Lögberg - 17.10.1946, Page 2

Lögberg - 17.10.1946, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER, 1946 Margt hefir breytzt á 33 árum Einar Páll Jónsson, ritstjóri Lögbergs, segir frá ♦ Eins og kunnugt er komu þeir Einar Páil Jónsson, rits'tjóri Lög- bergs, Stefán Einarsson, ritstjóri Heimskringlu, og Grettir L. Jó- hannsson ræðismaður, ásamt konum sínum, hingað til lands í sumar í booí íslervzku ríkisstjórn- arinnar og Þjóðræknisfélagsins. Hafa 'þessir vesturíslenzku gestír ferðast víða um land. Tíðinda- maður Tímans hitti Einar Pál að máli, er fiánn kom aftur til höf- uðstaðarins. Fer frásögn hans hér á eftir: —Þrjátiu og Iþrjú ár eru liðin síðan eg kvaddi ísland, segir Ein- ar Páll. Konan mín hefir einu sinni áður heimsótt ísland, en hún er fædd fyrir vestan. Hún kenndi um Ihríð ensku við sam- vinnu skólann í Reykjavík. “Snœfellsjökull heilsaði okkur sólfaldaður.” Við hjónin og hinir boðsgest- irnir komum hingað til lands -um hádegisbil þann 11. ágúst. og var þá glaða sólskin um land allt og hlýtt í ldfti. Snæfellsjökull heils- aði okkur fyrst, sólfaldaður og tígulegur. Við höfum ferðazt mikið um landið og notið við það ósegjanlegs yndis. Stórfenglegar framkvæmdir. Við dáumst öll að hinum marg- brotnu og í ýmsum tilfellum risafengnu framförum, sem hér hafa orðið á síðustu árum. Það, sem einna fyrst vakti at- hygli mína voru vegabæturnar um landið þvert og endilangt. Um þetta getum við dæmt af eigin reynd, því að svo má segja, að við hjónin höfum ferðazt dag- fari og náttfari í bílum og notið alls þess, er fyrir augun bar, í ríkum mæli. Þá fer ekki framhjá neinum gesti, sem á rót sína að rekja til íslands, hversu stórfelldar um- bætur hafa orðið á húsákynnum í bæjum og borgum síðasta ald- arfjórðunginn. Reykjavík hef- ir tekið slíkum stakkaskiptum í mínum augum, að fyrst í stað triúði eg því varla, að eg væri kominn heim. Til að sjá eru mörg hinna nýrri húsa tilkomu- mikil og reisuleg, en það, sem mér skilst, að sé meira um vert er, hvernig hagað er til innan húsanna eða heimi'lanna sjálfra. Við hjónin höfum veitt því athyg- il á ferðalagi okkar um landið, að ihvert heimili, sem við höfum heimsótt, er fagurlega skreytt íslenzikum málverkum og ýmis konar annarri þjóðlegri heimil- isprýði. Þetta sannfærði okkur fljótlega um það, hversu íslenzk málaralist, þótt ung sé að árum til, hefir tekið örum framförum, því að mörg málverkin eru að okkar hyggju bæði frumleg og meistarálega gerð. Það sem ég sagði áður um húsabætur í Reykjavík má einn- ig segja um Akureyri, Akranes, Hafnarfjörð og marga aðra bæi, er við höfum heimsótt. Hin geysilega bylting, sem orð- ið hefir á sjávarútveginum síð- asta aldarfjórðunginn, fer ekki heldur fram hjá neinum, sem ferðast með opin augun. Við heimsóttum m. a. eina síldar- bræðsluverksmiðju, er vakti að- dáun okkar vegna þeirrar full- komnunar og tækni, sem þar er að verki. Gömlu heyvinnutækin að syngja sitt síðasta vers. Loks hefi eg séð, að út um sveitir, einkum sunnanlands, hefir mikilvæg nýrækt verið gerð. Það er ekki aðeins, að tún hafi verið sléttuð, heldur hafa þau verið margfaldlega stækkuð, og ný tún blasa nú við, þar sem áður voru óræktarholt og hálf- gerðar urðir. Eg hefi víða veitt því eftirtekt, að orfið og ljárinn eru í þan.n veginn að syngja sitt síðasta vers. í þeirra stap hafa tekið við völdum sláttuvélar, rakstrarvélar, heyþurkunarvélar, og dráttarvélar. Þetta er vita- skuld hvergi nærri alls staðar, en víðast verður þó mikilla um- bóta vart í sveitum landsins. Ósk Guðbjargar i Múlakoti. Trjáræktin og sandgræðs'lan Vöktu sérstaka athygli okkar. Við komum í Múlakot, og við töluðum við Guðbjörgu í Múla- koti. Hún á undurfagran trjá- garð. Fyrsta tréð gróðursetti hún fyrir 49 árum og nú eru hæstu trén í garðinum hennar Guðbjargar 26 fet á hæð. Hún ræktar líka í þessum trjágarði sínum ýmiskonar skrautblóm, semhún hlúir að með umhyggju- semi og viðkvæmnri ástúð. “Trjágarðurinn minn er ekki stór,” sagði Guðbjörg, “en eg vildi óska, að hann breiddi ein- hvern tíma lim sitt yfir blessað landið mitt allt.” “Þar sem maðurinn gengur í þjónustu guðs.” Við áðum nokkra stund á Sámsstöðum í Fljótshlíð og nut- um þar sem annarsstaðar rík- mannlegrar gestrisni. Við-urð- um hrifin af fegurð umhverfisins og þeim árangri, sem þegar hefir náðst í Iþá átt að klæða landið og rækta korn og annan nytja- gróður. Við heimsóttum einnig Gunn- arSholt, þar sem ríkið rekur at- hyglisverða sandgræðslustarf- semi með sýnilegum árangri. Þar er mannshöndin að rétta náttúrunni hjálpanhönd, svo að hún fái að njóta sín. Slíkur get- ur árangurinn orðið, þegar mað- urinn gengur í þjónustu guðs og hjálpar honum að skapa. Á æskustöðvunum. Við hjónin komum aftur hing- að til Reykjavíkur með flugvél frá Reyðarfirði eftir að hafa dvalið á Austurlandi, einkum 'í Norður-Múlasýslu, í rúma viku. En í þeirri sýslu er eg borinn og barnfæddur. Bróðir minn, sr. Sigurjón á Kirkjubæ í Hróarstungu, kom til fundar við okkur á Akureyri og var förunautur okkar meðan við dvöldum eystra. Hann kvaddi okkur á Reyðarfirði. Lengst vorum við á Hofteigi á Jökulda'l, en þar býr bróður- sonur minn, Karl Gunnarsson, stórbúi. Þar dvelur einnig faðir hans, hálfbróðir minn, Gunnar Jónsson, fyrrum bóndi á Foss- völlum. Við komum í Hallormsstaða- skóg. Guttormur Pálsson skóg- arvörður sýndi okkur stáðinn. Okkur fanst mikið til um gamla skóginn, en þó urðum við enn hrifnari af nýgróðrinum. Þar er verið að gróðursetja greni frá Alaska, sem sökum hliðstæðra skilyrða virðist þrífast mjög vel. Ekki er ólíklegt, að sá draumur rætist, að landið verði aftur skógi vaxið frá fjöru til fjalla. Síðustu nóttina, sem við dvöid- um á Héraði, gistum við að Egils- stöðum á Völlum. Jörðin er geysi umifangsmikil og nýrækt slík, að til fyrirmyndar má telja. Egilsstaða skógur mun næstur ganga Hallormsstaðaskógi að feg- urð af skógum austanlands og nær yfir mikið flæmi. Þegar við komum upp á hólinn fyrir norðvestan bæinn og litum yfir bújörðina, mátti svo segja að í ihvaða átt sem litið væri, jafnvel milli hraundranganna, væri komið véltækt tún. Þjóðemisbarátta Vestur- íslendinga. Eg hefi í samtali við önnur öð minnst lítillega á þjóðrækn- isviðleitni okkar Islendinga vest- an hafs og viðhorfið í þeim mál- um. Eg hef sagt það áður, að í mínum huga væri íslenzkan svo Bréf frá Glenboio 24. sept., 1946. Það er alt stflrtíðinda lítið héð- an eða frá Argylebygð. Sumarið hefir verið mjög gott, rigningar voru með minsta móti, en veður var iengst af svalt og hagstætt, uppskeran varð því mjqg góð, sérstaklega var hveiti uppskeran ágæt. Þó snemmt sé, er upp- .kerutíðin u-m garð gengin, þresking almennt búin; bændur nafa því góðan tíma fyrir haust störfin, að búa sig undir næsta ár. Yfirleitt líður öllu fólki vel hér; 'heilsufar hefux verið gott og fáir hafa dáið. Þann 9. júl dó í Winnipeg, Haraldur Valdi- mar Stefánsson. Var hann jarð- settur að Brú. Hann hefur verið lengi vanheill, var aðeins um sextugt er hann dó. Haraldur var merkur ágætis maður; hann ól atlan sinn a'ldur í Argyle- bygð, og var lengi í sveitarráð- inu. Systkini eru öll vel kunn: Mrs. Kroyer, Winnipeg; Dr. Jón Stefánsson hinn vel þekti lækn- ir, sem lengi var í Winnipeg, nú dáinn; v Árni söngmaður; Óli bóndi í Argylebygð, og Mrs. Dr. Ágúst Blöndal í Winnipeg. Har- aldur var ógiftur alla æfi. María Isleifson, hún var af hér- lendum ættum, en gift íslend- ingi, Jóni S. ísleifson; hún dó 24. ágúst eftir langvarandi heilsu- leysi. Hún eftirskilur eigin- mann og 4 börn. Hún var kona á bezta aldri Kristjana G. Jóhannson, há- öldruð landnámskona, dó 3. sept., hún hafði átt heima hér um slóð- ir síðan 1884. Hún var merkis- kona, og verður hennar nánar getið á öðrum stað. Ennþá er Argyle prestslaust og mun enn verða um skeið; hef- fögur, að með því gæti hún í raun og veru tryggt sér eilíft líf. En þetta er aðeins persónuleg skoðun mín. Við eigum við ramrnan reip að draga í þjóð- ræknismálum ’ okkar vestra, vegna dreifingar fólksins og ann- ara óviðráðanlegra ástæðna. Þjóð ræknisfélag Islendinga í Vestur- heimi varð 27 ára í vetur, sem leið. Meðlimatala þess hefir auk- izt heldur en hitt í seinnj tíð. Deildir úr því eru í flestum byggðum íslendinga vestan hafs, og senda þær fulltrúa á ársiþing félagsins, sem haldið er í febrú- ar ár hvert. Meginstefnuskrá félagsins er sú, að vernda íslenzka tungu vestan hafs og aðrar dýrmætar menningarerfðir að heiman. Kenns'la í íslenzku fer allvíða fram fyrir atbeina félagsins, þar sem æfðir kennarar eru að verki. Auðvitað verða bömin að ganga í almenna barnaskóla, svo að við getum aðeins starfrækt ok'kar skóla á laugardögum. Konan mín veitir skólanum í Winnipeg forstöðu. Dr. phil. Richard Beck, sem allmörg undanfarin ár var forseti Þjóðræknisfélagsins, lét af þeim starfa á síðastliðnum vetri sök- um annríkis. 1 hans stað var kosinn sr. Valdimar Eylands, pnestur Fyrsta lúterska safnað- arins í Winnipeg, en til vara sr. Philip M. Pétursson, prestur sambandssafnaðarins í borginni. Islendingar í Winnipeg munu vera um 6000 eða álíka margir og íibúar Akureyrar. íslenzku bækurnar alltof dýrar. Það er mjög bagalegt fyrir okkur, hversu erfitt er að fá ís- lenzkar bækur vestur og hversu dýrar þær em. Eigi þær að seljast vestra fyrir sama verð og hér, hrekkur viku- kaup flestra Vestur-Islendinga varla fyrir einni bók. Eigi ís- lenzkir bókaútgefendur góðar bækur, sem ekki em líkur til, að muni seljast í bráð, myndum við taka þeim fegins hendi, ef verðinu yrði stillt meira í hóf. Tíminn, 16. sept. ur gengið skrykkjótt fram að þessum tíma að ráða fram úr því vandamáli. “En enginn ör- vænta skyldi.” Messur höfum við fengið nokkrar á hlaupum. Guðfr. nemi E. H. Sigmar messaði hér sunnu- daginn 9. júní, og bróðir hans, séra H. S. Sigmar frá Seattle var hér í bygðinni og prédikaði sunnudagana 14. og 21. júlí. Þeir bræður báðir eru góðir efnis menn. Ti'i prestþjónustu var guðfr. nemi E. H. Sigmar kosinn, var honum send köllun 7. ágúst, en svar hefur enn ekki komið, en þó 'hann taki köllununni, verð- ur enn prestslaust hér um lengri tíma. Á austurleið til skóla, pré- dikaði guðfr. nemi E. H. Sigmar hér í bygðinni aftur, sunnudag- inn 15. sept. Dr. Haraldur Sig- mar var hér einnig á ferð, og hafði hann samfund með bygð- arfólki og flutti erindi í Argyle Hall þann 16. júlí. Sunnudagurinn 18. ágúst var sérstakur hátíðisdagur hér í Argylebygð, því þá höfðum við nér góða og kærkomna gesti, þau séra K- K. Óllafsson og konu hans frá Mt. Carrol'l, 111. Var séra Kristinn hér áður prestur og vel metinn, og Ihafði ekki komið hér í nokkur ár. Pré^ikaði hann í I.aldur, Grund og Glenboro þenn- ansunnudag, á ensku í bæjun- um, en á íslenzku í bygðinni. Hingað komu þau hjón föstu- dags kvöldið og voru fram á mánudagsmorgun; voru þau á neimleið vestan af strönd, og fóru þau hringferðina í bíl. A austurleið komu þau við í hin- um nafnfræga Yellowstone Park og dvöldu þau þar eina tvo daga og notuðu vel tímann að skoða nin stórþættu og merkilegu nátt- úru undur. Vestur fór séra krist- inn aðaulega í heimsókn til barna sinna, sem þá voru 4 í Seattle eða grendinni. Friðrik, yngsti sonur hans, sem um undanfarin 3 ár hefur verið í sjóhernum á ýmsum stöðum, hefur verið í Japan og á fjarlægum stöðum í Kyrrahafinu, hefur nú verið leystur úr herþjónustu, og var þá nýkominn til Seattle. Mun hann fara til Harvard aftur í haust til framhaldsnáms. Hann er mikill námsmaður og tungu- mála maður, hefur lært Jap- önsku, og’var túlkur í hemum. Okkur þótti sérlega vænt um komu séra Kristins. Hann er mestur kirkjuhöfðingi sem við Isl. höfum átt hér um lengri tíma, og það var eitt ólán okkar ísllendinga, sem ekki verður bætt, er við mistum hann út úr íslenzkum félagsskap. Það er langt frá því, að hann sé út- brunninn en; hann á enn eld æskunnar í sál og tungu. Orð var á því 'haft af mörgum, að snjallari ræðu hefðu þeir sjald- an heyrt. . Mælti hann á en&ku, og voru margir leiðandi hér- lendir menn viðstaddir, sem dáðust að málsni’ld hans og rök- fimi. Kona hans er af hérlend- um ættum, fædd og uppaiin í Mt. Carroll; hefur hún ekki kom- ið hingað áður, en henni varð margt til vina; hún er kona blátt áfram og yfirlætislaus, virðist vel gefin, víðsýn og hugsjóna- rík. Séra Kristinn unir vel hag sínum í Mt. Carroll; hann fylg- ist með því sem er að gjörast meðal íslendinga og tekur þátt í ýmsu íslenzku menningarstarfi, þó lítið beri á. Hér var á ferð nýlega Hr. Bertrand Friðþjófur Eyford, í heimsókn til systur sinnar, Elvu Oleson. Hann er starfsmaður C.N.R. járnbrautar kerfisins, og hefur verið alla æfi, og því starfi kunnugur frá blautu barnsbeini. Hann var stöðvarstjóri í Hudson Bay Junction í 16 ár, en er nú stöðvarstjóri í Shilo, Man. Hann hefur verið lítið meðal íslend- inga. Hann gegndi herkalli á æskuskeiði í heimsstyrjöldinni fyrri, 1917, var þá á 18 ári. Komst hann ekki til Englands fyrr en rétt að stríðinu loknu. Gekk hann þó ungur væri, á mála hjá Bretum, til herþjónustu á Rúss- landi. Var sú deild er hann var með, sett á land í Vladivostock í Austur Síberíu; vann herinn sig áfram vestur u-m Síbeiíu. Var hann, með einum Canadisk- nm hermanni og 14 brezkum, tekinn fangi nálægt Krasnoyask í Mið-Síberíu, þar sem þeir voru að gæta járnbrautarinnai. Var hann, og þeir allir fangar hjá Bols'hevíkum í 10 mánuði. Voru þeir 'haldnir á ýmsum stöðum fyrst — í Krasnoyask, þá í Ir- kutsk, og síðan all lengi í Mosk- va, og seinast í Leningrad, og máöké víðax. Hungur og til- finnanlegur skortur var þá á Rússlandi, og liðu þeir mikið af hungri og hrakningum, en að öðru leyti var þeim ekki misboðið að ráði. En íyrir harðiétti og hrakninga hefur Eyford aldrei beðið fulliar bætur á heilsunni. Eftir mi’kið ráðabrugg og bolla- ieggingar, og japl og jaml og fuður, var þeim loks skift fyrir Rússneska fanga sem Bretar höfðu handsamað af Rauðalið- inu á landamærum Indlands og Afghanistan; fengu þeir frelsi sitt á landamærum Finnlands, þaðan fóru þeir til Kaupmanna- hafnar og svo til Englands, þar sem þeim var fagnað með kost- um og kynjum í sjálfri höfuð- borginni London. Höfuðsmaður brezku sveitar- innar hefur skrifað alllstóra bók um þennan leiðangur og æfin- týri, sem hann nefnir “Held by the Bolsheviks” haldi hjá Bolsjévíkum). Segir í þeirri bók greinilega frá leiðangrinum frá því þeir fóru frá Englandi, þar til þeir höfðu farið 'hring- ferðina, og náðu 'heim til Lon- don. Getur höfundurinn Ey- fords og að hann hafi verið yngsti maður sveitarinnar. All- mikið reyndu Rauðliðar að fá fangana til að vinna, en þeir neituðu því, bæði höfðu þeir ekki fæði nægilegt til þess að halda kröftum, og svo vill'du þeir ekki vinna fyrir þá rauðu, og þrátt fyrir ýmsar hótanir, þá stóðu þeir við það, og létu Rúss- arnir þá við það sitja. Annars virtust þeir bera meira traust til þeirra en Hvítu Rússanna; hefur það óefað stafað af þvu að Bretar hafa áunnið sér nafn út um allan heim, að þeir séu menn sem megi treysta. I Moskva sá Eyford þá báða höfðingjana, Lenin og Trotsky, og er hann einn af fáum íslend- ingum sem sáu þá í lifanda lífi. Hr. Eýford er sonur hins vel þekta járnbrautar manns, Gríms Eyford, sem dó í Winnipeg fyrir nokkrum árum, og konu hans, Sveinbjargar Ólafar Pétursdótt- ur; hefir Dr. Richard Beck skrif- að minningarorð um þau í Alm. O. S. TH. 1940. Hann er fæddur í Ethelbert, Man., þar sem faðir hans var þá búsettur. Hann er giftur hérlendri myndar konu. Eyford á ekki langt að sækja það þó hann sé vel gefinn, enda er hann það. Hann er gleðimaður og skem'tillegur í samræðum. Hannihefur verið djarf ur og hug- rakkur, en íslenzkunni er hann að mestu leyti ibúinn að tapa. Hér hafa verið á ferð þau Mr. og Mrs. Jón S. Johnson frá Bell- ingham, Wash. Þau hjón eru upprunalega héðan úr bygð. Bræður (hans 4 eru hér í bygðinni, þeir Björn S. og Sigurjón S., bændur 'í bygðinni, og Kári og Árni í Baldur. Mrs. Johnson er systir hins vel þekta söngmanns Óla Anderson í Baldur. Þau hjón eru búin að vera lengi á Kyrrahafsströndinni; nú eru þau rétt farin heimleiðis. Vestur fór með þeim í mánaðar kynnisför, bræður Jóns tveir, þeir Björn og Sigurjón, ásamt konum sínum; ferðast iþefta fólk allt bílleiðis, býst það við að fara víða og sjá. Að ferðasr' með bfl er vegurinn nú; menn hafa miklu meira ifrjálsræði, auk þess er það kostn- aðarminna, og fólk hefur miklu betra tækifæri að sjá 'hin miklu náttúru undur landsins, heldur en frá járnbrautar vögnum. G. J. Oleson: Ertu hræddur við að borða ? Áttu við að striða raeltingrarleysi, belgring og nábít? pað er ðþarfi fyrir þíg að 14ta slíkt kvelja þig. Fáðu þér New Discovery "GOLDEN STOMACH TÖFLUR.” 360 töflur duga í 90 daga og kosta $5.00; 120 duga í 30 daga, $2.00; 65 í 14 daga og kosta $1.00; Til reynslu, 10 centa dÓB — fæst I öllum lyfjabúðum. FREMST “Operation Woods” TIMBURIÐNAÐURINN Austur af Winnipeg hefir til boða þúsundir góðra atvinnu greina handa hraustum mönnum Ráðstafanir viðvíkjandi ferðalögum Góðar ibúðir gott kaup Umboðsmaður Provincial Farm Labour þjónustunnar veitir frekari upplýsingar. Ráðið yður hjá næsta National Employ ment Office PR-WEC-10

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.