Lögberg - 01.08.1946, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1946
15
ÞRJÚ NÝ SÖNGLAGAHEFTI
Hallgrímur Helgason tón-
skáld hefir nýlega sent frá
sér þrjú sönglagahefti, sem
öll eru prentuð í Ameríku.
Heftir þessi eru: “20 íslenzikt
þjóðlög”, “Syngjandi æska”, 55
lög, og loks “Átta lög fyrir
karlakór.”
I þjrðlagaheftið eru tekin upp
lög, sem íslenzk alþýða í bygð
og borg hefir kveðið á þessari
öld, og stinga þau allmjög í stúf
við önnur lög í þjóðlagaútgáfu
Hallgríms. 1 formála segir hann,
að þau séu byggð eftir öðru lög-
• máli en hinir forngrónu miðalda-
söngvar kirkjutóntegundanna.
Hann segir ennfremur: “Tíðar-
stíll 20. aldarinnar hefir markað
þau greinilegum svip sínum og
oftast léð þeim landvist í höf-
ugu ríki “mollsins.” Laghreyfing-
in er örari og umsvifameiri, og
leiðsögutónspennan er snar þátt-
ur í myndun lagalínunnar. Þessi
lög verða í ríkum mæli til með
íslenzkri þjóð nútímans og eiga
það sammerkt með öllum þjóð-
lögum, gömlum og nýjum, að
einrödduð eru þau í sinni upp-
haflegu og eiginlegu mynd fyrst
samsungin vinsælu ljóði. Þjóð-
runninn söngþrá leikmannsins er
aflgjafi þessara einrödduðu og
óhjúpuðu laga, og hún þræðir
engar krókaleiðir, heldur birtist
í yfirlætislausum og eðlilegum
sönglínum þjóðlagsins. í þessari
söngþrá alþýðunnar er falið fjör-
egg íslenzkrar tónlistar um ár og
aldir. Þessvegna er það mikil-
vægasta meginregla alls tónlist-
aruppeldis að huga að lagi þjóð-
arinnar á hvaða tíma sem er og
frá hvaða tíma sem það er. Það
er fráleitur misskilningur, að á-
líta að þjóðlagið heyri aðeins til
gránri forneskju og gleyma iþar
með lífshræringum þess með nú-
tíðinni. Þjóðlagið er enginn safn-
gripur liðins lífs, það er sífellt
verðandi og vaxandi eins og öll
menning þjóða.”
Þessi 20 þjóðlög eru skrifuð
eftir fólki víðsvegar af öllu land-
inu.
Til gamans má geta þess, að
nokkur lög úr safninu munu inn-
an skamms birtast hjá argen-
tínsku forlagi, sem gefur út safn
þjóðlaga frá Norðurlöndum.
Karlakórslögin hefir Hallgrím-
ur samið á undanförnum árum;
það elsta er frá 1934 og það
yngsta frá 1943. Eitt þeirra,
“Höggin í smiðjunni’-, söng
Karlakór Reykjávíkur í fyrsta
sinn um daginn. Annað lag úr
safninu, “Amma raular í rökkr-
inu”, mun María Markan syngja
inn á grammófónplötur nú á
næstunni.
Þriðja heftið, “Syngjandi
æska”, á í fynsta lagi að vera
söngbók fyrir 'byrjendur, svo og
fyrir þá, sem byrjendur eru að
spila á píanó eða orgel, og í öðru
lagi ætlast til að heftið verði not-
að í æfingaskyni við nótnalestur
og tallestur. Tilgangurinn með
útgáfu heftisins er fyrst og
fremst það, að glæða áhuga á
'hispurslausum og frísklegum
lögum í skólum og heimahúsum.
Heftin eru öll prýðilega prent-
uð og vönduð að frágangi.
—(Vísir, 16. maí).
REYKVÍKINGAR
GREIDDU 65 MILJ. KR.
í BEINA SKATTA
Á árinu 1945 hafa Reykvíking-
ar greitt í útsvör og beina skatta
nærri 65 miljónir króna, og er
þó hvorki talinn með veltuskatt-
ur né kirkju- eða kirkjugarðs-
gjöld.
Lætur nærri að hver skatt-
greiðandi í Reykjavík greiði að
meðaltali rúmlega 3,100 krónur í
útsvör og skatta.
Árið 1944 námu heildarskattar
Reykvíkinga um 57 milj. króna
og komu þá um 2,800 krónur á
hvern gjaldanda.
Útsvörin námu 1944 nærri 30
milj. kr., en í fyrra rúm'l. 32 milj.
kr. Tekjuskatturinn nam í fyrra
kr. 16,575,533 en árið áður rúml.
15 milj. kr.
Halldór Sigfússon skattstjóri hef-
ir látið Vísi í té ofangreindar
upplýsingar. Hann hefir enn-
fremur skýrt blaðinu frá því að
skattgreiðendur í Reykjavík hafi
á s.l. árið verið samt^ls 20,727,
þar af 20,236 einstaklingar og 491
félög. Hefir skattgreiðendum
fjölgað töluvert frá næsta ári áð-
ur, því þá voru þeir samtals
19,867.
Suldlaus eign allra skatt-
skyldra Reykvíkinga var sam-
kvæmt framtali þeirra á s.l. ári
268.1 milj. kr., þar af 189 milj.
kr. eign hjá einstaklingum og
79.5 milj. kr. eign hjá félögum.
Nettó-tekjur skattgreiðenda
námu alls 371.6 milj. kr., þar af
eru tekjur einstaklinga 339.5 milj.
kr. og félaga 31.1 milj.
Árið 1944 námu nettó tekjur
skattgreiðenda 336.3 milj. kr. og
skuldlaus eign 222.5 milj. kr.
Eignir reykvískra skattgreið-
enda hafa því á einu ári aukist
um 46 milj. kr. og lætur nærri
að meðaleign hvers þeirra sé um
13,000 krónur.
Nánara sundurliðað greiða 19,-
890 einstaklingar og 459 félög
tekjuskatt. Eignarskatt greiða
5,353 einstaklingar og 381 félög,
tekjuskattsviðauka, 2,745 ein-
staklingar og 332 félög og stríðs-
gróðaskatt, 456 einstaklingar og
113 félög.
Tekjuskattur einstaklinga nam
árið sem leið 12.3 milj. kr. og fé-
laga 4.3 milj. 'kr. eignarskattur
einstaklinga 801 þús. kr. og félaga
858 þús. kr., tekjuskattsviðauki
einstaklinga 2.3 milj. kr. og félaga
1.4 milj. kr. Stríðsgróðaskattur
einstaklinga 1.2 milj. kr. og fé-
laga 5.9 milj. kr.
Þá greiða 16 vátryggingafélög
samtals 197,558 í skatta.
Lífeyrissjóðsgjöldin námu al’ls
kr. 3,198,672.
Megi þjóðminningardagur íslendinga á Gimli 1946
verða farsæll, bjartur og glaður!
DOUG GORDON
Bílaviðgerða- og olíustöð
TELEPHONE 149
SELKIRK - - - MANITOBA
BEZTU ÁRNAÐARÓSKIR FRÁ
BROS BEODING & BPHOISTERINC
VERKSTÆÐINU
♦
Við erum sérfræðingar í að yfirdekkja legubekki og endur-
nýja undir og yfirsængur. Nýir húsmunir og nýjar undir
og yfirsængur búnar til samkvæmt ákvæðum eigenda.
•
Fljót afgreiðsla - Ábyggilegt verk - Sanngjamt verð
. PHONE 53 368
921 Main Slreei Winnipeg, Maniioba
Hugheilar árnaðaróskir til (slendinga
á þjóðminningardag þeirra á Gimli,
5. ágúst, með þökk fyrir vinsamleg
viðskifti.
DOHINION
BRIDGE
C0MPANY, LIMITED
' I
WlNNIPEG MANITOBA
Á FERÐALAGI UM SPÁN
(Framh. af bls. 11)
ar, fjallatindar, rústir, rauð
jörðin, uppþornaðir árfarvegir,
— þetta var stórfenglegt og fjöl-
breytt landslag. Oft var eg al-
gerlega heilluð af því. Stundum
varð hrifning min nærri sjúkleg.
Flest sem eg sá, var annaðhvort
mjög fagurt eða þægilegt á ann-
an hátt.
En maður verður þarna líka
var við farsóttirnar, sem gjósa
upp öðru hvoru og ekkert fær
veitt viðnám, svo að heitið geti.
Eg minnist þess, að lík voru flutt
í ólokuðum kistum um götur
bæja og borga. Dauð múldýr
rotnuðu við vegkantana, þar sem
þau höfðu fallið niður. Sjá mátti
hræ af ungum nautgripum, sem
drengir úr þorpunum höfðu grýtt
eða stungið til bana í leikjum
sínum. Og þarna mátti sjá fátækt
meiri en víðast hvar annarsstað-
ar. Fjölskyldur lifðu eins og
villidýr við lélegustu kjör mann-
félagsins í úthverfum borganna.
Beiningamenn af öllum tegvmd-
um voru hvarvetna. Gamlar
konur leituðu í ruslahaugum að
brauðmolum og skemmdum á-
vöxtum. Og börnin boru rauð-
eygð og skinhoruð eins og beina-
grindur.
En sömuleiðis man eg eftir
fjölmörgu, sem kom mér til að
líða vel. Landslagið umhverfis
Tóledó með bláum olíuviðar-
trjám og svörtum cýprusvið; —
nautgripina og sauðahjarðirnar
í hlíðum fallanna um mánaskins
nætur; — nakinn dreng, sem
baðaði sig í Tagusánni um dögun
einn morguninn; — eg man hvar
hann stóð í vatninu, kátur og
fagurvaxinn og vakti mig með
söng sinum. Eg man eftir öllum
góðu móttökunum, — einnig fá-
fræði og leti sumra. Eg man eftir
héraði, sem var sem glötuð eyja,
fátæk og smáð, og mörgum öld-
um á eftir tímanum. Og vorið
1936 sá eg nýja öld renna upp í
lífi þessa fólks. Eg sá bændurna,
sem 80% voru ólæsir, vinna að
því að gera bókasafn handa sveit
sinni og fara að ganga í skóla.
En það sem eg engan veginn
vissi iþá, var þetta, — að eng-
inn mun framar sjá hinn sanna
Spán; — að eg var að eyða þarna
síðustu friðardögunum á þeim
stað, sem átti eftir að verða vett-
vangur fyrstu átakanna í nýrri
heimsstyrjöld.
—Alþbl. 16. apríl.
MÆTUMST HEILIR Á GIMLI 5. ÁGÚST
CANADIAN STAMP 324 SMITH STREET co.
S. O. BJERRING, framkvæmdarstj.
<■ i
Arnaðaróskir
til Islendinga
á Þjóðminningardegi þeirra
að Gimli 5. ágúst 1946, frá
FÉLAGINU, SEM BÝR TIL KINGFISHER
NETIN KUNNU OG AGÆTU, OG HEFIR
FULLNÆGT KVÖÐUM OG LEYST
VANDAMÁL FISKIMANNA AÐ ÞVI ER
FISKINET SNERTIR UM ALLAN HEIM í
NÁLEGA 300 ÁR.
Gundry Pymore
LIMITED
60 VICTORIA STREET WINNIPEG- MAN.
SÍMI 98 211
THORVALDUR R. THORVALDSSON,
ráðsmaður.
; j.j
1 i
Pyrene Fire Extinguishers and Refills
Bluenose Fishing Nets and Twines
Kop - R - Seal Net Prese rvative
Ice Chisels and Needle Bars
Marine Hardware
Leads and Floats
Rubber Clothing
Netting Needles
Lead Openers
Float Varnish
Ice Jiggers
Rope etc.
Largest DiSlributors of Commercial Fishing Equipment in
Midwestern Canada
Park-Hannesson Ltd.
55 ARTHUR STREET WINNIPEG, MANf.
Phone 21 844