Lögberg - 16.05.1946, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.05.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 16. MAÍ, 1946 7 ARNALDUR JÓNS.SON : FLUGVÖLLURINN A REYKJANESI BRÚÐKAUPSVEIZLA I VESTMANNAEYJUM FYRIR 60 ARUM Eftir Gísla J. Ástþórsson Flestir Islendingar munu hafa heyrt getið hins mikla flugvallar, er Bandaríkjamenn létu gera á Reykjanesskaga, en færri munu hins vegar hafa gert sér grein fyrir hvers konar risamannvirki þetta er. f stuttu máli má segja, að flug- leiðir úr öllum áttum mætist á þessum flugvelli. Með öðrum orðum, á flugvellinum eru kross- götur Norður-Atlantshafsins. Þegar minnzt er á flugvöllinn sjá flestir í huga sér steinsteyptar brautir, sem notaðar eru til að Játa flugvélar lenda á eða hefja sig til flugs, en flugvöllur er í sjálfu sér miklu meira. Um flug- völlinn við Keflavík má segja, að hann sé ein stórkostleg véla- samstæða, þar sem hundruð sér- fróðra mann vaka yfir hverj- um hlut nótt og dag. Hvergi má vera autt rúm, til þess að hið mikla bákn geti gegnt því hlut- verki sínu á hvaða tíma sólar- hrings, sem er, að taka við flug- vélum, sem koma svífandi utan úr himingeimnum úr öllum átt- um eða leggja þaðan til flugs til fjarlægra landa handan við höf- m. Við skulum nú litast um á flugvellinum og í nágrenni hans. Völlurinn og umhverfi hans. Flugvöllurinn liggur á Kefla- ví’kurheiði. Ná sumar brautirnar nálega þvert y,fir Reykjaness- skagann, milli Keflavíkur og Hafna. Brautirnar eru 4, og sker- ast þær allar nær öðrum endan- um, nokkru utan við miðju. Vísa brautarendarnir í allar höfuð- áttir, svo að unt er fyrir flug- vélar að .lenda og taka sig upp á vellinum í hvaða vindátt, sem er- Er þetta einn höfuðkostur flugvallarirns, en auk þess er k.arna mJög rúmgott, lítið um fjöll í næsta nágrenni og því auðvelt fyrir flugvélar að ná eðlilegri hæð, án þess að tefla 1 nokkra tvísýnu. Lengd hverrar brautar er geisimikil. Til samanburðar fyrir þá, sem þekkja flugvöllinn yið Reykjavík, munu brautir þessa vallar vera að minnsta 'hosti helmingi lengri. Utan með Því svæði, sem sjálfar renni- hrautirnar liggja á( eru flugvéla- ^ogir í hálf 'hring kringum völl- mn. Báðum megin við þennan Veg eru upphlaðnar tóftir fyrir Um 80 flugvélar af stærstu gerð °g auk þess allmargar tóftir fyr- lr minni .vélar. Þessar tóftir munu aðallega hafa verið gerðar fyrir styrj aldarþarfir, þegar fjöldi risaflugvéla var geymdur a VeRinum vikum saman í margs °nar tilgangi, en auk þess er mjög hentugt að hafa þessi byrgi, venær sem þörf er á að geyma margar flugvélar á vellinum, t.d. fyrir nætursakir. Sjálfar eru ronnibrautirnar steinsteyptar, og °fan á steininn hefur verið sett mj'úlkt malbikslag. Undiirstaða vallarins er traust — hin alda- SömJu brunahraun Reykjanes- skaga. f “tuminum.” Turninn” er eins konar heili þossa mikla mannvirkis. Þaðan er allri umferð á vellinum stjðrn- að. Frá honum er haft samband við veður og loftskeytastöðvár Vallarins. Þaðan er enn fremur aft stöðugt þráðlaust samband Vlð flugvélar, sem eru á leiðum SUlum einhvers staðar í loftinu. mmar eru vestur á Atlantshafi, a miðri leið milli Islands og Am- enku, aðrar eru suður við Skot- and og enn aðrar austur við °rogsstrendur. Flugvélunum eru §efnar leiðbeiningar um veð- Ur °S önnur flugskilyrði, og ia nframt fá þeir, sem í “turn- num” vinna, vitneskju, um hvernig flugvélunum gengur, í hvaða hæð þær fljúga og hvern- ig veðrið er á þeirra slóðum. Mest af þeim byggingum, sem til'heyra þessum hluta flugvall- arins, eru neðanjarðar, aðeins ‘“turninn” sjálfur er ofanjarðar. í þessari ' byggingu eru marg- brotnar vélar sem tugir sérfræð- inga vinna við allan sólarhring- inn. í miðri turnbyggingunni er talsvert stór salur. Á veggjunum hanga stór landabréf. Sum eru af Islandi, þar sem svæðið kring- um Reykjavík er sérstaklega merkt, en það er raunverulega það veðursvæði; sem sérstaklega kemur flugvellinum við. Einnig eru þar veðurkort af norðan- verðu Atlantshafi, og sýna þau lægðir þær, sem daglega eru að sveima á hafinu hér fyrir vestan og austan Jandið. Að öðru leyti er þessi salur not- aður tii að gefa flugmönnum, sem Jeggja frá vellinum, leið- beiningar. Áður en þeir Jeggja af stað, safnast þeir saman í þessum sal. Þeir skoða veður- kortin og setja sig inn í veður- skiiyrðin. Síðan eru þeim gefn- ar fyrirskipanir um, í hvaða hæð þeir eigi að fljúga. Er þeim gef- in mismunandi hæð, sem þeir verða að halda sig í alla ieiðina, til hvaða lands, sem þeir kunna að fara. Er þetta gert til að forðast árekstrarhættuna á ieið- unum. Að öðru Jeyti eru þeim gefnar fyrirskipanir og upplýs- ingar, sem allar miða að sem mestu öryggi flugvéla og far- þega á Jeiðinni. Veðurstöðin. Ekkert er eins mikilvægt fyrir flugmanninn og nákvæmar upp- Jýsingar um veður á þeim leið- um, sem hann flýgur. Veðrið er hans aðal glímunauitulr, hvort sem flogið er að nóttu eða degi, yfir haf eða land. Af þessum sökum hafa allir fullkomnir flug- velJir á að skipa færustu mönn- um í veðurfræði, sem vinna til skiptis nótt og dag. Meeks-flug- völlurinn hefur mjög fullkomna veðurstöð. Þar eru tugir veður- fræðinga að störfum nætur og daga að reikna út og fylgjast með ’hinu breytilega og dutl- ungasama veðri Norður-Atlants- hafsins og í næsta nágrenni flug- vallarins. Veðurstöðin er í stöð- ugu sambandi við “turninn,” sem eins og áður er sagt, sendir stöðugar fregnir um veður og veðurhorfur til ótölulega margra flugvéla, flugvalJa og veður- stöðva á ströndum meginland- anna beggja megin Atlantshafs- ins. Er þessi þáttur í rekstri hins mikla flugvallarmannvirkis einn sá mikilvægasti, enda krefst hann mikils fjölda sérfræðinga og stöðugrar árvekni. Miðunarstöðvar, Við flugvöllinn eru'tvær mjög fullkomnar miðunarstöðvar, sem eru þáttur í hinu margbrotna leiðsögukerfi flugvallarins. Einn- ig við þessar stöðvar vinna ein- göngu sérfræðingar. Verður að vera þar á varðbergi allan sólar- hringinn. Starfræksla þessara tækja er mjög mikilvæg ekki síður en annara þátta þess margbrotna vélakerfis, sem tilheyrir flug- vellinum. Mjög er algengt nú orðið að flúga fyrir ofan veður og ský. Það hjálpar þó ekki, þegar lenda skal á flugvellinum. Þessar stöðvar eru því ómissandi á flugvellinum til að hjálpa flug- mönnunum til að finna völlinn og rennibrautirnar. Stundum er skýjahæðin lítil og s’kammt niður í gegnum dimmviðrið, nið- ur á völlinn. I öðrum tilfellum er skýjahæðin mikil og erfitt að komast í höfn. Verða þá menn- irnir, sem stjórna miðunarstöðv- unum, að vera þeim vahda vaxn- ir að leiða flugvélarnar farsæl- lega gegnum dimmviðrið inn á flughöfnina. Það er í alla staði ábyrgðarmikið starf. Getur þar oft verið um líf eða dauða að tefla. Viðgerðarverkstæðin. Þær byggingar, sem hæst ber á flugvellinum, eru hin risa- vöxnu verkstæði, þar sem full- komnustu tæki eru til að gera við flugvélar og allt, sem þeim tilheyrir. Verkstæði þessi eru tvö, og vinna tugir manna í hvoru fyrir sig. Eru þeir allir sérfræðingar, hver á sínu sviði. Þar á meðal eru vélaviðgerðar- menn, menn sem gera við mót- töku- og loftskeytatæki og sér- fræðingar í mörgum öðrum greinum. Öryggi loftflutning- anna hvílir ekki hvað sízt á starfsmönnum þessarar deildar vallarins. Mikið er undir því komið, að vélar og skevtatæki flugvélanna séu í öruggu lagi. Á því byggist líf og afkoma flug- áhafnar og farþega. Rauða-Kross stöðvarnar. Vilji svo illa til, að eitthvað beri út af hjá flugvél, er annað hvort er að lenda eða hefja sig til flugs; er nauðsynlegt að vera við slíkum óhöppum búinn, þótt þau 'komi nú sjaldan fyrir. Fyrir þessu er líka vel séð á flugvell- inum. Á stað, þar sem komast má svo að segja hvaða renni- braut vallarins, sem er, á broti úr mínútu, hefur hjálparstöð vallarins bækistöð sína. Þar eru læknar og hjúkrunarkonur til taks allan sólarhringinn. Enn fremur sjúkrabifreiðar með sér- staklega æfðum mönnum, sem 'hafa mikla leikni í því, að kom- nst örskjótt á slysstaðinn. Þetta er mjög nauðsynlegt af þeim sökum, að slík slys ber venju- lega að höndum með ofsahraða, og eina lífsvonin getur oft verið sú, að unnt sé að koma þeim, sem í slysinu hafa lent, til 'hjálp- ar um leið og það á sér stað. Eins og áður er sagt, eru slíkir atburðir orðnir mjög fátíðir nú, en fullkomin flughöfn lætur á ekkert skorta til að gera ör- yggið fyrir loftfarendur sem mest að öllu leyti. Birgðastöðvar. Hin stóru flugvélabákn, sem flúga yfir heimshöfin, þurfa auðvitað mikið eldsneyti. Það segir sig hins vegar sjálft, að því meira eldsneyti sem flug- vélin 'hefur meðferðis, því minna getur hún flutt af öðrum þunga. Flugvöllurinn við Keflavík hef- ur ómetanlega þýðingu í þess- um efnum. Vegna þess; að unt er að koma við á íslandi og taka þar forða á leiðinni yfir heims- höfin, geta flugvélarnar flutt fleiri farþega og meiri farangur. og um leið verður flugið ódýr- ara. En það þýðir hins vegar, að alltaf verður að vera mikið af birgðum við völlinn fyrir flug- vélarnar. Hver flugvél, sem þangað kemur, tekur meiri eða minni birgðir. Það þarf því mjög mikið starfslið við birgða- deild vallarins eina saman, eins og allar hinar deildirnar. Sumir þeirra eru sérfræðingar, sem hafa mikla æfingu í að fara með olíur og hina risavöxnu “tanka,” sem tilheyra vellinum, en aðrir, sem við þetta vinna, eru verka- menn. Lýsing vallarins og viðhald. Vegna hinnar mifclu úrkomu, sem er yfirleitt á þeim stöðvum, sem völlurinn er á. er viðhald vallarins vinnufrekt. Komið hefur verið upp grjótnámu mik- illi við völlinn. Er þar malað grjót og haft tilbúið annað það efni, sem þarf til að endurbæta malbikslagið á vellinum. Hvergi má vera hola eða misfella svo Á öllum bæjum gægðust and- lit úr gluggunum. Niður við verzlunarhúsin og uppi undir Stakagerði voru krakkar og þó með einhvern einkennilegan eft- irvæntingarglampa í augunum. Heima fyrir og úti við stundaði fólkið vinnu sína sem áður, og þó var eins og það lægi í loftinu, að það væri að bíða eftir ein- hverju og væri bgeði óþreyju- fult og hlakkandi í senn. Svo var eins og ósýnilegri blæju væri svift af fólkinu og húsunum og sjálfum björgunum í kring, stúlkurnar I gluggunum kinkuðu kolli og brostu og sneru sér að þeim ^.sem inni sátu, og krakkarnir skríktu og hlupu á bak við kofana og inn miili hús- anna og gægðust syo verlega og broshýr úr fylgsnum sínum. En niður á milli húsanna komu gang- andi tveir prúðbúnir menn og fóru hægt og voru virðulegir og embættismanalegir ó svipinn. Þar fóru hreppstjórarnir tveir og buðu til brúðkaupsveizlu í Vest- mannaeyjum. Segja má, að aðal mannfagn- aðir eyjaskeggja fyrir rúmum sextíu árum sáðan, hafi verið brúðkaupsveizlur, enda mikið í þær borið á þeirra tíma mæli- kvarða, en lítið um skemtanir að öðru leyti. Undirbúningur var mikill. Voru veizlurnar tíðast haldnar að hausti þegar slátrun var lok- ið, og veizlugestir þá sjaldan færri en 100 en oft hátt á annað bundrað. Pólksfjöldi var þá í Vestmannaeyjum vart meiri en 450 manns og þannig ekki ósjald- an þriðja hverjum manni boðið. Veizlustaðurinn var venjuleg- ast þar sem nú heitir Kumbaldi. Voru þetta tvö hús, norður hús- ið fyrir þurran fisk en í þvá syðra geymdur blautfiskur að nokkru nemi á rennibrautunum. Slíkt getur orsakað óhöpp og jafnvel stórslys. Nauðsynlegt er að hafa full- komna lýsingu á vellinum fyrir þær flugvélar, sem koma og fara að næturlagi. Er völlurinn að nokkru leyti lýstur með ljósum á jörðu, en auk þess með mjög sterkum kastljósum. Þarf að sjálfsögðu sérfræðinga við kast- ljósin. Ferðamannaþjónustan. Enn er ótalinn mjög mikil- vægur þáttur í starfrækslu flug- vallarins, en það er sú almenna þjónusta; sem nauðsynleg er fyrir ferðamenn, er þangað koma á öllum tímum sólarhringsins. Sú þjónusta er mannfrek og xrefst mikils tilkostnaðar, ef hún á að vera viðunandi. Skal ekki farið lengðra út í þá sálma að sinni. Það ætti hinsvegar öllum að vera ljóst af þeim atriðum, sem hér hefur verið drepið lauslega á að framan, að hin mikla flug- höfn við Keflavík er ekkert venjulegt fyrirtæki á íslenzkan mælikvarða og þótt víðar væri leitað. Það er haft eftir manni, sem mjög var kunnugur rekstri vallarins, að ekki væri unnt að reka völlinn, svo í lagi væri á friðartímum, með minna en 600 til 700 manns. Það mun láta nærri, að svo sé. Flest af þess- um mönnum eru sérfræðingar í sinni grein. Að sjálfsögðu verð- ur svo að vera. Það má hvergi vera veila í hinu stórfenglega flugvallarbákni, ef það á að geta verið hlutverki sínu vaxið í framtíðinni, að vera eins konar vegamót Atlantshafsins. — Samvinnan. vetrarlag i. Var allur fiskur kom- inn úr húsunum þegar veizlan var haldin, hafði verið sendur út í júlí eða ágúst og þá einkum til Spánar, en veizlan var í nyrðra húsinu. Undirbúningurinn Aðal framkvæmdamenn um allan undirbúning voru hrepp- stjórarnir tveir. Fengu þeir hjá brúðhjónunum lista yfir boðs- gestina og fóru síðan báðir út saman og buðu í veizluna. Var þetta að vonum mjög hátíðleg og spennandi stund, og voru stund- um njósnarar á hælum þeirra, einkum krakkar, til að sjá hvert farið væri og hverjum boðið. En á þessum húsvitjunum sínum fóru hreppstjórarnir með mikl- um hátíðleik^ börðu sín kristi- legu þrjú högg og höfðu smó formála fyrir erindi sínu. Brúðkaupsdagurinn Og svo rann upp dagurinn langþráði. Veizlugestirnir fóru snemma á fætur, klæddust spari- fötunum og héldu niður í veizlu- sal kl. 10 um morguninn. Var þar drukkið kaffi með lummum, en þeir, sem vildu, fengu brenni- vín útí. Undir hádegi var haldið til kirkju og voru í þeim hóp að- eins boðsgestir. Hjónavígslan var hátíðleg — löng og íburðar- mikil ræða hjá presti — en að henni lokinni hélt hver heim til sín stutta stund. Konur að líta eftir krökkum, því löng hátíð fór í hönd. Að þessu hléi loknu, söfnuð- ust boðsgestir á veizlustað. Mat- urinn var soðinn austur í bræðslu húsum, þar sem lifrabræðsla hafði farið fram, og voru til þess fengnar sérstakar eldabuskur. Veizlumatur var venjulega hrísgrjóna- rúsínugrautur og steik. — Báru karlmenn hann í syðra húsið í stórum pottum og öðrum matarílátum, en þar tóku búrkonur við. Að því loknu var maturinn borinn í veizlusalinn og stóðu fyrir því hreppstjórarnir. I veizlusal voru langborð í miðjum hluta hússins, en fyrir gafli háborðið svokallaða. Sátu þar brúðhjón í miðju og prestur við hlið brúðurinnar, en hinum megin oft sýslumenn og annar háaðall. Var þar vandað til sem föng voru á með borðábreiður og borðbúnað allan, en í almenn- ingnurn var ekki ósjaldan mis- brestasamt hvað áhöld snerti, og þótti engin niðrun af, að stínga því að mönnum, um leið og þeim var boðið, að hafa með sér sjálfskeiðing og spón. En börðbúnaður mestur eða allur var lánaður. Grautarrétturinn í almenn- ingnum var stundum borinn fram í stórum skálum og voru þá tveir eða þrír menn um sömu skálina. Þegar fólk var tilbúið að borða var sunginn borðsálmur og hóf presturinn sönginn, en að því loknu gekk annar hreppstjór- inn fram og bað fólk að njóta matar og hafði þar til sérstaka formúlu, sem nú mun að mestu leyti gleymd. Heyrðist þá glam- ur I áhöldum og gengu menn ó- hræddir að hátíðamatnum. Þegar máltíð var lokið; var stundum borinn inn desert, lag- kaka, en sá var ljóðurinn á; að sá réttur gekk aðeins á háborðið. Nutu heldri menn kökunnar með góðri lyst, en þeir við lágborðið létu sér þetta vel líka og þótti mannamunurinn, ef ekki sjálf- sagður, þá að minsta kosti vel skiljanlegur, því nógu dýr var maturinn, þó ekki væri farið að veita öllum gestunum þetta dýr- indis sælgæti. En krakkarnir gutu hornauga til mæðra sinna, þeirra, er við háborðið sátu, og seildust laumulega eftir köku- sneiðinni, sem ekki ósjaldan féll í þeirra hlut. Áður en staðið var upp frá borðum, var venjulega sungið vers, og að því loknu gekk ann- ar hreppstjóranna fram á ný og sagði hátíðinni slitið og að nú tækju við veitingar og dans. Voru þá matborð öll upp tekin og bekkjum raðað við veggina, en með einum gaflinum var sett borð. Dansinn og drykkjan Að þessum undirbúningi lokn- um og þegar allt var tilbúið, voru bornar fram skálar; sem ætlað- ar voru undir púnsið sem kallað var, sem næstum undantekning- arlaust var rom-púns. Komu þar hreppstjórarnir enn við sög- una, því þeir blönduðu púnsið, og með þeim styrkleika, sem þeim þótti heppilegastur og best til hlíða. Jafnframt voru settir fram bollar við almenningsborð- ið (vesturendann), en við há- borðið bjuggu menn sér sjálfir til púnsblönduna og drukku úr glösum. Söngur heyrðist brátt úr horn- um. Bakkus fór að láta til sín taka — sem oft var heldur fyr í vesturendanum — og losnaði um málbeinið hjá mönnum. En er alt þetta var komið í fastar skorður,. var hafinn dansinn. Kunnu þó yfir höfuð fáir að dansa, en þó fleiri karlmenn en kvenmenn. Dansgólfið hefði þótt erfitt nú á dögum. Borðin náðu ekki saman og var um þumlungs- breidd á milli þeirra. En þarna varð að fara yfir, og aldrei urðu slys og sjaldan byltur, enda Vestmannaeyingar mörgu vanir. Þó var þetta erfið vinna og draup svitinn af dönsurunum, og fyrir kom, að þeir, sem mest lögðu á sig og duglegastir voru dans- mennirnir, köstuðu jökkunum og dönsuðu á nærklæðunum. En óvíst er, hvort hér var um skyldurækni eða eintóman á- huga að ræða. Eftir að dansinn hafði staðið nokkra stund, komu óboðnir gestir fram á sjónarsviðið. Þetta voru bæjarbúar, sem ekki hafði verið boðið, og komu þeir til þess að horfa á dansinn. Þessir óboðnu gestir námu staðar utan dyra^ stóðu þar í hálfhring og horfðu á dansinn. En eftir því sem leið á nóttina, sveigðist hringurinn inn, og var sá end- irinn á, að þeir óboðnu — og þó velkomnu — voru komnir inn fyrir dyrnar og stóðu þar. Brúðkaupsveizlur stóðu fram undir morgun og var mikill gleð- skapur og mikið sungið og end- uðu þær oft í töluverðu fylliríi. En að veizlunni lokinni, voru brúðhjónum færðar brúðargjaf- ir, sem næstum altaf voru pen- ingar. Sumir sendu þó gjafir sínar daginn eftir. Og svo tók við vinnan og fá- breytnin á ný. Lesbók Mbl. Ást er auður. Þau höfðu verið fremur fálát um sinn hvort við annað, en nú var sáttadagurinn kominn og þau föðmuðust. “Ó, Arthur!” sagði hún. “Get- urðu fyrirgefið mér hvað eg hefi verið vond við þig upp á síð- kastið?” ‘Vitanlega, elsku tryppið mitt!’ sagði Arthur. “Eg er ekkert reið- ur við þig. Eg hefi sparað 140 krónur þennan tíma, sem við höfum verið saupsátt.” * — Hann afi minn féll fyrir sverði við Waterloo. — Hann afi minn féll fyrir byssukúlu í Boulogneskóginum. — Og hann afi minn féll fyrir sígaunastelpu í Búdapest.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.