litla leiksviði voru þar: Wanda og Colette. Wanda var búin sem Pierrot, sem Englendingar vanalega kalla Harlequin, en Colette var búin sem Columbina. Þessi litli leikur var kallaður, “Pierrot in Love.” Það var aðallega frekjulegur, eða ofsafeng- in ástaratlot. Áhorfendurnir húrruðu og klöppuðu fyrir leikendunum, og þar sem engin blóm voru við hendina, kysstu áhorfendurnir á fingurgóma sína og blésu kossunum inná sviðið til leikend- anna. Madame d’Avrigny var einnig í sjötta himni af fögnuði, en að sjá Jac- kueline þar, dró dálítið úr fögnuði henn- ar. Hún lét undrun sína í ljósi er hún sá Jackueline þar. “Þú hérna, góða mín?” sagði hún. “Eg hélt að þú værir óhult hjá okkar ágætu Giselle.” “Óhult? Eg held maður geti verið óhultur hvar sem er,” sagði Jackueline, þó hún hefði viljað segja, “hvergi ó- hultur,” en svo spurði hún eftir Dolly. Madame d’Avrigny beit sig í'var- irnar, og sagði svo: “Þú sérð að eg hef ekki komið með hana með mér hingað. Ó, já, það er skemtilegt að koma hingað —en ef til vill of skemtilegt. Leikurinn var mjög laglegur, en eg verð að segja að það hefði ekki verið liðið í mínu húsi. Hann er of—visque, þú veizt hvað það meinar,” svo snéri hún talinu að því, hversu miklir erfiðleikar væru á því, fyrir konur, sem vildu hafa skemtun fyrir vini sína. Nú hljóp Pierrot, eða heldur ma- dame Strahlberg, yfir ímyndaða varn- argyrðingu og kom dansandi til áhorf- endanna, hún vingsaði hinum víðu erm- um á búningi sínum, og nærri huldi sitt strýtumyndaða höfuð ofan í umfangiB- miklum fellingakraga, og dróg á eftir sér Ungverjann, sem virtist hálf nauð- ugur. Hún kynnti hann Madame d’Av- rigny, í þeirri von að svo mikil tísku kona mundi vilja fá hann til að leika í heimboðum hennar á næsta vetri. Svo kynnti hún hann blaðamanni, sem lof- aðist til að geta um hann í næsta blaði sínu, með því skilyrði—svo hvíslaði hann einhverju að Madame Strahlberg, sem brosti, og svaraði hvorki með jái eða nei-i. - Systurnar fóru ekki úr leikbúning- unum: Colette, sem var ber niður á brjóst og mitt bak, en í litlum guðvefjar upphlut og stuttu pilsi. Allir hrósuðu henni og dáðust að leiklist hennar; hún tók öllu þessu lofi með fögnuði og hló upphátt, kannske til þess, að láta bera sem mest á sínum fallegu stjóhvítu tönnum. Madame Strahlberg söng rússnesk- an sveita-söng, svo kallaði hún á Jac- kueline, og bað hana að koma að píanó- inu. “Nú er komið að þér að syngja, fríða fjólan mín,” sagði hún. Allt að þessu höfðu karlmennirnir ekki talað mikið við Jackueline, sökum þess hve hún leit út fyrir að vera sorg- bitin, þó þeir hefðu gefið henni auga, af og til. Hún vildi helzt komast hjá að syngja, því hún hafði hjartslátt er hún hugsaði til hverju hún ætti að mæta, er hún kæmi heim í klaustrið. Þó lét hún tilleiðast, og söng án mótþróa og afsak- ana það sem hún var beðin um. Nú ætlaði allt um koll að keyra af lófaklappi og fagnaðarlátum. Szamera, þó hann hefði ekki hlotið þann heiður að verða aðal stjarnan þar þetta kvöld, fór til hennar og hneigði sig alveg ofan að gólfi, og hélt annari hendinni á hjarta sér; Madame Rochette fullvissaði hana um að hún ætti auð í sinni fögru söng- rödd, þegar hún vildi notfæra sér það; fólk sem hún hafði aldrei séð, og sem þekktu ekki nafn hennar, þrýstu hendi hennar af mikilli hrifningu og sögðu að hún syngi guðdómlega. Allir hrópuðu, “Encore,, encore!” og við þetta hrós og aðdáun, hugsaði hún ekki framar um hvað tímanum liði. Það var komin dagur þegar loksins gestirnir fóru að búast til heimferðar. “Hvað þetta er gott fólk! hugsuðu gestirnir, sem þeir höfðu húrrað fyrir og hvatt áfram. “Sumt af þessu fólki er dálítið einkennilegt, en hve mikill innilegleiki og hlýindi meðai þess! Það er alveg aðdáanlegt. Þetta er það rétta andrúmsloft, þar sem gáfur og hæfi- leikar njóta sín.” Orðin þreytt og syfjuð, lagði Jac- kueline sig fyrir á legubekknum, að nokkru ánægð, en á hinn bógjinn kvíð- in fyrir deginum. Það var tvent sem hún var viss um, sem hvorutveggja var afar þýðingarmikið: Annað var það, að hún væri nú að koma til sjálfrar sín aftur, en hitt var meðvitundin um að hún stæði nú á barmi glötunarinnar. Hún sofnaði, og dreymdi gön\lu Ro- chette koma til sín; hún var í andliti lík vingjarnlegum frosk, klædd búningi sem Pierrots, og hún krúnkaði eins og hálf- syngjandi: “Leiksviðið! Því ekki? Hljóta hrós á hverju kvöldi—það væri töfr- andi!” Svo fanst henni í draumnum, að hún vera að detta, detta ofan af einhverju fjarska háu, eins og maður hverfur úr ímyndaðri álfheima-sælu útí kaldan veruleikann. Hún hrökk upp við drauminn, og þá var komið hádegi. Madanie Odinska var að bíða eftir henni , hún ætlaði að fara með hana í klaustrið, hafði hafði reynt að setja á sig heldri kvenna brag. Allt reyndist árangurslaust! Jackueline var sagt, að slíkt brot gegn klausturreglunum yrði ekki látið óátalað. Að vera heila nótt í leyfisleysi útúr klaustrinu, og þá ekki hjá fjölskyldu sinni, var nóg orsök til burtreksturs. Hvorki bænir né reiði Madame Odinska, höfðu áhrif til að fá dóminum breytt. Meðan abbadísin sagði upp dóminn, var hún að virða fyrir sér þessa feitu útlendu konu, sem ko.m sem málsverjandi Jackueline, konu skrautbúna, en þó luralega, sem hafði engin þau einkenni að vera af heldrafólks stétt. “Sökum Madame de Talbrun,” sagði abbadísin, “vill klaustrið lofa Ma- demoisette de Nailles að vera hér fá- eina daga—kannske fáeinar vikur, þangað til hún hefur fengið sér annan verustað. Það er allt sem við getum gert fyrir hana.” Jackueline hlustaði á þennan dóm eins og hún hefði verið að hlusta' á eitt- hvað sem öll framtíð hennar hvíldi á, en hún sýndi enga geðbreytingu. “Nú,” hugsaði hún, “hafa forlög mín verið á- kveðin; virðulegt fólk vill nú ekki fram- ar hafa neitt með mig að gera. Eg verð að véra með hinum, sem, ef til vill, eftir allt, er ekki verra fólk, og áreiðan- lega miklu skemtilegra. Hálfum mánuði eftir þetta skeði, kom Madame de Nailles til Paris, frá hvíldar út á landsbygðinni, og var að segja Marien að Jackueline væri lögð á stað til Bellagio, með Mr. og Miss Sparks. Miss Sparks hafði fengið þá flugu í höfuðið að hún vildi hafa unga stúlku fyrir ferða-lagskonu. “Þær eru sem næst jafn gamlar,” sagði Marien. “Það er einmitt það sem Miss Sparks vildi: Hún vill ekki hafa neina eldri konu til að flækjast fyrir sér.” “Það ber margt undarlegt fyrir augu Jackueline þar. Hvernig getur þú farið að gefa henni samþykki þitt til þessarar ferðar—” ‘Samþykki? Eins og hún kæri sig nokkuð um mitt samþykki! Hún var vön að byrja strax á að segja einhver stríðnisyrði, ef eg reyndi til að finna að Við hana, eða leiðbeina henni. Til dæm- is .er þetta eitt af því: “Heldurðu ekki að hver sem væri, tæki hið þægilegasta tækifæri sem byðist til að fara til ítalíu? ’ Hvað heldurðu um slíkan hugarburð? Það lokaði alveg munninum á mér.” “Hún hefur kannske ekki meint það sem þú heldur að hún hafi meint.” “Heldurðú það? Og þegar eg var- aði hana við Madame Strahlberg, og sagði henni að hún yrði henni mjög slæm fyrirmynd, svaraði hún: ‘Eg hef kannské haft verri,” eg býst við að það hafi ekki verið heldur meint sem ó- svífni!” “Eg veit ekki,” sagði Hubert Mar- ien, og beit á sér varirnar efablandin, “en—” Hann þagði fáein augnablik, laut höfði, og var sem í draumi. “Haltu áfram. Hvað ertu að hugsa um?” spurði Madame de Nailles, óþol- inmóðlega. “Eg bið þig fyrirgefa. Eg var bara að hugsa um að viss ábyrgð gæti hvílt á þeim, sem hafa gert þessa ungu stúlku að því sem hún er orðin.” “Eg skil þig ekki,” sagði Madame de Nailles, með aukinni óþolinmæði. “Hver getur gert nokkuð til að vinna á móti slæmu innræti? Þú getur ekki neitað því, að innræti hennar er slæmt. Hún er reglulegur djöfull af sjálfstilfinningu og þrjósku — tilfinn- ingarlaus—hún hefur sýnt það. Eg hef enga tilhneigingu til að láta særa mig fyrir það að reyna að hafa hemil á henni.” “Þú vilt þá heldur láta hana eyði- leggja sig.” “Eg vil heldur komast hjá því að gefa fólkinua tækifæri til umtals, með því að gera heyrum kunnugt um að- skilnað okkar, sem óhjákvæmilega yrði tilfellið ef eg færi að reyna til að halda henni í skef jum. Xað er heldur ekki enn- þá búið að reka þær Miss Sparks og Mdame Odinska úr félagskap góðs fólks, og hún þekkti þær fyrir löngu síðan. Gamall kunningskapur við þær gæti verið góð skýring á því, ef fólk ásakar hana fyrir gjálífi—” “Jæja, veri það þá svo; ef þú ert ánægð með það, þá ber mér ekki að segja neitt,” svaraði Marien kuldalega. “Ánægð? Eg er ekki ánægð með neitt eða neinn,” svaraði Madame de Nailles, gremjulega. “Hvernig ætti eg að vera ánægð; eg ef ekki orðið fyrir öðru en vanþakklæti.” XVI. Kafli Sjómðurinn kemur heim Madame d’Argy duldi ekki son sinn um léttúð og galla Jackueline. Hann vissi um alla galla og óforsjálni æsku- vinstúlku sinnar, og einnig um allan þann óhróður sem var orðinn um hana, síðan hún fór að ráða sér sjálf, eftir að faðir hennar dó. Hún sagði honum frá hversu fljótt hún hefði farið hfrá Fresne, þar sem hún hefði átt svo tryggan griðastað, hjá frændkonu sinni og vinu. Var það ekki einnig kæruleysi hennar og daðri að kenna, að hún kom sér út úr húsi hjá fjölskyldunum, d’Etaples og Ray?

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.