Lögberg - 27.06.1946, Blaðsíða 2

Lögberg - 27.06.1946, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ, 1946 Frá Kvöldvökujélaginu “Nemo” á Gimli Æfintýrið á landamaerum Argentínu lýðríkisins í Suður Ameríku Ejtir W. S. Parjett Eftir nokkurra mánaða dvöl í efri fylkjunum í Argentinska lýðríkinu í Suður Ameríku — segir höfndurinn, enskur verk- fræðingur — komst eg í lok marz mánaðar til bæjarins Rós- ario, sem er höfuðbærinn í Santa Fé fylkinu, þar ætlaði eg að nema staðar meðan eg biði eftir bréf- um frá Norður álfunni. Bær þessi stendur við Parana ána, og stofnaður af Spánverj- um 1725, og hafði litla þýðingu til 1852, er skipaferðin óx eftir ánni er flutti innflytjendur frá Norðurálfunni. Á þeim árum urðu gufuskip mjög almenn, og gerðist Rósario uppgangs bær og mestur verzlunarstaður á bökk- um Parana árinnar, og nú þegar þetta er skrifað eru þar 16’—20,000 íbúar. Þar safnast saman fjöldi innflytjenda til þess að fá flutn- ing með Central Argentisku járnbrautinni sem nú er ný opn- uð til skozku nýlendunnar við Fraila Muerto. Eg hafði haldið þar til aðeins í tvo daga þegar Franskur maður, Mr. Maustier að nafni, heimsótti mig, hafði hann meðmælingar- bréf frá einum vina minna í Bue- nos Ayres; hann var ungur að aldri og af góðum ættum, en vegna stjórnmála, hafði hann verið knúður til að fara úr landi og leita sér bústaðar í Argent- ínu lýðríkinu; þegar hann kom til Buenos Ayres, var honum ráðið til að gerast hjarðmaður, og með það í huga hafði hann keypt hjarðbýli með góðu verði, er var dönsk ferhyrnismíla að ummáli, með húsi úr sólþurkuð- um leir, fáeinar mílur frá baén- um Rio Querta, við samnefnda á, en þessi eign hafði stöðugt verið í hættu fyrir árásum Ind- íána. Þetta var nú öllum kunn- ugt, en af auðskildum ástæðum hafði eigandinn ekki séð sig knúðann til að geta þess við söl- una. En þó varð maður til að segja þessum nýja eiganda frá vandkvæðum þeim' er eignin var undirorpin, og ráðlagði honum að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá þessari nýju eignarjörð sinni, og láta fénaðinn eiga sig þar til að stjórnin hafði sent herdeild þangað, sem búist var við; en þegar hann heyrði að Mr. Mou- stier var ákveðinn í að flytja þangað, réði hann honum til að fá aðstoð mína, sem öllu ástandi í landinu var kunnugur. Þessi franski maður sem skýrði mér frá þessu var ungur maður um þrítugt, einlægur á svip og fjörlegur, og að lokinni sögunni, og eftir að hann hafði sýnt mér uppdráttinn þar sem bújörðin var merkt, fékk eg svo mikið traust til hans, eins og eg hefði kynnst honum í mörg ár. Þegar eg svo hafði hugsað mál þetta, fór eg fram á að hann hætti við ferð þessa, af því mér var kunnugt að Indíánarnir höfðu sézt mannmargir þar í nágrenn- inu, þá litlu áður við Traila Mú- erto, en þaðan voru 40 mílur út til landeignarinnar, og frá einu hjarðbýlinu (Estansia) þar sem eg hafði verið, höfðu þeir, þá fyrir litlu síðan, rænt öllum kvikfénaðinum. En — allt fyrir þetta sat hann fastur við sinn keyp, svo eg komst ekki undan að bjóða honum fylgd mína út til Traila Muerto, en þaðan var dagleið út að hjarðbýlinu. Hann tók*boðinu fegins hendi og not- uðum við daginn tíl að búa okk- ur imdir ferðína. í stað þess sem greiðviknir menn og velviljaðir í Buenos Ayres, höfðu útvegað honum, svo sem yfirhöfn. ábreið- ur, hatta, byssur m. m., keypti eg handa honum valdar skamm- byssur, hnakk góðann, með til- heyrandi beyzli, ábreiðu, skamm- byssu-belti og peninga-, veiði- hníf, skotfæri o. s. frv., og sama fyrir mig, svo við gætum lagt af stað morguninn eftir. Um kvöldið, er eg var sofnað- ur, vaknaði eg við skammbyssu skot, og fylgdu því óp og óhljóð; eg sveipaði að mér einhverjum fötum og flýtti mér ásamt Mr. Moustier upp á flatt húsþakið, voru þar komnir fleiri húsbúar; gat þá að líta þaðan ákafann bar- daga á strætinu milli drukkinna íra og Gauchora utan af sléttun- um. Þeir síðarnefndu beyttu löngum sveðjum, og höfðu þá drepið einn írann, og saset aðra, en er írarnir sáu að hér var um alvörumál að ræða, fóru áhrif vínsins að smá fjara, og þeir að verða markvissari með skamm- byssunum. Tveir féllu af Gouch- oerum, en fleiri særðust, og af- gangurinn lagði á flótta. Þegar hér var komið kom lögreglan og handtóku tvo sem höfðu verið áhorfendur, en engann þátt höfðu tekið í róstunni, og báru þá dauðu og særðu burtu. Þessi hreða virtist engin áhrif hafa á bæjarmenn; þeir voru slíkum atburðum vanir. Morguninn eft- ir lögðum við upp í ferðina til Fraila Muerto. Central Argentina járnbraut- in, sem innan lítils tíma verður lengsta brautin í Suður Amer- íku, byrjar í Rosarió. Árið 1868 var hún fullgerð til Villa Nuea, en er nú komin til Cordova, og fyrirhugað að hún liggi yfir And- es fjöllin til Copaipo í Chili. Brautin er einföld og hvílir ekki á þverbitum, heldur eru teinarn- ir festir á steyptar stálplötur, sem flestar eru lagðar á jörðina; vagnarnir eru gerðir eftir Banda- ríkskri fyrirmynd með dyrum á báðum endum, er liggja út á pall með grindum í kring; þar heldur vagnstjórinn til, svo hann geti litið eftir hemlunum, en framan á dráttarvélunum er “kúaskör.” Við fórum fram hjá stórum bændabýlum, þar næst var hald ig út á Santa Fé slétturnar. Lest in öslar með litlu millibili gegn- um villihjarðir nauta og hesta, og virtust þau óttalaus, sem þó var ólíklegt, svo þegar við nálg- uðumst Cordova fylkið rékust- um við á hópa af strútum og rá- dýrum, og á síðustu 4—5 mílun- um til Traila Muerto, lá brautin í gegnum runna af Algoroba, Tala Quebracho og öðrum trjá tegundum, sem allir iðuðu af fuglum á öllum stærðum og lit- itn, frá örninni til Kolibria fugla. Klukkan 4% komum við svo á leiðar enda og þar á brautar- stöðinni beið okkar miðdegis- verður. Járnbrautarstöðin var V\ úr mílu frá bænum; þar leigðum við okkur vagn til að flytja á farangur okkar. Vegurinn lá yfir brosandi grassléttu, stráða smáviðarrunnum, og þess á mill- um stærri trjáa þyrpingum of- an til árinnar Tercera, sem er þar mjög straumhörð; upptök hennar eru í Kordilla fjöllunum nálægt Cordova, þá leggur hún leið sína til þess hún kemur miðja vegu milli bæjanna Rós- ario og Parana, og fellur þá í ána Parana. Þar er hengibrú úr jámi; þegar komið er yfir hana, er maður kominn til bæjarins Fraila Muerto, hafði iþetta fyrr- um verið bær índíána, en nafn- ið þýðir: “dauður munkur,”, dregið af því að þar höfðu Ind- íánarnir drepið munk tilheyr- andi Jesúíta reglunni, sem þang- að var sendur til þess að snúa þeim til kristni, svo seinna þeg- ar Spánverjar voru orðnir nógu liðsterkir, og brutust lengra inn í landið, tóku þeir bæ þenna her- skildi, en Indíánarnir náðu hon- um þó aftur, og gekk svo lengi að ýmsum gekk betur, en að lok- um tókst Spánverjum að búa svo um sig að þeir gátu haldið honum, en fáeinum mánuðum áður en hér er komið sögu, höfðu þó índíánarnir gert áhlaup á bæinn, drepið nokkra íbúana í útjaðri bæjarins og rænt hest- um og nautgripum. Áður en járnbrautin kom, var bærinn ekki annað en fáeinir leirklíndir kofar (ranchos), var hver um sig hringgirtur af 6—7 feta djúpri gröf til varnar gegn Indíánunum sem mjög sjaldan fara af baki hestum sínum, til að ráðast á sjálf húsin er höfðu þenna um- búnað. Nú voru þar bygð vana- leg hús og garðar í kring og margar umbætur aðrar, má þakka þetta dugnaði skozku innflytjendanna. Seinustu árin hefir fjöldi af þeim sezt þar að. Við fengurn ágætar viðtökur á hótelinu (Fonda), sem Itali stjórnar, og kynntumst mörgum þessara Skota, og komst eg ekki hjá að lofa að heimsækja þá áður en við snérum aftur til Buenos Ayres. Af því að við höfðum ætlað að halda áfram daginn eftir, fór eg að spyrjast fyrir um leiðsögumann eður Vaque- ano, og fékk hann bráðlega, en bæði var hann ljótur og fráhrind- andi, og hafði auk þess á sér versta orð; réðu Skotarnir okkur fastlega frá að ráða hann í þjón- ustu okkar, en við áttum ekki á öðrum völ, en svo var óttinn við índíánana mikill, að við ákváð- um að fylgdarmaðurinn kæmi með fimm nesta, og búinn til ferðar morguninn eftir. Um kvöldið skemtum við okkur hjá skozku nýlendu-mönnunum og þar næst settum við ferðarúmin upp úti í garðinum, til þess að vera lausir við 'blóðþyrst skor- kvikindi nokkur, og vöknuðum við fyrstu geisla sólíuinnar morguninn eftir. Við ætluðum, ef mögulegt væri að komast til ensks bónda er hét Mr. Bell, en til hans voru 42 mílur. Leið okkar lá í suðvestur; en að svo miklu leyti sem við komustum næst, var öll leiðin til landeignar Mr. Moustiers um 140 mílur enskar. Veðrið var fagurt um morguninn, loftið svalt og hressandi, og við vor- um svo lánsamir, að á var dálítil gola er dróg úr mesta hitanum um miðjan daginn. Við héldum svo áfram leið okkar hindrunar- laust, til þess um miðjan dag að við komum að dálitlu vatni, uxu þar fáein tré; þar hvíldum við í tvo klukkutíma. Þegar við höfð- um stigið af hestunum, heppt- um við þá, svo við værum ó- hultir fyrir að þeir strykju frá okkur, síðan slepptum við þeim á gras þar skammt frá, svo borð- uðum við og hvíldum okkur. Úr þessum áningarstað sást hvergi skógur, vatn eður hæð á þessari þögulu óbygðu heiði, og sama var seinni hluta dagsins. en um kvöldið komum við til Estanciu (heimili Mr. Bells bónda(. Hvergi sáust takmörk fyrir þessari til- breytingarlausu sléttu, þar sem jafnvel grasstráin sýndust jafn- há, og ekkert minnti á áttir nema manns eigin skuggi og áttavitinn. Það var aðeins tilviljun ef við sáum fáeina strútsfugla og ugl- ur er sátu fyrir dyrum á jarð- göngum sínum, og horfðu til ferða okkar með lygndum augum. Hér er það sama og í Norður Ameríku, að þær búa í sátt og samlyndi við sléttu hundana, Bisachana, eins og þeir eru nefndír hér, og búa saman í hóp- um; eitt slíkt félagsbú tók yfir 1(4 tunnu af landi (tunna er íVt ekra). Við fengum ágætar viðtökur hjá Mr. Bell, og glöddustum við þær góðu frqttir að engin hætta stafaði af Indíánunum, þeir hefðu allir hrokkið yfir ladamærin, er þær fréttir bárust út að her- flokkur yrði gerður út á hendur þeim, en þrátt fyrir það, réði hann okkur til að hafa sterkar gætur á leiðsögumanninum, sem oft hafði verið grunaður um að bera Indíánunum fréttir. Morg- uninn eftir skoðuðum við húsið nánar. Húsið var sem venja var til, bygt úr sólbökuðum leir og girt í kring með torfgarði, og á honum lágu 2 litlar og stuttar kopar fallbyssur (Haubitrer). Bóndi sagði að þær hefðu komið að góðu liði í síðasta áhlaupi Indíánanna. Með því þeir sáu engann mann á ferli, höfðu þeir orðið djarfari og komið nær, en ‘venja þeirra var, til að stela tveimur hestum er hann hafði egnt fyrir þá utan við gröfina, en bóndi hafði hlaðið byssurnar með naglarusli og hleypti a Ind- íánana er þeir voru komnir í skotfæri. Margir menn og hest- ar þeirra höfðu særst illilega og þeir flúið samstundis. Bóndi gerði ráð fyrir að þeir í bráð myndu ekki gera sér nýja árás. Húsinu var skipt í þrjú hólf: Bóndinn svaf á loftinu, en á gólf- voru tvö herbergi, annað var haft fyrir forðabúr og gestaher- bergi þegar á var regn eða ó- friðar von, því annars sváfu ferðamenn undir beru lofti; hitt herbergið sem var til hliðar, hafði áður verið setu og borð- stofa, og var í henni saman rek- ið sterkt borð og fylgdu því 10 stólar, sem allir voru meira og minna skaddaðir, en bættir eftir lands venju með uxahúðum. Gamall skápur stóð í einu horn- inu, í öðru risu upp marghátt- aðir riflar og sumir með byssu- stingum; í þriðja horninu voru allskonar verkfæri Veggirnir voru prýddir litmyndum, og sumar undir gleri og í umgerð- um; þar voru einnig skammbyss- ur, reiðsvipur og sporar. Innan um alla þessa dýrmætu hluti, kom eg auga á nýtt og fallegt gullúr með gagngerða gullfesti. Úrið hafði átt sjóliðsforingi, sem farið hafði út á heiðarnar til að veiða púmur (ljón Suður Am- eríku); á einni slíkri ferð hafði hann verið staddur í skógi nokkr- um, en þá réðist á hann jagúar; honum tókst að bjarga sér heim í 'húsið, en dó af sárum daginn eftir; hafði trékross verið stung- ið ofan í leiðið. Utanundir húsinu var kofi lít- ill, sem bæði var eldhús og heim- ili hjóna, sem voru þar á vist með bónda sem vinnuhjú, hann sem verkamaður úti við, en hún sem matselja; og enn lengra frá hús- inu voru tveir leir kofar; þar voru vinnumennirnir. Kringum öll húsin lág djúpur skurður sem gang planki lág yfir, var hann dreginn af á hverju kvöldi með sólsetri. Utan með skurðinum var svo plöntuð girð- ing úr þyrnóttum kaktus, sem með skurðinum gerði ágæta vörn gegn aðsteðjandi fjand- mönnum. A nóttunum var svo fénaðurinn hafður í afgirtu svæði fast við húsið. I stóru útihúsi voru vinnumennimir að berja mais úr hýði sínu, sem var ný- fluttur heim af akrinum. Hér sýndist allt vera í röð og reglu og efnahagurinn góður, en tilbreytingarleysi hvíldi yfir staðnum, sem 'hlaut að leggjast sem farg á ferðamanninn, en Mr. Bell kvaðst ekkert finna til þess, og ekkert hafa af óyndi að segja. Um miðjan d’aginn kom nágranni og kunningi Mr. Bell, og þegar veiðisögur fóru að berast á góma, stakk hann upp á því að við yrðum kyrrir um daginn, og færum í veiði- ferð til vatns nokkurs ekki langt í burtu, og líkur fyrir að þar mætti veiða púmur. Úr miðjum degi stigum við svo allir f jórir á hestbak og kom- um til þessa ákveðna staðar tveimur tímum fyrir sólsetur. Vatnið var stórt og bárulaust, og lág skógur og kjarr að því öilu megin. Hestarnir voru bundnir í rjóðri í skóginum, en við tróð- um okkur í gegnum undirskóginn tíl þess að við námum staðar á sandfjörunni við vatnið. Urðum við tafarlaust varir við nýstígin spor eftir púmu og þegar við höfðum rannsakað sporin til fullnustu, fullyrti Mr. Bell að dýrin hlytu að vera að minsta kosti þrjú fullorðin þar í grend, sem áreiðanlega kæmu ofan að vatninu um sólsetrið. Við réð- um því af að bíða þar sem við vorum komnir, en skiftum okk- ur. Mouster og Bell klifu upp í tré og földu sig á milli grein- anna, meðan að við hinir tveir bjuggum um okkur í undirskóg- inum þar niður undan; þar bið- um við þegjandi til þess sólin náði sjóndeildarhringnum, en— þá skifti um; skógurinn sem til þessa hafði verið þögull, varð nú allt í einu sem lifandi, allstað- ar spruttu fram fuglar; skógur- inn endurkvað af páfagaukum og skrækjum kardinála fuglsins. Eg var að horfa á Kolibrýja fugla sem flögruðu kringum stórt villublóm, þegar félagi minn vakti eftirtekt mína á hreifingu í undirskóginum, við vatns endann, og í sama bili stukku nokkur rádýr með hræðslusvip miklum fram úr skóginum. Þau námu staðar og hlustuðu með æstri eftirtekt og titruðu af auðsæum ótta, ráku upp einkennilegt hljóð og stukku á sund út í vatnið, og stefndu yfir það. I sama bili kom Púma fram á milli trjánna, um 40 fet- um frá því er við vorum staddir. Við höfðum ekkert heyrt til þess, og mun okkur því hafa orðið hverft við. Dýrið gekk áfram að vatninu og sýndist vera á báðum áttum hvort það ætti að leggja til sunds og elta flótta- dýrin, en í þess stað lagðist það niður. Eg leit upp í tréð og sá að Bell gaf bendingu um að við mættum ekki skjóta. Ofurlítið seinna heyrðist skrjáfa í kjarr- inu, og önnur Púma kom í ljós, og gekk ofan í fjöruna, þar sem hin lá, en sem stóð þá upp og færði sig með skyldugri lotn- ingu fyrir hinu, dálítið aftur á bak. Bæði dýrin voru karldýr. Tvö kvendýr komu svo en fram, var annað með hvolpa; hlupu þeir tafarlaust útí vatnið, og byltust þar um. Við höfðum gert það með okk- ur, að við sem vorum í kjarrinu ættum að skjöta fyrst. Eg hvísl- aði að félaga mínum að hann skyldi skjóta fyrst og taka að sér fyrra Púmu-dýrið, en eg ætlaði mér hitt; um leið og hann skaut féll dýrið dautt, en eg var ekki jafn heppinn, því um leið og eg ætlaði að hleypa af, hrökk eg við af hljóði frá mönnunum sem voru í trénu, og um leið varð eg var við að eitthvað hált og mjúkt straukst ofan eftir bakinu svo eg tapaði byssunni úr réttu miði; var þetta slanga sem hafði leynst í trénu yfir höfðum félaga okkar, en varð hrædd við skot félaga míns og lagði á flótta. Þegar við svo eftir þessa litlu töf fórum að líta eftir veiðinni. voru báðar kvenn-púmulrnar horfnar út í skóginn, og stóra dýrið hökti með eldingar hraða á eftir, hafði skotið brotið annan framfótinn. Þegar við höfðum brotist inn í undirskóginn til að elta dýrin urðum við að gefa upp leitina, því dagur var að kvöldi kominn og mál að halda héim. Tveir okkar sóktu hestana, en hinir fláðu skotna dýrið, hafði skotið farið í gegnum hjartað; var það frá trýninu og aftur á enda hal- ans, 5 fet og 10 þumlungar. Daginn eftir kvöddum við þennan gestrisna bónda og héld- um áfram ferð okkar og stefndum í suðvestur. Það var einmana- legt ferðalag, og bar ekkert mark- vert fyrir augu. Þegar við höfð- um borðað og hvílt okkur um miðjan daginn og vorum lagðir af stað, veitti eg því gætur að fylgdarmaðurinn hafði breytt stefnu, og hélt nú í suður. Eg spurði hver væri ástæða fyrir því, en hann sagði að það væri til þess að komast fram hjá flóa er væri í leiðinni. Eg sagði það væri nægur tími þegar við hefð- um komið auga á hann, dróg upp byssuna og sagði í hótunar- róm, að eg skyti hann umsvifa-f laust, ef eg sæi hann breyta stefnunni aftur, eður sýndi lýk- ur fyrir að vilja svíkja okkur. Næstu nótt áttum við að sofa undir beru lofti, og er við höfð- um borðað kveldverð, vöfðum við ábreiðunum utan um okkur og sofnuðum áhyggjulausir. Eg vaknaði við það að mig dreymdi að fylgdarmaðurinn hafði breytzt í ógurlega Púmu, og um leið og eg settist upp, varð mér ósjálf- rátt litið þangað er þessi ill- ræmdi ferðafélagi hafði búið um sig með hnakkinn undir höfðinu, en allt var horfið. Hestamir voru á beit nokkur hundrað fet í burtu, og er eg hugði betur að, sýndist mér einn þeirra vera laus, og vera á leiðinni til okkar, og það var áreiðanlega, því eg fór þá að sjá að félaginn leiddi hann við hönd sér. Það var nú augljóst að harfn hafði illt í hyggju; eg hugsaði mér því að liggja kyr með skammbyssuna í hendinni, viðbúinn að skjóta hvenær sem hann sýndi sig í svikráðum. Hann var nú kom- inn í 10 skrefa fjarlægð frá okk- ur, þá sleppti hann taumnum, og skreið til Mr. Moustier sem var nær honum en eg, og fór að draga ofan af honum ábreiðuna til þess að stela vopnum hans og peningum. Eg var að búa mig undir að skjóta, þegar sofandi maðurinn rumskaðist, stóð þá leiðsögumaðurinn upp, og í sömu svipan hafði hann þrifið hníf sinn, og laut svo aftur 'nið- ur, en þá skaut eg. Kúlan hafði lent í öxlinni, því hann sleppti knífnum, og handleggurinn lafði ofan með síðunni, en áður en eg gat skotið aftur hafði Mous- tier hlaupið upp og stóð nú á milli okkar. Þrátt fyrir sárið, tókst manninum að komast í hnakkinn, áður en við gátum fest hendur á honum, og var samstundis horfinn út í myrkrið, og auk þess með viðlaga hestana líka, sem hann hafði verið búinn að leysa úr höftum. Eg sá að gagnslaust var að elta hann, svo við héldum kyrru fyrir til þess að dagaði. Þegar við höfðum í flýti borðað morgun matinn, réð- um við ráðum okkar hvað gera skyldi, og urðum ásáttir um, að úr því við værum komnir svona langt áleiðis, væri bezt að halda áfram. Með því eg hafði átta- vita og uppdrátt, bjóst eg við að geta ratað til Rio Quarto og þar gætum við fengið nýjan fylgd- armann. Svo lögðum við af stað. Þennan dag fórum við fram hjá stóru vatni og víðáttumikl- um skógum; hér uxu fagrar plöntur af Suður Ameríkönskum aloe og kaktustegund þeirri er gengur undir nafninu “Nála- Perutréð,” ávöxturinn er einn sá bezti sem fæst í landi þessu, á bragðið líkist hann sætum stik- ilsberjum, en lögun og stærð nálgast hann meira perum. Um daginn er við hvíldum okkur, sá- um við Beltisdýr; við reyndum að ná því, og tókst að ná haldi á rófunni, þegar það var að skjót- ast ofan í holu sína. Eg vissi að rófan mundi slitna fyr en það yrði dregið öfugt út úr holunni, svo Moustier gróf moldina frá í kringum það með stóra hnífn- um sem leiðsögumaðurinn hafði skilið eftir þegar hann gekk úr vistinni nóttina áður. Þegar við höfðum banað dýrinu, suðum við það í sinni eigin skel að hætti Indíána; var það mesta sælgæti og á bragð líkt og feitur grís. Um kvöldið náttuðum við okk- ur á bersvæði í háu grasi með hvítum blómum. Það var blæja logn og hvergi heyrðist nokkurt hljóð og hvergi sást nokkur breyting frá þessari óbyggðu sléttu. Þegar við höfðum borð- að, gætti eg að hestunum, og til (Framh. á bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.