Lögberg - 27.06.1946, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ, 1946
Margrét Werner
“Það á þá að vera frumsmíði,” sagði
Ralph; “en það kemur svo flatt uppá
mig, að þú gerir mig alveg ráðalausann.
Eg verð að taka mér tíma til að hugsa
um það; því mér virðist sem þú hafir
nú þegar notað upp alla þá krafta sem
þú hefur haft ráð á til slíks; þú hefir
oft í hverri viku sýnt allar hinar fegurstu
myndir, í virkilegleik og ráðgátum;
það verður ekki neitt auðvelt fyrir mig
að finna upp eitthvað sem er nýtt.”
“Já, en listamaður hefur, og verður
ávalt að hafa, nýjar hugsjónir,” sagði
greifafrúin. “Þú mátt ekki segja mér
að þú sért ráðalaus í því tilliti, því það
væri s^ma og þú segðir að hugsjónalind
þín væri uppþornuð. En, Mrs. Werner,
þú hefur sjálfsagt séð ýmsar ráðgátur
sýndar og settar fram í lifandi mynd-
um.” sagði greifafrúin, og snéri sér til
Margrétar. “Það er svo alment að hafa
slíkt til skemtana á EngÞndi, og eg held
svo mikið uppá það, þegar það heppnast
vel. Þú vilt kannské gera svo vel og
gefa okkur fáeinar bendingar í því?”
Margrét roðnaði útundir eyru. Hún
hugsaði til dyravarðar stofunnar, og
hinna litlu tveggja herbergja; henni leið
illa yfir því að vera dregin inn í þetta
samtal. “Eg hef aldrei séð gátur sýndar
með lifandi myndum,” sagði hún feimn-
islega.
Greifafrúin leit stórum augum á hana,
og Ralph leit dálítið vandræðalega á
þær. “Konan mín var of ung, er við
giftum okkur, til þess að hafa séð mik-
ið af heiminum,” sagði Ralph, og von-
áði að tárin sem hann sá í augum kon-
únnar sinnar stöðvuðust.
“Ó, fyrst það er þannig, þá getur hún
'ekki lagt neitt til þessara mála,” sagði
greifafrúin- “Við skulum koma út á gras-
hjallann, undir hmum indæla fagra ít-
alska himni veitist manni ávalt nýr og
nýr innblástur.” Hún gekk út á undan
íhonum, út á grashjallann sem var fyrir
framan höllina, og þar settust þau í
skugga undir vínberja runna. sem
skýldi þeim fyrir sólargeislunum.
“Nú getum við í ró og næði reynt að
ráða framúr þessum erfiðleikum, sem
eg er í,” sagði greifafrúin í ísmeygileg-
umróm. “Eg skal segja þér hvað eg hef
hugsað mér.”
Hún var ekki sérlega gáfuð. en Ralph
var alveg hrifinn af öllum þeim lifandi
myndum sem hún hafði hugsað sér að
hægt væH að sýna. Það voru allavega
mismunandi sjónarsvið, saman dregin
úr hinum göfugustu skáldverkum, bæði
frá eldri og yngri tímum. Hún þreyttist
ekki á ag skýra fyrir honum hvernig
þetta eða hitt sjónarsviðið mundi líta
út; hún var með lífi og sál við þessar
hugsjónir sínar Á meðan þau voru að
bollaleggja um þessar sýningar, sat Mar-
grét þar, feimnari og ráðalausari en
hún var vön að vera, svo sneypt yfir
jþví hve lítið hún vissi um það sem hið
fína samkvæmislíf krafðist af lienni.
ftalph gerði það sem hann hafði aldrei
áður gert, að bera saman í huga sínum,
hina stoltu og glæsilegu greifafrú, við
sína vesalings fáfróðu Margtréti. Það
var sem hann fyriryrði sig dálítið fyrir
konuna sína, þar sem hún sat þegjandi
og hreifingarlaus. Það var eins og hon-
um yrði það nú ljóst, að frítt andiit með
barnslega spékoppa, brúsandi dökkt
hár og rósrauðar vg,rir, væri ekki nóg;
það var eitthvað sem vantaði. Margrét
gat ekki tekið neinn þátt í samtali sem
vakti nokkra athygli og eftirtekt meðal
hærra stéttar fólks. Hún sat bara þegj-
andi og niðurlút hjá, er aðrir töluðu
saman. Hvað annað gat hún gert? hessi
stolta og yfirlætissama greifafrú, vissi
allt, og talaði um allt annað en hún hafði
heyrt aðra tala- Það vakti einhverja
ósjálfráða hugsun hjá henni. að Ralph
mundi skammast sín fyrir sig og fáfræði
sína. Hún rendi augunum upp til hæð-
anna á bakvið höllina og hugsaði: “Æ!
hefði það ekki verið betra ef hann hefði
gifzt einhverri sem betur samsvaraði
stöðu hans? Þessi hugsun skar hana
svo djúpt í hjartað, að hún misti næst-
um sjónar á öllu sem fagurt var í kring-
um hana.
“Egskal sýna þér uppdrátt af bún-
íngunum,” sagði greifafrúin; “það er í
skrifborðinu mínu. Fyrirgefðu, eg ætla
að sækja það, og kem strax aftur.”
Hún gekk útúr stofunni, og Margrét
var ein eftir hjá manninum sínum.
“í hamingjunnar bænum, reyndu að
ve^a ofurlítið fjörlegri og glaðlegri, Mar-
grét,” sagði hann; hvað heldurðu að
greifafrúin hugsi um þig? Þú lítur út
eins og sneypt skólastúlka.” Þessi orð
gerðu illt verra. Hafði Ralph fjarlægst
hana? Hefði hann sagt þetta eins blítt
og ástúðlega og hann gat, hefði öllu ver-
ið borgið, það hefði uppljómað andlit
hennar og huga. Nú gbngu þessi orð
henni svo nær um trega, heldur en nokk-
uð sem hún hafði nokkurntíma heyrt
hann segja; þau bmtu hana alveg niður.
Hvað gat hún gert annað en fara að
gráta.
“Reyndu að vera hughraust,” sagði
hann, “ef þú lætur sjá þig vera að gráta,
þá hlægja allir að okkur: vel uppalið
fólk lætur aldrei tilfinningar sínar í
ljósi opinberlega.”
“Hér er uppdrátturinn,” sagði greifa-
frúin, er hún kom inn, og hélt á litlum
uppdrætti í hendinni. En um leið veitti
, hún eftirtekt hinu társtorkna andliti
Margrétar, og hrygðarsvipnum á andliti
Ralphs. Greifafrúin, sem var æfð í
fínni framkomu, gaf Margréti tíma til
að komast yfir geðshræringu sína, en
þetta var í síðasta sinni sem hún bauð
þeim hjónum einum heim til sín-
Hjónin minntust aldrei á þetta til-
felli, sín á milli, en það hafði þó slæmar
afleiðingar. Vesalings óframfærna og
óupplýsta Margrét fékk nú hinn mesta
óbeit á að taka nokkurn þátt í félags-
lífinu. Þegar höfðingjar og heldrimenn
buðu þeim heim, var hún vön að segja:
“Þú skalt fara einsamall, Ralph; ef eg
er með þér, þá verð eg spurð svo margra
spurninga, sem eg get ekki svarað; og
þér sárnar það, og eg skammast mín
fyrir fáfræði mína ”
“En því geturðu ekki lært?” spurði
Ralph hana; hann gat ekki annað sagt,
því honum fanst sem einlægni hennar
og bernskuleg hreinskilni hefði með
öllu gert sig orðlausann.
“Eg get það ekki,” svaraði hún og
hristi höfuðið. “Það eina sem eg hef
lært, er að elska þig.”
“bað er þinn hjartans lærdómur,”
svaraði hann. Svo fór hann sína leið,
og hún var ein eftir heima; en áður en
hann fór, kyssti hún hann ástúðlega.
Smátt og smátt komst það upp í vana
að Ralph fór í heimboð og til skemtana,
en Margrét var ein heima. Hún lét
aldrei á því bera, að hún tæki það (
nærri sér — hún fékkst aldrei um það,
né mælti á móti því. Hún kvaddi hann
ávalt með ásúðlegu brosi á andlitinu,
og með sama ástúðlega brosinu fagn-
aði hún honum, er hann kom heim.
Hann hugsaði með sér, að Margrét væri
aldrei eins sæl og þegar hún væri heima ;
ef hún var í hinum fínu samkvæmum,
meðal hinna fínu hefðarkvenna, leið
henni illa.
Eftir þetta skyldust vegir þeirra á
vissan hátt; Ralph fór að taka meiri og
meiri þátt í hinu fína félagslífi, en Mar-
grét gerði sig ánægða með að vera
heima; þar var hún ekki dregin inní
samræður, sem hún var ekki fær um
að tka þátt í.
Þetta félagslíf, sem Ralph var nú far-
inn að taka svo mikinn þátt í, hafði í
för með sér aukinn kostnað og útgjöld,
og það á tvennan hátt — ekki einungis
í fínum og kostbærum fatnaði, sem varð
að vera eftir nýjustu tízku, en þessi þátt,-
taka hans í félagslífinu tók einnig mikið
af vinnutíma hans- Hann kom stund-
um ekki dag eftir dag í vinnustofuna
sína. Hann kom oft heim seint á kvöld-
in, og fór á morgnana, strax eftir morg-
unverð. Inní þessari hringiðu félags-
lífsins, var þó myndin af Margrétu stöð-
ugt í huga hans. Hann sá hana sitja
einsamla heima, sælli með sig, en hann
var í þeim félagsskap sem hann var í, og
er hann hugsaði um það, var sem drægi
skugga á ánægju hans. Hann fann til
þess að hann hefði ekki ráð á að lifa
slíku lífi, sem hann gerði. Hann elskaði
Margréti sína, ekki minna en áður —
þessa fríðu, látlausu, feimnu konu sína,
en það var svo takmarkalaus munur á
uppeldi þeirra, og þar af leiðandi svo
ólíkar lífsskoðanir. Hann leit á lífið með
augum hinnar meðfæddu eðlis hneigðar.
Ef Ralph hefði haft ákveðnara og harð-
ara lundarlag, hefði hann verið orðinn
leiður á henni og háttum hennar fyrir
löngu síðan. Þau vegruðu sér við að
tala um hans gamla heimili, Elmwood,
því Margrét veitti því eftirtekt, að það
lá æfinlega illa á Ralph, er hann hafði
fengið bréf frá móður sinni. Um for-
eldra sína var henni óljúft að tala, því
það gæti minnt hann á svo margt sem
hann vildi helzt gleyma.
Ef sannur og einlægur vinur hefði
farið til Ralph Cuming, erfingja herra-
garðsins Elmwood, og lagt honum heil-
brigð og góð ráð, þá hefði líf hans, og
hans fríðu og látlausu konu, getað orð-
ið allt öðruvísi; en það leit út fyrir að
þau ættu að úttaka straff sitt, fyrir að
hafa látið augnabliks tilfinningar leiða
sig í gönur.
Smátt og smátt varð það hljóðbært
í Flor^nce, hver Ralph var, og hver saga
hans var; að hann væri sonur auðugs
lávarðar á Englandi, og að hann hefði
komist í ónáð við föður sinn, vegna þess
að hann hafði gifzt ótiginni stúlku, en
samt mundi hann þó erfa titilinn og
auðæfin. Sumar hinna tignu kvenna,
vorkendu vesalings Margréti, að mað-
urinn hennar naut samkvæmislífsins,
er hún sat ein heima.
Það leiddi af sjálfu sér, ag henni fund-
ust dagarnir langir; en hún lét aldrei á
því bera, er hann kom heim, að sér hefði
leiðst, eða grátið, þó hún í einveru sinni
hefði grátið mörgum tárum- Hún var
vön að vera allan daginn og langt fram
á nótt, einsömul, grátandi út af forlög-
um sínum, og hugsa til bernskuheimilis
síns, sem hún hafði yfirgefið.
Nú hugsaði hún innilegra til sinna
fátæku foreldra, en hún hafði nokkur-
tíma áður gert, og hún hugsaði líka um
hið glæsilega heimili, sem Ralph hafði
gefið upp, sinna vegna.
Smátt og smátt drógst Ralph meir og
meir inní hringiðu samkvæmislífsins,
þar sem hann naut aðdáunar allra. Það
var ekki af yfirlögðu ráði, að hann van-
rækti konuna sína, en það var ekki laust
við að honum fyndist dauft að vera
heima, og Margrét svo óupplífgandi og
óskemtileg. En hann var altaf jafn
góður við hana og sýndi henni aldrei
neitt kaldlyndi. Hann var nú alveg af-
huga því að geta kent henni neitt af því
sem tignar konur þurftu að kunna.
Hann vildi ekki þreyta hana meira með
bóknámi; hann var nú hættur að lesa
upphátt fyrir hana, og vesalings Mar-
grét, með sína einlægu ást til hans, sá
nú að hún var í þann veginn að tapa
honum.
Ralph sá og, að hún var breytt. Nú
sást næstum aldrei bros á andliti henn-
ar, og nú var það ekki oft sem hann
heyrði hinn hljómfagra hlátur, sem áður
hafði verið hans stæsta gleði og unun.
En það var eitt sem honum þótti mikils
um vert, en það var dulleiki hennar í
framkomu; hann hélt að hún hefði lært
það, af þeirri kynningu sem hún hefði
haft af hinu fágaða félagslífi.
Það er í eðli sumra manna, að mót-
lætið göfgar hugsunarhátt þeirra, en
það var ekki tilfellið með Ralph. Fjár-
mála kröggur hans spiltu ró hans og
skapsmunum, og gerðu hann ergilegan.
Hann hafði ekki ráð á að kaupa dýra
blómavendi til að gefa greifafrúnni;
hann gat ekki haldið hest til útreiða,
eins og vinir hans gerðu. En loksins
varð hann þó fyrir atviki sem gerði hann
að sjálfstæðum og fullkomnum manni.
Hann snéri sér nú að list sinni; stund-
um heppnaðist honum að framleiða fag-
urt og aðdáanlegt málverk, en miklu
oftar misheppnaðist það fyrir honum.
Borgía, fursti í Florence, var hinn
mesti aðdáandi fagurra lista. Hann
hafði stórt myndasafn. Það vildi til að
hann sá nokkrar myndir sem Ralph
hafði málað, svo hann beiddi Ralph að
mála nokkrar myndir fyrir sig, og þar
á meðal eina stóra mynd; Ralph mátti
sjálfur velja sér fyrirmyndina, svo hann
sat og hugsaði, daga og nætur, um hvað
hann ætti að velja; hugur hans og von-
ir snérust nú að því, að ef sér heppnað-
ist að mála þessa stóru mynd, sem
Borgía hafði beðið hann um, mundi
hann vina sér aðdáun og frægð.
11. Kafli
Fyrst hugsaði hann sér að mála mynd
þar sem Margrét væri aðal persónan í,
en eftir að hafa gert uppkast af mynd-
inni, komst hann að þeirri niðurstöðu,
að hið sæta bros sem áður var á andliti
hennar, og hinir unaðslegu spékoppar,
sem voru í kinnum hennar, væru ekki
hægt að sýna á léreftinu svo vel væri.
Hann framkallaði í huga sínum allar
hinar fegurstu konur sem hann hafði
séð, og mundi eftir; hann dró myndir
af þeim, eftir því sem þær framkölluð-
ust í huga hans, en engin virtist að sam-
svara hugsjón hans. Eftir margar árang-
urslausar tilraunir stóð hann einn fagr-
an morgun, og horfði á sólargeislana
brjótast gegnum þéttan myrtusviðar-
runna; þá var sem gripi hann allt í einu
sterk innblásturskend; honum kom í
hug að mála mynd af vaxtarlagi fríðrar
drottningar sem eitthvert skáld hafði
lýst svo meistaralega. Hann ætlaði að
mála hana í æsku fegurð sinni, með hen-
nar sálríku augum og brísandi ljósu hár-
lokkum, hún, þag var Ethel Newton sem
hann ætlaði að mála. Hún átti að sitja
í allri sinni fegurð og prýði á snjóhvítum
hesti, og ungur og stoltur ungherra, sem
fyldar sveinn, koma viðandi á eftir hen-
ni. Landslagið átti að vera gróður Hkt
skógarbelti, sem breiður vegur lá í gegn-
um Þegar þessi innblástur hafði gripið
hann, gerði hann einn tilrauna uppdrátt
eftir annan, til þess að fá hina rjettu
lögun myndarinnar, og að síðustu hepp-
naðist honum að mála sanna mynd af
Ethel Newton, í allri hennar fegurð og
tign. Ralph hlaut meira hrós fyrir þessa
mynd, en hann hafði nokkurn tíma
vogað að ímynda sér. Nafn kendir mál-
arar og þeir sem báru glögt skynbragð
á málverk, fögnuðu yfir þessum sigri
hans á braut listarinnar- Það sem mesta
aðdáun vakti var auðvitað aðal mynd-
in: “hver var þessi sjaldgæfa kona, sem
ímyndunar afl málarans hafði haft sem
fyrir mynd. Hafði nokkurn tíma, nokkur
kona verið máluð svo fullkomlega og
gallalaust.” Hvað hún er fögur!” slíkar
spurningar og upphrópanir mátti stöð-
ugt heyra; málverkið ver hengt upp í
myndasafns sal Borgias fursta, og eftir
það var furstinn Ralphs bezt.i vinur og
verndari. Furstinn efndi til mikils gesta-
boðs og dansleiks, til heiðurs við tigna
og fríða enska stúlku, sem von var á að
komi, ásamt foreldrum sínum. Allt hið
mest virða hefðar fólk í borginni var
boðið til þessa mikla samkvæmis. Þegar
Gonzales greifa frú mætti þessari ensku
stúlku, var hún alveg undrandi. Hún
hafði verið svo hyggin að gera sér hana
að vinkonu strax er hún kyntist henni,
svo hún yrði ekki fegurðar keppinautur
sinn.
Ralph hafði og verið boðið til þessa
göfuga samkvæmis, en honum var ekki
hægt að þyggja boðið. Þegar Gonzales
greifa frú, gekk inn í dans salin, ásamt
óvanalega fríðri ungri stúlku — sem
átti sér engan líka — vakti það mikla
undrun. Þessi unga stúlka var eðlilega
kynt, mörgum hinum tignustu herrum
og frúm, ýmsra þjóða, er þar voru. Hún
talaði ensku, frönsku og ítölsku,
sem innfædd væri. Þegar furstinn stóð
fyrir Þaman hana, og virti hana fyrir
sér, sá hann strax, að þessi óvanalega
fríða stúlka var sú sama, sem Ralph
hafði sett fram í sínu göfuga málverki.
Greifa frúin fann nú til þess, að hún
gæti ekki framar veríð viss um að vera
drottningin í samkvæmis lífinu. Það var
risin upp ný stjarna, sem var henni
hættulegur keppinautur. Ethel Newton
var sú fegursta úng stúlka, sem nokkru
sinni hafði sézt á dansleik í Florence.
Þegar furstinn hafði heilsað gestum
sínum, og dansað einn dans við Ethel
Newton, spurði hann hana, hvort hana
langaði ekki tiRað sjá frægt málverk,
sem hann hefði nýlega keypt. Hún sagði
að það væri sér sönn ánægja, og er
greifa frúin stóð rjett hjá þeim, bauð
furstinn henni einnig að koma-
“Ég þreytist aldrei á að horfa á þetta
málverk,” sagði hann; “ég fagna yfir
sigri hans og ekki síst vegna þess, að
hann er einn sá vina minna, sem mjer
þykir mest til koma.” Furstinn brosti;
hann gat ímyndað sér að list Ralph
Cuming væri henni ekki eins mikið um-
hugsunarefni, eins og maðurinn sjálfur;
þau gengu saman eftir hinum langa
málverka sal, þar sem var að sjá ýms af
hinum bestu málverkum Italskra snill-
inga. Þau hjeldu áfram til suður enda
salsins.
Þar sá Ethel fyrir framan sig málverk
sem liar af öllum hinum — há og voldug
tré, með saman fléttuðum limum og
laufum og sólargeislana sem brutust
fram milli greinanna, hinn kempulega
hvíta reiðhest, hinn fríða fylgdar svein;
sem reið á eftir og svo kom hún auða á
aðal myndina. Það var ómótmælanlega,
mynd af henni sjálfri; hennar eigin bros-
hýra og sællega andliti, svo fallegt og
hreint og eiginlegt. Hún hrökk við af
undrun, og greifa frúin fór að brosa.
“Það er ekki um að villast,” sagði hún,
“listamaðurinn hefur gert þig að drottn-
ingus Miss Newton.”
“Já,” svaraði Ethel, alveg hissa, “það
er mitt andlit, en hvernig hefur þessi
mynd verið máluð hér? Hver er málar-
inn?”
“Hann heitir Ralph Werner,” var
svarað.