Lögberg - 11.04.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.04.1946, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. APRÍL, 1946 Kirkj an min, Drottinn minn Það er gamall biskup að deyja í Laukagarðinum á Hólum. Dauð- inn kemur óvörum. Hinn aldni kirkjuhöfðingi hnígur allt í einu út af, og innan stundar er hann örendur. En áður en hann gefur upp andann, bærast varir hans, og þeir sem lúta niður að honum, heyra andvarp, sem lengi síðan bergmálar í hugum þeirra. Það eru tvö orð, sem heyrast greini- lega: “Kirkjan mín, Drottinn minn!” Orðin blandast eins og Jíveinstafír við dauðahryglu öld- ungsins. Það er kvöl og þrá, sorg og sæla heillar ævi, sem rennur saman í einu augnabliki, og brýzt út í þessu hrópi, af vörum manns, sem stendur á vegamótum tím- ans og eilífðarinnar. Og þessi orð, mögnuð harmi og trega, lágu lengi í loftinu. Þau gátu ekki gleymzt. Það eru einu orðin, sem varðveitzt hafa í minning- unni, af vörum þessa manns, og til vor hafa borizt yfir óminna- djúp fimm alda. Hvort voru þá þessi orð ör- væntingarfullt andvarp eða voru þau efaTrdi spurning, eða lof- söngur? Gottskálk biskup Keneksson var stórættaður maður, og hafði verið prestur í Lagardal í Nor- egi, áður en hann kom hingað til lands. “Hann var svo mektugur, og Rögnvaldur bróðir hans, að þeir skyldu eiga þriðja þart Nor- egs,” segir í gamalli bréfabók. Þó að þetta sé vafalaust allmjög orðum aukið, þá bendir það til þess, að hann hafi verið mjög auðugur, og ekki hafi það verið fjárgróðavonir fyrst og fremst, sem knúðu hann til að taka við biskupsembætti á Hólum, heldur hafi hann verið talinn á þetta ráð af erkibiskupi, fyrir nauð- syn heilagrar kirkju. að taka sig upp frá góðum vinum og ríku ættliði, til að starfa hér, úti á hjara veraldar. Hvernig var svo ástandið þeg- ar hingað kom? Þá var ein hin agalausasta öld, sem yfir ísland hefir gengið, ó- spektir, rán og gripdeildir, jafn- vel af hendi þeirra, sem laganna áttu að gæta. Kirkjur voru rændar og saurgaðar eða brennd- ar til kaldra kola. Heil bygðar- lög eydd af erlendum óaldar- flokkum, bardagar og manndráp tíð, og almenningur sokkinn svo í eymd og fátækt, að menn seldu jafnvel útlendingum börn sín í þrældóm, svo sem ráða má af Löngu-réttarbót. Hafi því Gott- skálk biskup komið hingað, með þeirri ósk heitastri, að þjóna sem bezt heilagri kirkju, þá má vænta þess, að lítt hafi honum hugnað sá gúðsakur, sem hann var kom- inn til að rækta. Ekki hafi hann, fremur en margur, séð stóran ávöxt boðunar sinnar þau 15 ár, sem hann sat hér á stóli, og mjög hafi honum þótt hugur manna horfinn að veraldlegum efnum. Hin innsta hngsun hans, sem brýzt fram á dauðastundinni, er því ef til vill örvæntingarfullt hróp vonbrigðanna yfir því, hversu litlu hann fékk til vegar snúið með starfi sínu, líkt og kemur fram í erfiljóði séra Matt híasar eftir einn starfsbróður sinn í Eyjafirði, eða öllu heldur tvo, er honum urðu samferða norður þangað, til að “prédika alveldi andans 'og elskunnar guðdóm.” En hann segir : "Fylltum vér helminginn héraðs með heilögu ljósi, græddum hér guðsríkis akur, svo gerla sjást merki? Einrf eftir hrumur eg hjari en horfnir þið báðir: Hvað er það gagn, sem við gerðum? Guð veit það, Jakob.” Þannig hefir, án efa, mörgum Guðs kennimanni verið innan- brjósts, sem meiri ástæðu hefir haft til þess en sálmaskáldið séra Matthías. Og kemur mér þá einnig í hug Jón biskup Arason, þegar hann var “dæmdur af danskri slekt” og horfði fram á hrun allra sinna vona, er hann stóð við vinduásinn í Skálholti, þar sem hann átti að láta líf sitt. Trú hans hafði einnig verið sterk og irpiileg, eins og sjá má af kvæði hans í Davíðsdikti: “Breiði út nj^iar bænir með betran góðra verka og hreina hugarins lund. Veit mér vizkur vænar að vernda trúna sterka stöðugt hverja stund. “Þungar syndir mér í móti standa, því er eg jafnan staddur í stórum vanda, bið eg herrann himins og allra landa að hörmung þessi megi ei sálu granda.” Þannig hafði hann ort í upp- hafi biskupsdóms síns, þegar hann, með sinni djörfu og glöðu og áköfu lund, tókst biskupsem- bættið á herðar í blóma aldurs síns. Bjartsýnn hafði hann löng- um verið, þó að oft væri við þungan andróður að etja. Hug- rekki hans óx við hverja raun, margt snerist honum til ham- ingju. En á þessum hinnzta áfanga- stað jarðlífsins, þar sem hann stóð með sonum sínum tveimur, andspænis dauðanum, hver mundi þá hafa verið megin á- hyggja hans önnur en kirkjan hans, sem hann óttaðist, að það- an í frá mundi verða þerna kon- ungsvaldsins, svipt auði og á- hrifum, rúin fegurð og tign og fellur fram og tilbiður mig Ekki hefir það vantað, að menn irnir hafi tilbeðið valdið og auð inn, jafnvel í þeim mæli, að þeir hafa verið reiðubúnir að fremj hvern þann glæp, sem til hefir þurft að vinna. Viljinn heíir verið ærinn að drepa og eyði leggja og steypa ? rúst, þar sem ofbeldið, hatrið og veraldar hyggjan hafa setið í öndvegi, og haft heiminn og alla hans dýrð í boði. En þeir, sem fallið hafa fram og tilbeðið Satan, hafa stöðugt beðið um stærri fall byssur, kröftugri sprengikúlur ægilegri og hræðilegri morðvél ar en áður voru til, svo að þetta dásamlega vald yfir heiminum mætti falla þeim í hlut. Og loks er hinu valdagráðuga mannkyni fenginn í hendur sá blossandi reiðisproti, sem afmáð getur heilar borgir í einu vetfangi drepið miljónir manna á andar taki og lagt heil lönd í auðn, svo að þar spretti ekki gras úr jörðu um ókomnar aldir. Hvað megnar kirkja Krists slíkri veröld? Hrynur hún ekki eins og spilaborg, hverfur eins og draumur í hamförum þeirra náttúrukrafta, sem mennirnir hafa lært «ð nota til að afmá hvern annan með? Mun skapar inn ekki láta mennina farast syndum sínum, flegja í glatkist una sem ónýtum efniviði, líkt og gert hefir verið við ýms forn aldarskrímsl, sem átu hvert ann að upp til agna, fyrir örófi alda Þannig læðast spurningarnar að oss, er vér horfum óhuldúm augum á rás atburðanna, og sjá um að veröldin, sem fellur erfðahlut ofbeldisins, verður annaðhvort sviðin eyðimörk, eða fullkomin glötun alls lífs. III ennþá minna metin en áður, þeg- ar ótýndir þjónar kúgunarvalds- ins stóðu yfir höfuðsvörðum hennar. II. Þannig hefir þetta hróp : “Kirkjan mín, Drottinn minn!” bergmálað í hugum margra þeirra, sem varðveitt hafa hinn fagra draum guðsríkisins í sál- um sínum, en staðið hafa and- spænis hatramlegum öflum of- beldis og veraldarhyggju. Og það kemur einnig fram í hug vorn i dag, þegar veröldin er ennþá stödd í stórum vanda, þegar ”margar syndir standa móti betr an góðra verka og hugarins hreinu lund.” f Þó að svo heiti, að slotað sé að mestu fárviðri ófriðarins, sem næstum því um sex ára skeið geisaði una heim allan, og var stöðugt að færast í geigvænlegra horf, þá fer þó fjarri því, að friðurinn sé ennþá grundvallað- ur á nokkru bróðurþeli, heldur er hann í bili trygg,ur aðeins með valdi. En slíkur friður er enginn guðsfriður. Hin síðustu og stærstu tíðindi um hagnýtingu kjarnorkunnar til eyðileggingarstarfsins hafa fært ugg að öllum heimi. Því að það tortímingarafl, sem mann- kynið hefur þannig náð tökum á, er svo stórkostlegt, að jafnvel handhöfum þess hrýs hugur við að nota það. Vísindamönnunum er það ljóst, að ef notkun þess- arar uppgötvunar yrði algeng í næstu styrjöld, þá mundi fljótt hylla undir endalok allrar sið menningar á jörðunni. Svo gæti farið, að mannkynið tortímdi sjálfu sér að fullu. Þetta er hið afar háa f jall þekk- ingarinnar, sem óvinur sálanna hefir farið með mennina upp á, til að leiða þá í freistni. “Sjá allt þetta skal eg gefa þér, ef þú Að vonum hafa margir trú menn verið bölsýnir frá upphaf vega, þegar um er að ræða hjálp ræði mannkynsins. Jafnvel Kristur sagði, að glötunarvegur- inn væri breiður og margir þeir sem færu hann. En þröngt væri hliðið og mjór vegurinn, sem til lífsins lægi. Meðan, þroski sáln- anna er lítill, verður þeim villi gjarnt í frumskógum sjálfselsku sinnar, og erfðasynd þeirra hvata sem moldinni heyra til, verður þeim fjötur um fót. Hvernig má sönglist hinna himnesku ver- alda ná hlustum þeirra, sem aldr- ei þekktu hana, né væntu henn ar? Það er langrar stundar verk fyrir skaparann að blása lifandi arrda í nasir mannsins og gera hann að vitsmuna veru og setja á hann guðdómlegt svipmót. Til þess þarf maðurinn að ganga gegnum margar þrengingar, læra af höppum sínum og glöppum, sigrum og ósigrum og vitkast af lífsbaraáttunni. En jafnvel þetta er ekki nóg. Spámenn og spek- inga hefir hann sérstaklega inn- blásið og sent á jörðina til að koma mönnunum í skilning um þá ákvörðun sína, að æðri ver- öld skuli rísa upp af þessari, þar sem maðurinn á að vaxa til eilífs lífs, það er göfugra samfélags en þess, sem dýrin lifa í. Það er veröld, þar sem meiri eining og samstilling ríkir, meira bróðurþel, meiri samvinna, meiri mannúð. m^ira vit í eftirsókn máttarins, fegurri markmið * en þau að þrælka hver annan og lifa hver á annars blóði og sveita — guðsríkið, það á að vera blómið, sem vex upp úr aurnum! Til þess að flytja þennan boð- skap og viðhalda honum var kirkjan stofnuð, og þetta er enn- þá hennar hlutverk. Þurfum vér enn í dag þennan boðskap? Munu mennirnir nokkru sinni trúa honum? Er hann líklegur til að sigra? Þetta eru meðal annars spurn- ingarnar, sem samtíma-maður- in spyr sjálfan sig meðan hlé verður á orustunni og mann- kynið byrjar á nýju kapphlaupi við að framleiða kjarnorku- sprengjur. / IV. Svo mjög hefir þessvegna ýms- um vaxið 1 augum kraftur vonzk- unnar í heiminum, að þeir hafa loksins farið að líta svo á, að höfðingi myrkravaldanna væri langmestu ráðandi á jörðinni. Stafar þetta bölsýna sjónarmið af eðlilegum ástæðum, eins og áður er að vikið, og er runnið að sumu leyti af lífsögulegum mis- skilningi, hinni gamalgyðinglegu skoðun um syndafall mannsins, sem upprunalega hafi verið skap- aður í Guðs mynd. Ef vér hins vegar aðhyllumst þróunarkenn- ingu náttúruvísindanna, hljóta á- lyktanir að verða aðrar, og nokkru bjartsýnni, um núverandi ástand siðmenningarinnar og framtíðarmöguleika mannkyns- ins. Meginsjónarmiðíð hvílir því ekki á því, að maðurinn sé fall- inn engill með tiltölulega litla hjálpræðismöguleika, heldur hinu, að hann sé andi, sem sé að fæðast úr álögum dýraríkisins; skaparinn sé með hann 1 deigl- unni og hafi ennþá hvergi full- mótað hann til sinnar myndar. Og með þróunarsögu lífsins á jörðinni í baksýn, má gera ráð fyrir, að sú sköpun geti tekið áramilljónir, fremur en ára þús- undir, svo að engum þarf að verða hverft við, þó að hægt miði á stuttu árabili. Hitt er þó ekki óhugsandi, að þróunin kunni að geta tekið stórt og óvænt stökk fram á við, er hún hefir náð vissum áfanga, og takmark- inu geti þannig orðið náð fyrr en ráða mætti af fortíðinni. Þegar þess er gætt, að mann- kynið hefir ekki lifað meir en fimmtugasta hluta ævi sinnar nokkru siðmenningarlífi, þá er naumast annars að vænta en að villimenskan skjóti yíða upp koll- inum, líkt og btiast mætti við af fimmtugum villimanni, sem, tekinn væri úr frumskógunum, og aðeins fyrir ári síðan væri far- inn að reyna að lifa siðuðu lífi. Hætt er þá við, að hið frumstæða eðli brjóti öðru hvoru af sér all- ar hömlur og gjósi upp eins og hraunleðja úr eldgig. Miklu meiri undrun mé hitt vekja, hversu framför siðmenn- ingarinnar, vitsins og mannúðar- innar hefir þó verið stórkostleg, þrátt fyrir allt, þetta stutta tíma- bil, og hversu geýSilegu valdi maðurinn hefir á örskömmum tírna náð yfir náttúruöflunum. Það má hiklaust segja, að fram- förin hafi orðið mikil í siðmenn- ingu, jafnvel þó benda megi á þáer ægilegu staðreyndir, sem drepið hefir verið á hér að und- an, og jafnvel þó að það sé á engan hátt óhugsandi, að mann- eynið kunni að geta tortímt sjálfu sér í næstu alheimsstyrj- öld, sem háð væri með meiri ger- eyðingarvopnum en nokkru sinni áður hafa verið tekin í notkun í sögu mannkynsins. Því að gæta verður þess, að mannvonzkan íiefir ekki farið að sama skapi vaxandi og máttur þ^kkingar- innar til eyðileggingar starfsins. Þó að styrjaldarvopnin verði stöðugt stórvirkari og leiði af sér vaxandi hörmungar og þján- ingar, þá þýðir það ekki, að glæpahneigðirnar, sem brjótast út í stríðum, séu meiri nú en áður. Þær hafa altaf varið mikl- ar, og sennilega því meiri sem lengra er horfið aftur í gráa forn- eskju. Það er aðeins máttug- leikinn til að fremja glæpinn, sem hefir margfaldast eins mörg DÚsund sinnum og maður með vélbyssu eða tundursprengju er lættulegri en frummaðurinn með kylfu sína eða slöngu. En hið sama vit og lágt hefir verið í þessa ægilegu tækni hefir einnig verið lagt, af miljónum manna, í margvíslega annars- conar tækni, sem miðað hefir að rinu gagnstæða : að auka vel- íðan og velfarnað mannkynsins, étta erfiðinu af herðum þess, auka fegurð og lífsþægindi, leita að réttlæti og sannleika. Þessu megum vér ekki gleyma, því að PERSIA hauslega þýtt úr ensku af Jónbirni Gíslasyni Teheran. Iran. Samtímis því er voldugar mót- mæla kröfugöngur frjálslyndra manna fara fram í höfuðborg Persíu, flytja enskir agentar byssur og sprengiefni til þjóð flokka Suður Persíu, til undir búnings uppreisnar strax og Rauði herinn er farinn úr land- inu. Þessir hlutir eru ekki al- ment kunnir, en skýra að miklu leiti þær deilur er nú standa yfir þar eystra. Hinir herskáu þjóðflokkar í strjálbyggðu suður héruðunum, æfa sig kappsam- lega með enskum vopnum. Á liðnum tímum hafa þessir trúarbragðalegu ofstækismenn átt í sífeldum uppreistum gegn stjórn Persa, en blöð stjórnar- innar frá 10. des. tilkynna að alt það sé gleymt og þeim séu fyrirgefnar allar þessar gömlu og nýju yfirtroðslur. Shahbakhti hershöfðingi hélt ræðu nýlega á samkundu hóf- uðsmanna þessara þjóðflokka og óskaði eftir að þeir æfðu sig kostgæfilega og notuðu vopn sín drengilega í væntanlegum ófriði gegn Azerbayani (Eins og menn muna var það sá hluti landsins er varpaði sér undan yfirráðum Persa og stofn- uðu sjálfstætt lýðveldi í norður- hluta landsins; talið var að Rúss- ar væru þeim fremur vinveittir.) Jafnvel þótt Bretar hafi dreg- ið her sinn út úr Persíu, má festa í minni að þeir eru í nábúarík- inu Iraq, fast við landamærin Eins og gefur að skilja yrði borgarastyrjöld óhæg Rússum, í nágrannaríkjum Persíu, en ein- mitt það er síðasta örvæntingar úrræði Breta, til að koma öllu í fastar og gamlar skorður. Þó Rússar séu bundnir samn- ingi við Breta frá 1944, að draga her sinn út úr landinu, þá er gleymt að geta þess að samning- ar frá febrúar 1921, heimiliðu Rússum að flytja inn herlið, ef ófriðarhætta vofði yfir. Fjögurra daga kröfugöngur og fundarhöld alþýðufélaganna við þinghús ríkisins, setja vissann og ákveðinn svip á ástandið eins og það er nú. Kjörtímabil núverandi þing- manna er liðið í marz 1946, en þrátt fyrir það heimtar Said- eddin, agent Breta, að þeir haldi áfram störfum. Hann óttast með réttu að nýjar kosningar veiti alþýðunni yfirgnæfandi þing- meirihluta. Af núverandi þing- mönnum eru 90% kyrstöðu- og afturhaldsmenn. Þeir álykta að Rússum mundi veita auðvelt að stofna vingjarnlega samninga við nýkosna stjórn. en eins og sakir standa nú, er þeini auð- velt að koma í veg fyrir slíkt. Eg legg sérstaka áherzlu á þetta atriði vegna þess að heims- blöðin dulbúa svo sannleikann^ í fréttadálkum sínum að margir lesendur álíta að reglulegt land- vinninga stríð sé á uppsiglingu milli Rússa og vesturríkjanna, þar eystra. Sannleikurinn er sá að voldug þjóðernishreifing í Persíu berst fyrir eindregnu lýðveldi. Höfuð- glæpur Rússa er sá, að vera hlið- hollir þeirri stefnu. í norðvestur Persiu — Azer- baijani — eru 4,500,000 íbúar. Þeir mæla sitt sérstaka tungu- mál og mynduðu sjálfstæða heimastjórn í desember 1945. (íbúatala allrar Persíu er 15,000,000.) Jaafar forsætisráðherra þeirra sagði í ræðu 19. desember 1945: “Vér munum halda áfram að hylla Persneska fánann, veita aðalríkisstjórninni hollustu og nota sama gjaldeyri. En vér krefjumst að innheimta sjálfir skatta vora og fara með fjárijiál vor og framkvæmd opinberra verka. Hingað til hefir auðlegð vorri verið sóað í Teheran, sam- tímis því er alþýða vor hefir liðið skort og allar þarfir hennar van- ræktar, vegna framandi eigna- halds á verðmætum landsins.” Slíkar kröfur sem þessar, eru mjög útbreiddar í Persíu. Alþýðusamtökin hafa stofnað verkamannafélög með 100,000 meðlimum, með fulltrúum á al- heimsþingi verkamanna; þeir fara fram á lýðveldisstjórn, rétt- láta skiftingu á verðmætu landi, afnámi stjórnmálaspillingar og útlendra yfirráða. Olíulindirnar í Mið-Persíu •— sem eru hinar auðugustu í ver- öldinni — eru starfræktar af ensk-persnesku olíufélagi, sem Bretar eiga auðvitað ríflega hluti í. ÁBahrein eyjunni hafa Sfknd- ard Oil Co. og Texas Co. einka- leifi. Eyja þessi braust undan yfirráðum Persa fyrir fimtíu ár- um, undir forystu innlends höfð- ingja að undirlagi Breta. Bandarísk olíufélög æsktu olíu- fríðinda í Norður Persíu 1944, á sömu slóðum og Rússar, en mun- urinn var sá að Rússar buðu hærra kaup, betri húsakynni og kenslu fyrir innlenda iðnaðar- menn. Þeir buðu einnig rétt helminga skifti á hlutabréfum, Samanborið við samning Breta við Persa, sem er 20 gegn 16. Þessu tilboði Rússa var neitað af íhaldsstjórn Persíu, en var samtímis líkleg til samninga við auðfélög Bandaríkjanna. Lög, voru samin í skyndingu er bönn- uðu einkaleifis veitingu, nema með samþykki íhaldsþingsins sem nú situr við völd. Þannig, standa olíumálin nú. Persía stynur undir lénsherra fyrirkomulagi, sem þjóðin þráir að losna undan, en auí?mennirnir halda þar traustum tökum og hafa sameinast gegn Rússum, sem eru þeim óþægur þröskuldur í vegi. Rússar hafa áhuga fyrir lýð- ræðislegri Persíu og telja sér þar falda framtíðartryggingu í þeirri átt, en það er einmitt það sem Bretar óttast umfram alt annað. Af sömu ástæðum hafa Bandaríkin tekið sér stöðu við hlið Breta. við þetta er von mannkynsins bundin! Og ef litið er á lífssög- una á jörðinni í stóru yfirliti, þá held eg, að enginn vafi sé á því, að mannkynið sé stórum betra nú en það var fyrir svo sem hálfri milljón ára. Það er.u fleiri menn nú, sem kalla mætti, að skapaðir séu í Guðs mynd. Þrátt fyrir allt er skilningurinn mjög mikið meiri, fegurðartil- finningin og mannúðin meiri. Harla lítið af þessu hefir verið til hjá frummanninum. Og þó að allt of mikið af villimannlegri grimmd sjóði ennþá undir næfur- þunnu yfirborði siðmenningar- innar og brjótist þaðan út öðru hvoru, eins og falinn eldur, þá hafa þó verið gerðar heiðarlegar tilraunir til að beizla hana og temja með trú og siðaboðum, lögum og reglum. V. Hvað megnar kirkja Krists í slíkri veröld? spurðum vér áðan. Margir eru hneigðir til að líta svo á, að það sé harla lítið og fari minnkandi. En tvö þúsund ár eru heldur ekki langur tími í sögu mannkynsins. Allt um það hefir ýmislegt á unnizt um síð- astliðið tvö þúsund ára skeið í mannúð, í miskunn, jafnrétti, bróðurþeli, kvenfrelsi, afnámi þrælahalds og almennum lýð- ræðishugsjónum. Og enginn, sem þekkingu hefur á þessum hlutum, mun neita því, að margt af þessu sé beint aða óbeint runnið undan rótum kristin- dómsins. Hann hafi verið súr- deigið, sem sýrði allt deigið. Jafnvel eins vitur maður og Só- krates, var þess fullviss að kon- (Frh. á bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.