Lögberg - 12.09.1946, Síða 3

Lögberg - 12.09.1946, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER, 1946 Silfurbrúðkaup í Leslie, Saskatchewan Sunnudaginn 28. júlí 1946, komu menn saman í fundarhúsi Leslie bæjar, til þess að heiðra þau Mr. Magnús P. Magnússon, núverandi bæjarstjóra í Leslie, og konu hans, Mrs. Björgu Lavísu Magnússon, er þá höfðu verið í hjónabandi í meir en tuttugu og fimm ár. Húsið var fallega prýtt hvít um og ljósrauðum reflum. í önd- vegi var prýðilega skreytt borð, hvítum dú'kum og blómum, er heiðursfjölskyldan var leydd til sætis við. Sömuleiðis var pallur- inn þar yfir hlaðinn yndislega fallegum blómum. Enskur bóndi hér í bygð, laut- enant úr fyrra heimsstríðinu, Victor Virgin, stýrði samsætinu. Hann var samferðamaður Magn- úsar á þeim slóðum og samvinnu- maður hans og margra annara Islendinga hér um allmörg ár, í ýmsum daglegum málum. Er tilkyntur hafði verið til- gangur samkvæmisins, söng ís- lenzka fólkið sálminn: Hve gott og fagurt. Skeyti frá fjarverandi skyldmennum voru lesin upp. Þá afhenti Mrs. John Goodman, núverandi forseti ísl. kvennfél- agsins, silfurbrúðurinni vandað- an blómvönd frá kvennfélaginu og mælti vel fyrir. Mrs. Magnús- son þakkaði fyrir vel og hiklaust. Þá fluttu ræður: Mrs. R. K. G. Sigbjörnsson, John Goodman, Helgi Helgason fyrverandi sveit- arstjóri um allmörg ár, Páll Guð mundsson og Þorsteinn Guð- mundsson. Gjafir voru brúðhjónunum af- hentar frá vinum og van<damönn- um. Silfurbrúðguminn þakkaði innilega velvildina og gjafirnar, sem og samkomuhaldið í heild er boðaði svo mikla vináttu í garð þeirra hjóna og fólks þeirra. Bauð hann alla velkomna á heim ili sitt er þarna væru og kvað hús sitt ávalt opið þiem er þar vildu koma. Að prógrammi enduðu voru bornar fram ágætar veitingar, mun enska kvennfélagið í Les lie hafa lagt sinn skerf þar til, því margt var enskumælandi fólks þarna, og gengu jafnt fram með veitingarnar konur frá báð- um hliðum. Mrs. Magnússon til- heyrir báðum félögunum. Menn undu sér við samtal og kaffidrykkjuna góða stund. Svo var sungið God Save the King, er boðaði nokkurskonar kveðju mál samsætisins. — Saskatchewan er eins og bráð- þroska ungmenni. Á tiltölulega fáum arum, hefir hún tekið þeim feikna framförum, sem aðeins geta átt sér stað við hinar auð ugustu lindir náttúrunnar. Sas- katchewan faldar víðfeðmnum skógum við himin og í föllum fata hennar finst ótæmandi auð- legð í láði og legi; gnægtir korns og fénaðar, fiskjar og málma Jurtalíf hennar og blómskrúð, er margbrotið og fagurt. Landslag bæði yndislegt og hrikalegt. Þó landnámið sé fyrir all- löngu byrjað, hafa eðlilega síð- ustu áratugirnir átt dýrðlegasta og fjölbreytilegasta sigrana þeirra er fyrir almennings sjónir koma. Borgir hafa stórvaxið, sveitahéruð skipulögð og blómg- ast. Margar kirkjur hafa verið reistar, fjöldi skóla, barnaskóla og æðri skóla, alla leið upp Háskólann, The Saskatchewan University, í Saskatoon. Mörg heilsuhæli hafa verið reist og notuð um lengri og skemmri tíma. Og allt þetta fengið álit þeirra er vit hafa á slíku, að það jafnaðist á við það bezta af slíku tagi, sem til er í samtíðinni. Framfarir í búnaði og fleiru feikna stórstígar. Allt þetta kostar þó nokkuð, er til rótar er grafið. Tvö heims- stríð geysuðu innan þrjátíu ára tímabils, þar sem vor hlið var verjandinn. Saskatchewan hef- ir í báðum tilfellum lagt fram fjölda sona og margar dætur til viðhalds fánanum yfir höfðum vorum, fána, sem ber í lit og lögun, þá hugsjón að viðhalda trú, siðgæði og sönnu mannfrelsi. Á meðal þeirra sem buðu fram líf og limi í slíka þjónustu, var silfurbrúðguminn, sem hér um ræðir, Magnús P. Magnússon. Magnús og hans fólk, átti því láni að fagna, að sjá hann koma heim aftur, við þolanlega heilsu. Silfurbrúðirin misti elzta bróð- ur sinn, Thorstein Thorsteins- son, í fyrra stríðinu. Magnús er fæddur heima á Ak- ureyri, sonur Páls Magnússonar og konu hans Guðnýjar Frið- ojarnardóttur Magnússon. Bæði ættuð frá Akureyri. Guðný er nú látin fyrir allmörgum árum. Magnús var stálpaður er þau foreldrar hans fluttu vestur um haf. Svo stálpaður að hann hafði gengið nokkur ár á barnaskóla Akureyrar. Þau Páll og Guðný námu land hér í bygð, all snemma á land- námsárum þessarar bygðar og bjuggu sómabúi hér um mörg ár, Silfurbrúðirin Björg Lovísa Magnússon, er fædd hér vestra, er dóttir vel þektra landnáms' hjóna hér í bygð, Thorsteins Thorsteinssonar og Önnu konu hans. Bæði látin nú. Silfurbrúð- sjáanlega væri heilsan ekki góð. Hann er viljasterkur iðjumaður og hagur í hönd bæði við smíðar og málnimgu á húsum, alla húsa- gerð og prýði. Nýlega tók eg eftir að hann hefir málað hús sitt þremur höfuðlitum: Rautt, blátt og hvítt, sérlega smekklega. Og það er vart hægt að líta á það án þess að minnas þess hvað litirnir tákna. Mrs. Magnússon er hin prýði- legasta kona. Aðsópskona að vallarsýn, ágæt matreiðslu og húshaldskona, góð móðir og eig- inkona með fastan huga á því sem þar þarf. Það má sannar- lega segja um bæði hjónin. Hún á því láni að fagna, að vera bæði atkvæðakona í störfum og um- gengnisgóð í dagfari. Þau Magnús og kona hans eiga fjögur börn, hvort öðru efni- legra. Páll, er var í hernum núna í síðasta stríðinu, lærði þar radio vísindi og stóðst próf sín með af- brigðum vel, er nú að fullkamna skólamenntun sína, ásamt því er hann vinnur þar 1 milli. Svafa gekk á verzlunarskóla í Winni- peg, að afloknu miðskólanámi hér. Gekk undir aukapróf hjá ensku umsjónarmönnum stjórn- arinnar á Englandi, er sintu stjórnmálunum í Bandaríkjun- um. Hún stóðst það próf með af- brigðum vel. Var því tekin í skrifstofuþj ónustu Englendánga í Bandaríkjunum og hefir verið þar um nokkur ár. Flutti nú bygð sína þar frá og til íslenzku utanríkisstofunnar í Bandaríkj- Samningur við Dani að hefjast á ný Danska nefndin vœntanleg urn helgina Jakob Möller sendiherra er ný- lega kominn heim, en hann er sem kunnugt er formaður ís- lenzku nefndarinnar, sem annast samninga við Dani vegna sam- bandsslitanna. Dönsku nefndarmennirnir eru væntanlegir hingað flugleiðis um næstu 'helgi. Formaður dönsku nefndarinn- ar er Mohr, fyrv. sendiherra, starfsmaður í utanríkisráðuneyti Dana. Strax eftir komu dönsku nefndarmannanna hefjast samn- ingar á ný, en þeir byrjuðu sem kunnugt er í Kaupmannahöfn á s.l. vetri. — Var þá ákveðið að fresta samningum, og halda þeim síðan áfram í Reykjavík. Auk Jakobs Möllers sendi- herra eru í samninganefndinni af íslands hálfu, þeir Eysteinn Jónsson aliþm., Kristinn E. And résson. ritstjóri, og Stefán Jóh. Stefánsson allþm., Dr. Ólafur Lárusson prófessor er lögfræði- legur ráðunautur nefndarinnar. Aðalmálið, sem Islendmgar hafa fram að bera við þessa samninga er, sem kunnugt er af- hiending hinna fornu íslenzku handrita úr dönskum söfnum. Væri óskandi að það mál fengi nú góða lausn. Morgunbl. 22. ágúst hjón þessi hafa því alizt upp að unum- Þriðja barnið, Bernice, mestu í þessari bygð og fylgst vmnur einnig á skrifstofu þar með vexti hemnar og viðgangi, sem og heildarvextinum. Þau geta vel munað þá tíð að fólk ferðaðist um á uxum og flatsleð um og vann á löndum sínum með uxum, svo kom hestaöldin, sem þá þótti engan veginn minni en nú þykir vélaöldin. Á tímabili því er hesturinn var aðal kraftur- inn til búnaðar framkvæmda, voru mikil umsvif við þresking una og íleira eins og enn er, þar sem þreskivélin er enn notuð Gufuvél var mest notuð og hún þurfti mikið í sína þjónustu, fjölda af mönnum og hestum. Með því varð heimilisþjónustan feikna mikil. Þá var kornið dreg- ið frá á venjulegum vögnum á tveim hestum. Mannafjöldi gat því vel orðið allt upp í tuttugu eða meir, á meðan á þresking- unni stóð. Nú er þetta enn að breytast. Gufuketillinn sézt ekki lengur, heldur olíuknúðar vélar. Þar við eru færri menn. Svo er þreskivélin töluvert að þoka fyr- ir þeirri undursamlegu vél, er nefnist “Combine.” Hún slær kornið og þreskir allt í einu. í stað vagna sem taka um sex- tíu til sjötíu mæla hveitis, er nú kornið fluttítil markaðar á bákn- um þeim er á áslenzku nefnast vörubílar, en sem við altaf köll- um “trucks.” Allt þetta breytir umsvifum og útliti og hefir tvent í för með sér, er telja má bæði til góðs og ills: Það minkar erfiðið, ekki sízt fyrir kvenn- höndina, en það tekur líka vinn- una frá fjölda manna. Sjálfsagt þykir mörgum þetta útúr dúr frá því efni sem um ræddi, er þessi grein kom til orða. Rétt er það. En það er siður og nauðsyn hvers lands að kalla æskuna lífsþróttinn mesta fram á sjónarsviðið, er um ræðir stór- ræði. Ungu mennirnir eru kall- aðir til fiskiveiðanna, þar sem þær eru framfærslu skilyrðið, til sérhverra siglinga um höfin, í hermenskuna, þar sem hún kemur til greina. í bygð sem þessari, þar sem landbúnaður- inn er framfærzluskilyrði, er æskan kölluð til starfanna á því sviði, eða var það á meðan ung- menni voru heimavið. Það var einmitt á þessu umrædda bún aðarsviði, að sú er þetta ritar kyntist silfurbrúðhjónunum. Oft hefi eg dáðst að því, með hve miklu sálarþreki Magnús Magn- ússon hefir sint störfum, þó auð- syðra. Yngsta telpan er heima. Börnin hafa öll kynt sig f jarska vel, það sem þau hafa komið út á meðal fólks í uppvextinum. Páll hefir oft minnt mann föðurbróðir sinn Aðalstein, nú látinn. Hann var einstakt prúð- menni í allri umgengni og verka- maður framúrskarandi góður Það voru þeir bræður allir. Einu sinni sagði lítil stúlka um Aðal- stein heitinn, þar sem hann hafði verið að vinna um tíma, en var að fara: “Hvernig eigum við að fara að því, að hafa hann alla, alla tíð hjá okkur?”---- Viðstaddir í umræddu sam- sæti voru: Mr. og Mrs. John Bjarnason tengdabróðir og syst- ir silfurbrúðarinnar, ásamt börn- um sínum. Sonur þeirra Bryan, var í síðasta stríði, unglingur um tvítugsaldur og komst í ægileg- ar mannraunir á landi og sjó og í lofti. Mr. og Mrs. Einar Thor- steinsson, Leslie. Einar er bróð- ir Mrs. Magnússon. Mr. Jóhann Thorsteinsson kornkaupmaður, nú um mörg ár eftirlitsmaður með kornhlöðum Pioneer félags- in». Hann er líká bróðir Mrs. Magnússon. Yfir hundrað manns komu þarna saman, sem vel þótti varið þessari stund, er til var stofnað til sameiginlegrar ánægju sam- ferðamönnum. Með lukkuóskum huga og hönd skildust menn við silfurbrúðhjón kveldið. þessi, um Rannveig K. G. Sigbjömsson. NEFND KOSIN Nýlega hefir nefnd verið kos' in í Selkirk söfnuði, sem er að vinna að því að “Memorial Win- dow” verði settur í kirkju safn- aðarins, til að heiðra minningu frumstofnenda safnaðarins, og allra þeirra er á hinum fyrri ár- um báru málefni safnaðarins fram til sigurs með fórnfúsri þjónustu og trúfesti við málefni hans. Hið fyrsta fé sem borizt hefir til þessa fyrirtækis er $50.00 gjöf frá Próf. O. T. Anderson í Winnipeg, til heiðurs afa hans og ömmu og foreldrum, sem öll voru frumstofnendur safnaðar- ins. Nefndin sem að málinu vinn ur er skipuð: Mr. B. Kelly, sem er forseti nefndarinnar; Mrs. E. J. Hinrikson, skrifari og féhirðir; Próf. O. T. Anderson, Winnipeg; Mrs. J. Sigurður; Mrs. Kristján Pálsson; Mrs. M. Oliver; Mr. R. S. Benson; Mr. Grímur Eyman Allir þeir afkomendur og unn- endur frumherja Selkir safnaðar, er heiðra vildu minningu þess ara frumherja á þennan hátt geta snúið sér til Mrs. E. J. Hin rikson, Selkirk, Man., er veitir fégjöfum til fyrirtækisins mót- töku. The Swan Manufacturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Ertu hræddur við að borða ? Áttu vlð að stríða meltingurleysi, belging og náblt? pað er óþarfi fyrir þig að láta slíkt kvelja þig. Fáðu þér New Discovery "GOLDEN STOMACH TÖFLUR.” 360 töflur duga I 90 daga og kosta $5.00; 120 duga I 30 daga, $2.00; 55 1 14 daga og kosta $1.00; Til reynslu, 10 centa dós — fæst I öllum lyfjabúðum. ORÐSENDING TIL KAUPENDA LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU A ISLANDI: Munið að senda mér áskriftargjöld að blöðunum fyrir júnílok. Athugið, að blöðin kosta nú kr. 25.00 árangur- inn. Æskilegast er að gjaldið sé sent I póstávlsun. BJÖRN QUÐMUND3SON, Reynimel 52, Reykjavlk. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. A. BLONDAL Physician and 8urgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Slmi 61 023 Talslmi 95 826 Heimilis 53 898 DR. K. J. AUSTMANN SértrcaBingur t augna, eyrna, nef og kverka sjúkdó niuvn. 704 McARTHUR BUILDING Cor. Portage & Maln Stofutími: 2.00 U1 5.00 e. h. nema á laugardögum. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsimi 30 877 Viðtalstlmi 3—5 eftir hádegi DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur t augna, eyma, nef og hdlssfúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skriístofusími 93 851 Heimaslmi 42 164 DR. E. JOHNSON 304 EAtELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stf. Verzla 1 helldsölu með nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.eími 25 355 Heima 55 452 Hhagborg U fuel co. n Dial 21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331 EYOLFSON’S DRUG Office Phone Res Phone PARK RIVER, N. DAK. 94 762 72 409 íslenxkur lyfsali Dr. L. A. Sigurdson Fólk getur pantað meðul og 116 MEDICAL ARTS BLDG. annaö meö pösti. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Fljót afgreiðela. and by appolntment A. S. B A R D A L Drs. H. R. and H. W. 848 SHERBROOK STREET TWEED Selur UkkÍBtur og annaat um ttt- farir. Allur tttbttnaður sá beztl. Bnníremur aelur hann allskonar minnlsvarða og legstelna. Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. i Skrif»tofu talsiml 27 324 Keimllls talslml 28 444 PHONE 96 952 WINNIPEG Phone 31 400 DR. J. A. HILLSMAN Electrlcal Appliancea and R&dio Servlce Surgeon Furniture and Repalrz Morrison Electric 308 MEDICAL ARTS BLDG 674 SARGENT AVE. Phone 97 329 PPINCE// Dr. Charles R. Oke MESSENGER SERVICE TannUeknir Vlð flytjum kistur og töskur, For Aypointments Phone 94 908 httsgögn úr smærri Ibúðum, Office Hours 9—6 og húsmunl af öllu tel. 404 TORONTO GEN. TRU8T8 58 ALBERT ST. — WINNIPEG BUILDING Stmi 25 888 283 PORTAGE AVE. C. A. Johnson, Mgr. Winnipeg, Man. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON SARGENT TAXI and Company Chartered Accountants • PHONE 34 555 1101 McARTHUR BUILDINO Winnipeg, Canada For Quick Reliable Service Phone 49 469 J. J. SWANSON & CO. Radio Service Specialiste LIMITED ELECTRONIC LABS. 308 AVENUE BLDG WPG. H. THORKELSON, Prop. Fasteignasal&r. LeJgja hús. Ot- The most up-to-date Sound vega peningalán og eldsábyrgð. Equipment Syatem. blfreiðaábyrgð, o. *. frv. 130 OSBORNE ST., WINNIPBG PHONE 97 538 G. F. Jonasson, Prea. & Man. Dir. Andrews, Andrews, Keystone Fisheries Thorvaldson and Limited Eggertson 404 SCOTT BLOCK SÍMI 95 227 Lögfrceöingar Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH . 209BANK OF NOVA 3COTIA BG. Portage og Garry St. Slml 98—1 GUNDRY PYMORE Limited British QuaMty Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. TIIORYALDSON Your patronage wlll be apprecl&ted Argue Brothers Ltd. Real Eetate, Flnancial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Davidson, Representative Phone 97 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Frsmb and Frozen Flata. 311 CHAMBERS STRJ3BT Office Ph. 26 328 Res. Ph. T8 91T /

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.