Lögberg - 12.09.1946, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER, 1946
Dagbók Galeazzo Ciano greifa
utanríkisráðherra Mussolini
5. janúar 1939 sagði Mussolini
mér að hann hefði sagt konung-
inum frá væntanlegu hermála-
sambandi við Þjóðverja. Hann
virtist ánægður með það. Hann
hefir ekkert uppáhald á Þjóð-
verjum, en hann hatar Frakka.
9. janúar 1939. Eg hefi leyni-
lega tilkynnt Starace um þennan
samvinnu sáttmála. Eg tók sér-
staklega fram við hann, að láta
ekkert á samningnum bera unz
að Chamberlain fer frá Róm, en
hefja ákveðinn áróður gegn
Frökkum þegar að hann væri
farinn, svo að æsingin sé komin
á hæsta stig þegar sáttmálinn
verður undirritaður.
Mussolini svaraði bréfi frá
Franco vingjarnlega; lagði ríkt
á við hann að fara varlega á með-
an að stríðið stendur yfir. Það
verður auðvelt fyrir Franco að
stjórna ef hann vinnur fullan
sigur. Vald leiðtoga sem sigur
hefir unnið í stríði, er ómótstæði-
legt.
11. jan. 1939. Heimsókn Cham-
berlains var , af ásettu ráði, ekk-
ert básúnuð, þar sem bæði Musso-
lini og eg efuðustum um gagn-
semi hennar. Chamberlain á hinn
bóginn var mjög vel ánægður
með viðtökurnar, hefir óefað
munað eftir viðtökunum óvin-
veittu sem hann átti að mæta
fyrir nokkrum mánuðum hj
Frökkum sem vinveittir voru
taldir.
Kl. 6 e. h. Samræður í Pal
azzo Venezia voru ekki þýðing-
ar miklar, og báðir málsaðilar
voru mjög orðvarir. Bilið á milli
okkar og þeirra er geysi mikið
12. janúar 1939. Samtalið eftir
miðjan daginn var þvingað sök
um þess, að Þjóðverjar lágu
Bretum svo þungt á huga. Her-
útbúnaður þeirra liggur eins og
mara á huga Breta og herðum
Þeir mundu vilja mikið til vinna
að geta séð með vissu hvað fram
undan er í þeim efnum. Sú að-
staða þeirra hefir sannfært mig
æ betur um nauðsyn þriggja
þjóða sambandsins. Ef við hefð
um það í höndunum, þá er eg
sannfærður um, að við gætum
fengið því framgengt sem við
bæðum um. Bretar vilja ekki
fara út í stríð; þeir draga sig í
hlé eins mikið og þ’eir geta og
vilja ekki út í ófrið fara. Musso-
lini hélt taum þjóðverja og varði
málstað þeirra og lét fyrirætl
anir sínar og Hitlers lítt uppi.
Samtali okkar við Breta er lok-
ið. Eg símaði til Ribbentrop og
sagði honum að það hefði enga
þýðingu haft — verið meinlaust
og gagnslaust, og þakkaði hon
um fyrir afstöðu blaðanna i
þýzkalandi.
26. janúar 1939. Eg var að leika
golf, þegar fréttin um fall Barce-
lona barst mér. Eg tilkynti
Mussolini fréttina tafarlaust og
ráðstafaði við Starce, hvernig
þeirri frétt skyldi fagnað á It-
alíu. Allt sem þurfti að gjöra
var að ákveða nær fögnuðurinn
skyldi fara fram. Sigur sá vakti
fögnuð á meðal ítala yfirleitt.
Mussolini var stór-'hrifinn af
þeim sigri, og hann hafði fulla
ástæðu til þess að vera það,
vegna þess að sigurvinningar á
Spáni þekkjast undir einu nafni
aðeins, og það er nafn Musso
lini sem stjórnaði því stríði með
dyrfsku og festu, og það jafnvel
á meðan að fólk sem nú hyllir
hann var honum fráhverft.
30. janúar 1939. Mussolini er
áhyggjufullur útaf her-skrúð-
göngunni sem fram á að fara
fyrsta febrúar. Hann lætur sig
varða hvert lítilræði í sambandi
við hana. Hann stendur tímun-
um saman á bak við bláu tjöldin
í skrifstofu sinni og gefur gætur
að hreifingum hinna ýmsu her-
sveita. Hann hefir gefið skipun
um að bumbur og básúnur skuli
slegnar samtímis. Hann valdi
sjálfur einkennismerki leiðtoga
hljómsveitanna og sjálfur hefir
hann sagt fyrir um allar hreif-
ingar hersveitanna. Hann ásakar
oft konunginn um að hafa spillt
vaxtarprýði hermannanna, til
þess að vöxtur og vallprýði her-
mannanna gjörðu ekki hans eigin
vaxtarlíti enn meira áberandi.
1. febrúar 1939. Hermanna-
sýningin heppnaðist vel — var
tilkomumikil. Hinar ýmsu deild-
ir eru ekki enn full þjálfaðar.
Aragrúi af fólki og stáli. Enginn
er meiri meðhalds maður með
Rómveiska sporinu en eg. Fas-
istamir t óku það upp til að líkj-
ast “goose” sporinu þýzka. En að
láta hljómsveitirnar ekki spila
á meðan að á hergöngunni stóð,
dróg úr hátíðleik hersýningar-
innar.
14. febrúar 1939. Hvað Alba-
níu snertir þá segir Mussolini að
við verðum að bíða eftir tvennu.
Fyrst að stríðið á Spáni verði út-
kljáð og hitt, að sáttmálinn við
Þjóðverja verði fullgerður. En
á meðan verðum við að dreifa út
hinum ein'kennilegustu kynja-
sögum — grugga vatnið eins
mikið og unt er.
15-febrúar 1939. Atriði sem
snerti sjálfan mig persónulega:
Starace heyrði hr. Martire hall-
mæla mér — segja að eg gæfi
málum Italíu illt auga. Hann var
tekinn fastur og settur í varð-
hald. 1 sjálfu sér er þessi at-
burður lítilvægur, en af honum
má þó ráða, að menn lamaðir
siðferðislega hafi náð valdi og
virðing í okkar eigin hópi. Það
gott sem atburðurinn sýndi mér
til handa, var afstaða Mussolini
til mín, hve fljótt hann tók minn
taum og ákveðnara en menn áttu
áður að venjast, eftir því sem
Starace sagði.
Um kveldið kom ráðið saman.
Mussolini mintist á Martire mál-
ið við mig, og sagðist sjá eftir að
hann hefði ekki getað jafnað bet-
ur um Martire, og bætti við,
“Seitján ára stjómarforustu
reynzla mín hefir varnað mér
þeirrar ánægju að heyja mörg
einvígi. (Fasista stjórnin hefir
afnumið einvígi á Italíu).
19. febrúar 1939. Mussolini er
að verða beiskari í garð Frakka
með hverjum degi. Italir hata
Frakka yfirleitt. En Mussolini
hefir ásett sér að efla hatursbál-
ið gegn þeim af alefli, í nokkra
næstu mánuði, og eftir að hann
hefir sagt Frökkum stríð á hend-
ur og yfirunnið þá, þá ætlar
hann að sýna ítölum hvernig að
friður ætti að vera saminn. Hann
ætlar ekki að fara framá neinar
skaðabætur, en eyðileggja sem
mest, og jafna fjölda bæja og
borga við jörðu.
Þeir sem í sorgarleiknum
taka þátt.
Til þess að gjöra lesendunum
haqgara með að átta sig á mönn-
um þeim sem um er talað í dag-
óók Ciano greifa, eru nöfn þeirra
hér skráð:
Badoglio Marshal Pietro, yfir
hershöfðingi ítala í Abyssiníu.
Clodius Karl, yfirmaður hag-
fræðideildar utanríkisráðs Þjóð
verja.
Bottai Guiseppe, nazista leið
togi.
Franqois Poncet Andre, sendi-
herra Frakka á Þýzkalandi.
Graziani Marshal Rodolfo, hers
höfðingi ítala í Libíu.
Grazzi Emanuele, í utanríkis-
deild ítala.
Ley, Robert, verkamála ráð-
íerra nazista.
Lorain, Sir Percy, sendiherra
Breta á ítalíu.
Lutze. General Vi'ktor, Þýzkur
stjórnmálamaður og foringi.
Von Mackensen, William Hans,
sendiherra þjóðverja á ítalíu.
Phillips, William, sendiherra
Bandaríkjanna á ítalíu.
Starace, ritari fasista flokksins
embættismaður og stjórnmála
maður.
22. febrúar 1939. Mussolini er
mjög ánægður yfir þeirri ákvörð
un Franco að standa á móti and
Comintern samningnum og með
því tekið stefnu sem sýnir að
Spánverjar eru vel vakandi, og
sem meira er varið í, sýna að
þeir eru ákveðnir mótstöðumenn
Frakka. Heimskingjarnir sem
reyndu svo mjög til að finna að
þátttöku okkar á Spáni, munu
einhverntíma komast að raun
um að við. Ebro, Barcelona og
Malaga var grundvöllurinn að
Rómversku Miðjarðarhafs veldi
lagður.
12. marz 1939. Páfinn krýndur
Eg var viðstaddur við þá athöfn
sem leiðtogi Itölsku sendinefnd
arinnar. Páfinn var mjög alvar
legur — það datt hvorki af hon
um eða draup. Hann var aðeins
kardínáli fyrir mánuði síðan og
aðeins maður á meðal manna,
dag sýndist hann vera gæddur
guðlegri tign, og andagift sem
hefir hafið hann upp í æðra veldi
15. marz 1939. Her Þjóðverja
er kominn inní Bóhemíu. Það
er mjög alvarlegt spor, eftir að
Hitler var búinn að gefa öllum
loforð um að hann ætlaði ekki
að ásælast landeign, eða leggja
haft á einn einasta mann. Það
er ekki til neins að leyna því, að
farir þessar eru lítillækkandi
fyrir ítali. Það verður að gefa
þeim Albaníu í staðinn. Hitler
sendi orð að hann hefði orðið að
gjöra þetta, því Tékkar hefðu
neitað að uppleysa her sinn, af
því að þeir væru í sífeldu makki
við Rússa, og af því að þeir hefðu
misiþyrmt Þjóðverjum. Slíkur
fyrirsláttur getur dugað handa
Goebbels til að spinna áróðurs
þráð úr. En þjóðverjar ættu ekki
að viðhafa hann þegar þeir eru
að tala við okkur.
16. marz 1939. Eg fór að hitta
Mussolini; hann var órólegur út-
af fréttunum. Hann talaði um
Albaníu, en hafði þó ekki kom
izt að neinni niðurstöðu, því
hans huga gat Albaní'a ekki veg
ið uppá móti auðugasta héraði
veraldarinnar, Bóhemíu, sem
Þjóðverjar væru búnir að taka.
Þetta eru vandræði. Eg er sann
færður um að siðferðisþrek ítala
mundi styrkjast og vaxa ef við
réðumst inn í Albaníu.
16. marz 1939. Eg fór aftur til
samtals við Mussolini. Hann er
nú sannfærður um að Prússar
hafi náð algjörðu valdi á Evrópu.
Eg spurði hann hvort honum
findist ekki betra, eins og hlut-
irnir stæðu nú, að binda sig ekki
neinum böndum, heldur vera
frjáls og frí, að hallast þar að
sem hagkvæmast væri fyrir okk-
ur í framtíðinni. Mussolini sagð-
ist vera ákveðinn í að ganga 1
bandalag með þjóðverjum. Eg
sagði honum að mér segðist illa
hugur um það samband, og
minnti 'hann á að það yrði aldr-
ei vinsælt á meðal ítala. Eg var
líka hræddur um að Þjóðverjar
mundu nota það samband til þess
að auka vald sitt í Mið-Evrópu.
17. marz 1939. Mussolini var
áhyggjufullur og bölsýnn. Eg
hafði aldrei áður séð hann í slíku
skapi, ekki einu sinni á meðan
að atburðirnir í sambandi við
Anschlus gerðust. Cróatíu spurs-
málið fór honum ekki úr huga.
Hann var hræddur um að Mats-
chek leiðtogi hins þjóðlega land-
búnaðar, eða bændaflokks, sem
var ákveðinn í mótstöðu við
Servíumenn, mundi krefjast
sjálfstæðis og leita verndar Þjóð-
verja, og ef slíkt kemur fyrir,
sagði hann, þá eru aðeins tveir
kostir fyrir hendi: Að segja
Þjóðverjum stríð á hendur eða
vera svelgdur upp í byltinga-
flóði því er nazistamir sjálfir
vekja. Enginn maður getur unað
því að swastika fáninn blakti
yfir löndum Adríahafsins. Eg
heimsótti von Mackensen, og átti
rólegt en þó ákveðið samtal við
hann. Eg minti hann á að Hitler I
hefði sagt að ágirnd Þjóðverja
næði ekki til Miðjarðarhafsins
og það væri á þeim grundvelli
að um samtök hefði verið rætt
og að ef út frá þeim grundvelli
yrði vikið, þá gæti heldur ekki
orðið úr samvinnunni.
19. marz 1939. Átti langt sam-
tal við Mussolini. Hann hefir
hugsað all mikið um samtal okk-
ar og er kominn að þeirri niður-
stöðu, að úr þessu sé það óhugs-
andi að fara framá það við ítali
að þeir skrifi undir, eða sam-
þykki sambandssáttmála við
Þjóðverja.
20. marz 1939. Von Macken-
sen færði mér svar uppá fyrir-
spurnir mínar frá því á föstu
daginn. Þjóðverjar segja að
þeim liggi framtíð Cróatíu
léttu rúmi, og viðurkenna að
samband Italíu sé þar sínu sam
bandi rétthærra. Hann endur
tók að Miðjarðarhafið ætti ekki
og gæti heldur aldrei tilheyrt
Þjóðverjum. Eg sagði Mussolini
frá þessum ummælum og honum
þótti fréttimar góðar. “Ef hægt
er að trúa þeim.”
21. marz 1939. Vestrænu veld
in 'hafa tapað stóru landsvæði
dag, sem Þjóðverjar hafa unnið
Fréttin um samtakatilraun
meðal lýðveldis þjóðanna hafa
hert á Mussolini með að gera
samning við Þjóðverja.
27. marz 1939. Mussolini stór
reiddist konunginum í dag, þeg
ar hann varð þess var að kom
ungurinn var mótfallinn stefnu
hans í Albaníu málinu. Konung-
urinn lét í ljósi þá meiningu
sína, að það væri ekki þess virði
að leggja útí slíka hættuför til
þess að “hremma fjóra berg-
dranga.” Mussolini var afar reið-
ur út af þessu svari konungsins:
“Ef að Hitler hefði átt við kon-
ungs hengilmænu að etja, þá
hefði hann aldrei getað tekið
Austuirríki og Tékkóslóvakíu,”
sagði hann, og hélt áfram að tala
um að Fasistar ættu ekki uppá
háborðið hjá konunginum sökum
þess að Fasistarnir héldu vel
saman, en konunglega stefnan
væri sú að skifta fólkinu í sem
flesta og smæsta flokka sem hægt
væri að siga hverjum á annan.
28. marz 1939. Madrid er fall
in og með höfuðborginni allir
bæir og borgir Rauðliða á Spáni.
Stníðinu er lokið. Nýr sigur fyr-
ir Fasista, máske sá mesti sem
unnizt hefir ennþá.
29. marz 1939. Eg átti tvisvar
tal við Mussolini, með það fyrir
augum að komast að fastri nið-
urstöðu í Alibaniu málinu. Land-
lerinn, sjó- og loftherinn halda
undirbúningi sínum áfram. Ef
Zog konungur gefst ekki upp,
sendum við sjó'herinn til Albaniu
með loka-skilmála; ef hann þver-
skallast, þá æsum við flokksfor-
ingjana í Albaníu upp gegn hon-
um, tilkynnum að við séum í
stríði við Albaníu og förum á
land. Eftir að við höfum náð
Tirana á okkar vald, köllum við
foringja þjóðarinnar á þing sem
eg stjórna og krefjumst að Al-
baníumenn gangi ítalíu á hönd
skylyrðalaust.
Badoglio fór á fund Mussolini
til að tilkynna honum að hann
væri samþykkur ráðstöfunum
hans í sambandi við Albaníu.
Eina bendingin sem hann gaf var
að auka herinn.
31. marz 1939. Fréttir frá Tir-
ana fullyrða að Zog konungur
ætli ekki að gefast upp, og er
mér meinilla við þá frétt, því
mér finnst það eiga upptökin að
stríði við, Aibaníumenn, sem get-
ur orðið alvarlegt eins eldfimt
og orðið er í Evrópu.
1. apríl 1939. Á morgun verður
Nýja sáttmála uppkastið kom-
ið í hendur Zog konungs. Ef
hann samþykkir sáttmálann, þá
fer eg til Tirana til þess að skrifa
undir fyrir hönd ítala. Ef hann
skyldi neita 'að skrifa undir, þá
verður uppreisn um alla Albaníu.
Svo hersveitir okkar verða að
skerast í lei'kinn.
2. apríl 1939. Mussolini símaði
JÓN VALDIMAR JOHNSON
Dáinn aj sylsi 9. ágúst. 1946
Það stundum varð, að stundarklukka lífs
er stönsuð snökkt, svo skiftir engum togum,
og skollin yfir skrugga harma kífs
með skelfingu frá Dauðans Elivogum.
Og svo varð hér. Hve hljótt um gamlan garð,
Og getuleysið sama, að skilja eigi,
því hér var höggvið skaðamikið skarð,
er sköpin ráða ein, hvert fyllast megi.
En kvaddur ert í kærleik, gamli vin,
af kunningjum og vinum sem þig geyma,
og þekktu stofn af sterkum manndóms hlyn
og stöðuglyndi er aldrei munu gleyma.
Þvi vorsól sú, er vildi öllu góðs,
og vakti hverjum hugans gróðri yfir,
og studdi allt til gagns og meiri móðs,
skal munast lengi, hvar sem gróður lifir.
Það var ljúft og gott að þekkja þig,
með þér á stundum innilega að kætast,
og svo mun æ, að gullið sýnir sig
þar snyrtimenska og göfugleikinn mætast.
Er birtir upp úr þeirri skruggu skúr,
mun skína bjart hið vinaríka heiðið;
svo sofðu vært hinn síðsta langa dúr,
þín saga lifir, þó að grói leiðið.
T. T. KALMAN.
skipun til allra sjóliða að fara
tafarlaust um borð í skip sín og
tilkynti og að Skipanin um að
sigla kæmi síðar um kveldið.
Það virðist að konungurinn hafi
ekki verið fáanlegur til að láta
af meiningu sinni og mótstöðu,
hafi krafist að stjórnarráðið á
fundi skæri úr.
5. apríl 1939. Eg sá Mussolini
nokkrum sinnum. Hann er ró-
legur, hræðilega rólegur og
sannfærðari en nokkru sinni áð-
ur, að afskifti okkar af Albaníu
verði látin afskiftalaus með öllu.
Hann er ákveðinn í að hefja
stríð, og það er ekkert sem getur
stoppað hann frá því, jafnvel
þótt 'hann vissi að hann ætti við
alheim að etja.
t 7. apríl 1939. Eg fór á fætur
klukkan fjögur. Starace beið
eftir mér. Hann hafði mikið af
boðum og bréfum meðferðis, á
meðal anars símskeyti frá Zog
til Mussolini, þar sem konung-
urinn staðfesti þá ákvörðun að
semja, og ákvað stefnumót þá
um morguninn klukkan 6. Eg
fór undir eins á stað flugleiðis
og við komum til Durazzo kl.
7.45. Við sáum aðeins nokkra
menn í Durazzo, og þó enga ó-
kyrð væri þar að sjá þá hefir þó
hlotið að 'hafa verið einhver mót-
spyrna, því hervörður var niður
við höfnina.
Eg hélt áfram til Tirana. Göt-
ur flestar voru mannlausar og
varðmannalausar, og þegar inn
í borgina kom var fólk á gangi
á götunum eins og ekkert sér-
stakt væri um að vera. Eg til-
xynti Mussolini þetta og lét hann
vel yfir — sérstaklega yfir því,
að mótmæli frá öðrum þjóðum
heyrðust nálega engin.
9. apríl 1939. Eg fór til Róm
til viðtals við Mussolini. Margir
Albaníumenn kvöddu mig á
flugstöðinni með vinskap. Þeir
iáðu mig að skifta við sig á fána
Albaníu og ítalíu. Fáni ítalíu er
reistur hér að hún í dag. Musso-
ini er hin ánægðasti.
10. apríl 1939. Utanaðkomandi
áhrifin á Albaníu málin fara sí
minkandi. Einkum er þetta á-
berandi í sambandi við Breta.
Þeirra mótmæli hafa auðsjáan-
lega verið meira til heimaáhrifa,
en nokkurs annars. Fréttir frá
Albaníu eru góðar; herinn lendir
þar eins og ákveðið var, svo að
segja mótstöðulaust.
16. apríl 1939. í dag er kór-
óna og konungstign Albaníu af-
hent Italíu. Albaníumenn eru
utan við sig og ókátir. Konungur
Italíu veitir kórónunni móttöku
og er mál hans óákveðið og rödd
hans óstyrk. Hann er sannar-
lega ekki áhrifamikill ræðumað-
ur.
Eg átti tvö löng samtöl við
Göring. Þó 'að hann tali allmikið
um hermálin, þá finst mér að
hann vilji ekki loka dyrum frið-
arins, að minsta kosti ekki nú,
sem stendur. Það sem mestan
ótta vekur hjá mér er aðstaða
hans til Póllands. Það er sama
aðstaðan og áður hefir komið
fram í sam'bandi við Austurríki
og Tékkóslava. En Pólverjar
leggja aldrei vopn sín niður að
óreyndu.
14. apríl 1939. Göring er kom-
inn. Eg mætti honum á vagn-
stöðinni og fór með hann til
Villa Madama. Á leiðinni tal-
aði hann um aðstöðu axa þjóð-
anna og finnst hún vera áhrifa
og afl mikil. Hann er grimmur
í garð Pólverja.
29. apríl 1939. Stjómarráð hef-
ir ákveðið að auka herstjórnar-
valdið. Mussolini er mjög óá-
nægður. Honum finnst að mynd-
ugleikar hervaldsins séu mest
yfirborðs skrum. Því miður er
það satt, að minsta kosti er eg
honum sammála. Það hefir ekki
verið alllátið af yfirlætis skrumi
í sambandi við 'herinn og svo
laglega á því haldið að Musso-
lini sjálfur hefir látið blindast.
2. maí 1939. Carbone hershöfð-
ingi hefir viðurkent í dag að
vopnaútbúnaður Itala sé í hinu
aumasta ástandi, og eg hefi heyrt
þétta víðar að svo ekki er til
neins að loka eyrunum fyrir því.
En hvað gengur að Mussolini?
Það er eins og hann hugsi um
ekkert annað en venjur og her-
siði; það ætlar allt af göflum að
ganga ef hermennirnir setja ekki
rétt niður byssur sínar, eða lyfta
þeim öðru vísi en hann vill vera
láta, að eg ekki tali um ef þeir
ruglast í Rómverska sporinu. En
stórgallana virðist hann varla
sjá þegar þeir ganga fram yfir
vist stig. >
—(Framh.).