Lögberg - 18.07.1946, Síða 7

Lögberg - 18.07.1946, Síða 7
LÖGBEHG, FIMTUDAGIWN 18. JÚLÍ, 1946 * 7 SUMARBRÚÐIRNAR VIÐ HÚSAVÍK VÍGÐAR TIL NOTKUNAR Þegar eg ók heim að sumar- báðunum sem Samband lútersku kvenfélaganna í Amerika hefir látið reisa á þessum fornfræga sogustað Vestur-lslendinga, til þess að vera viðstaddur starfs Vígslu athöfn þeirrar stofnunar, á sunnudaginn var, 7. þ. m., stóð eg nærri agndofa, og spurningin sem Jónas spurði sjálfan sig að forðum kom fyrst fram í huga mér: “Hver vann hér svo að með orku?” 1 vor, þegar snjóa leysti, var land bletturinn sem eg stóð á á valdi náttúru aflanna, því langt var síðan hönd landnáms- oiannsins íslenzka hafði lagt þar hínd á plóg. Undirviður, kul- viður, fornar rætur dreifðu sér una þennan landnámsblett, og nýviði og nýskógur dreifði sér víðsvegar um hann. Nú var búið að hreinsa kulvið- inn, uppræta nýgræðinginn, fella mörg espitrjánna sem þarna höfðu vaxið síðan á landnáms- tíð, og uppræta og bera í kesti gömlu og nýju trjá ræturnar, og þarna á vellinum hreinsuðum stóðu fimm nýjar, myndarlegar byggingar, og þetta alt fram- kvæmt á rúmum tveimur mán- uðum. * Undir eins og við stigum útúr bifreiðinni hans Bárdals, við sumarbúðirnar íslenzku, mætti forseti, frú Ólafsson, okkur og fylgdi mér og öðrum velþektum Winnipeg manni, Finni Jónssyni, til búðanna og sýndi okkur bygg- ingarnar og rakti sögu þeirra. Fyrst komum við í hús það sem starfsfólki búðanna er ætlað og á einnig að vera aðal skrifstofa þeirra. Er það hús 20 fet á breidd og 24 fet á lengd,-einlyft og uppbúin með rúmstæði og rúmföt. Kostnað við þá bygg- ingu annast Sambandið sjálft. Næsta bygging sem við kom- um í var svefnskáli kvenna. Er sú bygging 18 fet á breidd og 42 fet á lengd, er hún líka einlift og uppbúin með rúmstæðum, rúmfötum, glugga tjöldum, og er hið prýðilegasta heimili og hverri einustu æskumey' samboðið. Bygging þá, með öllu tilheyrandi, ge-fa söfnuðurnir í suður parti Nýja Islands. Næst var komið í drengja skálann; er hann jafnstór og stúlkna svefnskálinn og að öllu leyti eins fullkominn að frá- gangi og öllum útbúnaði, og hafa íslenzku söfnuðirnir í norður parti Nýja Islands gefið þá bygg- ingu, með öllu tilhyrandi. Þá komum við í bjrggingu, sem or 14 fet á breidd og 18 á lengd, sem ákveðin er fyrir sjúkrahús í sambandi við búðarveru fólks, ®f, eða þegar þörf gerist. Sjúkra- hús það, og alt það sem því nauð- synlega heyrir til, er gjöf frá Is- iendingum í Langruth byggð- inni í Manitoba. Fimmta og síðasta byggingin sem okkur var sýnd, var borð- skálinn; er það stórhýsi, 24 fet á breidd og fimtíu fet á lengd. Þartur af þeirri byggingu er eld- hús og áfast við eldhúsið og und- ir sama þaki er brunnhús, þar sem silfurtært vatn gusast fram bæði nótt og dag. Kostnað við bygging þessa hafa fslendmgar i Winnipeg tekið að sér að sjá um. Þegar eg skildi við þau frú Ólafsson og Finn Jónsson, var eg að hugsa um hvort að nokkur dæmi í sögu vor estur Islend- inga væru til sem mintu á eins bráðþroska stofnun eins og þessa, seni blasti við sjónum mínum þarna á sléttlendinu við Húsa- vik. En eg fann enga í huga mér. Hvernig stendur á þessu? Auk þessara heilhuga hlut- föku og höfðinglegu gjafa sem hér að framan hefir verið minst a í sambandi við bygginarnar, hafa ýmsir gefið innanhússmuni °g áhöld, svo sem hin veglynda °g víðþekta frú Curry frá Cali- fornia, sem auk fjárstyrks til þessa fyrirtækis, hefir gefið feiknin öll af leirtaugi til þess- arar stofnunar, og vandaðan hliðar, eða veggskáp til að geima það í. Frú Gerða Ólafs- son, í Winnipeg( hefir gefið sex prýðileg borð og tilheyrandi bekki til notkunar í veizlu eða matarskálanum, og að sjálfs- sögðu hafa fleiri látið ýmislegt af hendi rakna stofnun þessari til þarfa og þæginda, þó eg kunni ekki að nefna þær, eða þá. Auk bygginga þeirra sem reist- ar hafa verið og að framan er minst á, er búið að mæla grunn- inn sem aðal eða mesta bygging- in á að standa á. Er það bygg- ing 30 fet ábreidd, og sextíu fet á lengd. í henni eiga að vera keraslu salir, lestra salur, og al- mennur samkomusalur. Er sú bygging reist til minningar um þá menn af vorri þjóð, sem létu lífið í alheims stríðunum síðustu tveimur, og verður byrjað á að byggja hana undireins og bygg- ingarefni til hennar er fáanlegt. Það er ekki aðeins árvekni, hagsýni, stálvilja og leiðsögn sambandskonanna sjálfra, sem þessu Grettistaki hefir lyft, þó að allir þeir hæfileikar hafi ver- ið í ^óðu lagi hjá þeim og látið til sin taka, þá standa stoðir þessara framkvæmda víðar. Ágætir menn hafa lagt sig fram til að bera þetta fyrirtæki fram til sigurs, t. d. Sveinn timbur- meistari Pálmason^ sem hefir veit hreinsun landsins, byggingu húsanna forustu, og gjört alla uppdrætti að byggingunum sam- bandskonunum víst að kostnaðar litlu. Einnig hefir hr. Hrólfur Sigurðsson á Gimli lagt fyrir- tæki þessu mikið lið til fram- kvæmda og aðstoðar á alla vegu. Svo má víst segja um marga fleiri, þó eg nafngreini þá ekki hér. En sterkasta afl þessa fyrir- tækis til hins þróttmikla sigúrs sem þegar er unninn, eru ítökin sem fyrirtæki þetta á í hjörtum íslendinga yfirleitt, um þvert og endilangt þetta land. Klukkan 2 e. h. hófst vígslu at- höfnin. Fór hún fram undir beru lofti. Pallur hafði verið undir- búinn, Mtið eitt í aulstur frá svefnskála stálknanna, á þeim palli stóð borð með fallegum blómum á, en við borðið sátu þeir af prestum kirkjufélagsins sem aðal hlutverkiri höfðu á höndum, en þeir voru, séra Egill H. Fáfnis, sem athöfninni stjórn- aði; séra Haraldur Sigmar, D.D., forseti kirkjufélagsins, sem vígsl- una framkvæmdi, og séra Rún- ólfur Marteinsson, sem vígslu ræðuna flutti. Til vesturs á pall- inum stóð orgel, en í suður, á nokkurnveginn sléttri grund, var bekkjum raðað, undir nokkrum espitrjám sem þar standa er mannsöfnuðurinn sat á í skugga trjánna. Athöfnin fór virðulega fram. Hún hófst með sálmasöng og var það hinn kunni enski sálmur “The Church’s One Foundation,” eftir Samuel J. Stone. Næst var Biblíu kafli les- inn prýðilega af séra Haraldi- Sigmar frá Seattle, og vígslu ræðan því næst flutt af séra Rún- ólfi. Mér fanst ræðumaður leggja ^érstaka áherzlu á tvent, auk áhrifa þeirra hinna kristilegu er æskulýður vor í nútíð og fram- tíð ætti vonandi eftir að njóta við stofnunina, en það var eggj- an til æskulýðsins að muna eftir því, að þetta land, þetta nýja föðurland, ætti fyrsta tilkall til þegnhollustu hans, og að honum bæri fyrst og ávalt, að elska, virða og trúa á landið, þetta nýja fagra og farsæla föðurland sitt. Það væri fyrsta skylda, næst þeirri kristilegu. Ræðu- maðurinn minti einnig á að æsku- lýðurinn ætti að minnast ættar- erfða sinna, með því að virða þær, og varðveita það sem holl- ast og lífrænast væri í lífs- reynzlu og listhæfni feðranna. Á eftir ræðu séra Rúnólfs var íslenzkl sálmurinn nr. 293 í ís- lenzku sálmabókinni sunginn: “Lærdóms tími æfin er.” Þá flutti forseti kirkjufélags- ins ræðu. Minntist með hlýhug og þakklæti á atorku, áhuga, samheldni, leiðsögn og framsókn þeirra sem sumarbúða málinu hefðu veitt forstöðu og unnið að því svo farsællega sem raun beri vitni, og vígði þar næst búðimar til kristilegra afnota fyrir æsku- lýð vorn. Að lokinni vígslunni var sunginn enskur sálmur, sem einnig er í ágætri þýðingu í sálmabókinni íslenzku: “I heard the voice of Jesus say.” (Eg heyrði Jesú himneskt orð). Að sálma söngnum loknum, flutti séra Sigurður Ólafsson bæn, og var vígslu athöfninni að mestu lokið, en séra Egill, sem bæði vissi meira, en þeir sem eikkert vissu, um hvað fram átti að fara, og hafði líka fulla ein- urð til að segja frá því, tilkynti að það næði ekki nokkurri átt, að ljúka þessari eftirminnanlegu athöfn án þess að forseti sam- einuðu kvenfélaganna lútersku léti til sýn heyra. Frú Ólafsson varð við þeirri ósk og mælti nokkur hlý og vel valin orð til mannfjöldans, vel og greinilega, eins og hennar er verija. Einnig talaði A. S. Bardal, frá Winni- peg. Eftir að frúin og A S. B. höfðu likið rnáli sínu, tók séra Egill enn til máls,‘ og bað fólkið að rísa úr sætum, og það sem stæði að snúa sér við, og halda í hóp til svefnskálanna. Fyrst til kvenna svefnskálans, þar sem séra Skúli Sigurgeirsson ætlaði eitthvað að segja, og svo til svefnskála piltanna, þar sem séra Sigurður Ólafsson hefði orð fyrir fólki. Allir gegndu séra Agli og gengu til meyjaskálans; skýrði séra Skúli þar greinilega frá, að íslendingar \f supur-parti Nýja íslands, sunnan Hnausabygðar, að meðtalinni Mikley, hefðu gefið þá byggingu með öllu til- heyrandi, í minningu um land- námsmennina íálenzku á því svæði nýja Islands. íslenzkt vers var sungið að þeirri tilkynning lokinni. Var þá haldið til svefnskála piltanna. Hafði séra Sigurður þar orð fyrir mönnum, en gat þess að hann væri þar í forföllum annars manns, sem þar hefði átt að vera, en ekki getað komið séra Bjarna A. Bjarnasonar. Las hann upp ávarp ítarlegt frá norðurbygðarmönnum í Nýja íslandi, þar sem skýrt var frá að svefnskáli drengjanna væri gef- inn til minningar um landnáms- menn Norður Nýja fslands. Einn- ig var listi af þátttökendum í þeirri bygð lesinn upp. Áður en athöfninni við drengjaskálann var lokið, voru þeir Sveinn Pálmason og Hrólfur Sijjjurðsscfn hyltir fyrir frábærlega drengi- lega frammistöðu og dugnað 1 þarfir sumarbúðanna. Að síð- ustu var versið alkunna “Son Guðs ertu með sanni,” sungið og var vígsluathöfninni með því að fullu lokið, sem hafði staðið yfir í 3 klukkústundir, og var því nærri komið fram að kveldverð- artíma. Séra Egill Fáfnis tilkynti mannfjöldanum að hlé yrði þá á ræðuhöldum, en undir eins að kveldverði loknum, sem konur sambandbfélagsins byðu öllum til, yrði aftur byrjað á þeim, þvi til vígsluhátíðarinnar væru nú komnir tveir prestar, þeir Rev. F. W. Lenz, fultrúi frá Lake Brerton Luth. Camp, Manitoba, og Rev. Arthur H. Getz, fulltrúi frá Parish Church School Board U.L.C.A., New York, ásamt ung- frú Elenore Gilstrom frá Saska- toon. Eg veit ekki hvað brúnin hefir hækkað. á mörgum við að heyra um þessar væntanlegu ræður, en hún hækkaði áreiðan- lega á mörgum við að frétta um þetta rausnarlega boð kvennanna sem var svo myndarlegt og höfð- inglegt að það minnti á höfðings- skap þeirra kvenna af vorri þjóð, sem saga vor hefir geymt um aldaraðir. Eg veit ekki hvort eg hefi nokk urntíma setið ánægjulegri veizlu en þessa á Húsavík. Það var gleði og ánægjubragur yfir öll- um. Gnægð góðra rétta og yfir forstöðukonunum sjálfum, sem .stóðu fy.rir beina, hvíldi norræn manndómstign, og frá andlitum þeirra stafaði sigurvissa þeirra, se msigrast hafa á öllum erfið- leikum. Eg gekk út að máltíðinni lok- inni. Séra Egill var seztur í for- setasætið aftur og séra Arthur H. Getz var að tala; maður prýði- lega máli farinn og geðþekkur. Og eftir að þau séra F. W. Lenz og ungfrú -Gilstrom höfðu flutt árnaðarsókir, var hátíð þessari lokið. Menn fóru að tínast í burtu. Fólksflutningsbílarnir frá Selkirk og Winnipeg héldu heim- leiðis hlaðnir, og einkabílarnir sömuleiðis einn af öðrum, unz allir bílar og flest að fólkinu var farið, nema Jón Gillies frá Win- nipeg og fjölskylda hans. Jón var önnum kafinn við að flytja fólk á Húsavíkur jámbrautar- stöðina, sem með járnbrautinni fór heim til sín. Eg, sem beið eftir Jóni, gekk í hægðum mínum ofan að vatninu. Alt var hljótt og kyrt. Sólin varpaði glitrandi kvöldgeislum sínum á vatnið, sem engin bára bærðist á, og nóttin var í þann veginn að breiða vængi sína yfir nýja hvíldar- og heilsustaðinn íslenzka við Hiisavík. J. J. Bíldfell. MARK TWAIN SAGÐI : “Við skulum leitast við að lifa þannig, að þegar að því kemur að við deyjum að jafn vel grafarinn hryggist við fráfall okkar” “Breyttu ávalt réttilega, það vekur ánægju hjá sumum, en gengur fram af öðrum.” “Ef að þú seður hungraðann hund, þá bítur hann þig ekki. Sá er munurinn á hundum og mönn- um.” ✓ “Það er ekki aðeins að kuld- inn komi inn þegar dyrnar eru opnar, heldur fer ylur hússins út um þær líka.” “Adam sór sig í ætt . . . hann girntist ekki eplið vegna eplisins sjálfs, heldur vegna þess að var forboðið.” Ef að þú segir samleikann, þá þarftu ekki að leggja neitt sér- staklega á minnið.” Svo að presturinn sagði honum að báðir staðirnir hefðu nokkuð til sins ágætis. Himnariki fyrir veður blíðuna. Heivíti fyrir félags skapinn.” “Vani er vani, og enginn skyldi varpa honum frá sér sem slitnu fati, heldúr lokka hann og leiða,” “Maðurinn var skapaður eftir að Guð hafði verið að verki í sex daga, og var orðinn þreyttur.” “Eg hefi ferðast meira en nokkur annar lifandi maður og hefi tekið eftir því að áherzlum á ensku máli er ábátavant jafn- vel hjá Englendingum sjálfum. Hve ákjósanleg var ekki að- staða Adams . . . þegar að honum tókst að segja eitthvert snjall- yrði, þá mátti hann reiða sig á að hann var ekki að apa það eftir öðrum. . J. J. B. þýddi. SINCE 1939 Amount paid to plant employees............DOUBLED Income Tax payments. INCREASED SIX FOLD Projits paid to shareholders NO INCREASE AT ALL Year’s payment by Dominion Textile Year ended 1939 March 31 1946 Increase To plant employees $4,503,785 $9,297,538 106%* To Income Tax 244,513 1,509,647 617% To shareholders** 1,485,842 1,485,842 NONE *68% out of this is wage rate increases; the remaining 38% is due to increased production since 1939. **As of June 12, 1946, there were 3,765 shareholders. DOMINION TEXTILE COMPANY LIMITED “Cotton . . . the Master Fabric” Vinnuafkoma við aukning rqiforkuversins við Slave Falls, % RAFORKA í undirbúningi Raforkan, sem einu sinni var sérhlunnindi fárra fvllir nvi brýnar þarfir. Notkun rafurmagnsins er nú orðin almenn. Skrifstofu- eigendur, verzlunarstjórar og verksmiðjueigendur, sem þekkja hlunnindi þau, sem rafurmagnið býður, auka allir rafurmagns- neyslu sína. En það meinar aftur að raforku þörfin er óðum að aukast, og þessvegna er Hydro orkuverið að auka raforku framleiðslu sína við Slave fossana með tveimur 12,000 hestafla raforku- vélareiningum, er þar er bætt við nú í ár og öðrum jafnstórum og sterkum er ákveðið að bæta við 1947. Þegar þeim umbótum verður lokið, framleiðir orkuverið við Slave Falls 96,000 hestöfl, til þess að mæta þörfum Winnipeg- búa, að því er ódýra raforku snertir. CITY HYDRO is yours - use it!

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.