Lögberg - 18.07.1946, Side 6

Lögberg - 18.07.1946, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ, 1946 í—.. ........= I Margrét Werner Eins og hún hafði búist við gengu þau rakleitt að trjánum, þar sem garð-stól- arnir voru, og Ethel benti Ralph að setjast á annan stólinn, en settist sjálf á hinn. Það sem hún sagði féll sem mild dögg á hjarta hans, en Margréti fanst orð hennar brenna sitt afbrýðissama hjarta, eins og glóandi járn. “Eg hélt,” sagði Ethel, “að þú værir hetja, en nú hagar þú þér sem veiklaður og kjarklaus maður.” Hún skildi varla hvað Ralph sagði; hann sagði eitthvað um “mistök lífsins.” “Eg sagði þér einusinni,” hélt Ethel áfram, “að sá maður sem gæti hreysti- mannlega tekið afleiðingunum af sín- um eigin gerðum, að hann væri hetja. Það getur skeð að þú hafir gert glappa- skot, en þú verður að gera það bezta sem þú getur úr því, en það er ekki sem þú ert nú að gera.” “Nei,” sagði hann alvarlega. “Eg er ófarsælli en þú getur ímyndað þér, Ethel. Það er eins.og eg hafi mist alla von og traust á lífinu. Einusinni hafði eg svo stórar og glæsilegar vonir, en nú eru þær allar dauðar.” “Þú ert of ungur maður til að tala svona,” svaraði hún. “Dálítið hugrekki og þolinmæði, þá lagast þetta aU fyrir þér. Ef það er þér nokkurs virði, þá máttu treysta því, að þú hefur mína innilegustu hluttekningu —” Miss Ethel fékk aldrei tækifæri til að ljúka við þessa setningu; því á sama augnabliki stóð Margrét fyrir framan hana, með nábleikt andlit og eldur brann úr augum hennar. “Láttu vera samhygð þína, Miss Newton,” skrækti Margrét í hásum rómi. Hví hefurðu gert manninn minn óánægðan með mig? Hví hefurðu rænt mig ást hans? Hví skrifar þú honum og biður hann um að mæta þér, svo þið getið talað saman illt um mig og bak- nagað mig.” “Hættu þessu!” sagði Ralph alvar- lega og tók um handlegg hennar. “Tal- aðu ekki svona, Margrét! Ertu gengin af vitinu?” “Nei, ekki enþá,” skrækti hún, “en -þessi falska kona er líkleg að koma því til leiðar!” Nú stóð Miss Newton upp. stilt og rólega, án þess að sæist nokkur geð- brigði á henni. “Vertu hérna eitt augnablik lengur, Miss Newton, má eg biðja þig þess,” sagði Ralph, “meðan konan mín biður þig fyrirgefningar á því se mhún hefur sagt. “Það er alt satt sem eg hef sagt,” skrækti Margrét. “Hún skrifaði og bað þig um að mæta sér hér.” “Margrét,” sagði Ralph, með djúpri alvöru, “hefurðu lesið bréfið, sem Miss Newton skrifaði mér?” “Já,” svaraði hún. “Og með yfirlögðu ráði komstu hing- að til að hlustá á það, sem þú aldrei áttir að heyra?” Alvaran í orðum hans sljákkaði ofur- lítið æsinguna í henni, og hálf skelkuð horfði hún á hans rólega og alvarlega andlit. “Svaraðu mér,” sagði hann. “Hef- urðu falið þig milli þessara trjáa til þess að standa á hleri?” “Já,” svaraði hún; “og eg skyldi gera það aftur, ef einhver reyndi að tæla manninn minn frá mér.” “Þá vil eg biðja fvrirgefningar á þeirri lítilsvirðingu sem eg hef gert nafni mínu og ætt!” sagði hann. “Getur mér verið fyrirgefið að eg hélt að slík kona gæti orðið mér samsvarandi eigin- kona! Hlustaðu á mig,” og ástríðan í málróm hans varð að fyrirlitningu; “Miss Newton er vinur þinn; hún bað mig að mæta sér hér, svo að hún gæti talað þínu máli, Margrét — að hún vildi reyna að fá mig til að vera meira hjá þér, og draga mig útúr samkvæm- islífinu; og með því að bæta heimilis- ]íf okkar, og fá mig til að verða betri eiginmann og heimilisföður en eg hef verið, uppá síðkastið. Það er ástæðan fyrir því að hún bað mig að mæta sér hér.” “Ég — ég trúi því ekki,” sagði Mar- grét, kjökrandi “þú getur gert, sem þjer sýnist með það,” svaraði hann, kalt. “Miss Newton, ég skyldi gjarna falla fram fyrir þjer og biðja þig fyrirgefning- ar fyrir þá móðgun sem þú hefur orðið fyrir. Hefði það verið karlmaður sem hefði gert sig sekan um slíkt, hefði hann orðið að koma fyrir dómstólin, En mann eskjan sem hefur gert sig seka í því, ber mitt nafn. Ég bið þig innilega um fyrir- gefningu.” “Það skal eg með ánwgju veita þér,” svaraði hún; “konan þín hefur ekki verið með fullu ráði, annars hefði hún vitað að eg var vinur hennar. Mér þykir svo f jarska mikið fyrir því, að minn góði tilgangur skyldi snúast til slíkrar óhamingju. Gleymdu því að þetta var minni yfirsjón að kenna, og fyrirgefðu Margréti; hún hefur áreiðanlega ekki vitað hvað hún sagði.” “Eg fyrirgef henni,” sagði Ralph, “en eg vil ekki framar sjá andlit hennar, því í því sé eg hér eftir ekkert annað en sifTán. Ást mín til hennar fékk sitt rothögg við framkomu hennar þessar síðustu mínútur. Kona, sem ekki kann að gæta sóma síns og framferðis betur en svo, að leggja sig eftir að tortryggja og standa á hleri, skal aldrei framar vera mín kona.” “Vertu ekki svona harður við hana,” sagði Ethel, er hún sá Margréti yfirbugaða og gráta sem barn. Allur ofsi og afbrýði var nú horfinn úr huga Margrétar. “Eg kenni í brjósti um hana,” svaraði hann, “það veit Guð að eg kenni í brjósti um hana. Eg kenni í brjósti um sjálfan mig. Við Cumings virðum og elskum heiðarlegar konur. Eg skal fylgja þér á leið, Miss Newton, og svo göngum við Mrs. Cuming frá okkar málum. — Ethel laut ofan að Margréti, og kysti hennar sorgbitna andlit undur blíðlega. “Rendu að gera þér ijóst, Mrs. Cum- ing, að þú hefur misskilið mig, og hefur rangt fyrir þér,” sagði Ethel, ofur milt og vingjarnlega. “Mér var ekkert ann- að í hug en að sýna þéi* einlæga velvild og vináttu.” Þau gengu þegjandi burtu, Miss New- ton kendi í brjósti um þau bwði, og þótti afar sárt að góðvilji sinn hefði valdið slíkum áfleiðingum, Ralph fylgdi Ethel að vagninum henn- ar, sem var aðeins spölkorn frá hús- inu, svo gekk hann heim aftur. Þegar hann kom að trjálundinum, var Mar- grét farin þaðan, og sem snöggvast lét hann sér á sama standa hvert hún hefði farið. Hann var nærri því að gefast upp undir byrði sorgár sinnar og óham- ingju. 14. Kafli. Sá sársauki og kvöl sem skar hjarta Margréþar, hefði vakið meðaumkvun hvers sem það vissi. Hún var sem steini lostin, ráðvilt og hugsunarlaus, fremur dauð en lifandi. Ef hún hefði getað rifið myndina af Ethel útúr huga sínum, hefði hún gert það. Fyrirlitning og reiði Ralph’s skar meðvitund hennar * þangað til hugur hennar og hjarta kom- ust í óstjórnlega æsingu, eins og hræði- legur fellibylur sliti og tætti í sundur hjarta taugarnar í brjósti hennar. Hún gat ekki séð að hún hefði gert neitt rangt; hún gat ekki skilið að það væri svo stórkostlegt að lesa bréf, sem var skrifað til mannsins síns, og ekki held- ur að neitt ljótt væri við það að standa á hleri. Gat það verið að brjót á móti góuíh siðferðis reglum? Hún hugsaði í það sinn lítið um það, sem hún hafði gjört, því hún var svo æst af reiði gegn Ralph og Ethel. Hver sem hefði séð hana, hefði mátt hugsa að hún væri brjáluð, því þannig var útlit hennar og látbragð. Hann skyldi standa við það sem hann hafði sagt — komi hvað sem koma vill — hann skyldi aldrei framar sjá andlit hennar — þetta andlit sem hann svo oft dáðist að og þótti svo fall- egt. Hún ætlaði að komast eitthvað í burt — hann var, hvort sem var orðinn leiður á henni og b‘rnunum, hét hún. Þau skyldu ekki vera honum framar til angurs og ónæðis. Það er bezt hann fari til hinnar fölsku og fögru Miss New- ton sem hafði látið sem hún tæki svo innilegan þátt í gjörðum hennar. Margrét hafði fengið sér unglings sveitastúlku til að hjálpa sér með börnin. Hún var meir en lítið forviða þegar hús móðirin kom inní herbergið, þar sem hún var með þau. “Júlía,” sagði hún í alvarlegum mál- róm, “eg ætla að fara heim til Eng- lands. Viltu koma með mér9” Margrét hafði ekki lært nema lítils- háttar í ítöjsku. Stúlkan leit undrandi á hana; það var eitthvað svo hart og kuldalegt í hinum milda málrómi Mar- grétar. “Já, eg skal fara með þér, ef þú vilt,” svaraði stúlkan. “Eg á enga vini né ættingja hér, sem mér þykir vænt um.” Með skjálfandi hendi fór Margrét að láta dót sitt í koffort og ferðatöskur, en hún henti burt öllum leikföngum sem Miss Newton hafði gefið börnunum. Hún hugsaði ekki eitt augnablik um þá mörgu sæludaga sem hún hafði verið í þessu indæla húsi. Hún hugsaði ekki heldur um liðna daga, og unga manninn, sem hafði elskað hana svo mikið, að hann hafði kastað á glæ allri framtíð sinni hennar vegna. Það eina sem hafði heltekið huga henn- ar var umhugsunin um manninn sinn, sem aldrei framar vildi sjá hana — og sem í geðæsingu hafði sagt að hann iðraðist þess að hann hefði gifst henni. Hún gat ekki grátið — Það hefði þó ver- ið hugfró hennar særða hjarta; augun voru þur og starahdi. Litlu stúlkurnar skildu að það var eitthvað óvanalegt við mömmu sína, það var sem þær væru hræddar við hana, og fóru að gráta. Hún tók þær með áköfum ástaratlot- um í faðm sér, og óskaði þess, að þær yrðu aldrei fyrir annari eins fyrirlitn- ingu og hún hefði mátt líða. Nú var ekkert eftir af hinni fríðu og blíðu Mar- gréti sem einusinni var. Hún dreif í flaustri allan sinn farangur ofan í kassa og töskur og batt vandlega utanum og skrifaði í stórum stöfum utan á. Júlía horfði þegjandi á hana en spurði svo; “Hvert förum við, signora?” Margrét svaraði henni í bitrum róm: “Til for- eldra minna á Englandi.” Þegar alt var tilbúið, og búið að klæða börnin í ferðafötin, og Júlía beið eftir að lagt yrði á stað, settist Margrét við skrifborð mannsins síns og skrifaði eftirfylgjandi línur. Hún grét ekki, og hendin var ekki óstyrk; orðin voru á- kveðin, en erigin mælgi né harmatölur: “Eg vil ekki bíða þar til þú rekur mig í burtu. Eg skal ekki framar vera þér þyrnir í augum. Fyrir löngu síðan sá eg að þú varst orðinn leiður á mér. Eg fer heim til föður míns, og börnin tek eg með mér — þú kærir þig ekki meira um þau en mig. Þau eru mín — ekki þín. Eigðu úst þína, eg tek mína ást með mér. Þó þú síðar bæðir mig að hverfa aftur til þín, mun eg aidrei koma til þín aftur, né tala orð við þig framar.” Hún braut bréfið saman og skrifaði utaná það til mannsins síns. Þegar hún yfirgaf þetta fagra litla hús, leit hún ekki einu sinni til baka á hina laufum- skrýddu múra þess. Fyrst er þau komu til Florence, höfðu þau haft þjónustu stúlku, sem nú kom þangað og var alveg steinhissa yfir að sjá þá breytingu sem orðið hafði á Mrs. Cuming, og þetta harða og stranga út- lit á þessu blíða andliti, sem áður var. Hún gat varla þekkt hana aftur. Mar- grét sagði henni, að í húsinu væri bréf til Mr. Cuming, og bað hana um, er hún sægi hann, að segja honum frá þAu. Hún svaraði engu því sem stúlkan spurði hana; hún varð að flýta sér að komast á stað, svo Ralph findi hana ekki þar, er hann kæmi heim. Um hádegisbilið, er Ralph sat, ásamt nokkrum vinum sínum á tröppunum fyr- ir framan Hotel d’ Italie, var konan hans á leið til járnbrautar stöðvanna. Hún hafði ekki meiri peninga, en ré.tt í fargjaldið heim til sín, en ekkert þar framyfir. Hún hafði enga ró; henni fanst hvert augnablik sem heill klukkutími, þár til lestin lagði á stað, og hin fagra Florenceborg var í fjarlægð og bak við hana. E!f það hefði ekki verið vegna þess að Margrét var í svo æstu skapi, hefði hún hugsað til svo langrar ferð- ar með ótta og kvíða. þar sem hún var svo ein síns liðs og aðstoðarlaus með börnin sín. Hún hafði æfinlega, hvert sem hún fór, notið aðstoðar og um- hyggju mannsins síns. En nú var eins og hún fyndi orkuna í sér sjálfri, og óttaðist ekki neitt. Hún' flúði í flýti frá honum, sem í geðshræringu hafði sagt að hann óskaði ekki framar að sjá and- lit hennar. Foreldrar Margrétar bjuggu í einu fallegasta innlands þorpi á Englandi, þar sem vel ræktaðir akrar voru allt í kring. Löng röð af álmtrjám lá upp að húsinu sem þau bjuggu í, sem var nærri þorpinu. Þau Werners hjónin voru ekki rík; þau rétt börðust í bökkum með að hafa nægilegt handa sér, því stundum mislukkaðist uppskeran af landblett- inuin sem þau höfðu, og stundum mistu þau gripina sína úr faralds kvillum, og svo var veðráttan oft óhagstæð. En þetta ár hafði þeim heppnast búskapur- inn með bezta móti, Heyið stóð í stór- um stökkum, og komið stóð nú full- þroskað á akrinum. Kýr og kindur í bezta standi. — í einu orði sagt, það var ágætis ár fyrir bændurna. En þrátt fyrir þessa velgengni, var þó eitt sem lá þungt á huga Werners. í síðasta bréfi sem Margrét hafði skrifað móður sinni, gat hún þess, að þau væru stöð- ugt að fjarlægjast hvort annað, meira og meira, og það var engin gleði né á- nægja í því sem hún skrifaði. Mrs. Werner þóttist viss um að dóttir sinni liði ekki vel, og Mr. Werner gat ekki fengið hana ofan af því. Það var fagurt ágústmánaðar kvöld. Mr. Werner var farinn að heiman til að reka gripina heim. Mrs. Werner var heima og stóð á tröppunum fyrir fram- an húsið, til að njóta veðurblíðunnar og horfa á fegurð landsins. Þá sá hún hvar kom ung kona og bar barn á handleggn- um, og á eftir henni gekk ung stúlka, sem einnig bar barn. Hún horfði og horfði; og er þær komu nær, fanst henni hún þekkja svip dóttur sinnar í hinu bleika andliti konunnar sem á undan var, en það gat ekki verið, hugsaði hún, en þó var það svo. Mr. Werner, sem kom að úr annari átt, gekk til hennar og spurði hana hvað um væri að vera, því konan leit út eins og hún hefði séð reimleika. “Sjáðu, sjáðu!” sagði hún, “er það mögulegt að það sé Margrét okkar, eða er það svipurinn hennar?” Það vildi svo til að Gregory var stadd- ur hjá Werner, sínum gamla vini. Þau stóðu öll þrjú á tröppunum, og Margrét, sem sá þau, hraðaði göngunni. Hennar nábleika andlit og æðisglampinn í aug- um hennar, virtist að bera órækan vott um hina mestu áreynzlu. “Margrét, Margrét!” hrópaði móðir hennar; er það virkilega þú sjálf?” “Já, það er eg,” var svarið í veikum róm. “Eg er að koma heim, móðir mín. Hjarta mitt er harmi lostið og mig langar til að fá að deyja.” Þau komu nú til hennar, og er þau sáu hve þreytt hún var, studdu þau hana inn í húsið og lögðu hana á legu- bekk. Mrs. Werner grét hástöfum og barmaði sér yfir sinni fríðu dóttir, svo vansælli, svo einmana og yfirgefinni. Þeir Mr. Werner og Mr. Gregory stóðu og störðu sorgbitnum auguiri á hana. Mr. Gregory, sem hafði beðið hennar, krepti hnefana og sagði við föður hennar: “Ef hann hefur marið hjartað í brjosti hennar, og sent hana heirn til að deyja, þá má hann gæta sín.” “Eg vissi að það mundi ekki hepnast vel,” sagði Werner — “Slíkar giftingar verða aldrei hamingjusamar.” Þegar Margrét leit upp og sá þessi þrjú áhyggjufullu andlit í kringum sig, fanst henni sem hún vissi ekki hvar hún væri. Þegar hún áttaði sig á því, néri hún saman höndunum og stundi veiklu- lega. “Margrét,” sagði móðir hennai, “hvað hefur komið fyrir þig. Treystu okkur, elsku barnið mitt — við erum þfnir beztu vinir. Hvar er maðurinn þinn? Hví hefurðu farið frá honum?’’ “Af því hann var orðinn leiður á mér,” sagði hún grátandi, og aftur blossaði ofsa reiði fram í hennar bleika og út- taugaða andliti. “Eg gerði nokkuð sem honum fanst svo ófyVirgefanlegt, að hann óskaði að hann hefði aldre giftst mér.” “Ekkert sem eg áleit að væri rangt. Spurðu mig ekki um það. faðir minn. Eg vil heldur deyja en fara aftur til hans, eða sjá hann nokkurntíifia aftur. En þú mátt samt ekki hugsa illt um hann. Það var altsaman misskilningur. Eg gat ekki skilið hans hugsanir, né lifað hans lífi — við vorum of ólík til þess —- svo við vorum bæði ófarsæl. H'ann óskar ekki eftir að sjá mig framar, og eg vil ekki, hvað sem í boði er, sjá hann framar.” Werners hjónin litu undrandi hvort á annað. Hún gerði þau alveg hissa með sínum æstu orðurn og ofsa. Gat þetta verizð Margrét þeirra, sem ávalt hafði verið þeim sólskin og blíða? “Ef þú vilt ekki hafa mig hér, faðir minn,” sagði hún í hösturn róm, “þá get eg farið eitthvað annað; hér eftir koma mér engin vonbrigði á óvart.” Mrs. Werner hafði hallað hennar þreytta höfði að sér. “Veistu ekki, barnið mitt, að móður ástin bregzt aldrei?” Gregory hafði tekið tvíburana í fang sér, og virti með aðdáun fyrir sér and- lit þeirra og fríðleik. Börnin horfðu örugg og með trausti framan í andlit honum.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.