Lögberg - 18.07.1946, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ, 1946
5
/ \ ÁH l < AUÁI IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
LEYFIR ÞÚ ÖÐRUM AÐ
HUGSA FYRIR ÞIG?
I lýðræðislöndiim er hver
myndugur og ábyrgur þjóðfé-
lagsþegn í rauninni fullvalda
smáríki út af fyrir sig.” (E.P.J.
Lögberg 4. júlí). Lýðræðisfyrir-
komulagið grundvallast á þess-
ari hugsjón; að hver fullveðja
einstaklingur viti hvað hann vill
kunni að velja og hafna fyrir
sjálfan sig og þjóðfélagið í heild,
að hann sé byrgður gerða sinna.
En þetta andlega sjálfstæði ein-
staklingsins hefir aldrei verið í
meiri hættu en nú. Áróðurs
tækin hafa margfaldast þessi
síðustu -ár, og áróðurstæknin er
fullkomnari en nokkru sinni
áður. Það er Iþví afar áríðandi
að viðnámsþróttur einstaklings-
ins gegn áróðursöflunum sé auk-
inn að sama skap, annars er hætt
við því, að í stað þess að yera
“fullvalda ríki út af fyrir sig,”
verði hann vesælt lepp-ríki.
I fyrsta kafla þessarar greinar
°g í öðrum greinum í þessum
dálkum hefir verið vikið að því
hve auðveldlega auglýsendur
geta talið fólki trú um að vam-
ingur sá, sem þeir hafa á boð-
stólum sé því ómissandi. Það er
þjóðfélaginu e. t. v. ekki háska-
legt, þótt hægt sé að telja þús-
undum kvenna trú um að Nylon
sokkar og ýmsar fegrunarvörur
séu þeim lífsnauðsynlegar, að
ýms lyf, svo sem- hægðalyf, séu
'þeim dagleg nauðsyn. Þessar
vörur eru ekki stór hættulegar
fyrir þjóðfélagið í heild, þó það
geti komið einstaklingum illa að
yera of auðtrúa á ágæti þeirra,
t- d. ýmissa lyfja, sem auglýs-
endur ráðleggja honum að nota.
Hitt er hættulegt að fjöldi fólks
skuli vera svona leiðitamur. Ef
fólk er leiðitamt í þessum efnum,
er líklegt að það sé auðtrúa og
úsjálfstætt í hugsun varðandi
þau mál, sem meira er um vert.
Það er hætt við því að það verði
leiksoppar í höndum tækifæris-
sinna og áróðursmanna, sem nota
sér hið andlega ósjálfstæði þess
til að komast til valda í þjóðfé-
laginu.
Kjörseðlinum fylgir mikil iT-
úyrgð; sú ábyrgð að einstakling-
urinn hugsi fyrir sig sjálfur, að
hann leitist við að finna og fylgja
'því, sem er sannast og réttast, og
orðið getur þjóðfélaginu til sem
mestrar blessunar. Því miður er
til fjöldi fólks í landi okkar, sem
ekki gerir sér grein fyrir þessari
úbyrgð, sem ekki hefir viðnáms-
þrótt gegn þeim áróðursöflum,
sem að honum veitast. Fyrir
þessa ástæðu erum við í háska
stödd. Eða erum við vitrari,
sjálfstæðari í hugsun en þýzka
þjóðin, eða ítalska þjóðin, sem
sjálfar kusu og hófu böðla sína
til valda? Fámennar klíkur í
þessum löndum gátu, með yfir-
burða áróðurstækni sinni, blind-
að fjöldann þannig, að þær gátu
leitt hann sem auðsveipar skepn-
ur til niðurskurðar.
Hvað er áróður? (propaganda)
kalla eg þá viðleitni að vinna fólk
til fylgis við ákveðna skoðun
með fortölum, vísvitandi ósann-
indum og hótunum. Hann ber
að greina frá hlutlausum rökræð-
um, þar sem hver aðili reynir að
Vl'su að sannfæra hinn, en báðir
beita aðeins þeim rökum, sem
þeir vita sönnust og réttust og
forðast alla þvingun.” (Dr.
Matthías Jónasson. Stígandi, 1.
hefti — IV árg.).
Hvernig er þá hægt að verj-
^st þeirri hættu, sem af skefja-
i^usum áróðri nútímans stafar?
Það er hægt með því að reyna að
auka viðnámsþrótt einstaklings-
ins, gegn áróðrinum, að ala upp
fólk sem er sjálfstætt í hugsun
og reynir að gagnrýna það, sem
Iþví er sagt — fólk, sem hugsar
fyrir sig sjálft. Þetta er hlut-
verk foreldranna og skólanna.
Foreldrar ættu að kenna börn-
um aínum sem fyrst að þau
verði sjálf að bera ábyrgð á
gjörðum sínum, og einnig því,
sem þau láta ógert. Þau verða
að læra að ákveða sjálf hvaða
afstöðu þau taka gagnvart þeim
viðfangsefnum sem þau fást við.
Það er vitanlega auðveldara
fyrir foreldra í svipinn að skipa
börnum fyrir um hvaðeina, sem
þau gera, án þess að láta þau
hafa fyrir að hugsa um það sjálf
og taka sínar eigin ákvarðanir,
en slíkt rænir barnið andlegu
sjálfstæði. Hinsvegar ættu for-
eldrarnir að útskýra málið fyrir
þeim og hvetja þau til að afla
sér upplýsinga, og þegar allar
mögulegar upplýsingar eru fyrir
hendi, að ákveða þá sjálf hvað
gera skuli.
Það er sitt hvað að leita upp-
lýsinga og fræðslu um ákveðið
málefni, og að leita ráða til ann-
ara um, hvaða afstöðu við eigum
að taka í málinu. Við erum alt-
af að hitta fólk, sem er reiðubúið
að ráðleggja öðrum. Þessir sjálf-
boða ráðgjafar vita sem er, að
þeir eiga ekkert á hættu þótt ráð-
leggingar þeirra gefist illa. Það
eru þeir, sem ráð þiggja, er verða
að sæta afleiðingunum. Þrátt
fyrir þessi augljósu sannindi,
sætir það mestu furðu hve margt
fólk leitar ráða til hvaða loddara
sem er, fremur en að leggja sér
ráðin sjálft. Það fer, t. d., til spá-
kvenna, stjörnufræðinga, lófa-
lesara, o. s. frv., til þess að láta
segja sér hvemig það eigi að
haga fjármálum, ástamálum, eða
hjúskaparmálum sínum. Þegar
einhvervandræði ber að hönd-
um, er ym að gera að leita upp-
lýsinga um málið til þeirra sem
hafa þekkingu á málefninu, en
ákvörðun í málinu verðum við
að taka sjálf. Þetta ættu for-
eldrar að innprenta börnum sín-
um. Börnin munu vitanlega oft
taka skakka afstöðu til hlutanna,
en þau munu smámsaman læra
af reynzlunni og aðeins þannig
munu þau ná þeim þroska að
verða fullorðin andlega engu
síður en líkamlega.
Það væri heldur ekki úr vegi
að foreldrar fylgdust betur með
því hvaða áhrif skólinn hefir á
barnið. Er leitast við að þroska
dómgreind barnsins, eða er mest
áherzlan lögð á það að nemand-
inn leggi sem mest á minnið, læri
langar klausur úr námsefnunum
utan að, til þess að hann sé viss
um að komast í gegn um próf-
in? Ef að unglingurinn er ekki
vaninn á að hugsa um, að gagn-
rýna viðfangsefnin mun lærdóm-
urinn ekki verða honum að
miklu gagni. Meira að segja, eg
leyfi mér að halda því fram, að
þessi mikla áherzla sem lögð er
á það að nemeridur læri langar
klausur utan að, geri þeim hið
mesta ógagn. Það venur þá á
að gleypa umhugsunarlaust við
öllu, sem þeim er sagt. Þessi
páfagauka lærdómur rænir þá
allri sjálfstæðri hugsun. Þannig
eru skólarnir að veikja, í stað
þess að efla viðnámsþrótt hinn-
ar ungu kynslóðar gegn áróðurs
hættunni.
Foreldrar, kennarar og allir
þeir, sem bera heill þjóðarinnar
fyrir brjósti, ættu að íhuga þetta
mál, því framtíðarheill þjóðar-
innar veltur á því að “hver mynd-
Kirkjuþingið, 1946
Hvað er að frétta af kirkju-
þinginu? Var ekkert rifist í
þetta sinn? Þannig spurðu
heimamenn kirkjuþingserind-
reka sína í gamla daga, er þeir
komu heim af þingum, og svarið
við síðari spurningunni var þá
oft játandi. Spunnust svo út af
svarinu langar umræður um
menn og málefni sem fram komu
á þingum. Var þá fyrri spurn-
ingunni einnig svarað. Þá var
hiti í dagskrám, og hetjur á
jörðu. Svo var það talið og er
sumstaðar enn. Nýlega sat á
þingi einn af fulltrúum hinnar
fyrstu kynslóðar Islendinga hér
í landi, og hafði hann setið fleiri
kirkjuþing en flestir aðrir sem
þar voru staddir. Á þingfundi
einum var þessa minst og öld-
ungurinn fór þá að rifja upp‘
hina góðu gömlu daga, þegar
menn báru nú hag Guðs kristni
alvarlega fyrir brjósti. Eitt
kirkjuþingið sagði hann að hefði
verið kallað “blóðuga þingið.”
Ekki man nú sá er þetta ritar af
hverju sú nafngifta stafaði. í
annan stað var það að sátta-
néfnd hafði talað á milli safnað-
armanns og prests sem höfðu
orðið saupsáttir. Safnaðarmað-
urinn, sem seinna varð kirkju-
þingsmaður, sagði svo frá þessu
á kirkjuþingi, lét þess getið að
hann hefði sætzt heilum sáttum
við prestgarminn, “en þó,” bætti
hann við, “gekk eg lengi fram
hjá honum eins og öðrum hundi.”
En nú eru menn hættir að
spyrja síðari spurningarinnar
sem að ofan getur. Nú er gengið
að því sem sjálfsögðu að menn
séu vaxnir upp úr þeim barna-
skap að deila um guðleg efni á
kirkjufundum. Ef nokkurstaðar
er hægt að búast við sátt og sam-
lyndi, þá ætti það vissulega að
vera á slíkum mannamótum.
Hið 62 kirkjuþing Hins Ev.
Iúterska kirkjufélags Islendinga
í’ Vesturheimi, sem haldið var
í bænum Minneota, í ríkinu Min-
nesota, dagana 27. júní til 1. júlí,
fór á allan hátt mjög friðsamlega
og vel fram. Margt hjálpaðist að
til að gera þetta kirkjuþing á-
nægulegt: Ágætur undirbún-
ingur af hálfu hins vinsæla
heimaprests, séra Guttorms Gutt-
ormssonar og konu hans, ágæt
samvinna og skipulagning heima-
fólksins í prestakallinu, frábær
veðurblíða, frjósemi og fegurð
sveitacinnar^ og þá ekki sízt^.
höfðinglegar viðtökur og gest-
risni þeirra sem stóðu aðkomu-
mönnum fyrir beina.
Kirkjuþing var síðast haldið í
Minneota 1930. Á þeim sextán
ár.um sem liðin eru síðan hafði
bygðin auðsýnilega tekið all-
miklum breytingum, einkum að
því er fólkið snerti sem fyrir
málum stóð. En þó var höfðing-
skapurinn sá sami, og hin ís-
lenzka gestrisni sagði enn til sín.
En bygðin er ekki lengur íslenzk
á þann hátt sem hún áður var.
Frumbyggendurnir eru margir
gengnir til moldar; hin unga kyn-
slóð, börn þeirra og barnabörn,
hafa mjög blandast annara þjóða
fólki frá ýmsum löndum. Islenzk
tunga virðist ekki lengur vera
mál fólksins, jafnvel ekki þeirra
af eldri kynslóðinní sem enn
standa uppi. Tvent var það
einkum sem einkendi þetta kirkj-
uþing: Þar var meiri enska töl-
uð en á nokkru öðru kirkju-
þingi lúterskra Vestur-Islend-
inga fram að þessu, og þar áttu
fleiri konur þingsæti en áður
hefir tíðkast. Um hið síðara er
ekkert nema gott að segja, en
þó getur engum dulizt að hér
er mikil bryting á orðin frá því
sem áður var, er engar konur
sátu á kirkjuþingum. Þannig
mun það enn vera á meðal hinna
ugur og ábyrgur þjóðfélagsþegn
sé í rauninni fullvalda smáríki
út af fyrir sig,” að sérhver full-
veðja einstaklingur þjóðfélagsins
leyfi ekki öðrum að hugsa fyrir
sig.
stærri deilda lútersku kirkjunn-
ar í Ameríku. Karlmennirnir
heimta þann einkarétt að vera
húsbændur að því sem að kirkju-
málin snertir, eða gera sér að
minsta kosti hugmyndir um að
þeir séu það. Sjálfsagt færi bezd
á því að sem mestur jöfnuður
væri á þessu, þannig að hvorugt
kynið yfirgnæfði hitt að töl-
unni til á slíkum þingum. En
þetta er á valdi safnaðanna sem
kjósa erindreka sína.
Þetta kírkjuþing mun hafa
verið að mun fámennara en
venjulega gerist. Samtals munu
hafa átt sæti á þinginu fjörutíu
og tveir erindrekar safnaða, og
prestar. Mun það svara einum
fulltrúa fyrir hvern söfnuð sem
nú er í kirkjufélaginu. Sumir
söfnuðumir höfðu þrjá eða fjóra
erindreka, en aðrir enga. Ýmsir
safnaðanna gátu ekki komið því
við að senda erindreka vegna
fjarlægðar frá þingstaðnum, og
vegna tiltölulega mikils kostnað-
ar. Flest kirkjufélög greiða
ferðakostnað erindreka sinna á
kirkjuþing, en það hefir enn sem
komið er ekki tíðkast hjá kirkju-
félagi voru. Þó voru þarna
staddir menn frá mjög fjarlægum
stöðum, Berkeley, California,
Seattle, Wn., Vancouver, B.C.,
Nýja fslandi, Lundar, Winnipeg,
Norður Dakota, og Minneapolis.
Þingið hófst með guðsþjónustu
í kirkjunni í Minneota, og þar
fóru allir þingfundir einnig fram,
á fimtudagskvöldið 27. júní. Vara
forseti félagsins, séra Valdimar
J. Eylands frá Winnipeg flutti
þingsetningarræðuna, prestar og
fulltrúar gengu til altaris, og for-
seti félagsins, dr. theol. Harald-
ur Sigmar, frá Vancouver, B. C,
flutti síðan ársskýrslu sína. Var
skýrsla hans mjög ítarlegt yíir-
lit yfir starf félagsins á árinu, og
kom víða við. Helztu málin sem
hann drap á voru: Heimsfrið-
urinn, Heiðursverndari félagsins;
dr. theol. Sigurgeir Sigurðsson
biskup yfir íslandi; Útgáfumál
félagsins; Tillög til almenns
•kirkjustarfs og til National Luth-
eran Council; Minningarsjóður
presta; Sumarbúðir Bandalags
Lúterskra Kvenna; Trúboð
heima og erlendis; Elliheimili;
Ungmennastarf( og svo síðast yf-
irlit yfir heimsóknir forseta til
hinna ýmsu safnaða og önnur
störf.
Dagskrárnefnd lagði ^fam
skýrslu sína næsta dag, og fjall-
aði hún að mestu um hin sömu
mál og forseti hafði gert grein
fyrir í skýrslu sinni, og voru
þau öll afgreidd af þinginu.
Helztu nýmælin sem komu til
athugunar og afgreiðslu voru
•hið fyrirhugaða Elliheimili á
Mountain, Norður Dakota, sem
búist er við að verði bygt í ná-
lægri framtíð, og gert er ráð
fyrir að muni kosta um $50,000.
Stjórnarnefnd Elliheimilisins á
Gimh mælti með því að ákveðin
fjárupphæð væri veitt úr sjóði
stofnunarinnar að láni til þessa
nýja fyrirtækis, og var það sam-
þykt af þinginu. Einnig var rætt
um fyrirhugað Elliheimili í Van-
couver, B. C., og ákveðið að veita
nokkurn fjárhagslegan styrk til
þess fyrirtækis, með tilteknum
skilyrðum. Einnig má telja það
nýmæli að ákveðið var að “Sam-
einingin,” hið élsta mánaðarrit
sem nú er gefið út á íslenzkri
tungu, skuli í framtíðinni gefið
út sem ársfjórðungsrit.
Tvær afar fjölmennar kvöld-
samkooiur voru haldnar í skóla-
sal bæjarins, og var þar fjöl-
breytt skemtiskrá borin fram í
bæði skiftin. Fyrra kvöldið var
Dr. R. R. Belter, frá Burlington,
Iowa, forseti Wartburg Synod-
unnar svo nefndu, og virðulegur
fulltrúi Sameinuðu Lútersku
Kjrkjunnar í Ameríku (ULCA),
aðalræðumaðurinn. Er hann
mikilfenglegur kirkjuhöfðingi og
ræðuskörungur. Síðara kvöldið
flutti séra Octavíus Thorlaksson
frá Berkeley, California aðal-
ræðuna, er fjallaði um áfstöðu
nútímans til trúboðs erlendis.
Var ræða- hans gagnhugsuð og
flutt af brennandi krafti vakandi
sannfæringar fyrir skyldum og
tækifærum kirkjunnar á þessu
sviði. Á þessu þingi var 30 ára
vígsluafmæli séra Octavíusar', og
var honum boðið sérstakiega til
þings með tilliti til þess, og hann
heiðraður með peningagjöf frá
bygðarfólki. En hann er fæddur
og uppalinn að nokkru leyti í
Minneota, þar sem faðir hans,
séra N. Steingrímur Thorláksson
var þá prestur. Var þetta því
að vissu leyti eins konar “heim-
koma” fyrir hann, enda var hon-
um tekið með hinni mestu prýði.
Á sunnudaginn var guðsþjón-
usta haldin í kirkjunni í Minne-
ota. Séra Octavius þjónaði fyrir
altari, en séra Egill H. Fáfnis,
og séra Harold S. Sigmar fluttu
ræður.
Eftir hádegi á sunnudaginn
var samkoma haldin á vellinum
fyrir framan kirkjuna, og töluðu
þar flestir prestanna og svo
Gunnar B. Björnsson, frá Minne-
apolis, en hann var einn af full-
trúunum frá heimaprestakall-
inu á þessu þingi.
ÁðkomuprestEU1 á þessu þingi
voru þeir, séra Kristinn K. Ól-
afsson frá Mt. Carroll, 111., og
frú; séra Carl J. Olson og frú frá
Stamford, Nebraska, séra Mar-
tin Oygard, síðast þjónandi prest-
ur á Lundar, síðar herprestur,
en nú við nám í Chicago; séra J.
David Larsen, norskur prestur í
Minneota, og svo Dr. R. R. Belt-
er, sem áður var nefndur.
Fjórir fulltrúar voru kosnir til
að mæta fyrir kirkjufélagsins
hönd á næsta alsherjarkirkju-
þingi United Lutheran Church,
sem hefst í Cleveland, Ohio, í
október næstkomandi. Þeir sem
kosningu hlutu voru þeir prest-
arnir, séra Guttormur Guttorms-
son, og séra Rúnólfur Marteins-
son, og úr hópi leikmanna þeir
Victor Jónasson frá Winnipeg,
og Gunnar B. Björnsson frá
Minneapolis. Til vara voru kos-
in þau Eric H. Sigmar í Blaine, og
Mrs. Lauga' Jóhannesson frá
Winnipeg.
Þinginu lauk um hádegi á
þriðjudag, 1. júlí. Skömmu áð-
ur höfðu þessir verið kosnir em-
bættismenn félagsins fyrir næsta
ár: Dr. Haraldur Sigmar, for-
seti; séra Valdimar J. Eylands
vara-forseti; séra Egill H. Fáfnis,
skrifari; séra Bjarni A. Bjarna-
son vara skrifari; Mr. S. O. Bjerr-
ing féhirðir, og Victor Jónasson
vara féhirðir.
I framkvæmdarnefnd eiga
sæti, auk forseta, skrifara og fé-
hirðis, þeir: séra B. A. Bjarna-
son, Árborg; séra Skúli Sigur-
geirsson, Gimh; Victor Jónas-
son, Winnipeg, og Frímann Ein-
arsson, Mountain, Norður Dak-
ota.
I trúboðsnefnd voru kosnir
þeir: Séra Valdimar J. Eylands;
séra Sigurður Ólafsson; séra
,Bjarni A. Bjarnason; Magnús
Gíslason, Árborg, Man., og Wal-
ter Breckman, Lundar, Man.
Næsta ársþing kirkjufélags-
ins verður haldið að Mauntain,
N. Dak.
V.
NÝKOMIÐ!
NÝ UPPFINNING !
“GOLDEX”
HIAGATÖFLUR
Ef þér kvíSié fyrir máltið,
vissum mat vegria gass — 6-
þæginda, fiiinlð til of mikils
hjartsláttar; vonds bragðs,
uppþembu eða verkja af völd-
um ofáts eða ofdrykkju
Þá er óþarft að kveljast
FÁIí) YÐUR HINAR
• Skjótvirku
• Bragðgóðu
“GOLDEN”
MAGATÖFLUR
360 töflur, $5.00; 120 töfiur,
$2.00; 50 töflur, $1.00.
Reynsluskerfur, lOc.
HÆST 1 ÖLLUM LYFJABÚÐ-
UM — LYFJADEILDUNUM
AT YOUR SERVICE
In 1886 — 60 years ago — the Dominion Experimenlal Farms were
founded. Starting with five farms the System has since been extended to
34 farms and stalions and 210 illustration stalions. This System, the largest
and most comprehensive of its kind in any country. is mainlained, with ihe
olher Services of the Dominion Department of Agriculture. for the promo-
tion of agricullure and the nalional economy of Canada.
As a result of ihe work carried out in the past by all the Services of
the Department in co-operation with the provinces and agricultural colleges,
a much grealer measure of siabilily has been given to farming in ihe
Dominion.
Now that the war has ended all the Services of the Dominion Depart-
ment of Agriculiure — Experimental farms. Science. Production and
Marketing — visualize a broader and fuller program of usefulness to the
people of Canada. The facilities of these Services are varied and extensive.
Everybody in Canada is invited to take advantage of them freely. The
Department is always ready to assist in any way in the advancement of the
basic industry of Canada — Agriculture.
Dominion Department of Agriculture
Ottawa, Canada
HON. JAMES G. GARDINER, DR. G. S. H. BARTON,
Minister Deputy Minister