Lögberg - 18.07.1946, Qupperneq 1
PHONH 21374
iot
*rs °nd
Ci<’on^xGÍ‘
_ pn»
tA*+ier* yVW S A Complete
Cleaning
Institution
PHONE 21374
Avw^
V^^F'
X,a«Tl<l<fr r Í'C^- A Cob iplete
CleaAlng
Institution
iottV^ —**
59. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 18. JÚLI, 1946
NÚMER 29
Á LEIÐ TIL ÍSLANDS
Grettir L. Johannson, konsúll
Mrs. G. L. Johannson
Einar P. Jónsson, ritstjóri
Mrs. E. P. Jónsson
Stefán Einarsson, ritstjóri Mrs. S. Einarsson
FRETTIR
K A N A D A
Lengi, lengi hafa Kanadamenn
verið að tala um þörfina á því,
að Kanada tæki upp sinn eiginn
fána. Mál það hefir verið rætt
aftur og fram í fleiri ár, en ekk-
ert verulegt ákvæði tekið í því
máli fyr en á þjóðþinginu, sem
nú stendur yfir.
Tvær nefndir voru settar í
byrjun yfirstandandi þings; önn-
ur þeirra til þess, að veita til-
lögum fólks um fánann móttöku.
Hin til þess að ráða fram úr hvað
af tillögum manna um tilhögun
fánans skyldi tekin til greina.
Það virðist að báðar nefnd-
imar hafi haft ærið verkefni til
að vinna úr. Um áttatíu uppá-
stungur um fánann bárust mót-
tökunefndinni sem lagðar voru
fyrir aðal þingnefndina og hefir
hún verið að moða úr því safni
í vetur, vor og sumar, og var bú-
in að kasta, eða hafna 73 fána-
tillögunum, þegar forsætisráð-
herrann, W. L. Mackenzie King
kom heim úr Lundúnaferð sinni
um daginn, en hnífurinn stóð í
hinum sjö.
Forsætisráðherranum hefir
víst ofboðið seinlætið og staglið
út af málinu, því hann skipaði
nefndinni að láta fullgera þrjá
fána af þessum sjö, sem um var
að ræða, svo bæði þing og þjóð
gæti frekar áttað sig á málinu.
Gjörð 'þessara þriggja fána er
sem hér segir:
Grunnurinn í öllum tilfellum
er ákveðinn rauður. Breytingin
liggur aðeins í gjörð fánans, helzt
þó í aðal einkenni hans, “The
Maple Leaf.” 1 horni fánans,
vinstra megin, er Union Jack
sett inn í hann, í öjlum þremur
sýnishomunum. En sérkennin
eru eins og sagt hefir verið “The
Maple Leaf” sem sett er í miðjan
imtiiiiiu
Til Mr. og Mrs. Einar P. Jónsson, og þeirra, er
þeim fylgja til íslands.
“Hvað er svo glatt sem” flug til blárra fjalla
þá fagra vorið lýsir allan geim,
og íslands raddir kærar ykkur kalla
að koma glöð í móðurskautið heim.
Þið heyrið fossa-föll með regin strauma
og fuglasöng. og glaðan lækjar nið,
það endurbirtir dagsins æsku drauma
með dýrð, og gleði, þrótt og helgan frið.
En færið kveðjur frá oss öllu heima
— í fjarlægð hér sem byggjum vestræn lönd,
því mál og sögu, synir íslands geyma,
þó særinn skilji kæra feðra strönd.
Um láð og flæði, lífsins vemdar kraftur
sé ljós og gleði, ykkar traust og skjól,
og komið heim til okkar vestur aftur
með endurskin frá vorsins nætur sól.
M. MARKÚSSON.
FRÚ BJÖRG VIOLET ÍSFELD
!lllllllllllllllllll!llll!!ll!IIUIIIII!ll!!ll!ll>lllll!l!!l!!!ll!llllllll!!l!ll!!lllllllllll!l!!!llllllll!ll!lll!ll!llll!ll|lll»lll!llll!llllllllll!!!!!lllll»lll!!>l!lllllllllllillll!!l!i!llll!lll!!ll!lll!lllllllllllll!!!llllllllll!!:i!!llll<ll!liU!l!ll«iill!
grunninn. í einum af þessum
fánum, sem verið er að búa til,
ber laufið gyltan lit. í öðrum er
laufið gylt, fneð hvítum borða
alt í kring og er sá borði settur
Frökkum til velþóknunar.
1 þriðja sýnishorni fánans, sem
verið er að búa til, ber laufið
þrjá liti, þá sömu og Maple lauf-
ið að hausti til ber, áður en það
fölnar, rauðan, gulan og grænan,
og er það tilaga forsætisráðherr-
ans sjálfs. •
Eftir að þing og þjóð hefir virt
fyrir sér þessi þrjú sýnishorn
kanadiska fánans, verður eitt
þeirra að líkindum valið sem
framtíðarfáni Kanada þjóðarinn-
ar.
Frumvarp hefir dómsmála-
ráðherra St. Laurent lagt fyrir
þingið í Ottawa sem ákveður að
kaup allra æðri dómara og hér-
aðsdómara í Kanada skuli hækk-
uð um einn þriðja frá 1. janúar
1947. Eru það góð tíðindi, því
dómarar í Kanada hafa unað við
lægri kauptexta sem þessari
kaupuppbót nemur, eða fyllilega
það, heldur en dómarar á Eng-
landi, í öllum samlendum Breta
og í Bandaríkjunum og aldrei
æðrast, eða talað um að gjöra
verkfall.
♦♦♦
BRETLAND
«
í vikunni sem leið ritaði H. G.
Wells grein í The New Leader,
þar sem hann ber óheiðarlegar
sakir á konungsfjölskylduna á
Englandi, með iþví að gefa í skyn
að hún hafi verið meira en í vit
orði með fé því, er fasistanum
Sir Oswald Mosley áskotnaðist
áður en hann var tekinn fastur
og settur í varðhald og spyr: “Að
hve miklu leyti var konungs
fjölskyldan flækt í því neti og
ef hún var á annað borð flækt í
netinu, segir H. G. Wells, þá hefir
hún dæmt sjálfa sig í útlegð og
ætti sem fyrst að hafa sig burt
úr landinu, svo að England sé
frjálst til að hverfa aftur til síns
fyrra lýðræðisfyrirkomulágs.
“Hversvegna getur þetta siðspilta
fólk. ekki ratað á veginn sanna
og þjóðlega? . . . Síðar getur
burtrekstur þeirra orðið meir á-
berandi og óviðfeldnari.” H. G.
Wells bendir á, að heppilegt
pláss fyrir konungsfólkið til að
fara í, gæti verið einhversstaðar
í Ameríku, eða annarsstaðar þar
sem fólk þyrsti og hungraði eftir
einkennisbúningum og titlum.
BANDARÍKIN
Að síðustu var samþykt í neðri
málstofu Bandaríkjanna á laug-
ardaginn var, að veita Bretum
$3,750,000,000 lán til 55 ára. Það
(Framh. á bls. 4)
Rétt þegar blaðið er að
fara í pressuna, barst hr.
Á. P. Jóhannssyni bréf frá
Gretti konsúl syni sínum
frá New York, þar sem sagt
er frá, að burtför flugfars-
ins íslenzka, sem heimfar-
arnir héðan að norðan fara
heim til íslands með, geti
dregist um tíma sökum
rannsókna, sem standi yfir
Bandaríkjunum í sam-
bandi við slys þau er nýlega
hafa átt sér stað á vissri
tegund loftfara þar, og þar
af leiðandi geti farþega
istinn með íslenzka loftfar-
inu sem birtur er hér í blað-
inu breytist að einhverju
leyti.
Kirkjuvígsluathöfn í Piney—
Næskomandi sunaudag 21. júlí,
fer fram kirkjuvígsluathöfn í
Piney, er kirkjan þar, sem söfn-
uðirndr í bygðinni í sameiningu
hafa reist, verður vígð. Þátt taka
í athöfninni séra Philip Péturs-
son frá Winnipeg, séra Skúli Sig-
urgeirson frá Gimli og prestur
United Church félagsins. Gunnar
Erlendson frá Winnipeg spilar á
orgelið, og gert er ráð fyrir að
athöfnin verði sem hátíðlegust.
Allir bygðarbúar eru góðfúslega
beðnir að láta þessa frétt berast
út.
I borginni voru staddir í vik-
unni þeir feðgar, Mr. G. J. Oleson
frá Glenboro og prófessor
Tryggvi sonur hans, sem undan-
farandi hefir kennt við háskól-
ann í British Columbia, en hefir
nú tekið stöðu við United College
í Winnipeg. Vér bjóðum pró-
fessorinn og fjölskyldu hans vel-
komin til Winnipeg.
Það er íslenzku fólki mikið
fagnaðarefni þegar einhverjum
úr hópi þeirra hlotnast verð-
skuldaður heiður. Nú hefir þess-
ari ágætu og velgefnu konu verið
sýnt það traust að vera kosin í
framkvæmdar-nefnd hins mikla
hljómleikafélags, sem ber nafnið:
Canadian Federation of Music
Teachers’ Associations. Þetta
skeði við kosningu embættis-
manna þess félags, á þingi sem
haldið var í Toronto, Ont.; þrjá
fyrstu 'daga þessa mánaðar.
Stjórnaði frú ísfeld mörgum
fundanna sem haldnir voru þar,
og sýndi bæði skilning'og rögg-
semi.
Sem viðauka við umgetningu
þessa viljum vér minnast þess,
að Björg hefir verið meðlimur
Manitoba Music Teachers’ Asso-
ciation, um tuttugu og tvö ár.
því timabili hefir hún verið
framkvæmdarnefnd þess fé-
lags í sex ár, vara-forseti eitt ár,
og um tvö undanfarandi ár verið
kosin forseti þess, og heldur
þeim heiðri nú, þegar þetta er
skrifað.
Kanada
Verdkfall hefir verið hafið í
öllum járnverksmiðjum í Kan
ada, og sner.tir það um 14,000
manns, sem á þeim vinna. Þrem
aif stálverksmiðjunum er lokað,
en í einni þeirra, Toronto Jám-
verksmiðju eru 2,000 menn enn
að vinnu. Krefjast verkamenn
kauphækkunar, svo að lægsta
kaup, sem borgað verður í þeim
sé $33.50 um vikuna, og að vinnu-
tíminn sé aðeins 40 klukkustund-
ir á viku.
Frú ísfeld hefir
öðru að sinna
skeið. Var hún
haft mörgu
um margra ára
lengi aðstoðar-
kennari hins velþekta píanó-
kennara, Jónasar Pálssonar, með-
an hann dvaldi hér í Winnipeg.
Svo hefir hún nú um fjöldamörg
ár haft sína eigin kenslustofu,
við mikla aðsókn' og lofsvérðan
árangur, enda tekið ágætis kenn-
arapróf við Toronto Conserva-
tory of Music. Þar að auki hefir
hún verið organleikari í stórri
kirkju hér í Winnipeg, og æft
og stjórnað söngflokkúm, bæði
enskum og íslenzkum.
Síðast en ekki sízt, vildum vér
geta þess, að á þingi C. F. of M.
T. A., sem haldið' var í Victoria
B.C., í júlí-mánuði 1941, flutti
frú Isfeld fyrirlestur um íslenzka
hljómlist, (Icelandic Music). —
Var erindi það vel rómað að
verðugu, og Islendingum til
sóma.
Vér óskum frú Isfeld til ham-
ingju með þennan nýfengna
heiður.
■nimillli
. ..jllt!lll!!l»lllll!l»l!!»!!l!!!l!lll............................................................,,,, U..........
HnniHMnRin^niinniiffliiHiRiiifflnnMÍniHnRRnnniinniMnfflRiinMBBMMHMWiHHinHiinHUHtHitniiutuuitiHuuniiinttuiffiiiiiflioiiinnnHinHiBtiiiBH
FRÚ SIGRÚN JÓNÍNA JÚLÍUS
Eftir glæst og göfugt æviskeið
geymd í þökk og ást er fögur minning. —
Ung þú skreyttir landnemanna leið
lífsins, trú með helgan sigurvinning.
Þú varst líkn á þinni fögru braut
þeirra sem að andbyr lífsins grætti,
fús að létta lúnum hverja þraut,
leggja til þinn hlut af fremsta mætti.
Frjáls og glöð í frumherjanna sveit,
fús að lyfta dagsins sigurmerki,
trygg og föst í lífsins gæfu leit,
ljúf og hrein í ráði, hug og verki.
Einlæg trú á mildi Guðs og mátt
merkti þína leið að hinsta degi,
þá er oss í sælli von og sátt
svefninn kær að förnum stundavegi.
Hann sem telur tímans hröðu ár
trú og dygð þér gaf á löngu skeiði;
ástvinanna angurblíðu tár •
eru blóm á þínu hljóða leiði.
Hljóttu kæra þúsundfalda þökk;
þú varst hrein og trygg til enda dagsins.
Mörgum geymist munarblíð og klökk
minning þín til hinsta sólarlagsins.
M. MARKÚSSON.
.Illlllllllllll!ll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllll!llllllll!!ll!lll>lll>!llllllllllllllllll!lllllllil!!l!!!llll!lllllll!!!llllllll!l!lll>lllllllll!llllllll!l!!'lllll!lllllllllll!!lllllllllllll!llllllllll!!lllllll!!!!!!!lll>!!l
.!lllll!lllilllllllll!ll!llllll!llll>lllll!lllllllllllllllllllll!»llllllllllllll!lllllll!!!!lllllllllllllllll!llllllll!l!!lllll!!l!lll!llll!l!lll!lll!!!!llllll!!lllllllllllllllllll!>!l!l!!l!l!ll!!>!l!llll!l!!l!!llll!!lllll!!llllll!l!HIIII>l>lll^