Lögberg - 17.10.1946, Blaðsíða 5
o
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER, 1946
AHteAM/iL
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
VINNUKONURNAR
TVÆR.
Þegar eg var í Reykjavík árin
1934-36, kom Iþað oft fyrir að
mér 'leið illa vegna þess að mér
fanst ihráslagalegt í mörgum
þeim húsum, sem eg kom í.
Stundum Ikom það fyrir að eg
smeigði mér undir sængina a
daginn, til þess að láta mér
hlýna; eg þoldi miklu ver kulda
heldur en hitt fólkið sem hinu
raka, svala lofti var vant. Nú
er notalegur hiti í hverju ein-
asta húsi í Reykjavlk alt árið
í kring. Jafnvel 1 hinum elstu
timburhúsum, sem áður voru oft
köld, er nú notalegt.
Eg man líka eftir reykjar
svælunni, sem hvíldi oft yfir
borginni, eins og svart ský, þeg-
ar logn var, og spilti bæði út-
sýninu og amdrúmsloítinu.
Margar hiúsifreyjur kvörtuðu yf-
ir því að ógerningur væri að
hengja út þvottinn vegna þess
að hann svertist af kolareyknum.
Nú er kolareykurinn og kolaóþef-
urinn horfinn; nú er bjart yfir
Reykjavík. Húsfreyjur Reykja-
víkur þurfa ekki að láta kol í
ofna í húsum sínum, bera út
ösku, þurka kolaryk af húsmun-
um, né hita vatn til þvotta. Þær
hafa fengið vinnukonu, sem ger
ir alt þetta fyrir þær; þær hafa
fengið Hitaveitu Reykjavíkur
Eg man ennfremur eftir því,
að margar húsmæður sögðu mér
að þær fengju ekki nægilegt raf-
magn í hús sín, til upphitunar
eða fyrir raftæki sín, enda var
þá erfitt að útvega raftæki. Nú
sá eg hjá mörgum húsmæðrum
flest þau tæki, sem fundin hafa
verið upp, til þess að létta inn-
anhússtörfin: Þvottavélar, ryk-
sugur, hrærivélar, eldavélar o.
s. frv. Þá var aðeins rafstöð við
Elliðaárnar, en síðan hefir verið
byggð stöð við Ljósafoss í Sogi,
sem veitir nægilegri raforku inn
á hvert heimili í borginni, svo
hægt er að nota öll þau raftæki
sem hver og einn vill eða getur
veitt sér.
Þannig hafa húsmæður Reykj-
avíkur fengið í sína þjónustu á
þessum tíu árum tv.ær ramm-
efldar vinnukonur, Hitaveituna
og Rafveituna við Sogið, sem
létta þeim hús-störfin, þannig, að
þær hafa meira frí til annara
hluta en nokkru sinni áður.
Við húsfreyjur hér í borg þurf-
um að vísu ekki að öfunda þær
af rafveitunni, því slfka orku
'lind höfum við haft í okkar þjón
ustu í lengri tíma; en þær eru
öfundsverðar aif hitaveitunni. Eg
veit ekki til að nokkur önnur
borg í heimi njóti slíkra náttúru
hlunninda. Hugsið ykkur: Þær
sjá aldrei kolum eða eldivið ek-
ið um borgina, né kolum skóflað
niður í kjallara, með öllu því
ryki og óhreinindum, sem því er
samfara. Þær þurfa ekki að anda
að sér lofti, sem er spillt af reyk
úr þúsundum reykháfa borgar-
innar; í Reykjavík eru engir
reykháfar; iþeirra gerist ekki
þörf. Þær þurfa ekki að hafa á-
hyggjur útaf kolaþurð eða kaup
um, og verði á eldsneyti. Hitinn
sem býr í iðrum Islands jarðar,
hefir verið beizlaður og knúður
,í þjónustu Reykjavíkurbúa, og
vonandi, áður en langt um líður,
ruunu allir landsmenn geta hag-
nýtt sér þessi hlunnindi.
Okkur gestunum að vestan var
boðið af bæjarstjórn Reykjavík-
ur að skoða Hitaveituna og Sogs-
virkjunina. I förinni var borgar-
stjóri, Bjarni Benediktsson, bæj-
arráðsmenn og forstjórar bæjar-
Séra Helgi Konráðsson:
Tápmikill drengur
fyrirtækjanna. Auk þessara
manna voru konur þeirra allar j
í för með okkur.
Hér fer á eftir hin fallega ræða
sem frú Lára, kona Steingríms
Jónssonar, rafmagnsstjóra, flutti
við það tækifæri. /
AÐ LJÓSAFOSSI,
16. SEPT. 1946
Kæru vinir:
Áður en við förum héðan,
langar mig til að segja nokkur
orð.
Eg þakka öll ‘hin vingjarnlegu
orð, sem töluð voru á Þingvöllum
áðan, einkum þakka eg það sem
hinar tvær konur, sem eru hér
á meðal heiðursgestanna, sögðu.
Að mínum dómi voru þetta á-
gætis ræður, vel og fallega hugs-
aðar, og ágætlega fluttar.
Mrs. Ingibjörg Jónsson þakkaði
okkur Reykvískum konum fyrir
að við tókum þátt í þessari för;
við tökum á móti því þakklæti,
þótt við eigum það ekki skilið.
Því svo er mál með vexti, að
Hitaveitan, sem gerir okkur
mögulegt, með einu handtaki, að
veita heitu vatni í gegn um allar
vatnsæðar hússins og á þann hátt
hafa rennandi heitt vatn til upp-
hitunar, þvötta, og alls 'hrein'
lætis, er sannarlega óskabarn
allra Reykvískra húsmæðra.
Annað óskabarn eigum við líka,
og það er Rafmagnsveita Reykja-
Víkur, sem fyrir utan að lýsa upp
hjá ókkur hvern krók og kima,
veitir til okkar orku, sem á marg-
víslegan hátt léttir hin daglegu
störf.
Hver er sú kona, sem ekki nýt-
ur iþess að sýna óskabömin sín,
og heyra eitthvað fallegt um þau
sagt?
Þið þakkið heimboðið til ís-
lands. Já, því ekki það? En hvers
vegna voruð þið boðin hingað?
Þið og aðrir Vestur-Islendingar
á undan ykkur, og vonandi marg'
ir á eftir ykkur.
Myndi svarið ekki verða eitt-
hvað á þá leið, að Island væri
mun fátækara.. ef ykkur hefði
hvergi notið við, ef að þið hefð-
uð ekki flutt út með ykkur, og
haldið við íslenzku máli, menn-
ingu og siðum.
Þið þakkið líka gestrisni hér,
en eg spyr aftur: Er gestrisni ó-
þekkt fyrirbrigði hjá ykkur
vestra?
Lesið það sem biskupinn okk-
ar, hr. Sigurgeir Sigurðsson,
skrifar um heimsókn sína til
ykkar, hlustið á það, sem síra
Ásmundur Guðmundsson, há
skólakennari, eða Ásgeir As-
geirsson, bankastjóri, (svo ein-
hver nöfn séu nefnd) segja frá
ferðalögum sínum um byggðir
íslendinga í Vesturheimi. Ein-
hver kann að segja, að sem dæmi
upp á gestrisni, sé þetta svona
og svona valið, því að þessum
mönnum standi allstaðar allar
dyr opnar. Þetta getur vel verið,
en þetta eru þó fyrst og fremst
menn, og eftir skrifum þeirra og
frásögnum að dæma, held eg að
þeir telji sig ríkari eftir heim-
sóknina en áður. Tökum annað
dæmi, lesið bréfin frá unga náms-
fólkinu okkar. sem fyrr og síð-
ar og þó einkum á stríðsárunum,
hefur flykkst vestur um haf.
Lesið lýsingar þessa fólks á
alúðinni, sem hefur mætt því
.frá íslendingum vestra, já, lítið
á ljósmyndirnar, þar sem flelri
ungir Islendingar héðan eru
samankomnir á vestur-íslenzk-
um heimilum í boði húsbænd-
anna þar, vegna þess að einhver
af unga fólkinu átti fæðingar-
dag, eða einhvern Euinan tillidag.
Fyrir hvítasunnuna í vor gerði
alLsvæsið hret hér norðan lands
og stóð í fjóra daga með norð-
austan bleytuhríð. Lagði all-
mikia fönn í byggð og þó meiri
til fjailla, sem vænta má. Urðu
nokkrir skaðar á fé og hrossum,
einkum drápust folöld og lömb
til fjalla, að talið er.
Hríðardagana var eg úti' á
Hvalnesi á Skaga við fermingar-
undirbúnning og langar mig til
að segja frá fyrirvinnu þess
heimilis, meðan hretviðrin
dundu þar á húsum og fénaði.
Umsjón með búrekstrinum hafði
12 ára gamall drengur, sonur
hjónanna.
Bóndinn var í vegavinnu, því
að síðan mæðiveikin var send
íslenzkum bændum, verða þeir
að leita sér atvinnu utan heimi-
lis, svo að þeir geti fleytt fram
fjölskyldu sinni. 1 bænum var
aðeins konan með börnin.
Þegar hríðin skall á, var féð
út um hagann, nýlbornar ær og
aðran komnar að burði, að vísu
ekki margar, mæðiveikin og hen-
nar innflytjendur hafa séð fyrir
því. Engum var til að dreifa á
heimilinu til að smala, öðrum
en Búa litla, enda lét hann ekki
á sér standa að leggja af stað út
slydduna, rjóður, hraustur og
brosandi, vel búinn í skjólgóð
klæði.
Lambær rekast illa margar
saman og varð hann að fara hver-
ja ferðina af annarri, en ékki
hœtti hann, fyrr en hann hafði
tínt heim allar þær ær, sem þurf-
tu húsaskjól, og gefið þeim
garðann.
Svo sá eg hvar hann hljóp upp í
mýri, tók þar hest, lagði við hann
og teymdi heim á hlaðið, skellti á
hann hnakk og gyrti með vönum
handtökum, stökk á bak og þeysti
úr hlaði til að líta eftir þeim ám,
sem voru fjær, andlitið veður-
bitið og hraustlegt og í einu sól-
ar.brosi og hló aðeins, þegar eg
bauð honum aðstoð mína, enda
sá eg, að hennar var ekki þörf.
feg 'held að eg hafi aldrei séð
ánægðari eða hraustlegri dreng
í annan tíma.
Þegar hann kom heim aftur,
biðu hans enn mörg störf. Hann
þurfti að gefa kúm og hestum,
sinna ánum á ný, sækja í eldinn
og annast sitthvað fleira, og
aldrei varð eg þess var, að
mamma hans þvrfti að minna
hann á nokkurt verk eða ýta
undir hann að koma sér af stað.
Og pabbi hans vissi, að óhætt
var að treysta honum, því að
hann ikom ekki heim, fyr en ekki
varð lengur starfað að vegagerð-
inni.
II.
Hér hefir verið reynt að bregða
upp mynd af tápmiklum og dug-
legum dreng. En afrek hans er
ekkert einsdæmi. Hér er aðeins
sagt frá heilbrigðum sveitadreng
eins og hann hefir verið í þús-
und ár og er enn hér á landi.
Þannig vari skóli íslenzkrar æsku
í margar aldir. Sveitaheimilin,
ís'ienzk veðrátta og erfiðleikar af
hennar völdum voru einu upp-
eldisstofnanir þjóðarinnar allrar
fram undir okkar daga. Þar
lærðu börnin að vinna og bera
ábyrigð orða sinna og gjörða,
þeim voru falin skyldustörf og
þau vöndust á að stjórna verk-
um sínum sjálf og ráða fram úr
stórum vandamálum sjálf án
annara hjálpar. Við þau hlaut
hugkvæmni þeirra að þroskast
og þrek þeirra að vaxa, því að
ekki var til meiri skömm en að
gefast upp. Eg gæti trúað, að
það væri góður undirbúningur
fyrir stjórnmálamann að hafa
lært í æsku öll þau brögð, sem
beita verðuri ti'l að ná styggum
hesti í haga.
1 vinnuskóla sveitaheimilanna
lærði þjóðin að standast harð-
indi, eldgos og áþján og úr þeim
skólum hafa flestir forystumenn
þjóðarinnar komið aMt fram á
a þennan dag. Þetta var barna-
skóli Jónasar Hallgrímssonar og
Svo eru brúðkaupsmyndirnar.
Unga stúlkan fer til Ameríku
til að giftast unga manninum,
sem er farinn á imdan henni
þangað. Vestur-íslenzk húsmóð-
ir tekur á móti stúlkunni sem
dóttur sinni, ibýst til að gera það
sem í hennar valdi stendur, til
þess að dagurirm verði ungu
brúðhjónunum sem eftirminni-
legastur og. gleðilegastur. Hún
býður eins mörgum gestum og
heimilið getur tekið á móti, að
flestir gestanna er ungt fólk héð-
an að heiman, talar sínu máli.
Húsbóndinn, aftur á móti, tek-
ur að sér hlutverk föðursins, er
svaramaður brúðarinnar, og ger-
ir allt sem hann getur til að
greiða götu ungu hjónanna, á
meðan hann nær til þeirra.
Og svo er þetta ekkert eins-
dæmi, að við hér heima sjáum
ljósmyndir teknar hingað og
þangað á íslenzkum heimilum í
Ameríku, ljósmyndir, sem segja
okkur svona fallegar sögur.
Þetta viljum við íslenzkar kon-
ur þakka ykkur, okkur sem hér
erum þykir vænt um að hafa
kynnst ykkur og biðjum ykkur
að bera kveðjur okkar og beztu
óskir inn á sem allra flest ís-
lenzk heimili vestra.
Að endingu bið eg ykkur að
rísa úr sætum og hrópa ferfalt
húrra fyrir islendingum vestan
hafs, með ósk um að þeir megi
lifa vel og lengi.
Lára Árnadóttir.
Tómasar Sæmundssonar.. Jón
Sigurðsson stundaði sjóróðra
vestur í Arnarfirði og Baldvin
Einarsson lagði út d hákarlalegur
úr Hraunakrók í Fljótum.
Sá skóli, sem teflir fram á sjón-
arsviðið slíkum mönnum og
mörgum fleiri þeirra líkum, hlýt-
ur að hafa eitthvað sér til á-
gætis, sem vert er að veita at-
hygli.
III.
Einstaka borgarbúi, einkum
suAir þeirra, sem tekið hafa sér
fyrir hendur að skrifa skáldsögur
íyrir íslenzku þjóðina á 20. öld,
gerá hróp að sveitamönnum og
spottast að svokallaðri sveita-
menningu. Og ekki ætla eg að
berja í bresti hennar. Vafalaust
þarí hún að aukast og breytast
á ýmsan veg eins og annað. Þó
er vonandi, að iþeir, sem í sveit-
um búa, hætti ekki að hugsa við
störf sdn og um þau.
Satt er það, að barátta sveita-
mannsins er oft þyngri en störf
borgarbúans. En er barátta heil-
brigðs manns böl? Ef mannkyn-
ið hefir þroskast fyrir stríð sitt
við alls konar þrautir og vaxið
við að leysa mörg vandamál og
brjóta viðfangsefni sín til mergj-
ar, þá virðist ekki sanngjarnt að
álasa því fólki, sem iþorir að
standa þar, sem baráttan er hörð-
ust og hefir kjark til að ala upp |
börn sín við nokkurt harðræði.
Önnur stefna hefir komið fram
um uppeldi barna samfara lang-
námi þeirra á skólabekkjum.
Námið á að vera barninu leikur.
Það á ekki að vita af því sjálft
að það sé að læra. Slíkt uppeldi
van áður fyrrum kallað dekur
og hafði þjóðin þá reynslu af
því, að dekurbarn varð sjaldan
að manni.
Sem betur fer, hygg eg, að fáir
kennarar hafi framkvæmt þessa
stefnu í starfi sínu a. m. k. ekki
út í yztu æsar. Þó hefir hennar
orðið nokkuð vart, illu heilli. Og
ekki er Sigurður skólameistari
Guðmundsson á Akureyri hrifinn
af dekurbörnunum í skóla sínum.
Hefir hann skrifað gagnmerkar
ritgerðir um uppeldismál
skýrslur skólans. Sérstaklega
minnist eg ritgerðar hans Aftur
á bak eða áfram, í Skýrslu
Menntaskólans á Akureyri 5. ár
gang (1936). Er sú grein, eins og
annað, er hann ritar, þrungin af
vitsmunum og mikilli lífsreynslu.
Hann segir þar: “En ræktarsem-
in má eigi snúast í ofrækt. Eigi
má venja æskuna á að láta gera
mikið fyrir sig, en vinna lítið
né leggja lítið á sig fyrir aðra.”
Hann segir frá því, hve þroska-
vænlegt uppeldi íslenzk nóttúra
hefir veitt börnum landsins, þvi
að “landhörku skal með nokk-
urri eðlishörku sigra.”
Eg vil ekki tína hér upp speki-
orð Sigurðar Guðmundssonar.
Hverjum manni er heimill að-
gangur að þeim. Og kynnist ein-
hver þeim fyrir 'þessa bendingu
mína, te'l eg grein þessa ekki til
einskis ritaða. '
Hver einasti maður, sem hugs-
ar um uppeldismál eða fæst við
kenslu, hlýtur að verða var geysi-
legra breytinga á þessum sviðum
á síðustu árum. Stafa þær af
bættum efnahag þjóðarinnar og
vaxandi borgum. En breyting-
arnar eru einkum í þessu: Fleiri
böm og ungmenni þurfa nú
minna að reyna á sig og minna
að hugsa en áður. Starf og nám
er gert eins vélbært og auðið er.
Öllum skólum er skipað í sam-
félt kerfi, svo að nemendurnir
geta sem fyrirhafnarminst flotið
milli þeirra.
Borgir eru reistar, íbúurn
þeirra fjölgar, en eðli borgarinn-
ar er að mylja einstaklinga sdna
í kvörn þeirri, sem nefnd er
borgarmenning (civilization).
Þar þurfa aðeins fáir einir að
hugsa og stjórna, en hinir allir
ganga að skúffu sinni, skrifborði
eða skóflu og lúka starfi sínu
innan þröngra vébanda. öll
heimili borgarinnar ganga upp í
einum samnefnara, sem heitir
bæjarfélag. Yfirvöld sjá um, að
vatn streymi inn d húsið og út úr
því eftir þörfum, þau sjá um
eyðingu sorps og rottudráp. Ör-
fáir menn birgja öll heimili bæj-
arins að mat. Þannig mætti lengi
telja. Og meðan alt gengur með
eðlilegum hætti í borginni, getur
hver einn lifað þar áhyggjulitlu
ldfi og þegar vandræði steðja að,
verður félagsheildin að leysa þau.
Hver einstaklingur er þess að
mestu leyti ófær að leysa sín
eigin vandræði. Hann getur að-
eins kvartað fyrir félagsstjórn-
inni. Uppeldið ber sömu ein-
kenni: Skólarnir taka við börn-
unum. Alt verður keifisbundið,
sjálfsagt og auðvelt.
Smám saman er reynt að klæða
þjóðina a'lla í þennan stakk menn
ingarinnar, en þá vaknar þessi
spurning, glatar ekki þjóðin ein-
hverjum dýrmætum verðmætum
með því að lykja sig þeim viðj-
um, fe'lla alt og alla d einn stakk?
Eg þori ekki að svara þessari
spurningu. Menningin er svo
glæsiieg og eftirsóknarverð. En
hún hlýtur iþó að verða enn verð-
meiri eftir því, sem hver þegn
hennar er sterkari. En marig-
sannað er, að maðurinn verður
ekki sterkur andlega né líkam-
lega nema fyrir átök, eigin átök
og áreynslu. Þessvegna er enn
æskilegt, að þjóðin ali upp börn
sín við harðræði á sjó og landi,
kenni þeim að hugsa sjálfum og
starfa á eigin ábyrgð.
Sumir halda, að þegar smal-
arnir hætta að flytja til borgar-
innar, muni verða þar færra um
listamenn og þjóðskörunga.
—Eining.
LADIES
Ideal, Hard Wearing
COO]\
COATS
Special $205*00
(Regular $365.00)
FU R S
'330 SMITII STREET
Opp. Marlborough Hotel
Canada SaoUuji. Bonds
ma\) be purchased from
PETER D. CURRY & CO.
LIMITED )
BOND DEALERS
Ground Floor,
CURRY BUILDING
WINNIPEG
Telephone
98 431
Veljið MILLER að þingmannið yðar
Trúir á og vinur að:
• Betri kjörum fyrir bændur
og verð sem svarar auknum
kostnaði. .
• Framhaldsstarfi canadiska
hveitiráðsins, sem Conserva-
tívar stofnuðu.
• Enginn tekjuskattur af
tekjum innan $1,000 fyrir
einhleypa og $2,000 fyrir
gift fólk.
• Heimili hermanna við sann-
gjörnu verði en ekki verð-
bólgu okri.
• Verndun nægilegs bygging-
arefnis d Canada til þess að
fullnægja þörfum heimafyrir.
Greiðið atkvæði þann 21.
október 1946 með
Cal. C. Miller
CAL. C. MILLER
PROGRESSIVE CONSERVATIVE ÞINGMANNSEFNI lyriT
PORTAGE LA PRAJRIE KJORD/RMI
ProKressive Conservative Committee, PortaKe la Prairie ■