Lögberg - 17.10.1946, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER, 1946
--------logfaerg--------------------
GeflB út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 .‘• '.argent Ave., Winnipeg, Maniitoba
Utanáskrift ritstjúrans:
EDITOR LÖGBERG
595 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Rtstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “L.Ögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail,
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE 21 804
Aukakosning
til sambandsþings
Eins og vitað er, fer fram aukakosn-
inga til sambandsþings í Portage la
Prairie kjördæminu þann 21. yfirstand-
andi mánaðar; stafar kosning þessi frá
fráfalli Harry Leaders, er hafði átt sæti
á þingi um langt ára skeið af hálfu
Liberalflokksins og notið hvarvetna
virðingar og trausts; var hann maður
einbeittur og ákveðinn í skoðunum;
hann hikaði eigi við að segja flokks-
bræðrum sínum og stjórninni til synd-
anna ef svo bauð við að horfa og fylgdi
því jafnan fram með einurð, er hann
vissi sannast og bezt. Svona eiga sýslu-
menn að vera, segir máltækið, því þótt
flokksleg eindrægni í demokratiskum
löndum sé í ýmsum tilfellum nauðsyn-
leg, getur þá skilyrðislaus jábræðra-
auðsveipni orðið engu síður skaðleg.
Þrír megin stjórnmálaflokkarnir
hafa frambjóðendur í kjöri við áminsta
aukakosningu, eru það þeir Mr. Wood,
merkisberi Liberala, Mr. Miller, af hálfu
íhaldsmanna, og Mr. Coulthard, sem
gengið hefir C. C. F.-stefnunni á hönd;
lítil deili vitum vér persónulega á þess-
um mönnum að öðru leyti en því,
að allir munu þeir taldir sæmilega hæfir
til þingsetu og nýtir menn hver í sinni
stétt; kosningabaráttan snýst auðsjá-
anlega að mestu leyti um það, hvort
King-stjórnin verðskuldi trausts-^yfir-
lýsingu með kosningu Mr. Woods eða
það gagnstæða. Og hvernig horfa þá
málin við, er kjósendur ganga að kjör-
borðinu? Liberal-flokkurinn í þessu
landi hefir lengi farið með völd og Mr.
King hefir lengur haft stjórnarforust-
una með höndum en nokkur annar
stjórmálamaður innan vébanda brezka
veldisins; hann stýrði þjóðarskútunni
giftuvænlega gegnum brim og boða þess
ægilegasta rammagaldurs, er sögur
:ara af, er máttarvöld myrkurs og mann-
spillingar fóru eldi um þessa fögru jörð,
og særðu fram í þjónustu sína öll hugs-
anleg, og jafnvel óhugsanleg tortíming-
aröfl; hann var einn hinna fáu, sem svo
mikilla vinsælda og svo mikils trausts
naut með þjóð sinni, að hún fól honum
og flokki hans endurnýjað umboð til
valdaforustu, er stríðinu lauk; um þetta
geta ekki orðið skiptar skoðanir, því þar
eru það verkin, sem tala.
í engu landi, að íslandi undanskildu,
ríkir almennari .velmegun en í Canada,
þótt vitaskuld hér sem annars staðar,
megi eitt og annað að ýpisu finna; hér
eru óþrjótandi birgðir vista; hér er ekki
alt í uppnámi vegna kjötskorts og ann-
ara lífsnauðsynja, og þótt verkföll, sem
að vorri hyggju hafa í mörgum tilfell-
um verið réttmæt, hafi hamlað nokkuð
iðnaðarframleiðslunni undanfarna þrjá
mánuði, þá verður það í rauninni smá-
rægilegt borið saman við það sem gengið
hefir á hjá nágrannaþjóð vorri sunnan
landamæranna og víða annarsstaðar;
" margar þjóðir renna öfundaraugum til
Canada vegna þess jafnvægis, sem
haldist hefir í þjóðfélaginu þessi undan-
förnu alvöruár, þótt aðrar þjóðir taki
sér þetta til fyrirmyndar í stað þess að
öfundast yfir því; þetta hefir ekki alt
komið af sjálfu sér, eins og ýmsir láta
í veðri vaka; það er að þakka viturlegri
forsjá þjóðhollra manna eins og Mr.
Kings og þeirra annara, er fylgt hafa
honum dyggilega að málum, er mest
reyndi á þolrif.
Með hliðsjón af því, er viðgengst
víða annars staðar, höfum vér, sem land
þetta byggjum, tiltölulega lítið af dýr-
tíð að segja; matvara hefir að vísu
hækkað nokkuð í verði. og þann mis-
mun verður vitanlega að jafna með
hækkuðu kaupgjaldi; en sé vísitala
nokkurra þjóða athuguð, kemur það
brátt í Ijós, hve hagur canadisku þjóð-
arinnar er drjúgum betri, en víða ann-
ars staðar. Síðan 1939 hefir framfærslu
kostnaður í þessu landi hækkað um ná-
lega 25 af hundraði; í Bandaríkjunum 46
af hundraði, Bretlandi 50 af hundraði,
Ástralíu 52 af hundraði, þeim hluta ír-
lands, sem De Valera ræður yfir, 66 af
hundraði; í Mexico er vísitalan komin
upp í 162, en á Egyptalandi, er fram-
færslukostnaðurinn 181 af hundraði
hærri en hann var fyrir stríðið; hér eru
einungis tilfærð fáein dæmi af mörgum,
er með samanburði leiða það glögglega
í Ijós, hve vel hefir tekist til um forsjá
mannfélagsmálanna í Canada á einu
því lang alvarlegasta tímabili, sem
mannkynið nokkru sinni hefir horfst í
augu við.
Með hliðsjón af því, sem nú hefir
sagt verið, þótt einungis hafi verið
stiklað á steinum, er það fullu sýnt, að
King-stjórnin meira en verðskuldar það,
að fá kosinn frambjóðanda sinn, Mr.
Wood, við áminsta aukakosningu í
Portage la Prairie, og munu íslenzkir
kjósendur í því kjördæmi naumast láta
sinn hlut eftir liggja að svo megi verða.
Oft heyrðum vér Canada fagurlega
minst á íslandi í sumar, og eins þann
tíma, sem vér dvöldum í Bandaríkjun-
um; landið var talið fyrirmyndarland og
þjóðin fyrirmyndar þjóð; þetta vakti hjá
oss mikinn fögnuð.
íslendingar hafa lagt nokkura
trausta steina í musteri þess þjóðfélags,
sem hér er enn í skopun og vilja að þeir
svipmerki að einhverju það musteri í
aldir fram.
Lítt sæmandi að liggja
á liði sínu
Öll þau mörgu og mismunandi þjóða-
brot, er hina voldugu Vesturálfu byggja,
hafa lagt nokkuð á sig til þess að vernda
minningarnar um eðli sitt og ætt, trú
sína og tungu; þetta hefir í fæstum til-
fellum verið gert af einstrengingshætti
eða sérþótta, heldur vegna þess að fólk
þetta hafði það á vitund; að með þessu
legði það fram sérstæðan menningar-
skerf, er eigi aðeins myndl auka á veg
niðja þeirra í framtíðinni, heldur svip-
merkja að þróttlund og andlegri göfgi
hin ungu þjóðfélög, er það væri að sam-
einast; þetta var fagur hugsunarháttur,
sem forustumenn í ríki andans, svo sem
þeir Dufferin lávarður, Tweedsmuir lá-
varður og Roosevelt forseti kunnu til
fullnustu að meta, að eigi séu fleiri til-
nefndir.
Vissulega er sá skerfur, sem vér Is-
lendingar höfum lagt til menningarmála
hinna vestrænu kjörþjóða vorra, engan
veginn óverulegur, þó vafalaust hefði
mátt betur vera, ef vér frá upphafi land-
námsins vestra, hefðum lært þá list að
brynjast til sameinaðs átaks í stað þess
að veikja kraftana með deilum um keis-
arans skegg eða jafnvel eitthvað annað
enn frámunalegra; en um orðinn hlut
þýðir jafnaðarlegast lítt að sakast, enda
hitt meira um vert að reyna að vitkast
og læra af mistökunum.
Eins og nú horfir við, er oss íslend-
ingum lítt sæmandi að liggja á liði voru,
því nóg eru verkefni. sem hægt er að
leysa, þó sum verði aldrei að fullu leyst.
Landið, sem vér komum frá, er á risa-
vöxnu þróunarskeiði svo að segja á öll-
um sviðum nútímamenningarlífs; þetta
duldist oss ekki, boðsgestunum að vest-
an, er áttum því ógleymanlega láni að
fagna, að eiga sex vjkna dvöl á íslandi
í sumar í boði ríkisstjórnarinnar og
þjóðræknisfélagsins heima, og í raun
og veru þjóðarinnar í heild; það var ekki
einasta, að sólbaðað landið, með öllum
þeim stórstígu framförum, sem þar
hafa átt sér stað síðg,sta aldarfjórðung-
inn, væri heillandi, jafnvel óvenjulega
heillandi, heldur var það þjóðin sjálf
fólkið alt, er auðsýndi okkur, og þá jafn-
framt Vestur-íslendingum í heild, slíka
ástúð , er seint mun fyrnast yfir; þetta
fólk skoðar oss öll sem systkini, og ann
oss jafnvel heitar vegna fjarlægðarinn-
ar; þetta fólk vill mikið á sig leggja oss
til manndóms- og menningarauka. En
hér má ekki hallast á, hér þurfa gagn-
kvæm menningarframlög að vera hlut-
fallslega jöfn; minna en það, getum vér
Vestmenn ekki undir neinum kringum-
stæðum sætt oss við.—
Á Frónsfundinum á mánudagskvöld-
ið í fyrri viku, þar sem Grettir ræðis-
maður skilaði hinum ástúðlegu kveðj-
um frá íslandi, flutti forseti Þjóðræknis-
félags íslendinga í Vesturheimi tíma-
bæra og ágæta ræðu, þar sem hann
réttilega lagði áherzlu á það, að hollustu
og kærkomnustu vextirnir af góðvild
heimaþjóðarinnar í vorn garð, væru
ræktarsemin við tungu vora, sögu og
menningu stofnþjóðar vorrar; í því sam-
TRÚARLÍF í SVÍÞJÓÐ
Nýlega lét Gallup í Svíþjóð
fara fram rannsókn á trúarlífinu
í Svíþójð, og eru niðurstöðurnar
all-merkilegar og atihyglisverðar.
Spurningu um það, hvort menn
tryðu á almáttugan guð, svöruðu
77% játandi, en 12% neitandi.
Spurningu um það, hvort fólk
vildi að kristindómskensla yrði
aukin í skólum, svöruðu 68%
neitandi (8% vildu minka hana),
50% töldu að 'hún væri nægileg,
og 10% sögðust ekki vita það.
Rannsókn á því hve margir
hlýddu á guðsþjónustur í útvarpi,
sýndi að 83% hlýdidu hér um bil
aldrei á þær, en 17% hlýddu á
þær, aðallega eldra fólk.
Þá kom það og í ljós, að 85%
af Stokkhólmsbúum kemur hér
um bil aldrei í kírkju.
En svo kom móske það/ merki-
legasta: 88% af foreldrum sögð-
ust ’láta böm sín lesa bænir, bæði
kvölds og morgna.
Niðurstaðan verður þessi: að
meginþorri sænsku þjóðarinnar
segist trúa á guð og foreldrar
kenna börnum sínum að biðja
hann, en kirkjurnar standa tóm-
ar og fólk hlustar ekki á guðs-
þjónustur í útvarpinu og kærir
sig ekkert um aukna kristindóms-
kenslu. — Mbl. 6. sept.).
DÁNARFREGN
Guðveig Jónsdóttir Egilsson
andaðist á Betel, 24. september s.
1. Hún var fædd 16. maí 1858, á
Grímsstöðum í Álftaneshreppi í
Mýrasýslu. Foreldrar hennar
voru Jón Jóhannesson og Þjóð-
björg Sigurðardóttir. Guðveig
kom til Kanada 1889. Fyrri
manni sínum, Bjarna Árnasyni,
giftist hún árið 1892. Þau eign-
uðust tvö börn: Anna, dóttir
þeirra dó í bernsku; Hara'ldur,
sonur þeirra, er búsettur á Gimli
og hefir verzlun með höndum;
Bjarnni dó árið 1897. Árið 1900,
giftist Guðveig, Agli Egilssyni,
eftirlifandi manni sínum; þau
eignuðust einn son er Bjarni
heitir og sem er búsettur á Gimli.
Hann fæst við lífsábyrgðarsölu.
Eftir 24. ára dvöl í Winnipeg og
í Big Point bygðinni, við Mani-
tabavatn, fluttu þau hjónin um
vorið, 1924, til Gimli. Tvær
systur Guðveigar heitinnar,
Guðrún Swanson, sem átti heima
í Winnipeg, og Sigurlaug Erlend-
son, sem var búsett í Selkink, eru
báðar dánar. Guðveig sál. var
aðeins fáeina mánuði á Betel.
Guðveig var sterktrúuð og alla
sína daga hafði hún verið dygg-
ur og ötull þjónn kristindóms-
ins. Hún var jarðsungin frá
Lútersku kirkjimni á Gimli, af
séra Skúla Sigurgeirssyni. Einn-
ig mælti fram kveðjuorð, séra
Bjarni A. Bjarnason.
bandi minti hann á Laugar-
dagsskólana og kensluna,
sem Icelandic Canadian
Club hefir með höndum; í
báðum tilfellum er um nyt-
sama fræðslustarfsemi að
ræða; en við svo búið má
ekki standa; vér verðum að
skera upp herör til verndar
íslenzkunni, íslenzkunni
sem lifandi og mæltu máli
hvar sem störf vor liggja og
hvar sem vér erum á ferð;
vér skuldum þetta stofn-
þjóð vorri, oss sjálfum og
þjóðunum, sem vér höfum
þegið þegnréttindi af.
Vér þurfum að koma á fót
prófessorsembætti í ís-
lenzku og íslenzkum bók-
menntum við Manitoba-
háskólann, og það sem allra
fyrst; þetta getum vér gert,
og margt fleira, er verða
má þjóðstofni vorum til
sæmdarauka, ef vér ekki
missum sjónar á hinni sí-
gildu staðreynd, að samein-
aðir stöndum vér, en sundr-
aðir föllum vér.
Tveir amerískir kaupsýslu-
menn hyggja á ullarkaup
Hér í bænum hafa dvalist. und-
anfarna daga tveir amerískir
kaupsýslumenn, Mr. E. S. Fre-
neau og Mr. Walter S. Pomeroy.
Eru þeir að leita fyrir sér um
kaup á ull, sem mikið er til af í
landinu um þessar mundir. Sá
fyrnefndi er forstjóri E. S. Fre-
neau and Company Inc., New
York, en hinn síðarnefndi er for-
stjóri Hayer Woolen Co., Oxford,
Mass. — Blaðið átti stutt viðtal
við Mr. Freneau í gær. Hann
sagði, að íslenzk ull hefði til að
bera ýmsa eiginleika, sem gerðu
hana sérstaklega eftirsóknar-
verða og kvaðst hann vona, að
Islendingar gaétu í framtíðinni
fengið markað í Bandaríkjunum
fyrir alla þá ull, sem við vildum
flytja út.
Líst vel á sig hér.
Mr. Freneau var hrifinn af því,
sem hann hafði séð hér. Stór-
fenglegri náttúrufegurð og hrein-
legri og vel bygðri höfuðborg-
inni. Hann kvaðst hafa kynst
nokkrum íslendingum í New
York og líkaði sér prýðilega við
þá. — Mbl, 3. sept.
Þakkargerðarhátíðin í Fyrstu
lútersku kirkju á mánudags-
kvöldið, var afar vel sótt og tókst
með ágætum; vöktu skemtiskrár-
atriðin, hvert út af fyrir sig,
rnik'la athygli; söngflokknum
tókst hið bezta, og er hið sama
um leik organistans að segja;
ræðu frú Ingibjargar Jónsson var
tekið vel, og hin þróttmikla rödd
Mr. Nordals, hafði djúp áhrif á
sarrfkomugesti. Séra Valdimar J.
Eylands hafði samkomustjórn
með höndum, og framkvæmdi
hlutverk sitt með hinni mestu
röggsemi.
GAMAN 0G
ALVARA
Öllum kemur saman um, að
sparsamasta kona veraldar sé ef-
laust sú, sem setti eiginmann
sinn niður í kjallara, til að hita
upp húsið, þegar hún komst að
raun um það, að hann var með
104 stiga hita.
4-
Björgun Greely heimsskauta-
leiðangursins 1884 bar einkenni-
lega að; 1882 og 1883 höfðu skip'
verið send í leit að leiðangurs-
mönnum, en árangurslaust. —
1884 var svo ákveðið að gera loka-
tilraun, og að þrjú skip tækju
þátt í leitinni. Tuttugasta og
anna'n júní, eftir langa og árang-
urslausa leit í ísnum við Grinell
land, þeyttu skipin eimpípur sín-
ar, til að kalla 'leitarmenn sam-
an, þar sem allir þóttust vissir
um, að heimskautafaramir
mundu vera dauðir.
Um leið og skipin voru að
leggja af stað út úr ísnum, sást
til ferða tveggja manna, sem
virtust aðframkomnir, en reik-
uðu í áttina að skipunum. Þegar
að var gætt, voru þetta tveir leið-
angursmanna, sem svo vísuðu á
fjóra félaga sína. Sex af hinum
25 leiðangursmönnum var þann-
ig fyrir tilviljun bjargað á síð-
ustu stundu.
♦
Dýrtíðin fer nú vaxandi í
Bandaríkjunum. Einn af þekt-
ustu næturklúbbaeigendum þar
í landi, Bil'ly Rose, hefur látið
svo um mælt, að hann hafi að
undanförnu fylgst með útliti
Georges Washington á amerísku
bankaseðlunum og frelsishetjan
virðist verða horaðri með degi
hverjum.
THE WESTERN SALVAGE CO.
WISHES TO ANNOUNCE THAT THEY ARE
NOW OCCUPYING THEIR NEW PREMISES AT
179 McDERMOT AVE., EAST
(Just off Main Street)
PHONE 94 921
We still have a large quantity of interior and exterior Martin
Senour and Sherw Wdlliams padnts and enamels, also decotint
Ualsómine and flit. We also have a large stock of 6 and 7 inc(i
Maple Leaf Stove Pipes selling at fire sale prices.
COME — TAKE ADVANTAGE
a.iiiiHiHiniiiiiiiniiininiiiiBiiiiiiimiiiiniiiiniiiipiniHiuimiBniffliiiiHiiiinminiiiniiiiiianiiiiniiinmiinHiiHHHiininiiiiimiinmiiiianininnmiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiaimimiiiiimiiiiiHmiiHHmimin^
I ISLENDINGAR . . .
M H
1 sem flytja vestur að hafi, hefðu gott af að líta inn til jj
1 HOMEFINDER LAND sölufélagsins, sem hefir skrifstofu jj
1 sína á horninu á Broadway og Commercial Drive, Van- jj
| couver, B.C.„ og spyrja eftir Hermann Johnson eða Len
i Goodman. Þeir eru fúsir til að leiðbeina fóiki viðvíkjandi
1 verði á fasteignum og aðgengilegum byggingarsæðum.
HÉR GETUR M) KEYPT . . . .
Canada SauUtýi Bonds
Upp á hinn þægilegasta máta
Símið, skrifið eða l'ítið inn á hina vel settu
skrifstofu okkar eftir umsóknarskrá. Gefið
okkur fult nafn og heimilisifang, til þess að
hægt sé að skrásetja skírteinið rétt og
framvísa því.
Það kostar ekkert fyrir yður að færa yður
þessi hlimnindi í nyt. Einhver aí umboðs-
mönnum okkar kemur til viðtals við yður
hvenær sem þér óskið.
MARKET SECURITIES
LIMITED
GROUND FLOOR SOMERSET BUILDING
WINNIPEG S í M I 9 2 4 8 6