Lögberg - 16.05.1946, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.05.1946, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. MAÍ, 1946 Margrét Werner Honum var óljúft að hugsa um það; það gerði hann alveg ruglaðann að hugsa um það. Það var auðvitað ekki lengi sem hann hafði kynnst henni, en hon- um fanst nú eins og hún væri orðin hluti af honum sjálfum; hann vissi ekki hvernig það hafði orðið. Hann gat ekki hugsað sér, að hann gæti verið án henn- ar. Hanji tók milt í hendur hennar. “Svo þú vilt ekki missa mig, Mar- grét?” sagði hann í mildum róm. “Nei,” sagði hún og grét beisklega. Vesalings Ralph, hefði hann verið hygginn, hefði hann hraðað sér sem fyrst burt frá henni, en í þess stað beygði hann sig ofan að henni og kysti tárin af kinnum hennar, og tók hana í faðm sér. ^ “Gráttu eklci, Margrét,” hvíslaði hann; “Við skulum ekki missa hvort af öðru. Eg elska þig, og þú skalt verða konan mín.” Svo sem einu augnabliki áður en hann sagði þetta, hafði honum ekki komið til hugar að segja neitt slíkt. Síðan fanst honum að það hefði verið annars mánns málrómur sem hafði sagt það. “Konan þín‘” hrópaði hún og horfði undrandi á hann. “Æ, nei. Þú ert svo elskulegur og góður, eir það gæti ekki komið fyrir.” “Hversvegna ekki?” spurði hann. “Vegna þess að þú ert svo óendan- lega háttsettari í mannfélaginu en eg.” svaraði hún. “Eg og foreldrar mínir er- um bara þjónustufólk, í þjónustu for- eldra þinna. Við erum svo ólík að upp- eldi og mentun; eg verð að reyna að gleyma þér,” sagði hún, kjökrandi, “eg verð að sundurmerja hjarta mitt til þess.” Hún hefði ekki getað snert til finning- ar Ralphs, meir en hún gerði. Hann sagði nú svo margt sem gerði hana alveg forviða. Jöfnuður og bræðralag, það var hið eina sanna og rétta, það var sannfæring hans; hann elskaði hana og ságði margt fleira til þess að sýna henni frama, að það væri ekki svo mikið bil á millum þeirra se mhún ímyndaði sér. Hún hefði 'ekki getað snert tilfinn- ingar Ralph’s meir en hún geði. Hann sagði nú svo margt sem gerði hana al- veg forviða. Jöfnuður og bræðralag, það var hið eina sanna og rétta, það var sannfæring hans; hann elskaði hana, og sagði margt fleira til þess að sýna henni framá, að það væri ekki svo mik- ið bil á millum þeirra sem hún ímynd- aði sér. “Þú mátt aldrei ímynda þér það, Mar- grét,” sagði hann með hita og ákafa æskumannsins. “Þú getur vel staöið við hlið drottningarinnar í hásæti sínu, þú er fríð og einlæg, göfug og góð. Hvað er drottningin meira?” “Drottningin veit meira,” kjökraði hún. “Eg veit svo ósköp lítið.” “Eg skal kenna þér,” svaraði hann. “b, Margrét, þú veizt nóg, þú átt fall- egar hugsaniþ sem þú birtir með fögr- um orðum. Farðu ekki frá mér; segðu að þú elskir mig og viljir verða konan mín. Eg elska þig, Margrét, gerðu mig ekki vansælann!” “Eg vildi ekki gera þig vansælan,” svaraði hún. “Þú vilt að eg elski þig! — ó, þú veizt ekki að eg elska þig. Ef þú vilt að eg fari burt og gleymi þér, skal eg gera það.” En hugsunin um það kom aftur tár- unum fram í augun á henni. Hún leit svo aumkunarlega út, þar sem hún stóð, milli vonar og ótta, svo hamingjusöm, en þó svo sorglega óviss um, hvort Ralph litist nú eins vel á sig og áður. “Kæra Margrét,” sagði hann, “þú elskar mig, eg sé það í augum þínum, þó þú segir það ekki með vörunum, viltu verða konan mín? Eg get ekki lifað án þín.” Það var aðdáanlegt að sjá þann barnslega fögnuð sem ljómaði af and- liti Margrétar við þessa spurningu. Hann laut höfði sínu að henni, og heyrði hana hvísla í veikum, en mildum róm. “Þú skalt aldrei þurfa að iðrast þess, að þú trúir mér fyrir þér, Margrét,” sagði hann sjálfstæðislega, en hún greip framí fyrir honum. “Hvað mun lávarður Cuming segja?” spurði hún, og Ralph hrökk skyndilega við við þessa spurningu. “Faðir minn getur ekki sagt neitt um það,” svaraði hann. “Eg er orðinn nógu gamall til að ráða mér sjálfur, og kjósa það sem mér þykir bezt, auk þess er þetta frjálst land. Eg skal fara með þig til hans, og segja honum að þú haf- ir lofað mér því að verða konan min. Gráttu ekki, Margrét. Við verðum ham- ingjusöm!” Hann trúði í allri einlægni því sem hann sagði. Hann gat ekki hugsað um annað en Margréti — andlits-fríðleik hennar, og látlausu framkomu, og hina óduldu ást hennar á sér. Það er ein- ungis ein afsökun fyrir hann. Hann var ungur, og þetta var fyrsta sinn sem hann hafði orðið ástfanginn. En þrátt fyrir hrifningu hans, stærilætis og sjálfræðis tilfinningu, hugsaði hann þó mikið um hvernig hann ætti að koma orðum að því að segja föður sínum frá því, að hann hefði lofast til að giftast dóttir dyravarðarins. Það greip hann ótti er hann hugsaöi til þess, og honum fanst sem kalt vatn rynni ofan eftir bak- inu á sér. Það liðu fjórir dagar, þar til faðir hans kom heim. Það var fagur júlí mánaðar dagur. — Þau voru bæði svo ung og áhyggjulaus. Margrét mætti honum við ána, dða út i grænum listi skógin- um. Þau töluðu bara um ást sína, og ekkert annað. Ralph þreyttist aldrei á að horfa á hana, og hún að horfa á hann og tjá honum hve heitt hún elskaði hann. Hebert lávarður skrifaði syni sínum að hann kæmi heim næsta fimtudag, og að þau kæmi með indæla gesti með sér. “Það verður ekki tækifæri fyrir mig á meðan gestirnir eru hér, að segja föður mínum frá áformi okkar,” sagði Ralph, “svo við verðum fyrst um sinn að halda áformi okkar leyndu; og þú mátt ekki minnast á það við föður þinn, fyr en eg er búinn að tala um það við föður minn.” Þau fastsettu því að halda trúlofun sinni alveg leyndri, þar til gestirnir væru farnir aftur frá Elmwood. Þó ætluðu þau að hittast tvisvar á dag -— snemma á morgnana, áður döggin væri þornuð af grasinu, og á kvöidin, þegar gestirnir væru að skemta sér. Ralph fann til sektar-vitundar er faðir hans var að aumka hann fyrir að hafa verið einn heima þessar tvær vik- ur! Hann hafði ekki verið einn; þessar tvær vikur tlðu allt of fljótt, að honum fanst. Hversu margbreytilegur forlaga grundvöllur hafði ekki varið lagður á þessum stutta tíma! Hann hafði ekki tækifæri til að tala við föður sinn um fyrirætlun sína, því gestirnir sem komu með föður hans frá Pine Hall, voru stórhöfðingjar, svo allt laut að því að gera veru þeirra þar eins ánægjulega og mögulegt var. Lafði Cuming sá að stór breyting hafði orðið á syni sínum. Hún hélt að hann væri mestan tíman úti, og skifti sér ekki af gestunum. Hún spurði hann hvort hann færi mikið kring, til að skoða blóm og plöntur, því hún hélt að hann væri farinn að læra grasa og jurtafræði. Svo var annað sem hún veitti eftirtekt, sem var, að hann var svo rjóður í and- litinu. Hún skildi ekki af hverju það stafaði. En síðar fékk hún að vita hver var orsökin til þess. Það er hugsanlegt, ef Ralph hefði getað verið eins mikið og hann þráði, á þeim tíma. hjá Margréti, að augu hans hefðu opnast fyrir því hvað hann væri að áforma, og engin ógæfa hefði hlotist af því, en það, að hann varð að stelast til funda við hana, var eitthvað æsandi og eftirsóknarvert fyrir hann. Á þess- um stuttu samfundum hafði hann að- eins tíma til að hugsa um hvað mikið Margrét elskaði sig — hann hafði ekki tíma til að kynnast henni svo, að hann gæti lært að þekkja hæfileikaskort hennar. Hann var hrifinn af blíðu henn- ar og yndisleik. Hann hafði aldrei tal- að við hana um hinn mikla stétta mun, sem var milli þeirra, ef til vill vegna þess, að hann hefur ímyndað sér að hún gæti ekki skilið það. Eftir nokkra daga dvöl fóru gestirn- ir aftur frá Elmwood, en Ralph var ekki búinn að segja föður sínum frá leyndar- máli sínu. Það var ýmislegt sem tafði fyrir því. Einn dag er hann var á gangi með föður sínum mættu þeir föður Margrét- ar. Það var ungur maður með honum; þeir voru í alvarlegri samræðu, svo þeir heyrðu ekki lávarðinn og son hans koma. Ralph heyrði hinn unga mann segja, hvað eftir annað: “Þú verður að gefa mér dóttir þína, Mr. Werner, og eg skal ábyrgjast að gera hana ham- ingjusama.” Ralph leit snöggt við, til að sjá þann sem talaði. Hann leit út fyrir að vera efnaður bóndi, með rólegt og góðmann- legt andlit, og hinn virðulegasti maður. — Hann var að biðja Margrétar — Margrétar hans — Nei, hún átti að verða konan hans, og búa á Elmwood. Hannn gat varla haldið tilfinningum sínum í skefjum, hann var óþolinmóð- ur, og fanst sem dagurinn ætlaði aldrei að líða að kvöldi, þar til hann kæmist til hennar. Er gengið var frá kvöldverði, settist lávarður Cuming og Sir Thomas Tott- enham í hliðar herbergi, og fóru að drekka Rínar vín, en lafði Cuming sat eftir í gestastofunni, og las í bók. Ralph hraðaði sér út og að læknum þar sem þau voru vön að finnast. Margrét var komin þangað á undan honum. Hann sá að hún var að gráta. Hún vildi ekki segja honum hvað það væri sem hún væri að gráta úaf, en eftir litla stund fór hún að segja honum harma sögu sína, sem kom Ralph til að taka skjóta ákvörðun. Gregory Thomson hafði talað við föður hennar, og beðið hennar. Hún hafði neitað honum, en foreldrum hennar mislíkaði það mjög, og móðir hennar fór að gráta, en faðir hennar varð reiður, og hafði sagt, að hún yrði að hlýða sér. “Hann á stórt bú,” sagði Margrét, með þungum ekka. “Hann sagði að eg gæti verið sem ríkismanns kona, og þyrfti ekkert að vinna. Hann sagðist skyldi vera umhyggjusamur um for- eldra mína, og sjá til með þeim ef þau þyrftu með; en eg elska hann ekki,” sagði hún. Hún greip með báðum höndum, eins og í krampakendu æði, um handlegg hans, og sagði kjökrandi; “eg elska hann ekki, eg elska þig‘” Hann laut ofan að henni og kysti herinar tárvota andlit; það var eins og hann fyltist nýjum hetjumóð við síð- ustu orðin hennar. “Þú skalt verða konan mín, Margrét,” sagði hann ákveðinn, “en ekki hans. Strax í kvöld skal eg tala við föður minn, og biðja hann um samþykki sitt til þess að við megum giftast. Eg veit að móður minni muni líka þú, hún er svo góð og mild við alla. Vertu ekki hrædd, kæra Margrét; hvorki Gregory Thomson, né neinn annra skal taka þig frá mér.” Hún varð strax rólegri, því hún hafði alveg takmarkalaust traust á Ralph Cuming. “Nú skaltu fara heim,” sagði hann, “og á morgun skal faðir minn fá að sjá þig. Gráttu nú ekki meira, Margrét — í kvöld verða áhyggjur okkar búnar.” Hann fylgdi henni áleiðis, og gekk svo heim, hughraustur og vongóður, þó hann gæti ekki varist því að hugsa með sjálfum sér: Eg er í frjálsu landi.” Hann meinti, að hann gæti gert eins og hon- um sjálfum líkaði bezt; en þrátt fyrir þessa hugsun, hafði hann mikinn hjart- slátt, þegar hann gekk inn í samkvæm- is salinn, og sá foreldra sína sitja þar. Þau litu bæði brpsandi á hann er hann kom inn; þau vissu ekki að hann, einka sonurinn sinn, erfinginn ag Elmwood, væri kominn til að biðja sig um sam- þykki sitt, til að mega giftast dóttur dyravarðarins. V. KAFLI Ralph hafði óbilandi kjark — engin ung hetja hefur nokkurntíma tekið brostnum vonum með meira hugrekki en hann sýndi við þennan samfund við foreldra sína, sem hefði verið nóg til að buga hvern meðal mann. “Þú hefur verið úti í kvöld,” sagði móðir hans. “Thomas Trottenham beiddi mig að skila kveðju til þín. Það er eins og listi- garðurinn hafi eitthvert undra aðdrátt- arafl fyrir þig; þú hlýtur að hafa geng- ið hart, þú ert svo rjóður í andlitinu.” Hann sagði ekkert, en hraðaði sér til móður sinnar og kysti á hendur hennar. “Eg er kominn til að segja ykkur nokkuð,” sagði hann, ofurlítið hikandi. “Faðir minn, viltu hlusta á mig? Eg er kominn til að biðja um leyfi og samþykki þitt til að meiga giftast Margréti Wern- er, einni hinni fríðustu og göfugustu stúlku í landinu.” Það var engin veikl- un í málróm hans né framkomu. Lávarð- urinnn leit á hann, alveg forviða af undrun. “Giftast Margréti Werner?” sagði hann. “Hver er þessi Margrét Werner?” “Dóttir dyravarðarins hérna,” svar- aði Ralph einarðlega; “Eg elska hana, faðir minn, og hún elskar mig.” Hann varð dálítið hvumsa við, en faðir hans fór að skelli hlæja, en svar- aði engu. Hann hafði búist við upp- hlaupi og stóryrðum, kannske hótunum og skömmum; öllu öðru en þessari und- irtekt, undir beiðni sína. “Það getur ekki verið alvara þín, Ralph,” sagði móðir hans, og brosti til hans. “Jú, eg meina það í fullri alvöru,” svaraði hann, “og það í svo mikilli al- vöru, að eg vil gefa allt sem eg á í þess- um heimi, og líf mitt, fyrir Margréti.” Nú hætti Herbert lávarður að hlæja, og leit alvarlega á andlit sonar síns. “Nei, það er ómögulegt að þú meinir það, þú getur ekki látið þér detta í hug að biðja móðir þína að taka á móti dótt- ir hliðvarðarins á þetta heimili, sem tengdadóttur sinni. Þetta er ófagur leikur, Ralph.” “Það er enginn leikur,” svaraði Ralph. “Við, af Cuming ættinni, erum æfinlega ákveðin og einlæg. Eg hef lofast til að giftast Margréti Werner, og með þínu leyfi ætla eg að halda það loforð mitt.” Það brá fyrir reiði svip á andliti lá- varðarins, en hann hefti reiði sína. “Hvort sem er,” syaraði hann rólega, “ertu of ungur til að hugsa um giftingu. Jafnvel þó þú hefðir valið þér hertoga- dóttir, mundi eg, sem stendur, ekki sam- þykkja giftingu þína.” “Eftir tvo mánuði verð eg tuttugu ára gamall,” sagði Ralph, “og eg er viljug- ur að bíða þangað til.” Móðir hans lagði sínar fínu og mjúku hendur á axlir syni sínum, og sagði með allri sinni blíðu og góðvild: “EUsku Ralph minn, ertu alveg búinn að missa vitið? Segðu mér hver Margrét Werner er?” Hún sá að tárin komu í augu hans, hans fríða unga og góðmannlega andlit hrærðu hjarta hennar. “Segðu mqr hver hún er. Hvar hefurðu séð hana? Hvern- ig lítur hún út?” “Hún er svo falleg og fríð, móðir mín, að eg er viss um að þér geðjast vel að henni,” sagði hann. “Hún er ekki ein- ungis fríð, heldur er hún svo kurteis og einlæg. Eg mætti henni fyrst niðri í aldingarðinum fyrir nokkru síðan, og síðan hef eg mætt hennni á hverjum degi.” Lávarðurinn og lafðin, litu ergislega hvort til annars, sem Ralph veitti nána eftirtekt. “Því hefurðu ekki sagt okkur þetta áður?” spurði faðir hans grémjulega. “Eg spurði hana meðan þú varst í burtu, hvort hún vildi verða konan mín,” svaraði Ralph. “Hún lofaði mér því, og eg hef bara beðið þess að gestirnir færu, svo eg gæti snúið mér til þín, og sagt þér frá því, eins og eg líka gerði.” “Er það vegAa þess, að vera hjá Mar- gréti Werner, að þú hefur verið svo mikið úti?” spurði móðir hans. “Já, eg gat ekki látið nokkurn dag h;ða svo, að eg sæi hana ekk'i; það hefði verið fyrir mig sem sólarlaus dagur,” svaraði hann. “Veit nokkur annar um þessa vit- leysu þína?” spurði lávarðurinn, í bitr- um róm. “Nei, það geturðu verið viss um, fað- fr minn. “Eg vildi segja þér frá því áður en eg léti nokkurn vita um það,” varaði Ralph. Foreldrin sátu þegjandi, með ólundar- svip, sár reið og undrandi yfir tiltæki sonar síns, þó þau á sama tíma dáðust að hans heiðarlegu framkomu, hug- rekki og sannsögli. Þau vissu bæði, að margir synir hefðu haldið svona ástar æfintýri leyndu fyrir foreldrum sínum. Þau dáðu og virtu hans drengilegu og falslausu einlægni, en þau hörmuðu bæði þessa heimskulegu fyrirætlun hans. “Segðu okkur alla söguna um þessi ástamál þín,” sagði lávarðurinn. Ralph sagði þeim allt um það, án þess að fella úr eitt einasta orð af sam- tali þeirra. Þrátt fyrir það að þeim var gremja í hug, gátu þau ekki varist því að brosa — það var svo fögur ásta- saga — svo rómantísk, alltsaman sól- skin, bros, tár og blómstur. Lávarður- ínn sat þegjandi og hlýddi á, og stund- um brá fyrir á andliti hans mildari blm> og að síðustu lagði hann hendina á herð- ar syni sinum og sagði:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.