Lögberg - 11.04.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.04.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. APRÍL, 1946 7 Gestaboð í Riverton Frú Valgerður Sigurðsson Sunnudaginn 24. marz s. 1. höfðu þau Mr. og Mrs. Sigurður V. Sigurðsson gesta-boð mikið að heimili sínu í Riverton. Tilefni boðsins var það að þá var Mrs. Valgerður Sigurðsson, móðir Sig- urðar, níræð. Hún er fædd 25. marz 1856. Hefir hún nú í rnörg ár dvalið á heimili sonar síns og konu hans, og er ennþá vel ern, þótt aldurinn sé orðinn þetta hár. Þegar gestirnir höfðu safnast saman, bauð húsráðandi þá vel- komna, með nokkrum velvöld- um orðum. Gat hann þess að ýmsir vinir afmælisbarnsins gætu eigi verið þar viðstaddir vegna ýmislegra ástæða, sem eigi yrði við gert. Sagði hann að hér væru saman komnir margir vel sönghæfir menn og konur, og bað Mr. Gísla Sigmundsson kaupmann frá Hnausum að sjá um sönginn. Varð hann við þeim tilmælum og bað menn að syngja O, Canada. Miss Stefanía Sigurðsson á- varpaði því næst Mrs. Sigurðsson með nokkrum vel völdum orðum og óskaði henni til heilla með afmælisdaginn. Á eftir söng flokkurinn “Happy Birthday” og “Hvað er svo glatt.” Dr. S. Thompson tók þá til máls. Gat hann þess 1 ræðu sinni, að heimili Mrs. Sigurðson hefði ætíð verið stórt og gestrisið, nokkurskonar höfuðstaður bygð- arinnar, og svo væri enn þar sem heimili sonar hennar væri; vonaði hann, að það mundi í ættir ganga. Einnig kvaðst hann trúa því, að þó aldur Valgerðar væri nú hár orðinn, ætti hún mörg ár eftir enn. Er læknirinn hafði lokið máli sínu var sungið “Þú sæla heimsins svala .lind” og “There’s a Long, Long Trail Awinding.” Þá tók til máls Mr. J. G. Gowan, Asst. Deputy Min- ister of Mines and Natural Re- sources. Las hann upp heilla- óskaskeyti til Valgerðar frá Lieut. Gov. of Manitoba, R. F. McWilliams (fylkisstjóra). Þar næst söng flokkurinn “He Is a Jolly Good Fellow.” Guttormur skáld Guttorms- son tók þá til máls. Hélt hann fjörlega ræðu að vanda; mintist gömlu tímanna, þegar Mrs. Sig- urðson bjó ásamt manni sínum Stefáni á Hrausum, og lýsti boði, sem þau höfðu þar eitt sinn, og hann taldi fjölmennustu veizlu, sem íslendingar hefðu nokkru sinni haft í þessu landi. Á eftir ræðu hans var sungið “Heyrið morgun söng á sænumJ’ Því næst tók til máls Mrs. Kristíana Thorðarson, mágkona Valgerðar. Mintist hún á liðna tímann þegar þær hefðu fyrst kynnst í Mikley. Þar dvaldi Val- gerður fyrst eftir hún kom frá Englandi til þessa lands. Að því búnu söng flokkurinn, Fóstur- landsins Freyja. Mrs. Valgerður Sigurðson tók því næst til máls. Flutti hún kvæði, mjög fallegt og viðeigandi • Það var á ensku. Þakkaði hún öllum, sem höfðu heimsótt sig þennan dag, og fór fallegum orð- um um þá skoðun, sem hún hefði altaf haft frá æsku, að forsjónin væri ætíð að leiða oss, og því tæki hún örugg árum ellinnar °g hverju, sem að höndum bæri. Mrs. Sigurðson er mjög vel máli farin og hefir um æfina oft tekið til máls á mannamótum, og var ekki að heyra að henni væri farið að förlast, þótt aldurinn sé svona hár. Er hún lauk máli sínu, söng flokkurinn, Ó þá náð að eiga Jesúm. Að því búnu, tók til máls Mrs. Lára Sigurðson, og því næst Dr. L. A. Sigurðson. Benti hann á hver aðstaða frænku hans hefði verið til lífsins, og hvernig sú aðstaða hefði verið leiðarvísir að lífshamingju hennar. Hún hefði ætíð leitað hins bezta í sál samferðamanna og trúað því að það væri sterkasti þátturinn í eðli þeirra, en eigi hið misjafna, og að hún hefði tekið hamingj- unni með þakklæti og raunum lífsins með staðfestu og jafnað- argeði. Mrs. Ólafía J. Melan óskaði afmælisbarninu til hamingju og flutti vísu, sem Daníel Halldórs- son á Hnausum hafði ort og sent Valgerði. Vísan er svona: Þó fölni brá og hrímgist hár hverfur ei sá ljómi, sem að Jýsti öll þín ár í andans helgidómi. Þá mælti Gísli kaupmaður Sigmundsson nokkur orð. Mint- ist á þá daga, sem hann hefði sem unglingur dvalið á heimili Valgerðar, þegar hún bjó á Hnausum. Óskaði hann henni til allra heilla og bað menn að endingu að syngja “Eldgamla ísafold.” og “God Save the King.” Voru þá fram bornar hinar rausnarlegustu veitingar, og dvöldu gestirnir frameftir deg- inum. Þarna var saman komið fólk frá Mikley, Árborg, Hnaus- um, og Winnipeg. Er eg ekki í neinum vafa um, að allir þeir er þarna voru samankomnir, voru þakklátir þeim S. V. Sigurðson og konu hans, fyrir að eiga kost á að dvelja þessa stund á heimili þeirra, og óska hinni öldruðu móður húsbónda til heilla á þess- um afmælisdegi. Þær óskir voru hugheilar. Alla þá tíð síðan Val- gerður Sigurðsson kom til þessa lands hefir hún dvalið í þessari bygð. Þar' hefur hún reynt margt — hamingju og sorgir, sem umbreytingar æfinnar færa þeim, sem lengi lifa. Á þessari löngu leið hefir hún hlotið að kveðja marga ástvini. Hún er nú ein eftir af sex systkynum. Mann sinn misti hún fyrir mörg- um árum síðan og öll börn henn- ar eru dáin nema Sigurður er hún dvelur nú hjá. En eins og hún sjálf sagði svo fallega í ræðunni sinni, þá snýr glugginn á herberginu hennar í austur, og leyfir geistum sólaruppkomunn- ar að komast inn í herbergið. Andlega séð, hefir glugginn henn ar, sem veitti henni útsýnið yfir tilveruna, snúið í austur, móti sólaruppkomunni. Hún hefir trúað á ljósið og handleiðslu þess er gaf það. Þessi lífsskoðun ásamt góðri greind og 'prúð- mennsku í hugsun og breytni, hefur látið hana sigrast á raun- um þessa lífs og styrkt trú henn- ar á tilveru morgunlandsins, þar sem myrkrið er ekki til. í hárri élli nýtur hún friðar og rósemi, umkringd vinum og vandamönnum, sannfærð um að gæfan hefir verið förunautur hennar á hinni löngu leið gegn um árin, fram að kveldinu, sem boðar næsta morgun, geislana úr austri. E. J. Melan Kona ein var kölluð fyrir rétt í Dallas í Texas í Bandaríkju- num, ákærð fyrir að aka of hratt. Hún l^vaðst hafa þá afsökun, að hún hefði verið að hugsa um barnið sitt. “Hvað er það gamalt ?’’ spurði dómarinn. “Því er erfitt að svara,” sagði konan, því að eg býst nefnilega við því á hverri stundu !” * Maðurinn, sem gortar að hann “stjórni öllu á heimili sínu” á venjulega við barnavagninn, ryksuguna, þvottavélina og taurulluna. Minningarorð Guðmundur Thorkelson Þann 24. ágúst s.l., andaðist að heimili sínu á Gimli, Man., Guðmundur Thorkelson. Hann var fæddur 10. ágúst 1878 að Miðvík í Aðalvík, Isafjarðar- sýslu. Foreldrar hans voru Þor- kell ísleifsson og María Gísla- dóttir. Tveggja ára gamall misti Guðmundur móðir sína og var tekinn til fósturs af föðursystir sinni, Guðrúnu ísleifsdóttur og manni hennar, Stefani Sigurðs- syni; til Kanada kom hann 1887, með fóstur foreldrum sínum og ólst upp hjá þeim, á Fagrabakka í N ja íslandi. Guðmundur giftist Guðrúnu Önnu Stefansdóttir, eftirlifandi konu sinni, 10. janúar 1899; þau eignuðust tólf börn en tvö dóu á unga aldri. Börnin sem lifa föður sinn eru : Jón Ágúst og Thorkell stefan, útgerðarmenn og eigendur þess félags er nefnist Thorkelson Bros.; þeir fást einn- ig við viðar og kola sölu. Hall- dór fæst við úrsmíði og rekur verzlun í sambandi við iðn sína. Auk þessara þriggja bræðra, lifa á Gimli, Björn Thorsteinn, Júl- íus Guðmundur, Kristín (Mrs. Halldórson), og Sigurlána; Ingi- björg Stefanía (Mrs. Johnson) er búsett að Nes P. O., Man.; Guðrún María (Mrs. Campbell) á heima í St. Vital, M-an., og Gladys Anna er í heimahúsum hjá móðir sinni. Guðmundur sál. tók heimilis- rétt á þvx landi sem hann nefndi Geirastaði, átta mílur fyrir norðan Gimli, þar sem hann og hans góða kona strituðu í fjöru- tíu og sex ár og ólu upp sinn stóra og glæsilega barnahóp. Framan af var oft þröngt í búi í Nýja íslandi. Samgöngur slæmar og margskonar erfiði við að etja, en Guðmundur stóð ekki einn með heimilis skyldurnar á herðum sér, því hin ágæta kona hans aðstoðaði hann eftir fremsta megni alt í gegn um þeirra ást- ríka hjónaband. Hann var mað- ur attfrkumikiU, vel hagsýnn, og stundaði framan af jafn- framt búskapnum fiskiveiðar. Síðastliðið vor hætti Guð- mundur búskap og þau hjónin settust að á Gimli í nýju og reisu- legu heimili; hér hafði hann hugsað sér að njóta elláranna í athafnafrelsi, en ráðagerðir dauð- legs manns eru undantekningar- laust háðar óvissunni. Guð- mundur hafði verið óvenjulega heilsugóður alla sína daga, en— líf mannlegt endar skjótt — og hið snögga fráfall hans kom þess vegna ástvinum og vinum mjög á óvart. Gamla he.imilið á “Geirastöð- um” stendur nú í eyði, en þó svo sé, þá samt minnir þessi fagri bústaður við strendur Winnipeg- vatns, á hann sem farinn er til betra lands, og líka lifa í um- hverfi þess fagrar endurminn- ingar um alt sem þar áður var. Hér voru þreyttir ferðamenn æfinlega velkomnir; þar mættu allir einlægum viðtökum í anda íslenzkrar gestrisni, og f jölskyld- an sem þar ólst upp heldur en með sér því einingar sambandi sem ríkti í föðurhúsum. Með Guðmundi er horfinn úr hópi vorum nýtur drengur. Hann var velviljaður á allar lundir og vinfengi hans víðtækt. Ef eg yrði spurður að hver mest áber- andi lundernis eiginleiki hans hafði verið, þá mundi eg svara hiklaust: “bjartsýni hans og glaðfýndi.” Sjaldan hefi eg mætt þeim sem hafði þennan eigin- leika í eins ríkum mæli og vor framliðni vinur; og öll framkoma hans var í samræmi við hans ljóssinnaða hugarfar. Hann var einn af þeim fáu sem sjá í gegn um erfiði og strit líðandi stundar ljómandi sólargeisla morgun- dagsins. Við fráfall Guðmundar hefir höggvist skarð í þann mannfélagshóp sem aldrei tapar sjón af fegurð lífsins* og verð- mæti þess. Hann var jarðsunginn frá Lút- ersku kirkjunni á Gimli, 30. ágúst s.l. Margir voru vinirnir sem fylgdu hans jarðnesku leif- um til grafar. Séra Skúli Sigur- geirson flutti hin hinstu kveðju- mál. \ TIL LÚLLA Þú hefir enga ástæðu til að þakka mér; eg hefi aldrei haslað þér sæti í helgum reit. — Og lifðu nú sæll við kringluna og kaffið og konuna, en “lítið þú sást” Liljurnar skarta á Lögbergi heldga--------- lifandi trú, von og ást. C. O. L. C. Sequoia-trén í Californíu eru hæstu tré í heimi. Þau eru sum 400 fet á hæð. * Yukon-dalurinn í Alaska og Yakutsk-hérað í Síberíu eru köldustu staðir á hnettinum fyrir norðan heimsskautsbaug. Kirkjan mín, Drottinn minn (Frh. af hls. 2) ur stæðu að öllu leyti karlmönn- um. langt að baki, og ekki sá hann neitt athugavert við útburð barna, ef börnin voru óburðug eða lítillar ættar, og taldi það aðeins blessun fyrir ríkið að losna þannig við þau. Það var Kristin kirkja, sem fyrst kvað upp úr með það, eð ekki skyldi vera grískur né Gyðingur, ekki þræll eða frjáls maður, ekki karl eða kona, því allir skyldu vera sem einn maður í samfélaginu við Krist. Og með þeirri hugsun er lagður grundvöllur að öllum jafnréttis- og bræðralagshugsjón- um milli þjóða og stétta. Það var Kristin korkja, sem fyrst fór fyrir alvöru að hugsa um að ala önn fyrir munaðar- leysingjum, fátæku fólki og far- lama. Um þetta kemst Tertulli- anus svo að orði í Liber apolo- geticuss “Vér höfum sameigin- legan sjóð. Hver og einn leggur í hann tillag sitt á ákveðnum degi mánaðarins. Allt er lagt fram af frjálsum vilja. Fé þetta er ekki notað til samkvæmis- halda, í drykkjuveizlur eða ofát. Því er varið til fátækra fram- færis, til að sjá um foreldralaus börn, til að ala önn fyrir gömlu fólki og farlama. eða skipbrots- mönnum. Og ef einhver er dæmdur fyrir trú sína, til þræl- dóms í námum eða eyðieyjum eða í fangelsi, þá hugsum vér líka um hann. Einmitt þetta blæðir mörgum í augum. Þér hrópið: Sjá, hversu þeir elska hver annan, því að þér hatið hver annan. — Eða sjá, hversu þeir eru reiðubúnir að deyja hver fyrir annan, því að sjálfir eruð þér reiðubúnir að drepa hver annan. Þér hæðist að því, að vér nefnum hvert annað bræður og systur. En vissulega erum vér betri bræður og systur en þér, sem eruð það eftir holdinu. Vér erum með einum huga og einni sál og eig- um allt sameiginlega.” Þannig flytur Tetúllianus kirkjufaðir mál sitt í Vamar- ritinu fyrir kristna menn, og dregur um leið skýra marklínu milli kristinnar menningar og hinnar rómversku. Frelsi, jafnrétti og hræðralag, þessar fögru hugsjónir, sem vest- rænar lýðveldisþjóðir hafa mjög á lofti haldið, þær eiga fyrst og fremst rætur sínar að rekja til kristindómsins, og hvar sem þessar hugsjónir hafa verið fram- kvæmdar og verða framkvæmdar á fagran hátt, þar grær menn- ing, sm kirkja Krists hefir sáð til. Eg hefi enga löngun til að gera lítið úr þeim víðtæku á- hrifum, sem grísk-rómversk menning hefir haft á gervalla siðmenningu heimsins. En það, sem áfátt var um þessa menn- mgu, hið endalausa og misk- unnarsnauða stríðsbrjálæði, þræl ahald, undirokun kvenna, svall og siðleysi, taumlaus einstak- lingshyggja og óhæfi þessara þjóða til að samríma frelsið friði og reglu — allt þetta hefir krist- in kirkja reynt að bæta, og allt þetta bætir hún, þar sem lifað er eftir hugsjónum hennar. Guðsríkishugsjón Jesú Krists, hugsjón bróðurkærleikans og fórnarlundarinnar, var ný hug- sjón — nýtt sjónarmið, svo ólíkt öllu öðru, að mannkynið er enn ekki búið að átta sig á því. Það er sjónarmið, sem aðeins getur kallað til fylgdar hina æðstu siðakrafta í mannssálun- um. Þessvegna er naumast við því að búast, að enn hafi að fullu opnazt sá skilningur, að þessi vegur sé hinn eini hugsanlegi vegur til hjálpræðis, út úr þeim vanda, sem mannkynið er nú statt í. - VI. Þegar því um það er að ræða, hvort vér teljum líklegt, að þessi hugsjón muni sigra og verða mannkyninu til hjálpræðis, eða skaparinn muni láta mennina tortíma hver öðrum og afmá allt líf af jörðinni, og þannig slá striki yfir þá tilraun til menn- ingarlífs, sem hér hefir verið barizt við að stofna til um nokkr- ar þúsundir ára, þá verðum vér að skilja þetta tvennt, hversu skaparinn er óendanlega þolin- móður, og hversu furðulegt það stökk er, sem mannkynið hefir tekið áleiðis í þekkingu og marg- víslegri siðmenningu á aðeins tvö þúsund árum, sem ekki eru nema lítið brot af ævi mannkyns- ins. Nú er að vísu svo komið, að þróun vitsins, þekkingarinnar og tækninnar virðist vera komin á ískyggilega hátt stig, borið saman við siðaþroska mannkyn- sins, og þegar svo er komið, er alltaf hætta á ferðum. Til er þjóðsaga um kynjalandið At- lantis, og hversu íbúar þess sökktu því undir sér fyrir ofur- kunnáttu í svartagaldri. Þar, sem of mikið bil verður .milli hins vitræna og siðræna þroska, verður sérhver þekking að svart- agaldri, og nú er hin vísindalega þekking jarðarbúa einmitt kom- in á það stig, að uggvænlega þykir hilla undir þann möguleik, að vort Atlantis kunni að sökkva í bókstaflegum skilningi niður í djúp óskapnaðarins á ný, ef ekki verður snúið við fyrir fullt og allt af þeim heljarslóðum fjand- skapar og stríðsbrjálæðis, sem mannkynið hefir nú um hríð gengið. Ef vér reiknum ekki með guð- legri miskunn og æðri stjórn en mannlegri, bak við rás viðburð- anna, þá væri óhætt að segja, áð ástæðan væri harla lítil til bjart- sýni. Stökkiðð sem mannkynið þyrfti að taka áfram í siðgæði, sýnist vera svo stórt, að næsta litlar vonir gætu virzt til þess, að það gæti tekizt, er litið er til þróunar síðustu hálfrar milljónar ára. Það er aðeins eitt, sem getur gefið oss trúna á það, að þessi undraverða tilraun til lífs á jörð- unni endi ekki með alsherjar sprengingu og glötun, og það er það, að bak við hana stendur hinn lifandi Drottinn, bak við sköpunarverkið stendur hann, sem veit, hvað hann er að gera, og er líklegur til að halda því jafnvægi, sem nauðsynlegt er, til þess að sköpunarverk hans, að því er til jarðarinnar kemur, endi ekki í algerðu hruni. Sumir kynnu að segja, að lít- ið muni skaparann muna um þessa litlu plánetu okkar, þótt hann gæfist upp við þá tilraun lífs, sem hér hefir fram farið og verið undirbúin um áramilljónir, og þótt hann bölvaði oss sem hinu ófrjósama fíkjutré og léti það manúkyn farast í syndum sínum, sem óhæft reyndist til alls annars en hernaðarbrjálæðis og eyðileggingarstarfa. En eg trúi meir á almætti Guðs og miskunn en svo, að mér þyki þetta sennileg leikslok. Eg trúi, að því aðeins hafi mannkynið komizt fram á þenn- an dag, að því sé ætluð meiri ákvörðun — því aðeins hafi skaparinn leyft þessa þróun vits- ins á undan siðaþroskanum, að með margföldun tækninnar meg- um vér sjá og læra; skjótar en ella og átakanlegar en áður, greinarmun góðs og ills. Loks hlýtur þeim mæli hörm- unganna að vera náð, að menn skilji þessi ævafornu sannindi, að það er ekki nema um tvennt að velja, að snúa sér eða glatast. Og þá kynni hið stóra spor að vera stigið. Þessu stigi sýnist nú að vera nokkurn veginn náð. En hvað tekur þá við? Því get- um við svarað: Ef mannkynið á að geta lifað ffamvegis í »ham- hamingju, fegurð og réttlæti — í bróðerni og kærleika, þá tekur kristin kirkja við! Ef vér hlustum á það, sem helztu foringjar heimsmálanna hafa nú að segja um vandamál framtíðarinnar, varðveizlu frið- arins og nýsköpun veraldarinn- ar, ef líft eigi að verða 1 heimin- um framvegis, þá vekur það einkum athygli vora, að úrræðin, sem bent er á, vegurinn, sem sýnt er fram á að vér verðum að ganga, ef vér viljum ganga til lífsins en ekki dauðans, er aðeins einn.— Það er engin leið önnur en sú, sem kirkjan hefir boðað —og sem Kristur lifði og dó fyrir. Þannig hefir kristin kirkja á sínum beztu augnablikum borið hæst merki þróunarinnar, bent fram á veginn, boðað hjálpræð- isvilja Guðs. Þó að oft hafi verið við ramm- an reipi að draga og svo sé enn, og þó að margur þjónn hennar hafi hnigið til jarðar undir merk- inu með örvæntingarfullt and- varp á vörum, þá er líka ástæða til að minnast þess, að hak við kirkjuna stendur Drottinn lífs- ins, og hann getur kennt oss að smíða plógjárn úr sverðum og sniðla úr spjótum. Krafturinn, sem nú er notaður í ægilegustu glötunarvélar, kann innan skamms að verða notaður mann- kyninu til óendanlegrar bless- unar. Þess mætti því vænta, að upp- byggingarstarfið eftir þessa styrj öld mætti ganga stórum greið- legar en eftir nokkra aðra og að hin ytri farsæld gæti orðið víð- tækari og almennari 1 framtíð- inni en nokkru sinni áður. Aðalatriðið verður þó altaf hitt: Hefur heimsmennirlgin loksins lært það, sem Kristur og Kirkja hans hafa alla stund reynt að boða ? Hafa mennirn- ir lært af því að fara gegnum dauðans skuggadal, að Kristur er ljós lífsins, hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Ef oss er orðið þetta ljósara en áður, þá hefir kirkjan megnað mikils — og þá mun hún megna ennþá meir í framtíðinni! Þá getur þetta hróp : “Kirkj- an mín, Drottinn minn !” orðið að lofsöng á vörum vorum. Benjamín Kristjánsson —KirS'juritið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.