Lögberg - 01.08.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.08.1946, Blaðsíða 4
12 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1946 Trúfesti íra Eftir Richard E. Cushing Sánkti Patrik hefir hlotið að veita Irum þá sjón fegurðarinn- ar sem nær út yfir takmörk jarð- lífsins og inn í eilífðina, og þess vegna eru hjörtu íranna bústað- ur gleðinnar. Gleðin vakir á vörum þeirra, en kærleikurinn í hjarta. Irar geta líka hryggst. Ef sorg- in heimsækir hús meðbræðra þeirra eða systra, þá samhryggj- ast þeir og láta sér hugar haldið um þá, heimsækja þá, tala við þá, syngja fyrir þá, og samúðar- tárin falla þeim um kinn. En mótlætið og erfiðleikarnir ná aldrei yfirhöndinni yfir þeim, heldur lyfta þeir sér hugglaðir yfir þá. írar eru eina þjóðin í heimin- um, sem hefir hljóðfæri fyrir skjaldarmerki. Það er vel til fallið, því þjóðin öll er ímynd hörpunnar. írska þjóðin gæti HAMINGJUÓSKIR! ROBERTS & WHYTE LTD. Sargení og Sherbrook Sími 27 057 T H E DOMINION BANK Stofnaður 1871 Vér seljum bankaávísanir og ferðamanna peningaávísanir. Vér veitum sérstaka athygli viðskiftareikn- ingum þeirra viðskiptavina, er búa utan borgar. Upplvsingar fúslega látnar í té. Vér bjóðum yður að skifta við oss og leggja peninga yðar inn í næstu sparisjóðsdeild vora. Útibú í Winnipeg: Main Office—Main Sf. and McDermot Ave. Main St. and Redwood Ave. North End Branch—Main St. near C.P.R. Stn. Notre Daxxie Ave. and Sherbrook St. Portage Ave. and Kennedy St. Poriage Ave. and Sherbrook St. Union Stockyards. Sí. Boniface Compliments of Jubilee U COMPANY, LIMITED Corydon and Osborne WINNIPEG <JÍ. íi. 9'UHSUj,, McUUKýe/L ekki lifað án sönglistarinnar. írar eru einlægir þjóðræknis menn, og einlægir trúmenn. Ef að Irlendingur er sannfærður um, að stefna hans og sarmfær- ing í stjórnmálum sé hin sanna og rétta, iþá berst hann fyrir þeirri stefnu fram í rauðan dauð- ann. Á síðastliðnum 300 árum voru sjö uppreisnir, gegn kúg- un hafnar á Irlandi, án 'minstu vonar um sigur. En þeir settu það ekki fyrir sig. Pearse, Plun- ket, Clarke og De Valera von- uðust aldrei eftir því að vinna sigur með vopnum, heldur með sókn andans. Þeir ásettu sér að vekja hina sofandi þjóðarsál til umhugsnnar um framtíð sína og frelsi. Pearse ákvað að ír- land skyldi vera lýðveldi og barðist fyrir þeirri hugmynd í fimm daga, var svo handtekinn skotinn og jarðsettur í uppleystu kalki. Hann lét líf sitt sökum þess, að hann áleit það nauðsyn- legt til vakningar þjóðarandan- um. Sérfræðingar í hermálum hefðu dæmt mann sem slíkt að hafðist vitskertann, en orðin þessi, sem hann sagði við móðir sína rétt áður en að hann hné fyrir byssukúlunni, verða ávalt ómótmælanleg réttlæting fyrir þeirri fóm hans: “Eg er ný- búinn að meðtaka hið heilaga kveldmáltíðar sakramenti.” Svo skrifaði hann á miða: “Ef að eg hefði átt val á að kjósa mér dauðdaga, þá hefði eg beðið Guð að gefa mér slíkan sem nú bíður mín — að deyja hermanns dauða fyrir Irland og frelsið.” Þjóðræknis afstaðan ein, getur ekki skýrt afstöðu Ira. írland er írland, og írar eru írar sökum trúfestu þeirra. Trúarstyrkur írsku þjóðarinnar er engin láta- læti — engin látalætis flík sem þeir kasta yfir sig á sunnudög um. Trúin þeirra er lífslögmál þeirra. Þú mætir manni á förnum vegi á írlandi, sem á- varpar þig og segir: “Það er gott veður í dag; Guð veri lof aður.” Ávarp þetta er viðhaft ■jafnt fyrir því, þó úrhellisrign- ing sé, og bæði hey og korn liggi undir skemdum. Slíkt hefir eng- in áhrif. Regnið er líka Guðs gjöf. Þig ber að garði þar sem einka barn liggur á líkbörunum og sorgin grúfir yfir litla húsinu. Móðurin tárfellir, en segir: “Guð veit bezt hvað hentast er, bless- aður veri hans heilagi vilji.” I héruðunum þar sem Gaelic er aðallega töluð, er mönnum heilsað með iþessum bænar orð- um: “Guð blessi þig,” og svar gestanna er jafn fagurt: “Guð og María guðsmóðir blessi ykk- ur.” Trúfestan og trúarhitinn liggur í loftinu á írlandi og brýzt fram af vörum fólksins við hina minstu hj artahræring. Eg get ekki varist þeirri hugs- un, að Guð muni stundum brosa, og bænheyra Ira — gefa þeim það serruþeir biðja um, þó ekki væri til annars en að vernda heiður síns eigin nafns. Árið 1932, þegar “Eucharistic” þingið var haldið á írlandi, þá spurði einhver af þinggestunum írska konu hvort hún héldi að rigna mundi úr þungum regnskýjum sem voru að dragast saman í loftinu. “Við höfum verið að aiðja Guð um gott veður í sex mánuði, ef að nú fer að rigna, óá hefir Guð engum nema sjálf- um sér um að kenna,” svaraði konan. Það rigndi ekki. Þar sem Irar eru samankomn- ir fleiri, eða færri, þá geta hug- myndir þeirra og stefnur verið eins margar og mennirnir eru, eru oftast. Þeir geta rifist um stjórnmál, eða um gæði landa þeirra sem forfeður þeirra komu frá, en þegar til trúmála >eirra kemur, þá heyrist ekki íjáróma rödd, og sem einn mað- ur verja þeir helgi trúar sinnar útí ystu æsar. Þegar að Euchar- istic þingið var haldið þar, voru ekki sár manna gróin frá síð- ustu uppreisn þeirra, en á þingi >ví stóðu leiðtogar hinna ýmsu 'lokka er í uppreisninni tóku þátt, hlið við hlið í bandi friðar og einingar. Villutrúarmenn hafa aldrei náð fótfestu á írlandi, né heldur hefir nokkur trúarlegur klofn- ingur átt sér þar stað frá trúar- stefnu þeirri er Sánkti Patrik innleiddi í landið, og nú eftir 1500 ár er sú guðdómlega skykkja sem sankti Patrik skrýddi þjóð- ina írsku með, þegar hann dvaldi meðal manna barna, eins hrein og dýrðleg og hún í upphafi var. Atfarir þeirra sem reyndu til að granda henni ,urðu til þess að gjöra hana enn dýrðlegri og fága hana í fórnarblóði píslavottanna. Þetta er leyndardómurinn sem stendur á bak við hið ódauðlega lífsfjör Ira — hreinn og heitur kærleikur til Guðs, sem gjörir fátækt þjóðarinnar veglega, eyk- ur styrk hennar í hættunum, huggar hana á tímum sorganna, vekur brosið á vörum hennar og sameinar hana í húsi Guðs. Þetta eru hjartaslög þjóðarinnar írsku — þetta er írland — landið þar sem blóm trúarinnar gróa — landið sem endurspeglar návist Guðs. Hvernig á að gjöra sér grein fyrir þessu? Þjóðm sjálf er sannkristin. Landsstjómin og landslögin eru líka sann kristin. Eg efast um að nokkur stjórnar- skrá í heimi jafnist á við Eire- stjómarskrána. Hver sú sjálf- ræðis stjómarskrá, sem hefst með orðunum: “I nafni hins blessaða þríeina Guðs,” er sprott- in frá hjartarótum sanntrúaðs fólks. Þjóð sem lifir og hrærist í ná- vist Guðs, getur ekki farið var- hluta af reynzlu og mótlæti lífs- ins; og trú írsku þjóðarinnar hef- ir ekki farið varhluta af þeirri reynzlu. Fólkið bar mikla lotning fyrir kirkjum sínum, og þjónar Guðs lifðu í endurminningum þess. Forfeður þeirra gengu hug- djarfir undir axir böðlanna og staðfestu þegnhollustu sína til Guðs síns og lands, með blóði sínu. Til þess að efla trú vora verð- um við að breiða hana út. Synir og dætur írlends hafa gjört það til ystu takmarka heimsins. Hvert sem þeir hafa farið, þá hefir byTtan fylgt þeim, því þeir flytja byrtu Guðs kærleika og dögg náðar hans, með sér. Þeir komu til Ameríku og gáfu óspart af trúar auði þeim sem þeir fluttu með sér, og forfeður þeirra höfðu keypt með lífi sínu. Þeir byggðu kirkjur frá hafi til hafs, í þesu landi. Það em að minsta kosti 450 kirkjur í Bandaríkjun- um sem bera nafn Sankti Pat- riks. ' J. J. B. Complirnents of . . . N. A. M/iCHILLAN Vice-President, Manager SUNSET MANUFACTURING CO. LIMITED BAG MANUFACTURERS Phone 27 583 Winnipeg, Canada Uíeiller & Uíilliams •Companq, Limited UNION STOCK YARDS ST. BONIFACE. MAN. grípa þetta tœkifœri til að flytja hinum íslenzku viðskiptamönnum sínum hugheilar hátíðakveðjur. Við þökkum viðskiptin á undangengnum árum og væntum þess að geta veitt ykkur greiða og góða afgreiðslu í framtíð. Hafið hugfast, að vér veit- um smáum gripasendingum nákvæmleaa sömu skil og þeim, sem stærri eru. WILLIAM J. McGOUGAN, Manager _ # Innilegar kveðjur til Islendinga hvarvetna I Þér hafið rækilega stutt að viðgangi vorum, alt frá upphafi vorra vega 1914, er vér höfðum aðeins tvo menn í þjóhústu vorri, og fram til þessa dags, 1946, er vér höfum nú tvær prýði- legar verzlanir og 26 innanbúðar þjóna er allir eru reiðubúnir og fúsir að veita yður þjónustu. Prescription Specialists fC. Q. o4asunci*i R. Jí. cMaSunan Sargent Pharmacy Ltd. SARGENT AVENUE OG TORONTO STREET Winnipeg, Maniloba JVith the Compliments of. . . SOUDACK FUR AUCTION SALES LIMITED • Phone 22894 294 William Ave. Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.