Lögberg - 01.08.1946, Side 3

Lögberg - 01.08.1946, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. ÁGÚST, 1946 11 A FERÐALAGI UM SPAN Grein sú, sem hér jer á eftir er þýdd, úr enska blaðinu “The Listener.” Fjallar hún um ferðálag ensku konunnar \Laurie Lee um Spán vorið 1936. Greinin er örlítið stytt í þýðingunni. PYRIR TIU ÁRUM ferðaðist -*• eg 'um Spán. Þá hafði borg- arastyrjöldin enn ekki valdið því að landið yrði á hvers manns vörum, heldur var yfir því rómantískur blær og leynd. Um eins árs skeið fór eg um Spán þveran og endilangan. En eg mun þó ekki geta gefið ykkur nema örlitla augnablikshugmynd um þau áhrif, sem það ferðalag hafði á mig. Því að hver einasti dagur á því ári var svo við- burðaríkur, að um hann mætti segja sérstaka sögu. Eg steig á land í Vigó á norð- urströndinni. Það er hafnarbær, sem stendur milli hárra tinda við hina skerjóttu Galicíaströnd. Þetta var fyrsta útlenda borgin, sem eg hafði séð um ævina. Eg hafði alist upp til sveita á Eng- landi, og Vigó hafði geisilega á- hrif á mig við fyrstu sýn. Hún virtist vera svipuð skipafiota úti við sjóndeildarhringinn, ókunn og ögrandi eins og klettarnir að baki hennar. Allt kom mér þar ókunnuglega fyrir. sjónir, næsta óhugnanlega þögult. Eg steig á land í borg, sem var lauguð í kvöldsól og með angan sjávar- seltunnar fyrir vitum mínum. Þarna lá fólkið sofandi úti fyrir dyrum húsanna og á bekkjum garðanna. %Sumir lágu niður við ströndina, eins og þeim hefði skolað á land. Þetta var í júlímánuði, og nú var eg allt í einu stödd á Spáni. Eg var með fjögur pund í vesk- inu og hafði ekki keypt mér neinn farmiða til baka. Eg var einnig með ferðatösku, ullará- breiðu, fiðlu, vegakort og hafði lært eina setningu í spænsku, sem þýddi: “Viljið þér gera svo vel að gefa mér eitt glas af vatni?” Svo hélt eg inn í borg- ina. Fyrstu nóttina lét eg fyrir- berast í mánaskininu uppi á hæð einni skammt frá ströndinni. Og þar söfnuðust utan um mig villtir hundar. Alla nóttina var eg að stugga þeim frá mér og kasta í þá grjóti, en fékk engan svefn- frið þrátt fyrir allt. Einu sinni hafði mér verið sagt, að þarna í Galicía væru úlfar. Eg hélt, að þetta væru úlfar, og með tilliti til þess, sem eg komst að raun um þarna, hugsa eg, að þetta hafi verið úlfar. ♦ Daginn eftir lagði eg af stað yfir fjallið í áttina til Zamorra. Uglur og lævirkjar flugu um yfir höfði mér, en hvergi varð eg mannaferða vör. Eg vissi ekki vel, hvar eg var stödd og fylltist ákafri heimþrá. En eftir að eg hafði ferðast um hálendið viku- langt og látið fyrirberast á grjót- inu um nætur, komst eg til fyrsta þorpsins, og það er mér minnis- stætt. Eg verð að segja frá þessu þorpi, því að í því speglaðiist landið allt. Þarna hafði eg náð fyrsta verulega áfanganum. Eg stóð á hæð nokkúrri að kvöldi til um sólarlag; húsin fyrir neðan mig minntu á ferstrenda sykur- mola. í miðju þorpinu reis göm- ur kirkja og í turni hennar glumdi bjalla svo kvað við í eyr- um manns langar leiðir frá. Eg gekk tröppuslóða niður að þorp- inu og ákvað að beiðast gistingar. Dökkhærðar konur ,sem stóðu í húsdyrunum, ráku upp undrun- aróp, þegar eg gekk fram hjá. Á húsi einu við torgið voru stórar hurðir járnbentar og yfir þeir letrað: “Posada de Nuestra Senora” (Greiðasölustaður Vorr- ar Frúar). Eg afréð að opna hurðina og sá þá, auk fjölda manna, mikið af ösnum og múl- dýrum. — -Mennirnir voru há- værir í meira lagi, og börn voru þarna að leikjum. Dýrin virtust óþolinmóð, spyrntu fótum og hneggjuðu. Gömul kona bogr- aði yfir eldstó í einu horninu og 'hrærði í súpupotti. Eg snéri mér að henni, nefndi orðið, sem þýddi “rúm” og gaf henni í skyn, að eg þyrfti gistingu. Án þess að svara hellti hún fulla ausu af súpu og bar að munni sér. Eg þefaði af súpunni. Hún var brennheit og lyktin ekki sem bet. Konan horfði á mig yfir eldtungurnar og reykinn úr stónni. Hún var lotin, hrukkótt, skeggjuð og næstum því blind, — hún hlýtur að hafa verið himdrað ára gömul. Eg sagði “ágætt” á ensku. Hún saup sjálf það, sem í ausunni var, — varir hennar voru næfurþunnar og augun starandi í fjarskann. Síð- an kastaði hún sprekum í eldinn og kallaði eitthvað upp, skræk- um rómi. Hávaxinn og grannur drengur, sem aðeins var klæddur skyrtubleðli, kom í ljós, tók við farangri mínum og vísaði mér til svefnherbergis. ♦ Síðar um kvöldið, er eg sat niðri í veitingastofunni og beið eftir matnum, kom hár og feitur maður með rautt andlit, eigandi greiðasölunnar, og tók að baða einn sona sinna upp úr drykkjar- þrónni, þar sem ösnunum og múl- dýrunum var brynnt. Allt í einu fékk hann þá hugmynd að halda drengnum undir vatnsyfirborð- inu, — eins og til þess að reyna, hvað skeði. Strúkurinn reyndi að brjótast um, en hafði ekkert a fl á við föðurinn, og að lokum gafst hann upp og virtist þá mátt- laus. Þegar faðirinn sá, að sym inum lá við köfnun og var byrj- aður að sökkva, lyfti hann hon- um upp úr þrónni og bar hann afsíðis — sigri hrósandi. Eg hugsa að barnið hafi ekki verið nema á öðru ári. Eg át máltíðina ásamt fjöl- skyldu gestgjafans. Hvert okkar hélt á stórri brauðhleif; og súp- una átum við öll úr einu stóru fati og bitum brauðið með. Gamla konan tinaði höfði sínu í áttina til mín án afláts og hvatti mig til að borða eins og eg frekast gæti. Eg tróð í mig ung eg stóð á blístri. Meðan á máltíðinni stóð, gengu tveir ungir hjarðsveinar inn í krána, haldandi á fláðum kindarskrokk, er þeir köstuðu á borðið um leið og þeir heimt- uðu vín. — Síðan tóku þeir að skera stykki úr skrokknum og gleypa, en litu um öxl öðru hvoru, eins og þeir byggjust við því, að verða hnepptir í varðhald á hverju augnabliki. Þeir átu græðgislega og bruddu öíl bein. Enginn í kránni skifti sér af þeim. Eg geri ráð fyrir, að þeir hafi verið hreinræktaðir sauða- þjófar. Þegar hér var komið sögu, var eg orðin yfir mig södd af brauði og súpu, og hafði hresst mig með víni. Eg fann til einhverrar vellíðunar og fannst eg vera heima. Mér þótti sem hvert ein- asta andlit umhverfis mig, hver einasta rödd, sem eg heyrði þarna, minnti allt á það, sem eg átti að venjast heima; hjarð- sveinarnir, ökumennirnir, kon- urnarð börnin og óframfæmir sveitadrengirnir. — Mér fannst eg vera orðin barn á ný meðal f jölskyldu minnar.' Eg hugsa, að öllum hafi sömuleiðis fundist eg vera ein úr þeirra hópi, því það var dekrað við mig eins og smá- bam. Að lokum skreiddist eg á brott og inn í herbergið mitt. Þar voru komin sex rúm, og í þeim öllum láu sofandi karlmenn. Fuglar höfðu gert sér hreiður á bitum uppi í loftinu, og gamall SARGENT FLORIST Blómin tala sínu máli, sem hljómar þýtt í þraut og gleði. Þau eru œfinlega fáanleg hjá Sargent Florist, 739 Sargent Avenue, Winnipeg. Pantanir afgreiddar með litlum fyrirvara. SÍMI 26 575 Geo. Gilhuly óskar íslendingum til gæfu og gengis á þjóðminningardag þeirra á Gimli þann 5. ágúst • * Cjilhuly’s Drug Store SELKIRK .... 1 MA NIT O B A MEÐ HEILHUGA ÁRNAÐARÓSKUM TIL ÍSLENDINGA Á ÞJÓÐMINNINGARDEGI ÞEIRRA Á GIMLI 5. ÁGÚST, 1946 m)t ©atigerftelb ftotelö (Jlíclllaren ICelattít OHarettbon maður lá þvert yfir gólfið með sína geitina bundna við hvorn fótinn. Og þarna svaf eg. Þetta var aðeins ein nóttin af mörgum, ein sú fyrsta á þessu ferðalagi mínu, og eg man vel eftir henni. Upp frá því varð för mín eitt áframhald með flótta undan steikjandi sólarhitanum, þang- að sem forsælan var, og hungri og þorsta. Þetta var spánskt sumar. Kastalar og fagurlitaðir turn- (Framh. á bls. 15) THOS. JACKSON & SONS LIMITED FUEL and BUILDERS’ SUPPLIES Pantið kol yðar fyrir veturinn nú strax. Það er ekki seinna vænna. SÍMI 37 071 37p COLONY STREET WINNIPEG, MAN. |H Beztu árnaðaróskir til Íslendinga á jDj’óðhátíð þeirra að Gimli, 1 946x HJ 'M. £&>. Parbal Jfuneral ^erbtce Vér óskum íslenzkum viðskiftavinum vorum til heilla á þjóðminningardegi þeirra á Gimli 5. ágúst 1946. Manitoba Rolling Mills Company, Limited

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.