Lögberg - 01.08.1946, Síða 1

Lögberg - 01.08.1946, Síða 1
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1946 NÚMER 31 Bergthór E. Johnson Minni Canada. DavíS Bjömsson Minni Islands MEÐ BEZTU ÓSKUM FRÁ The Business Clinie Veiztu með vissu hvemig að verzlunarreikningar þínir standa? Við fullnægjum brýnni þörf og spörum verzlun- um mikinn óþarfa kostnað. Pay Roll Deductions - Monthly Records Income Tax Reiurns 508 Mclntyre Block, Winnipeg Phone 97 130 The LISGAR Þar sem góðhugurinn ríkir óskar íslendingum góðs gengis og að Þjóðminningar- dagur þeirra á Gimli 5. ágúst 1946 verði ánægjulegur. H. PAULEY, ráðsmaður SELKIRK ... - MANITOBA Megi þjóðminningardíagur- inn 6. ágúát verða eftirminnilegur Þess óskum við innilega öllum vorum ís- lenzku vinum. Vér höfum orðið þeirra forréttinda aðnjótandi að eiga viðskipti við íslenzka fiskimenn yfir lengsta tímabil í sögu Manitobafylkis. Þökk fyrir dreng- lund alla og vinsemd. Jlrmstronq h Qim li Fisheries Ltd. C. E. FINLAY, forstjóri Bréf frá Glenboro F’G ER EKKI eins góður Islendingur eins og allur þorri Islendinga ** hér vestra, enda fæddur hér í þessu landi; en það er nautn fyrir mig að lesa íslenzku blöðin og fá fréttir af Islendingum vítt um þetta land og hvar sem er í heiminum, og mér þykir leitt að hugsa til þeirrar tíðar, þegar blöðin verða ekki meir og sambandið slitnar, sem tengir landana saman, en það verður nú, vona eg, ekki í minni tíð, en það ber óðum að þeim brunninum. Þótt það hafi ekki máske bókmentalegt gildi, þá hefdr það, fyrir mig, allmikið gildi, að fá í gegnum blöðin, fréttir úr hinum ýmsu islenzku bygðum, og af einstaklingum, sem á einhvern hátt vinna sér orðstír í samkepni og baráttu í hinu mikla mannlífi hér í þessari álfu, og væri það til bóta, ef meira væri af svoleiðis fréttum. Islendingar eru fámennir en svo nákunnugir hverjir öðrum að fólk þekkir og kannast við svo margt fólk í öllum bygðum og út um allar jarðir, og menn hafa gaman og uppbyggingu af því að frétta hvað er að gjörast hjá vin- um og ættbræðrum. Meðfram af iþessari ástæðu skrifa eg þessar línur, sem hér fara á eftir. 4- > ♦ 4- Séra Halldór E. Johnson Paul Bardal Minni Islands Minni Canada, Sunnudaginn 5. maí síðastl. mintust Íslendingar í Brúarbygð- inni í Argyle 25 ára giftingaraf- mælis Þorsteins A. Isleifssonar og konu hans Óskar Sigurbjargar Bjarnadóttur. Var all-fjölmennt samsæti í samkomuhúsinu á Brú. Hjalti S. Sveinson hafði veizlu- stjórn með höndum en til máls tóku Óli Stefánson, B. K. John- son, P. S. Johnson o. fl. Var söngur á milli ræðanna. Voru þeim gefnar myndarlegar gjafir. Þökkuðu silfurbrúðhjónin með vel völdum orðum. Ekki stóð á veitingum hjá konunum á Brú, þær voru með ágætum, eins og vant er þar. Þau Mr. og Mrs. Isleifsson hafa stundað búskap í bygðinni allan þann aldarfjórðung, hafa unnið hart og komið á legg stórum bamahóp og notið vinsælda. Einn son mistu þau í stríðinu mikla; féll hann í orustu á Frakklandi. Nokkrir tóku þótt í þessu sam- sæti úr öðrum pörtum bygðar- innar. * * * x Þau Mr. og Mrs.Thorsteinn Swanson í Baldur áttu 50 ára ^iftingarafmæli sunnudaginn 26. maí. Minntust ætingjar þeirra og vinir þess á viðeigandi hátt, á heimili dóttur þeirra og tengda- sonar, Mr. og Mrs. E. A. Ander- son í Baldur þorpi; er talið að um 150 manns hafi heimsótt þau um daginn og árnað þeim heilla. Voru þeim gefnar virðulegar gjafir, en gestum öllum var gefið kaffi og raunarlegar veitingar. Var hátíðabragur á öllu um dag- inn á þessu myndarlega heimili. Þau Thorsteinn og Kristín (hún er Jóhanesdóttir, sytir séra Árna er prestur var í Grenivík og þjóð- kunnur); kom til Vesturheims 1905. Námu þau land nálægt Ár- borg og bjuggu þar til 1918, að þau fluttu til Argyle og stund- uðu landbúnað í bygðinni lengi, en hafa nú um skeið búið í Bald- ur og setið í helgum steini. Þau eru ágætishjón og njóta vinsælda. Thorsteinn er nú blindur, en að öðr u leyti er hann til víga fær og reiðubúinn að skilmast á mannfundum og hvar sem er, rauðheitur Islendingur og kirkju- maður og hans andlega sjón er skýr. Þau hjón eiga mörg böm, öll komin til aldurs og vel mönn- uð. Heill og heiður þeim við þessi hátíðlegu tímamót. * * Þá áttu þau Mr. og Mrs. S. A. Anderson í Baldur 25 ára gift- ingarafmæli sunnudaginn 2. júní. Sóttu þau þá heim frændur og vinir og tóku hús á þeim óvörum um kvöldið. Var þar glatt á hjalla; voru þeim gefnar gjafir til minja, og var öllum veitt kaffi og sætabrauð, með rausn, sem alltítt er við svoleiðis tækifæri. Heimili þeirra Andersons hjóna hefir í fjórðung aldar verið í fremstu röð íslenzkra heimila hér um slóðir, börn þeirra eru hin mannvænlegustu og hafa unnið sér góðan orðstír. Mr. Anderson og sonur Andresar Andréssonar er um langt skeið var fyrirmyndar bóndi á Gilsbakka í Argylebygð. Kona hans, Hansína, Gottfred, áður en hún giftist, er af ágætu fólki komin og er mesti skör- ungur. * * * Nokkrir ágætir og nafnkunnir gestir hafa verið á ferð hér að undanfömu; skal fyrst nefna Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra frá íslandi; var hann hér nokkra daga að heimsækja fornkunn- ingja; var hann hér í bygðinni nokkur ár fyrir rúm um 30 árum síðan; varð hann bezt kunnur hér vestra fyrir ritgjörðir er hann skrifaði um Argyle-búa um þær mundir er hann fór heim. Ekki fékkst hann til að flytja erindi hér að þessu sinni. Þá vom þeir hér á ferð rétt nýskeð Guttormur J. Guttorms- son skáld frá Riverton og með hOnum Mr. Vopnfjörð og Gunn- ar Sæmundson frá Árborg. Gutt- ormur var á heimleið frá Wyn- yard þar sem hann flutti ræðu á Islendingadaginn. Á heimleið kom hann við í Clear Lake og sagði hann mér að það væri dýrð- legasti staður sem hann hefði séð um dagana, og þótti mér það merkilegt, því hann hefir bæði séð ísland og Klettafjöllin; eg vil skrifa undir þetta með Guttormi og bæta því við að Manitoba á meira af táknrænni fegurð en alment er viðurkent. Manitoba er dýrðlegt fylki. Guttormur er æfinlega glaður og gunnreifur; þeir félagar vom góðir gestir, en við nutum þeirra aðeins stutta stund. Mrs. Curry frá San Diego, Cal. vai hér á ferð fyrir niraum mán- uði síðan í heimsókn til frænd- fólks síns, sem hún á margt hér. Hún er kona með víðtæka lífs- reynslu, hefir farið vða og séð margt, full af fjöri og lífsgleði. Skemtilegur gestur. (Framh. á bls. 13) Megi Islendingadagurinn 5. Ágúst á Gimli Verða Yður Öllum til Ógleym- anlegrar Ánægju ðTJÓRNENDUR og starfsfólk Safeway búð- % anna, samfagna íslendingum í tilefni af ts- lendingadeginum, sem haldinn verður á Gimli þann 5. ágúst, 1946. Vér þökkum íslendingum vaxandi viðskifti og árnum þeim framtíðar- heilla. Virðingarfylzt, SAFEWAY STORES LIMITED

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.