Lögberg - 16.05.1946, Síða 1
PHONE 21374
YVu'" Drt ggfirfí*
I,a«Tl<ler fljP' b A Complete
Cleaning
aU'
Institution
PHONE 21374
A
oro-0*
ha**iererS'
A Complete
Cleaning
Instltution
59. ARGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 16. MAÍ, 1946
NÚMER 20
GjÖRÐVULEG BRÚÐHJÓN
Mr. og Mrs. Valdimar Björnson
Þann 20. febrúar s.l., gaf biskupinn yfir íslandi saman
í hjónaband í Reykjavik, þau Valdimar sjóliðsforingja
Bjömson og Guðrúnu Jónsdóttur Hróbjartssonar kennara
á Isafirði. Brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. Gunnar
B. Björnson í Minneapolis, Minn. Myndin að ofan er af
brúðhjónunum og biskupinum, hr. Sigurgeiri Sigurðssyni.
FLUTTI RÆÐUR
UM ÍSLENZK EFNI
Dr. Richard Beck, prófessor í
norrænum fræðum við ríkishá-
skólann í Norður-Dakota, var
einn af aðalræðumönnum á árs-
fundi féla^sins “The Society for
the Advancement of Scandina-
vian Study,” sem haldinn var á
hinni kunnu sænsku mennta-
stofnun, Bethany College, Linds-
borg, Kansas, 3. og 4. maí. Flutti
hann bæði erindi um Jónas Hall-
grímsson og ræðu um lýðræðis-
stofnunina á íslandi. Margir
aðrir háskólakennarar frá mennt-
astofnunum í Mið-Vesturlandinu
tóku þátt í fundinum.
Fræðifélag þetta hefir að mark-
miði aukna kennslu og rannsókn-
ir í norrænum fræðum vestan
hafs. Á dr. Beck sæti í stjórn-
arnefnd þess, en var áður forseti
þess um tveggja ára skeið.
Sambandsþingmaður
látinn
Látinn er nýlega að býli sínu
í námunda við bæinn Portage la
Prairie, Harry Leader; þingmað-
ur Portage kjördæmisins í síð-
astliðin tuttugu ár; hann fylgdi
frjálslynda flokknum að málum,
en var jafnan næsta ákveðinn í
skoðunum og hikaði eigi við að
greiða atkvæði gegn stjórninni
°g flokk sínum ef svo bauð við
að horfa; hann var 66 ára að
aldri; krabbamein varð honum
að aldurtila.
Mr. Leader var forustumaður
hinn mesti á vettvangi landbún-
aðarins, rak stórbú og þótti mjög
skara fram úr samtíðarmönnum
sínum vestanlands varðandi bú-
peningsrækt.
Af fráfalli Mr. Leaders leiðir
af sjálfsögðu það, að aukakosn-
ing fari fram í Portage kjördæm-
inu eins fljótt og ástæður leyfa.
Dr. Emil Walter sendiherra
Tjekka á íslandi
Dr. Emil Walter mun á næst-
unni verða skipaður sendiherra
Tjekkóslóvakíu fyrir Island og
Noreg, með búsetu í Osló, og
taka við embættinu í maí. Þeir
sem þekkja til dr.Walter og starfs
hans munu fagna þessu. Því að
þessi mentamaður hefir um langt
skeið gert meira en flestir aðrir
til þess að fræða aðrar þjóðir
um ísland. Hann er kandidat í
norrænu, gamall lærisveinn próf
Finns Jónssonar og hefir þýtt
margar íslendingasögur á tjekk-
nesku og nú síðast alla Sæmund-
ar Eddu, og eru hetjukvæðin úr
henni komin út í vandaðri útgáfu
en goðakvæðin koma út á þessu
ári.
Þá hefir hann og skrifað fjölda
greina um ísland í blöð og tíma-
rit bæði í Tjekkóslóvakíu og Sví-
þjóð og haldið fyrirlestra um ís-
land í þessum löndum. Hann
dvaldi hér um skeið fyrir nieira
en tuttugu árum og er kunnug-
ur íslenzkum högum. Má vænta
hins bezta af honum.
—(Mbl. 8. apríl.)
HÁSKÓLAPRÓFIN
Master of Science—
Ágúst Sigurdur Johnson, BSA.
Manitoba 1943.
Bachelor of Science
(General course) —
Glen Alan Lillington
(University Silver Medal)
Harold David Jonasson
Guðmundur Lorne Markusson.
Bachelor of Arts (Gen. course) —
Audrey Adalbjorg Amundson
June Eleanor Anderson
Olina Thorbjorg Asgeirsson
Thora Clara Austman
Stefan Águst Bjarnason
Anna Ruth Lindal
Thora Sigurdson
Bachelor of Commerce
(General course) —
Hafsteinh Snydal
Doctor of Medicine—
Robert Erlendur Helgason,
B.A. (Sask.).
Bachelor of Science in Home
Economics—
Jakobina Margaret Bjarnason
Agnes Holm
Constance Lillian Johannesson
Lilja Johnson
Emma Eleanor Olson.
Bachelor of Science in
Agriculture—
Emily Una Johnson.
Bachelor of Science in
Electrical Engineering—
Franklin Marino Arnason
Diploma in Agriculture—
Larus Sigurður Gislason.
Diploma in Interior Decoration—
Helen Kristbjörg Sigurdson.
Scientific Club of Winnipeg Re-
search • Prize: Eggert T. Feld-
sted, M.D...............$150.
ATVIKA-VÍSUR
.Eftir PÁLMA
Stjórnmálakænska
Eg sé tájafult úlfa lið
undan kápum glotta,
meðan snápar stuanda við
stjórnar sápu-þvotta.
Bót í máli
Framsókn gætinn gefur lið,
grimm þó mæti blökin;
málin ætíð auðgast við
ólík þrætu-rökin.
Salle
Agirnd merkir öll sín spil,
æfð af gömlum vana.
Væri synda-sæla til,
Salle þekkir hana!
Indlandsmálin
Þingnefndin brezka, sem fór
fyrir nokkru til Indlands, í því
augnamiði að semja um sjálf-
stæðismál Indverja, er nú á heim-
leið, og höfðu allar samningsum-
leitanir farið út um þúfur. Mr.
Attlee, forsætisráðherra Breta,
sem hlyntur er því að Indland
öðlist fullveldi, hefir nú lýst yfir
því, að lausn málsins verði
sennilega að bíða betri byrjar,
því ekki sé góðs að vænta meðan
hver höndin sé upp á móti ann-
ari í Indlandi.
Viti í hættu vegna tundur-
dufls
Tundurdufl rak í nótt rétt und-
it Rifstangavita, sem er í auð-
sýnilegri hættu, ef duflið spring-
ur. Mörg önnur dufl hafa rekið
víðsvegar um Melrakkasléttu og
sum þeirra sprungið. Jafnvel
dufl, sem hafa legið í fjörum ár-
langt og talin hafa verið óvirk,
hafa sprungið í vetur.
. —(Mbl. 9. apríl).
Á þessari mynd sjást þinghúsbyggingar í Victoria, B.C.,
samt miðhverfi borgarinnar. National Film Board sendi
Lögbergi myndina.
ALDARFJÓRÐUNGSMINNI
Sjómannafélag ísfirðinga
5. febrúar 1941
Lag: 1 dag skein sól.
1 sátt við storm og brimsúgsbrag ef nauðbeitt er á loftsins leiðum.
Þakkarorð
Eg undirritaður finn mér ljúft
og skylt, að þakka hinum mörgu
vinum tíðar heimsóknir meðan
eg í vor lá á Almenna sjúkra-
hffisinu í þessari borg; sá veit
bezt er reynir hve ósegjanlega á-
nægju slík nærgætni veúir; eg
þakka einnig innilega peninga-
gjafir og alla aðra ástúð í minn
garð. Eg bið góðan guð, að launa
vinum mínum kærleika þeirra og
trygð.
Winnipeg, 14. maí, 1946.
Magnús Johnson,
605 Agnest Street.
*
Síðastliðinn þriðjudag lézt að
heimili dóttur sinnar, Mrs. B. S.
Benson, 757 Home Street hér í
borginni, frú Jónína Július,
ekkja Jóns Júlíus, 84 ára að
aldri, ein af glæsilegustu og á-
gætustu frumherjakonum fs-
lenzkum í þessu landi; hún hafði
átt við all-langvarandi vanheilsu
að búa. — Útför frú Jónínu fer
fram frá Fyrstu lútersku kirkju
kl. 2 e. h. á föstudaginn kemur.
Þessarar merku konu verður
nánar minsf í næsta blaði Lög-
bergs.
+
Á laugardaginn var, voru gef
in saman í hjónaband í lútersku
kirkjunni í Riverton, þau Stefán
Sigurdson og Sylvia Brynjólfson.
Séra Bjarni A. Bjarnason fram
kvæmdi hjónavísgluna.
Brúðguminn er sonur þeirra
Mr. og Mrs. S. V. Sigurdson, en
brúðurin dóttir þeirra Mr. og
Mrs. Márus Brynjólfson. 1 kirkj-
unni söng Miss Mragrét Helga-
son yndislegan einsöng; en við
hljóðfærið var frú Lilja Martin
Stórveizla var haldin í samkomu-
húsi, er foreldrar brúðurinnar
buðu til og skorti þar hvorki
gleði né góðan fagnað.
Séra Bjarni A. Bjarnason hafði
veizlustjórn með höndum. Fyrir
minni brúðarinnar mælti frú
Ingibjörg Jónsson frá Winnipeg;
aðrir sem til máls tóku, voru
séra Skúli Sigurgeirsson og frú,
Dr. S. O. Thompson, frú Katrín
Jónasson, Guttormur J. Gutt-
ormsson, Einar P. Jónsson og S.
V. Sigurðson. Brúðguminn þakk-
aði með velvöldum orðum gjaf-
ir og þá sæmd, er þeim hjónum
hefði fallið í skaut ■ með hinum
virðulega mannfagnaði. Mrs. B.
Bjarnason skemti með ein-
söng, en tvísöng sungu Main-
systurnar í Riverton, en Miss
Margrét Helgason söng nokkra
einsöngva með aðstoð frú Lilju
Martin. Ennfremur skemti Miss
Thompson með piano-spili.
Framtíðarheimili ungu hjón-
anna verður í Riverton. Lögberg
árnar þeim heillavænlegrar
framtíðar.
+
Síðastliðinn laugardag lézt að
leimili sínu á Banning Street hér
í borginni frú Ingibjörg Johnson,
kona Kristjáns Johnson verzl-
unarmanns, því nær 73 ára að
aldri, hin mesta sæmdarkona;
auk manns síns lætur hún eftir
sig fjögur börn, þrjá sonu og
eina dóttur. Útförin fór fram
frá Fyrstu lútersku kirkju á
þriðjudaginn. Séra Valdimar J.
Eylands jarðsöng.
+
AIR CADET GALA DAY
As a climax to AIR CADET
WEEK, a Gala Day will be held
on Saturday, May 18, from 2.00
p.m. to midnight at No. 2 Air
Command, St. James. The pro-
gram will include a massed Cadet
Inspection, Investitures by the
Lieutenant-Governor; Gliding
displays, dancing, carnival at-
tractions, a big stage show, and
the draw for the $500.00 Victory
Bond which everyone who buys
an admission ticket will have an
equal chance to win. Augmented
transportation to St. James will
be arranged. So if you want to
see a good show, and help the
Cadet movement, and have a
chance to win a $500.00 Bond,
buy a ticket for the Air Cadet
Gala Day. Refreshments and
light lunches will be available
on the grounds.
—En þúsundfaldar þakkii greið-
um.
Hvað tákna þessi tímamót?
—Einn aldarfjórðungs öldubrjót,
sem heimtar ennþá endurbót,
ef ná skal; sjómenn, settu marki,
því mörg er viðsjá hafs í harki.
SKÁLDKONA JARÐSETT
Jarðarför Guðfinnu skáldkonu
Jónsdóttur frá Hömrum, for
fram í dag að Einarsstöðum, að
viðstöddu miklu fjölmenni. 1
kirkjunni töluðu þeir prófastur
Friðrik A. Friðriksson, Húsavík,
og sr. Sigurður Guðmundsson
sóknarprestur að Grenjaðar-
stöðum, en kvæði flutti Ketill
Indriðason, Fjalli. Söng önnuð-
ust kirkjukór Reykdæla og kirkju
kór Húsavíkur.
Guðfinna var fædd 27. febr.
1899. 1 Reykjadal og í Húsavík
hefir hún dvalið mest af sinni
merku en stuttu æfi.
—(Mbl. 10. apríl.).
við lítum yfir liðinn dag.
Þeir kunna ennþá áralag,
sem þreyta afl við Ægi gamla
og betur lét að berja en hamla.
1 sjómanns barmi hugur hlær,
er svignar rá og rýkur sær.
Hvar^stæði annars okkar bær,
ef sækti enginn út á miðin?
—Menn líta um öxl við lokuð Við skulum allir stíga á stokk
hliðin. og strengja heit við stag og blokk,
að knýja okkar félagsflokk
Þó brimi yfir bragna spor til fleiri og stærri fremdarverka.
og dragi úr sumum dáð og þor, Sjá, alt er veitt þeirn viljasterka.
þá Svigna hvergi samtök vor,
sem færin treystu í fjórðung Við eigum drauma’ og óskalönd,
aldar. þau hillir út við hafsins rönd.
—Nei, þá má bræður, blása —Þeim býður framtíð heila hönd,
kaldar. , sem undir frelsisfána mætast.
— Að lokum allra óskir rætast.
Við syngjum engu og engum lof,
en blessum sól og byljarof, Guðm. E. Geirdal.
það verður .ýmist van eða’ of —(Sjóm.bl. “Víkingur”).
KIRKÞINGSBOÐ ,
Hið sextugasta og annað ársþing Hins evangeliska
lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi verður, ef
guð lofar, haldið í Minneota prestakalli, Minnesota, U.S.A.,
dagana 27. júní — 1. júlí, 1946. Þingið hefst með guðs-
þjónustu og altarisgöngu í kirkju St. Páls safnaðar í
Minneota þann 27. júní( kl. 8 að kveldinu. Þetta kveld
flytur forseti ársskýrslu sína. \
Sæti á þingi eiga embættismenn kirkjufélagsins og
prestar, og fulltrúar frá hinum ýmsu söfnuðum þess. Einn
fulltrúi fyrir hverja hundrað fermda meðlimi, eða brot
af hundraði. Þó má enginn söfnuður hafa fleiri en fjóra
fulltrúa. Bandalagi lúterskra kvenna eru heimilaðir tveir
fulltrúar og Ungmennasambandi kirkjufélagsins tveir
fulltrúar. Samkvæmt lögum félagsins er prestum þess
skylt að sækja þing þess, og söfnuðum að senda fulltrúa.
Kjörbréfum skal framvísað á fyrsta þingdegi.
Dagsett að Mountain, N. Dakota, 15. maí, 1946.
SR. HARALDUR SIGMAR, D.D., forseti
SR. EGILL H. FÁFNIS, skrifari.