Lögberg - 27.06.1946, Page 5

Lögberg - 27.06.1946, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ, 1946 5 Ál LSA/HÁL rVEINNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON GÆTIÐ VARÚÐAR VIÐ VATNIÐ Nú fara skólarnir að lokast. Margir í bæjunum eru farnir að hugsa til þess með tilhlökkun, að komast út í sumarbústaði sína við vatnið eða við sjóinn, og hressa sig upp eftir inniseturnar. Börnin ráða sér ekki fyrir kæti, að eiga von á því að verða nú bráðum frí og frjáls og geta leikið sér allan liðlangan dag- inn út í guðsgrænni náttúrunni, og svamlað í vatninu. Það er holt fyrir börnin að baða sig og læra að synda, en foreldrar og aðrir ættu að hafa það í huga að margskonar hættur ber að varast á sumrin, sem ekki þarf að varast á vetrum. Oft hef- ir það skéð, að frídagarnir hafa endað snögglega vegna slysa. Eitt það hræðilegasta slys, sem getur komið fyrir á sumrin er drukknun. Samkvæmt skýrslum Canara stjómarinnar fyrir árið 1941, drukknuðu 1018 manns í Can- ada, þar af 316 börn. Þetta er mikill mannskaði og hefir or- sakað mikla sorg á mörgum heimilum- Sárgrætilegast er, að hægt héfði verið að vama flest- um þessará slysa, ef varúðar reglum hefði verið fylgt. Það fyrsta í því sambandi, er það, að fólk geri sér grein’fyrir hættunni. Komið hefir fyrir að barn hefir drukknað inn í hús- inu; það hefir klifrað upp á stól og dottið ofan í bala, fullan af vatni. Brunnar eru hættulegir ef þeir eru ekki vandlega byrgð- ir, og gengið þannig frá þeim að börn geti ekki losað fjalirnar. Vatnstunnur eru líka hættuleg- ar ef smábörn eru nálæg; á tunn- unum ættu að vera þung lók, sem börn geta ekki hreyft. Er pollur eða fuglabaðker í garð- inum þínum? Þótt vatnið sé grunnt, getur lítið barn dottið í það og höfuð þess slegist við stein um leið. Slys, þessum lík, hafa komið fyrir. Foreldrar ættu að kenna börn- nm sínum eftirfylgjaridi reglur: L' Verið varkár þegar þið baðið ykkur í vatninu eða sjón- um; látið ákynsemina ráða og stofnið ykkur ekki í hættu. 2- Baðið ykkur ekki of fljótt ^ftir að hafa neytt matar; bíðið að minsta kosti tvær klukku- stundir. 3- Ef þú ert einn, skaltu ekki Vaða svo langt út í vatnið að þú getir ekki fótað þig. og jafnvel þótt fleiri séu í kring, ættir þú ehki að fara langt út, nema að Þú kunnir vel að synda. 4. Varastu að steypa þér í vatnið, ef þú veizt ekki um dýpi Þ^ss; margir hafa stórslasast á kví að steypa sér á höfuðið á ^jótið í botninum á grunnu vatni. 5- Syntu ekki út á vatn eða ut á sjó; það er alveg eins gam- an að synda meðfram strönd- inni. 6. Farið strax upp úr vatn- mu, ef þið finnið til dofa eða kulda. '• Leikið ykkur ekki, eða syndið í vatninu, nálægt hafnar- ^uynnum og lækjum; þar eru straumar sem geta sogað ykkur ut. 8. Reyndu ekki að synda yfir ar eða straumföll, nema því að- eins og bátur sé í fylgd með þér. 9- Farðu ekki f vatnið ef að Þer er mjög heitt eða þú ert míög þreyttur. J0- Börn og ~ nnglrngár ættu ? . _a® nota útblásna togleðurs- ringi, bolta og annað slíkt, þeg- ar þau eru að læra að synda; þessir hlutir eru hættulegir. 11. Tapaðu ekki jafnvægi, ef að þú færð krampa; veltu þér á bakið, reyndu að vera rólegur, og reyndu að draga athygli ein- hvers að þér, svo að hann komi þér til hjálpar. 12. Baðaðu þig ekki í afskekkt- um stöðum, eða langt frá öðru fólki; það er hættuminna að fylgjast með öðrum. Þegar þú baðar þig þar, sem þú ert ókunnugur, skaltu fyrst spyrjast fyrir um vatnsstrauma, sjávarfall, o. s. frv. 14. Vertu óhræddur, en hag- aðu þér skynsamlega; hugsaðu um hvað þú ert að gjöra og í- hugaðu hvert þú ert að fara, þá mún þér óhætt, og svamlið og sundið í vatninu eða sjónum mun veita þér mikla ánægju og heilsubót. Allir ættu að kunna lífgunar- aðferðdr; leiðbeinlnga bækling um það efni, er hægt að útvega sér frá Provincial Department of Health, í því fylki sem þú ert búsettur í. Oft hefix það bjarg- að mannslífum að einhver ná- lægur hefir kunnað lífgunar að- ferðir, þegar slys hafa viljað til. Áríðandi er að halda áfram lífg- unar tilraununum í lengstu lög; hægt hefir verið stundum að lífga fólk eftir 3 til 4 klst. og lengri tíma. TIL RÆÐUMANNA Hinn frægi, enski mælsku- maður, Harold Nicholson, segir: “Hvað get eg ráðlagt mönnum við feimni og óstyrk, þegar þeir eru að halda ræðu? Eg held, að fjögur atriði beri einkum að hafa hugföst: 1) Ef þér haldið ræðu þrisvar í viku í þrjátíu ár sem- fleytt, fer ekki hj á því. að feimn- in hverfi smám saman af sjálfu sér. 2) Ef þér munið, hvernig þér eigið að byrja og umram allt, hvernig þér eigið að enda, nvun allt hitt koma af sjálfu sér. 3) Ef þér eruð óstyrkur, er var- hugavert að reyna að vera fynd- inn. Gamansemi er ekki í góðu samræmi við óstyrka rödd ^og titrandi hné. 4) Og síðast en ekki sízt ættu allir ræðumenn að segja hreinskilnislega það, sem þeim býr í brjósti, og ger- hugsa það, sem þeir segja. FLJÓTIR MEÐ NÝJA HÓTELIÐ Húsmóðir ein í Reykjavík aug- lýsti eftir vinnukonu í dagblaði. Frúin varð bæði forviða og glöð, er stúlka með stóra ferðatösku opinberaðist henni á húströppun- um samdægurs og kvaðst vera nýja vinnukonan hennar. Gekk nú allt prýðilega fyrstu nóttina. En ekki varð undrun frúarinn- ar minni, þegar stúlkan tróð pjönkum sínum niður í ferða- töskuna í býti morguninn eftir og sýndi á sér ferðasnið. Stúlkan: “Þér verðið að fyrir- gefa, kæra frú, en eg er bara hér á ferð. Eg kom að vestan í gærkvöldi og er á leið austur, fékk hvergi nokkursstaðar inni, sá auglýsinguna frá yður og datt í hug, að þarna gæti eg fengið húsaskjól á ódýran hátt. Bless!” y* v>" •i r« > f 'v ■’> >• * -V+■: * ? ” >• v s\ “NÝSKÖPUN”i ALGLEYMINGI m Skólapiltuf nokkúr var að koma til bæjarins úr hérað^kþl? utan af landi. Hann mætti ungri og laglegri stúlku með barna- vagn á götunni. Þegar stúlkan sá piltinn, hljóp 'hún rakleitt í faðm hans, knúskyssti hann og hrópaði fagnandi: “Æ, ertu nú loksins kominn heim, elsku hjart- ans drengurinn minn?!” Skólapilturinn varð sem þrumu lostinn. Hann kannaðist að vísu óglöggt við svipinn á stúlkunni, en kom henni þó alls ekki fyrir sig. “Hvað er þetta! Þekkirðu mig ekki, elskju Stjáni minn?” sagði stúlkan. “Þetta er engin önnur en hún mamma þín. Eg tók í gær eina yngingarpillu hjá lækn- inum okkar, þú veizt. — Og ætl- arðu ekki að heilsa upp á dreng- inn þarna í bamavagninum? Það er hann pabbi þinn; hann tók tvær.” Samtíðin. Umferðarsalin var að monta sig af því við forstjórann hjá stóru fyrirtæki, að hann gæti sagt hverjir starfsmanna hans væru kvæntir og hverjir ó- kvæntir. Er starfsfólkið kom úr mat, stillti hann sér upp við dymar og horfði á það ixm leið og það gekk inn. Honum skeik- aði ekki. Er allir.voru komnir inn, spurði forstjórinn • hann, hvernig hann gæti séð þetta. “Af því,” svaraði maðurinn, að kvnætir menn þurka altaf af skónum sínum áður en þeir ganga inn, en ókvæntir ekki.” + Eftir eitt ár, sagði Perkins, verð eg orðirm yfirmatsveinn á sumarhótelinu. Hvað er yfirmatsveinn? spurði frú Perkins. Yfirmatsveinn er sá maður, sem hefir svo mikinn orðaforða, að hann getur gefið súpunni nýtt nafn á hverjum degi. Prestur nokkur var að flytja fyrirlestur um fjallvegi í Pale- stínu: Vegurinn upp fjallið var svo brattur og illur yfirferðar, að jafnvel ösnum var ómögulegt að komast upp, — svo að eg hætti við tilraunina til að fara upp. GJAFIR TIL BETEL Mr. og Mrs. Egill Egilsson, Betel, $20.00; árstilag frá vini, $10.00. Kærar þakkir, J. J. Swanson, féhirðir 308 Avenue Bldg., Wpg. Otsala íslenzku blaðanna Umboðsmaður okkar á Islandi er Bjöm Guðmunasson, Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. LÖGBERG og HEIMSKRINGLA Attention ELECTORS of Portage la Prairie Federal Gonstituency Do You Reside Within These Boundaries, Now Wjthout a Representative in the House of Commons? •> i IF SO . . . • * * ■* *■ r- * * • • -'■ -■*■:•••••'.< f ..j. _ 4 • « i , - * • tn % . _ A Ý V ,'S ’• *; oV’* i .-•••. . ;• .... - • . ■ i ■' •• ,« Make ityour own personal responsibility to work, organize and send Six Delegates from your Polling Subdivision to the Bltí CONVENTION oí PROGRESSIVE CONSERVATIVES being held in ST. MARY’S PARISH HALL, PORTAGE la PRAIRIE Wednesday, July 3rd, 1946, at 2.30 p.m« ACT NOW - Get Together - Select Your Delegates Six from each Poll •-.t'f. ' > • • • *• ’ • 451 * *• ‘ *;'•; jt iT. <(. '. 'j. ' > - Every person interested in Agriculture, Labor and Western Economy is cordially invited and urged to attend this very important Convention. i&n & i GUEST SPEAKERS:- Mr. ARTHUR L. SMITH, M.P. for Calgary West . , >, i and Other Prominent Speakers j \ctiirit ÍYn.m. v\62- ii'..-'.-yoiT,%;dt T'.&tili'' ’íiibtíeíT..U Uí | TíTV.i (JlaBOtl bdijcbívpj lioga ,*f.•••*»; viuí ÍS3Í6J 'IO SfTiTiifl

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.