Lögberg - 11.04.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.04.1946, Blaðsíða 1
PHoímIS 21 374 i roO' A 1 \V«V" p,« ^SÍNOÍ tjtttin4eT * A Complete Cleaninp Institution PHONE 21374 tiorA \ \vwv^e e —oe lA«n' „rs D,Vst°ft ,4íre fU® A Complet* Cleaning Institutíon 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 11. APRÍL, 1946 NÚMER 15 IRAN DEILAN Þegar fjargviðrast er út af einu og öðru, er það stundum kallað írafár; en nú er annað mál á döfinni, sem kallast mætti Iran- fár; stafar það frá togstreitu, sem yfir stendur milli Rússa annars vegar, og Breta og Banda- ríkjanna hins vegar, varðandi aðgang að hinum auðugu olíu- lindum í hinu umkomulitlt Iran- ríki. Rússar hafa haft setulið í íandinu, er Iranstjórn hefir kraf- ist að kvatt yrði þegar heim; nú er mælt að Rússar hafi fallist á heimkvaðning setuliðsins, en sá böggull er sagður að fylgja skammrifi, að fyrst yrði Iran- stjórn að gera bindandi samning við þá um heimild til aðgangs að olíulindunum um tuttugu og fimm ára tímabil; að þessum .kostum er stjórnin í Iran sögð að hafa gengið. Nú leggja Rússar á það alt hugsanlegt kapp, að Iran-deilan verði tekin af dagskrá öryggis- ráðsins, og látin, að þeirra dómi, bíða betíi tíma; hvort þeim verð- ur kápan úr því klæðinu, er enn eigi vitað. !!I!IIIIIII!IIIIIIIIIII!IIII!IIIIIIIIIIIIIII!I!IIIIIHIIIIIII LAUSAR VÍSUR Eftir Pálma ÚR BRÉFI— Lífsins spakleik lærðu að sjá, lát ei hrakför banpa, hreysti tak svo tökum á taumum atvikanna. x TIL GAMALS RITSNILLINGS Elli staldrar, — ami þver, æskan tjaldar sínu: penna-haldið ef að er enn á valdi þínu! + SKOÐUN OG TRÚ Prests við ræðu raka merð, rýrnar trúar kraftur, eins og þar sé oddlaust sverð eða tannlaus kjaftur. Illlllllll GRÍSKU KOSNINGARNAR í fyrri viku fóru fram þing- kosningar á Grikklandi, þær íyrstu, sem þar hafa haldnar verið á undanförnum 10 árum; voru þær allróstusamar og nokk- uð um manndráp; hægri flokk- urinn, konservatívar, er vilja fá Georg konung til baka, og liberalar, unnu í sameiningu dá- lítinn meiri hluta. Kommúnist- ar eru óðir og uppvægir yfir úr- slitunum og bera það fram, að á kjörskránum hafi staðið nöfn dauðra manna svo þúsundum skipti og þar af leiðandi ættu kosningar að verða ógiltar. Jafnskjótt og úrslit kosning- anna urðu kunn, og nýtt ráðu- neyti hafði tekið við völdum, sagði Damaskinos erkibiskup af sér ríkisstjóraembættinu, en hvarf frá þv( ráði seinna Vegna þrábeiðni hins nýja forsætisráð- herra. GÓÐUR BÚSKAPUR v* Naumast verður annað sagt en búskapur Manitobafylkis sé í góðu lagi varðandi fjárhag stjórnarinnar; þetta varð fylkis- búum að fullu ljóst, er for- sætisráðherra, Stuart S. Garson, sem jafnframt er fylkis-féhirðir, lagði fram fjárhagsáætlun sína í þinginu síðastliðinn mánudag; tekjuafgangur yfir fjárhagsárið frá 1. maí 1946 til 30. apríl 1947, er áætlaður nálega tvær miljórt- ir dollara, eða segi og skrifa $1,- 973,818. Engir skattar verðg hækkaðir á fjárhagsárinu og eng- ir nýir skattar innleiddir. Útgjöld næsta fjárhagsáris eru áætluð þau hæztu í sögu fylkisfns, eða $20,141,751. Áætlaður hagnaður af áfengis- sölu fylkisins yfir fjárhags- árið sem endar þann 30. þ. m., verður tveim miljónum dollara hærri en gert var ráð fyrir í fyrra, og nemur $5,750,000. Fylkisskuldin lækkaði um fimm miljónir dollara á síðast- liðnu fjárhagsári. Líkur þykja til að þingslit fari fram í vikulokin, með því að bændur, sem á þingi sitja kjósa sér að vera komnir heim, er vor- annir byrja. r RIÐARÞING Meiri hluti öryggisráðs sam- inuðu þjóðanna hefir fallist á, að kvatt skuli til friðarþings í París þann 6. maí næstkomandi. Rússar eru þessari ráðstöfun 6tranglega mótmæltir, og vilja láta fresta friðarþingi um óá- kveðinn tíma, og bera því við, að enn liggi ýmis ágreiningsmái fyrir öryggisráði, er fyrst verði að leiða til lykta. Bretar og Bandaríkjamenn sitja fast við sinn keip, og telja kröfur Rússa varðandi þingfrestun ósann- gjarnar og á litlum rökum bygð- ar; hvað ofaná kann að verða um það er fundi öryggisrájísins í New York slítur, mun þó enn eigi' fullráðið því líklegt þykir, að Rússar eigi þar einhverja skoðanabræður með hliðsjón af frestUn friðarþings. SAN FRANCISCO BAY AREA SERVICE PERSONNEL (lcelandic) In addition to the names of our Service Personnel from the San Francisco Bay Area which I sent to you on March 9th, the follow- ing Icelanders should be listed in your columns: By Parentage: Cadet Louise Phillips; Pvt. Al- len Torlakson; Pvt. Wilbur Plum- mer; Lt. Baird Bardarson; Cpl. Verne Larter; Cpl. Wallace Shaw; Pvt. Henry A. Skeving; Pvt. John R. Einarson; T/Sgt. Elswood Thorsteinson; Pvt. Jon- as Jonasson; Pvt. Philip Geston; S/Sgt. Robert Shaw; Pvt. Wil- mar L. Skeving. By Marriage: Capt. William É. Davis (killed in action); Sgt. John Goodwin; Lt. Chester E. Gilpin; MM. Frank W. Watson; Lt. Jack Feldman; Capt. Robert Lewis; MM. Gun- nar Stevenson; Pvt. Frank Wil- liams. This makes the complete total to date of 57 enlistments out of a- resident Icelandic-American population of the San Francisco Bay Area of about 300. S. O. Thorlakson. FRAMTÍÐARBÚSTAÐUR Nú hefir svo skipast, að því er menntamálaráðherra, Mr. Dry- den, segist frá, að framtíðarbú- staður Manitobaháskólans verði í Fort Garry; mjög hafa verið skiptar skoðanir um þetta mál, og hefðu margir kosið að há- skólinn stæði nær miðborginni. Dr. Marteinn Lúther 400 ára dánarminning Þann 18. febrúar St 1. voru 400 ár liðin frá dauða trúarhetjunn- ar miklu og höfundar siðabótar- innar, dr. Marteins Lúthers. Þyk- ir því vel að hlýða að minnast þessa mikilmennis kirkjusög- unnar með *fáeinum orðum. Marteinn Lúther fæddist 10. nóv. árið 1483 í Eisleben í Þýska- landi. Hann var af fátæku for- eldri. Faðit hans, Hans Luther var námuverkamaður. Lúther hlaut strangt úppeldi, enda voru foreldrar hans strangtrúuð og siðavönd. Sex ára gamall var Lúther settur í skóla, fyrst í Mansfeld og síðan ( Magdeburg og loks í hinn fræga háskóla í Erfurt. Árið 1505 hóf hann fyrir á- eggjan föður síns laganám, en skömmu síðar hvarf hann skynd- ilega frá því námi og gekk í Ágústínusarmunkaklaustrið 1 Erfurt. Orsökin til þessarar skyndilegu ákvörðunar, sem gjörbreytti lífi hans, telur Lút- her sjálfur að hafi verið sú, að hann var einn á ferð í ægilegu þrumuveðri og gerði þá það heit, að ef hann slyppi lifandi úr þess- um háska, skyldi hann ganga í klaustur og gerast munkur. Og þeirri ákvörðun hans varð ekki breytt. , í klaustrinu las Lúther guð- fræði og heilaga ritningu af hinni mestu kostgæfni og áhuga og tók prestvígslu árið 1507. Eftir það hélt hann enn áfram'hámí fyrst í Erfurt og síðan í Wittem- berg. Enda þótt Lúther á þessum árum hugsaði mjög mikið um vandamál trúfræðinnar og ætti oft í mjög miklu sálarstríði, og efaðist um ýmsar kenningar hinnar kaþólsku kirkju, þá er það þó ekki fyrr en árið 1517, að hin opinbera og örlagaríka bar- átta hans gegn hinni ríkjandi kirkju hefst. Það var hin ill- ræmda aflátssala páfans sem reið baggamuninn. Hinn 31. okt. 1517 ritaði Lút- her mótmæli gegn aflátssölunni í 95 greinum og festi upp á hurð hallarkirkjunnar í Wittemberg. hélt hann því fram, að Guð einn hefði vald til þess að fyrirgefa syndirnar, og að páfinn gæti því aðeins selt mönnum uppgjöf þeirra refsinga, er hann hefði sjálfur á menn lagt. Þessi mótmæli Lúthers vöktu brátt geysilega athygli og bár- ust flj^tlega um allt Þýzkaland og víðar. Þurfti og ekki lengi að bíða andmæla frá hálfu hinna kathólsku. Skrifuðu þeir báðir gegn þessum villutrúarmanni og kenningum hans, Jóhann Tezel og dr. Eck, og varð það til þess, að Lúther samdi um vorið 1518 rök fyrir sínum málstað og gagn- varnarrit, þar sem hann fór að ýmsu leyti legra en áður í andstöðu sinni við ríkjandi kenningar kirkjunnar. Þegar hér var komið sögu þótt- ist páfinn í Róm ekki lengur geta látið málið afskiptalaust. Var nú Lúther stefnt fyrir fyrir fulltrúa páfa í Þýzkalandi, Cajetan kard- ínála, og hittust þeir í Augsburg haustið 1518. En árangurinn af þeim fundi vqrð allur annar en hinn heilagi faðir hafði gert sér vonir um. Lúther neitaði þver- lega að taka aftur nokkuð af því, er hann hafði áður sagt nema hægt væri að sanna sér af orð- um ritningarinnar, að hann hefði farið með rangt mál. Næsta skrefið er það, að dr. Eck skorar á Lúther að koma til Leipzig og standa þar fyrir máli sínu. Fóru kappræður þeirra fram í júlímánuði 1519. Tókst hanum að flækja Lúther nokkuð í orðum og þóttist hafa náð sér allvel niðri. Síðar fór dr. Eck til Róm og lagði þar málið fyrir. Þar var svo Lúther vorið 1520 bannfærður fyrir villukenningar. Skyldi honum gefinn 60 daga frestur til að afturkalla villulær- dóma sína, en bannlýstur ella og skyldi þá fangelsa hann tafar- laust og dæma til refsingar sem villumann. En við þetta færðist Lúther enn í aukana og gaf út hvert ritið öðru hvassyrtara í garð þeirra dr. Eck og páfa. Leið nú Iram á árið 1521, en þá var Lút- her stefnt á hið mikla kirkju- þing í Worms, sem frægt er orðið, þar sem hann neitaði að taka nokkuð aftur af því sem hann naíði sagt, “því,” sagði hann, "það er hvorki hollt eða rétt að oreyta gegn samvizku sinni.” Slapp hann nauðuglega aí fundi þessum. Voru það vinir hans, er komu honum undan og hafðist hann við hin næstu ár í kastalanum í Wartburg og fór þar huldu höfði. Þar dvaldi hann til vorsins 1522. Á þeim árurn fullgerði hann þýðingu Nýja testamentisins á þýzku og kom það út árið 1522 um haustið. En nú var hriíning sú, er hann hafði vakið, orðin svo öflug í Þýzka'- landi, að páfinn fékk ekki lengur við ráðið. í öndverðum marz— mánuði 1522 hvarf því Lúther aftur til Wittenberg og tók nú se'm ákafast að starfa að siðabót sinni, sem nú var orðin miklu víðtækari og yfirgripsmeiri en hann hafði ætlast til í fyrstu. Þann 13. júní 1525 kvæntist Lúther Katrina von Bora, en hún hafði um skeið verið nunna. Vakti það að vonum hneikli mik- ið meðal kathólskra manna, því þar var prestum stranglega bannað að kvænast, enda var nú svo komið, að siðabótin var óðum að mótast í fast form í fullkom- inni andstöðu við hina kathólsku kirkju. Því miður er hér ekki tími eða rúm til þess að rekja þessa merk- ilegu sögu nánar. Aðeins verður að nægja að geta þess, að Lúther entist aldur og kraftar til þess að sjá hugsjónir sínar rætast og siðabótinni aukast stöðugt fylgi Með óþreytandi elju og kappi fórnaði hann öllum tíma sínum, afburðaþreki og gáfunj v þágu hins heilaga málefnis og hlífði sér í engu. Hin síðustu ár kenndi hann mikillar vanheilsu. Þrátt fyrir það, hélt hann starfinu ótrauður áfram og hlýfði sér hvergi. Snemma árs 1546 kom hann til fæðingarbæjar síns Eisleben, og flutti þar nokkrar guðsþjónustur og fyrirlestra. En þessi för varð ofraun hinum van- heila manni. Hinn 18. febrúar þrutu kraftar han^ skyndilega og hlaut hann hægt og rólegt and- lát. Hann var jarðsunginn frá hall- arkirkjunni í Wittenberg 22 febrúar og héldu þar ræður þeir Bugenhagen og Melanchthon er báðir voru, sem kunnugt er, sam- starfsmenn hans og aldavinir. Kirkjublaðið, 4. marz. ÚTILOKUN ATVINNULEYSIS Hon. E. C. Manning, forsætis- ráðherra Social Credit stjórnar- innar í Alberta, telur það fyrstu og æðstu skyldu sérhvers þjóð- félags, að tryggja öllum hraust- um og vinnufærum þegnum þjóðfélagsins stöðuga atvinnu við hæfi hvers um sig; í jafn auð- ugu landi og Canada væri frá náttúrunnar hendi, ætti þetta að vera auðvelt, ef þeir, sem með vlödin færi, byggi yfir nægilega Bterkri ábyrgðartilfinningu án þess að varpa allri ábyrgð á annara herðar, eins og stundum vildi brenna v iiuiHUMiwinimuuimuuuimmiiiuiiiiiiiiiiiiMlinihmiHmmmiiiiiiiuiiiiiiiiiiiitimiiiuii'.iiiiiiiimimuiiiiiiiiiiiimmiiiiuiiiiiinimiiiiiimi :illllHI!llllllllllllllltll!lllllll!llllllll!!lllllllllll!llllllllllll!ll!!lllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllll!!!ll!lllllllllllllllllllllllllll!lll!lllllllllllll!lllllllllllllllllll! ð. lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHllllilllll GULLBRÚÐKAUPSKVEÐJA Til Sigurjóns Gíslasonar og Önnu Stefápsdóttur í Bakkagerði, Reyðarfirði, 13. júlí 1945 Heim í fjörðinn hjartakæra hugur leitar þessa stund; bjart er þar um bláa voga, blómum ofin hlíð og grund; geislum stráðir tignir tindar, töfrafríð hin lygnu sund. Heim til ykkar, hollu vinir, hverf eg glaður þennan dag, sigurdag, er gæfugulli glæstur skín með draumabrag. Ort þið hafið æfi langa æskufagurt kvæði’ og lag. Hetjulega helming aldar huga sneruð móti sól; sáuð bjarma’ að sorta baki, sumargróðri veittuð skjól. Ákkur hjá í vetrarveðrum vorsins neista aldrei kól. Sæmdarrík og sveitarprýði, sitjið heil í kveldsins glóð. Fyrir drenglund, þúsund þakkir, þrek í stríði, verkin góð. Verið blessuð ! Blessist okkar byggðin kæra, land og þjóð ! — Richard Beck. IIIIL.........I............ iiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiu IIIIIIIUIIIIUIIIIIIIUIIIIIIIUIIUIUUU ttll!lllllllll!llllll!IIIIIIU!lll!!!l!l!lllll! lUUIIIIIIIIUIIIIUIillllllUIIIIII ttllllllllliuillllllllllllllllllll IIIIIIIIIIIUUIUIIIIIIIUIIIIIIIIIII IIIUIUIUIIIIUIIIIUIIIIIIIIUIIUU IIUUIUIUUHUJlill! IIIIIIIIIIIHHIIIIUHIIlllliniUIIU! VIÐ ANDLÁTSFREGN SKÁLDKONUNNAR GUÐRÚNAR H. FINNSDÓTTUR JÓNSSON Og fámennið íslenzka hlustaði hljótt : í hópinn var skarðað á ný. Og kvöld þetta engum var innvortis rótt — þeim ógnuðu hin kolsvörtu ský. — í brjóstfylking Islands reið höggið svo hart, að harðsnúna fylkingin kveið að nú yrði sigrinum viðreisnar vart, og vonlaust um bjartari leið. Því Skuld hafði margoft þá mennina sært er manndómnum helguðu líf. Og þegar að landanum varð ekki vært þeir veittu’ honum bjargir og hlíf. Þeir slóu um hann hringinn, og stóðu þar vörð mót storkandi óvina-fjöld. En nú fanst þeim ógæfu-hríðin svo hörð, að hér væri hið síðasta kvöld. En bjartsýni höfðu þeir hlotið í arf, svo hér mátti ei víkja úr leið. Og þegar að harmurinn sárast þeim svarf þeir sögðu : Þó leið sé ei greið þá skulum við aldrei um eilífan dag við undanhald sættast, né töf. Þó dimmi á leiðum, og daprist vort lag, vér dauðann ei hræðumst — né gröf. Að því er fregnir frá Róma- borg herma, er næsta óráðið um hið pólitíska viðhorf á ítalíu eins og sakir standa; stjórnmála- flokkarnir berast á banaspjótum þar sem sitt sýnist hverjum, en énginn veit í rauninni hvað hann vill, nema ef vera skyldi komm- únistaflokkurinn, sem mænir vonaraugum til Moskvu. H-^ort framhald er ákvarðað, engu fær breytt, en aðeins að reynast hér trúr. Því smávægið, lífsgleði og ljósi er sneytt, en lífið er : birta eftir skúr, Við metum þig, virðum þig, verjumst um stuhd, þó vegið í hópinn sé enn. Svo þökkum við starf þitt, og blessum þinn blund, og biðum hér, “Sárfættir menn.” PÁLL S PÁLSSON IIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIUIIHIUIIUIIIIHUUIIIIUUIUIIH huiiuiiiuuiiiiii!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.