Lögberg - 12.09.1946, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER, 1946
5
AHU6AMAL
UVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
SMÁKÖKUR
Það er afar þægilegt að geyma
tilbúið smáköku deig í kæli-
skápnum og geta gripið til þess
og foakað smákökur í snatri ef
manni liggur á.
Kæliskápskökur eru búnar til
þannig:
Hveiti — tveir bollar
Lyftiduft — teskeið
Salt — Vz teskeið
Shortening — 2/3 bolli
Sykur — % foolli
Egg (vel þeytt) — 1.
Vanilla — % teskeið
Sykraðu hveitið á wax-pappír,
mældu það, bættu í það lyfti-
duftinu og saltinu og sykraðu það
aftur.
Þeyttu fituna og bættu smám-
saman sykrinu í, og þeyttu vel.
Bættu í egginu og vanilla.
Hrærðu vel. Bættu nú hveitinu
í — hálfum bolla í einu. Þegar
þú bætir í seinasta hálfa bollan-
um er deigið orðið þykkt; þjapp-
aðu hveitinu í deigið með bak-
inu á skeiðinni. Láttu nú deigið
á wax-pappír og þjappaðu því
saman þannig að það verði í
laginu 9 x 2 x 1 % þumlungar.
Vefðu þétt í wax-pappír og
kældu það í kæliskápnum í að
minsta kosti 4 klukkustundir eða
yfir nótt
Þegar þú ert tilbúin að baka,
þá skerð þú deigið í þunnar
sneiðar með beittum hníf og
bakar við 400° F. hita í 6 til 8
mínútur. Nóg í 36 kökur.
Hægt er að foúa til margar mis-
munandi kökur með því að
breyta um sum efnin eða bæta
öðrum efnurn við þessa forskrift.
Butterscotch kökur.
Notaðu púðursykur í stað
hvítasykurs.
Súkkulaðis kökur.
Bættu í 2 stykkjum (2 únzur)
af ósætu sjúkkulaði (forætt og
kælt) áður en hveitinu er bætt í.
Orange eða lemon kökur.
Bættu í lVz teskeið af niður-
sköfnu ápelsínu hýði og 1. te-
skeið af lemon-safa í staðinn fyrir
vanilla.
Ávaxta kökur.
Bættu í Vi bolla af söxuðum
Maraschino cherries og hálfum
bolla af söxuðum rúsínum áður
en hveitinu er bætt í.
Hnotu-kökur
Notaðu aðeins 1% bolla af
hveiti. Bættu í 3/4 bolla söxuðum
hnotum aður en hveitinu er
bætt í.
♦ ♦ ♦
Kathleen Norris:
GÓÐA STJÚPAN
(Margar sögur hafa verið sagð-
ar, hæði fyrr og síðar, um slœmar
stjúpmæður. En eftirfarandi
frásögn úr hversdagslífinu lýsir
inu gagnstœða).
Þegar eg var 14 ára gómul,
fór eg ásamt móður minni og
ynigri systkinum til baðstaðar
nokkurs. Síðan eru nú liðin
mörg ár.
Morgun einn hittum við unga
konu niðri við sjóinn. í fylgd
með henni voru tveir drengir.
Eldri drengurinn, Ned, var 10
ára. Hann var þögull og feiminn,
nýstiginn upp af sóttarsæng.
Vék hann varla fá móður sinni.
Hinn drengurinn, Tony, var
nokkrum árum yngri. Hann var
fjöi*ugt og fallegt barn og vakti
hvarvetna athygli. Hár hans var
þykkt og liðað, augun himinblá.
Hann hljóp hraðar, synti betur
og stökk lengra en nokkur hinna
drengjanna. Ókunnugir gáfu sig
oft á tal við hann og gáfu hon-
um leikföng.
Dag nokkurn hafði yngsti
bróðir minn orð á því í viðurvist
okkar allra, að Tony væri fóst-
urfoam. Ánægjubros fór um sól-
brennt andlit Tonys.
“Það er satt, mamma, er það
ekki?” sagði hann hreykinn.
“Pabba og mömmu langaði til
þess að eignast annan strák.
Þessvegna fóru þau inn í stóra
húsið og skoðuðu börnin þar.
Svo sögðu þau: “Gefið okkur
þennan.” Það var eg!”
“Við fórum í mörg stór hús,”
sagði móðir hans brosandi. “Að
síðustu sáum við ómótstæðileg-
an anga!”
“En þeir vildu ekki leyfa ykk-
ux að fá hann strax þá um
daginn,” sagði Tony, sem aug-
sýnilega var vel heima í gangi
málsins. “Alla leiðina heim varst
þú að segja við sjálfa þig: “Eg
vildi að við fengjum hann.” —
“Já, við fengum hann líka eftir
nokkrar vikur,” sagði frú Web-
ster. — Drengirnir hlupu í burtu
til að halda áfram leikjum sín-
um í brimlöðrinu á baðstöðinni.
“Það var fagurt fyrirbrigði að
hann skyldi kæra sig kollóttan
um að vera fósturbarn,” sagði
mamma.
“Það olli honum þvert á móti
gleði,” sagði frú Webster. “Þið
hefðuð orðið að sitja uppi með
Ned, þótt hann hefði verið
stelpa,” sagði hann. “En ykkur
langaði reglulega til að fá mig!”
“Við kviðum því lengi, að
þurfa að segja honum hið sanna.
En nú segir hann þetta öllum
sér til hróss!”
“Það hlýtur að hafa verið erf-
itt að segja honum það,” sagði
mamma.
“Þess gerðist nú ekki þörf.
Maðurinn minn var verkfræð-
ingur í hernum, og við vorum
stöðugt á ferli. Allir héldu, að
við ættum báða drengina. En
skömmu eftir dauða hans hitti
eg gamla vinkonu, sem eg hafði
ekki séð lengi. Hún leit á dreng-
ina og sagði: “Hvor þeirra er
[fóstuirsonurinn, Maráa?” !Eg
hnippti í hana og hún fitjaði
þegar upp á öðru umtalsefni. En
drengirnir höfðu heyrt, hvað
hún sagði, og byrjuðu þegar að
spyrja mig spjörunum úr. Eg
varð að segja þeim allt af létta.”
“Tony hefir tekið því með
karlmennsku,” sagði eg.
“Bersýnilega,” sagði móðirin
brosandi. “Og einhvem veginn
heppnaðist honum að láta Ned
aldrei finna til afbrýðisemi
vegna yfirburða sinna!”
*Ned er mömmuidrengur,”
sagði mamma. Hún átti einn
sjálf.
“Já, en hann var líka pabba-
drengur. Veikindi hans stöfuðu
upphaflega af ofurharmi eftir
föður hans.” —
Daginn áður en Webstermæðg-
inin fóru heim vorum við
mamma á gangi í fjörunni, á-
samt frú Webster.
Drengirnir 'bárust í tal. Móðir
mín fór þá að tala um ást og til-
beiðslu Neds á móður sinni.
“Það sannar betur en nokkuð
annað, hve vel mér hefir tekizt
tilraunin,” sagði frá Webster.
Mamma rak upp stór augu.
“Já, eg vil að þér vitið alla
málavöxtu. Þér eruð skilnings-
rík móðir sjálf. Tony er einka-
sonur minn. Ned er fóstursonur-
inn. Það hefði orðið bani Neds
litla, ef eg hefði sagt honum hið
Guðrún Amelía Júlíus
Guðrun Amelía Júlíus
Eg finn Guðs djúpa frið í mínu
hjarta
eg finn, og veit að Jesús er mér
nær
eg storminn óttast ei, né myrkrið
svarta,
Hann er mér hirðir trúr, og vinur
kœr.
nda þótt Amelía Júlíus færði
ekki trúarjátning sína ná-
kvæmlega í iþenna búning sem að
ofan greinir, var þetta þó efni
hennar. Hún var fædd og uppalin
á heimili trúaðra foreldra, og
áður en langt leið á æfiskeiðið
var hún til þess kvödd mitt í
þrautafullri lífsreynzlu, að gera
sér grein fyrir meginmáli trúar
sinnar. Trú hennar var ekki
rétta. Eg varð að skrökva. Það
bjargaði lífi hans. Tony var aft-
ur á móti sterkbyggður strákur
og fær í flestan sjó.”
Síðan þetta var eru nú liðin
mörg ár. En í sumar var eg að
snæða morgunverð í veitinga-
húsi í San Francisco.
Við næsta borð sat myndar-
legur miðaldra maður í einkenn-
is'búningi flotaforingja. Horfði
eg á 'hann um stund, gekk síðan
til hans og spurði, hvort hann
væri ekki Anthony Webster.
Hann kvað svo vera og kannað-
ist þegar við mig.
Nokkru síðar heimsótti hann
okkur hjónin. — Sagði hann mér
frá hinni stuttu en ágætu ævi-
sögu Neds. Hann hafði getið
sér góðan orðstír sem efnafræð-
ingur, en var ætíð heilsuveill.
“Mamma og tilraunastofan voru
heimur hans,” sagði Tony. “Hann
var að sýsla við tilraunaglösin
hálftíma áður en hann dó. Hann
dó í fangi mömmu.”
“Hvenær sagði hún þér sann-
leikann, Tony?”
“Þú vissir það þá.”
“Já, mamma þín trúði okkur
mömmu fyrir því.”
Tony þagði lengi og augu hans
fylltust tárum.
“Eg hélt að mér gæti ekki
þótt vænna um mömmu en mér
þótti þá. En þetta . . . Eg átti
þá sjálfur lítinn dreng. Mér var
það fullkomlega ljóst, hve erfitt
það hlýtur að hafa verið fyrir
hana, að gefa fóstursyninum
með ljúfu geði það rúm, sem
einkasyninum bar. En það kaus
hún heldur en að valda fóstur-
syninum hryggð.”
(S. I. þýddi).
— Tíminn.
varajátning ein, heldur lífandi og
yndislegur veruleiki. Og þessa
trú sína varðveitti hún alt til hins
síðasta. Alt annað var frá henni
tekið: æskan, heilsan, návist ást-
vina, og lífsstarfið sem hún hafði
kosið sér og undirbúið sig fyrir.
En hún var aldrei döpur í bragði,
taldi sig aldrei ólánssama eða
einmana, en var glöð og hugdjörf
alt fram til hinztu stundar. Hún
miðlaði þá einnig öðrum af
þeim áuðæfum sem ein hafa gildi
fyrir þá sem dæmdir eru til
dauða, — en það eru auðvitað
allir menn-þótt alment sé þannig
talað um þá eina sem bera í
brjósti sér banvænan sjúkdóm.
Hún fæddist að Gimli, Man., 1.
febrúar 1905. Foreldrar hennar
Voru Kristján Bjami Julíus, og
kona hans Sigurbjörg Swanson
Julíus. Er Amelía var ung að
aldri fluttist fjölskyldan til
nipeg, þar ólst hún upp og hlaut
skólamentun til kennarastöðu.
Kennaraferill hennar varð samt
stuttur, því eftir rúmlega eitt ár
við það starf varð það ljóst að
hún hafði verið merkt með
fangamarki “hins hvíta dauða.”
I sextán ár háði hún svo baráttu
sína, lengst af á tæringarhælinu
í Ninette. í þeirri baráttu var
eins og ávalt ólíku saman að
jafna: annarsvegar var æskan,
lífsgleðin og lífsvonin hjá henni
sjálfri, og ástvinum hennar, sem
ávalt veittu henni frábæra um-
hyggju og kærleika; hinsvegar
var hinn óvígi óvinaher, sem
hafði tekið sér fasta stöðu í lík-
ama hennar og vildi ekki víkja
þaðan, þrátt fyrir allar aðgjörðir
mannanna. Fór svo að hún varð
eins og allir, að lúta valdi hins
sterka, en hún var ennlþá ung,
aðeins 41 árs er hún lézt.
En þótt æfin yrði ekki lengri
en þetta, var hún samt fögur og
ávaxtarík. Æfin var fögur vegna
þess hversu sjúklingurinn bar
harm sinn og þrautir, og ávaxta-
rík vegna þess að hún gaf öðrum
fordæmi um það hvernig unt er
að finna lífið um leið og það glat-
ast. Hún var eins og áður var
drepið á, kennari að mentun. Þótt
henni væri fyrirmunað að kenna
í skólasölum, kendi hún samt. En
lærisveinar hennar voru sjúkl-
ingarnir á spítalanum, sem voru
sama marki brendir og hún sjálf.
Hún gekk á meðal þeirra meðan
þess var kostur, sem ljósengill
með hughreystandi orð á vörum,
miðlandi af trú sinni og bjartsýni
á lífið, og jafnvel eftir að hún var
rúmföst orðin hélt hún upptekn-
um hætti. Og þótt hún sé liðin,
kennir hún enn öllum vinum
sínum, að það er ástæðulaust að
óttast dauðann og myrkrið, því
hvorugt er til fyrir þá, sem eiga
frelsarann að hirði og kærum
vin.
Hún lætur eftir sig Sigurbjörgu
móður sína, tvær systur og tvo
bræður, sem öll eru búsett 1 Win-
nipeg. Systurnar eru; Þórunn
Norma, Mrs. Wilfred Graham;
og Eleanor Margaret, Mrs.
Robert A. Neil; en bræðurnir eru
Clarence Arnór, og Jón Kristján.
Hún andaðist á Ninette, 3. sept.
og var jarðsungin frá Fyrstu
lútersku kirkju í Winnipeg þrem-
ur dögum síðar, að viðstöddu
fjölmenni. Við jarðarförina töl-
uðu þeir séra Rúnólfur Marteins-
son og sóknarpresturinn. Las sá
síðarnefndi kvæði það er fylgir
eftir Edgar A. Guest, er hann
nefnir Visions. Er það birt hér
samkvæmt ósk aðstandenda.
V. J. E.
Hið íslenzka Bókmennta-
félag 1 30 ára
(Frh. af bls. 4)
forseta og fjölmörgum myndum
annara þeirra, sem þar koma
mest við sögu. Tel eg það vel
ráðið, að Bókmenntafélagið fær-
ist það í fang að gefa út rit þetta
um Jón Sigurðsson. enda stend-
ur engum íslenzkum félagsskap
nær, að halda vakandi með þjóð-
inni sem mestri þekkingu og
gleggstum skilningi á lífi hans
og starfi, henni til fyrirmyndar
og hvatningar um hinn fegursta
og sannasta þegnskap.
Markmið hans og annara
menningarfrömuða vorra, sem
borið hafa á herðum sér fræði-
og þjóðræktarstarfsemi Hins ís-
lenzka Bókmenntafélags, lýsti
Þorsteinn Gíslason skáld fagur-
lega í eftirfarandi erindi í kvæða-
flokki sínum í tilefni aldaraf-
mælis félagsins, sem enn geta
verið oss til umhugsunar og á-
minningar:
“Að sækja þrek í sögu lands og
þjóðar
til sóknar nýrri menning fram
á leið,
og trúaryl í gneista þeirrar glóð-
ar,
sem guði vígð á þjóðar arni
beið;
að leggja veg úr fortíð yfir í
framtíð,
á feðra reit að hlynna’ að göml-
um meið,
en leita’ að hæsta sjónarhóli’ í
samtíð:
að sjá hið farna’ og marka’ hið
nýja skeið.”
BANDARÍKIN
Bandaríkin hafa nú hafið sókn
á hendur Rússum um yfirróðin
á Þýzkalandi og er það eitt af
þeim alvarlegustu sporum sem
Bandaríkin hafa stigið. Tvær
ástæður eru gefnar fyrir þessu
ákvæði Bandaríkjanna. Fyrst
að sökum framsóknar stefnanna
tveggja um heim allan — Þeirrar
vestrænu, og Sovíetisku stefn-
unnar, var það óumílýjanlegt,
og sem kom ómótmælanlega í ljós
á Parísar fundi utanríkisróðherr-
anna fjögra, 14. júl'í s.l.
Annað, þetta ákvæði Banda-
ríkjamanna verður að skiljast
sem óhjákvæmilegt svar við
stefnu og framkomu Sovíet-
manna í Þýzkalandi, sem frá upp-
hafi hefir verið bygð á þeirri
yfirlýsingu Lenins “að sá sem
ræður yfir þýzkalandi, ráði einn-
ig yfir Evrópu, og frá þeirri yfir-
lýsingu hafa Sovíetmenn ekki
vikið hársbreidd frá því fyrsta
að þeir gerðust umsjónarmenn á
Þýzkalandi. Þessi nýja stefna
Bandaríkjamanna á Þýzkalandi
meinar því í stuttu máli: “Nei,
þið skuluð hvorki ná ráðum yfir
Þýzkalandi né heldur yfir Evr-
ópu.”
V I S I O N S
There are hills too steep for our feet to climb
There are goals too far to gain,
And in every breast ther’s a glorious best
The dreamer shall never attain
For the poet dies with his songs unsung
And the artist at last grows faint,
Anh he sinks to sleep and the grave must keep
The pictures he’d planned to paint.
We can never finish the work of life
Nor live to our fullest here;
We must carry away from its house of clay
The visions we’ve cherished dear.
We dream fair dreams for the years to be,
Byt merchant and tailor too,
And the soldier brave take into the grave
Some deeds they had hoped to do.
Perhaps they sing at their sweetest now,
Those poets of yesterday,
And have cought the themes of the golden dreams
Which came from the far away.
Perhaps the painters on canvas true
Now see with a glearer eye,
And paint the things of their visionings
That were theirs in the days gone by.
Oh, never we reach to our fullest height,
And never we do our all;
We must turn away at the close of day
When the tools from our fingers fall.
But it isn’t a failure to hold a dream
That never on earth comes true,
For the tasks of worth that we miss on earth
Are reserved for our souls to do.
Alment talað, þá hefir töfin, sem orðið hefir á að
setja talsíma inn í hús manna stafað írá því að síma-
tæki, aðalskrifstofutæki, utanhússefni, svo sem síma-
staurar, járn og kopar vírar hefir ekki verið fáanlegt,
og eins lengi og sú þurð á
sér stað, þá verður að vera
bið á að setja síma þá. sem
beðið hefir verið um, inn
í hús manna.